Vísir - 25.07.1942, Page 3
VISIR
HVAÐBER
^GÓMA
Fyrir skemmstu birtist hér í blaðinu viðtal við Gísla Jónsson for-
stjóra. í dag birtir Vísir mynd úr rækjuverksmiðju hans á Bíldu-
dal, — en á Bíldudal hefir Gis i endurvakið athafnalífið, svo að
þorpið er risið úr örbirgð og niðurníðslu og atvinna fólks og
velmegun komin í ágætt horf. Þarf ekki að efa, að athafna- og
menningarhf Barðstrendinga mun aukast til muna undir forsjá
Gísla Jónssonar, á meðan þeir njóta hans sem þingmanns. —
í Árbókum Reykjavíkur eftir
Jón biskup Helgason stendur:
1799. „Nú var í fyrsta skipti
Aiþingi háð í Reykjavíkur-kaup-
stað og því ákveðið húsnæði í
latínuskólanum. Var þar þó
fremur litið um dýrðir. Þar''
voru, auk lögmanna (Gröndal
sat þar í lögmannssæti, því aö
Magnús Ólafsson, lögmaður á
Meðalfelli, gat ekki sótt þing
vegna lasleika) og varalög-
manns, mættir þrír lögréttu-
menn. Voru þar birt nokkur
stjómarvaldabréf (m. a. eitt,
sem aftók „trúlofanir“. Skyldi
í stað þeirrar fornu venju eftir-
leiðis nægja, auk „festa“, þrjár
lýsingar af prédikunarstól) . .
Ætli að stjórnarvaldabréf,
sem aftæki „trúlofanir“ nú á
tímum, yrði ekki óvinsælt
plagg ?
.... „17. sept. (1823) kom
mikil marsvinavaða inn á
Reykjavíkurliöfn og var rekin á
land i Hlíðarhúsabót (þar sem
grandinn til Efferseyjar lá út
frá sandinum). Fjöldi bæjar-
manna bafði farið þangað til að
liorfa á marsvínaveiðina og
meðal þeirra Geir biskup, sem
liafði áður kennt lasleika þetta
sumar. Ofkældist biskup við
þetta, svo að honum varð að
hjálpa heim til sín, þar sem liann
lagðist i rúmið og dó að þrem
dögum liðnum.“
Ragnar Áegeirsson:
Nýja Laxdæluútgáfan.
Frá þvi er eg varð íyrsj bók-
læs hafa Islendingasögur jafnan
verið mínar uppáhaldsbækur,
allt fram á þennan dag. Ilefi eg
oft undrast og dáðst að listgildi
þeirra, sem er svo mikið að
sumar þeirra virðast manni sem
nýjar bækur væru, i hvert sinn
sem maður opnar þær; og eins
því, að undramáttur þeirra skuli
hrifa jafnt unga sem gamla.
Það man eg fyrst, að til að
byrja með torveldaði hin frá-
brugðna stafsetning þessara
sagna mér nokkuð lesturinn og
mér kom sú spurning snemma
i hug: Þvi eru þessar sögur ekki
með sömu réttritun og aðrar
bækur góðra höfunda? Og þeg-
ar eg kynntist hinni ágætu út-
gáfu Norðmanna af Konunga-
sögum Snorra, sem merkustu
listamenn hafa myndum skrýtt
til þess að norslc alþýða fái enn
betur notið þeirra, þá hugsaði
eg sem svo: Gaman verður síð-
ar, þegar við íslendingar gerum
hinum gömlu bókmenntum
oklcar svipuð skil, því þá marg-
faldast hin ágætu áhrif þeirra
og þýðing þeirra verður stór-
kostleg fyrir íslenzka alþýðu.
Og síðan hefir mér margoft
komið það sama í hug, þetta, að
sögurnar yrðu útgefnar með
nútima stafsetningu og aðstoð
islenzkra myndlistamanna.
Því fagnaði eg þeirri frétt, er
eg heyrði að Halldór Kiljan
Laxness væri að færa Laxdælu
til lögskipaðrar stafsetningar
islenzka ríkisins og að í ráði
væri að gefa hana þannig út,
prýdda myndum eftir einn af
okkar ágætu málurum, Gunn-
laug Blöndal. Og eg hét því að
þetta skyldi verða jólagjöf barn-
anna minna og beið eg hennar
með nokkurri eftirvæntingu. —
Það skal játað hér að hin nýja
vandaða útgáfa fornritafélags-
ins hefir að einu leyti valdið
vonlirigðum minum og er það
hvað myndirnar snertir. Þær
virðast vera teiknaðar eða mál-
aðar ofan i Ijósmyndir. Þær eru
því livorki ljósmyndir, teikn-
ingar né málverk og listgildi
þeirra því harla lítið eða ekki
neitt. Tel eg það mikinn ljóð á
svo vandaðri útgáfu. Líklega
hefir stjórnendum útgáfunnar
ekki verið ljóst að við íslending-
ar eigum nú einn mesta teikn-
ara álfunnar, sem er einmitt
meistari í að teikna með svörtu
á hvítt, og gat^flestum fremur
gert landlagsmyndir er að stíl
voru sögunum samboðnar.
En víkjum aftur að Laxdælu,
hinni nýju útgáfu.
Hinn ágæti og mikilvirki rit-
liöfundur H. K. Laxness, hefir
tekið mjög einarðlega afstöðu
til stjórnmála. Þvi verkar nafn
lians á pólitíska andstæðinga,
hans — sem sumir hafa fengið
slæmar og djúpar rispur eftir
penna H. K. L. — eins og „ veif-
að sé rauðri dulu framan í
naut“. Og er það fréttist að
liann sé að vinna að starfi sinu
við Laxdælu, er farið að reyna
að telja landsfólki trú um að
nú sé H. K. L. að „umskrifa“
Laxdælu, „þýða Laxdælu á
kiljönsku", og þar fram eftir
götunum. Líklega hafa þeir
sem héldu þessu fram talið
sjálfum sér trú um þetta úr því
þeir fóru að halda þvi að öðr-
um. Andlegar pestir eða veik-
indi eru smitandi, eins og lík-
amleg, og hysteri — svonefnd
móðursýki — er bráðsmitandi.
Kom svo langt að H. K. L. var
heitið tukthúsvist, fyrir að þýða
Laxdælu, í blaði islenzku
bændastéttarinnar.
Um þessar mundir var Al-
þingi kallað saman vegna bins
mikla vanda sem þjóðin er í
stödd, til að leysa dýrtiðarmálin,
„ástandsmálin“ og fleira sem |
brýnt kallaði að. Höfðu víst allir
vænst þess að þingmenn bæru
gæfu til að leysa úr þeim vanda
er þeim bar, en eins og kunnugt
er orðið fór það á annan veg.
Var það þó það eina er gat rétt-
lætt setu fulltrúa er voru orðpir
umboðslausir af hálfu kjósenda
í lýðræðis-landi.
En hvað skeður svo? Frum- j
varp kemur fram um það að
vernda fornritin fyrir okkur Is-
lendingum, sjálfri „bókmennta-
þjóðinni“! Og það nær sam-
þykki meiri hluta samkomunn-
ar. Það var bert að það var ein-
ungis fram borið til að geta
hindrað útkomu þeirrar úlgáfu
Laxdælu er í vændum var frá
H. K. L. Um það gat meiri hluti
hins „liáa Alþingis“ komið sér
■saman á því örlagaríka herrans
ári 1941.
Er það var bert hvert stefndi,
þá hófst nokkurskonar kapp-
hlaup milli Alþingis og útgef-
andanna. Þingfundir stóðu fram
á nótt þar sem skopfrumvarpið
var rætt og afbrigði frá þing-
sköpun gerð, því nú lá á. En í
Víkingsprenti unnu setjarar og
prentarar og bókhindarar daga
og nætur, til þess að bókin yrði
fullger áður en frumvarpið yrði
að lögum — og þeim veitti bet-
ur en þingmönnum miður. Ög
Laxdæla lcom út, þrátt fyrir allt,
pieð lögskipaðri stafsetningu ís-
lenzka ríkisins, en myndalaus
þvi ekki mátti seinka útgáfunni
með því að bíða eftir áð myndir
og mót yrðu fullgerð. Svo þarna
tókst meiri hlutanum — sem
Henrik Ibsen nefnir stundum:
Den fandens kompakte majori-
tet — að minnsta kosti að kom,a
i veg fyrir að íslenzk æska fengi
Laxdælu með myndum eftir
góðan listamann. En myndalaus
mun hún þó liafa runnið út er
hún kom á markaðinn, því
enda þólt útgáfan yrði mun dýr-
ari en vera þurfti — vegna að-
gerða þingsins, þá hafði Alþingi
þó með þessu móti auglýst liana
svo vel að betur varð ekk i á
kosið.
Það er orðið algengt liér að
talað sé um' að Alþingi vort njóti
lítillar virðingar, móti því sem
áður var. Meira að segja liafa
þingmenn kvartað sáran undan
þessu, bæði í blöðum og útvarpi.
Það er eins og þeim sé ekki. Ijóst
að það eru þeir sjálfir sem ráða
mestu um hverrar virðingar Al-
þingi nýtur, með framkomu
sinni og það jafnt utan þings
sem innan. Sé virðing Alþingis
svo litil sem sagt heyrist, þá er
það frekar sök meiri hluta þing-
manna en háttvirtra kjósenda,
sem hafa trúað þeim fyrir um-
boði sínu í því trausti að þeir
væru menntaðir og einlægir
menn, sem ekki hefðu annað en
velferð ættjarðarinnar fyrir
augum. Þetta lcapphlaup meiri
hlutans til að koma í veg fyrir
lögskipaða stafsetningu á bók
hefir gert hið háa Alþingi hlægi-
legt í augum almennings og þá
eykst sjaldan virðingin. Merki-
legt er, að slikt mál sem þetta
skyldi ekki stöðvast sjálfkrafa í
Menntamálanefndum þingsins
því ætla mætti að þangað veld-
ust öðrum fremur viðsýnir og
fordómalausir menn. En í þeim
varð enginn stans.
í 6—700 ár hafa fornbók-
menntirnar verið ein lifæð þjóð-
arinnar, þær liafa verndað þjóð-
ina, en það hefir aldrei þurft að
vernda þær fyrir þjóðinni. Og
mér finnst islenzku þjóðinni
misboðið stórlega með þessari
samþykkt. meiri hluta Alþingis
um að fornbókmenntirnar þurfi
að vernda með lögum fyrir okk-
ur íslendingum!
Og hjá öllu þessu óþarfa til-
standi í blöðmn og á Alþingi
hefði verið auðvelt að komast
með einföldu ráði: Láta bara
einlivern sæmilegan barna-
kennara — — færa söguna
til hinnar lögskipuðu stafsetn-
ingar; þvi þá var ekki rauðu
veifað framan í nautin — ef H.
K. L. hefði þar hvergi nærri
komið. Hafi hann þó þökk fyrir
verk það er hann hefir innt af
hendi og útgefendur fyrir bók-
ina. Og má eg svo óska eftir
Sögu Egils bónda á Borg í sams-
konar útgáfu áður en langt um
líður, prýdda fögrum listaverk-
um.
Bæjar
fréttíp
Messur á morgun.
Messa í Dómkirkjunni kl. II, sr
Friðrik Hallgrímsson.
Hallgrímsprestakall. Messa i bíó-
sal Austurbæjarskólans kl. 2 e. h.
Síra Jakob Jónsson.
Laugarnessókn. í Laugarnesskóla
kl. 2 e. h. Síra Garðar Svavarsson.
Lágafellskirkja. Kl. 12.30 e. h.
Síra Hafdán Helgason.
Síra Eiríkur Brynjólfsson á Út-
skálum messar í Keflavík kl. 2.
í Landakotskirkju: Lágmessa kl.
kl. 6.30 árd. Hámessa kl. 10 f.h.
/ kaþólsku kirkjunni í Hafnar-
fircSi: Hámessa kl. 9 f ,h.
25% kaupbækkun
hefir nú komið til framkvæmda
í vélsmiðjum hér i bænum, en þær
eru Héðinn, Hamar, Landssmiðjan
og Stálsmiðjan.
Síra Garðar Svavarsson
biður þess getið, að hann muni
ekki verða til viðtals næstu 2—3
vikurnar vegna sumarleyfis.
Hjúskapur.
í gær voru gefin saman í hjóna-
band af. síra Garðari Svavarssyni,
ungfrú Margrét Guðmundsdóttir
frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd
og Gísli Finnsson yfirbyggingamað-
ur. Heimili þeirra er að Helgáclal
við Kringlumýrarveg.
Næturlæknir.
í nótt: Kristján Hannesson, Mhn-
isvegi 6. sími 3836. Næturvörður
i Laugavegs apóteki.
Aðra nótt: Theodór Skúlason,
Vesturvallagötu 6, sími 2621. Næt-
urvörður i Reykjavíkur apóteki.
Helgidagslæknir.
Halldór Stefánsson, Ránargötu
12, sími 2234.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötur: Sam-
söngur. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljóm-
plötur: Vatns-svítan eftir Hándel.
20.45 Upplestur: „Signýjarhárið";
ræða eftir séra Magnús Helgason
(frú Rósa B. Blöndals). 21.10
Hljóinplötur: Lög leikin á cello.
21.20 Lúðrasveit Reykjavíkur leik-
ur. 22.00 Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun.
Kl. 11.00 Messa í Dómkirkjunni
(síra Friðrik' Hallgrímsson). 12.10
Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistón-
leikar (plötur): Ýms tónverk. 19.25
Hljómplötur: Lög eftir Dukas og
Ravel. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljóm-
plötur: Amerisk lög eftir Foster og
Herbert. 20.40 Erindi: Erum vér
eilífir? (Gretar Fells rithöfundur).
21.05 Hljómplötur: Kirkjulög,
sungin af íslenzkum söngvurum.
21.20 Upplestur: Kafli úr „Pilti og
stúlku“ (ungfrú Edda Kvaran).
21.35 Dánslög til kl. 23.
Skrifstofustarf
Stórt fyrirtæki í bænunj vill ráða til síe 2—3 unga
menn til skrifstofustarfa. Örugg framtíðaratvinna.
Tilboð, merkt: „789“ leggist inn á afgreiðslu blaðs-
ins fyrir kl. 4 á mánudag 27. þ. m.
NINOUJ
Frá 26. þ.m. til 10. ágúst
verður skpifstofa okkar op-
in aðeins kl. 10-12 f.h.
Ásgarður h.f.
Sportpilsin
koinln aftur
\
......... Bankastpæti 7
Gagnfræðaskóli
Reykvikioga.
Þeir nemndur, sem hafa hugsað sér að sækja um upp-
töku í 1. og 3. bekk skólans næsta vetur, eru áminntir
um að senda umsóknir sem fyrst til skólastjóra, og í
síðasta lagi fyrir 15. ágúst. Umsóknum um upptöku í
1. bekk fylgi prófmiði, skímar- og bólusetningarvott-
orð.
GAGNFRÆÐASKÓLI REYKYÍKINGA.
BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL
SIoIEgi vantar á HótellBori
Upplýsingar á skrifstofunni.
§túlknr
óskast á veitingaliús.
VAKTASKIPTI.
Mjög góð laun.
Afgreiðsla “blaðsins vísar á.
wm
HEIL
HVEITI
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför móður okkar,
Guðlaugar Aronsdóttip
sem andaðist 7. þ. m.
Þorvarður Ö. Guðbrandsson. Eulalía S. GúShrandsdóttir.
Aron Guðbrandsson.