Vísir - 07.08.1942, Síða 1

Vísir - 07.08.1942, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guölaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 7. ágúst 1942. Ritstjórar Blaðamenn Sími: ‘ Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S íinur Afgreiðsla 155. tbl. Þjóðverjar nálgast Maikop. Tvær meginorrustur háðar í Rússlandi. Síversnandi horfur í Kaukasus. Þjóðverjar nálgast nú Maikop-olíulindirnar, en úr þeim er olían, sem Svartahafsfloti Rússa fær, en hann hefir nú aðalbækistöð í Nover- ossisk, til norðvesturs á ströndinni. Mótspyrna Rússa er mjög öflug á þessum slóðum, en þó hafa þeir orðið að láta undan síga, þar sem annarstaðar á vígstöðvun- um í Kákasiu. Á miðvígstöðvunum hafa Þjóðverjar sótt lengst fram og langt suður fyrir Bielaya Glina, að þeirra eigin sögn, eða alls frá Rostov á fjórða hundrað kílómetra. Er þá miðað við framsókn þeirra hraðsveita, sem lengst hafa komist. Þjóðverjar segjast og hafa rof- ið tvær aðaljárnbrautirnar í Norður-Kaukasus. Tvær meginorustur eru nú háðar í Rússlandi, í Norður-Kauk- asus, og suðvestur af Stalingrad, þar sem Þjóðverjar liafa sótt fram frá Tsymlyanskaya. — Öllum fregnum her saman um, að Þjóðverjai- verði að leggja feikn mikið í sölurnar til þess að halda uppi stöðugp stórsókn. Skriðdrekaorustan mikla á Kotelnikovsvæðinu um 150 km. suðvestur af Stalingrad geisar áfram. Hersveitir von Bocks liafa fleiri skriðdreka en Rúss- ar, sem hafa orðið að láta undan síga, en Þjóðverjum mistekst jafnan að sigra eða umkringja liersveitir Rússa. Ekkert hendir * til annars en að undanliald Rússa sé skipulegt. Fyrir sunn- an Bilaya Glina og einnig fyrir sunnan Ivuschevskaya liafa Rússar hörfað til nýrri stöðva. Norðveslur af Stalingrad veitir Rússum hinsvegar öilu betur en Þjóðverjum. Þeir hafa hindrað framsókn þeirra, valdið Þjóð- verjum meira skriðdrekatjóni en nokkurstaðar annarstaðar og jafnvel tekið allmarga fanga. Allmikið er nú um það rætt, ekki sizt vegna þess að Follett Bradléy hershöfðingi, fulltrúi Roosevelts er kominn til Moskva, hvað handamenn muni gera til þess að létta undir með RússUm. Óstaðfestar fregnir herma, að Rússar séu þegar byrjaðir að eyðileggja allar vélar og tæki í olíustöðvunum í Mai- kopsvæðinu. Rússar eru stað- ráðnir í — neyðist þeir til þess að hörfa undan frá Maikop —, að ganga svo frá olíulindunum, að Þjóðverjar hafi þeirra ekki not um langan tíma. Eússar hefja sókn hjá Rzehv. Seinustu fregnir frá Rúss- landi herma, að Rússar hafi byrjað sókn á Rzhev-vígstöðv- unum, norðvestur af Moskvu, vafalaust til þess að létta und- ir með herjum, sínum í Don- liéruðunum. Þetta getur þó þvi að eins heppnast, að þessi nýja sókn Rússa reynist svo öflug, að Þjóðverjar neyðist til að flytja lið frá suðurvigstöðvun- um norður á bóginn. í London er gefið í skyn, að hér kunni að vera um upphaf allmikillar sóknar að ræða. Þjóðverjar skýra frá mikl- um áhlaupum Rússa á Rzhev- vigstöðvunum. Enn loftárásir á Þýzkaland í nótt. Brezkar sprengjuflugvélar fóru til árása á Þýzkaland í nótt. Er það þriðja árásarnóttin í röð. Hinar tvær árásarnæturn- ar voru gerðar árásir á Rulir- hérað. Síðari fregn hermir, að árás- in hafi verið í allstóruin stíl. Höfuðárásin var á Duisburg. ö flugvélar Breta komu ekki aft- ur. Sprengjuinagnið, sem varpað var á þýzkar borgir í júnímán- uði var samt. 7.700.000 kg., en í júlí um 6 millj. kg. Flugskilyrði voru óhagstæðari í júlí. Brezku blöðin birla myndir teknar úr lofti sem sýna gífur- legt tjón af völdum loftárásar- innar sem fyrir skemmstu var gerð á Saarhrucken. Leiða myndirnar í Ijós, að á svæði, sem er 6V2 hektar er að kalla allt i rúst — og voru það aðal- lega tvær 4000 punda sprengjur sem tjóninu ollu, en þegar slíkar sprengjur koma niður í þétt- byggð hverfi hrynja heilar liúsa- raðir. Komi þær niður i verk- smiðjur eða vöruskemmur, þar sem eldfim efni eru, verður eyðileggingin vitanlega enn stór- kostlegri. í júhmánuði missti hrezki flugherinn 432 flugvélar i loft- hardögum yfir Vestur-Evrópu og löndunum við austanvert Miðjarðarhaf, en möndulveldin samtals 568. Var þó brezki flug- herinn jafnan i sókn. 55 mönd- ulveldaskipum var sökkt í loft- árásum. Japanar taka eyjaklasa. Japanska herstjórnin tilkynn- ir, að Japanar hafi hernumið eyjarnar Kio, Aru og Timor Laut í Suðvestur-Kýrraliafi, austast í Bandasjó. Timor Laut- eyjaklasinn er sýðstur og að- eins um 300 mílur frá Port Darwin í Norður-Ástraliu. — Fregnin hefir verið staðfest í Ástralíu. Bandamenn töldu mik- ilvægara að verja Port Moresby í Guineu, sem Japanár liafa á- formað að gera að aðal-innrás- arbækistöð í Ástralíu, lieldur en að dreifa kröflum sínum með því að verja eyjáldasa þessa. Stntt og Isiggott. MEX. CITY: Ramon Novarro,' sem kunnur var fyrir leik sinn í kvikmyndum, liefir lýst yfir, að hann muni gerast sjálfhoða- liði í ' Bandaríkjahernum, ef hann fái að halda mexicönskum þegnréttindum. YVASHINGTON: Stúlkur, sem „mála sig“ eða reykja vindlinga á götum úti, verða ekki teknar í kvenna-hjálpar- sveitir hers og flota. BOMBAY: kongressnefndin samþykkti í gær ályktun þess efnis, að Kongressflokkurinn krefjist þess, að Bretar fari frá Indlandi, til þess að Indverjar geti orðið handamenn liinna frjálsu - sameinuðu þjóða í bar- áttunni gegn ofbeldinu. •— Gandhi hefir liótað að senda landstjóranum, Linlithgow lá- varði úrslitakosti, en reyna þó fyrst að ná samkomulagi. KAIRO: Stórskotalið Breta > hefir haldið uppi skotlmð á stöðvar Þjóðverja á miðvíg- stöðvunum. LONDON: Brezka stjórnin hefir ákveðið að koma upp nýju herfylki í Palestina og verður það hluti brezka hersins. í lierfylki þessu verða sérstakar Serba og Gyðingasveitir. —- Gert er ráð fyrir, að 10.000 sjálfboðaliðar bjóði sig fram. WASHINGTÓN: Bandaríkin gáfu Wilhelminu Hollands- drottningu herskip í gær, og fór afhendingin fram með miklum. hátíðleik. Roosevelt forseti af- henti lierskipið. — Það er lítið — ætlað til árása á kafbáta. (Suhmarine cliaser).. TOKIO. — Bandaríkjamenn efla nú mjög aðstöðu sina í Kina til þess að gera loftárásir á stöðvar Jaþana í Kína, en átökin um bocgir og flugstöðvar í Chekiang og Kiangsi sýna, að Japanir óttast að þaðan verði gerðar loftárásir á Tokio og aðrar borgir Japans, og i öðru lagi, að Kínverjum og Bandaríkjamönnimi er það kappsmál, að ráða yfir flugstöðvunum í }>essum tveimur fylkjum, en þaðan er hentast að gera loftárásir á Japan. — Myndin er af Tokio, tekin úr lofti. í miðju er Rygokubaskibrúin og Shinoshashihrúin til liægri, yfir Sumidafljótið. — Flest hús i Tokio eru byggð af timbri, með skiiveggjum aðallega gerðum úr pappa. Engum stórborgum mun eins auðið að eyða í loftárásum sem stórhorgum Japan. Hitaveitumálið rætt á bæj arstj órnarfundi í gær. 10.000.000.00 kr. skuldabréfalán. Á bæjarstjórnarfundi í gær var hitaveitumálið tekið til um- ræðu og í sambandi við það bar borgarstjóri fram tvær tillögur, sem báðar voru samþykktar með samhljóða atkvæðum við fyrri umræðu. önnur tillagan er urn það, að bærin taki 10 milljón króna lán í skuldabréfum, en hin um það, að gerðir verði samningar við Höjgaard & Schultz. Tillögurnar eru svohljóðandi: Bæjarstjórn samþykkir að taka skuldabréfalán, til þess að ljúka hitaveituframkvæmdum, að upphæð allt að kr. 10,000,- 000,00 — tíu milljónir króna — og felur bæjarráði að sjá um lántökuna og ákveða lánskjörin, Kongressflokkurinn leitar stuðn- ings Roosevelts og Chiang Kai- sheks. — Dr. Azad snýr sér til Roosevelts og Chiang Kai-sheks. Indverski Kongressflokkurinn mun snúa sér til höfuðleiðtoga Bandaríkjanna og Kína og fara þess á leit, að þeir beiti áhrif- um sínum til þess, að kröfur flokksins nái fram að ganga. — Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttist í gær, að dr. Azad, forseti flokksins, muni snúa sér til Roosevelts forseta og Cliiangs Kai-sheks mar- skálks, og fara fram á, að þeir styðji kröfur þeirda um, að Bretar hverfi frá Indlandi. Dr. Azad rnuii hinsvegar skuldbinda flokk sinn til þess, að hann beiti sér fyrir því, að allir Indverjar sameinist um að véiia vopnaða mótspyrnu gegn liverri þeirii þjóð, sem gerir innrás i Indland, og að Indlacd seinji ekki rrn frið við Japau upj) á eigin spýtur. Dr. Azad er sagður hafa feng- ið samþykki Gandhi til þess að taka þetta skref. Hvernig þeir Roosevelt for- seti og Chiang' Kai-sliek mar- skálkur snúast við þessu verður ekkert um sagt, en þeir munu áreiðanlega forðasl að gera neitt, sem veikir aðstöðu banda- manna i Austurlöndum og ann- arstaðar, en það mundi án efa haka mikla erfiðleika og alls ekki vera áhættulaust, að breyta um stjórn í Indlandi á þeim tim- um sem nú eru, eða veita Ind- verjum sjálfstæði fyrr en að styrjöldinni lokinni. Bretar hafa varað Kongress- flokkinn við afleiðingum þess að hefja mótþróabaráttu. Brét- ar eru staðráðnir í að halda uppi lögum og reglu í Indlandi og munu ekki sinna neinum kröf- um Kongressflokksins um að hverfa frá Indlandi meðan stvrj- öldin stendur, cn þeir nnmu standa við öll sín loforð um sjálfstæði Indlands að, styrjöld- inni Iokinni. en veitir borgarstjóra Bjarna Benediktssyni fullt og ótak- markað umboð til þess að und- irrita skuldabréf fyrir láninu. Bæjarstjórn veitir borgar- stjóra Bjarna Bertediktssyni fullt og óíakmarkað umboð til þess með samþykki bæjarráðs og með áskyldum fyrirvara um á- byrgð á hitaveituefnivörum, sem liggja í Kaupmannahöfn, að sernja við A/S Höjgaard & Schultz urn óhjákvæmilegar breytingar á samningi bæjar- stjórnar við firrnað, dags. 15. júní 1939, um framkvæmd hita- veitunnar frá Reykjum, eða gera nýjan samning um að ljúka verkinu. Ennfremur sagði borgarstjóri, að vonandi myndi mest alll efni til hitaveitunnar vera komið hingað innan skamms og þá væri hægt að lialda áfram ó- hindruðum framkvæmdum. í hitaveitumálinu. Reykiavíkurmótið: Fram-Víkingur 3:0 Reykjavíkurmót í knatt- spjThu hófst á íþróttavellinum kl. 8 í gærkvöldi. Kepptu þá Víkingur og Fram og lauk leikn- um með sigri Fram, 3 mörkum gegn engu. Leikur, þessi var ekki sérlega skemmtilegur og var fljótlega útséð um það, liver úrslitin mundu verða, því Framarar báru af í leik sínum. í fyrri hálfleiknum voru liðin jafnari, en í þeím seínní, en samt voru Framarar frekar i sókn. Þessum hálfleik laufc þó xneð jafntefli . í seinni hálfleik sýndu Fram- arar það fljótlega, að þeir höfðu nokkurn hug á að sigra, og hófu þeir nú sleitulausa sókn og sýndu ágætan samleik á köflum. í upphafi seinni liálfleiks tókst Þórhalli i Fram að slcora þeirra fvrsta mark, en Jón Magnússon hætti svo tveimur við, þegar nokkuð var liðið á leikinn. Á sunnudagskvöld n. k. held- ur mótið áfram með kappleik á milli K. R. og Vals. Má vænta þess, að það verði mjög spenn- andi leilcur. g. Þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum frestað. Eins og gert var ráð fyrir, átti Þjöðhátíðin í Vestmanna- eyjum að hef jast í dag, en vegna þess, hvað veður var óhagstætt, hefur orðið að fresta henni þangað til seinna. Visir liafði sem snöggvast tal af fréttaritara sínuih í Vestm.- eyjum nú i inorgun, og sagðist lionuin svo frá, að mjög margt fólk væri komið til eyjanna, í þeim tilgangi, að vera viðstatt hátíðina. En eins og salcir standa, er ógerningur einn að efna til hátíðahalda undir ber- um himni. Þó er ákveðið, að liátiðin skuli hefjast strax og úr rætist. Sjómaður ritar sókna.rnefnd Hallgrímskirkju. „Vel ,'gekk Englands-ferðin, og • hér með er tuttugu og fimm króna áheit jiar að lútandi. Látið eitthvert blaðið segja frá þessu og munu þá fleíri félagar mínir muna eftir kirkjunni á Skólavörðuhæð, — sem á að verða oss öllum til sóma, — þegar þeir leggja af stað í ferða- lag um hættusvæðið, — og farnast vel.“ —* * Um leið og þe^sum sjó- manni eru jiakkir færðar fyrir það, hvernig hann hugsar til „kirkjunnar á Skólavörðuhæ'ð“, skal og minnzt með þakklæti þeirra mörgu far- manna, sem hafa sent áheit og gjaf- ir í byggingarsjóð Hallgrímskirkju, og oft látíð hlýjar kveðjur fylgja. Fylgi þeim öllúm fararheill. S. E. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Frétt- ir. 20.30 Erindi: Úr Þrændalögum (Skúli Skúlason). 20.55 Hljónjplöt- ur: Harmoníkulög. 21.05 íþrótta- jjáttur (Jens Benediktsson, cand. theol.). 21,20 Strokkvartet útvarps- ins: Kvartett Op. 54. G-dúr, eftir Haydn. 21.35 Hljómplötur: Söngr'- ar úr óperuni. 21.50 Fréttir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.