Vísir - 07.09.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 llnur
Afgreiðsla
32. ár.
Reykjavík, mánudaginn 7. september 1942.
181. tbl.
9 japanskar flug-
vélar skotnar niður.
Rúmlega 40 japanskar flug-
vélar gerðu tilraunir til árása á
flugstöðvar Bandaiíkjamanna í
Hunan- og Kwangsi-fylkjum
Kína í gær. 9 voru skotnar niður.
Það voru ameriskar orustu-
flugvélar og kínverskar loft-
varnabyssuskyttur, sem. unnu
þenna sigur, og er hann talinn
einn sá mesti, sem þessir banda-
menn hafa unnið í sameiningu.
Engar nákvæmar fregnir liafa
borizt um bardagana um
Kinhwa, eh í morgun bárust
nýjar fregnir af framsókn Kin-
verja enn norðar. Hafa þeir tek-
ið borg, sem er um 100 km. fyr-
ir sunnan Hangchow.
Flugvélar bandamanna í Ind-
landi hafa varpað 80 smál. vista
niður til flóttafólks í Burma,
sem ekki tókst að komast vestur
til Indlands.
í dag, fyrsta mánudag í september, er verkalýðsdagur Bandarikjanna. Venjulega er sá dag-
ur ahnennur frídagur í landinu, en að þessu sinni verður unnið af meira kappi en nokkurn dag
annan. Hleypt verður af stokkunum eða hafin smíði á 160 skipum (ekki 150, eins og fyrsl
var ætlað). — Myndin er frá skipasmíðastöð á Kyrrahafsströndinni. Skipið til hægri er ferð-
búið, 75 dögum eftir að kjölurinn var lagður að þvi — 115 dögum á undan áætlun.
N0V0R0S
Þjóðverjar tilkynntn töku borg:arinnar
gær, en Rnssar kannast ekki við það.
Litlar breytingar við Stalingrad.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun.
Þýzka herstjórnin gaf í gær út aukatilkynningu
um það, að þýzkar hersveitir hefði tekíð flota-
bækistöðina Novorossisk við Svartahaf, og
hefðu þær notið aðstoðar rúmenskra riddaraliðssveita í
lokaárásunum á borgina.
í fregnum frá Rússlandi eftir þetta í gær og í morg-
un ybf ekki kannazt við fall borgarinnar, en undan-
fama daga hafa Rússar oft minnst á bardaga ekki mjög
langt frá henni og hún verið talin í yfirvofandi hættu.
— Vamaskilyrði við borgina eru góð, f jallahringur
með fáúm og ógreiðfærum skörðum, og Rússar not-
uðu sér þetta með þeim árangri, að það hefir tekið
Þ jóðverja margar vikur að ná borginni.
Sókn Þjóðverja að Stalingrad er engu ofsaminni en áður og
erlendir blaðamenn í Rússlandi síma, að ef nokkur breyting
hafi orðið á henni, þá hafi hún heldur færzt í aukana en hitt, en
vörn Rússa verði jafnframt einbeittari. Fyrir norðvestan borg-
ina segjast Rússar hafa gert allmörg skæð gagnáhlaup og bætt
aðstöðu sina þar nokkuð.
jQBVErjð
r.
Aðstaða Rússa er betri fyi*ir
norðan Stalingrad en sunnan,
vegna þess að her þeirra getur
sótt niður með Don þar (á báð-
um bökkum, segja Rússar) og
stofnað vinstra fylkingararmi
Þjóðverja í hættu. Geta þeir því
ekki beitt sér eins gegn Stalin-
grad úr þessari átt.
Rússar halda því fram, að von
Bock, yfirhershöfðingi Þjóð-
verja á þessum slóðum, sé að
endurfylkja liði sínu og sé það
mannfallið og hergagnatjónið,
sem því valdi. Siunar bryndeild-
irnar hafa misst næstum því
þrjá fjórðu hluta skriðdreka-
styrkleika síns, eða eiga aðeins
eftir Um 70 skriðdreka af 250.
Fréttaritari Times í Stokk-
hólmi símar blaði sínu, að or-
ustan um Stalingrad sé á líkan
mælikvarða og orusturnar um
Kharkov og Sebastopol og boi'g-
in sé raunverulega í rústum eft-
ir hvíldarlausar árásir 1000
steypiflugvéla. Hver einasti
borgarbúi, sem vettlingi getur
valdið — karlar, konur og börn
— tekur þátt i vörn borgarinn-
ar. ,
Hjá Terek-fjótinu í Kákasus
eru háðar gríðarharðar orustur.
Segjast Rússar hafa hindrað
Þjóðverja í að komast yfir fljót-
ið, eftir að þeim tókst það eina
nóttina í skjóli myrkurs.
Af sókn Zukovs á miðvig-
stöðvunum segja Rússar ein-
göngu þær fregnir, að þeir sæki
hægt fram, en Þjóðverjar megni
þó ekki að stöðva þá.
Þjóðverjar gerðu tilraun til
loffcárásar á Moskva í nótt og
voru sendar 70 sprenguflugvél-
ar í þrem hópum. Orustuflug-
vélar Rússa fóru upp gegn
þeim og skutu ellefu niður.
Siðustu viku segjast Rússar
hafa grandað alls 460 þýzkum
flugvélum, en misst sjálfir 250
flugvélar. Á sama tímabili
kveðast Þjóðverjar hafa eyði-
lagt rúmlega þúsund rússneskar
flugvélar og misst að eins 49
sjálfir.
Rússar sögðu í herstjórnartil-
kynningu sinni rétt fyrir liádegi
í dag, að Iandgörígulið flotans
verði ennþá Novorossisk og væri
sú borg því enn í höndum
Rússa.
Rússap missa
faar fltigvélai*.
Hermálasérfræðingum banda-
manna verður nú tíðrætt um
loftvarnir Þjóðverja í sambandi
við Ioftárásir Rússa á þýzkar
borgir að undanförnu.
Flugvélar Rússa liaft oftast
komið allar heini úr þessum
árásum, jafnvel þótt farið liafi
verið alla leið til Berlínar eða
Búdapest. Þjóðverjar hafa held-
ui; ekki haldið þvi fram, að þeir
hafi skotið neinar þeirra niður.
Þetta hvorttveggja þykir
benda til þess, að Þjóðverjar
liafi.alls ekki gert ráð fyrir þvi,
að Rússar mundu hafa nægan
flugvélakost aflögu frá sjálfum
vígstöðvunum til þess að fara
svo langa leiðangra. Hafa þeir
því hugsað fyrst og fremst um
að hafa loftvarnirnar í lagi á
jieim stöðum, þar sem von var
brezkra flugvéla.
Ungverska útvarpið var að af-
saka það í gær, hversvegna rúss-
nesku flugvélarnar skyldu kom-
ast til borgarinnar án jiess að
aðvörun væri gefin. Sagði jjað
þetta stafa af þvi, að rússnesku
flugmennirnir hefði gefið ung-
versk kennimerki.
Tvær brezkar konur hafa ver
ið dæmdar fyrir að segja frá
herskipaferðum. Önnur var
dæmd i 20 punda sekt eða 10
mánaða fangelsi, en hin í 7
punda sekt eða 2 mánaða fang-
elsi.
•
Allir meðlimir þýzk-ameriska
sambandsins verða handteknir
og hafðir í fangabúðum til
striðsloka. Til orða hefir komið
að svifta þá borgararéttindum
og reka úr landi eftir stríðið.
2 lögreglumenn
drepnir í Ulster
Hryðjuverkunum linnir
ekki í Norður-írlandi. I. R. A.
menn fara um í smáhópum
og skjóta á lögregluna, þar
sem öruggt er um að hæg*t
sé að komast undan.
í gær voru tveir lögreglu-
menn, annar óeinkennis-
klæddur, drepnir lijá Straba-
ne. Þriðji lögreglumaðurinn
særðist.
I. R. A. menn sátu fyrir
lögreglumönnunum við vega-
mót og hófu skothríð á þá
fyrirvaralaust.
400 orustuflug-
vélar á lofti.
Arásir á Frakkland.
Flugherir Bandaríkjanna og
Breta gerðu víða árásir í N.-
Frakklandi í gær og 400 orustu-
flugvélar tóku m. a. þátt í árás-
unum.
Þrjár sveitir „ (squadrons)
flugvirkja fóru til árása á verk-
smiðju í smábæ skammt frá
Adert á Norður-Frakklandi, en
aðrar sveitir réðust á mannvirki
og hernaðarstöðvar hjá Bou-
logne og Abbeville.
Fjögur hundruð orustuflug-
vélar, Spitfires, Hurricanes,
Tomahawks o. fl. tegundir,
fylgdu sprengjuflugvélunum
og fóru allt að 80 km. inn yfir
land.
Tvö virkjanna voru skotin
niður auk nokkurra orustuflug-
véla, en 5 þýzkar flugvélar voru
skotnar niður, og ef til vill 13
að auki, en 25 voru laskaðar.
Njósnaflugvélar Breta voru
sendar yfir Bremen i gær. Log-
uðu Jiar þá eldar víða eftir síð-
ustu árás Breta í fyrrinótt.
Egiptaland:
irirnir í iyrri
Þjóðverjar hafa nú hörfað aft-
ur til sinna fyrri stöðva í Egipta-
landi, en þeir höfðu komizt í
gegnum jarðsprengjusvæði
Breta, þótt þeim auðnaðist ekki
að sækja lengra.
Bretar skýra frá því, að Þjóð-
verjar hafi ætlað að leika á þá
á miðvígstöðvunum s.l. mið-
vikudag, eða þeim ekki verið
ljóst, að sóknaráform þeirra
höfðu farið út um þúfur ann-
arsstaðar og því þýddi ekki að
fara eftir „pappírssókninni“.
Tveir liðsforingjar voru send-
ir fram með griðafána og hvöttu
þeir Breta til að gefast upp, þar
eð brynsveitirnar þýzku hefði
brotizt í gegn og þeir — Bretar
— væri umkringdir.
Bretar halda því fram, að hér
hafi verið um sókn að ræða hjá
Þjóðverjum, en hún hafi verið
kæfð i fæðingunni. Segja þeir,
að Rommel hafi haft þrjár
þýzkar og tvær ítalskar bryn-
deildir búnar til sóknarinnar.
Kl. 5 í dag barst Vísi
svohljóðandi tilkynning
frá herstjórninni:
Sunnudagsmorgnninn
varpaði þýzk sprengju-
flugvél 4 sprengjum á
Seyðisfjörð. — Enginn
meiddist og ekkert tjón
varð á mannvirkjum.
Tvær flugfTélar komu
yfir Seyðisfjörð.
Önnur þeirra varpaði tveim sprengjum
Jgl ins og skýrt var frá í síðasta hluta upplags Vísis
Innrás hrundið?! ri
Það hefir verið opinberlega
tilkynnt í Vichy, að franskir ný-
lenduhermenn hafi hrundið
„innrás“ sex Breta í Norður-
Afríku.
Reyndu þeir að 'komast á land
á . .strönd ..Marokko . .nærri
Spænska Marokko. Sló strax í
bardaga og var foringi Bretanna
tekinn höndtim, en hinir reknir
á flótta, segir í Vichy-tilkynn-
ingunni.
síðastliðinn laugardag var gerð loftárás á
Seyðisfjörð með þeim afleiðingum, að fjórir
drengir .særðust — og einn þeirra svo mikið, að taka
varð af honum hægra fótinn fyrir ofan hné. Þegar
blaðið skýrði frá þessu hafði því ekki borizt tilkynning
herstjórnarinnar um þenna atburð og því hafði heldur
ekki gefizt tími til þess að tala austur og leita nánari
upplýsinga um árásina.
Síðan hefir Vísir átt tal við
fréttaritara sinn þar eystra og
skýrir hann svo frá atvikum:
Tvær flugvélar komu saman
inn yfir ströndina og datt eng-
um í hug, er sá til ferða þeirra,
að þar væri þýzkar flugvélar á
ferð. Önnur þessarra flugvéla lét
skyndilega tvær sprengjur falla
og lenti önnur í sjónum, en hin
kom niður á landi og féll hún
um sjö metra frá fjórum
drengjum, er voru að leika sér
með lítinn bát. Brotnaði hátur-
inn í spórí, en drengirnir slösuð-
ust allir meira eða minna.
Þar sem sprengjan kom niður
myndaðist gígur, sem er um tvo
metra á dýpt og ellefu eða tólf
metra i þvermál.
Þessir drengir urðu fyrir
meiðslum af völdum sprengj-
GRETAR HERVALD ODD-
SON, 7 ára. Hann slasaðist
mest, svo að læknirinn neyddist
til að taka af honum hægra fót-
inn fyrir ofan liné. Foreldrar
hans búa hér i Reykjavík og eru
þeir Sigríður Oddsdóttir og Odd-
ur Björnsson, Barónsstíg 49.
Dvaldi drengurinn hjá ömmu
sinni, önnur Sveinsdóttur.
AÐALSTEINN ÞÖRARINS-
SON, 7 ára. Hlaut hann allmik-
inn áverka á læri. Foreldrar
hans eru Guðbjörg Guðjónsdótt-
ir og Þórarinn Björnsson út-
gerðarmaður i Seyðisfirði.
HAFSTEINN SIGURJÓNS-
SON, 7 ára. Hann hlaut skurð á
hnakka og skrámaðist á andliti.
Hann er sonur hjónanna Kriet-
ínar Guðmundsdóttur og Sigur-
jóns Pálssonar i Seyðisfirði.
JÓN GUÐM. * KRISTINS-
SON, sem er átta ára, meiddist
minnst, hlaut smávægilegar
skrámur. Foreldrar hans eru
Emilia Benediksdóttir, Lauga-
vegi 13 hér i bæ og Kristinn
Guðmundsson, sjómaður í
Norðfirði.
Um 14 metra frá þeim stað,
j>ar sem sprengjan lenti, stóð
hús, sem er eign feðganna Guð-
finns Jónssonar og Marinós son-
ar hans. Það lék allt á reiði-
skjálfi af árásinni og rúður
brotnuðu allar í því þeim meg-
in, er vissi að sprengjunni, en
auk þess urðu nokkrar skemmd-
ir á húsum, er fjær stóðu. Skúr
er var rétt hjá þeiin stað þar
sem sprengjan lenti gereyði-
lagðist.
Seyðfirðlngar tóku árásinni
með mikilli stillingu, enda átt-
uðu fæstir sig á því, sem gerzt
hafði fyrr, en allt var um garð
gengið.
Vísir hafði tal af Agli Jóns-
syni, héraðslækni á Seyðisfirði í
morgun. Kvað hann drengjun-
um líða öllum vel.
Merki um loftárásarhættu var
gefið í Seyðisfirði i morgun, en
engar flugvélar létu sjá sig.