Vísir - 27.07.1942, Page 3

Vísir - 27.07.1942, Page 3
V I S I R HVAÐ BER ^GÓMA i síðustu -viku var bifreið stolið á Laugaveginum og henni síðan ekið á grindverk og í grjóthrúgu uppi á Bergþórugötu. Rann- sóknarlögreglan hefir verið að leita mannanna og er von til þess að uppi á þeim hafist. Hér á myndinni sést bifreiðin, þar sem hún er i lamasessi við Bergþórugötuna — en þjófarnir flúnir. — Eftirfarandi saga er táknrænt sýnishorn á hinar miklu annir íslendinga um þessar mundir, og líka hversu allt gengur fljótt fyrir sig i Ameríku. Háttstandandi maður í setu- liðinu hér ætlaði sér að mæta í samkvæmi, en til þess fannst honum hann þurfa að láta pressa og hreinsa fötin sín. ifann fer með þau til efnalaug- ar einnar í bænum og bað um | pressun á þeim, en kvaðst þurfa að fá þau innan viku. Það var ekki liægt. Skemmsti frestur var hálfur mánuður til þrjár vikur, sama hvar her- maðurinn bað fyrir fötin sín. Þá tók liann það til bragðs, að hann sendi fötin sín til Ameriku. Þau komu að þremur döguni liðnum pressuð og hreinsuð til íslands — og áfall- inn kostnaður var 50 cent. Ragnar Ásgeirsson: „Afi og amma“ efti p Eyjólf Guðmundsson. Þessi bók er að vissu leyti gamaíl kunningi minn, þvi eg liefi oft í Skaftafellssýsluna vestri komið og sækist þá jafn- an eftir að haga ferðum þannig, að eg geti gist á Hvoli hjá Eyj- ólfi. Það geri eg af því að þá er vel séð bæði fyrir líkama og sál þær stundirnár. Eyjólfur bóndi er manna minnugastur og hefir miklum fróðleik að sér viðað og margt af því skráð og gert það með prýði. Þar las eg Afa og Ömmu í handriti fvrir nokkr- um árum og þótti mér mikið til koma. Einnig blaðaði eg í „Pabba og mömmu"; sem er áframhald verksins, sem er saga foreldra hans og menn- ingarsaga héraðsins um leið. Hef eg jafnan siðan talið Eyjólf á Hvoli til merkra fræðimanna og rithöfunda. Eg hef við og við síðan verið að stinga þvi að forstjórum út- gáfufyrirtækja hérlendra, að þeir ættu að leita til bóndans á Hvoli um handrit til útgáfu, en hef jafnan talað fyrir heyrnar- litlum eyrum. Einn af þeim taldi ekki vænlegt að fara'að gefa út „eitthvað eftir bónda austan úr sveit“, — og svo lagði eg árar i bát, þvi eg var nú að þessu upp á.eigin spýtur og óbeðinn. Þeir, sem fylgst liafa með ís- lenzkum blaðaskrifum síðustu missirin munu minnast þess, að þar hefir verið skrifað í fullri alvöru um Forlag Stálins á Is- landi og þá ógurlegu hættu sem hinni íslenzku þjóð stafar frá þeim bókum er það dreifir út um landið, nú og i komandi framtíð. Sú var tíðin að öllu var trúað er sást á prenti; „.Teg har set det pá trykk og satsen er j;and“, segir Pétur Gautur, en það er nú langt síðan hann sagði það og margt breytt síðan. Eg var staddur í Revkjavík fyrir jólin og mér varð reikað fram lijá búðarglugga þessa hættulega bókaforlags og mig rak í rogastans, því þar sá eg útstilt Afa og Ömmu, komna á prent i snyrtilegri kápu og á- gætum frágangi að öðru leyti hjá „Forlagi Stalins“. Eg verð að segja það strax, að félagi Jósep Stalin óx töliivert að virð- ingu í mínum liuga fyrir útgáf- una á þessari bók, sem eg veit að verður mörgum íslenzkum mönnum kærkomin; og þó að Jiann hafi nú i ýmsu að snúast heima fyrir sem stendur og í mörg liorn að líta, þá vii'ðist hann auðsjáanlega ekki hafa gleymt okkur hér úti á iiala vei'- aldar. Hafi hann þökk fyrir bók- ina, blessaður kaxlixxxx. En með því að gefa út fyrsta hluta stærra ritverks, finnst mér hann gefa loforð um áframhald þess áður en langt um líður. Hvaða bakþanka Stalin kann að hafa með útgáfu þessarai’ bókar — ef þeir annars eru no'kkrir — er mér ekki ljóst. Eitt er eg viss um, að þessi litla bók verður lesin af ungum og gömlum, en það tel eg eitt einkenni góðra bóka að þær séu bæði fyrir börn og fulloi’ðna og eg verð að játa að mér er i nöp við þær bækur sem eru aðeins „fyrir böm“ og það mun oft í'eynast svo að þær ein ekki allt- af góðar barnabækur heldur. Þessi bók Eyjólfs er óvenju- lega lifandi bók, skráð á því daglega máli sem Skaftfellingar tala, blátt áfram en með ýmsum skemmtilega sérkennilegum oi'ðatiltækjum. En margir is- lenzkir rithöfundar hafa flaskað á að ski-ifa ritmál sem fáir tala, er þeir hafa tekið sér penna i hönd. Vill það þá oft verða stirt, og steingert þegar verst tekst. En það er fjarri eðli málsins, i sem mér virðist niega líkja við i lifandi tré sem fellir gömul lauf ! meðan nýir spi'otai’ og blöð j myndast; síungt en gamalt þó. i Yfir máli Evjólfs bónda er pei’- : sónulegur, \skemmtilegxir blær j og liafa útgefendur gert vel í að | láta bann halda sér að fullu, ; enda hafa þeir menn um hand- | ritið fjallað sein trúandi var til að spilla engu. Dr. Einar ÓI. Sveinsson ritar formála bókarinnar og má segja að hann sé bæði formáli og rit- dómur í senn. Hygg eg að sá dórnur fái staðist ]irýðilega, en hann befst á þessari setningu: „Elíki kæmi mér á óvart, þó að bók þessari yrði skipaður lxeið- urssess meðal sagnaþátta frá síðastliðinni ö^d.“ Því á höfundurinn mikla þökk skilið fyrir bókina og rit- störf sín, sem eru meiri en nxai'ga grunar að vöxtum og gæðum. Forstöðumönnum Máls og Menningar ber og að þakka fyrir að Iiafa dregið þetta vei'k bóndans að austan frarn í dags- birtuna. Efni bókarnnar hirði eg ekki að ræða um, það kemur fram í nafni hennar og er þar lýst liarðri lífsbaráttu landnema við Pétursey í Mýrdal, frá 1829 og framundir 1880, er faðir og móðir Eyjólfs koma til sög- unnar. Þá aðfinnslu vil eg gera í garð forlagsins að gjarnan liefði bók- in mátt vera nokkrum myndum prýdd, undan EyjafjÖllum og úr Mýrdal. Til dæmis af Di-angan- um í Drangshlíð, sem er ein- stakur í sinni röð í ríki íslenzkr- ar náttúru — og kemur við söguþráð bókarnnar. Vel hefði einnig farið á að þar hefði verið liólatúni sem á stendur: Ólafur liólatúni sem á stendur Ólafur Högnason reisti hér byggð 1829 —- og af^hinni kringlóttu hlöðu- rúst Ólafs, sem stendur enn ó- högguð með snilldarhandbragði af reksmannsins. En um þetta liefir Stalin lík- Iega ekki verið kunnugt, enda er honum nokkur vorkunn þó honum hafi sést yfir það síðast- liðið sumar! »Hvað er að írétta úr Höíninni?« „Þú hefir komið í „Siberíu“ vænti eg ? — Þar lield eg að nú sé komin síærri borgin, með stór- hýsum og liimingnæfandi turn- um.“ „Hversvegna heldurðu það?“ „Hefirðu séð þar nokkrar stórbyggingar eða liáa turna?“ „Eg held ekkert um það; hitt veit eg með vissu, að rikissjóður var láfinn kosta nokkrum kringlóttum, sennilega svo sem liálfri milljón eftir núgildandi peningagildi — til þess að róta Breiðumýri þar sem hún er allra blautust allt árið um kring, minnst frárennslið og jarðveg- urinn grautfúið enderni. Sjálfur hefi eg engar byggingar séð og enga turna, en menn liafa átt von á að þetta yæri þar allt að sjá, því þá átti öllu um að turna og hefja Flóann upp úr allri eymdinni og aumingjaskapnum, eins og Höfnina, með öllum, þeim þúsundum, sem þangað var ausið úr ríkissjóði. Hvað sést nú annars þarna?“ „Hafi menn séð einhverjar byggingar þarna eða turna, þá hugsa eg að það geti ekki annað verið, en móliraukar þeirra Bakkamanna og að. turninn sé nýi vitinn á Baugsstaðakampi, senx.er suður við sjó, og „Sí- bería“ uppundir Sandvíkum, en þar eru ekki svo miklar bygg- ingar að sjá, þótt þangað sé komið, sem einn einasta hunda- kofa, livað þá meira, nema „Sí- beríu“ sjálfa, sem er kumbaldi, einn eða tveir, og sem verka- mennirnir notuðu sér til skýlis við skurðgröftinn." „Jæja! Eg liélt, að þarna væri kominn einhver aldingarður, nokkurskonar Eden, trjálundir, lurnar og hallir; svo mildð vav gumað af þessu í byrjun. En m. a. o.: Sásjtu ekki fyrirmyndar- búið í Laugardælum? Hvernig skyldi það „bera sig“? Þvi er víst ekki slælega stjórnað?“ „Eg veit nú ekki; eg lieyrði það bara alls ekki nefnt. Eggert er farinn, en ekkert koniið í staðinn; Það er víst allt og sumt. Það var mest talað um mæði- veikina lians Páls og allar þær milljónir, sem bændurnir þar og annarsstaðar liafa „hagnazt“ á ráðstöfunum lians á þeim mál- um, enda verður það eitthvað að vera, því enn kvað hann vera einhver bezti ráðunauturinn þeirra, bændanna, og drjúglega þykir hann mæla i útvarpinu stundum.“ „Ó-já, ekki vantar það; en segðu mér: Sástu ekki stórhýsið mikla í Gljúfurárholti? Eg meina það, sem myndin | birtist af í Timanum liérna um árið? Það var fyrsta húsið, sem tekið var lán út á í Byggingar- og landnámssjóði, hús á stærð við Menntaskólann hérna og með líku sniði, reisulegt Iiús, rétt við veginn; það var búið að taka lánið út á það, minnir mig að blaðið segði. Þú hefir lilotið að sjá það, engu síður en Kot- strandarkirkju, sem blasir við bein á móti.“ „A. . sk... húsið eg sá! — Eg get fullvissað þig um það, að þar hefir ekki verið stungið nið- ur skóflu til þess að grafa fyrir grunni, enginn steinn hreyfður, hvað þá meira, en hvort húsið hefir verið uppi i skýjunum eða enn hærra á lofti, því tók eg bara ekki eftir, en þar hefði þess þó helzt verið að vænta, eins og allra annára „framfara- og um- bóta“-stórvirkja, sem rauðmag- ar þcssir liafa verið að púa ut- aní, öll þessi 20 ár, enda er nú þetta árangurinn: A^llt' ein auðn og eymdarskapur, verra en áður og öllum til miska. En hvort ríkissjóður liefir hagnazt meira á þvi, en lionum Páli og mæðiveikinni, veit sá, sem allt veit, en eg ekki.“ — Þú hefir nú sagt mér sitt hvað um það, hvernig þeir láta „verkin tala“ i Höfninni, Síberíu og Gljúfurárholti. Fékkstu ekki hlustarverk i bæði eyrun af því að lilusta á þau? Þa,ð hefir nú verið meiri hávaðinn, —• þau hafa öskrað i eyrun á þér! Og þau hafa öskrað að fleirum: Kjósendurnir þekkja nú híjóðin þau. — Var hann ekki þarna fyrir , austan, hann „heyrnar- lausi Steindór“? — Ja, það má svei mér vara sig, að vera ekki of nærri, þegar „verkin tala“ um það, sem ekkert er, aldrei hefir neitt verið, né gelur orðið: Menn geta átt það á liættu, að missa heyrnina! — Það er ekki svo hætt við því, liérna i Rauðhól- unum, þvi þótt háir séu skot- hvellirnir, „skrúfar maður bara fyrir“, rær sér á rúminu sínu, þótt maður eigi það á hættu, að missa af einhverri inannasiða- prédikuninni, fræðslunni um fyrirmyndar-skírlífi unga fólks- ins, eða afreksverkum búnaðar- félaganna, íþrótta-metunum og öðru þvilíku. — Hvernig líst þér annars á, .að ég fari að liypja mig liéðan, fari austur í „Siber- iu“ og reyni að dubba upp á greyið? Ætli eg fengi ekki styrk til þess, örorkubætur eða þess- konar? Því ekki kemur mér til hugar, að snerta á nokkru verki : Eg læt bara „verkin tala“ fyrir mig. .Að Gljúfurárholti eða i Höfnina fer eg ekki, þvi þar verða „verkin“ annaðhvort í jörðu hulin eða fara i sjóinn m,eð hverju flæði; þau sjást þar ekki, en í „Siberíu“ sjá þau allir. sem um veginn fara. -—- Eg sé, að þú ert farimi að ókyrrast og kveð þig því á hreinni islenzku: Bless — Ó-key! — Bless!“ Rauðhóla-Runki. BRÉFHAUSA& FIRMAMERKi HEIL- HVEITI Vörugeymsla sem næst höfninni óskast nú þegar eða 1. september. HEILDVERZLUN ÞÓRODDS JÓNSSONAR. Hafnarstræti 15. — Simi 1747. Stnlka oskast um borð í farþegaskip. Létt starf. Laun kr. 543.00. — Uppl. í síma 2504, Leikföitg Boltar — Dúkkur — Bílar — Flugvélar — Stell — Hringlur — Gúmmídýr — Blöðrur — Rellur — Mec- cano — Saumakassar — Sparibyssur — Puslispil og ýmiskonar þrautir og spil. K. Einar§son «fc Björnsson. Skrifstofa min verðnr lokuð firá jiilí til O. ágnst. Harald Faaberg skipamiðlari Bróðir minn, Magnús Stefánsson (Órn Arnarson, skáld) .imdaðist á SL Josepsspitala i Hafnarfirði laugardagmn 25. þ. m. Jarðarförin verður ákveðin siðar. Fyrir mína hönd, fjarstaddra systra og annara vanda- mannna. Stefanía Steíánsdótíír: Konan mín og dóttir, Ólafía Lilja Sigurðardóttir Grundarstíg 4, andaðist 25. þ. m. Runólfur Eiríksson. Helga Eiríksdóttir. Ástkær móðir mín, teugdamóðir, amma og systir okkar, Þórunn S. Jónsdóttir Skaftfeld, frá Bárugerði á Mfiðnesi verður jarðsett á morgun þriðju- daginn 28. þ. m. sAtliöfnin hefst.með húskveðju kl. 12y2 á li. að heimili liennar, Blómsturvölluim í Garði. Helga Þ. Skaftfeld. Guðmundur Guðmundsson. Valgerður F. Skaftfeld og syjstkini. Jarðarför tengdamóður minnar, Guðleifar Crlendsdóttur, fyrrv. hjúknmarkonu, \ fer fram þriðjudaginn 28. þ. m. og hefst méð húskveðju að Sólvallagötu 25 ld. 1 % miðdegis, Jarðselt verður í Bessastaðakirkjugarði eftir kveðjuat- höfn þar í kírkjunni.* Pétur Lárusson. TEIKNARI: STEFAN JÓNSS0N /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.