Vísir - 15.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 15.09.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 15. september 1942. 187. tbl. Þjóðverjar sækja á í átt til Grosny. Öllum áhlaupum hrundið við Stalingrad Yfirmaður nýrra vígstöðva. Rússar liafa frumkvæðið á miðvígstöðvunum. EINKASKEYTI PRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Þjóðverjar hafa nú getað losað svo um Rússa í stöðvum þeirra á syðri bakka Terek-fljóts, að þeim hefir tekizt að koma auknu skriðdreka- liði yfir fljótið. Herstjórn Þjóðverja tilkynnti um þetta í gær og í miðnæturtilkynningu sinni hinni síðustu ját- uðu Rússar, að Þjóðverjum hefði tekizt þetta — með þeim afleiðingum, að þeir sjálfir hafi orðið að taka nýj- ar varnarstöðvar. Herstjómartilkynning Rússa á miðnætti skýrir hins- vegar frá því, að Þ jóðverjum hafi ekkert orðið ágengt í gær við Stalingrad og dró þó ekkert úr ofsanum í árás- um þeirra. Rússar svöruðu hverju áhlaupi jafnskjótt með gagnáhlaupi og gerðu það stundum svo fljótt, að sögn fréttaritara, að bardagar í návígi eru tíðir milli þeirra stöðva sem áhlaupin eru gerð frá. Á miðvígstöðvunum, hjá Reshev og Kaluga, munu Rússar hafa frumkvæðið. Skýra Þjóðverjar frá stórkostlegum áhlaup- um þeirra, sem sé hrundið með stórskotahríð og loftárásum. — Hjá Leningrad eru líka harðir bardagar. Þar skýra Rússar frá þvi, að þeim hafi orðið allmikið ágengt, en Þjóðverjar segjast kæfa hvert áhlaup í blóði. 367 japönsk skip löskuð eða sökkt Blaðamenn skýra svo frá bar- dögum austan við Stalingrad undanfarinn sólarhring, að þar hafi verið um slátrun að ræða, sem liafi fært hvorugum að- ila nokkurn árangur. Þjóðverj- ar hafa gifurlegum fjölda skrið- dreka og steypiflugvéla á að skipa og þeir fylla jafnóðum ,í skörð þeirra, sem fara i súginn. Rússar mipnast ekki á bar- daga suðaustur af Novorossisk, en fjöll og hæðadrög ná alveg niður að sjó á þeim slóðum; og er því erfitt að sækja á þar. Þjóðverjar láta þó ekki Rússa fá neinn frið til að koma sér upp rammlegum víggirðingum. Kletskaya kemur nú aftur við sögu. Rússar hafa þar nokkurn hluta vestri bakka Don á valdi sínu og eru ítalir þar á móti þeim. Hefir þeim ekki tekizt að ráða niðurlögum Rússa, en þeir hafa aftur á móti greitt ítölum þung högg. I norðvestri þaðan — um- hverfis Voronesh — hefir aftur dregið til stórtiðinda. Þar höfðu Rússar brýr vestur yfir Voro- nesh-fljót og var ungverskum hersveitum falið að ná þeim stöðvum. Gerðu þeir fimm á- hlaup á stöðvar Rússa, en varð ekki ágengt. 'Lágu 2000 Ung- verjar dauðir í valnum, er þeir hættu árásunum. Rússar skýra frá nokkurum framgangi hjá Leningrad, en ekki eins miklum og fyrst, er þeir tilkynntu að þeir hefðu,haf- ið þessa sókn. Segja þeir að verkfræðingasveitir hafi lagt bráðabirgðaveg yfir mýrafláka, er voru ófærir, og því hafi þeim tekizt að koma Þjóðverjum á ó- vart. Þjóðverjar segjast hafa hrundið öllum áhlaupum Rússa og hafi þeir fórnað miklum mannfjölda til einskis. Flugvélar Þjóðverja halda uppi stöðugum sprengjuárásuni á flutningaleiðir Rússa, m. a. járnbrautir og skipaferðir á Volgu. Dirfska þýzkra kafbátsmanna. 25 mín. í fjandmanna- höfn, Fregn frá Barbados í Brezku Vestur-Indium skýrir frá dirfsku þýzkra kafbáts- manna, er sigldu inn í höfn á eynni, voru þar í 25 mín- útur og komusí þaðan aftur án þess að hægt væri að hindra það. Meðan kafbáturinn var í höfninni skaut hann fimm tundurskeytum að ýmsum skipum, er lágu þar fyrir akkerum eða við landfestar. Opinber tilkynning um árás- ina skýrði frá því, að mann- tjón hefði ekkert orðið, en um tjón á skipum var ekki getið og er ólíklegt, að þau hafi sloppið alveg. Kafbáturinn skaut tundur- skeytunum með 5 mínútna millibili, en fór síðan. Banda r í kj amenn reikna saman. Þá rúma níu mánuði, sem liðnir eru síðan Bandaríkin j drógust inn í striðið, hafa her- skip þeirra eða flugvélar sökkt eða laskað 367 japönsk skip. Af þeim, haf 175 verið send á mararbotn, og þar af liefir flotinn sökkt 148 skipum, en flugvélar hersins hinum. Af þeim 175 skipum, sem flotinn eða flugvélár hans hafa komið fyrir kattarnef, eru 59 talin herskip af ýmsum stærð- um og gerðum,, en hin eru hjálp- arskip, birgðaskip o. þ. li. Af skipunum, sem herinn eða flug- vélar hans telja sig liafa sökkt, voru 14 herskip, en hin aðstoð- arskip. Þá eru 30 skip talin hafa ef til vill sokkið — þar af 18 her- skip — en löskuð hafa verið 92 herskip, þar af 58 af völdum flotans eða flugvéla hans. Flutningaskip, sem hafa orðið fyrir margvíslegum skemmd- um, eru samtals 70. Frá Sviþjód: 16 skipum hleypt af stokk- unum á 2 mánuðum. - I Um 1 /4 skipastóls landsins sökkt. Það hefir komið sér vel fyrir Svía, að skipasmíðar þeirra eru á háu stigi, því að þeir hafa misst mörg skip af völdum ýmissa hernaðaraðgerða. Á tveim mánuðum í sumar — maí og júní — var 16 skipum hleypt af stokkunum. Ný tegund »frelsisskipa« Á næstunni verður hafin smíði nýrra „frelsisskipa“ í Bandaríkjunum, og eiga þau að vera sérstaklega góð í barátt- unni gegn kafbátunum. Skip þessi nefnast „Seamo- biles“ — sjóbílar — og þau eru óvenjulega grunnrist, svo að þeim er næstum alveg óhætt fyrir tundurskeytum. Þau verða rekin með sex bifreiðahreyfl- um og af þvi draga þau nafnið. Tíu skipasmíðastöðvar vinna nú að smíði upprunalegu „frels- isskipanna“. í janúar voru 3 þeirra afhent, og höfðu verið 241 dag í smíðum hvert, en i síé- asta mánuði voru 56 afhent, eftir 83 daga vinnu. Strandhögg hjá Tobruk. Brezka herstjórnin í Kairo segir nú frá strandhöggi, er gert hefir verið hjá Tobruk. Tilkynningin er stuttorð og má lesa milli Mnanna, að mannfall hafi orðið mikið. — Segir í henni að Bret- ar hafi lent þrátt fyrir harðvít- uga mótspyrnu og strandhöggið hafi ekki tekizt án tjóns, en liðið hafi verið flutt brott, eftir að það hefði unnið tjón á mönnum og mannvirkjum. Möndulveldin liafa skýrt frá strandhöggi þessu. Er skýrt svo frá, að Bretar liafi verið lið- margir og notið stuðnings flug- véla, en árásinni hafi verið hrundið. I Lltil mótspyrna á Mádagaskar. i 1 Hersveitir Breta og banda- manna halda áfram göngu sinni til höfuðborgar Madagaskar, Antanarivo. j Sóknin til borgarinnar geng- ur vel, enda er litil mótspyrna veitt. Brýr liafa þó sumsstaðar verið eyðilagðar, en verkfræð- ingasveitir setja strax upp bráðabirgðabrýr. Manntjón hef- ir ekki orðiö teljandi, en nokkr- ir fangar hafa verið teknir. De Gaulle er nýfarinn frá Sýrlandi áleiðis til frönsku ný- lendnanna í Mið-Afríku, sem gengið hafa í lið með honiim. w Lundúnablöðin hafa minnzt á A. G. L. McNaughton, yfirhers- höfðingja Kanadamanna í Bret- landi, sem líklegan til að verða gerður yfirmaður nýrra víg- stöðva i Evópu, ef þær verða stofnaðár. Nú er orðið áliðið sumars, og líkur fara óðum minnkandi fyrir því, að i þetta verði ráðizt. Verði það ekki gert, innan tveggja vikna, verður vart úr því á þessu ári. Stutt og* laggott. Þing Bandaríkjanna hefir fengið til meðferðar frv. um að halda niðri verðlagi og kaup- gjaldi, til að hindra verðbólgu. • í dag eru tvö ár liðin síðan orustan um Bretland náði há- marki. Þ. 15. september 1940 skutu Bretar niður 185 þýzkar flugvélar, en misstu '25 sjálfir. Eftir þetta hættu Þjóðverjar dagárásum. • Tilkynning hefir verið gefin út um það í Pearl Harbor, að 450 japanskir fangar, er voru teknir í Tulagi og Guadalcanal, hafi verið fluttir á brott þaðan. • Averill Harriman, láns- og leigulaga fulltrú Roosevelts, er kominn til London frá Wash- ington. Gaf hann Roosevelt m. a skýrslu um Moskvaförina. V • 250.000 brezkir verkamenn eru nú starfandi fyrir ameriska herinn á Bretlandseyjum. Starfa þeir m. a. í verksmiðjum, sem Bretar hafa afhent gestunum. • Ameriskur flugmaður hefir verið sæmdur tveim heiðurs- merkjum fyrir lireystilega fram- göngu í bardögum. yfir Dieppe.1 Hann fékk brezka heiðursmerk- ið „Distinguished Flying Cross“ og ameriska merkið „Purple Heart“. Kíuverjar nálgr- ast Kinhwa. Hérsveitir Kinverja hafa nú þokazt nær Kinhwa, höfuðborg Chekiang-fylkis. Fregnir í gær hermdu, að þeir hefðu tekið borgina Kufeng. Sú b(?rg er um 12 kílómetra frá Kinhwa. ® Kínverjar halda uppi gagn- árásum á japönsku hersveit- irnar, sem sækja inn i Innri- Mongolíu, til Sian, i þeim til- gangi að rjúfa flutningaleiðina frá Rússum. Til júníloka nam skipatjón Svia samtals 168 skipum, rúm-. lega 400 þús. smál. að stærð, en það h'efir verið bætt upp að þrem fjórðu lilutum, þvi að sænsk útgerðarfélög hafa leitazt við að afla sér nýrra skipa, að nokkuru leyti frá öðrum lönd- um. Síðan hafa fleiri skip far- izt, en haldið er áfram að fylla í skörðin eins og áður. í maí og júni s. 1. var sérstak- lega mörgum kaupskipum hleypt af stokkunum eða sextán alls og voru þau 72.500 smál. að stærð. Flest eru rekin með oliu- mótorum, en vegna olíuskorts hafa mörg orðið að liggja að- gerðalaus í sænskum höfnum. Flotinn hefir líka byggt mörg smáskip, tundurspilla, kafbáta o. frv., jafnframt þvi sem end- urbætur hafa farið fram á stærri skipum. • Samkvæmt hagskýrslum, sem birtar hafa verið ekki alls fyrir löngu, minnkuðu siglingar Svía til annarra landa um 6.3% á síðasta ári, samanborið við ár- ið 1940. Ef gerður er saman- burður við árið 1939 hafa sigl- ingar til annarra landa minnkað um 53%. Siglingar innanlands hafa og minnkað að mun. ilm bvað er samifl? Þær fregnir ganga staflaust í London, að Japanar og Rússar eigi í afarmikilyægum samningum, sem haldið verð- ur leyndum, þar til útséð er m það, hvemig þeir fari. Það hefir ýtt undir þessar fregnir,. að frá Tokyo hefir spurzt, að sendiherra Rússa hafi gengið á fund Japans- keisara. Um hvað er samið? Eru Rússar orðnir þreyttir á ein- tómum loforðum? V Blamey vongóður Sir Thomas Blamey, yfirmað- ur landhers bandamanna í Ástralíu undir yfirstjóm Mac Arthurs, er vongóður um að Japanir nái ekki Port Moresby. Sir Thomas hefir verið i eft- irlitsferð á Nýju Guineu. Segir hann menn gunnreifa þar, þótt Japönum liafi tekizt að vinna þetta á. Báðir aðilar styi’kja nú varn- ir sínar sunnan Kokoda-skarðs- ins, en frá yígstöðvunum þar er nokkurra daga ganga til lág- lendisins umhverfis Port Mores- by. Árás á Wilhelms- haven, Brezkar flugvélar fóru til á- rása á Vestur-Þýzkaland í nótt. Aðalárásin var á flotalægið Wilhelmshaven, Verksmiðjur, skipasmiðastöðvar o. s. frv. Tvær flugvélar snéru ekki aftur. Þetta var 68. árásin á borgina. Attlee er staddur á Nýfundna- landi. Hann mun ræða við full- trúa Bretastjórnar þar, en fara síðan til Ottawa. Aneta, hollenzka fréttastofan, skýrir frá þvi, að brezkar flug- vélar hafi varpað niður 50.000 sigarettupökkum nóttina eftir afmælisdag Vilhelmínu,drottn- ingar, 1. sept. Paklcarnir voru i rauð-hvit-bláum umbúðum. Mikill skortur á hjólbörðum. Samkvæmt auglýsingu frá Bifreiðaeinkasölu ríkisins í blöðulium í dag, verða hjól- barðar á farartæki alls ekki seld- ir framvegis nema því aðeins, að gömlum hjólbörðum sé skil- að til Bifreiðaeinkasölunnar um leið og þeir nýju eru afhentir. Jafnframt verður hlutaðeig- andi kaupandi að gefa nákvæm- ar upplýsingar um hvaða öku- tæki hjólbarðinn er ætlaður á. Er þetta rökstutt með því, að gúmmísskortur ríki i þeim lönd- um, sem við skiptum við, og að okkur beri að gæta fyllsta sparnaðar um notkun á gúnnníi og halda þvi slitna til haga, því að með því að senda slitið gúmmí út til Ameriku, vaxi mökuleikar okkar fyrir því, að fá endurnýjaðar gúmmíbirgðir. Samnlugar verkakrenna og vinnnveitendafél. Samningar voru undirritaðir í gær milli Verkakvennafélags- ins Framsóknar og Vinnuveit- endafélags Islands. Nær samn- ingur þessi til allrar vinnu, sem verkakonur stunda hjá at- vinnurekendum i Vinnuveit- endafélagi íslands. Ýmsar kröfur verkakvenna um kjarabætur voru teknar til greina. Kaup i dagvinnu, sem telst 8 klst., verður kr. 1.40, en var áður 90 aurar, en i eftir- vinnu 50 og helgidagavinnu 100% hærra, og er þetta i sam- ræmi við aðrar hækkanir af völdum dýrtíðarinnar. Kaup greiðist fyrir 30 mínútna kaffi- tíma. — Sumarleyfisdaga fá verkakonur, en höfðu ekkert áð- ur <^g kaup greiðist fyrir 6 veikindadaga. Fjárhagsnefnd öldungadeild- ar Bandarikjáþingsins er að í- huga að leggja til að lagður verði á „sigurskáttur“, er nemi 5% af brúttótekjum manna. Hann mundi afla ríkinu 3.650 milljónum dollara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.