Vísir - 21.10.1942, Side 2
VISÍR
DAGBLAfl
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16j0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Harðari róður.
■|J rslit kosninganna eru nú
kunn orðin í ýrasum kjör-
dæmum, — bæði sjávarplássum
og sveitum. Hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn þegar unnið tvö
þingsæti, — Seyðisfjörð frá Al-
þýðuflokknum og annað þing-
sætið fyrir Árnessýslu frá Fram-
sóknarflokknum, samkvæmt
hinum nýju kosningalögum.
Engin líkindi eru til að flokkur-
inn tapi þingsætum til andstæð-
inganna, með því að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir staðizt eldraun-
ina í þeim kjördæmum, sem
andstæðingarnir hafa lagt mest
kapp á að vinna. Mætti þar
nefna bæði Akureyri og Austur-
Húnavatnssýslu. Virðast horfur
vera á að Sjálfstæðisflokkurinn
verði fjölmennasti flokkur
þingsins, og fái þar aukið áhrifa-
vald á næsta kjörtímahili.
Atkvæðamagn flokksins er
víðast hvar svipað og það verið
hefir, — atkvæðaaukning og
fylgistap haldazt nokkurnveginn
i hendur að þvi er heildartölur
snertir, en þó hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn tapað fylgi hér í
hænum frá því, sem var í síð-
ustu kosningum. Má ætla að það
stafi að verulegu leyti af því, að
Árni Jónson frá Múla hefir dreg-
ið frá flokknum nokkur hundr-
uð atkvæði, sem algerlega var á
glæ kastað, en verða kommún-
istum einum til framdráttar.
Ekki kveður þó meira að fylgis-
tapinu hér en svo, að með engu
móti verður talið að um klofn-
ing í flokknum sé að ræða, en
það er eins og gengur, að nokkr-
ar óánægðar sálir hafa horfið
frá fldkknum i bili, en munu
skila sér aftur þegar á reynir.
Sama er að segja um þá, sem
skiluðu auðum seðlum. Það eru
vafalaust kjósendur, sem ekki
fylgja rauðu flokkunum að mál-
um, en Iiafa ekki sætt sig við
lista Sjálfstæðisflokksins, eins
og hann var skipaður að þessu
sinni.
Þótt ekki sé um klofning í
Sjálfstæðisflokknum að ræða,
er augljóst, að alvarlega horfir,
ef ekki verður á breyting til
batnaðar á næstu árum. Flokk-
urinn má ekki við fylgistapi hér
í liöfuðstaðnum, ef að hann á
að halda meiri liluta og ráða enn
sem fyr mestu um stjórn bæjar-
málefnanna. Að vísu má segja
sem svo, að bæjarstjórnarkosn-
ingar íúti að nokkru öðrum lög-
málum en Alþingiskosningar, og
er það vafídaust rétt, en ekki
er það einhlitt. f>að er engin
trygging fyrir þvi, að þeir kjós-
endur, sem nú hafa horfið til
amiara flokka, eða skilað auðu,
geri ekki slíkt hið sama við bæj-
arstjórnarkosningar. Þeir eru
ekki öruggir flokksmenn, en á
öðrum en öruggum flokks-
mönnum er ekki að byggja.
Flokkurinn verður því að herða
róðurinn, ekki með orðunum
einum, heldur verkunum, og
munu þá mál skipast á annan
veg en nú, og felst þó ekki í
þessu nein ásökun um að slæ-
lega hafi verið unnið.
Hið alvarlegasta tímanna
tákn er það, hversu kommún-
istum hefir enn tekizt að auka
fylgi sitt, ekki aðeins hér í
Reykjavík, lieldur og í öðrum
kjördæmum, — jafnvel eidnig
í sveitum landsins. Slíkt er sýki,
sem verður að koma í veg fyri-r.
Sennilegt er að um stríðsfyrir-
brigði sé að ræða, sem enga
varanlega þýðingu hefir, og að
fylgið muni hrynja jafnskjótt
af kommúnistum og þeir hafa
eflzl að því. Um þetta verður
ekkert fullyrt, þótt liitt sé víst,
að kommúnisminn er ekki
%
stefna framtíðarinnar, sem
fylkir landslýð öllum undir
merki sitt. Kommúnisminn get-
ur ef til vill þróast enn um
skeið, en hann brestur skilyrð-
in til þess, ef aðrir flokkar sýna
i verkinu að þeir séu fulls
trausts verðir. Sjálfstæðisflokk-
urinn einn hefir gert þetta til
þessa, og' hann mun enn reynast
öruggasta vígið gegn kommún-
ismanum. Af hinum flokkun-
um er einskis að vænta. Til
þess er stefna þeirra of þröng-
sýn og tækifærissinnuð.
S j álfstæðisf lokku r in n þarf
að starfa betur hér í Reykjavík.
Sundurþykkju alla verður að
kveða niður, að svo miklu leyti,
sem hennar liefir orðið vart, ef
hruni á að afstýra í framtiðinni.
Þetta verkefni er auðvelt, ef
flokksstjórnin hefir á því fullan
skilning, sem ekki er að efa.
Takist vel til um flokksstjórnina
og verði öll sundurþykkja nið-
ur kveðin, mun Sjálfstæðis-
flokkurinn verða enn sem fyr
sterkasti, þjóðhollasti og stærsti
flokkurinn bæði hér i bæjar-
stjórn Reykjavíkur og á Alþingi.
Ingibjörg Möller.
I inorgun andaðist á heimili
sonar sins, Jakobs Möllers fjár-
málaráðherra, frú Ingibjörg
Möller. Æviatriða þessarar
ágætu konu verður síðar getið.
Sundmeistaramótið í kvöld.
Hörð keppni í ýmsum
greinum.
Sundmót verður haldið i
SundhöIIinni í kvöld og er það
Sundráð Reykjavíkur, sem
gengst fyi’ir því. Má búast við,
að áhorfendur verði margir, því
að gera má ráð fyrir skemmti-
legri og harðri keppni i ýms-
um greinum. Mótið hefst kl. 8^
stundvíslega.
I 100 inetra skriðsundi verða
margir keppendur. Líklegt er,
að aðalkeppnin verði milli Stef-
áns Jónssonar í Ármanni og
Rafns Sigurvinssonar i K. R.
Þá má húast við skemmti-
legri keppni i 100 metra bringu-
sundi. í þeirri grein hefir verið
sigurvegari að undanförnu Sig-
urður Jónsson í K. R. Tveir
hættulegustu keppinautar hans
í kvöld verða þeir Magnús Krist-
jánsson úr Ármanni og Edward
Færseth i Ægi.
í 4x50 metra boðsundi keppa
fimm sveitir og í þessu sundi
mun mega gera ráð fyrir, að
keppnin verði hörðust málli Ár-
manns og Ægis, miðað við fyrri
úrslit.
Þá verður keppt i 50 metra
bringusundi fyrir drengi, 50 mtr.
skriðsundi og 50 mtr. baksundi,
einnig fyrir drengi innnan 16
ára.
Boðsundið, aðalsund kvölds-
ins, er seinasti liðurinn á dag-
skránni.
Revýan
„Nú er það svart, maður“ verður
sýnd næst annað kvöld.
S j álf stæðisflokkurinn vann
annað þingsæti
Arnessýslu
Litlar breytingar í öðrum kjör-
dæmum írá því, sem var í vor.
rslit urðu kunn í ýmsum kjördæmum í gær, og urðu engar
verulegar breytingar frá þvi, sem áður var, að öðru leyti en
því, að Eiríkur Einarsson var kjörinn annar þingmaður Árnes-
inga. Kommúnistar unnu þingsæti Siglufjarðar með örlitlum
meiri hluta og var það illa farið, þótt ætla megi að ekki verði
tjaldað þar nema til eins kjörtímabils.
f dag verður talið í 7 kjördæmum. Hefst talningin víðast-
hvar upp úr hádeginu, en úrslit verða kunn í þessum sýslum:
Gullbringu- og Kjósarsýslu, Snæfellsnessýslu, Vestur-fsafjar.ð-
> arsýslu, Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Vestur-Skapta-
fellssýslu og Rangárvallasýslu.
Hér á eftir fara úrslit í j>eim
kjördæmum, þar sem upptaln-
ing fór fram í gær. Eru þar til-
greindar atkvæðalölur fram-
bjóðendanna sérstaklega, en i
svigum atkvæði, sem á landlista
féllu á hverjum stað.
ingar og hlutu kosningu Jörund-
ur Brynjólfsson (F) og Eiríkur
Einarsson (S), eða efstu menn
hsta Framsók(narflökksins og
Sjálfstæðisflokksins.
A-Iistinn (A) lilaut 152 atkv.
og landlistinn 1, B-listinn (F)
1281 og landlistinn 4, C-listi
Bϒaf
fréttír
Hlutavelta.
Knattspyrnufél. Víkingur hefir
ákveSið aS efna til hlutaveltu næst-
komandi sunnudag. Félagar Víkings
og velunnarar, sem hafa i hyggju
að gefa muni, eru vinsamlega beðn-
ir aS tilkynna það, eða konra þeim
til Gunnars Hannessonar, í verzlun
Marteins Einarssonar, Laugaveg,
eSa til Björgólfs Stefánssonar í
Skóverzlun B. Steiánssonar, Lauga-
veg 22A.
Aðalfundur
Skautafélags Reykjavikur verS-
ur haldinn í Kaupþingssalnum i
kvöld kl. 8,30.
Tjarnarbíó.
Þar hefst í dag sýning á amer-
iskri kvikmynd, sem nefnist „For-
sætisráSherrann“. Kvikmyndin
fjallar um hiS mikla brezka skáld
og stjórnvitring Benjamín Disraeli.
AðalhlutverkiS leikur John Gielgud,
frægasti Shakespeareleikari heims.
Næturlæknir.
Jónas Kristjánsson, Grettisgötu
81, sími 5204. — Næturvörður er
í Reykjavíkur apóteki.
V estmannaeyjar.
Kosningu lilaut Jóhann Þ.
Jósefsson (S) með 662 atkv.
(46). Gylfi Þ. Gíslason (A) hlaut
279 (20), Stefán Franklín (F)
.110 (1), Þórður Benediktsson
(Soc.) 492 (28).
Auðir seðlar voru 38. Ögildir
16. Á kjörskrá voru 2078, en
1704 kusu.
Orslit í kosningunum 5. júlí:
Jóhann Þ. Jósefsson (S) 736,
Sveinn Guðmundsson (F) 131,
ísleifur Högnason (Soc.) 461,
Gylfi Þ. Gíslason (A) 272.
Siglufjörður.
Kosningu hlaut Áki Jakobsson
(Soc.) með 464 (18). Sigurður
Kristjánsson (S) hlaut455 (14),
Erlendur Þorsteinsson (A) 373
(13), Ragnar Guðjónsson (F)
97 (5).
Þetta var í fyrsta skipti, sem
kosningar til Alþingis fara fram
á Siglufirði sem, sérstöku kjör-
dæmi. Á kjörskrá voru 1713.
Auðir seðlar voru 12 og ógildir
9.
Borgarfjarðarsýsla.
Kosningu hlaut Pétur Ottesen
(S), 652 (21), Sverrir Gíslason
(F) 333 (12), Sigurður Einars-
son (A) 248 (47), Steinþór Guð-
mundsson (Soc.) 75 (23).
Á kjörskrá voru 1896, en 1422
kusu. Auðir seðlar 13 og ógildir
5.
Úrslit 5. júlí: Pétur Otteesen
(S) 700, Sverrir Gíslason (F)
365, Steinþór Guðmundsson
(Soc.) (62), Sig. Einarsson (A)
285.
Austur-Húnavatnssýsla.
Kosningu hlaut Jón Pálmason
(S), 554 (5) atkv., Hannes Páls-
son (F) 456 (18), Friðfinnur
ólafsson (A) 42 (0) og Klemenz
Þorleifsson (Soc.) 43 (7).
Á kjörskrá voru 1358, en 1143
kusu. Auðir seðlar voru 13 og
ógildir 5.
Úrslit 5. júli: Jón Pálmason
(S) 591, Hannes Jónsson (F)
494, Friðfinnur Olafsson (A)
17, Klemenz Þorleifsson (Soc.)
29.
Mýrasýsla.
Kosningu hlaut Bjarni Ás-
geirsson (F), 468 (19) atkv.,
Friðrik Þórðarson (S) 316 (27),
Jóhann E. Kúld (Soc.) 93 (11),
Landlisti Alþýðuflokksins 12.
Á kjörskrá voru 1146, en 960
kusu. Auðir seðlar 8, ógildir 6.
Úrslit 5. júli: Bjarni Ásgeirs-
son (F) 486, Friðrik Þórðarson
(S) 345, J. E. Kúld (Soc.) 77.
Ámessýsla.
Þar fóru fram hlutfallslcosn-
(Sóc.) 242 og landlistinn 14 og
D-listinn (S) 810 og landlistinn
14.
Á kjörskrá voru um 3000 og
kusu 2574. Auðir seðlar voru
21 og ógildir 35.
Úrslit 5. júlí: Ingimar Jóns-
són (A) 194; Jörundur Brynj-
ólfsson (F) 1311, Páll Hall-
grímsson (F) 1215, Eiríkur Ein-
arsson (S) 860, Sig. O. Ólafsson
(S) 713, Gunnar Benediklsson
(Soc.) 238.
Talning hófst árdegis í dag i
einu kjördamii, Rangárvalla-
sýslu. Einnig er talið í dag í
Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Snæfellsnessýslu, Vestur-ísa-
fjarðarsýslu, Strandarsýslu,
Vestur-Húnavatnssýslu og Vest-
ur-SkaftafelIssýlu.
KI. 7 í kveld hefst talning i
Barðastrandarsýslu.
Margir bíða úrslitanna í Snaé-
fellsnessýslu með talsverðum
„spenningi“, þvi að kosninga-
bardaginn var allharður þar í
sveit, og margir bíða með nokk-
urri óþreyju úrslita i öðrum
kjördæmum, svo sem Vestur-
Isafjarðarsýslu o. fl. Yfirleitt er
áhugi manna fyrir kosningaúr-
slitunum mjög mikill.
Mannalát meðal
Vestur-íslendinga.
8. júli sl. andaðist Vigfús
Þórðarson bóndi að Oak Point,
Manitoba. Hann var fæddur árið
1872. Foreldrar hans voru
bændahöfðinginn Þórður Þor-
steinsson og kona hans Rann-
veig Kolbeinsdóttir, sem lengi
bjuggu stórbúi að Leirá. — Vig-
fús var kvæntur Ástríði dóttur
síra Jóns Benediktssonar í Saur-
bæ á Hvalfjarðarströnd, en
missti hana eftir tveggja ára
sambúð. Árið 1896 kvæntist
hann Kristínu Ólafsdóttur, Jóns-
sonar frá Sturlureykjum, sem
lifir mann sinn. Bjuggu þau að
Áskoti í Melasveit í 4 ár, en
fluttust 1901 vestur um haf.
Eignuðust þau 6 börn og eru 3
á lífi. Vigfús hafði i öllu verið
hinn mætasti maður.
Látinn er vestra 26. júli
Guðmundur Eyjólfsson frá Há-
koti í Þykkvabæ, f. 1859. Kvænt-
ist 1884 Katrinu Magnúsdóttur
frá Rimakoti í Þykkvabæ. Lifir
ein dóttir þeirra, búsett í Wyn-
yard, Sask. — Guðmundur og
kona hans komu til íslands
1930, þá 71 árs. Dvöldust þau
hér um árs bil og settust svo að
i Wynyard.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19,25 Hljómplötur :• Lög úr
óperum. 20,00 Fréttir. 20,30 Er-
indi: Kákasuslönd, I (Knútur Arn-
grímsson kennari). 21,10 Hljóm-
plötur: íslenzkir söngvarar. 21,30
Auglýst síðar.
------------------------
Frá hæstarétti:
Mál út af trésmíða-
vél.
Þann 19. okt. var kveðinn
upp dómur í málinu Steindór
Einarsson gegn Ólafi S. Guð-
jónssyni.
Tildrög máls þessa voru þau,
að ólafur seldi Steindóri Ein-
arssyni bifreiðaeiganda tré-
smíðavél. Var kaupverð vélar-
innar kr. 4800.00 og voru 4000
kr. greiddar strax, en kr. 800
skyldu greiðast er sýnt væri að
vélin væri gallalaus, en upp-
setningu og reynslu vélarinnar
skyldi lokið fyrir mailok 1941,
og er ekki annað sýnilegt, en
þvi hafi öllu verið lokið fyrir
tilsettan tíma. |ÓIafur kveðst nú
árangurslaust hafa krafið Stein-
dór um eftirstöðvamar, kr. 800,
og hafi hann orðið að afhenda
kröfuna til innheimtu, en það
gerði hann um miðjan júni 1941.
Steindór hefir halcfið því fram
í inálinu, að hann hafi aldrei
verið krafinn af Ólafi og hefir
hann á þeim grundvelli neitað
að greiða innheimtulaun til mál-
færslumanns, þar sem sú innJ
heimtuaðferð hafi verið óþörf,
þvi hann hafi ætíð verið reiðu-
búinn til þess að greiða skuldina.
í málinu lágu ekki fyrir sann-
anir þess, hvor aðilja skýrir rétt
frá, en liéraðsdómari leit svo
á, að þar sem umrædd skuld
hefði fallið í gjalddaga í maí-
lok 1941, hefði Steindóri borið
að gera ráðstafanir til þess að
greiða ólafi hana, en ósannað sé,
að þær liafi verið gerðar. Skuld-
in hafi því verið komin í van-
skil og því rétt að afhenda hana
til innheimtu eins og gert var.
Var Steindór dæmdur til
greiðslu skuldarinnar kr. 800.00
ásamt vöxtum og kr. 180.00 í
málskostnað. Þessum úrslitum
skaut Steindór til hæstaréttar og
krafðist þar sýknu af málskostn-
aðarkröfunni. En úrslit málsins
urðu þau, að héraðsdómurinn
var staðfestur og Steindór
dæmdur til þess að greiða Ólafi
kr. 600.00 i málskostnað fyrir
hæstarétti.
Hrl. Einar B. Guðmundsson
flutti málið af hálfu Ólafs fyrir
hæstarétti, en hrl. Sigurgeir Sig-
urjónsson af hálfu Steindórs.
Ágætap
Gulrófur
Gulrætur
Kartöflur
Citrónur
Laukur
Tómatar
Súpujurtir
Súpuhorn.
Dómnefnd
í verðlagsinálum hefir ákveð-
ið eftirfarandi hámarksverð
á smjörlíki:
í lieildsölu kr. 4.35..
1 smásölu kr. 5.10.
Reykjavik, 20. okt. 1942.
Dómnefnd í verðlagsmálum.
Stúlku
vantar i eldliúsið á Vifils-
stöðum. — Uppl. hjá ráðs-
konunni í síma 5611. ,
Stúlku
vantar við vefnað nú þegar.
Aðeins vön stúlka kemur til
greina. —
Bergsstaðastræti 6.
m töt
f.vrir gfömal
Látið oss hreinsa og pressa
fatnað yðar og hann fær sinn
upprunalega blæ. — Fljót
afgreiðsla. —
EFNALAUGIN TÝR,
Týsgötu 1. Sirúi 2491.
Gólflakk
Matt-lakk
Ahornlakk
jvpmuw
Stúlku
varitar strax í eldhúsið á
Elli-hjúkrunarheimilið
GRUND.
Uppl. gefur ráðskonan.
Laukur
ClTRÖNUR
GULRÆTUR
Simi 1884. Klapparstig 30.