Vísir - 04.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 04.09.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla Japanir leggja aftur til atlögu — Flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt, að Japanir hefði lagt aftur til atlögu á Salomonsi «yjum. Er það því komið fram, sem spáð var í Washington, þegar Japanir urðu frá að hverfa síðast, að þeir mundu brátt gera aðra til- raun tO að rétta hlut sinn. Hafa þer sett lið á land á nokkurum ev jum í suðaust- anverðum kíasanufn — Bandaríkjamenn hafa sex þeirra á valdi sínu—^en ekki í stórum stíl og eru hersveit- ir Bandaríkjamanna að leita það uppi eða uppræta það. Flugvélar voru strax látnar gera loftárásir á skip Japana, þegar vart varð við þau, en landgangan mun liafa tekizt samt. 18 japanskar sprengju- flugvélar, undir vernd orusfu- flugvéla, komu til árásar á Tu- lagi um líkt leyti og landgangan hófst. Orustuflugvélar Banda- ríkjamanna skutu niður 3 af sprengjuflugvélunum og 4 af orustuflugvélunum, en sú fimmta þeirra var skotin niður af loftvarnabyssu. Flugvirki réðust á oliuflutn- ingaskip eða stöðvarskip sjó- flugvéla við eyjuna Santa Isa- bel og hæfði það með sprengju. Á Nýju-Guineu austanverðri — við Milne-flóa — eru smá- skærur, þar sem Bandarikja- menn eru að uppræta siðustu leifar japanska liðsins. Loft- árósum er haldið uppi á Lae, Salamaua og Buna. Bandarikjakafbátar, sem eru i hernaði við Austur-Asíu, hafa sökkt fimm japönskum skip- um, þar á meðal léttu beitiskipi. Auk þess sökktu þeir olíuskipi og 3 flutningaskipum, þar af tveim litlum. Tvö olíuskip og citt flutningaskip löskuðust. Þýzka útvarpið hefir skýrt frá því, að stór amerísk flotadeild sé komin til Milne-flóa og eigi hún að setja lið á land á eyjun- um Normandy, Ferguson og Goodenough, sem eru viðstrend- ur Nýju Guineu, rétt fyrir norð- an Milne-flóa. NÝR SETUUÐSFORINGI Á BALKAN. Wilhelm von Leist hershöfð- Ingi, sem hefir verið setuliðsfor- íngi öxulherjanna á Balkan- skaga að undanförnu, hefir ver- ið settur af og í hans stað settur Löhr, flughershöfðingi. Lund- únablaðið „Evening Star“ seg- ir, að þessi mannaskipti hafi farið fram vegna ósamkomu- lags Hitlers og Leists. Flotabækistöd í undipbOningi. Til þess að styrkja aðstöðu sína sem bezt gegn Japönum eru Bandaríkjamenn að koma sér upp öflugum bækistöðvum fyrir her, flota og flugvélar víða á Kyrrahafinu. Á myndinni sést liðsforingi og aðstoðarmenn hans vera að undirhúa flotabækistöð. I>að liggur við að segja megi, að }>eir sé niðursokknir í viðfangsefnið. Þjóðverjar herða enn sókn- ina til Stalingrad. Meita hættan cr frá inðvestri. ------ t \ Þjóðverjar hafa rekið þar hættu- legan fleyg í varnir Rússa. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Með hverri klukkustund, sem líður, eykst þungi þýzku sóknarinnar til Stalingrad og hættan, sem vofir yfir borginni verður æ geigvænlegri. Rússar hafa orðið að láta undan síga fyrír norðvestan borgina, en hættan er þó mest að suðvestan, meðfram járnbrautinni frá Kotelnikovo. Þar hafa Þjóðverjar rekið hvern fleyginn af öðrum inn í varnarstöðvar Rússa og þröngvað þeim til undanhalds hvað eftir ann- að, en þeir hafa kannazt við það, að Rússar verjist af dæmafáu harðfengi. Novorossisk er nú nefnd oftar en áður, enda sækja Þjóðverj- ar þangað af kappi og miðar þeim meira en áður. I viðaukatil- kynningu Rússa frá siðastliðnu miðnætti segir, að við fljót eitt, sem er aðeins auðkennt með stafnum „N“, hefir Þjóðverjum tekizt að brjtóast inn í varnarstöðvar Rússa og þeir neyddir til að taka sér nýja stöðu. Fljót þetta er í nánd við Novorossisk, segir i tilkynningu Rússa. Þjóðverjar liafa safnað megn- inu af brynsveitum sínum suður af Stalingrad og þar gera þeir í sífellu álilaup méð þriggja klukkustunda millibili. Þröngva þeir Rússum aftur á bak smám saman með þessu móti. Fregnir hafa borizt um það til Stokkhólms frá Beríin, að Þjóðverjar hafi tekið mikilvæga hæð hjá Stalingrad og muni liún auðvelda þeim frekari liernað- araðgerðir hjá borginni. Rússar tilkynntu fyrir nokk- uru, að þeir hefði nærri um- kringt 14. bryndeild þýzka liers- ins norðvestur af Stalingrad, en nú berast frá þeim fregíiir um það, að þeir hafi neyðst til að láta undan siga á þessum stöðv- um. Suður í Kákasus kveðast Rússar standa i Þjóðverjum nema við Novorossisk. Það er hljótt um sókn Zukovs á miðvigstöðvunum, en Þjóð- verjar kveðast hafa eyðilagt þar 109 skriðdreka á skömmum tíma. Hjá Ladogavatni hafa Þjóð- verjar lirundið hverri árásinni af annari. Þ. 1. og 2. þ. m. skulu Þjóð- verjar iiiður 184 rússneskar flugvélar, en misstu sjálfir 8 að eigin sögn. Styrjöldin er ekki unnin. Ritter von Selander, hers- mál í þýzka útvarpið, ræddi um þriggja ára styrjöld við Bret- land í gæn í lok frásagnar einn- ar sagði hann: „Fjandmenn vorir eru ekki sigraðir og sigur- inn verður eldd gefinn, heldur verðum við að berjast til að öðl- ast hann. Trúin á Hitler, krafta okkar og þann sálarstyrkleik, sem okkur er gefinn, mun gera okkur kleift að brjóta fjand- mennina á bak aftur.“ Flugstöðvarskip hafa flutt 815 flugvélar til Malta síðan ít- alir fóru í stríðið. Síðustu fréttir. — segir Vichy. Vichy-útvarpið hefir skýrt frá því, að hersveitir Þjóðverja sé komnar austur að Volga fyrir sunnan Stalingrad, en Þjóðverj- ar voru búnir að tilkynna fyrir skemstu,' að þeir væru komnir að fljótinu fyrir norðan borgina. I lierstjórnartilkynningu Rússa i morgun segir, að Þjóð- verjum hafi nú tekizt að reka fleyg inn í varnirnar einnig að norðvestan og sé hættan orðin jafnmikil þaðan. Tilkynningin segir að bardagarnir sé grimmi- legri en nokkrir, sem nokkuru sinni hafa verið háðir. Þjóð- verjar beita 25 herdeildum (V2 millj. manna) og 1000 flugvél- um. Frá Kákasus segir tilkynn- ingin þær fregnir, að Þjóðverj- ar sé komnir yfir Terek-ána. Rfiinil lýr sig til Irekari athafia. Fregnir . frá Egiptalandi snemma í morgun hermdu, að Rommel væri að endurskipu- leggja bryndeildir sínar og búa undir frekari átök. Var frá þvi skýrt, að hann hefði látið hersveitir sinar hörfa undan, vegna gífurlegrar stór- skotahriðar Breta, er hann mætti meiri mótspyrnu en h'ann bjóst við í fyrstu. Siðan gerðu léttar brynsveitir Breta margar útrásir úr stöðvum sínum. Fluglið Breta og Bandarikja- manna hefir verið i sifelldum árásum aJlan sólarhringinn. Minni sprengjuflugvélarnar beita kröftum sínum við flug- velli næst vígstöðvunum, en hinar stærri fara lengra m. a. til Tobruk og hafna ó Krit. höfðingi, sem talar oft um hei’- i sig Suner rekinn Franco hefir sett þrjá ráð- herra sinna af og hefir það vakið mikla furðu, að meðal þeirra er Serrano Suner, mágur hans, er var utanríkisráðherra. Suner er Þjóðverjavinur mik- ill og hefir oft ferðast til Berlín- ar og Rómaborgar, síðast í júní- mánuði. Sá, sem tekur við em- hætti lians heitir Jordana. Varela hermálaráðherra hefir lika verið vikið frá og við lians embætti tekur Asencio, Iiers- höfðingi. Loks hefir Franco skipt um dómsmálaráðherra. Belíast bannsvæði. Bandaríkjahermenn mega ekki vera í Belfast á Norður- írlandi né koma til borgarinnar, samkvæmt skipun herstjórnar- innar. Skipun þessi var gefin vegna þess, að írski lýðveldisherinn (I.R.A.) hefir gefið út ávarp, þar sem Bandaríkjahermönnum er ráðlagt að forðast þátttöku í skærum, sem hætta er á að brjótist út milli Breta og lýð- veldisliersins. Ólga hefir verið í mönnum síðan 18 ára piltur var líflátinn í fyrradag. Hann var dæmdur fyrir að drepa lögregluþjón á páskadag s.l. Lögrcglan i Belfast tilkynnir, að hún Iiafi handtekið 56 menn, sem eru þekktir leiðtogar I. R. A. Eru þetta mestu liandtökur I.R.A.-manna árum saman. 39 Indverjar drepnir, Indversk lögregla hefir skotið 39 fanga til bana og sært 136. Einn lögregluþjónn beið bana. Atburður þessi gerðist, þegar átti að fara að flytja fanga milli fangabúða. Gerðu þeir óspektir svo miklar, að lögregaln fékk ekki við neitt ráðið, og varð loks j að grípa til skotvopnanna. 30 ár fyrir njósnir. Maður einn í Bandaríkjun- um hefir verið dæmdur í 30 ára íangelsi fyrir að vera í þjón- ustu Géstapo. Maður þessi — Karl Friedrich Bahr — reyndi að komast á land i Bandarikjunum með Drottningholm, sem flutti ame- ráka þegna vestur um liaf. Hann er af pólskum og ámerísk- um foreldrum. Sjómannadeilan: ‘ Frámhaldsfundir í dag eða á 1 gmorgun. Eins og getið var í Vísi í gær boðaði sáttanefndin fulltrúa sjó- manna (háseta og kyndara), fulltrúa yfirmanna á skipunum og stjórn Eimskipafélagsins á fundi í gær. Var fyrsti fundur- inn haldinn kl. 2 og var sVo framhald á fundum og stóðu þeir fram eftir nóttu. Um horf- urnar er ekkert hægt að segja á þessu stigi málsins, en fram- haldsfundir verða haldnir í dag eða á morgun. Stutt og: laggott. Stimson, hermiálaráðherra Bandaríkjanna, liefir skýrt frá því, að fjórum nýjum bryndeild- um hafi verið bætt i herinn og sé þær þvi nú orðnar 14. — Á miðju næsta ára verða 4.500.000 menn í her U. S. A. Hálf millj- ón hefir verið send úr landi. • Dr. Funk, fjármálaráðherra Þjóðverja, og dr. Clodius, sem er sérfræðingur þeirra í að gera verzlunarsamninga, eru komnir til Rúmeniu. Þjóðverjar liafa gert þá kröfu til Rúmena, að þeir afhendi 400.000 smál. af maís. • Það var tilkynnt i Washing- ton í gær, að Bandaríkjaher- sveitir hefði verið fluttar til Leopoldville i Belgiska Kongo. • Stjóm Quislings liefir gert upptækan sykur fyrir 4 millj. n. kr„ sem var eign samvinnu- félaganna norsku. • Brezki flotinn liefir veitt 100.- 000 skipum fylgd síðan styrjöld- in hófst. Eitt skip af hverjum 200 hafa farizt úr skipalestun- um. • Flugher ameríska flotans hef- ir fengið nýja njósnaflugvél, sem ætluð er beiti- og orustu- skipum. Er þetta sjóflugvél, einþekja og liefir hlotið nafnið „Seagull“. Flugvélar þessar hafa allmikið flugsvið og geta flutt sprengjur til að granda kafbátum. • Bretar segjast hafa skotið nið- ur um 1000 þýzkar flugvélar yf- ir Vestur-Evrópu á þessu ári og misst sjálfir um 700 flugvélar. • Holly, ofursti, yfirlæknir am- eríska hersins í Bretlandi, hefir látið svo um mælt, að amerísku hermennimir sé heilsubetri þar en heima í Bandaríkjunum. Stafar þetta af þvi, að liðið í Bretlandi hefir verið a. m. lc. 2 ár í herþjónustu, en herinn í Bandaríkjunum er yfirleitt miklu nýrri. segja Þjóðverjar. í útvarpi í gærkveldi frá Þýzkalandi til Ameríku var flutt erindi um starfsemi kommúnista hér á landi. Var m. a. sagt frá starfsémi ís- lenzk-rússneska verzlunarfé- lagsins, og því m. a. haidið fram, að.Rússar hafi veitt fé til Islands til áróðursstarf- semi hér á landi gegnum þetta verzlunarfyrirtæki. Sagt var frá hve marga þingmenn kommúnistar hefðu fengið í kosningunum 1937 og 1942 og kjörfylgi þeirra o. s. frv. Af leíðtogum kommúnista voru þeir nafngreindir Hauk- ur Bjömsson og Einar OI- geirsson. Kommúnistar voru þess al- búnir að afhenda Rússum ís- land, var sagt í útvarpi þessu, en RooseveK varð fyrri til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.