Vísir - 15.10.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1942, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 50 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasaia 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Kosningar. SAMNINGAUMLEITANIR kommúnista og Fram- sóknar hafa að vonum vakið mikla athygli, enda leynir sér ekki að hverju stefnir, ef kjós- endur gefa þessum flokkum færi á að mynda sameiginlega ríkisstjórn. Hermann Jónasson berst mjög fyrir því innan flokks síns, að horfið verði að þessu ráði, en formaður flokks- ins heldur öllum leiðum opnum fram yfir kosningar. Vitað er það hinsvegar að sá maður hef- ir aldrei vílað fyrir sér að söðla um i st/órnmálunum hafi hann eitthvað getað unnið Reykvík- ingum til óþurftar, og hefir liann nú upp á síðkastið látið í veðri vaka, að nauðsyn beri til að stofnað verði til Landverzl- unar, eins og í síðasta stríði: með því að heildsalarnir hér í bænum blómgist óhóflega. Ðansar hann þar á sömu línu og kommunistarnir. Skemmda- starfsemi kommúnista og hefndalöngun Framsóknar fall- ast í faðma að kosningum af- stöðnum, ef Reykvíkingar hrinda ekki ófögnuði þessum af höndum sér í kosningunum á sunnudaginn. Þess er því að vænta að hver Sjálfstæðismað- ur geri skyldu sína, — vinni svo sem hann má og sjái um að svo geri aðrir, en láti það eitt ekki nægja að sækja kjörstað seint og síðar meir á deginum. Það veltur á miklu að allir Sjálf- stæðismenn kjósi tímanlega, með því að nú lýkur kosning- unni kl. 12 á miðnætti, sam- kvæmt tillögum Framsóknar- flokksins á Alþingi, sem hugð- ist með því að skaða Sjálfstæð- isflokkinn. Þjóðviljinn, — blað kommún- ista, — hirti samstarfstilboð þeirra til Framsóknar með feit- letraðri fyrirsögn, og mátti því vænta að álíka veður yrði gert út af svari Framsóknarmanna, hvort sem það yrði neitandi eða játandi. En það furðulega skeð- ur, að í gær ræðir Þjóðviljinn svar Framsóknarflokksins, og reynir að fela smágrein þá, sem að þessu laut innan um annað lesmál blaðsins, á sem minnst áberandi stað. Kommarnir vita að samvinnuhneigð þeirra og Framsóknar er á engan veg vel séð hér í höfuðstaðnum, og þeim er nú orðið ljóst, að þeir hafa hlaupið á sig, með þvi að bera fram tilboð sitt fyrir kosningar. Ætlunin var að halda öllu slíku makki leyndu, en á veiku augna- hliki varð freistingin vitinu sterkari, og því er það, sem Reykvikingum gafst færi á að skyggnast Iítið eitt inn í fyrir- hugaða framtíð kommúnism- ans hér á landi. Þótt kommúnistar reyni að dylja fyrirætlanir sinar með því að reyna að telja fólki trú um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn muni taka upp samvinnu eftir kosningarn- ar, liggur ekkert það fyrir i mál- inu, sem gerir það sennilegra en að kommúnistar og Framsókn taki höndum saman. Um þetta er ekkert endanlega ráðið. Þetta er kommúnistum ljóst eins og öðrum og þvi er það, . .... . ’-v „Rödd skynseminnar má ekki • - ' ik. * . * mm / heyrast fyrir kosningar“. Formaðup lítvarpsráðs bannar flutning vísindalegs erindis um neyzlu innlendra afurða. Segist hafa gert Jþað af umhygpju „fyrir málunum“ vegna lit- varpsumræðanna. 1 gærkveldi laust fyrir kl. 8 síðd. var hæversklega tilkynnt í útvarpinu, að erindi Jóhanns Sæmundssonar tryggingaryfir- læknis: Innlend fæða og erlend, félli niður, en í stað þess yrðu leikin log af hljómplötum. Mönnum kom þetta á óvænt með því að flestir höfðu beðið erindisins með mikilli eftirvæntingu. Vísir leitaði til læknisins og spurðist fyrr um forföll hans, og fékk þá það svar, að um ekkert slíkt hefði verið að ræða. Skýrði læknirinn svo frá, að formaður útvarpsráðs, Jón Ey- þórsson veðurfræðingur, hefði tilkynnt sér í gær milli 4 og 5, að ekki gæti orðið af flutningi er- indisins þá um kvöldið, og færði fram sem ástæðu, að óheppilegt væri að slíkt erindi yrði flutt fyrir kosningar. Hinsvegar bauð hann upp á, að það yrði flutt eftir kosningar, — á miðviku- daginn kemur. í umræðunum um þetta lét formaður útvarps- ráðs skína í það, að frestunin væri gerð af umhyggju fyrir lækninum, með þvi að sennilegt væri, að erindið yrði dregið inn í stjómmálaumræðurnar og læknirinn m,yndi hafa af því lit- inn sóma. Læknirinn afþakkaði það boð, að flytja erindið i næstu viku, með þeim forsendum, að hann vildi ekki viðurkenna rétt- mæti }>ess, að rödd almennrar skynsemi skyldi vægðarlaust þögguð niður — fyrir kosningar. Er efni erindisins þannig, að það stofni hlutleysi útvarpsins i hættu ? „Ekki fremur nú en eftir kosn- ingar. Erindið fjallar um holl- ustu íslenzkrar fæðu, heilsufars- lega og þjóðhagslega nauðsyn þess, að hennar sé neytt í sem ríkustum mæli og loks tillögur um lækkun á t. d. kjöti og mjólk.“ Er deilt á verð þessara afurða í erindinu? „Engan veginn. Hvergi er dregið í efa, að verðið sé rétt, en tillögurnar um verðlækkun eru eingöngu hugsaðar sem liður i baráttunni gegn dýrtíðinni. Er- indið kemur út í dag á prenti og getur þá hver maður séð hve hættulegt það er. Erindi þetta er í beinu framhaldi af útvarps- erindi mínu, Matur og matar- æði, en það erindi birtist i Al- sem þeir leggja kapp á að rétt- Iæta fyrir kosningar væntanlegt samstarf sitt við Framsókn með því að bera aðra sökum, — þeir vilja láta það heita svo að þeir gangi til samvinnunnar til þess að afstýra vandræðum, sem af svokallaðri „hægri“ samvinnu leiddi. Þessar kosningar verða vissulega örlagaríkar, en leiða vonandi ekki til þeirrar þjóðar- ógæfu, að kommúnistum takist að auka fylgi sitt, og fái þannig aðstöðu til að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Aldrei hefir oltið meir á því en nú, að Sjálfstæðismenn, hér í höfuðstaðnum, fylki sér sem þéttast saman og vinni verulega á frá því, sem verið hefir i síð- ustu kosningum. Hver sá, er lieima situr stuðlar beinlínis að því að áhrifavald kommúnist- anna eykst, og ræður því jafn- vel, að þeir fá fleiri þingfull- trúa en í síðustu kosningum. Hættan er fyrir hendi og lýðum Ijós. Hver er það, sem ekki vill afstýra henni, og tryggja með því framtið þjóðarinnar og sjálfstæði? þýðublaðinu 10. þ. m. í þvi er- indi komst eg rétt að efninu í lolcin og virðist mér því meiri hætta á að orð min þar verði rangfærð, ef mér er meinað að gera fulla grein fyrir því, sem vakir fyrir mér, sé það á annað boð ætlunin að draga erindi þessi inn í útvarpsumræðurn- ar.“ Fleira hafði Jóhann Sæmunds- son læknir ekki um það að segja, en það er annar þáttur þessa máls, sem mikla athygli mun vekja. Frásögn Jóns Eyþórssonar. Vísi virtist framferði for- manns útvarpsráðs svo fráleitt, að blaðið taldi rétt að leita um- sagnar hans sjálfs, ef vera mætti að það skýrðist, af hvaða hvöt- um bann hefði verið sett á flutn- ing erindisins, svo og hverjir eða hver hefði tekið þessa ákvörð- un. Blaðinu tókst að ná tali af formanninum í morgun, en hann var þá staddur á ritstjórn- arekrifstofu Tímans. Fóru við- ræður fram á þesssa leið: Okkur langaði til að leita upplýsinga um bannið gegn flutningi á erindi Jóhanns Sæ- mundssonar í gærkveldi. Hver ákvað, að erindinu skyldi frest- að? „Það gerði eg, sem formaður útvarpsráðs. Eg lít svo á, að for- maður útvarpsráðs verði að taka á sig ábyrgð og óvinsæld- ir af slíkum ráðstöfunum, sem þessum, milli funda, en hins- vegar ber hann svo ábyrgð gagnvart útvarpsráði, sem tek- ur sinar ákvarðanir þessu við- víkjandi.” Átti ekki að halda útvarps- ráðsfund í gær? „Jú, fundir eru haldnir í ráð- inu á miðvikudögum, en ég og skrifstofustjórinn, Helgi Hjör- var, litum svo á, að óþarfi væri að halda fund að þessu sinni, með þvi að ekkert sérstakt lá fyrir, og auk þess eru fulltrú- ar í útvarpsráði, sem, margir fást við blaðastörf, mjög önn- um kafnir þessa vikuna, eins og þér þekkið, og eiga f>vi erfitt um fundarsókn.“ Af hvaða orsökum synjuðuð þér erindinu að þesssu sinni? „Eg taldi erindið svo mikið „innlegg“ 1 málum, sem deilt verður um í stjórnmálaumræð- unum nú í vikunni, og af um- hyggju synjaði eg því um flutning erindisins.” Af umhyggju fyrir málunum eða lækninum? „Málunum að sjálfsögðu.“ Viljið þér taka eitthvað sér- stakt fram frekar í þessu sam- handi? „Nei. Eg sé ekki ástæðu til þess. Jóhann Sæmundsson læknir hefir skýrt rétt frá okk- ar viðskiptum í viðtali við Al- þýðublaðið, er þar birtist í morgun.“ Þá aflaði Vísir sér upplýsinga um það frá öðrum heimildum, að fundur sá, sem halda átti í útvarpsráði i gærmorgun, var afboðaður snemma um morg- uninn, en vafalaust hefir for- maðurinn þá þegar- verið hú- inn að taka ákvörðun sina varð- andi flutning erindis Jóhanns læknis Sæmundssonar, þótt hann teldi að „ekkert sérstakt lægi fyrir fundinum“ og léti því tilkynna fulltrúum, i útvarps- ráði, að hann félli niður. i Eindæma tiltæki. Samkvæmt framansögðu er augljóst, að formaður útvarps- ráðs hefir algerl,ega af eigin hvötum og upp á sitt eindæmi synjað um flutning á hinu hlut- lausa og vísindalega erindi Jó- hanns Sæmundssonar, enda tal- ið að erindið gæti „verkað ó- þægilega“ i umræðunum um deilumálin. En óþægilega fyrir hvern ? Ekki fyrir ríkisútvarpið, en hagsmuna þess á formaður-< inn að gæta, en annara ekki. Illutlaus fyrirlestur hlýtur ávallt að eiga rétt á sér, jafnvel þótt kosningar standi fyrir dyrum. Virðist því svo, sem hér sé um hreinan ofbeldisverknað að ræða af hálfu formannsins, sem með öllu er óviðunandi, og af pólitiskri ofstæki formannsins, sem nú heldur sig aðallega á rit- stjórnarskrifstofu Tímans. Frjáls hugsun fer sannarlega að eiga erfitt i landinu, ef slíkl tiltæki er látið óátalið. Rikisút- | varpið er hvorki einkaeign Jóns i Eyþórssonar né Framsóknar- flokksins. Til þess er stofnað og það rekið á kostnað alþjóðar og í hennar þágu, og formaður út- varpsráðs verður að varast, — hversu mikið traust sem hann kann að hafa á sjálfum sér og sinni stöðu, — að gera sig sekan um slíkt gerræði og slíka flónsku sem þessa. Erindi Jó- hanns Sæmundssonar, þau er hann flutti í Ríkisútvarpið, hafa öll verið með þeim blæ og um þau efni, að óhætt er að full- yrða að fáir munu vinsælli fyr- irlesarar. Erindin hafa haft menningarlegt og „praktiskt“ gildi, og vafalaust er hið sama að segja um erindi það, er synj- að var, en það mun sannast, er crindið kemur fyrir augu al- mennings nú í dag. Eftir ofviðirið á Vestfjarðakjálkanum. Jón Bergsveinsson fulltrúi Slysavarnafélagsins er nýkom- inn til bæjarins. Segir hann, a? ófærð hafi verið mikil eftir of- viðrið, og sé enn. Á ísafirði voru mannhæðar háir skaflar og bíl- ar komust ekki ferða sinna fyrr en búið var að moka. — Fjár- skaðar urðu og menn óttast, að fé hafi fennt á fjöllum. — í Bolungarvík brotnaði stór vél- bátur við brimbrjótinn. Jón var 3 daga veðurtepptur í Súðavik og varð að lokum að hætta við leiðangur sinn vegna ófærðar. Erfitt er um alla fundasókn og frambjóðendurnir verða að fara staða á milli á tveimur jafnfljótum að þessu sinni. Frú 1211 prófastsekkja frá Höskulds- stöðum á Skagaströnd, er hálf- áttræð i dag, fædd 15. október 1867 að Sæunnarstöðum i Hall- áx-dal. Foreldrar hennar, Sigúrð- ur Finnbogason og Elisabet Björnsdóttir, hreppstjóra Þor- lákssonar á Þverá í Hallárdal, hjuggu lengi á Sæunnarstöðum og ávallt við heldur lítil efni. Frú Margi'ét er systir jjeirra merku og kunnu manna Björns bankastjóra Sigux'ðssonar og Boga kaupmanns i Búðardal. Þriðji bróðirinn var Haraldur, tannlæknir í Kaupmannahöfn. Ei'u þeir bræður nú allir látnir. Frú Mai'grét ólst upp á Sæ- unnarstöðum og kom brátt i ljós að hún mundi prýðilegum gáfum gædd og hneigð til bók- náms. Seytján ára gömul gekk hún í kvennaskólann á Ytri-Ey og lauk þar námi með ágætum vitnisburði. Haustið 1889 varð hún kennslukona i Eyjarskóla og gegndi því stai'fi til 1894. Var oi’ð á því gert nyrðra, hvei’su miklar mætur frú Elín Briem, forstöðukona skólans, hefði haft á gáfunx þessa nem- I anda síns og síðar samkennara. Árið 1893 giftist Margrét síra Jóni Pálssyni frá Dæli í Víðidal, síðar prófasti, er kjöi'inn hafði verið prestur í Höskuldsstaða- lcalli haustið 1891. Vorið 1894 reistu þau hú á Höskuldsstöð- um og bjuggu þar síðan unz Jón prófastur andaðist, haustið 1931. Hafði hann þá þjónað Höskuldsstaðaprestakalli um 40 ára skeið og aldrei sótt um annað hrauð. Sira Jón var sam- vizkusamur embættismaður, fá- skiptinn um annari'a hagi, en þungur fyrir, ef á hann var leit- að, hverjum manni vinsælli og drengur hinn bezti. Ekki var hann talinn mikill húhöldur, og lítt mun þeim hjónum hafa safnazt sá auður, sem mölur og ryð mega granda. En góð voru þau gesti og gangandi, höfð- ingjar heim að sækja, veitul um efni fram. Þá er frú Margrét hafði misst mann sinn fluttist hún út á Hólanes og býr þar nú með dótt- ur sinni, Elinu. Annað barn þeirra hjóna er Páll cand. phil., er dvalist hefir lengi í Kaup- mannahöfn og gegnir þar opin- beru starfi. Frú Margrét Sigurðardóttir er enn við allgóða heilsu, þó að aldui'inn sé orðinn nokkuð hár. Munu vinir og kunningjar minnast hennar á þessxim degi og spnda henni alúðar kveðjur. P. S. Vantar matreiðslukonu og einnig stúlku til að ganga um beina. Borga gott kaup. Uppl. á Lindargötu 65, frá kl. 7—8 í kvöld. Húshjálp íslenzk, reglusöm hjón, sem vinna úli í bæ, vanta eitt herbergi til að sofa í. Góð umgengni, — áreiðanleg greiðsla. — Húshjálp og þvottar geta komið til greina. Tilboð, merkt: „Há leiga 1942“. Eriodi það, sem eg átti að flytja í útvarp- ið I gærkveldi, verður selt á götum bæjarins sfðdegis í dag. JÓHANN SÆMUNDSSON, 50 mjólkurkýr til sölu ásamt nægum hey- birgðum. Uppl. i síma 2577. Ungur maður sem vinnur á skrifstofu, ósk- ar efth' atvinnu á kvöldin eft- ir kl. 6 og jafnvel um helgar lika. Er vanur bókfærslu, vélritun og öllum algengum skrifstofustörfum, — góð enskukunnátta, — hefir bíl- próf. Tilhoð sendist afgr. blaðsins fyrir 18. þ. m., merkt: „Ábyggilegur — 57“. Vil selja Planó Til sýnis á Laugavegi 126, neðstu hæð, frá kl. 6—-7 i kvöld. Vinna — Húsnæði Karlmaður og kona, sem vilja vinna við búrekstur hér í bænum, geta fengið liús- næði nú þegar. Tilboð send- ist Visi strax, merkt: „Bú- vinna“. í mikln úxvali fyrirliggjanúi Margar stærðit Margar gerðir Margir Utir Grjótagötu 7 Simi 3573 Sjálfstæðisflokkurínn hefir boðað stjórnmálafund í Keflavík annað kvöld kl. 8j4. — Nokkrir helztu forystumenn flokks- ins mæta á fundinum. X—D-Iistinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.