Vísir - 07.08.1942, Blaðsíða 2
VISIR
Hagnýting: mýraanðle^ðar l<*>-
landi eitt af meitn verkefnnm
framtíðarinoar.
Iflýrunum má brcyfa í hitliaga, tún og“ skoglendi.
I nýútkomnu Búnaðarriti birtir Steingrímur Stein-
þórsson búnaðarmálastjóri „Hugleiðingar uin ræktun-
armál“. í grein þessari kemst búnaðarmálastjóri að
þeirri niðurstöðu, að mýrar verði aðal ræktunariand Is-
Íendinga i framtíðinni, en áætlað er, að þær séu allt að
millj. hektara að flatarmáli. Þar sem mýraræktin verð-
ur án efa eitt af liinum miklu verkefnum framtíðarinn-
ar þykir ástæða til þess að víkja að skoðunum þeim, sem
fram koma í fyrrnefndum hugleiðingúm, og þá einnig
að því, hvort eigi væri vert, að gera tilraunir til þess að
í a úr því skorið, livort ekki mundi auðið að nota mýra-
auðlegðina einnig á annan hátt, því að vitanlegt er, að
mikið af mýraflæmum landsins verður aldrei tekið til
túnræktar.
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 6 0 (fimm línuj).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasalá 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hitaveitan.
onhrigðin í sambandi. við
hitaveituna hafa verið svo
niikil og mörg að undanförnu,
að almennt munu menn hafa
verið orðnir vondaufir um, að
hún kæmist upp meðan á stríð-
inu stæði, og jafiivel dregið í
efa, að nokkurt efni til hennar
mundi flytjast liingað til lands
af styrjaldarástæðum. Þær
miklu tafir, sem, orðið hafa á
framkvæmd hitaveitunnar,
munu allar hafa verið óviðráð-
anlegar, og er því ekki um að
sakast, en livert mannsbam í
landinu skilur, að hér er um hið
mesta þjóðþrifafyrirtæki að
ræða, sem ber að hrinda í fram-
kvæmt strax og unnt reynist.
Þrátt fyrir hrakspár og böl-
sýni, flokkaríg og margskonar
meting, er nú svo komið, að
verulegur hluti af efni því, sem
ætlað er til hitaveitunnar, er
þegar komin liér i höfn, þannig
að unnt er að liefja vinnu að
nýju við framkvæmd verksins.
Þótt alhnikið af efninu sé ó-
komið ennþá, svo að engu er
hægt að spá meðan sakir standa
þannig um endanleg lok verks-
ins, ber að leggja á það ríkustú
áherzlu, að verkinu sé flýtt svo
sem frekast er unnt, leiðslur
lagðar og annar útbúnaður gerð-
ur meðan efni endist, hvort svo
sem verkinu verður að fullu
lokið eða ekki fyr en eftir stríð.
Engan er um að saka, ef allt
er gert sem unnt er til þess að
bjarga málinu heilu i höfn.
Spádómur manna varðandi
styrjöldina eru margir og mis-
jafnir. Síðast í gær Iýsti útvarp-
ið því, að einn stríðsfréttaritar-
inn héldi því fram, að stríðinu
yrði lokið innan fjöTutíu daga
og nátta. Aðrir telja, og þar
með sennilega allur þorri íslend-
inga, að mestar likur séu til að
striðið eigi enn eftir að standa
lengi, og að við eigum erfiðasta
hjallann framundan. Algerlega
sé óvíst um aðflutninga til lands-
ins, en þó sé vitað, að þeir munu
sízt auðveldari hér eftir en hing-
að til, enda geti vel svo farið,
að slíkir flutningar teppist með
öllu, þannig að nauðsynjar
verði ekki fengnar, jafnvel þótt
striðsgróði og samansafnað
„Bretavinnu“kaup sé í boði.
Beri því að leggja á það ríka á-
herzlu, að gera allt sem unnt er
til þess að draga úr óþarfa að-
flutningi — gera landið sjálfu
sér nóg svo sem frekast séu
föng á.
Það væri óverjandi hirðu-
leysi, ef framkvæmd hitaveit-
unnar þyrfti að tefjast af þeim
sökum, að skortur reyndist á
innlendu vinnuafli, enda ekki
trúlegt, að sú verði raunin á.
Að hverju á að vinna, ef ekki
almannaheill, og hvaða fram-
kvæmdir eru nú á döfinni, sem
frekar eru aðkallandi en hita-
veitan, þegar framleiðslustörf-
in sjálf eru frá talin.
Hér vinnur mikill fjöldi
manns að allskonar framr
kvæmdum, þörfum og óþörfum,
í vafalaust myndu telja sér
ð happ, að geta stuðlað að
með vinnu handa sinna, að
aveitan kæmist til fram-
kvæmda. Það er engin ástæða
til, að óreyndu máli, að bera
kvíðboga fyrir því, að skortur
verði á inníendu vinnuafli til
l'essa verks, þótt nóg séu önn-
m- verkefni fyrir hendi.
Þeir, sem framkvæmd verks-
ins hafa nieð höndum, munu
flýta því sem frekast er unnt,
og hafa þegar gert ráðstafanir
til að tryggja sér verkafólk. Það
mun stórlega létta yfir Reyk-
víkinguin, J>egar vinnan hefst
að nýju, með því að þótt þeir
hafi manna mest umburðar-
lyndi, hefir þeim þó sannarlega
gramist allur sá langi dráttur,
sem orðið hefir á verkinu. Þegar
Iiitaveitan er tekin til starfa,
mnn borgin taka stakkaskift-
um, — á því er líka full þörf,
— og borgararnir munu fá ýmsa
möguleika til að hlynna að sér
og sinum umfram það, sem, þeir
hafa nú. Þau mál er hinsvegar
óþarfi að ræða þar til verkinu
er lokið — en þá mun hefjast
nýtt tímabil í sögu Reykjavíkur.
90 ára í dag:
Guðm. Guðmundsson
bókbindari.
90 ára er í dag Guðmundur
Guðmundsson bókliindari, Kára-
stíg 14 hér í bæ. Hann hefir dval-
ið hér í bænum í allmörg ár og
ávalt unnið að verzlunarstörf-
um. Guðmundur er söngmaður
með ágætum og mjög áhuga-
samur góðtemplar og hefir
starfað mikið í anda bindindis-
hreyfingarinnar hér á landi. —
Guðmundur á marga vini og
kunn.ingja, sem munu hugsa
hlýlega til hans á þessum merk-
isdegi í lífi hans.
Kunningi.
„Tjarnarbíó“ tekur
til starfa í kvöld.
Nú er endanlega lokið við
smíði háskólabíósins við Tjarn-
argötu og mun það nú taka til
starfa í kvöld.
Frumsýningin, sem verður í
kvöld kl. 8V2, er eingöngu fyrir
boðsgesti bíóstjói'iiarinnar og
verða engir miðar seldir á þá
sýningu. Aftúr á móti hefjast
sýningar fyrir almenning á
morgun og má vænta þess, að
aðsókn að þessu nýja kvik-
myndahúsi verði mjög mikil,
þvi hvorttveggja er það, að
mörgum leikur hugur á því að
sjá þetta nýja liús og svo hitt,
að aðsóknin að gömlu bíóun-
um báðum liefir verið svo mikil,
að nær ógerningur Iiefir verið að
ná í miða, nema menn hafi lagt
það á sig, að liúka timunum
saman fyrir framan bíóin, áður
en aðgöngumiðasala hófst.
Þetta nýja kvikmyndahús hef-
ir hlotið nafnið „Tjarnarbíó“ og
hefir liáskólaráð tilnefnt þriggja
manna nefnd til þess að annast
rekstur bíósins. Nefnd þessi er
þannig skipuð: Niels Dungal,
prófessor, formaður, prófessor
Gunnar Thoroddsen og próf.
Jón Hjaltalín. Pétur Sigurðsson
háskólaritari mun annast fram-
kvæindastjórn hússins, að
minnsta kosti fyrst um sinn.
Um útlit liússins hefir áður
verið talað hér í blaðinu og verð-
ur það látið nægja.
Verð á aðgöngumiðum er sem,
hér segir: Almenn .sæti, niðri,
kr. 1,50, betri sæti, niðri, kr.
2,25 og öll sæti á svölum kr.
3,00.
Næturlæknir.
Björgvin Finnsson, Laufásveg 11,
sími 2415. — Næturvörður í Lyf ja-
búðinni Iðunni.
Tvö dæmi um nýbreytni
í jarðræktarmálum.
1 Iiinni merku grein sinni
nefnir búnaðarmálastjóri tvö
dæmi um nýbreytni í ræktunar-
málum. „Annað er um fram-
sýnan og menntaðan bónda, sem
tók allstórt mýrlendi við bæ
sinii til fullrar þurrkunar, og
notar landið síðan óbylt sem bit-
haga fyrir búpening sinn. Hitt
var um framkvæmdir ríkisins
við.svipað verkefni (framræsla
á landi því sem rikið hafði eign-
ast úr Kaldaðarnestorfunni í
Sandvíkurhreppi, eða „Sibiríu“
öðru nafni). Um hið síðara
dæmið verður ekki fjölyrt hér,
þótt þar sé margt, er áhuga-
menn um ræktun ættu að kynná
sér, en liins dæmisins verður
getið frekara, þar sem sú*hag-
nýting mýra, sem þar er gerð að
umtalsefni, gefur bendingu um,
að unnt yrði að hagnýta hinar
víðlendu mýrar Iandsins á fleiri
vegu en áður hefir verið um
rætt, þ. e. að þurrka þær og nota
sem bitliaga, og ef til vill er
þarna einnig bending um hag-
nýting mýranna á annan hátt en
hefir verið um rætt, svo að
kunnugt sé þeim.'er þetta ritar
a. m. k., og verður nánara að því
vikið síðar í grein þessari.
Tilraun Magnúsar heitins
á Blikastöðum.
Hinn menntaði og framsýni
bóndi, sem búnaðarmálastjóri,
getur um í hugleiðingum sínum,
er Magnús heitinn Þorláksson á
Blikastöðum. Kafli sá, þar sem
segir frá nýbreytni Magnúsar er
svo liljóðandi:
„Þótt hér að framan hafi ver-
ið á það bent, að yfirleitt séu tún
okkar of litið þurrkuð, þá mega
þó engir ætla, að ekki hafi marg-
ir gert vel í þessum efnum. Svo
er fyrir að þakka, að margir
bændur hafa þrátt fyrir mikla
erfiðleika þurrkað túnstæði sitt
til fulls. Það eru brautryðjendur
í nútima túnrækt, og ber að
þakka þeim.
Eg vil nefna hér eitt dæmi,
sem sýnir óvenjulegan skilning
og þekkingu á því, á hvern hátt
'beri að standa að ræktunar-
störfum.
Magnús bóndi Þorláksson á
Blikastöðum stendur í allra
fremstu röð íslenzkra bænda um
allt er að jarðrækt lýtur. Eg
mun ekki hér skýra almennt frá
starfi hans á þessu sviði, þótt
það væri maklegt, því að það er
bæði mikið og gott. En eg vil
aðeins nefna eitt af mörgu, sem
liann hefir framkvæmt.
Fyrir 10—12 .árum síðan tók
Magnús um 30 ha. af mýri til
þurrkunar. Land þetta var
venjuleg hallandi mýri, þar
sem mýrastör og brok voru ríkj-
andi jurtir. Magnús ræsti land-
ið með lokræsum og hafði 12
metra á milli þeirra. ÞaU munu
hafa verið um 120 cm. á dýpt.
Síðan liefir Magnús látið land
þetta liggja óbrotið og notað það
til beitar fyrir kýr sínar. Hann
hefir borið á það tilbúinn áburð
öðru hyoru. Gróðurfar landsins
er nú gerbreytt. Heilgrös eru að
ryðja sér til rúms og munu von
bráðar útrýma hálfgrösum að
mestu. Þarna var hezti bithagi
fyrir kýr, sem áður var lítils —
eða einskis virði.
Nýmælið lijá Magnúsi er það,
að láta landið liggja óbylt svona
lengi eftir að það var þurrkað að
fullu. Nú er þarna afbragðs tún-
stæði, sem mun, þegar búið er
að rækta það, geta gefið 70—80
hesta af töðu af lia. Á þennan
hátt eiga bændur að haga rækt-
un sinni framvegis. Magnús er
eini bóndinn hérlendis, sem eg
veit um að hafi þurrkað land í
stórum stíl og notað það síðan
sem bitliaga um alllangt árabil,
áður en það er fullræktað. Eg
vil ráðleggja sem flestum bænd-
um að skoða mýrina lians Magn-
úsar. Gera samanburð á órækt-
armýrinni við hliðina á þurrk-
aða landinu, sein nú er að breyt-
ast í eitt frjóasta harðvelli, sem
til er hér á landi. Slíkir sýnis-
reitir þyrftu að vera í flestum
byggðarlögum, svo að bændur
gætu séð að hverju beri að keppa
varðandi mýraræktina.“
Af ræktanlegu landi
er mýrarjarðvegurinn
víðáttumestur.
Búnaðarmálastjóri leiðir at-
hygli að því, að af ræktanlegu
landi sé mýrarjarðvegurinn lang
viðátlumestur eða allt að 1
mill. hpktara að flatarmáli.*)
„Þótt allmikið af því landi
verði aldrei til ræktunar tekið,
þar sem mýrar upp til f,jallg og
heiða eru óhæfar til ræktunar
vegna þess, að þær liggja ekki á
byggilegum stöðum, þá eru
geisileg flæmi í bj'ggðum, sem
má rækta, og er nauðsynlegt að
taka smátt og smátt til fram-
ræslu og síðar til ræktunar". —
„Yfirleitt er íslenzkur mýra-
jarðvegur ákjósanlegur til rækt-
unar. Hann er steinefnaríkari en
sams konar jarðvegur víðast
hvar erlendis. Stafar það af upp-
blásturs sandfoki, sem berst af
öræfunum út yfir landið og
staðnæmist hvað auðveldast í
mýrum. Mýrarnar íslenzku eru
því frjóefnaauðugar og eðlis-
góðar, þótt þær séu að sjálf-
sögðu nokkuð misjafnar að
gæðum. Það er þetta land, sem
framtíð islenzks landbúnaðar
hvílir á. Efniviðurinn er eins
góður og frekast er hægt að gera
kröfu til. Við þurfum að læra að
grafa gull úr mýrunum. Með
því á eg við það, að við lærum
að rækta þær á réttan hátt, svo
að hinn ótæmandi frjóefnaforði
þeirra breytist í verkmiklar af-
urðir, hvort sem er hey, korn-
tegundir eða garðávextir.“
*) Skógræktarstjóri telur að
hér sé of hátt áætlað. Mýrarnar
muni ekki yfir 750.000 ha. í
mesta lagi.
Véltækni nútímans skap-
ar nýja möguleika til þess
að rækta mýrarnar.
Eins og þegar hefir verið get-
ið hér í blaðinu hafa nú verið
fengnar hingað til lands stórar
skurðgröfur, og reynsla sú, sem
þegar hefir fengist af notkun
þeirra bendir til, að hin mesta
stoð verði að þeim við fram-
kvæmd liins mikla verkefnis,
að ræsa fram mýrarnar og
þurrka þær, til úndirbúnings
ræktun. Véltækni nútímans hef-
ir skapað nýja möguleika, lil
þess að unnt verði að hefjast
handa um framkvæmdir á
þessu sviði.
Verkefni um
langa framtíð.
Það má fullyrða, að það sé
verkefni um langa framtið, að
taka til ræktunar það mýi-lendi
hér á landi, þar sem skilyrði eru
góð til notkunar hinnar stóru og
mikilvirku véla, sem hér um
ræðir. En skapast hér ekki einn-
ig möguleikar til þess að nota
þær til þess að grafa þurrkunar-
skurði í því augnamiði að koma
upp góðum bithögum, eins og
Magnús heitinn á Blikastöðum,
en á fjölda mörgum jörðum,
þar sem víðáttumiklar mýrar
eru, er mjög lélegur bitliagi fyr-
ir kýr, ekki sízt á mörgum jörð-
um, þar sem sauðfjárrækt liefir
úm langan aldur verið aðal-
tekjulindin, en menn nú hafa
breytt um og fjölgað kúm,
vegna þess að sauðfjárstofninn
liefir rýrnað að mun eða hart
nær gengið til þurrðar, vegna
þess usla, sem sauðfjárpestirnar
hafa gert.
Er unnt að rækta skóg
í mýrunum?
Þeim, er þessar línur ritar,
flaug í hug við lestur gi-einar
búnaðarmálastjóra, hvort ekki
væru hér að skapast möguleikar
til nýbreytni í skógræktarmál-
unum, hvort ekki væri vert að
gera tilraunir til þurrkunar á
mýraflæmum, i því augnamiði
að rækta þar skóg, því að af
nógu er að taka, þar sem mýra-
flæmin í landinu eru allt að
I milljón hektarar að flatarmáli
og skurðgröfur ríkisins fyrir
hendi til þess að grafa þurrkun-
arskurðina. Það er kunnugt, að
ýmsar trjátegundir þrífast vel í
mýrlendum jarðvegi, og nokkur
þurrkun mun verða til þess að
örva mjög vöxt hins nýja gróð-
urs, er hann kemst á legg, en
hérlendis munu mýrarnar viðast
of blautar til skógræktar. Ef
ráðist yrði í slíkar tilraunir væri
athugandi, hvort ekki væri rétt
að búa svo í haginn ó einhvern
hátt, að gróðursetningin yrði
verkefni æskulýðsins, undir
umsjón Skógræktar ríkisins, en
það mega menn vita, að er þeir
tímar koma, þegar dansinn
liættir um þann gullkálf, sem nú
er víða mest tignaður, verður að
beina starfsorku æskulýðsins að
hollum verkefnum — og mætti
fyrr vera. En skógræktin er
eitt þeirra.
Álit skógræktarstjóra,
Hákonar Bjarnason:
Það er gerlegt að
rækta skóg í ís-
lenzku mýrunum.
Greinarhöfundur hefir spurt
Ilákon Bjarnason skógræktar-
stjóra um það, hvort hann teldi
mýrar hér á landi vel til skóg-
ræktar fallnar.
— Það er gerlegt að rækta
Nýtt nautakjöt,
Kjöt & Fiskur,
horni Baldui-sgötu og Þórs-
götu.-------
Síniar 3828 og 4764. —
Tómatar, agúrkur
og rabarbari.
Kjöt & Fiskur,
liorni Baldursgötu og Þórs-
götu. ------
Simar 3828 og 4764. —
Nokkrar
stúlkur
geta fengið ákvæðisvinnu.
Mánaðarkaup kemur einnig
til greina. —
Uppl. á skrifstofu F. f. I.
Skólastræti 3. Sími 5730. —
5 manna
Bíll
model ’ 39, til sölu, af sér-
stökum ástæðum. Uppl.á Bif-
reiðastöðinni Geysi kl. 5—8.
Nýkomið:
SVESKJUR
og
RÚSlNUR.
ZJAW/Y) m
SIM1 5775
skóg i islenzku mýrunum, svar-
aði hann, tilraunir, sem gerðar
hafa verið í þá átt, þótt í smáum
stíl séu, sanna það, en vitan-
lega eru mýrarnar misjafnlega
vel til skógræktar sein annarar
ræktunar fallnar.
— Ilvaða ræktunaraðferð er •
algengust við skógrækt i mýr-
um?
— Aðferðin er ódýr og ein-
föld. Sáð er fræi, áður en ræst
er fram, og ekki ræst fram fyr
en eftir 2—3 ár.
Hákon Bjarnason sagði enn-
fremur, að skógræktin hefði)
mikla framtíðarþýðingu fytrir
búskapinn í landinu, skógrækt-
in gæfi af sér góðan arð, en hún
tekur sinn tíma og menn verða
að sætta sig við að bíða eftir
árangrinum.
Það er eitt af mestu framtíð-
armálunum, að klæða landið
skógi og mætti vel byrja á skóg-
rækt með þvi móti, sem að fram-
an var að vikið, í skóglausu
sveitunum. Málið er vel þess
vert, að því sé gaumur gefinn.
I hinu stutta viðtali við skóg-
læktarstjóra lét hann þess getið,
að hann mundi að líkindum í
haust ræða skógræktarmálin
við útvarp og blöð frá ýmsum
híiðum, og verður þvi ekki frek-
ar að þessu vikið að sinni.
%
Niðurlagsorð.
Skógræktarstjóri segir i stór-
merkri grein, Ábúð og örtröð,
sem birtist í Ársriti Skógræktar-
félags Islands 1942:
„Gróður landsins og jarðveg-
ur þess eru langþýðingarmestu
verðmætin, sem oss hafa hlotn-
ast“ — og —:
„— getum vér hafist handa
um að klæða landið, og nfcg er
verkefnið, sem blasir við. Undir