Vísir - 23.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 23.09.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 23. september 1942. Ritstjó^ar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660. Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 194. tbl. / Rigningar og á vígstöðum snjóar víða Fangarnir jarðgöng gróiu 240 íeta á 3 mánuðum. Rússl Ævintýralcg: dirf§ka í fangabúðnin í istralín. Hverju húsi í Stalingrad á að breyta í virki. Þjoðverjar náðu 2 strætum í gær EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Bezti hernaðartíminn í Rússlandi er nú á enda og veturinn er farinn að gera vart við sig bæði nyrzt og syðst á vígstöðvunum þar. Fregnir Rússar skýra frá því, að snjóað hafi bæði norður á Murmansk-vígstöðvunum og suður í Kákasusfjöllum, en þar á milli eru það rigningar, sem tef ja hernaðarað- gerðir. Hefir rignt allmikið hjá Stalingrad og Voronesh, og annarsstaðar á vígstöðvunum hefir líka brugðið tií úrkomu við og við. Ekki hefir þó þessi breyting á veðrinu haft nein sýni- leg áhif á hernaðaraðgerðir. H já Stalingrad óg Voro- nesh eru bardagar jafn grimmilegir og áður. Þ jóðver j- ar sækja á við fyrmefndu borgina og Rússar kveðast neyða þá og Ungver ja til undanhalds norður við Voro- nesh. Hernaðarsérfræðingur Times ritar í morgun um bardagana aum Stalingrad. Gerir hann ráð fyrir því, að Þjóðverjar muni •ekki draga úr sókninni þar, því að þeir geti ekki sætt sig við það, að einskonar umsátursástand myndist þarna og þess vegna muni þeir reyna að taka borgina hvað sem það kostar. Rökin sem hermálasérfræðingurinn færir fyrir þessari skoðun sinni er sú, að Stalingrad geti orðið hættuleg árásarbækistöð fyrir Rússa ef ekki verður hreinsað til þar og Þjóðverjar þurfi líka að fá lið von Bocks, sem þarna berst, til annara starfa. Þessi stit.a, sem sést á myndinni, er nærri fullgerð, enda er unnið við hana bæði daga og nætur. Hún er i Vesturríkjum Baiidaríkjanna og er ætluð til að veita orku til hergagnafram- Jeiðslu og til áveitu. 78 skip í júní — 25 í september. Skipatjón bandamanna á At- lantshafi fyrstu 20 daga þessa mánaðar var aðeins þriðjungur af tjóninu í júní. Vinson, einn af meðlimum siglingaráðs Bandarikjanna, skýrði frá þessu i gær. Kvað hann bandamenn hafa misst 78 skip á Atlantshafi, Mexikoflóa og Karabiska hafi i júnímánuði. í júlímánuði var 68 skipum sökkt á þessum sömu höfum, en í ágústmánuði minnkaði skipatjónið nákvæmlega um helming — 34 skipum var sökkt. Fyrstu 20 daga þessa mánað- ar nam skipatjónið 25 skipum — en á sama tíma var 75 nýjum skipum hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum einum. Kaiser byggir ílugbáta. Hénry J. Kaiser, skipa- smíðakóngur Bandaríkjanna, hefir herjað út leyfi til að smíða risaflugbáta í skipa- smíðastöðvum sínum vestur við Kyrrahaf. Sérfræðingar stríðsframleiðsluráðsins voru andvígir því, að Kaiser fengi að gera þetta, en hann sann- færði meðlimi þess um, að hann gæti það. Kaiser ætlar að láta 50.000 lærða verkamenn starfa að flugvélaframleiðslu þessari og um þessar mundir er hann að ráða 20.000 verkamenn í New York. Rússar játa, að Þjóðverjar hafi náð á sitt vald tveimur strætum í Stalingrad undanfar- inn sólarhring, en segjast sjálfir hafa sótt fram 2 km. fyrir norð- vestan borgina — niður með Don-fljóti. Pravda hefir ritað hvatning- arorð til verjenda Stalingrad. Segir blaðið, að það verði að breyta hverju liúsi í virki — koma fyrir vatni, vistum og öðr- um birgðum í hverju þeirra, þar sem hægt sé að verjast og grafa göng á milli, svo að hægt sé að halda vörninni áfram. Erfið sókn til Tuapsé. Sókn Þjóðverja til Tuapse frá Novorossisk gengur mjög treg- lega, enda er landslag mjög gott til varnar. Eini vegurinn, sem liggur á milli þessara tveggja hafnarborga, er utan í fjallshlíð meðfram ströndinni. Geta Rússar næstum alveg stöðvað framsókn Þjóðverja með því að sprengja veginn burt, því að það tekur langan tíma að höggva hann í fjalls- hliðina aftur. Austur hjá Mosdok eru harðir bardagar. Hafa Þjóðverjar unn- ið þar nokkuð á að undanförnu, en sóknarhraði þeirra er mjög hægur og Rússum tekst oft að hrekja þá aftur jafnlangt og þeir höfðu komizt rétt áður. Síðustu fréttir frá Rússlandi. í ' viðaukatilkynningu her- 1 stjórnar Rússa segir að götu- bardagar Iiafi breiðst suður eft- ir Stalingrad og hafi skriðdreka- sveit brotizt inn i borgina að sunnan. Þar er lika skýrt frá því, að Þjóðverjar hafi nú hafið nýja sókn á suðurbakka Terek-fljóts. Hersveitir Breta og banda- manna þeirra nálgast höfuð- borg Madagaskar, Antaneunari- í vo, bæði að austan og vestan. Eru þær aðeins 30 km. frá borg- inni. Stntt og laggott. Fimm þúsund Frakkar voru handteknir í París og umhverfi um helgina, flestir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum um að vera ekki á ferli. • Samkvæmt þeim upplýsingum, sem stjórnir hernumdu land- anna i Evrópu hafa fengið, hafa Þjóðverjar drepið rúmlega 207 þús. manns, sem tilkynnt hefir verið opinberlega um. • Tveir menn i Bretlandi hafa verið dæmdir í níu mánaða fangelsi hvor, fyrir að hafa tek- ið á móti um 400 skömmtunar- seðlum annarra. • Bardagar halda áfram i nánd við Kinhwa, höfuðborg Gheki- ang-fylkis, án þess að útséð sé um úrslilin. • Myron Taylor, sendiherra U. S. i Páfagarði, ræddi við páfa í 50 mínútur í gær. A laugardag fer hann til Spánar, áleiðis til Bandarikjanna. ^trandvarnir á Ba&kaiB§kagíi. Hersveitir öxulríkjanna á Balkanskaga vinna nú af kappi að því að styrkja strandvarn- irnar þar. Frgnir þær, sem berast Um þetta til Ankara, eru á þá leið, að einkum sé lögð áherzla á að koma upp virkjum á ströndum Albaniu og Vestur-Grikltlands. Jugoslavnesku stjórninni i London hafa ekki borizt neinár fregnir um skeið um verulega bardaga í Jugoslaviu. Setuliðs- stjórnin hefir lagt fé til höfuðs mörgum mönnum er standa nærri Michailovitsch. Japanskt beiti- skip laskað. Steypiflugvélar Bandaríkja- manna á Guadalcanal hafa lask- að japanskt beitiskip þar í ná- grenninu. Loftárásir liafa farið í vöxt á Tulagi-Guadalcanal-svæðinu að undanförnu, að þvi er hermir í fregnum frá höfuðstöðvum Mc Arthurs í Ástralíu. Nýlega var gerð næturárás á höfnina í Rabaul á Nýja Bret- landi. Tvær sprengjur hæfðu stórt japanskt skip. Auk þess varð tjón á liafnarmannvirkj- um. Loftárásir liafa einnig verið gerðar á ýmsar stöðvar japana á eyjunum i kring. Stöðvar Bandaríkjamanna á Salomonseyjum eru óhaggaðar, en herstjórn þeirra áætlar, að 3700 Japanir hafi fallið eða særzt á eyjunum. Knox, flotamálaráðherra U. S., hefir verið spurður um það á blaðamannafundi, hvort Japan- ir sé að undirbúa mikla sókn til að taka Salomonseyjar aftur. „Það er rétt og skynsamlegt að gera ráð fyrir því,“ svaraði Knox, „og við hegðum okkur í samræmi við það. Það væri heimskulegt og barnalegt að fara öðru vísi að.“ ÁPás á £1 Daba' Flugvélar bandamanna gerðu árás á EI Daba, fremstu flug- stöð öxulherjanna í gær. Að öðru leyti liggja liernaðar- aðgerðir niðri að mestu. Flutn- ingar og víggirðingabyggingar taka upp mestan tima herjanna og jafnframt er farið í öfluga könnunarleiðangra. ------ Miro.ii—------— ,Það hefir verið tilkynnt í Bandaríkjunum, að tveim amer- ískum skipum hafi verið sökkt á Miðjarðarhafi i ágústmánuði. Frá Melbourne í Ástralíu kemur æfintýralegasta saga þessa stríðs um stórkostlegar flóttatilraunir þýzkra og ít- alskra fanga, er hafðir voru í haldi skammt frá borg- inni. Höfðu þeir grafið 240 feta löng jarðgöng á þriggja mánaða tíma og dregið að sér eða smíðað allskonar verkfæri. Jarðgöng þessi voru styrkt og klædd með timbri, svo að ekki væri hætta á að þau féllu sam- fangabúðum voru I þessum þýzkir og ítalskir liðsforingjar, auk italskra sjómanna af kaup- an og þau voru upplýst með rafmagni, sem fengið var „að láni“ úr leiðslum fangabúð- anna. Tíu fangai- — níu Þjóðverjar og einn Ilali — sluppu úr búð- unum og þegar farið var að rannsaka það mál, varð ljóst um starf fanganna. — Jarð- göngin voru þriggja mán- aða vinna og þau voru hin full- komnustu. Auk aðalgangsins voru margir minni gangar út frá lionum til hinna ýmsu liluta fangabúðanna. Voru göngin meira að segja með útskotum, til j>ess að hægt væri að mætast í þéim. Moldinni, er úr þeim kom, var dreift um blómabeð, sem fangarnir höfðu útbúið um- Iiverfis kofa sína. Þegar lögregla kom á vett- vang til að rannsaka flótta fang- anna var tekið á móti henni með Horst Wessel-söngnum og haka- krossfána, er gerður var úr alls- konar tuskum, var veifað fram- an í hana. Lögreglan fann hið ótrúleg- asta samsafn allskonar muna, er fangarnir höfðu dregið að sér, svo sem: Kaðla, hamra, vir, seglgarn, borgaraleg föt, tré- kylfur, skrúfjárn, meitla og bar- efli úr gúmmíslöngum. Er talið að þeir hafi ætlað að nota kylf- urnar og gúmmíslöngurnar gegn vörðunum. Uppþot í Indlandi Við og við blossa upp óeirðir í Indlandi, en það er ekki á stór- an mælikvarða. Fyrir skemmstu.réðst múgur manns á lögreglustöðina og fangelsið í New Azagar í Shaha- bad-fylki og hafði á brott með sér þrjá fanga, er sátu þar i haldi. Hermannaflokkur var send- ur til að hjálpa lögreglunni og tókst honum að ná föngunum aftur eftir nokkurn bardaga. Fregnir hafa líka borizt frá Madras-liéraði urn óeirðir. Þar réðst um 100 manns, vopnaðir hnífum og byssum, á umsjón- armann járnbrauta, drápu liann og béenndu geymsluskúr. Leynistöð finnst í Kaupmannahöfn. New York Tirnes birtir þá fregn 7. þ. m., að danskur lög- regluþjónn liafi verið skotinn til bana í Kaupmannahöfn, er hann var að leita að óleyfilegri sendi- stöð. Þýzka fréttaslofan „German Transocean Agency“ skýrði frá þessu og hafði N. Y. Times frétt- ina eftir henni. Sá, er skaut lögregluþjóninn og hafði stöðina með liöndum, framdi sjálfsmorð, til að falla ekki i hendur lögreglunni. skipum og yfirmanria þeirra. ....——♦' ------------ k im eltiniarleikur við katkaL Fyrir skemmstu var háður í Karabiska hafinu fjögurra daga eltingaleikur við kafbát, sem lauk með því, að honum var sökkt. Kafbáturinn, sem var þýzk- ur, réðist á flutningaskip undan ströndum Kuba og sendi því tundurskeyti fyrirvaralaust. Þó að skipið sykki mjög hratt, gat loftskeytamaður þess samt sent neyðarmerki og tilkynnt stöðu þess. Þegar skipið var næstum horfið kom kafbáturinn úr kafi og hélt á brott ofansjávar, en hann vissi ekki um tilkynning- una, sem gefin hafði verið um árásina. Áttu kafbátsmenn sér einskis ills von, þegar flugvél gerði allt í einu árás á þá. Hún varpaði sprengjum á bátinn, en engin hæfði, og hann fór í kaf. Þetta var upphaf fjög- urra daga eltingaleiks. Kafbát- urinn gat aldrei farið úr kafi nema örlitla stund til að endur- nýja loftið, þvi að aragrúi flug- véla var sifellt á sveimi yfir haf- inu og þær gáfu leitarskipinu leiðbeiningar, er þær urðu kaf- bátsins varar. Hringurinn, sem dreginn var um hann, varð æ minni og á fjórða degi tókst að eyðileggja hann með djúpsprengjum. Brotizt var inn í birgða- geymslu Áfengisverzlunar ríkis- ins í Nýborg í nótt, og stolið þaðan á að gizka 40 heilflösk- um af| whisky og álíka mörgum pelum. Innbrotið var framið ineð þeim hætti að farið hafði verið niður um þakglugga á húsinu og niður á loftið, en þaðan svo nið- ur á neðri liæðina, þar sem vin- föngin eru geymd. Mörg herbergi eru þama eða hólf, sem vínföngin eru geymd í, og voru nokkur þeirra brotin upp. Sennilega hefir þjófnum þótt bezt whisky og verið að leita að því, þar sem það var eina víntegundin, sem liann virðist hafa haft á brott með sér. Samkvæmt ágizkun munu það hafa verið um 40 heilflöskur og 40 pelar sem hann stal. Málið er í rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.