Vísir - 02.10.1942, Side 2
V ISIR
/
VÍSIP
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengíð inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 30 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Skrif J. J. og
kommúnisminn.
Sumir stjórnmálamenu, sem
orðnir eru nokkuð við ald-
ur, virðast háðir þeim furðulega
sjúkleika, að sjá Jónas Jónsson
í öllu því, sem illa er gert af
hálfu Framsóknarflokksins, og
télja auk þess að hann móti
stefnu lians eða stefnuleysi, —
giftu hans eða gæfuleysi. Eng-
inn er þó ver lialdinn af sjúk-
leika þessum en Jónas Jónsson
sjálfur, enda virðist svo, sem
heimurinn sé í hans augum orð-
inn svo örsmár að hann snúist
einvörðungu i kringum eina
persónu, — núverandi formann
Framsóknarflokksins. t þessum
litla heimi sér formaðurinn þó
grilla í óvætti, sem til alls eru
reiðubúnar, — bergþursa, skiln-
ingssljófa en harðlienta, sem að
vísu eiga „plön“, sem þó ekki
„passa“ inn i hinn pólitiska
heim formannsins. Þetta sést
ljóslega í grein, er birtist í Tím-
anum í gær, og nefndist: Skrif
Vísis og (Ólafur Thors.
Hfnn pólitiski heimur for-
mannsins er með einkennileg-
um hætti, — þar finnast engar
áttir, — hvorki norður, suður,
austur né vestur, heldur einhver
áttaleysa og allar leiðir virðast
krókaleiðir eitthvað út í óviss-
una. Þennan undarlega heim
skapaði formaðurinn árið 1923,
að þvi er hann sjálfur segir,
og hóf slarf sitt með þvi „að
kasta fyrsta strengnum“ til að
lengja saman sjálfan hann
(Framsóknarfl.) og fylgis-
menn Morgunblaðsins. Því gerði
meistarinn l>etta að „Bolsevism-
inn vóð þá uppi víða um lönd og
byltingahneigðm var tekin að
eitra hugi ýmsra manna i verka-
mannastétt“. Lýsti hann enn-
fremur yrfir þvi skýrt og skorin-
ort, að ef „verkamenn tækju
upp byltingaaðgerðir og hygð-
ust að umróta þjóðfélaginu á
þann hátt, þá myndi hann snú-
ast gegn þeim og standa í þeim
efnum við hlið Ólafs Thors“.
Síðar í greininni sannar svo
meistarinn, að Sveinn i Völundi
ætli allt vitlaust að gera, — sé
hinn argasti kommúnisti, sem
taki Morgunblaðið fantatökum,
en ólafur Thors liafi ekki til
brunns að bera þá varnarorku
gegn Sveini, sem nauðsynleg sé.
Með þessum hugleiðingum
vill meistarinn sanna, að rang-
hermi sé það, er eitt sinn var
drepið á hér i blaðinu, að all-
mikill tviskinnungur væri i
Framsóknarflokknum, með þvi
að Hermann Jónasson hefði lýst
yfir því í langri blaðagrein, að
hann vildi vinna með kommún-
istum og Alþýðuflokksmönnum,
ennfremur þeim hluta Sjálf-
stæðisflokksins, sem réði niður-
lögum Ólaijs Thors, en jafnvíst
væri hitt, að Jónas Jónsson vildi
ekki aðhyllast þessa stefnu Her-
manns, heldur halda fullu vin-
fengi við Ólaf. Þetta vill meist-
arinn að vísu afsanna í grein
sinni og talar í upphafi drýg-
indalega uin að blað heildsal-
anna skuli ekki láta sér til hug-
ar koma að Ólafur Thors geti
þurft með nokkurrar líknsemd-
ar frá gömlum eða nýjum and-
stæðingum“. Ganga má að vísu
út frá því sem gefnu, að Ólafur
þurfi engrar líknsemdar með,
en þess þurfa máske aðrir, og
engu breytir þetta um tviskinn-
unginn í Framsóknarflokknum.
Nei, meistarinn viðurkennir
hreinlega, að fyrsta strengnum
til samruna hafi hann vai-pað
1923, og efalaust liefir hann
varpað svo mörgum strengjum
til liðsmanna Morgunblaðsins
siðan, að all örugglega mun um
hnútana húið, en gallinn er bara
sá, að Sveinn kommúnisti í Völ-
undi liefir luifsað Morgunhlaðið
sjálft, —- tekið það með fanta-
tökum, og þá liggja strengirnir
bara til liðsmannanna. Jónas
viðurkennir, með öðrum orð-
um, í grein sinni það, sem hann
hugðist að afsanna, og bætir þvi
við til frekari skýringar, að að
þessu hafi liann stefnt allt frá
árinu 1923. Þá hafi lcommún-
isminn verið i uppsiglingu, en
nú sé liann í algleymingi undir
foruslu Sveins í Völundi, en Ól-
af Thors skorti varnarorku. Úr
þessu ætlar Jónas að hæta sam-
kvæmt yfirlýsingu lians frá ár-
inu 1923.
Þessi þátturinn fjallaði um
samræmið innbyrðis í þanka-
gangi meistarans, en mjög er
þar að öðru leyti iriálum bland-
að „og mörgu logið til“, og er
þá komið að örlitla heiminum
einkennilega, sem meistarinn
býr n'ú í, með öllum krókaleið-
unmn og áttaleysinu. Meistar-
inn segist frá árinu 1923 liafa
barizt gegn kommúnistum.
Margir rnunu þó telja, að það
hafi verið barátta „gula siðferð-
isins“, sem þar var háð. í valda-
tíð meistarans gerðust margir
kommúnistar kaupfélagsstjór-
ar, kennarar, skólastjórar,
brauð- og flotamálastjórar, for-
stjórar síldareinkasölu, og voru
yfirleitt innslu koppar í húri
Framsóknar. Voru þetta króka-
leiðirnar i hinum litla heimi
meistarans, til þess að hreinsa
hann af kommúnisma, eða var
þetta gert með skammsýnum
vilja valdasjúks manns, sem
ekki kunni fótum sinuin forráð,
— hvað þá annara?
Meistarinn hefir vafalaust
inargt viljað vel gera, en hann
hefir verið óeðlilega óheppinn
og ömurlega ógæfusamur
stjórnmálamaður. Þess vegna er
það, sem margir vorkenna hon-
um, en geta þó ekki að því gert
að brosa. að honum, standandi
i litla heiminum, sem um hann
snýst, þar sem allt er frá hon-
um, hans orð og hans gerðir,
og auk þess hjá honurn í hans
eigin augum, bæði mátturinn
og dýrðin, — en þó líka einstaka
ógnandi bergþursar og gæti ekki
skeð, að einmitt Hermann Jón-
asson væri þar á meðal, eins og
Vísir hefir lialdið fram?
Eríiðleikar á
afgreiðslu Vísis
Miklir erfiðleikar eru þessa
dagana á afgreiðslu blaðanna,
og hefir Vísir eklci farið var-
hluta af þeim. Má ætla að van-
skil hafi verið tilfinnanleg, sér-
staklega upp á síðkastið, en
reynt verður að bæta úr þessu
eftir föngum.
Kaupendur eru beðnir að til-
kynna afgreiðslunni vanskil
fyrir hádegi, og verður þá blað-
ið sent til þeirra, eftir því sem
frekast verður við komið, en
berist kvartanir eftir hádegi til
afgreiðslunnar er erfiðara úr að
bæta vegna anna.
Reynt verður að kippa af-
greiðslunni í lag svo fljótt sem
unnt er, og vonandi tekst það
innan stundar.
ViðtækjaverzlHuin hefur keýpt
3500 viðtæki frá Ameríku.
8000 þes§ar tækja eru komin til landsins
----en 2000 eru væntanleg á næstunni.
Viðtækjaverzlun ríkisins hefir fest kaup á 3500 út-
varpstækjum í Ameríku, eru 1000 þeirra þegar komin
til landsins, um 2000 eru á leiðinni en 500 koma síðar.
Ennfremur hefir Viðtækjaverzlunin keypt 5000 straum-
breyta (vibratora) til að breyta rafhlöðutækjum, þann-
ig að ekki þurfi að nota háspennurafhlöður.
Vísir liefir fengið ofangreind-
ar upplýsingar hjá Sveini Ing-
varssyni forstjóra Viðtækja-
verzlunarinnar. Sagði hann að
þau þúsund viðtæki sem nú
væru komin til landsins biðu,
sem stæði, breytinga svo þau
yrðu nothæf fyrir þá bylgju-
! lengd, sem úlvarpsstöðin hér
sendir á. En þannig er mál með
vexti að allar amerískar út-
varpsstöðvar senda einungis á
lág- og miðbylgjum og fram-
leiðsla amerískra tækja er ein-
göngu miðað við það. Þess
vegna heyrist ekki á J>au til út-
varpsstöðvarinnar í Reykjavík
nema að þeim sé hreytt.
Seint í þessum mánuði munu
óvenju mildar birgðir af út-
varpstækjum vera til hér í land-
inu, því þá er húizt við að hin
2000 tækin verði komin. Um
500 tæki koma síðar.
Um þessar mundir er Við-
tækjaverzlunin að festa kaup á
5000 straumbreytum eða
„vibratorum“. Með þeim er
hægt að breyta rafhlöðutækjum
þeim sem til eru í landinu,
þannig að ekki þurfi að nota liá-
spennurafhlöður við þau, lield-
ur fæst straumur úr rafgeymi og
þann rafgeymi þarf ekki sífellt
að vera að endurnýja, enda má
hlaða liann. Munu þeir a. m. k.
endast í 4—5 ár.
Fékk Viðlækjaverzlunin leyfi
til að Iáta búa þessa straum-
breyta til í Bandaríkjunum og
sömuleiðis leyfi hjá fjiármála-
ráðuneytinu liér til að festa á
i þeim kaup. En ráðstöfun þessi
bindur mikið fé í langan tíma,
eða þar til breytingin á öllum
rafhlöðutækjunum er um garð
gengin. Taka þær breytingar ó-
hjákvæmilega langan tíma, sem
von er til þar sem tækin eru svo
mörg.
Ekki er enn ráðið hvort held-
ur tækin verða tekin til Reykja-
vikur og Akureyrar þar sem
breytingin verður látin fara
fram á viðgerðarverkstæðum,
eða menn verða sendir út um
byggðir landsins og látnir ann-
ast hreytingar á tækjunum þar.
En hvað sem þessu líður þá
er hér um mjög velkomna ráð-
stöfun að ræða fyrir íbúa dreif-
býlisins, ekki sízt þar sem erfitt
er um samgöngur.
Bækur Heimskringlu- Víkings- og
Helgafellsútgáfanna. sem væntan-
legar eru í haust.
Hjá Ragnari Jónssyni framkvæmdastjóra hefir Vísi fengið
upplýsingar um hvaða bækur koma út í haust á vegum Heims-
kringlu, Víkings- og Helgafellsútgáfanna. Eru hér á eftir ýms
helztu rit þessara útgáfufyrirtækja talin, en ef til vill er þó von
á fleiri bókum, ef unnt er að fá þær prentaðar og heftar.
Heimskringla.
Það sem kemur næst út er
Indriði miðill eftir Þórberg
Þórðarson. Brynjólfur Þorláks-
son orgelleikari er aðalheimild-
armaður Þórbergs, en annars
sat Þórbergur sjálfur á fjöl-
mörgum miðilfundum sjálfur
og lýsir af mikilli nákvæmni öll-
um þeim undursamlegu fyrir-
bærum, er gerðust. T. d. var
það ekki fátítt, að húsgögnin
gengu út úr stofunum að mörg-
um mönnum áhorfandi. Eru
mörg fyrirbrigðin einhver þau
stórkostlegustu, sem yfirleitt
hafa skeð á miðilsfundum, og
lýsir Þórbergur þessu af mikilli
snilld.
Ný Ijóðabók kemur út eftir
Stein Steinarr. Er það fjórða
bókin, sem kemur út eftir þetta
unga og frumlega skáld, sem
er i stöðugri og örri framför.
Mikið af kvæðunum í hinni
væntanlegu bók eru „satyrur“
á menn og málefni samtíðar-
innar.
Halldór Kiljan Laxness sendir
frá sér yfir 30 arka bók. Mest
af því eru ritgerðir um eitt og
annað, og kennir þar margra
grasa, sem von og visa er frá
hans hendi. Heitir hún „Vett-
vangur dagsins“.
„Verndarenglarnir" heitir ný
skáldsaga eftir Jóhannes úr
Kötlum. Fjallar hún um aam-
búðina við setuliðið, og mun
marga fýsa að lesa hvernig höf-
undurinn lýsir „ástandinu“ og
öllum ástum, sem á góma ber.
Halldór Stefánsson er hins-
vegar nýbúinn að senda á mark
aðinn nýtt smásagnasafn er
hapn nefnir „Einn er geymdur“.
Á fimmtíu ára afmæli Gunn-
ars Benediktssonar rithöfundar
verður gefið út leikrit hans, það
er mikill styrr stóð um. í blöðun-
um fyrir tæpum tveimur árum.
V íkingsútgáfan.
Þar kemur fyrir jólin ævisaga
Adolfs Hitlers, eftir Konrad
Hayden, þýdd af Sverri Krist-
jánssyni sagnfræðingi. Þetta er
geysistórt rit, eða allt að 50 ark-
ir. Er Hitler fylgt allt frá vögg-
unni og upp á hátind valdanna,
þvi að bókin er tiltölulega ný-
skrifuð.
Eftir Þórunni Magnúsdóttur
kemur út II. bindi af „Draumur
um ljósaland“, en fyrra bindið
kom út í fyrra. Nær hún í þessu
bindi miklum og fallegum til-
þrifum, bæði í stíl og efni.
Smásögusöfn koma út eftir
Friðrik Ásmundsson Brekkan,
stórt rit, eða um 20 arkir, Ólaf
Jóhann Sigurðsson, 15 arka rit
og hefir Nína Tryggvadóttir
listmálari teiknað í það mynd-
ir, og Þórodd Guðmundsson frá
Sandi ca. 10 arka bók. Er hún
einnig með myndum, sem Ás-
geir Júlíusson hefir gert.
Þá koma fimm bækur út fyrir
börn og unglinga, þ. á. m. er
frumsamin drengjasaga eftir
Aðalstein Sigmundsson kennj-
ara, er hann nefnir „Tjöld í
skógi“, og má telja þá bók hrein-
ustu perlu. Er hún prýdd fjölda
mynda. Þá er síðasta saga Selmu
Lagerlöf, „Milla“, stutt saga um
stúlku, kryppling, sem helgar sig
læknisstörfum. Er þetta for-
kunnarfögur saga. 1 henni eru
margar myndir. „Fimm Ander-
sens ævintýri“, þýdd af Tómasi
Guðmundssyni, með myndum.
Ennfremur hefir Sigurður
Thorlacius skólastjóri valið
tvær lieimsfrægar þýzkar barna-
bækur og snúið þeim á íslenzku.
Aðrar jólabækur Vikingsút-
gáfunnar i ár verða: „Toler-
ance“, eftir hið lieimsfræga hol-
lenzka skáld van Loon. Próf.
Níels Dungal hefir þýtt þá bók
og ritað að henni formála.
„Gróður og sandfok“, bók-
menntaádeilur og -gagnrýni,
eftir Guðmund Hagalín rithöf-
und.
Skáldsaga eftir Oddnýju Guð-
mundsdóttur.
Ný ljóð eftir Iluldu skáld-
konu.
„Nátttröllið glottir“, skáld-
saga eftir Kristmann Guð-
mundsson.
Fjöldi annara bóka, ýmist
frumsamdar eða þýddar, inn-
lendar sem erlendar eru vænt-
anlegar frá Víkingsútgáfunni á
næstunni og verður þeirra getið
síðar, eða strax og þær koma á
markaðinn.
— Þá sér Víkingsprent
um útgáfu á ferðaminningum
dr. Bjarna sál. Sæmundssonar.
Er það nær 40 arka bók í stóru
broti og eru þar samankomnar
allar ferðaminningar Bjarna,
frá því er hann fyrst fór út fyrir
túngarðinn í Grindavik og til
síðustu vísindaferða hans á Hala
með Kveldúlfstogurunum. Hafði
Bjarni gengið frá þessu hand-
riti áður en hann dó. Útgefendur
eru dætur dr. Bjarna.
Ennfremur sér Víkingsprent
um útgáfu á ljóðaþýðingum
Magnúsar Ásgeirssonar fyrir
Rithöfundafélagið á siðustu
kvæðum Nordahls Grieg. Ritar
Grieg sjálfur formála og áritar
öll einlökin. Eru þetta aðeins
175 tölusett eintök, og verða
seld á 100 krónur hvert. Renn-
ur ágóðinn til Noregssöfnunar-
inriar.
Helgafell.
Eitt af slórverkum á íslenzk-
um markaði í haust verður
heildarútgáfa á skáldsögum
Jóns Thoroddsens og ritgerð um
þær og höfundinn, eftir« Stein-
grim Þorsteinsson magister. —
Verður þetta rit í 4 bindurh.
í I. bindinu er „Piltur og stúlka“,
„Dálítil ferðasaga“, „Sögubrot“,
þýðingar o. fl. Sumt af þessu
hefh' aldrei verið prentað áður.
Annað bindi er „Maður og
kona“. 3. og 4. bindi (alls yfir 40
arkir i stóru broti) er ritgerð
Steingríms. Þar færir Steingrím-
ur sönnur á, að sögupersónur
Jóns séu teknar úr umhverfi
hans, þannig að hann hafi ekki
gert annað en lýsa persónum,
sem hann þekkti. Nafngreinir
Steingrímur flestar eða allar
þessar persónur,enda hefir hann
um fjölda ára ferðast um alla
þá staði, sem Jón hefir búið á,
talað við gamalt fólk og kynt sér
mjög nákvæmlega allar sagnir
frá þeim tíma, sem Jón lifði á.
Hefir hann ennfremur látið
taka margar myndir og safnað
myndum, sem til voru af Jóni
og hans nánasta venslafólki og
munu þær koma í bókinni. Rit-
gerð Steingríms er með afbrigð-
um vel skrifuð, en sennilega
mun hún vekja deilur og ekki
ólíklegt að hún valdi málshöfð-
unum eða málaferlum.
Á forlagi Helgafells koma
einnig út í vetur ljóð Páls Ólafs-
sonar og annast Gunnar Gunn-
arsson rithöfundur um útgáfuna
og ritar að henni formála.
Helgafellsbækur verða allar
í sérstöku nýju broti, sem fjöldi
bókamanna hefir komið sér
saman um að væri fallegast. —
Verða Ilelgafellsbækur ein-
göngu bundnar í alskinn.
Distemper
jvpmBW
ÁREIÐANLEGUR
I
aðnr
óskar eftir að aka nýjum eða
góðum vörubíl.
Uppl. í síma 3664.
VANUR
íogara-
matsvein
óskar eftir atvinnu við mat-
reiðslustörf til sjós eða lands.
Afgr. visar á.
S mm bill
model ’37—8, með viðtæki og
miðstöð, hefir verið einka-
bíll og lítið keyrður, til sýnis
og sölu í Shellportinu við
Lækjargötu í dag kl. 6—8.
Nýttkjöt
Nlátnr
Lifnr - Iljörta
V
Svi<>
fæst í dag og næstu daga.
BÚRFELL
Skjaldborg. Sími 1506.
(Gengið inn frá Lindar-
götu).
Gólfteppi
til sölu
Lítið notað, stórt teppi og
útvarpstæki til sölu. Uppl.
eftir kl. 5. Simi 4967.
1 undirbúnirigi er útgáfa á
Þyrnum Þorsteins Erlingssonar.
Annast prófessor Sigurður Nor-
dal þá útgáfu. Heildarútgáfa af
ritum Stefáns frá Hvitadal, og
sjá ritstjórar Helgafells um út-
gáfuna. Heildarútgáfa á ritum
ólafar frá Hlöðum og sjá síra
Jón Auðuns, sem var persónu-
legur vinur skáldkonunnar, og
Steindór Steindórsson, sonur
hennar, um þá útgáfu.
Landnáma.
Annað bindi „Nótt og draum-
ur“ af ritverkinu „Kirkjan á
fjallinu“ er komið út. Fylgir því
alllangur eftirmáli, er Gunnar
ritaði í sumar. Prentun á þriðja
bindinu er langt komin.
Gert er ráð fyrir að á næsta
ári verði gefið út það sem á
vantar, til að hin upphaflega
áætlun um útgáfu rita Gunnars
standist.
Þær Hringskonur,
sem ætla vað gefa á hlutaveltuna,
skili mununum í dag eða á morgun.