Vísir - 26.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 26.09.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Krístján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, laugardaginn 26. september 1942. Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Simi: 1660 5 llriur 197. tbl. Skipalest í sprengjuregni Þannig er oft umhorfs, þegar miklar loftárásir eru gerðar á skipalestir — sprengjur springa allt í kringum skipin og vatnsstrókarnir gnæfa Iiált yfif siglurnar. - Skipalestin, sem fór til Rússlands á dögunum, var sú stærsta, sem fylgt hefir verið til N.-Rússlands og fleiri tundur- spillar hafa aldrei verið til fylgdar nokkurri skipalest. — Rú§§ar ver|a§t betur eii nokkuru siiini i Stalingfrad. Kænlega útbúnar brýr tryggja aðflutninga til borgarinnar. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Herliðið, sem ver Stalingrad verst betur en nokk- uru sinni, segir í fregn frá Moskva. Hefir það blásið því í brjóst nýjum dug, að sókn Timo- shenkos að norðan virðist miða vel áfram. I þeirri sókn tekur þátt geysitegur f jöldi skriðdréka, allt frá minnstu tegundum, sem taka aðeins tvo menn og eru lielzt not- aðir til njósna, og til 80 smálesta ferlíkja, sem erti stærstu skriðdrekar í heimi. Ekkert lát er á áhlaupum og árásum Þjóðverja þrátt fyrir þetta, og tefla þeir fram æ meira af fótgönguliði, þvi að skrið- drekar koma ekki að eins góðu haldi innan um rústirnar. Er það fótgönguliðið, sem gerir aðalárásirnar, þvi að það getur notað sér þau skjól, sem rústir og veggjabrot veita. Rússar halda uppi nokkurn- veginn óhindruðum flutningum yfir Volga til borgarinnar. Fjöldi pramma er í notkun og fara þeir yfir fljótið í skjóli reykskýja. Rússar hafa líka út- búið flotbrú, sem er i kafi, en þó ekki svo djúpt, að ekki sé hægt að aka eftir henni. Gengur flugmönnum Þjóðverja sér- staklega erfiðlega að hæfa þessa brú. Annarsstaðar á vígstöðvunum, eru engar verulegar breytingar, þó að barizt sé af kappi suður i Kákasus og norður við Lenin- gradT Þjóðverjar skýra frá víðtæk- um árásarflugferðum gegn sam- göngum Rússa. Tveim oliu- flutningaslcipum var sökkt við ósa Volga. Hergagnalest var sprengd í loft upp skammt frá Kaspíahafi. Italir kveðast liafa hindrað Rússa í því, að komast yfir Don norðan'við bugðuna miklu. WiIIkie hefir verið á Reshev- vígstöðvunum, en fór þó ekki alveg fram i fremstu víglínu. Talaði hann við rússneska liðs- foringjaiOg óbreytta liermenn, en auk þess hitti hann þýzka fanga. Lýkur hann miklu lofs- orði á rússneska herinn og út- búnað hans, eftir því sem hann hefir kynnzt honum. G A S. Þjóðverjar liafa borið fram mótmæli gegn þeirri ásökun, sem þeir segja komna frá Rúss- um, að þeir bafi notað gas á austurvigstöðvunum. Segir i hinum þýzku mótmælum, að það hafi verið borið á þýzkar bersveitir, að hafa fellt 400 vél- byssuskyttur og áhafnir 40 skriðdreka með gasi. Þetta segja Þjóðverjar að sé uppspuni frá rótum og hafi bandamenn búið þessa sögu til, vegna þess að þeir hafi sjálfir í hyggju að nota gas. Pavelitch hjá Hitler. Um líkt leyti og Michael Antonescu, varaforsætisráð- herra Rúmena og bróðir ein- • ræðisherrans, var á austurvig- stöðvunum, kom Ante Pave- litch, forsætisráðherra Króata, þangað einnig. Hafði liann „meðferðis“ nýja sjálfboðaliða- sveit frá Króatíu, en jafnframt fór hann í heimsókn til þcjirra sveita, sem Króatar liöfðu þeg- ar lagt Þjóðverjum lil. Eru það meðal annars flugmenn. Bretar hleypa upp Quislinga-fundi. Quisling hóaði saman fundi í Qslo í gær, vegna þess að 2 ár voru liðin síðan hann myndaði j stjórn. | Fleii’i sóttu fundinn en hann ! átti að venjast, því að brezkir ! flugmenn komu óboðnir og ldeyptu honum upp. Urðu Quisling og menn hans að leita ofan í loftvarnabyrgi. Quisling hafði ætlað að stofna ríkisþing þenna dag, en gafst upp við það. Þess i stað var gefið út frímerki í tilefni af deginum. Ameríski félagsskapurinn „Synir Noregs“ hefir haldið þing i Chicago. Sendi það Nygaards- vold ávarp og hét að styrkja og styðja Norðmenn í hvivetna. Kyrrahafiö: 3 japönsk skip hæfð. Bardagar hjá Salamaua, Fljúgandi virki hafa gert árás- ir á japönsk skip við Salomons- eyjar og hæft þrjú. Yíðar á lierstjórnarsvæði Mac- Arlhurs hafa verið gerðar loft- árásir á stöðvar Jaþana, svo sem Buna á Nýju Guineu. Fregnir hafa borizt um bar- daga í nánd við Salamaua. Þar náðu Japanir nokkurum stöðv- um, en bandamenn rétlu lilut sinn með gagnáhlaupum. Síðustu fregnir frá vígstöðv- unum norðan Port 3Ioresby eru á þá leið, að Ástralíumenn sé í sókn þar. Hafa þeir nú í fyrsta sinn stuðning stórskotaliðs. — 65 ára verSur á morgún Einþór B. Jóns- son, innheimtumaÖur, Grettisgötu 48A. frá og með deginum í dag að telji 4 ROÍ) 000 ??«-«• Reglugerð um afnámið var birt í Lögbirtingablað- inn, seni út kom í Er refflufrcrðm svo hljöðandi: sprengjiim ■ á Tobruk. Þá 100 sólarhrigá, sem liðnir eru síðan Tobruk féll, hafa flug- vélar bandamanna varpað 4</2 j mjlljón kg. af sprengjum á borg- ina. Síðan i júnibyrjun liafa flug- vélar bandámanna i N.Afriku , jafnframl sökkt skipum öxul- rikjanna, sem eru samtals rúml. (50.000 smál. og laskað önnur, sem eru um 80.000 smál. Öll voru þessi skip lítil, því að Italir hætla ekki hinum stærri skipum sinum. i '™"1". REGLUGERÐ ' . um afnáin reglugerðar nr. 10, 26. apríl 1935 um cinkasötu á bífreiðum, bifhjólum^og hjólhörðum. 1. gr. Reglugerð nr. 40, 26. apríl;1935, um einkasölu á bifreið- um, bifhjólum og bifreiðabjólbörðum, er úr gildi numiiyfrá og með 26. n. m. að telj.a og er því frá þeim tima lögð niður.Bíi'- reiðaéinkasala ríkisins, sem fyrir ríki’stjórnarinnar hönd Iiefir baft einkasölu á vörum þéim, sem greindar eru í 1. gr. nefntlrar reglugérðar. 2. gr. Fjármálaráðherra skipar tveggja manna skilariefnd iil þess að liafa á hendi fyrir ríkisstjórnarinnar hönd sölu á eignum bús Bifreiðaeinkasölunnar, innheimtu útistandandi skulda, greiðslu skulda einkasölunnar og að lokum skil í ríkis- sjóð. Fjiármálaráðuneytið, 25. sept. 1942. Jakob Möller. Einar Bjarnason. | Það hefir verið tilkynnt í Berlin, að samvinna sé hafin á Atlantshafi milli Japana og Þjóðverja. ’ Var frá því skýrt i tilkynning- ! unni, að japanskur kafbátur I liefði komið til þýzkrar bæki- stöðvar og hefði látið þaðan i 1 haf aftur. Segja menn í Berlin að þetta sé ljóst dæmi þess, hve góð samvinna sé milli öxulrikj- anna og fari nú vaxandi. Áður var húið að tilkynna liernað þýzkra kafbáta á Indlandshafi. í London er sagt um þetta, að það sé ekki ósennilegt, að jap- anskir kafhátar liafi kornizt til Evrópu, ef til vill með vörur og mikilsverð skjöl, sem Japanir þyrftu að koma áleiðis til öxul- félaga sinna. Hinsvegar er ekki talið líklegt, að slíkar ferðir sé tíðar. Áður hefir verið frá því skýrt, að Japanir og Þjóðverjar hafi komið á hjá sér verzlunar- eða vöruskiptasambandi, þrátt fyr- ir hafnbann Breta. Getur verið að kafbátar hafi séð um þessa . vöruflutninga, þvi að það væri ekki í fyrsta skipti, sem þeir læki að sér það hlutverk. — I heimsstyjöldinni fyrri smíðuðu Þjóðverjar þrjá griðarstóra flutningakafbáta, sem átti að nota til verzlunar við Bandarik- in. Þegar þau drógust inn í stríð- ið var þessum kafbátum breytt. Slys á ísafirði 1 Frá fréttaritara Visis á ísa- firði í morgun: Á sjötta tímanum í gærkveldi var færeyskur maður, Jörgen Olsen — áður verkstjóri við brúnkolanámuna í Botni, en ! vann nú við leiðslu fná Nón- ; vatni að rafstöðinni í Engidal j — að sprengja klöpp með dyna- miti. j Hafði lidnn hlaðið fjórum 1 skotum og ætlaði fyrst að skjóta þrem. Þau riðu af en þá ætlaði liann að kveikja i þvi fjórða. Það reið af fyr en varði og*niað- urinn slasaðist. Kjálkabrotnaði liann og er öðru auga liætt. Náðist fljótt í lækni og var maðurinn fluttúr ' sjúkraliús hér. Líðan hans er sæmileg eftir atvikum. — Sigurður. Vísir 'liefir átt viðtal við fjér- málaráðherra, Jakob Möller, um þetta mál. Kvað liann svo að orði, að Alþingi hefði á sínum. tíma sett lieimildarlög um einkasölu á bifreiðum, og sam- kvæmt þeirn væri það lagt á j vald rikisstjórnarinnar, livort i hún notaði heim.ildina eða ekki. Ríkisstjórnin hafði — á sínum tíina — talið það rétl. — Tel eg, sagði fjármálaráðherra, að ekki sé lengur ástæða til að halda einkasölunni áfram. Eins og þegar Raftækjaeinka- salan var lögð niður, hefir verið skipuð skilanefnd og er gerð grein fyrir hlutverki hennar i annari grein reglugerðarinnar, sem hirt er hér að ofan. í nefndina hafa verið skipaðir þeir Björn E. Árnason endur- skoðandi og Jóhann Ólafsson lieildsali, en þeir áttu á sinum tíma sæti í skilanefnd Raftækja- einkasölunnar. „Peiti skalta lá. Ii.................lilf Tvær svívirðilegar árásir voru gerðar á vegfarendur í gær- kveldi og nótl. Önnur árásin var gerð á kvenmann á Hallveigar- stígnum milli kl. 12—1 í nótt, en hin var gerð á karlmann vest- ur á Seltjarnamesi á níunda tímanum í gærkveldi. Laust fyrir kl. 1 i nótt kom maður á lögreglustöðina og skýrði frá þvi að ráðist Iiefði verið á stúlku á Hallveigar- stígnum, svo að hún hefði fallið í götuna. Bæði lögregluþjónar og næturlæknir fóru þá á vett- vang, en þá var búið að flytja stúlkuna inn í hermannaskála þar rétt hjá og hlynna að lienni. Samkvæmt hennar eigin frá- sögn, var hún á leið niður Hall- veigarstíg er hún mætti ber- höfðuðum og frakkalausum manni, sem hún sagði að hefði ráðist að sér og slegið sig í sið- una um leið og hann sagði: „Þetta skaltu fá, helvítið þitt.“ Höggið var svo mikið, að stúlk- an féll í öngvit, en þegar hún rankaði við sér aftur, var hún inni í hermannaskála þar i grenndinni. Höfðu brezkir her- menn borið hana þangað inn. Er stúlkan tólc að hressast var hún flutt heim til sín. Hin árásin var gerð vestur á Spltjarnarnesi á niunda tíman- um. Var hringt frá Eiði á lög- reglustöðina lcl. 8.45 og til- kynnt, að lierménn hefðu slegið mann með spýtu í höfuðið. 488 skip á 12 mánuðum. Amerískar skipasmiðastöðv- ar smíðuðu 488 skip undan- farna 12 mánuði. Á næstu 3 mánuðum verða skipasmiðarnar auknar svo, að náð verði 8.000.000 smál. marlc- ^ inu, sem sett var fyrir skipa- i smíðar á l>essu ári. Fór íslenzlc og amerísk lög- regla }>egar á vettvang og þeg- ar hún kom í grennd við Eiði, var þar fyrir maður, sem skýrði frá því, að hann liefði verið á reiðhjóli og hjólað eftir Sel- tjarnarnesveginum, er bifreið kom á eftir homun. En um leið og bifreiðin ók fram bjá, hafi hermaður, er stóð aftan á bif- reiðinni, slegið sig með spýtu í höfuðið. Sagðist maðurinn með naumindum hafa komizt heim að Eiði með því að styðja sig við lijólið. Maðurinn var með stóra kúlu á aftanverðu höfðinu. Nýr whisky- þjófnaður! . 11 Whisky-þorstinn virðist vera farinn að færast í aukana hér í bænum, því að í nótt var fram- ið nýtt innbrot hér i þænum, 'og með.þeim árangri, að fimm kössum af whisky var stolið, ;eða samtals 60 flösknm. Að, l>essu sjnni var þó ekki brotizt inn í Nýborg, heldur í 'geymsluhús, sem Eimskipafé- lagið hefur undir vörur sinar. 'Var brotinn upp hengilás fyrir pakkhúsinu og hafðar á brott 60 flöskur af whisky, sem er álíka að magni til því, sem stolið var úr Nýborg fyrir skemmstu. Er manni næst að lialda, að 60 flöskur lieilar af wliisky sé ákveðinn skamm tur fyrir þjófa. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.