Vísir - 17.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 17.09.1942, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Verzíunarráðið. TT erzlunarráð tslands á aldar- fjórðungsafmæli í dag, og var þannig stofnað hinn 17. september 1917, — eða i lok heimsstyrjaldarinnar miklu, sem svo hefir verið kölluð. Verzlunarráðið í þeirri mynd, sem það er nú, á sér'þó langan aðdraganda. Kaupmenn höfðu um langt skeið liaft samvinnu sín í milium jafnhliða sam- keppni, en Verzlunarráð Islands er i raun og sannleika Ijósasta dæma félagsþroska verzlunar- stéttarinnar, sem aldrei hefir brugðist sem heild vonum landsins sona. íslenzk verzlunarstétt er árangur af sjálfstæðisbaráttu hinnar íslenzku þjóðar, — fyrsti frjókvisturinn er hér festi rætur, þroskaðist og breiðir út greinar sína i fullum blóma, þr-átt fyrir margskonar öfug- streymi á ýmsum tímum. Fyr vantreystu jafnvel liinir bjart- sýnustu menn því, að íslending- ar gætu annast „kauphöndlan“, en þó börðust þeir fyrir því, að verzlunin yrði gefin frjáls á Is- landi. Jón Sigurðsson lét sig þetta mál miklu skipta, svo sem öll önnur mál, er til framfara vissu, og krafðist fulls verzlun- arfrelsins þjóðinni til Iianda. En hann skildi til hlítar hlutverk verzlunarstétlarinnar, en um það fórust honum orð á þessa leið: „Jafnframt og beðið er um verzlunarfrelsi, þurfa lands- menn og að leggjast á eitt að afla sér þekkingar á verzlunar- málefnum, svo að þeir geti vit- að hag sinn og fengið skynbragð á að sjá, hvað við tekur og hvers þeir þurfa að gæta, því ekki er neinum að vænta að steiktar krásir fljúgi í munn honum sof- anda, þó verzlunin verði laus. Atorku, sparsemi og kunnáttu þarf allsstaðar og á öllum tím- um, ef vel á að fara, en því framar, sem fleiri sækjast að og keppast á og því betur, sem þeir eru menntaðir, sem við menn keppa.“ Á skeiði Jóns Sigurðssonar var aðalkaupstefna fyrir ís- lenzkan varning ekki í landinu sjálfu, og verzlunin var bundin við eitt land — Danmörku. Þetta taldi hann hin mestu vandræði og barðist í gegn. En Jóni Sigurðssyni var ljóst, að í kjölfar frjálsrar verzlunar og raunar jafnhliða, sigldi sam- keppnin, en til þess að standast hana varð að mennta verzlun- arstéttina, þannig að liún yrði þess umkomin að sinna hlut- verki sínu á réttan hátt. Jón Sig- urðsson vildi senda unga ís- lendinga til Bretlands, Þýzka- lands og annarra menningar- landa, þannig að þeir fengju lært „verzlun og sjómennsku“, með því að kunnáttan, — eða vísindin efla allra dáð. Hin unga íslenzka verzlun- arstétt braut sér brautina sjálf. Ungir menn og framtakssamir ólust ufip við verzlanir þær, sem hér störfuðu, en það var þeim ekki nóg, að liirða launin og láta þar við sitja. Þeir kepptu að hærra marki. Fyrir eigin at- beina einan öfluðu þeir sér verklegrar og bóklegrar fræðslu erlendis, en stofnuðu þvi næst Hallgrímur Benediktsson, form. Sveinn M. Sveinsson, varaform. Björn ólafsson. Garðar Gislason. Haraldur Árnason. Aldarfj órðungsstarfs Verzlunar ráðs Islands minnst í dag. WT erzlunarráð íslands ■ minnist aldarfjórð- ungsstarfsemi sinnar í dag. He£ir það hlutast til um að útgefið hefir verið pi'ýðilegt rit um starfsemi verzlunar- ráðsins og viðskiptalífið á árunum 1917—1942, en rit þetta hefir Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri samið og annast rist jórn á, ásamt Pétri Ólafssyni fram- kvæmdastjóra. Er ritið prýðilega úr garði gert og hefir mikinn fróðleik að gevma. Verzlunarráðið minnist i kvöld þessa aldarf jórðungs- starfs með f jölskipuðu sam- sæti að Hótel Borg. Árið 1917 var líkt ástatt í heiminum og nú. Skuggar styrj- aldarinnar hvíldu yfir Islandi sem öðrum löndum, hættur leyndust í og á höfum öllum og siglingar að landinu og frá voru ótryggar. Gömul og örugg við- skiptasambönd á meginlandi Evrópu urðu að engu, en ís- lendingar urðu að afla sér við- skipta í annarri lieimsálfu, — Ameríku, — þar sem verzlun var með öðrum og ólíkum liætti en áður liafði tíðkast. Þótt verzl- unarstéttin hefði þegar fyrir all- lÖngu efnt til samtaka og sam- vinnu sín í milli, liöfðu verið uppi raddir um það, að samtök þessi bæri að efla enn frekar. Kaupmannaráð hafði verið stofnað, sem gætti liagsmuna verzlunarstéttarinnar í ýmsum greinum, og hafði m. a. tekið upp nána samvinnu við stjórn- arvöldin um verzlunarmálin á þessum árum. Var það forboði Verzlunarráðsins eins og það er nú, enda var það stofnað að til- hlutun þess, og þá fyrst og eigin fyrirtæki, og lifa ýmsir þessara manna enn í dag, og eru sumir rétt miðaldra, þótt aðra skilji eilifðarhöf frá lifendum. Þessir menn, sem brautryðjend- ur gjörðust, sýndu að það eitt var þeim ekki nóg, að þeirra eigin hagur blómgaðist, heldur vissu þeir hvað verzlunarstétt- inni mætti að gagni koma. Því efndu þeir ekki til skefjalausrar samkeppni, þar sem hvér otaðí sínum tota, en efndu til sam- vinnu,*til þess að tryggja við- hald og viðgang innlendrar verzlunarstéttar. „Samkeppnin lifi“ á að vera orðtak frjálsrar verzlunar, en „Samvinnan lifi“ jafnframt. Það er einmitt þetta, sem er meginstýrkur verzlunar- stóttarinnar, og Verzlunarráð íslands ber hæst sem samvinnu- merkið. Það hefir mörgum skyldum að gegna, vegna hags heildarinnar, og það hefir aldrei brugðizt þeim, en þróast jafn- hliða auknum verkefnum, og nýtur nú trausts á við sambæri- legar stofnanir annarra atvinnu- greina í landinu. Megi það þró- ast um ólttomin ár og verða ör- uggasta tákn frjálsrar verzlun- ar. Jóhann Ólafsson. fremst dr. Benedikts Þórarins- sonar, sem mun hafa átt frum- kvæði að stofnun Verzlunar- ráðsips og hrundið af stáð fyrstu framkvæmdum. Verzlunarráð Islands var stofnað á „fulltrúafundi verzl- unarstéttarinnar“, sem haldinn var i húsi K.F.U.M. mánudag- inn 17. sept. 1917. Var þar sam- þykkt einróma að stofna „full- trúanefnd fyrir verzlanir, iðnað og siglingar, er nefndist Verzl- unaráð íslands", og samkvæmt samþykktum ráðsins var til- gangur þess að sjálfsögðu sá, að „vernda og efla “þessar at- vinnugreinar. Að öðru leyti var hlutverk Verzlunarráðsins ákveðið á þann veg er hér greinir: a) að svara fyrirspurnum frá Alþingi, stjórnarvöldum og öðr- um um verzlunar-, vátrygging- ar-, toll- og samgöngumál og annað það, er varðar atvinnu- greinar þær, sem ráðið er full- trúi fyrir. Ráðið skal einnig af sjálfsdáðum, ef þörf þykir, gera lillögur og láta í Ijósi álit sitt í þessum efnum. b) að vinna að því, að koma á festu og samræmi í viðskipta- venjum. c) að koma á fót gerðardómr um í málum, er varða þær at- vinnugreinir, er hér um ræðir. d) að safna, vinna úr og birta skýrslur um ástand þessara at- vinnugreina, eftir því, sem föng eru á. e) að fylgjast með breyting- um á erlendri löggjöf og öðrum atburðum, er kunna að hafa á- hrif á atvinnuvegi landsins. f) að gefa út blað þegar fært þykir, er skýri frá því mark- verðasta í viðskiptamálum inn- anlands og utan. 1 blaðinu skulu einnig birt lög og stjórnarfyrir- skipanir, er snerta atvinnumál. Fyrsta stjórn Verzlunarráðs- ins var kosin á stofnfundi þess- um og hlutu þeir kosningu: Jes Zimsen, Garðar Gíslason, Jón Magnús Kjaran. Brynjólfsson, Ólafur Johnson, Carl Proppé, Jensen-Bjerg og Olgeir Friðgeirsson. I vara- stjórn voru kosnir: Þórður Bjarnason og L. Kaaber, en end- urskoðendur Pétur Þ. J. Gunn- arsson og Jón Þorláksson. Hef- ir Pétur gegnt starfinu ávallt síðan og gegnir enn. Garðar Gíslason stórkaupmaður var kosinn formaður ráðsins og gegndi hann því til ársins 1921. Var Ólafur Jolmson þá kosinn formaður, en þá Garðar Gísla- son aftur og hafði hann nú starfið á hendi til ársins 1934 er núverandi fprmaður, Hall- grímur Benediktsson, tók við af honum. " 0 Núverandi stjórn er þanmg skipuð: Ilallgrímur Benedikts- son formaður, Sveinn M.Sveins- son varaformaður, Björn Ólafs- son, Garðar Gíslason, Haraldur Arnason, Jóhann ólafsson, Magnús Kjaran, Richard Thors, Sigurbjörn Þorkelsson. Vara- ’ menn eru: Eggert Kristjánsson, 1 Ragnar Blöndal, Sigurliði Krist- jánsson. Endurskoðendur eru: Pétur Þ. J. Gunnarsson og Jón 1 Helgason, en til vara Ólafur H. Ólafsson. Fyrsti skrifstofustjóri Verzl- unarráðsins var ráðinn Georg Ólafsson, síðar bankastjóri. Var það ráðinu mikið happ að njóta starfskrafta hans. Lét hann af störfum árið 1921. Þá gegndi Björn Sigurðsson um stund starfinu, en Lárus Jóhannesson gegndi fundarritarastörfum, þar til 1934. Sigurður Guðmundsson var þá einnig ritari ráðsins, en síðar skrifstofustjóri til ársins': 1934, er dr. Oddur Guðjónsson réðst til Verzlunarráðsins, en hann hefir gegnt skrifstofu- stjórastarfinu siðan méð mik- illi prýði. Annað starfsfólk Verzlunarráðáins er nú Helgi Bergsson fulltrúi og Auður Proppé. Verzlunarráðið hefir haft mikil áhrif á viðskiptalifið í Dr. Oddur Guðjónsson, skrifstofustjóri Verzlun- ( arráðs. Richard Thors. landinu, sumpart með forgöngu en sumpart íhlutun um laga- setningu eða reglugerða. Enn- fremur hefir ráðið gert sitt til að greiða fyrir viðskiptum og gera þau öruggari en áður var, og hefir því orðið vel ágengt í þessu efni. Þá hefir ráðið rekið upjjlýsingaskrifstofu, sem sjálf- stæða stofnun í sambandi við Verzlunarráðið, þar sem veittar eru margyíslegar upplýsingar um innlend og erlend fyrirtæki og verzlunarsambönd. Frá þvi er ísland öðlaðist sjálfstæði sitt árið 1918 liefir mjög að því kveðið, að gerðir hafa vérið margvíslegir við- skiptasamningar við útlönd af hálfu hins opinbera. Hefir þá ráðið og fulltrúar frá því haft íhlutun um þá samninga beint eða óbeint, og hefir veitt ómet- anlegan stuðning við slíkar samningagerðir þannig, að heppilegur árangur hefir náðst. Fulltrúar Verzlunarráðsins hafa einnig sótt kaupþing og kaup- stéfnur erlendis, og ávallt lagt lcapp á að fylgjast sem bezt með öllum nýjungum, á sviði við- skiptamálanna. Á þessum aldarfjórðungi, sem liðinn er frá því er Verzl- unarráðið var stofnað, hefir á ýmsu oltið í íslenzku þjóðlifi, og misjafnlega verið að við- skiptalífinu búið. Skal það á engan hátt rifjað upp hér, en ofsagt mun það ekki, að Verzl- unarráðið liafi mjög orðið að standa á verði um hagsmuni verzlunarstéttarinnar gegn margvíslegri áreitni og þving- un, sem i frammi hefir verið höfð af opinberri liálfu. Auk þeirra mála, sem getið er í hinni upprunalegu stefnu- skrá, og Verzlunarráðið hefir sinnt öllum, t. d. með því að stofna til kaupþings, verzlunar- þinga og gerðardóma i verzlun- ar- og siglingamálum, hefir ráðið haft mjög.hönd í bagga með skólamálum stéttarinnar, og átt þátt í að efla Verzlunar- skólann á margvíslegan hátt. Störf skrifstofu Verzlunar- ráðsins eru orðin umfangsmik- il, en ráðið hefir átt því láni að fagna, að eiga ávallt hinum á- gætustu mönnum á að skipa, ekki. sízt þar sem slíkur maður, sem dr. Oddur Guðjónsson, hef- ir valizt þar til forstöðu. Mun verða unnið að málum verzlun- arstéttarinnar með fullum dugnaði hér eftir sem hingað til, með því að allir byrjunar- erfiðleikar eru að baki, enda Sigurbjörn Þorkelsson. mun það ósk allra þjóðhollra manna á afmæli Verzlunarráðs- ins nú í dag. Stefanía Jónsdóttir frá Elliða er 75 ára í dag, en hún dvelur nú á heimili sonar síns, Jó- hanns Sæmundssonar læknis, hér i bænum. Frú Stefanía er liin mesta merkislcona á alla lund. Hún er borin og barnfæddur Snæfell- ingur. Faðir hennar, Jón Jóns- son, hjó að Elliða, en síðar tók frú Stefanía, ásamt manni sín- um, Sæmundi Sigurðssyni, þar við búsforráðum. Þeim hjónun- um varð 9 barna auðið, en af þeim dóu 4 i æsku. Guðmundur ldæðskerameistari hér í bæ, hinn glæsilegasti maður, lézt af uppskurði fyrir tveimur árum, en önnur börn hennar eru: Jó- hann læknir* Sigurður verka- maður, Oddfríður og Aðalheið- ur, sem báðar eru giftar og eru börnin öll búsett hér í bænum. Frú Stefanía missti mann sinn er börnin voru í æsku. Fluttist hún til Reykjavikur ár- ið 1915 og barðist með miklum dugnaði fyrir góðu uppeldi barna sinna, sem hún kom til mennta og styrkti á allan hátt. Eiga þau til liennar að sækja góðar gáfur og prúðmannlega hætti. Frú Stefania er bókhneigð kona en hneigðist einkum að þjóðlegum fræðum. Hún er ró- lynd og svo kjarkmikil, að þótt hún hafi sjaldnast gengið heil til skógar, hefir hún aldrei æðrast og borið allar raunir sem hetja. Hannyrðum ann hún mjög, en það er fyrst nú síðustu árin, sem henni hefir gefizt verulegt tóm til slíkra iðkana, en þá hefir hún einnig sýnt hvers hún er umkomin á þessu sviði. Á skólaárum mínum var eg um skeið daglegur gestur á heimili frú Stefáníu, og naut þar hinnar mestu gestrisni og vinsemdar. Þótt lítt hafi vegi borið saman síðan vil eg þakka henni hið gamla og góða og senda henni árnaðaróskir á þessum merkisdegi. Gleður það mig og alla vini frú Stefaníu, að hún er nú við það góða heilsu að nýkomin er hún úr yfirreið um Snæfellsnes, — gömlu heimahagana, — og stóðst þá raun með prýði. Megi hún í ellinni fá umbun allra góðverka sinna og alls erfiðis hinna liðnu ára. K. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.