Vísir - 15.08.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1942, Blaðsíða 2
VISIR Samgöngiibætiir á ¥e§tnrlandi. Þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum bera fram tiilögur til þingsályktunar um aðkallandi samgöngu- bætur á Vesturlandi. Tillögurnar f jalla um samgöngur milli hafna á Breiðafirði, Reykjavíkur og kauptúna í Vestur-Barða- strandarsýslu, vegagerð inn með Patreksfirði og bimar- gerðir á Barðaströnd. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. »Friðarsóknin« Framsóknarflokkurinn hefir lagt fram álitsgerð varð- andi kj ördæmabrey tinguna, sem ákveðin er í frumvarpi þvi til stjórnskipunarlaga, sem ligg- ur nú fyrir Alþingi til endan- legrar afgreiðslu. Leggur flokk- urinn eindregið til að frumvarp- ið verði fellt. Aðrir flokkar hafa skilað sameiginlegu nefndaráliti og leggja til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt, en að baki þeim standa 29 þingmenn, þann- ig að um algeran meiri hluta er að ræða á Alþingi. Að því er snertir vilja þjóðarinnar í þessu efni, þá liggur hann mjög skýrt fyrir. 42 þúsundir kjósenda voru breytingunum fylgjandi, en liðlega 16 þúsund andvígir. Kj ördæmamálið er því í raun- inni úr sögunni, að öðru leyti en því, að þingmenn eiga eftir að greiða um það atkvæði, formsins vegna en ekki efnis- ins. Þetta hefði Framsóknarflokk- inum mátt vera ljóst, og hefði hann því sem lýðræðisflokkur átt að lúta staðreyndunum og haga sér í samræmi við það og láta af liarðvítugri andstöðu gegn kjördæmabreytingunni, sem heita má að sé endanlega afgreidd. Hefði verið eðlilegt að flokkurinn liefði tekið upp starf á Alþingi með öðrum flokkum, alveg án tillits til þess máls, og lagt sig allan fram um lausn vandamálanna, sem eru mörg og margvísleg. Hefði það vafa- laust orðið þjóðarheildinni fyrir beztu, að enginn flokkur skærist úr leik, þegar nauðsyn krefur og van>da ber að höndum. Framsóknarmenn líta öðrum augum á málið. í álitsgerð flokksins er birt bréf eitt, er. flokkurinn hefir sent hinum þingflokkunum öllum, en merg- ur þess máls er, að Framsókn lýsir þar yfir. því, að hún sé reiðubúin til samstarfs um vandamálin, en þó þvi aðeins, að horfið|verði frá endanlegri afgreiðslu kjördæmamálsins. Er lögð sérstök áherzla á það, að deilur um þetta mál muni standa fram yfir næstu kosning- ar og hver veit hvað, og á með- an kæmi ekkert samstarf varð- andi vandamál þjóðarinnar til greina. Þýðir þetta í rauninni það, að flokurinn skorast undan allri áhyrgð um afgreiðslu þing- mála, en það er ekkert merkara fyrirbrigði en svo, að fleiri slik dæmi finnast i sögu flokksins, t. d. er Hermann Jónasson lýsti yfir því, sem forsætisréðherra, að hann væri ábyrgðarlaus og friðhelgur vegna allra þeirra þingmála, sem kænvu til greina í stjórnartíð hans. F.instakir þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa að undan- förnu keppzt við að bera fram frumvörp til þess að skýra af- stöðu flokksins í ýmsum vanda- málum, en allt hefir þetta verið gert einvörðungu með tilliti til þess, að kosningar eru væntan- legar í haust. Nákvæmlega á sama hátt þykir Framsókn tilhlýðilegt að þvo hendur sínar vegna allra þeirra vandamála, sem framundan eru, og segja: Ekki er mín ábyrgðin hvernig komið er. Eg bauð samvinnu, en hún var ekki þegin. I slikum áróðri er að sjálfsögðu öllum sannleika snúið við. Hér er i rauninni ekkert samvinnuboð fyrir liendi. Framsókn er það Jjóst, að aðrir þingflokkar geta ekki horfið frá afgreiðslu kjör- dæmamálsins, nema þvi aðeins að þeir beinlínis sviki alla þá kjósendur, sem greitt Jiafa þeim atkvæði og falið þeim umlxið á Alþingi. Samvinha, sem byggðist á slíkum grundvelli, gæti aldrei talist giftusamleg fyrir þjóðina og myndi engan vanda leysa, en slcapa nýja. Þetta skilyrði er því í rauninni Jiein synjun fyrirffam um alla samvinnu og annað ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefir á- vallt verið þess livetjandi, að allir þingflokkar Jiefðu sem nánasta samvinnu sín í millum um afgreiðslu allra þeirra mála, sem alþjóð vörðuðu, og senr liæru henni nokkurn vanda að höndum.Hefir flokkurinn þann- ig þráfaldlega sýnt, að honum er full alvara í þessu efni, bæði með því að taka upp stjórnar- samvinnu, sem öllum var ljóst að hvorki yrði vandalaus né vinsæl, vegna liinna margvis- legu erfiðleika, sem að höndum hlutu að bera, og einnig hins, að til þess að forða vandræðum varð að ganga nær rétti ein- staklinganna í ýmsum greinum, en tíðkast á venjulegum friðar- tímum. Til þess að halda friðin- um liefir flokkurinn einnig þrá- faldlega slegið af stefnumálum sínum og sætt sig við ýmsar ráð- stafanir, sem gera þurfti, og jafnvel tekið ábyrgð á þeim af þeim sökum, að þjóðarnauðsyn krafði. Flokknum er það mæta- vel ljóst, að erfitt er að stjórna í landinu nema því aðeins að hin bezta samvinna ríki millum vinnuveitenda og vinnuþega til sveita og sjávar, en enginn einn flokkur þarf að ætla sér að liann geti stjórnað, nema því aðeins, að stefnt sé í beinan voða. — Marka má af ýmsum ráðstöfun- um Framsóknarflokksins, að hann var þess alhúinn að stofna til vandræða i landinu, sem ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar hlutu að liafa, en samvinna Sjálfstæð- isflokksins og veikalýðsflokk- anna hefir varnað því i bili. í fullu samræmi við fyrra skilning sinn á nauðsyn sam- vinnu allra flokka, liefir Sjálf- stæðisfloldcurinn nú svarað hréfi Framsóknar á þann veg, að: Kjördæmamálið sé í raun- inni þegar afgreitt, og að Flokkurinn sé reiðubúinn til samvinnu við alla aðra flokka um lausn vandamálanna og muni tilnefna menn af sinni hálfu til þess að hafa slíkar sam- vinnuumleitanir með höndum. — Ef Framsóknarflokkurinn meinar eitthvað með samvinnu- hjali sínu, ber honum þvi, alveg án tillits til kjördæmamálsins, að beita sér fyrir samvinnu allra flokka um lausn vandamálanna, og honum myndi vafalaust reynast auðvelt að koma slikri samvinnu á. Ef hér er hinsvegar aðeins um Pilatusarþvott að ræða, og beinan yfirgang, mætti Framsóknarflokkinum vera það ijóst, að staða hans, innan þings og utan, er ekki eins sterk og hann ætlar, ef aðrir flokkar þingsins bera gæfu til fullrar, þjóðlegrar samvinnu um lausn vandamálanna. Þetta breytir hinsvegar að engu leyti því, að bezt væri að allir flokkar ynnu saman á þessum vandræðatím- ums að að skyldan í þvi efni hvilir jafn þungt á Framsóknar- flokkinum, sem öðrum, bregðist hann ekki þjóð sinni á stund neyðarinnar. Nætorlæknir. Dr. Jóhannes Bjömsson, Sól- vallagötu 2, sími 5989. ■— Nætur- vörður í Laugavegs apóteki. Aðra nótt: Úlfar Þórðarson, Sól- vallagötu 18, sími 4411. Þeir Gísli Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Gunnar Thor- oddsen flytja eftirfarandi til- iögu til þál.: 1 Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninr.i að útvega þegar hent- ugt skip, til þess að haida uppi vöru- og farþegaflutningum milli hafna á Breiðafirði í sam- bandi við Reykjavík og kaup- tún í Vestur-Barðastrandasýslu, þegar á þessu ári. Skipaútgerð , ríkisins sé falið að gera ferða- 1 áætlun fyrir skipið eftir tillög- um frá héraðsstjórninni og að- alverzlunarfyrirtækjum við- komandi héraða. I greinargerð eru leidd ítarleg rök fyrir því, að vegna hins breytta viðhorfs í strandferðum landsmanna hafa hafnir um- liverfis Breiðafjörð orðið mjög útundan með samgöngur. Þá er bent á, að skip af hentugri stærð virðast nú vera að hætta fiskflutningum til Englands og ætti því að verða auðið að fá lientugt skip til þessara ferða. Gísli Jónsson flytur tillögu til þál. þess efnis, að Alþingi heim- ili ríkisstjórninni að leggja fram fé á þessu sumri til áframhald- andi vegagerða inn með Patreks- firði, allt að 30 þús. kr. í greinargerð segir, að fyrir nokkrum árum hafi verið haf- izt handa um vegarlagningu frá Geirseyri við Patreksfjörð inn með Patreksfirði um Rakna- dalshlíð áleiðis í Botn við Pat- reksfjörð. „Er svo til ætlazt, að vegur þessi greinist við Botnsá og liggi önnur álman yfir Kleif- arheiði áleiðis til Barðastrandar og verði í framtíðinni aðalveg- ur á milli Patreksfjarðar og í tilkynningu skemmtinefnd- arinnar segir ennfremur: „Skemmtunin hefst sunnu- daginn 16. þ. m. kl. 4 e. h. og henni lýkur sunnudaginn 23. þ. m. kl. 11,30 að kvöldi. Sunnu- dagana báða hefst hún kl. 4, en virku dagana hefst hún kl. 7 og alla dagana lýkur henni kl. 11,30. Skemmtisvæðið verður afgirt og verða seld aðgöngumerki að því dag hvern á 2 krónar. Á skemmtisvæðinu verður eftir- farandi til afþreyingar: Upplýstur danspallur með dansundirleik, sem útvarpað verður með hátalara og kostar hver dans 0.25 fyrir parið. „Kabaret“-tjald, þar sem galdramaður sýnir listir sínar, havaiskur kór syngur með und- irspili á þarlend hljóðfæri, ung- Suðurlands um Barðaströnd o. s. frv. — Vegi þessum hefir miðað sáralítið áfram vegna ó- nógra fjárframlaga, en með 30 þús. kr. fjárframlagi ætti veg- urinn að komast að Botnsá í sumar.“ Gísli Jónsson her fram til- lögu til þál. þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta þegar á komandi hausti setja hrú á Haukabergsá á Barðaströnd og hrýr á Arnarbýlu og Móru hið allra fyrsta. önnur ný þingmál. Sigurður Kristjánsson og Sig- urður Bjarnason flytja tillögu til þál. um styrki til byggingar fiskiskipa: Alþingi ályktar að lieimila ríkisstjórninni að verja tveim milljónum kr. af tekju- afgangi rikissjóðs árið 1941 til þess að styrkja menn til bygg- ingar og meiriháttar aðgerða fiskiskipa, eftir reglum, sem ríkisstjórnin setur. Styrkjunum verði úthlutað að fengnum til- Jögum Fiskifél. Islands. Eiríkur Einarsson flytur til- lögu til þál. um að ríkisstjórnin láti framkvæma þegar á þessu sumri nauðsynlegan undirbún- ing til stofnunar bændaskóla þeim., er reisa skal á Suðurlandi. GísJi Sveinsson flytur tillögu til þál. um tilhögun flutniúga á langleiðum. Athuga skal ræki- Jega hvernig vöru- og nauð- synjaflutningum á langleiðum á Jandi verði bezt fyrir komið, og verði t. d. athugað, hvort eigi muni hagkvæmast að stærri Jieildir svo sem hérað eða riki taki slíka flutninga að sér. frú Sif Þórs og dansnautur hennar dansa í gervi „Pjerrots“ og „Harlekins“, frú Hallbjörg Bjarnadóttir og óperusöngvari Pétur Jónsson syngja, félagamir Ágúst Bjamason og Jakob Haf- stein taka lagið og Alfred And- résson og JLárus Ingólfsson skemmta með gamanvísum. \ Þá verður stórt veitingatjald, þar sem ýms þessa heims gæði eru fáanleg, tjald með ýmiskon- ar spilum og leikjum, tjald þar sem sýndur verður barnaleikur, sem FriðfinnurGuðjónsson leik- ari annast um og loks verða klifurstengur fyrir ungviðið, þar sem til ýmissa verðlauna verður að vinna. Á skemmtisvæðinu verður ennfremur tombóla og kvadr- ant-happdrætti, öl- og gos- drylíkjaveitingar við bar, heitar »Tivoli« í Hljóm- skálagarðinum. „Átta daga opinber skemmtun með ýmsum gleðskaparbrögðum“ Eins og þegar hefir verið getið hér í blaðinu eru stúdentar að koma sér upp nýjum Stúdentagarði, þar sem þeir hafa orðið á bak að sjá hinum gamla stúdentagarði sínum. Margir hafa hlaupið drengilega undir bagga til þess að stuðla að því, að hinn nýi stúdentagarður komist upp, en þó skortir mjög að nægilegt fé sé fyrir hendi til fyrirtækisins. Hefir stúdentnm nú hug- kvæmst „að halda átta daga opinbera skemmtun í Hljómskála- garðinum með allskonar gleðskaparbrögðum", eins og skemmti- nefndin kemst að orði. Fyrirtækið nefnist Tivoli. Bæjar fréftír Messur á morgan. / dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson. HaUgrímsprestakall. Messa í Austurbæjarskólanum kl. 2, síra Sigurbjörn Einarsson. / Hafnarfjarðarkirkjii kl. 2, sira Garðar Þorsteinsson. í minningargreininni um Skúla Gíslason, lyfjatræðing, sem liirtist hér í blaðinu í gær, átti undirskriftin að vera Þ. Ö., en ekki Þ. G., eins og var. 86 ára afmæli á í dag frú Greta María Sveinbjörnsdótt- ir frá Kárastöðum, nú til heimilis á Skólavörðustíg 15. Fimmtugur er i dag Hannes Einarsson, fast- eignasali, Óðinsgötu 14. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Norræn lög, leikin og sungin. 20.00 Frétt- ir. 20.30 Leikrit: „Ferhyrningur- inn“ eftir Ellen Kirk (Haraldur Bj örnsson, Svava Jónsdóttir, Dóra Haraldsdóttir og Jón Sigurðsson). 21.10 Útvarpshljómsveitin: Gömul og vinsæl danslög. 21.30 Hljómplöt- ur: Vínarvalsar o. fl. 21.50 Fréttir. Þingfréttir. Danslög til 24.00. Útvarpið á morgun. KJ. i2.io—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Hallgrímskirkju (síra Sigurbjörn Einarsson). 15.30— 16.30 Miðdegisútvarp (plötur) : a) Kirsten Flagstad syngur. b) Lög úr tónfilmum. 19.25 Hljómplötur: Tónverk eftir Elgar og Sibelius. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson): Sónata í e-moll eftir Sjögren. 20.35 Erindi: Ævintýri úr grískri forsögu (Jón Gíslason dr. phil.). 21.00 Hljómplötur: Lög leikin á ýms liljóðfæri. 21.20 Upplestur: Kvæði (Karl Isfeld blaðamaður). 21.35 Danslög. (21.50 Fréttir). 23.00 Dagskrárlok. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjóna- band, ungfrú Björg Guðmundsdótt- ir, Markússonar skipstj., og Brand- ur Brynjólfsson, stud. jur. Þ. 11. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Sigurbirni Ein- arssyni, ungfrú Ingileif Alvilda Jakobsdóttir og Jón Friðrik Valby Gunnarsson. Heimili þeirra er í Höfðaborg 22. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Laufey Á. Ingjalds- dóttir, Bakkastíg i, og Gunnar A. Jónsson, Marargötu 6. Heimili þeirra verður á Ránargötu 35. Þ. 9. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Sigurbirni Ein- arssyni, ungfrú Inga Jenny Þor- steinsdóttir og Óskar Líndal Arn- finnsson. Heimili þeirra verður fyrst um sinn á Stað á Seltjarnar- nesi. í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Sigurbirni Einarssyni ungfrú Sigríður Hannesdóttir og Erlendijr Erlendsson. Heimili þeirra verður á Njálsgötu 110. Helgidagslæknir. Kristbjörn Tryggvason, Skóla- vörðustíg 33, sími 2581. 40 biðn bana í Delhi. Fjörutíu manns hafa alls beðið bana í óeirðunum í Delhi í vikunni og 58 særzt. I gær voru aðeins hópgöngur í Bombay, en að öðru leyti var allt rólegt í landinu, að því er fréttaritarar sima. Hefir orðið minna um óeirðir en stjórnin hafði óttast og þakkar hún það þvi, hversu forvigismennirnir voru skjótt teknir „úr umferð“. pylsur verða seldar, sælgæti ög vindlar og loks gasfylltir loft- belgir. Aðgangur að skemmtunum þeim, sem hafðar eru á skemmtisvæðinu, verður seldur sér á parti, en allt verður skemmtisvæðið skreytt og ljós- um prýtt. Þó tilgangur vor sé vitanlega að afla f jár til Stúdentagarðsins, er það þó jafnframt vpn vor, að skemmtun þessi verði til nokkurrar tilbreytni í hinu fá- skrúðuga skemmtanalífí bæj- arins.‘‘ til sölu, IV2 tonn, við Hveri- isgötu 16, kl. 5—8 í dug. — | Ibúðarhús (nýtízku) með 3—4 Iier- bergja íbúðum óslcast til Jcaups, með lausri ibúð 14. maí n. k. Útborgun 75 þús. krónur. TilJioð með nákvæmum uppl. sendist Vísi fyrir 20. þ. m„ merkt: „1943.“ — OBnikÉpnr Höfum nú aftur fallegar dömukápur. SAUJMASTOFAN Díana Ingólfsstræti 3. Attiugid Sá, sem hefir ráð á plássi fyrir veitingar eða þess hátt- ar getur fengið í félagsskap með sér útlærða matreiðslu- konu. Peningaframlag kemur til greina. Fullri þagmælsku heitið. Tilboð. merkt: „Áreiðan- leg“ sendist blaðinu fyrir 18. þ. m. —- 10 liiliiunil kr. lin óskast, gegn tryggingu. Til- boð, merkt: „XM“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 17. ág- úst. — VIL KAUPA lltíð lllÍK helzt í bænum. Má vera i slæmu standi, jafnvel óinn- réttað. Skipti koma til greina á húsi við Langholtsveg, sem er 3 stofur og eldhús. Tilboð, merkt: „Skipti“ sendist Vísi fyrir 20. þ. m. — GÖÐ 5 manna drossia til sölu og sýnis á Bergstaða- stíg 9, kl. 6—9 í kvöld og kl. 1—4 á morgun. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.