Vísir - 02.10.1942, Síða 3
V I S I R
öngrþveiti og' dýrtið.
Eftir Vigfiks Guömundsson.
Óreiða öll í dýrtíðar og fjár-
málum þjóðar vorrar er nú
komin út í það öngþveiti og
endemi, sem ekki fær staðist.
En þótt segja megi að ekki stoði
að sakast um orðinn hlut, þá er
jafnvíst að vítin eru til j>ess að
varast þau. Og að ekkert sár
verður grætt, nema hætt sé að
rífa það upp, eða meinsemd
upprætt, ef orsökin er dulin og
menn vilja ekki þekkja hana.
Stæðilegt Miús verður aldrei
byggt, meðan verkamenn og
smiðir eru að brjóta byggingar-
efnið og spilla hvorir fyrir öðr-
um, og verkstjórar og meistarar
rífast um það hvað gera skuli
og hindra allar framkvæmdir.
Með slíkri aðferð sem þessari,
er nú þjóð vor sjálf að hyggja
sér hagsældar Iiústað: stjórn-
málasjálfstæði og- fjármála
frelsi. Orsök og undirrót alls
j>essa öngþveitis virðist mér
ekki vandfundin. Niðurrifs-
aldan er runnin liingað fyrir fá-
um áratugum frá Rússlandi.
Kommúnistar (sem skreyta sig
nú fölsku nafni) hafa æst upp
þegna þjóðfélagsins, æðri og
lægri til niðurrifs. Og frá byrj-
un hafa forkólfar og teymingar
jafnaðarmanna og framsókn-
armanna blandað blóði við
Kommúnista, hlaðið undir þá
völdum, embættum og metorð-
um. Og nú að síðustu hafa
forystumenn heggja þessara
flokka keppst við Kommúnista
— og sumir farið fram úr þeim
— í niðurrifi, svikum og undan-
brögðum.
Loks þegar reynt var að
hamla gegn dýrtíðinni, svik
Framsókn sín fyrir loforð.
Fyrir það kölluðu Jafnaðar-
menn lögin „Þrælalög“, og
réru að því öllum árum að dýr-
tíðin gæti aukizt sem allra mest.
Sérhverju lögbroti var fagnað,
og talinn glæsilegur sigur að
geta yfirbugað ríltisvaldið. Vald-
ið, sem á að vernda alla þegna
þjóðfélagsins fyrir undirróðri,
svikum og yfirgangi ein-
stakra stétta og flokka. En þá
er hverju þjóðfélagi glötun vís,
þegar stéttum eða flokkum
tekst að bera rikisvaldið .ofur-
liði, starfa gegn vilja þess og
hagsæld allrar - þjóðarinnar.
Alveg sama hvort það eru stétta-
félög, samvinnufélög, mjólkur-
félög eða önnur pólitísk félög.
Sama hversu fögrum nöfnum
þau skreyta sig, þegar þau hefja
stríð gegn öðrum þegnum þjóð-
félagsins og sjálfu ríkisvaldinu.
Blindar margan blekkt lund.
Gullkálfurinn er kominn (en
hann er nú reyndar úr pappir),
og fólkið dansar kringum hann
og trúir á hann. Blekkingin er
svo mögnuð og blindar fólkið
svo, að það heldur sig þeim mun
ríkara, sem það fær í hendur
fleiri pappírsseðla, en gætir þess
ekki, að því fleiri sem seðlarnir
verða, þeim mun fátækari verð-
ur allur f jöldinn litlu siðar. Auð-
Iegðin ímyndaða — háu launin
og háa verðið — er með sifelldri
hækkun að hrapa ofan í hyldýpi
fátæktar og framleiðsluskorts,
atvinnuleysis og örbirgðar.
Með kapphlaupinu milli launa
og vöruverðs er nú þegar komið
nærri því, að eyðileggja alveg
gengi krónunnar. Verði slíkri
heimsku ennþá haldið áfram,
fer krónan eins og ríkismarkið
þýzka í fyrra stríðinu, milljónir
króna í seðlum verða ekki frí-
merkis virði. Þá tapa allir
(verkamenn og bændur eins og
aðrir) peningaeign þeirri, sem
þeir eiga í bönkum eða á öðrum
stöðum, og félög, bæir og ríkið
tapa milljónagróða sínum. Hvað
verður þá til bjargar öllum
fjölda fólksins? Hvað verður þá
um marglofaða lýðveldið og
fyrirheitnu framkvæmdirnar?
Gamla fólkið.
Mikið er rætt og róið undir
þörfum og kröfum'. launþega og
framleiðenda, en gamla fólkinu
gleyma sömu nienn. Það hefir
líka látið mjög lítið á sér bæra,
og ekki aukið við kröfurnar.
Á landi voru (sérstaklega i
Reykjavík) er þó athyglisverður
þópur af öldruðu fólki, konum
og körlum, sem liafa alizt upp
við þann hugsunarhátt, að sér-
hverjum sé skylt að bjarga sér
sjálfur, meðan þess er nokkur
kostur. Og að það verði að neita
sér um öll þægindi og munað,
jafnvel liða skort á fæði, fötum
og góðu húsnæði, áður en það
fer að leita á náðir annara. —
Sama hvort er sveitin (bæjar-
sjóður), cllilaun og örorkubæt-
ur eða rikissjóður. Allt er það,
að kalla má, frá öðrum tekið
og þegið. Að vísu skortir nú
sumt af þessu gamla fólki þenn-
an gamla og göfuga hugsunar-
hátt. En margt mun samt enn-
þá basla við að bjarga sér. Og
það er fólkið sem á fáa náskylda
til aðstoðar, sem hefir unnið
baki brotnu frá æskuárum ■ g
slitið út kröftum sínum meðan
heilsan leyfði. Sumt af þvi á
þak yfir höfuðið, oftast gamalt
timburhús, sem fúnar og grotn-
ar niður, af því að nú er við-
haldið ómögulegt. Sumir geta
eða neyðast lil að leigja frá sér
hæð eða herbergi. En þakkað er
þessu fólki og öllum slíkum
húseigendum (sem ekki eiga ný
steinhús) og hjálpað með því,
að svifta það umráðarétti yfir
eign sinni og frjálsri leigu. Níðst
er á þessum húseigendum og
þeim einum af þegnum þjóðfé-
lagsins, að þvi leyti sem þeir
mega sárlítið liækka húsnæðis-
leiguna. Þó hafa þeir sýnt lög-
hlýðni og þegnskap. — En hvað
væri sagt og gert, ef þeir hefðu
rekið leigjendur út og lokað
húsum sinum? Yæri það ekki
svipað aðförum annara stétta-
flokka?
Margt af þessu gamla fólki
hefir öll starfshæfu æviár sin
sparað allan óþarfa og munað,
en dregið saman aura og lagt
þá í sparisjóð, til þess að eiga
sjálft sinn elli- og öx-orkusjóð.
Sparifé þess — eins og annara
— hefir verið ncdað af öðrum
ti! framkvæmda og gróða af
Jandi og sjó. Nú cru þakkirnar
þær, að þetta fé er hrifsað, öðr-
um til ábata og eyðslu jafnt lil
óhófs og einhvers gagns rétt í
svipinn.
Hvers virði er krónan nú?
Almennt talið mun kaupmátt-
ur krónunnar nú orðið ekki vera
yfir 20 aurar, móts við gengi
hennar fyrsta áratug þessarar
aldar. En hér verður það eitt
sýnt, hvað landráðaskrúfa
stéttafélaganna á báðar hliðar
liefir nú nýskeð tekizt að eyði-
leggja gildi krónunnar móti
helztu matvörum landhúnaðar-
ins, miðað við árið 1913, næsta
árið fyrir fyrra stríðið. Á þvi
ári (1913) flutti eg nýmjólk frá
Engey og seldi í hús til neyt-
enda á 18 aura pottinn. Nú fær
maður í mjólkurbúðum flösku-
mjólk (nýtt og gamalt samhell-
ings-gutl, sem er kallað ný-
mjólk, og oft verður súr og fúl
á sumrin eftir 1—2 dægur, en
varla sést fita setjast ofan á
hana) fyrir 1,57 kr., þ. e. 8.7
sinnum hærra verð. Smjör fékst
þá fyrir 1.60 kr. kg., nú 18.70
kr. og er það 11,68 sinnum
liækkað. Kjöt af dilkum, 1. fl.,
var þá í heildsölu hjá Sf. SI. 58
a. kg., nú 6,40, eða 11 sinnum
hærra.*) Slálur úr dilkum með
*) Árið 1908 var sama kjöt-
verð 42 a. lcg., 1910 46 a., 1912
mör keypti eg 1913 síðla í ágúst
á 80 aura lfvert. Nú er það (10.
sept.) með % kg mör 14 kr.,
og liækkun sú 17,5 föld. Hænu- ,
egg seldi eg sama ár 6—-8 a. Nú
vilja eigendur hænsnabúa selja
eggið á 1 kr. Hækkun (miðað
við 7 aura meðaltal fyr) 14,3.
Sá maður, sem keypti kjöt til
vetrarforða fyrir 100 kr. 1913,
þarf nú að bæta þar við 1000
krónum, ef liann vildi eða gæti
lceypt jafn mikið kjöt. En fyrir
100 kr. slátrið 1913, þarf hann
nú að greiða alls 1750 kr., eða
þó öllu lieldur 2250 kr., því að
varla verður talinn feitur og
góður blóðmör og lifrarpylsa
með minni mör en 1 kg. (V2 lal-
ið áður) í hvert lambsslátur, fyr-
ir utan garnmör.
Meðaltal af verðhækkún þess-
ara 5 vörutegunda og lífsnauð-
synja flestra landsbúa er 12,8.
Kaupmáttur eða gengi krónunn-
ar móti þessum landbúnaðar-
vörum er þvi jafnmörgum
(12,8) sinnum minna virði nú
en 1913. Og þar með er krónan
á þessu sviði á 29 árum lækk-
uð niður i 7,81 eyrir. Þarna gild-
ir 1 kr. nú aðeins 7% eyris.
Æsingaverk ofstopamanna,
blindni og fjárgræðgi almenn-
ings, kosningadekur forkólfa
flokka og stétta og aumingja-
skapur Alþingis, eiga nú fá spor
óstigin að algeru hruni íslenzku
krónunnar.
Er þjóð vor með þessurn að-
förum að undirbyggja lýðveld- !
ið og auglýsa hversu vel liún er
fær um að stjórna sjálfri sér?
Erum við íslendingar svo mikið
vitrari en Roosevelt forseti, að
lelja hættu litla mörg hundruð
% hækkun á kaupgjaldi og
landbúnaðarvörum, þegar hann
telur 78% árslauna hækkun og
35% hækkun á landbúnaðaraf-
50 a., en liæst varð það þá eftir
stríðið 1919 3 kr. Margt er nú
tvöfalt og þrefelt liærra en þá
var dýrast. Hafi menn ekki
gleymt villunni þá, með afleið-
ingum kreppu, atvinnuleysis og
erfiðleika milli styrjalda, hvern-
ig halda menn þá að nú rætist úr
margfalt meiri villu?
urðum mjög hættulega í við-
lenda riki sínu? Já, svo hættu-
lega, að hann hiki ekki við að
beita forsetavaldi sínu til að
stöðva verðbólguna, ef þingið
þar í landi framkvæmdi ekki
þá sjálfsögðu skyldu sína.
12. 9. V. G.
Aths. Síðan þetta var skrif-
að, hefir slátur með 1 kg. af
mör, verið lækkað úr 18 kr. i
14 kr. Breytir það þvi einungis,
að fyrir sömu (7% eyris) krónu,
getur fólkið fengið kg. i stað
punds af mör í blóðið.
12/9
Sjötug:
Guðrún Torfadúttir
prófastsekkja
Sjötíu ára er i dag frú Guð-
rún Torfadóttir, prófastsekkja
frá Hólmum í Reyðarfirði. Hún
er fædd á Flateyri við Önundar-
fjörð dóttir merkishjónanna
Torfa Halldórssonar skipherra
og Maríu Össursdóttir.
Árið 1903 giftist hún síra Jó-
hanni Luther Sveinbjarnarsyni
prófasli á Hólmum en missti
hann árið 1912.
Flutti lmn þá til Flateyrar og
gerðist þar stöðvarstjóri á sím-
stöðinni og gegnir hún því
starfi enn.
AUir vinir og kunningjar
senda liinni ágætu konu bezlu
kveðjur nú á sjötugsafmæli
hennar.
Tilkyiining:
írá Nýja Þvottahúsinu
Þvottur sem búinn er að vera lengur en 3 mánuði,
án þess að hans hafi verið vitjað, verður seldur fyrir
kostnaði næstkomandi laugardag á Grettisgötu 46,
þar sem Nýja þvottahúsið hefir starfað. Það sem sið-
ar liefir komið og ékki hefir verið sótt, er fólk beðið
um að sækja sama dag. —
Drengur
óskast til sendiferða. — Bíll notaður.
jVVatardeild
Slátnrfélags Snðnrlands
Hafnarstræti 5. -Sími 1211.
Höfum nýlega fengið
Kventöiknr
í stóru og fallegu úrvali
IVýjasta Amcríkntízka
FELDIIR h.f.
Austurstræti 10 — Sími 5Z20
Sölumaður
Duglegur sölumaður óskast strax. Tilboð, merkt: „Góð laun“
sendist Vísi. —-—
Nokkrar duglegar stúlkur
geta fengiö atvinnu nú þegar, eöa
15. október.
Fyrirspurnum ekki svarað i síma.
Bicxverkiiniðjan Frón
Nokkurbörn
vantar okkur enn, til að bera Maðið til kaup-
enda í vetur, aðallega um vestur- og miðbæinn.
Hækkað kaup
Tálið strax við afgreiðsluna
Dagblaðið Vísir
BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSI.
Skriftotoíía
húsnæðisráðunauts bæjarins verður eftirleiðis
í Frakkneska spítalanum við Lindíargötu, á efri
hæð. Skrifstofan verður opin a!3a virka daga
nema laugardaga kl. 4!/2 til 6 siðdegis.
I
Húsnæðisráðunauturinn verðmnr til viðtalk
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. j
!
BORGARSTJÚRI.
K IS O \
er liafinn á Skolavörðustígr 1%
Trippa- og folaldakjöt
í heilum skrokkum: kr. 4,00 pr. kg.
í frampörtum: kr. 3,80 pr. kg.
í lærum: kr. 4,30 pr. kg.
Dilkakjöt
í heilum skrokkum: kr. 4.20 pr. kg.
í frampörtum: kr. 4,00 pr. kg.
í lærum: kr. 4,50 pr. kg.
Saltfiskur
50 kg. á kr. 107,00, 25 kg. á kr. 55,00,
í lausrt vigt: kr. 2,30 pr. kg.
Saksíld
heiltunna kr. 102,00, hálftunna kr. 53,00,
fínsöltuð og hausskorin í hálftunnu kr. 62,00.
Krydd«íld
heiltunna kr. 135,00, hálftunna kr. 68,00. —
Eins og undanfarið verður saltað fyrir þá
sem þess óska, á staðnum.