Vísir - 15.09.1942, Síða 3

Vísir - 15.09.1942, Síða 3
VISIR Journalar, höfuðbækur, viðskiptamannabækur, laus- bJaðabækur og blöð í þær, kladdar, spíralblokkir og blokkir fyrir sölumenn, vasabækur, margar tegundir, geymslumöppur með rennilás (fyrir laus blöð), skrif- undirlög, minnisbækur 'með dagatali, fyrir banka og verzlunarfyrirtæki (Appointments), blýantar, blek, þerruvaltarar og margt fleira. Lítið inn meðan nógu er úr að velja. Bókaverzlun ísafoldar. Smásöluverð á vindlingum. Ctsöluverð á enskum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Piayers N/C med. .. 20 stk. pk. Kr. 2.50 pakkinn May Blossom 20 — — — 2.25 — * Elephant 10 — — — 0.90 — Commander 20 — — — 1.90 — De Reszke, tyrkn. . . 20 — — — 2.00 — Teofani 20 — — — 2.20 — Derby 10 — — — 1.25 — Soussa 20 — — — 2.00 — Melachrino nr. 25 ... . 20 — — — 2.00 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð- ið vera 3% liærra en að framan greinir, vegna flutn- ingskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Laghentur maðnr sem er vanur vélum og ýmiskonar verksmiðjuvinnu, óskar eftir atvinnu nú þegar. íbúð þarf að fylgja. Tilboð sendist Visi fyrir laugardagskvöld, merkt: „Iðnaðarmaður“. Samkvæmt ákvörðun Bifreiðaeinkasölu rík- isins, staðfestri af fjármálaráðuneytinu, verða bifreiðahjólbarðar aðeins seldir til endurnýjunar slitnum, hjólbörðum á farar- tæki, sem eru í notkun, gegn þvi að hinum eldri hjólbörðum verði skilað um leið, og séu jafnframt gefnar órækar upplýsingar um hvaða ökutæki hjólbarðinn á að notast á. Vegna gúmmískortsins, sem ríkir í löndum þeim, sem vér skiptum við, ber oss öllum í þessu landi að gæta hins fyllsta sparnaðar um alla notkun á gúmmí og halda vandlega til haga hinu slitna gúmmii, svo að hægt verði að senda það til vinnslu aftur. Sparið hjólbarðana, farið vel með þá, skil- ið öllum slitnum hjólbörðum og slöngum, með því móti aukum vér mikið möguleikana á að fá endurnýjaðar birgðir vorar á þessari viðkvæmu vöru. % Reyk javík, 14. september 1942. BIFREIÐAEINKASALA RÍKISINS. rVokkrar §tnlknr helzt eitthvað vanar heimilisverkum og að ganga um beina, óskast á MATSÖLUNA i Aðalstræti 12. — Vaktaskipti og hús- næði. Kaup eftir því sem borgað^ er á hótelum. t Geir Einarsson. F. 9. jan. 1927. D. 8. sept. 1942. Eins og frá hefir verið skýrt i blöðurn og útvarpi gerðist sá sviplegi og sorglegi atburður 8. þ. m., að Geir Einarsson, næst- yngsti sonur hinna mætu og merku lijóna, Guðrúnar Sigurð- ardóttur og Einars hreppstjóra Halldórssonar á Kárastöðum, drukknaði í Þingvallavatni. Jarðarförin fer fram á morgun. Eg hefi vei;ið hálfgerður heimagangur á Kárastöðum um tuttugu ára skeið eða lengur og hvergi unað mér betur, er eg hefi verið að heiman. Eg hefi kynnzt börnunum þar jafn- skjótt og þau hafa komizt á legg. Þau kynni hafa verið á- nægjuleg og góð. Systkinin á Kárastöðum eru öll einkar mannvænleg og mæta vel gef- in, eins og þau eiga kyn til. Geir heitinn var mikill efnis- piltur og prýðilegum gáfum gæddur. Hann var óvenjulega bókhneigður, sí-lesandi, er hann mátti þvi við koma, mundi allt er hann las. Hann var oftast hægur og stilltur, virtist nokk- uð dulur í skapi, lieldur seinn til svars, hugsaði áður en hann talaði. Óvenjulega lmyttinn í svörum og fyndinn, gat verið liarla meinlegur í orði, ef því var að skipta. Talaði stundum eins og fullþroska maður, sem margt hefir ihugað. Þegar hann var á 10. eða 11. ári spurði eg liann einhverju sinni í gamni, livort hann hugsaði sér að verða bóndi, þegar liann væri orðinn stór. Hann vék spprningunni lijá sér og svaraði á Jiessa leið: „Það er nú svo sem sama hvað maður gerir, ef maður kemst áfram með heiðarlegu móti.“ Mér þótti greindarlega og merkilega svarað. Það kom ekki til þess að hann þyrfti að kjósa sér ævistarf. En eg er viss um, að hann hefði orðið dugmikill og farsæll maður, ef lionum hefði enzt aldur. Enginn getur að fullu sett sig í spor þeirra, sem verða fyrir hinum þyngstu áföllum. Enginn veit til hlitar, nema reynt hafi, hvað „faðir og mjúklynd móðir“ verða að þola og líða, er börnum þeirra er burtu svipt. Nú hefir hönd sorg- arinnar, þung og köld, lagzt yfir heimilið á Kárastöðum, yf- ir foreldra og systkini. Þar er nú forsæla og allir i sárum. En við engan er að sakast. Þetta hefir átt að fara svona.------ Þegar frá líður mun aftur birta og batna, sorgirnar mildast og sárin gróa. „Liggja laundyr til líknarsala ....“' Páll Steingrímsson. Þjófnaður. Á dansleik í Oddfellowhúsinu á sunnudagskvöldiÖ var stolið 500 krónum af dauðadrukknum manni. Þjófurinn var einnig undir áhrif- um víns. Rannsóknarlögreglan hef- ir haft upp á þjófnum og var hann ekki búinn að eyða peningunum, þegar hann náðist. Drengur fótbrotnar. Það slys vildi til á hafnarbakk- Magnús Gíslason frá Efstadal, Suðurpól 5 70 ára 18. ágúst 1942. Bragar skal boga benda, þér senda hugörvar hægar himins vig gim. Baki við þig blikar búanda trúin sækin og sóknar svimandi brim. Hofið þitt hæfa hljómþýðir ómar, holl er þig hyllir hendinga kennd. Sjötugs í sæti sefi þinn gefur: Seilar hugsólar sendir um grennd. Sjötugs frá sæti seiður þig leiði gæfan sem gefur góðum úr sjóð. Aldurs á öldum elda að kveldi æsi með ysi óðardis rjóð. »** Út af hvarfi, eilifð nær, andinn djarfur hljómi skær, veiti þarfir mildin mær, mýki starfið sól og blær. Jón frá Hvoli. anum s.l. laugardag, að 11 ára gamall drengur, Bjarni Jakobsson, Þórsgötu 29, fótbrotnaði. Var hann að leikjum, þar sem verið var að afferma skip. Rakst tunna i fót hans og brotnaði hann. Nýja Bíó sýnir myndina „Fulton hugvits- maður" með Richard Green, Alice Faye, Fred MacMurray, Andy De- vine og Henry Stephensen í aðal- hlutverkunum. Gamla Bíó sýnir mynd, sem neínist „McGin- ty hinn rnikli". Aðalhlutverkin leika Brian Donlevy og Allim Tamiroff. Næturlæknir Axel Blöndaþ Eiríksgötu 31. Sími 3951. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki. Hallgrímskirkja í Reykjavík. f Framhald af fyrri tilkynningum um áheit og gjafir til kirkjunnar, afhent skrifstofu „Hinnar almennu fjársöfnunarnefndar“ kirkjunnar, Bankastræti 11: S.M. (áheit) 10 kr. G.J. (áheit) 10 kr. Rósa (áheit) 10 kr. Gamall Rangæingur (áheit) 20 kr. N.N. (áheit) 10 kr. J.B. (iheit) 25 kr. Belgjagerðin og starfsfólk hennar 565 kr. Í.B. (áheit) 10 kr. N.N. (áheit) 7 kr. S. (áheit) 20 kr. G.R. (áheit) 5 kr. Jón og Ingvar (áheit) 6 kr. Frá samkomu að Saur- bæ í Dalasýslu 115 kr. Hannes Ól- afsson, Karlag. 2 (áheit) 10 kr. Baldur Snæland (áheit) 100 kr. N.N. (áheit) 50 kr. K.R. (áheit) 30 kr. — Beztu þakkir. — F. h. „Hinnar almennu fjársöfnunar- nefndar“, Hjörtur Iíamisson, Bankastr. 11 (2. hæÖ). Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Einsöngs- lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Þættir úr sögu 17. aldar, III: Síra Stefán í Vallanesi (dr. Páll Eggert Ólason). 21.00 Hljómplötur: a) Schubert: Tvileikur fyrir pianó og fiðlu, A-dúr, Op. 162. b) Gersh- tvin: Píanókonsert í F-dúr. c) Beet- hoven: Egmont-forleikurinn. 21.50 Fréttir. Á síðasta ári vörðu snyrtivöru- verksmiðjur í Bandaríkjunum 10.000 smálestum af stáli til að láta gera hettur á ýmiskonar krukkur með fegurðarmeðulum. ★ ★ VlSIR VÍSIR VlSEB VlSIR VlSIR V AUGLÝSIÐ I VlSI! R VÍSIR VlSIR VISÍR VISIR VISIR Dömur! Notið Créme Simon snyrtivörur Fást víða. Heildsölubirgðir EDWALD BERNDSEN & CO. Bankastræti 7. Bæjarráð hefir ákveðið að ráða mann sér tii ráðu- neytis um íþróttamálefni hér í bænum. Umsóknir um starfið sendist hingað til skrifstofunn- ; ar fyrir hádegi næstkomandi föstudag 18. þ. m. Borgarst jórinn í Reýkjavík, 15. sept. 1942. .] Bjarni Benediktsson. Tilkvmiflii:* Frá og með 15. september og þar til öðruvísi verður ákveðið, verður JeigugjaJd fyrir vörubíla i innanliæjar- akstri sem hér segir: Dagvinna frá kl. 8—5 kr. 11.79 Eftirvinna frá kl. 5—8 — 14.22 Næturvinna frá kl. 8—8 — 16.66 Helgidagavinna — 16.66 VÖRUBÍLASTÖÐIN ÞROTTUR. Hölam lyrirliftgfjandli: Söluíélag; garðfrkjamaana Með tilvísun til áður augiýstrar verðlaunasamkeppni urn % uppdrætti af 10.000 mála verksmiðju á Siglu- firði og 5.000 mála verksmiðju á Raufarhöfn, tilkynnist hér með að gefnu tilelhi, að 1. verð- laun eru kr. 10 þúsund og 2. verðlaun kr. 5 þúsund fyrir hvora verksmiðju. Siglufirði, 14. september 1942. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS. ! 1 I Með skírskotun til laga [ UM SÍLDARVERKSMIÐJUR RlKISINS nr. 1, 5. janúar 1938, tilkynnist hér með að vér tökum á móti pöntunum á sildarmjöli fram til j 30. þ: m. án skuldbindingar ura afhendingu;. I Siglufirði, 14. september 1942. * ' ■ | SÍLDARVERKSMIÐJUR KÍKISINa j ■ f . ■ . . ( Tilkynning Vegna 65% hækkunar á skemmtanaskatti, sem gengur i gildi I 16. þ. m. og annars aukins kostnaðar, hækkar verS á aðgöngu- miðum á kvikmyndasýningar og verður frá sama tin\a sem hér segir: BARNASÆTI kr. 1.00 ALMENN SÆTI kr. 2.00 BETRI SÆTI, NIÐRI kr. 3.00 BALKONSÆTI kr. 3.50 STÚKUSÆTI, SVALIR kr. 4.00 Reykjavík, 15. september 1942. Gamla Bíó. \ýja Bíó. Tjarnarbíó Jarðarför föður okkar, Gudmundar Bjðrnssonar fer fram fimmtudaginn 17. sept. og hefst með húskveðju frá Laugavegi 149, kl. 1 eftir hádegi. Rakel Guðmundsdóttir Bjarnheiður Guðmundsdóttir. Einar Guðmundsson. Ingólfur Guðmundsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.