Vísir - 30.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 30.09.1942, Blaðsíða 2
VISIR z DAGBLAfi Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1630 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. VerkfölL FRÁ jwí á áramóíum hefir ekki á öðru gengið en verkföllum, enda liafa tvennar kosningar farið fram á jjcssu tímabili og jiær jiriðju standa fyrir dyrum. Þetta er gamall vani frá blómaskeiði Alþýðu- flokksins, að efnt sé til vinnu- deilna og verkfalla fyrir liverj- ar kosningar, í trausti þess að flokknum, kynni að áskotnast eitthvert fylgi úr liópi hinna óánægðu, sem ekki koma öllum kröfmn sínum fram. Nokkur ágreiningur er nú innan flokks- ins í þessum málum, og hefir liagfræðingur hans ritað grein- ar, sem virðast benda í þá átt að hann telji kaupstreituna óráð, eins og henni er hagað nú, og geti liún jafnvel stefnt atvinnuvegunum í hreinan voða. Vitað er að ýmsir fleiri áhrifa- menn innan flokksins eru á sömu skoðun, en það furðulega fyrirbrigði skeður, að allir j>ess- ir menn verða sumpart að þoka alveg um sel við framboð, en aðrir eru settir í algerlega von- laus sæti. Flokksstjórnin lifir og hrærist í sífelldum ótta við kommúnistana, enda hafa jieir fetað dyggilega í fótspor Al- þýðuflokksins, og tekið hið síð- asta árið forystuna í vinnudeil- um og verkföllum. En þá gríp- ur uppboðsæsing stjóriiendur Aljiýðuflokksins, og í stað jæss að bregðast mannlega við og spyrna við fótum jiegar sjáan- lega er stefnt út í ógöngur „lok- ar flokksstjórnin augunum og gefur bensín“ í þvi augnamiði að fara fram úr kommúnistun- um í kaupstreitunni, og fá að minnsta kosti sinn skerf hinna óánægðu. Þeir menn innan Alþýðu- flokksins, sem jjessari stefnu eru mótfallnir liafa í rauninni jiegar hrökklast úr flokknum, j)ótt j)eir af þegnskap láti slíkt ekki uppi fyrr en að kosningum afstöðnum, i því augnamiði að spilla á engan hátt j>eim árangri, sem kann að fást í kosningun- um, ef allt er kyrrt á yfirborð- inu. Strax og kosningum er lok- ið mun Alþýðuflokkurinn sundrast, nema því aðeins, að hann taki upp einbeitta stefnu í atvinnu- og verklýðsmálun- um, í stað jæss að láta stjórnast af óttanum einum við komm- únista. Sú manntegund er ekk- ert óttaleg, jxitt j»að styrjaldar- fyrirbrigði hafi gerzt, að j>eir hafi eflst að fylgi í síðustu kosningum. Fylgi jæirra er ekki flokksfylgi, nema að ó- verulegu leyti, og það mun hrynja fyrr en varir, janvel við kosningarnar nú í haust. Fullyrða má að almenningur í landinu sé nú algerlega frá- hverfur þessari stefnu, sem jiróast hefir að undanförnu í verðlags- og kaupgjalds-málum. Allir viðurkenna nú að hin frjálsa samningaleið, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að farin væri, á síðasta hausti, hefði verið æslcilegasta úrlausn- in, ef launastéttirnar hefðu haft manndóm til að bregðast svo við þessu sem þeim bar. Skipun dómnefndar í þessum málum var virðingarverð til- raun af hálfu þess opinbera til j)ess að bjarga út úr ógöngun- um, en Alj)ýðuflokknum, kommúnistum og framsóknar- mönnum tókst jægar i upphafi að spilla öllum árangri af starfi dómnefndarinnar, og Jrví er nú svo komið, sem komið er. Á núverandi ástandi hera jressir flokkar alla ábyrgð. Enn er efnt til verkfalla og vinnudeilna. Enn eykst dýrtíð i landinu svo til vandræða horf- ir. Sumar iðngreinar leggjast með öllu í rústir, af þeim sök- um að framleiðsla j)eirra er seld svo háu verði, að kaupend- ur fá j)að ekki staðist. Ef svo heldur áfram, sem horfir, munu aðrar atvinnugreinar fara hér á eftir og voði vera búinn þjóð- inni fyrr en varir í f járhags- og atvinnumálum. Er ekki kom- inn tími til að snúast mannlega á móti og bjarga okkur sjálfir i stað þess að láta aðra hlutast til um björgunina? Kvöldvaka Blaöa- mannaf éla gsirts í gærkveldi. Kvöldvaka Blaðamannafélags- ins hófst í Oddfellowhúsinu að aflokinni loftvarnaæfingunni í gærkveldi. Tókst hún í hvívetna með ágætum og skemmtu menn sér hið bezta. Stýrði Skúli Skúlason, for- maður Blaðamannafélags Is- lands samkomunni og ávarpaði gestina í upphafi hennar. Skemmtiatriði voru í alla staði liin ágætustu. Þorsteinn Hann- esson söng einsöng, og söng tví- vegis, hið síðara sinn af því, að einleikur Hallgrims Helgasonar á slaghörpu féll niður. Ámi Jónsson frá Múla talaði um dag- inn og veginn, Árni Óla sagði magnaða draugasögu í myrkri, Ragnar Jóhannesson las upp og loks var lesin mannlýsmg, sem gestir kvöldvökunnar sömdu að nokkuru leyti sjálfir. Á eftir var stíginn dans til klukkan tvö. er nú búin að lialda 3 hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins við góða aðsókn og ágætar viðtökur. Er j)að alveg einróma álit Jæirra manna, sem vit hafa á, að hún sé frábær snillingur, enda hafa margir ekki getað stillt sig um að sækja alla hljómleikana, þrátt fyrir útgjöldin, sem þvi eru samfara. Hún hefir leikið all fjölbreytilegt prógramm, en veigamesta verkið hefir verið h-moll sónatan eftir Chopin, sem lmn hefir leikið tvisvar, og fannst mér mikið til um með- ferð liennar á því verki, ekki sízt i seinna skiftið. Yfirléitt hef- ir hún leikið af meiri móð á siðari hljómleikunum. Af öðr- um verkum vil eg nefna a-moll sónötu eftir Mozart, en í því verki komu ekki hvað sízt fram lcostir hennar, innileilcinn, ör- ugg stílvitund og sönggleðin. Þegar Riemann kemur að því í músiksögu sinni að tala um píanóleikara, j)á skiftir hann þeim i tvo flokka, annan flokk- inn nefnir hann blátt áfram píanóleikara, en hinn nefnir hann „virtuósa". Hann dregur þarna skýra linu á milli. „Virtuósa“ nefnir hann þá, sem fyrst og fremst leggja áherzlu á að sýna tæknina; þeir eru nokkurskonar „akrobatar“ á hljóðfærið og er tæknin hjá Vinna hafin á ný við Hitaveituna, Vinna við hitaveituna er nú hafin á nýjan leik, að því er Val- geir Björnsson, bæjarverkfræðingur, skýrði blaðinu frá í gær. Er byrjað að grafa undir Reykjanesbrautina þar sem aðal- leiðslan frá Reykjum til öskjuhlíðarinnar liggur þvert á veginn. Næstu daga mun vinna verða hafin af kappi, jægar búið er endanlega að ganga frá samn- ingum við Höjgaard & Schultz A. S., en þeir munu hafa farið fram undanfarna daga. Ekki hefir verið ákveðið um fjölda verkamanna, sem ráðnir verða í hitaveituvinnuna, en að Iíkindum verða fengnir eins margir og hægt verður. Er ekki ! gert ráð fyrir, að það verði inikl- | um vandkvæðum bundið að fá menn í Jæssa vinnu, enda verð- ur tryggt að hún verður í langan tíma. Búið er að gera pantanir á sumu J)ví efni, sem fórst með liitaveituskipinu og búið að heimila pöntun á öðru. Sctuliðsvinnan Verkamenn vinna áfram, þótt ekki væri samið við verkalýðsfélögin. Verkamenn, sem vinna hjá setuliðinu, munu hafa unnið áfram hjá því, þótt þeirri kröfu Dagsbrúnar og Alþýðusambandsins, að samið væri við verkalýðsfélögin, hafi ekki verið sinnt, en til- raunir er enn verið að gera til þess að fá herstjómina til þsss að viðurkenna verklýðsfélögin sem samningsaðila. VINSAMLEG FRAMKVÆMD TAXTANS. Eins og áður liefir verið getið hér í blaðinu, setti setuliðs- stjórnin sjálf taxta, sem unnið er eftir, taxta, sem er verka- mönnum að sumu hagstæðari en samningar Dagsbrúnar og Vinnuveitendafélagsins, en ó- hagstæðari í vissum greinum. Einhver brögð munu hafa verið að j)vi, að menn hættu vinnu lijá setuliðinu, Jægar Dagsbrún var að reyna að ná samningum, en flestir jiessara verkamanna munu hafa byrjað vinnu aftur, er taxtinn var birt- ur. Að því er Vísir liefir fregn- að frá verkamönnum, er um vinsamlega framkvæmd taxtans að ræða af hiálfu setuliðsstjórn- arinnar, j)annig mun flutningur verkamanna á vinnustað og af eiga sér tíðum stað á J)eim tíma, sem kaup er goldið fyrir, aðra leiðina, og verkamenn fá að drekka kaffi sitt í vinnutiman- um. BRÉFASKRIFTIR. Dagsbrúnarstjórnin mun fyr- ir nokkuru hafa skrifað ríkis- »eim orðin tilgangur í sjálfu ér. Það er ekki laust við að ;æti nokkrar eigingimi hjá leim, j)ví að undir niðri er löng- min til J>ess að „slá sér upp“ á erkunum, sem jæir spila. 1 »inum flokknum — píanóleik- raflokknum — eru þeir, sem lota tæknina til að leiða í Ijós egurð tónsmíðanna. Þessir nenn hafa engu minni tækni n liinir, en hjá J>eim er hún ein- ;öngu meðal að markinu. Þessir nenn nálgast tónsmíðamar með atningu og látleysi og er þetta ðalsmerki hins sanna lista- nanns. Það eru ekki skiftar koðanir um það, i hvorum lokknum ungfrú Kathleen >ong á heima. Enginn, sem leyrt hefir hana spila eins að- láanlega Mozartsónötuna og nörg önnur lög, er í nokkrum afa um það, að hún á í ríkum næli þá kosti, sem Riemann tel- ir einkenna píanóleikaraflokk- nn. Það er einmitt af þessum stæðum að þeir, sem leita að egurðinni í tónsmíðunum, hafa vo mikla nautn af pianóleik lennar. Næstu hljómleikar hennar og leir síðustu verða haldnir á immtudaginn kemur með ækkuðu verði. Ættu allir þeir, em enn hafa ekki hlýtt á þessa gætu listakonu, að nota tæki- ærið. B. A. stjórninni og spurzt fyrir um það, hvort það væri íslenzkum lögum samkvæmt, að setuliðs- stjórnin hefði sett taxta í setu- liðsvinnunni, og ennfremur mun hafa verið spurzt fyrir um taxtann í sambandi við samn- inga rikisstjórnarinnar við setu- liðsstjórnina. Alþýðublaðið skýrir frá því, að framkvæmdarstjóri Alþýðu- sambandsins hafi s.l. miðviku- dag ritað bréf til ameríska hers- höfðingjans hér og látið i ljós „ósk sambandsins um það, að teknir yrðu upp samningar um kaup og kjör verkamanna.“ —- Alj)ýðusambandið skrifaði einn- ig ríkisstjórninni um málið, sem hefir verið að kynna sér það. Milli kommúnista og jafnað- armanna eru harðar deilur um jiessi mál, stór orð notuð, enda skammt til kosninga. Útvarpið í kvöld. KI. 15,30 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Conga- og Rumba- dansar. 20,00 Fréttir. 20,30 Sam- leikur á orgel og píanó (Eggert Gilfer og Fritz Weisshappel) : „Of- an af himnum hér kom ég“ eftir Hassenstein. 20,45 Erindi: Dóm- kirkjan í Þrándheimi (Skúli Skúla- son ritstjóri). 21,10 Hljómplötur: íslenzkir söngvarar syngja kirkju- lög. 21,50 Fréttir. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni. Hið íslenzka prentarafélag. Fundur verður haldinn í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu kl. 5 í dag. Þess er vænst, að allir félagar mæti. Skólanefndarformenn hafa nýlega verið skipaðir í skóla- hverfum bæjarins. í Skildinganes- skóla Lárus Sigurbjörnsson. Mýr- arhúsaskóla Jóhannes Ólafssön, Austurbæjarskólanum Sigurbjörn Einarsson, Miðbæjarskólanum Ingimar Jónsson og Laugarnesskól- anum síra Garðar Svavarsson. Stúlku vantar nú þegar. MATSALAN, Hafnarstræti 4. Okkur vantar mann til að kynda miðstöð í Banka- stræti 9. — ÁRNI & BJARNl. Séiidi- NV4‘Í11I1 óskast í Reykjsvikur apótek PELSAR Ný sending tekin upp í dag. FELDUR h.f. Austurstræti 10. — Sími 5720. Sendisveinar dskast MATARBÚÐIN Laugaveg 42 BJARNIJÓNSSON kennari, 80 ára. Ég kveð nú um Bjarna, sem brunar um slóð, barnungan mann sem að væri. Á verði hann ávalt stöðugur stóð J)ó stormhryna einatt að 'bæri. ' I Nú fanga skal vini, , sem fræðslu oss gaf frelsis um dýrustu málin. Oft þó að skyggði um æfinnar haf, andans vel kynnti hann bálin. Barnssálir fræddi hann um frelsarans kross, fjölhæfur öllu að verki. Berum í huga það blessaða ( hnoss björtu und frelsisins merki. Þitt fyrir starfið nú þakka oss ber, þjóð vorri unnið sem hefur og sannleikans fræið, er sáðirðu liér, sjálfur guð ávöxtinn gefur. Opinb. 3, 12. Jens J. Jensson. Sendi- sveinn óskast til léttra snúninga. — Uppl. á skrifstofu okkar. Ólafur Gíslason & Co. kf. Sími 1370. HðroreiOslunenii getur komist að á Snyrtistofunni CARMEN Laugaveg 64. — Sími 3768. Sendisveinn óskast. _ jiP!ÍsíisImÍ ilíl 7rJi""" Laugaveg 4. — Sími 2131. Herbergi og eldhús til leigu. — Tilboð, merkt: „Adventa“ sendist Vísi fyrir fimmtudagskvöld. Stúlka óskast í veitingastofu. Upjd. í veitingastofunni ALMA, Laugaveg 23, kl. 7—9 í kvöld. Várnbíil Chevrolet, model ’34, til sýnis og sölu í Shellportinu, eftir kl. 5. RÖSKUR óskast strax hálfan eða allan daginn. SKÓRINN, Bankastræti 14. Distemper jvpfmíiw Til sölo skuldahréf að upphaíð kr. 25.000; tryggt með öðrum veðrétti í ágætri húseign (villu) á eignarlóð. Tilboð óskast, merkt: „25.000“ send- ist á afgr. blaðsins fyrir laugardagskvöld. — Krlstján Guðlangsson Hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Hverfisgata 12. — Sími 3400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.