Vísir - 04.08.1942, Page 3

Vísir - 04.08.1942, Page 3
VlSIR Vísis-skj öldurinn. Hér birtist mynd af knatt- spyrnn- skildinum, sem Vísir gaf til þess að keppa um á mót- inu, sem haldið var í tilefni af 30 ára af- mæli í. S. 1. nú s.l. vor. Það var meistara- flokluir Vals, sem hlaut þerin- an fagra grip fyrir bezta frammi' ti stöðu. var á 100 m. brautina^ en þá fór Jóhann að draga á og hafði næstum náð honum í markinu, enda hrasaði Brynjólfur næst- um skammt frá rnarki og dró. það úr ferð hans. Timinn er mjög góður, því að metið er 52,6 sek. Hlaupið var á beinni grasbraut, nokkuð ósléttri og ívið uppimóti. — Fyrir þessa grein fengu KR.-ingar 7 stig, en Borgfirðingar 3, og unnu þcir fyrrnefndu því keppnina með 51% stigi gegn 38% stigi. Á eftir keppninni hélt Þor- gils Guðmundsson kennari ræðu og tilkynnti úrslitin. KR.-ingar dvöldu við Hreða- vatn í gær og fvrrinótt, en Lomu heim með Laxfossi i gærkvöldi. Láta þeir hið bezta yfir för- inni og öllum móttökum. 50 ára. Það þykir jafnan ekki í frá- sögur færandi, að einhver verði 50 ára. Sem betur fer er það al- gengt fyrirbrigði. Þó getur ver- ið ást'æða til að staldra við um slík tímamót þegar eitthvað ó- venjulegt er i sambandi við þau. Guðmundur ólafsson bakara- meistari varð 50 ára 2. ágúst s.l. og allir, sem þekkja hann, vita að liann er drengur góður, velviljaður og vinfastur. Margir vita líka, að auk þess að hafa um langt skeið stjórnað stóru Það er engum vafa undirorpið, að knattspyrnan er sú íþrótt, sem nýtur mestra vinsælda í heiminum, eins og sakir standa. í öllum menningarlöndum heims er þessi íþrótt stunduð meira og minna allan ársins hring og aldrei þreytist fólk á því, að mæta á knati- spymuvöllunum og horfa þar á skemmtilega og spennandi kapp- leiki. Við íslendingar höfum farið að dæmi annarra þjöða og gert þessa íþróttagrein að nokkurskonar öndvegisíþrótt og má segja með fullri sanngirni, að hún sé nú mjög mikið' stunduð liér og að áhugi manna fyrir henni sé næstum ódrepandi. í sumar hafa verið leiknir liér margir skemmtilegir og spennandi leikir, og Reykjavíkurmótið er í þann veginn að hefjast. Hér að ofan birtisl mynd af meistarflokki Vals, sem sigraði í knattspyrnukeppninni, sem haldin var i vor í tilefni af þvi, að í. S. í. var þá 30 ára, og hlutu þeir hinn fagra skjöld, sem Vísir gaf til keppninnar. Menn- irnir eru þessir, talið frá vinstri: Magnús Bergsteinsson, Snorri .Tónsson, Grímar Jónsson, Hrólfur Benediktsson, Sig. Ólafsson, Geir Guðmundsson, Hermann Hermannsson, Frímann Helgason, Albert Guðmundsson, Ellert Sölvason, Björgólfur Baldursson. Sjötugur í dag. P. L. Mogensen lyfsali. fyrirtæki svo til fyrirmyndar er, ásamt með félaga sínum, Stefáni Sandholt. Þá hefir Guð- mundur samtímis lagt mikla vinnu í að glæða sönglíf bæjar- ins og starfað í karlakórum. Gegndi hann þar formanns- störfum auk margs annars. En eg hygg að of fáir viti hvi- líkt feikna stárf hann hefir unn- ið i þágu þeirrar menningar- og þegnskaparhugsjónar „að klæða landið.“ Vorið 1933 gat að lita örlitla grasbrekku undir háum mel í námunda við Reyki i Mosfells- sveit. Fyrir neðan grasreitinn var votlend mómýri og mér fannst þurfa nægjusemi til þess áð reisa sumarbústað og gera blómabeð í grasbrekkunni. Guð- mundur qg kona hans, Aðal- lieiður, hugsuðu sér heldur ekki að láta sér það nægja. Þau ræstu fram mómýrina. Og síðan hafa þau látið verkin tala. Að vísu ekki nema i 9 ár, en það mál, sem þau tala, er svo eindregin hvatning til þeirra, sem óska eftir að skrýða landið, að það má heyrast af fleirum en þeim, sem vita um þennan sælu- reit, þar sem með hönd og lijarta er hlúð að smæstu jurt og þó eitthvað reynist erfitt, er . aldrei um það spurt. Þess vegna taka blómin und- ir með okkur, sem óskum ykk- ur hjónunum til hamingju með 2. ágúst. Vinur. Eimreiðin, apríl-júní heftið, er nýkomið út. Er heftið prýðilega úr garði gert, svo sem að venju lætur, og flytur m. a. þetta efni: Sigurjón Friðjöns- son: Eg. kem til þín (ljóÖ), Við þjóðveginn (yfirlitsgrein ritstjóra), Loftför í hernaði (þýðing), Þrá- inn: Móðir og sonur (ljóð), Pró- fessor Ólafur Lánisson: Verndun þjóðernisins, Byggðu hús þitt sjálf- ur (þýdd gamansaga), Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku: í beituf jöru, Hans Ivlaufi: Lú (smá- saga), Helgi Valtýsson: Hvernig varð Skrúðsbóndinn til (leilcrit Björgvins Guðmundssonar), Finn- bogi Jónsson: Skrúðsbóndinn, Þór- ir Bergsson: Skammdegi (smásaga), Alexander Cannon: Ósýnileg á- hrifaöfl, Raddir, Ritstjá. ljóð og smælki. Fjöldi mynda prýða ritið. Næturlæknir. Sig. Jónasson, Kjartansgötu 4, sími 3925. — Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni. P. L. Mogensen lyl'sali er sjö- tugur í dag. Hefir hann dvalið hér á landi 33 síðustu árin, en þar af rösk 20 ár hér í bænum. Ilann fluttist frá Danmörku til Seyðisfjarðar árið 1909 og rak þar lyfjabúð fram til ársins 1922 er hann gerðist forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins. Af því starfi lét hann árið 1927 og stofnaði þá lyfjabúðina\„Ingólfs Apotek“, er harin hefir rekið síðan. Mogensen lyfsali er hið mesta prúðmenni í allri framgöngu og liefir eignast hér á landi fjölda vina, sem munu í dag senda honum hlýjar árnaðaróskir. Störf sín öll hefir Mogensen lyfsali rækt af sérstakri alúð og skyldurækni og helgað sig þeim og heimili sinu, en lítt haft sig i frammi í félagsmálum. Hafi hann hinsvegar gengið í ein- livern félagsskap hefir enginn verið þar skylduræknari en liann. Mogensen lyfsali er einn liinna London: Látinn er i Jerúsal- em Sir William Flinders, sem manna mest hefir stuðlað að þvi að auka þekkingu nútímamanna á menningu Egipta. Londori: Margir amerískir flugforingjar eru komnir til Bretlands. London: Kanadiskt lið er komið til Bretlands, að þvi er tilkynnt var i London í gær. mörgu Dana, sem gerst hafa góðir Islendingar, og leggja is- lenzkum málstað hvarvetna lið, er þörf gerist. Hann er drengur góður í þess orðs beztu merk- ingu.‘ Heldur hann enn fullum og óskertum starfskröftum, og ef dæmt væri eftir útlitinu einu gæti hann frekar talist fimmt- ugur en sjötugur. Sumir menn geta sameinað virðuleik ellinnar og lífsgleði æskunnar, og þeirra á meðal er Mogensen lyfsali. M. Ur Reykjavíkurlífinu »til fornau. „Það skeði við hátíðlega em- bættisgerð í dómkirkjunni á hvítasunnudag (1826), er bisk- up (Steingrimur Jónsson) sótti þar kirkju, í fyrsta sinn eftir útkomu sína, ásamt fjölmenni miklu, að margir höfðu flykkst upp á framloft kirkjunnar. Undir miðri prédikun Árna stiftsprófasts tók allt í einu að braka hátt í bila undir fram- loftinu. Héldu menn í fyrstu, að um jarðskjálftakipp væri að ræða. Fólk þar á loftinu og fyrir neðan hélt bitann vera að brotna, loftið að síga niður og hrapa ofan yfir það. Ruddist það þvi með ys miklum og ó- hljóðum ofan af lofti og út, liver um annan þveran, svo að margir tróðust undir; aðrir mölvuðu með liöndum og fótum flesta, glugga kirkjunnar, stungu börnum og unglingum út um þá og fóru sjálfir á eftir. Enginn skaðaðist samt við j>etta, nema hvað sumir blóðguðust á hönd- um af rúðubrotum........Rifn- uðu þá silkikjólar kaupmanna- frúnna og annarra. Stiftspró- fastur hætti að kenna með öllu og fór á brott, en þar eftir bisk- up.....“ 1875. „Hinn 19. nóvember um haustið fór fram á Austurvelli aflijúpun eirlíkneskis Bertels Thorvaldsens, sem Kaupmanna- höfn hafði gefið Reykjavíkur- bæ í minningu 1000 ára byggðar Islands. Yar líkneskinu valinn staður á miðjum Austurvelli og afhjúpaður þar á fæðingardag listamannsins með mikilli við- höfn, að viðstöddu mesta fjöl- menni. Sá hét Dantzen, dansk- ur verkmeistari, sem sendur liafði verið hingað með liknesk- ið og til að sjá um uppsetningu þess. En áður hafði völlurinn allur verið sléttaður og markað- ur sundur i fjóra jafnstóra fer- hyrningsfleti með sandgötum út frá myndinni frá norðri til suð- urs og austri til vesturs, en um- hverfis völlinn hafði verið sett- ur skíðgarður, til varnar vellin- um fyrir ágangi af skepnum. En með því var loku fyrir það skot- ið, að lestamenn gætu á kaup- tíðinni sett þar upp tjöld sín, sem allt til þessa hafði tíðkazt. Afhjúpunarhátiðin hófst kl. 12 á hádegi með söng og ræðuflutn- ingi frá ræðustól, sem reistúr hafði verið. Fyrstur talaði Pétur biskup, en því næst Hilmar landshöfðingi, er fyrir hönd gef- anda afhenti myndina bæjar- stjórn Reykjavíkur. En að lok- inni afhjúpuninni talaði land- fógeti og þakkaði í nafni hæjar- stjórnar fyrir liina veglegu gjöf. Síðdegis voru samkomur haldn- ar (ásamt dansleikum) á nokkr- um stöðum í bænum, helgaðar minningu Thorvaldsens. Um kvöldið, var Austurvöllur upp- ljómaður með marglitum ljós- kerum. Höfðu meðfram girðing- unni verið reistar stangir og ut- an um þær slöngvað lyngflétt- um, en fánar blöktu á hverri stöng; milli stanganna voru strengd snæri, en á þeim héngu skriðljósin. Einnig voru ein- stöku hús (t. a. m. Glasgow) fagurlega uppljómuð um kvöld- ið. — Fyrir því gengust nokkr- ar konur bæjarins, að i tilefni dagsins var stofnað félag, er bera skyldi nafn listamannsins ; (,,Thorvaldsens-félagið“). For- göngu þessa máls m,un hafa átt frú Þórunn Jónassen, sem þá lika varð fyrsti formaður þessa félags og hélt því forsæti um fjölda ára ....“ l r ýmsnm áttum Tveir ungir stúdentar i Chjle virðast ætla að verða Walt Dis- ney hættulegir keppinautar. Þeir heila Carlos Trupp, 23 ára, og Jaime Escudero, 27 ára. Fyrir þrem árum, er þeir voru með öllu félausir, fengu þeir nokkra góða teiknara í lið með sér og byrjuðu framleiðslu teikni- mynda. Fengu þeir lán hjá rík- inu og nam það 5000 peso$ (um 1000 krónum), en jafnskjótt og myndir þeirra komu á markað- inn, urðu þær mjög vinsælar.. Disney hefir sjálfur heimsótt þá og lokið lofsorði á störf þeirra. • Dauða linísu ralc nýlega á land lijá borginni Alameda í Iíali- forniu. Er talið að hún hafi beð- ið bana af völdum djúpsprengju, er varpað var að japönskum kaf- báti undan ströndinni þarna. Vinnustofur vorar veröa lokaöar tll 1T. þ. m, vegna sumarleyfa. Klæðskerameistarafélag Keykjavíkiir. Mýkomið: Gardínuefni. Satin. Taftléreft og Kfstykkx. DTOGJA Langaveg:. Tilkynning Höfum opnað útsölu á pergamentskermum vorum i Lækjargötu 10 B. — Munum framvegis liafa margs- konar skerma, handmálaða, plyseraða og slétta. — Ennfremur borðlampa. — Standlampar væntanlegir í þessari viku, Skermagerðin Lækjargötu 10 B. BEZT AÐ AUGLYSA I VISI. Notið tækifæriö! Nú eru tómataxnír í lægsta verðx. HLIL M, j? • « Jarðarför . , , Ögmundar Guðmundssonar • verkstjóra fer fram frá dómkirkjunni 5. þ. m. og héfst njeð húskveðjw á heimili hans, Barónsstig 23, kl. 2 e. h. Aðstandendur. Jón Halldópsson er andaðist 29. júli s.l., verður jarðsettur á morgun, míðviku- dag 5. ágúst, að Hrepphólum, kl. 4. Kveðjuathöfn fer fram í Landakotsspitala ki. 10% f. hád. sama dag. Aöstandendur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.