Vísir - 14.07.1942, Síða 2
V I S 1 R
VÍSIR
DAGBLAÐ
títgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 60 (fimm línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sókn og vörn.
Timinn ber sig mannalega
yfir árangri þeim, sem
Framsóknarflokkurinn liefir
náð i kosningunum, og kveður
bændur hafa svarað fyrir sig á
sama liátt og árið 1931, er
Framsókn náði ein algerum
meiri hluta á þingi. Sjálfstæðis-
flokkurinn á hinsvegar að hafa
stórtapað fylgi i kjördæmunum,
þótt verulegar breytingar hafi
ekki orðið á atkvæðamagni hans
né tölu þingfulltrúa. Kemst
Timinn að þeirri niðurstöðu, að
flokkurinn liafi tapað um 1200
atkvæðum, en ef bændaflokks-
fylgið sé talið með muni tapið
nema 3000 atkvaiðum. Þetta
livorttveggja er l>ó ýkt og ýmsu
til logið.
í kosningum þessum hefir
Framsókn engan sigur unnið,
þótt hending ein hafi ráðið því,
að í tveimur kjördæmum hafi
Framsóknarmenn komizt að í
stað fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, sem áður sátu á þingi fyrir
kjördæmi þessi. Hér má í raun-
inni segja að frekar inegi ó-
heppni kenna, en verulegum
straumhvörfum í stjómmálun-
um. Það er rétt að Sjólfstæðis-
flokkurinn hefir nú 1200 at-
kvæðum færra á öllu landinu,
en i kosningunum árið 1937, en
fækkunin er aðallega í Reykja-
vík, þar sem fjöldi kjósenda
dvaldi utan bæjar og notaði ekki
kosningarétt sinn. Óánægja
með uppstillingu liér í bænum,
mun og hafa valdið því að
margir kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins sátu að jæssu sinni
heima, en munu reynast að öðru
leyti jafn tryggir flokksmenn
síðar, er á reynir og þörf gerist.
Má því fullyrða að stefna
flokksins eigi enn hið sama
fylgi með þjóðinni og fyrr, einn-
ig í sveitum, þótt sumurn fram-
bjóðendanna hafi ekki tekizt að
ha a öllum atkvæðum floldks-
ins til haga. Framsóknarflokk-
urinn hefir heldur ekki aukið
kjósendatölu sína að neinu ráði,
en sumstaðar stórtapað fylgi
frá þvi sem áður var, — ekki
sízt fyrrverandi forsætisráð-
herra flokksins. Hefir flokkur-
inn einnig tapað þingsæti.
Fyrir kosningarnar gerðu
framsóknarmenn sér vonir um
að vinna, miklu fleiri kjördæmi
en raun varð á. Höfðu þeir á
orði, að svo gæti farið að flokk-
urinn einn fengi stöðvunarvald
á þingi, þannig að kjördæma-
málið væri þar með úr sögunni,
og hvöttu bændur og búalið
mjög til þess, að stuðla nú að
sigri flokksins eins og árið 1931.
Sami áróður var notaður og þá
um frumburðarréttinn og það,
að verið væri að svifta sveitim-
ar rétti og álirifavaldi, en sá er
munurinn nú, að bændur hafa
alls ekki tekið þennan áróður al-
varlega. Engin þau straum-
hvörf hafa komið fram í kosn-
ingunum, sem réttlætt geta á-
lyktanir um verulega stefnu-
breytingu í stjómmálunum, og
þólt Framsóknarflokkurinn
hafi af slembilukku unnið tvö
kjördæmi af sjálfstæðismönn-
um, verða engar almennar á-
lyktanir af því dregnar.
Það var fyo-irfram vitað, að
breyting á kjördæmaskipun-
inni myndi mælast misjafnlega
fyrir úti um sveitir landsins,
þótt það skerti á engan hátt á-
hrifavald sveitanna. Ýmsir
menn i öllum flokkum eru önd-
verðir öllum breytingum á
stjórnskipunarlögum landsins,
vilja halda öllu i fyrra fari, og
þeir menn Iiafa vafalaust greitt
F ramsóknarf lokknum atkvæði
að þessu sinni, ]x)tt þeir geri
það e. t. v. ekki síðar. í haust-
kosningunum kemur það i ljós
hvort um nokkura stefnubreyt-
ingu er að ræða lijá þjóðinni eða
ekki.
Tíminn ræðir og um það, að
hið aukna fylgi kommanna spái
engu góðu um framtiðina, og
vill forðast haustkosningar,
meðal annars af þessum sökum.
Fylgi kommanna er liinsyegar
aðeins 'stundarfylgi, sem mim
hrynja af þeim mjög fljótlega
og vafalaust fyrir haustið.
Reynist hinsvegar fylgi þeirra
fara vaxandi er ekkert við því
að segja, að j>essi flokkur fái
þingfulltrúa i samræmi við
kjósendafylgi. Þeir eiga það
skilið eins og aðrir flokkar, sem
fulltrúa eiga á Alþingi, og þótt
menn hafi andstyggð á komm-
unum eiga l>eir að njóta réttar
síns eins og aðrir þegnar siðaðs
þjóðfélags. Það nrá blekkja
kjósendurna um stund, en ekki
til langframa. í því er falinn
höfuðveikleiki kommanna og
svo hinu, að Jiegar þeir eiga að
fara að verða ábyrgir orða sinna
og gerða, dettur undan }>eim
grundvöllurinn og úr þeim fer
allur vindurinn. Þvi meiri á-
byrgð því minna fylgi, verður
örlagarún þessa flokks.
Það má með nokkurum rétti
segja, að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi verið í vöm í þessum kosn-
ingum, en vörnin mun breytast
í sókn í haustkosningunum. Þá
mun það sýna sig, að flokkurinn
mun ekki aðeins halda öllu sínu
fyrra fylgi, heldur auka það
stórlega á kostnað annaiTa
flokka, sem um skeið hafa haft
nokkurt stundargengi.
McVeagh, sendiherra
Bandaríkjanna farinn
af landi buzt.
Mr. Lincoln McVeagh, sendi-
hera Bandaríkjanna hér, hefir
verið kvaddur héðan til að gegna
sendiherrastörfum í Suður-Af-
ríku, og er hann nýfarinn af
landi burt.
McVeagli var maður mjög
vinsæll og gerði hann allt sitt
til að efla vinsamlega sambúð
Bandaríkjahersins og íslending-
anna. Munu íslendingar yfirleitt
harma brottför hans, enda þótt
hans nyti skamma stund við
hér heima, því hann var ekki
búinn að vera hér nema siðan
í september s.l.
McVeagh var sendiherra i
Grikklandi, áður en hann varð
sendiherra hér, en fór þaðan 5.
júlí í fyrra, eða um það bil sem
Þjóðverjar réðust á Krít.
Énn hefir ekki verið skipað-
ur neinn sendiherra í stað Mc-
Veagh, svo kunnugt sé, en að-
stoðarmaður hans, Carlos
Warner, gegnir sendiherrastörf-
unum í bili sem Chargé d’Aff-
aires. |
Eldur
kom upp í kvikmyndahúsinu í
Vestmannaeyjum s.l. laugardags-
kvöld. KviknaSi í sýningarklefan-
um, sennilega út frá rafmagni og
uröu miklar skemmdir á sýning-
arvélum, filmum og klefanum
sjálfum, en auk þess svitSnuöu
lækkir er næstir voru klefanum.
Slökkvitæki voru í klefanum og
tókst a8 slökkva metS þeim eldinn,
áSur en slökkvilitSiíS kom á vett-
vang.
Lúðrasveitin Svanur
leikur á Austurvelli kl. g í kvöld
Stjórnandi Jóhann Tryggvason.
Fræðslumálaskrifstofa
fyrir Reykjavík.
Nauðsynlegar umbætur á skólamálum bæjarins
Viðtal við Helga Elíasson fulltrúa.
t
Hér í Reykjavík ber brýna nauðsyn lil að koma
upp sérstakri fræðslumálaskrifstofu fyrir
skólamálefni bæjarins, os' þá einkum þau er
varðar umsjón og eftirlit með barnafræðslunni. Sam-
kvæint fræðslulögunum ber skólanefndum að hafa
þetta eftirlit með höndum, en j borg eins og Reykjavík
er þetta svo margþætt og umfangsmikið starf, en skóla-
nefndarmennimk' hinsvegar flestir bundnir við önnur
tímafrek störf, að nauðsyn ber til að stofna sérstaka
skrifstofu, er hefði skólamál bæjarins á sinni könnu.“
Þannig fórusl Helga Elíassynii
fulltrúa orð, er tíðindaniaður
Vísis liafði tal af honum í gær-
kveldi, og liann bætti við:
„Skólanefndirnar þurfa að
liafa framkvæmdarstjóra til þess
að annast framkvæmd og eft-
irlit allra þeirra tillagna og á-
kvarðana, sem gerðar eru til
hagsbóta fyrir bamafræðsluna.
Það er svo viðamikið starf, að
það krefst meiri vinnu en skóla-
nefndirnar geta af hendi leyst,
þótt þær væru allar af vilja gerð-
ar.“
„Hvert yrði aðal starfssvið
slíkrar skrifstofu, og í hverju
yrði eftirlitið aðallega fólgið “
„Það er ekki hvað sízt i því
að hafa eftirlit með flutningi
barna á milli skólahverfanna,
sem út af fyrir sig er mjög svo
tímafrekt starf.
Það kom fljótlega í ljós eftir
að barnaskólum í Reykjavík
fjölgaði, að erfitt var að fylgj-
ast með því, livort öll böm, sem
sækja áttu hvern skóla, gerðu
það. Það varð ennþá erfiðara eft-
ir það, að kennslutiminn lengd-
ist haust og vor. Þessir erfiðleik-
ar orsakast að mestu af þvi, hve
börnin flytjast oft milli skóla-
hverfa á kennslutímanum og
l>á einkum 14. maí og 1. október.
Sá skóli, sem barn er innritað í,
kemst að vísu fjótt að raun um
það, ef það flytur úr skólahverf-
inu, því að komi barn ekki í
skólann án tilkynntra forfalla,
sendir skólinn heim til þess.
Hinsvegar er skólanum sjaldan
tilkynnt, þegar barnið flytur
burt úr skólaliverfinu, hvert það
flutti, svo að skólinn, sem bam-
ið var i, getur ekki tilkynnt hlut-
aðeigandi skóla flutninginn. Þ;að
getur þvi svo farið — og hefir
alloft komið fyrir — að börn
hafa ekki notið neinnar kennslu
um lengri eða skemmri tíma, ef
þau eða aðstandendur þeirra
hafa ekki gefið sig fram við
skóla þess skólahverfis, sem þau
fluttu í.
Sigurður heitinn Jóasson,
skólastjóri Miðbæjarskólans og
þóverandi borgarstjóri, Pétur
sál. Halldórsson, munu hafa
rætt um það, að komið yrði á
laggirnar sérstakri skrifstofu
eða deild i skrifstofum bæjarins
sem m. a. fylgdist með flutning-
um skólabama milli skólahverfa
og tilkynnti skólastjóranum
jafnóðum og skólabam flytti í
hlutaðeigandi skólahverfi.
Það hefir komið æ betur í Ijós
síðan, hversu nauðsynlegt það
er, að rekin verði skrifstofa, sem
geti verið miðstöð fyrir skóla-
mál bæjarins, — og þá einkum
fyrir bamafræðsluna.
En það em mörg önnur mál,
sem fræðslumálaskrifstofa bæj-
arins hefði til meðferðar. Hún
ætti og þyrfti að annast fram-
kvæmd þeirra tillagria og á-
kvarðana sem skólanefndirnar
gerðu. Forstöðumaður skrif-
stofunnar yrði því að sjálfsögðu
að vera skólafróður maður og
vel að sér um þau mál, er skól-
ana varða. I>á væri og eðlileg-
ast, að þessi maður annaðist um
þau störf bæjarskrifstofunnar,
sem við koma barnafræðslunni
og þeim skóla- og fræðslumál-
um öðrum, er hærinn hefir af-
skipti af.
Hér skal ekki farið nánar út í
að tilgreina, hversu margþætt
starfssvið þessarar skrifstofu
ætti að vera. Að sjálfsögðu yrði
forstöðumanni hennar sett er-
indisbréf og væri eðlilegast að
það yrði gert í samráði við
skólanefndirnar, skólastjórana,
borgarstjóra og fræðslumála-
stjóra.“ |
„Hvað getið þér að öðru leyti
sagt um skólamál Reykjavik-
ur ?“
Hernám landsins hefir vist
hvergi haft eins' truflandi áhrif á
starfsemi harnaskólanna og liér
í Reykjavík. Síðan landið var
hernumið hefir vor- og haust-
kennsla fallið niður. 7—10 ára
börn hafa því misst rúmlega
þriðjung þess kennslustunda-
fjölda, sem þau hefðu annars
fengið. Eins og nærri má geta er
þegar farið að gæta afleiðing-
anna af þessari skerðingu
kennslutímans.
Vegna þess, live mikil vöntun
er orðin á kennsluhúsnæði fyrir
harnaskólana, er svo þaulsett í
hverja kennslustofu, sem skól-
arnir hafa til umráða að vetrin-
um, að engin leið er til þess að
bæta bömunum upp þá kennslu,
sem þau hafa farið á mis við
sökum stvttingar skólatímans.
Þegar byggð hafa verið skóla-
hús þau, sem ráðgert er að reisa
fvrir Laugarnesskólahverfi og
| Skildinganesskólahverfi, þá má
gera ráð fyrir að það bæti einnig
úr þrengslum þeim, sem nú eru
í hinum skólunum, einkum í
Miðbæjarskólanum. Er þvi mik-
ils um vert, að þessi nýju skóla-
hús komist upp sem allra fyrst.
En þýðingarmikið atriði fyrir
skólamál bæjarins, sem hægt er
að koma í kring þrátt fyrir setu-
lið og húsnæðisvandræði, er
fræðslumáiaskrifstofa fyrir
Reykjavíkurbæ, og eg tel mikla
þörf fyrir hana eins og málum
er nú háttað, enda hafa allir
stærri bæir erlendis og borgir
sérstakar skrifsfofur fyrir
fræðslumálefni sín.“
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
hefir ákveðið að gefa 2000 krón-
ur úr bæjarsjóði til Noregssöfnun-
arinnar.
K. R.
vann knattspyrnumót 1. flokks.
Hlaut það fögur stig, Valur 3
stig, Víkingur 3 stig og Fram 2
stig. ÞaS einkennilega viö þessi
úrslit er það, að K. R. skorar að-
eins 1 mark á öllu mótinu, en vinn-
ur það þrátt fyrir allt. — SíSasti
leikur mótsins var háður í gær-
kveldi milli Fram og Vals, og
vann Valur með 1 :o. UrSu örlög
Fram í þeim leik jafn svipleg og
með sama hæfti og í úrslitunum á
meistaraflokksmótinu, að Framar-
ar ætluðu að spyrna knettinum til
markvarðar síns, en markvörður-
inn náði ekki til hans og knöttur-
inn fór i mark.
Tveir Vestur-Islend-
ingar heiðraðir.
Tveir Islendirigar í Winnipeg |
hafa nýlega getið sér frægð
fyrir listir og men ningarstarf-
semi þar í borg, og verið heiðr-
aðir fyrir. Heita þeir Birgir
Halldórsson og síra Valdimar J.
Eylands.
I aprílmánuði s.l. fór fram
Birgir Halldórsson.
; keppni i söng og hljóðfæraslætti
í Winnipeg. Var þar um árlega
samkeppni skóla-, kirkju- og
allra söng- og hljómlistarfé-
laga í borginni. Heitir mót jietta
Manitoba Musical Competition
Festival.
í einsöngskeppninni skaraði
Valdimar J. Eylands.
ungur íslendingur, Birgir Hall-
dórsson að nafni, fram úr, og
hlaut samtals 174 stig eða þrem-
ur stigum hærra, en sá sem
hlaut næst iiæstu einkunn. Voru
þeir báðii- þó dæmdir miklu
beztir og raddfegurð beggja
rómuð.
Birgir er frá Wynyard, en
stundar uin þessar mundir nám
í Winnipeg.
Hinn íslendingurinn, síra
Valdimar J. Eylands, var sæmd-
ur nafnbótinni: Bachelor of
Divinity af guðfræðideild Uni-
ted College í Winnipeg, við upp-
sögn hennar i St. Stephens
Broadway-kirkjunni 16. apríl
s.I.
Nafnbót þessi er veitt fyrir
nám og rannsóknir i kirkju-
fræðum, og mun sennilega vera
átt við bók þá, er hann hefir
nýlega ritað og nefnir: „Saga
lúterskrar kirkju í Canada.“
Sira Valdimar J. Eylands er
prestur „Fyrstu lútersku kirkj-
unnar“ í Winnipeg. Byrjaði
hann að skrifa sögu kirkjunnar
strax og hann fluttist til Winni-
peg. Var það mikið verk, þvi
að kirkjusagan nær til margra
þjóðarbrota og þurfti þvi að
viða allmildu efni víðsvegar að.
Bókin er ópréntuð, en hún er
mikið rit og lýsir kirkjulífi
]>eirra þjóðflokka, sera. lúterskr-
ar trúar eru. Er þar mikinn og
skemmtilegan fróðleik að fá, að
því að talið er.
(Samkv. Heimskringlu).
FORD
vörubíll
model 1937, með nýrri vél og
nýyfirfarinn til sýi>is og sölu
eftir kl. 6 á liorni Hring-
brautar og Njálsgötu. —
Tilboð
óska§t
i nýjan 5 manna fólksbíl. —
Uppl. Hverfisgötu 65 A.
Bill til ulo
Góðiur fjögra manna hill til sölu. Uppl. á Hofsvallagöfcu
21, eftir kl. 6. —
40 hestafla
motor
í góðu lagi til sölu og sýnis á
bifreiðaverkstæðinu Frakka-
stíg 1. —
12 iiiaiin&ft
Bakelite-glös (stór og iitil
með myndum), rakvélar og
fleira.
Galvaneseraðar fötur, balar
og margt fleira. —
¥erzl. Katla
Laugaveg 68.
8tarfs>
stiílk 11
vantar á matsöluhús. Átta
stunda vinnutími. Hátt kaup.
Frítt fæði. Uppl. í síma 5346.
Vandaðir
grarðstólar
»
Húsgagnaverzlun
Reykjavíknr
GíUteppi
til sölu, stærð 2.75x3.20 og
2.75x4.11, í Tjarnargötu 10 C
I. hæð. —
Ford
5 manna (eldra model) til
1 sölu og sýnis Frakkastíg 1,
frá kl. 8—10 í kvöld.
✓