Vísir


Vísir - 15.08.1942, Qupperneq 3

Vísir - 15.08.1942, Qupperneq 3
VISIR TIvoli, til ágóða fyrir Stúdentagarðinn, í Hijóm- skálagarðinum ÍO. — 23. ágrnst. Skemmtunin hefst kl. 4 sunnudaginn 16. ágúst með því að K. R.-ingar sýna leikfimi á opnum palli. KI. 5 hef jast skemmtanir í „kabaret“tjaldinu „Rauða myllan“. Kl. 5 sýnir heimsfrægur gaídramaður listir sínar. — Samkvæmt ósk allra flokka er honum bannað að vera í bænum meðan kjördæmamálið er af- greitt af hræðslu við að hann rugli því öllu, og verður hann hafður undir ströngu eftirliti. - Kl. 6 syngur nafntogaður kór Hawaimanna Hawai- lög með undirleik Hawaiguitara. Kl. 8 stígur hin ágæta danskona Sif Þórs og félagi hennar dans. Meðal annars stíga þau Tívólídans. Gamanleikarinn Alfreð Andrésson syngur á milli. KJ. 9 syngja félagamir þjóðkunnu Ágúst Bjamason og Jakob Havsteen hin góðkunnu lög sín. Kl. 10 syngur „kabaret“söngkonan Hallbjörg Bjama- dóttir, sem kunn er bæði utanlands og innan. Aðgangur að hverri sýningu og skemmtun kr. 3.00. NB. Auk þessara skemmtikrafta skemmta hin kvöldin ópemsöngvari Pétur Á. Jónsson og gamanleikar- inn Lárus Ingólfsson. KI. 5 á þriðjudag hef jast sýningar i baraaleikhúsinu „Svarta kisa“ verður þar leikinn bamaleikur á hverjum virkum degi kl. 8 og 9, en sunnudag- inn 23. einnig kl. 5 og 6. Friðfinnur leikari Guð- jónsson stjórnar. Aðgangur 1.50 kr. Veitingatjaldið „I blýhólkinum“ verður opnað kl. 4 og halda veitingar þar áfram til kl. 11,30. Menn eru beðnir að greiða pantanir sína fyriiTram við inngang- inn. Kl. 4 verður opnað, spilatjaldið „Gæfudísin“ og eru þar allskonar meinlaus spil fyrir unga og gamla. Aðgangur ókeypis. Kl. 4 byrjar hinn frægi spámaður Camelodrome- darius að segja kvenfólki nakinn sannleikann um framtiðina, en sjálfur verður hann alklædd- ur. Fortíðin verður ekki nefnd á nafn. Um sama leyti byrjar hin engu síður fræga kona hans, spákonan Dromedariocatnelina, að spá fyrir karlmenn (stjómmálamenn fá ekki aðgang, nema með fulíu samþykki allra flokka) og seg- ir hún einnig sannleikann um framtíðina, en verður að öðru leyti klædd eins og maður henn- ar. Frúin verður til viðtals, nema þegar hún er að elda ofan í sig og manninn, en þau éta furðu- lega oft. Sannleikurinn kostar 1.00 kr. og þykir billegt vegna samgönguvandræðanna. Á skemmtisvæðinu verður tombóla, þar sem dregið verður um hina ágætustu dýrgripi; drátturinn kostar 1.00 kr. Þá verður þar kvaðrantlukkuhjól; 5.00 kr. vinningur í hvert skipti, en hluturinn kostar 1.00 kr. Klifurstengur verða tvær á svæðinu og hanga sæl- gætispokar á toppi beggja. Strákar geta fengið að klifr- ast eftir þeim fyrir 50 aura í hvert skipti. Um allt svæðið verður selt allskonar sælgætí, tóbak og iogheitar Vínarpylsur. Dansað verður á stómm og prýðilegum palli frá kl. 4. Hátalari og 1 jósa-dýrð á pallinum. Snúningurinn kost- ar 25 aura fyrir parið. Allt skemmtisvæðið verður flöggum og ljósum prýtt. Aðgöngumerki að svæðinu kostar 2 kr. Lögreglueftirlit verður á svæðinu. Á virkum dögum verður svæðið opnað kl. 7. skei 11 m lillll NB. Þó veður bregðist, bregðast ekki veitingamai blýhólkinum“ og skemmtanimar í „Rauðu m; ___ unm Það er ekki óalgeng sjón, sem myndin sýnir. Maður einn, sem æUar að fá sér Visi, litur inn um gluggann á vélasaln- um, til að sjá hvað blaðinu líður. Eruð þetta þér? Timochenko marskálkur var bóndi áður en hann gerðist hermaður. „Simon Timochenko, bóndanum frá Bessarabiu, liafði aldrei fundizt kornið á ökrunum fegurra yfir að horfa. Hávaxið korn- gresið blakti i blænum. Hin gullnu öx voru vel á vegi að þrosk- ast og búin að fá á sig gullinn lit. Sólin skein og það var sem þau kinkuðu kolli til hinna bláu kornblóma, er vindsvalinn fór yfir Donslétturnar. — Hinn athuguli búandmaður sá gerla, að korn- ið var að verða fullþroska, er Þjóðverjar komu-“ ± „Skriðdrekarnir æddu yfir slétturnar.Kornstengurnar lögð- ust til jarðar undir skriðdreka- beltunum og kornið, sem al- menningur í Rússlandi átti að liafa sér til matar, var traðkað niður i grásvarta leirblandna mold. Eða Rússar sjálfir kveiktu í korninu á ökrunum, til þess að skilja eftir sviðna jörð. Þar sem skriðdrekarnir liöfðu farið var ömurlegt yfir að líta fyrir rúss- nesku hermennina á undanhald- inu — uppurin jörð, slitnar kornstengur, og lykt brenn- andi korns barst að vitum þeirra. Margir Rússar féllu á sléttunum — eða særðust — og kornið, sem þjóðin þarfnaðist svo mjög, varð að ösku en ekki brauði, og glóðlieit askan brend- ist inn í sár þeirra — inn i sólir þeirra.“ Timochenko, búandmanns- sonurinn frá Bessarabiu, hefir engu gleymt. Simon' Timochenko var sveitamaður áður en hann gerð- ist hermaður, — það var löngu áður en hann varð marskálkur í Rauða hernum — hershöfðing- inn, sem ver Dondalinn. For- eldrar lians munu hvorki hafa verið læs eða skrifandi, en þau munu hafa verið athugull, eins og títt er um bændur'Rússlands, veðurglögg og raunhyggin. Timochenko var i þenna heim borinn fyrir 47 árum, í þorpinu Furmanka i Bessara- bíu. Hann var harðger sveita- pilfur, þegar hann var um tví- tugt, og var tekinn i her Rússa- keisara. Hann var i riddaralið- inu. Og hann var þjálfaður her- maður, þegar hann ásamt her- fylki sínu tók þátt i byltingunni 1917 Nú eru aðeins f jórir hermenn í Rússíandi honum æðri i tign — og Stalin sjálfur. Svipur hans er enn svipur hins athugula, hyggna búand- manns. Hann er breiðleitur, þungbúinn, íhugull, harðneskju- legur og góðlegur i senn, svipur hans er einkennandi jafnt fyrir rússneska bóndann sem niss- neska hermanninn. Það er undir forystu þessa manns, sem það er ekki hvað sizt komið, hvort rússnesku þjóðarinnar bíður lif eða dauði. Það var til Timochenko, bóndans frekar en hermannsins, sem Stalin mælti þessum orð- um, 1. maí i vor: „Þeir (rússnesku hermenn-, irnir, sjóliðarnir og flugmenn- irnir) hafa fengið óslökkvandi hatur á hinum fascistisku inn- rásarmönnum. Þeir vita, að það er ógerlegt að sigra þá, án þess að hata þá af allri sál sinni.“ Og einn kven-leiðtogi rúss- nesks verkalýðs sagði er hún á- varpaði rússnesku verksmiðjú- konurnar: „Allt starf í verksmiðjunum er unnið undir fána hatursins“. Það er hatur þeirra, sem verj- ast, sem liér er um að ræða, og Rauði herinn er her í varnar- stöðu, her, sem ekki verður um sagt, að honum liafi orðið sér- lega vel ágengt í sókn, en er nú á leiðinni að komast að raun um, hvort það muni tryggja læim sigur að leikslokum að verjast nú. i 1 hvatningartilkynningunum frá Moskva er æ alið á hatrinu i garð innrásarhersins, þegar hvatt er til þess að fella sem flesta Þjóðverja, eyðileggja sem flesta skriðdreka, fallbyssur, flugvélar. Þessi hvatningar- ávörp eru stundum villandi — og höfð það með ráðnum hug — svo sem þegar lögð er áherzla á, að nokkur hundruð Þjóðverja hafi fallið i orustum sem nokk- urar herdeildir heyja — á þeim tíma, er allt riðar á heilum vig- stöðvum. En Rússar líta ekki á það sem blekkingu. Einn af rit- höfundum Rússa sagði: „í styrjöldum í Rússlandi skiptir ekki miklu um það, þótt við verðum að láta landsvæði af höndum — ef það verður kirkjugarður þýzkra her- manna.“ En ást Rússa á landi sínu og hatur þeirra á þeim, sem ráðast inn í land þeirra, á sér djúpar rætur í hugum rússneskra bænda og hermaxma. Það hafði fest djúpar rætur löngu áður en það tiðkaðist, að pólitiskir áróð- ursmenn væri sendir á vettvang til að glæða það og gera það að vopni.“ Lítið hús óskast keypt eða leigt i um- hverfi bæjarins. — Tilboð merkt „Hænsnarækt“ send- ist afgr. Vísis. \ er xlvrn á góðum stað i bænum óskast. — Tilboð, merkt: „Gott plás®“ sendist afgr. blaðshis fyrir 18. þessa mánaðar. — iftboð z Þeir, sem vilja gera tilboð í að toyggja baraa- £ skóla við Reykjgveg, vitji appxlrátta og: út- £ boðsskilmála á skrifstofu bæjarverkfræðings,! / gegn 50 kr. skilatryggingu. llæjarvcrklræðÍDgnr Tilkynniiig: Opnuxn í dag raftækjaverzlun I sambandi yið vinnaatofn á Vesturgötu 2 (gengið inn frá Tryggvagötu) með: rafnaonseinL lampa oo rafmasnsklakkr Vér manum leggja áherzlu á að hafa til rafmagnsetei t sldlp.) og báta. Höfum fyrirliggjandi Ijóskastara, sólir, skipalamp* og ni£> geyma. \ Allar stærðir af perum fyrir 6, 12, 32, 110 og 220 vofta spouMK. Virðingarfyllst, Holgeir P. Gíslason. Gísli Jóh, Sigurðeooft, Elías Valgeirsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför unnustu mimiar, Dorothy Elsie Marrow Kjartan Bjamason. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för ' Jóns Sigmundssonar, gullsmids. Ragnhildur Sigurðardóttir, börn og tengdaböm.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.