Vísir - 21.10.1942, Side 3

Vísir - 21.10.1942, Side 3
VISIR Hvers vegna eldumst vér mennirnir.? Gríska goðafræðin segir á eftirtektaverðan og skemmti- legan hátt frá |>ví hvernig guð- ' imir á Ólimpýfjalli varðveitlu sína eilifu æsku. Þeir voi*u ávallt ungir af þvi að þeir nærðust á ódáinsfæðu. Goðafræði Norðurlanda segir svo frá, að guðirnir í Ásgarði varðveittu æsku sina með því að eta af eplum Iðunnar. I>ví fór sem fór, þegar Loki stal eplun- um. Æsir urðu gamlir og hár- aðir. Loki var, eins og við mun- um, hinn mesti prakkari, sem vann guðunum allt það ógagn, er hann mátti. Það er sorglegur sannleikur, sem ekki verður hrakinn, að vér mennirnir hrörnum misk- unarlaust, ár frá ári, unz vér hverfum til jarðarinnar. Líta margir svo á, að {>etta sé skapa- dómur sem ekki verði lirundið. Má vel vera að svo sé, en skyld- um við ekki geta fengið full- nægingu þessa dóms frestað hjá handhafa f ramkvæmdavaldsins, konungi lífsins, ef við 'reyndum. Ástæðan fyrir þvi að vér eld- umst fyrir örlög fram, er án efa sú, að Loki tízkunnar og tiðar- andans hefir stolið frá okkur ó- dáinseplunum, sem okkur eru ætluð til að nærast á og þann veg viðhalda okkar mannanna eilíu æsku, sem okkur er ásköp- uð. Vér vitum svo dæmalaust vel, að jörðin endurnýjast árlega. Hún færist í sitt æskuskrúð á vori hverju. Fyrir samstillta orku jarðar og sólar, vaxa ár- lega ódáinsepli á jörðinni og það einmitt meðal vor, en fyrir van- {ækkingu vora, sjáum vér ekki og þekkjum ekki epli þessi á glitmeiðsgreinum lands vors, sem oss eru þó ætluð til upp- byggingar, Þó er einn maður meðal vor, sem fundið hefir ódáins- eplin, getur og vill visa okkur á þau. Þessi maður er Jónas Krist- jánsson læknir. Fyrir tæpum þremur árum kom hann hingað til Reykjavikur. Þegar eftir komu sína hingað stofnaði hann Náttúrulækningafélag íslands. Hefir hann verið forseti þess síðan. Hefir hann haldið þar marga fræðandi fyrirlestra um heilbrigðismál og útbreitt þekk- ingu á lögmálum náttúrunnar og heilsusamlegum lifnaðarhátt- um. Leggur hann mikla áherzlu á rétt fæði og telur það vera undirstöðu varanlegrar heilsu og langra lífdaga, ásamt öðrum hjálparmeðulum, svo sem ljósi, lofti, vahii, hreyfingu og hvíld. Sá, sem þetta ritar hefir hlýtt á fyrirlestra hans og reynt að færa sér í nyt kenningu hans. Eir það sannfæring mín, að hann sé ágætlega lærður manneldis- og næringafræðingur. Þar sem nú góð heilsa er dýpsta sæla {>essa jarðneska lifs, aðaleign allra og aleiga flestra, ættu allir hugsandi menn að kosta kapps um varð- veislu þessa dýrmæta punds. Að lokum vil eg segja þetta: Gangið í Náttúrulækningafélag Islands, sækið fundi þess; þar fáið þið fræðslu, sem er gullinu betri, og ekki verður til peninga \irt, en árgjald i félaginu er aðeins fáar krónur. P. Jak. Enskar §ilki. regnkápur nýkomnar. Grettisgötu 57. Guðni Jónsson: íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I.—HI. Rvík 1940—1942, Útgef. ísafoldarprentsmiðja h.f. — Því er svo varið með þann, sem þessar linur ritar, að í hvert sinn sem á vegi lians verður nýtt þjóðs^gnakver, reikar hug- urinn heim lil föðurtúna, þar sem barnsskónum var slitið. Upp i'ifjast gamalt atvik frá hin- um heiðu dögum æskunnár, hai'la smávægilegt pg ófi’étt- næmt, mitt í auðlegð sinni. Það var vetrarkvöld, lieið- skírt veður og fi'ost. Nprðurljós stigu faldafeyki. Eftir isi lagðri jörð gekk ungur drengur. Lund- in var létt og hugurinn bar hann hálfa leið. Þó hafði haxpi {>etta lcvöld eytt di'júgum hluta af skotsilfri sínu, gengið í lestrai'- félag sveitarinnar og gi'eitt árs- tillagið, fimm krónur. En hann hafði oi'ðið þeirrar nautnar að- njótandi að skoða fleiri og girni- iegri bækur en nokkru sinni fyrr á ævinni. Fáeinar þeirra voru í tösku hans; þar á meðal ein, mikil fyrii'fei'ðar, ólirein, velkt og illa til í-eika. Var þar sýnilega á ferðinni bók þeirrar tegundar, sem hvarvetna er lesin, ekki að- eins niður í kjölinn, heldur upp úr kjölnum — og þó öllu fi'em- ur upp til agna. Þetta voru Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Er nú ekki að orðlengja {>að, að milli bókarihnar og piltsins tókust ástir svo miklai', að þær munu seint fyrnast. Á löngum skammdegiskvöldum birtust daladrengnum nýjar veraldir, álfliólar lukust upp og dverg- liamrar stóðu opnir. Heillaður af dulmagni þjóðtrúarinnar sá liann umliverfi sitt í nýju ljósi, hugmyndaflug hans efldist, lifs- xeynslan óx. Árin liðu og drengurinn náði fullorðins aldri. Stórbreytt eru viðhoi-f hans til flestra hluta, frá því sem var á æskudögum. Þó má segja að þjóðsögumar séu þar undantekning. Þær hafa hafa að vísu misst eittþvað af hintim seiðandi töfraljóma, sem barnshugurinn einn getur \4ir þær brugðið en samt eru þær vöxnum manninum eitthvert á- nægjulegasta lesmál. Svo seint fyrnast gamlar ástir. Haustið 1940 hóf Guðni meistari Jónsson útgáfu rits, sem liann nefndi: „Islenzkir sagnaþættir og þjóðsögur“. Til munu þeir liafa verið, sem létu sér fátt um finnast, og töldu lind slikra alþýðufræða mjög til þurrðar gengna, svo að nú myndu dreggjarnar einar eftir. Þá heyrðust og þær raddir, að enda þótt slík útgáfa sem þessi, kynni að vera góðra gjalda verð, væri hún ósamboðin virðingu lærðs sagnfræðings, og legðist því litið fyrir kappann. Sjálfur var Guðni allmjög á annari skoðun, eins og ljóst kemur fram i formála hans fyrir fvrsta ’liefti. Honum dylst ekki, að enn- þá eru óleyst mikil verkefni á þessu sviði, er bíða vinnufúsra handa. Hann sér það og glögg- lega, að hér er ekki um lítilsvert dund að ræða, heldur fullkomið alvörustarf sem liverjum manni er sómi að leggja rækt við. Nú eru komin þrjú hefti af þessu safni Guðna. Hið síðasta þeirra, sem nýlega er komið til bóksala, hefir að geyma nær fjörutiu frásagnir, auk nafna- skrár yfir allt ritið. Verður ekki annað sagt, en að rit þetta sé i heild sinni góður fengur er skipi með sæmd rúm meðal samkynja bóka. Þó er þess ekki að dyljast, að öllu verðmætari og veiga- meiri eru sagnaþæftirnir en þ'jóðsögurnar. Alll er þó ritið vel skráð og vandvirknislega, stíll og orb'færi í liezta lagi. Efni liins síðasta lieftis er fjölbreytt að' vanda. Eru föng dregin viða að, en þó einkum úr Árnessýslu. Hefst ritið á magn- aðri frásögn af Fjalla-Margréti nokkurri, kvenvargi liinum mesta, sem gerðist foi’ynja, lagðist út á Hellisheiði og varð býsna stórtæk í aðdráttum. Stal hún silungi úr nelum, sauðum af fjalli og rændi ferðamenn. Þá flytur heftið og áður óskráðar sagnir af Gosa gamla, föður Sigurðar Kambránsmanns. Enn má nefna skemmtilegan þátt af Ámunda á Miðengi og Hallberu lcohu hans. Er þar að finna skýr- ar mannlýsingar. Margt er fleira athyglisvert i heftinu. Hafi Guðni þökk fyrir rit sitt. Haldi hann svo fram, sem horf- ir. Gils Guðmundsson. \ • Fróðlcgt erindi. Ástæða er til að þakka fyrir eins fróðlegt og merkilegt er- indi og það sem Björgúlfur ÓI- rfsson læknir flutli í útvarpið 1. júni í sumar. Ofurmegni gróðursins í liitabeltislandi var þar frábærlega vel lýst, og mangrovefjörunni, þar sem eru skógartré í stað þangs og þara. j Þar kemur fram í jurtaríkinu ' nokkur viðleitni á þessu aftur- hvarfi til sjávarins, sem meiri brögð hafa þó orðið að í dýra- ríkinu. Erindi þetta var vel lag- að til að glæða skilning vorn á því liversu tæpt hefir verið á því, að jörð vor gæti fóstrað mannkyn; ýmist of heitt hér eða of kalt; of þurrt eða of vott; gróðurinn óviðráðanlegur eða of litill. En hlutverk mannkyns i vors, að sigrast á öllum þessum örðugleikum og gera jörðina að góðum samastað fullkomnara lifs. Og er enginn vafi á að þetta gæti tekist, en þó ekki nema mönnunum lærist að beita kröftum sínum að réltu marki, með mjög niiklu betri og víð- tækari samtökum en hingaðtil. En ef svo verður, mun margt )>að takmarkast, sem að svo komnu hefir reynzt með öllu ómögulegt, einsog t. d. að beina þessu ótrúlega gróðurmagni | hitabeltisins, sem Björgúlfur } lýsti svo vel, eftir vilja mann- anna og þörfum. Helgi Pjeturss. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími: 1875. Haustdonsleikur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn i Oddfellow- húsinu föstudaginn 23. þ. m. (síðasta sumardag). — Að- göngumiðar seldir í anddyri hússins eftir kl. 6 sama dag. Dansleikurinn hefst kl. 9.30. Breiðfirðingafélagið. Gólflakk | Láugaveg 4. — Sími 2131. Vaiitai* nokkra verka I I i innanbæjarvinnu. ---- enn Jón Gauti Sími 1792. Tilkynning frá ríkisstjjóriiiiiiii. Brezka s jóliðið hefir ákveðið að íslenzk skip i Reyk ja- vikurhöfn eða í nágrenni Reyk javíkur skuli myrkvuð samkvæmt neðangreindum reglum. 1. fslenzk skip, stödd á ytri höfninni eða á akkerisleg- um í nágrenni Reykjavíkur, skulu framvegis vera myrkvuð frá sólarlagi til sólarupkomu, svo sem hér segir: , 2. Skip, sem liggja við akkeri, mega aðeins hafa uppi dauf akkerisljós, byrgð að ofan, og skulu þau slökkt ef gefið er hættumerki með rauðu ljósi. 3. Skip, sem eru laus, eiga að hafa uppi siglingaljósin, en þau skulu slökkt ef til loftárásar kemur. 4. Engar liömlur eru lagðar á notkun I jósa á skipum í innri höfninni, en skip þessi skal al-myrkva jafn- skjótt og gefin eru hættumerki fyrir almenning í Reykjavik. ATVINNU- OG SAMGÖNGUMÁLARÁÐUNEYTEE), 20. október 1942. HVAMMSTANGA- DILKAKJÖT nýslátrað, selt í dag og á morgun. Getum saltað nokkrar tunnur. Sími: 2678. Hin margeftirspurðu Ullarteppi komiu aftur. Ennfremur gott úrval af hareibgams- og drengjafataefnum. VERKSMIÐJUÍITSALAN GEFJUN - IÐUNN Aðalstræti. Starfsstnlknr vantar á Elliheimili Hafnar- fjaröar fró 1. nóvember n k. Upplýsingar á skrlfstofu bæjarstjóra. Dugleg: og hraust stúlka með stúdents- eða verzlunarskólamenntun og vön vélritun, get- m- fengið atvinnu strax. Uppl. á morgun (fimmtudag) kl. 5—6. Engar uppl. i sinaa, Ingrolfs apótek Smásöluverð á vindlum. Ctsöluverð á enskum og ameriskum vindlum má eigi vera hærra en hér segir: * Golofina Perfectos . . 25 stk. kassi Kr. 40:00 — Londres .... 50 — — — 61.25 — Conchas ‘.... 50 — — — 46.25 — Royal Cheroots 100 — — — 55.00 Will’s Rajah Perfectos 25 — — — 20.00 Panetelas (Elroitan) . 50 — — — 47.50 Cremo . 50 — — — 42.50 Golfers (smávindlar) . 50 — — — 21.90 — .... 5 — pakki — 2.20 Piccadilly (smávindlar) 10 — blikkaskja — 2.75 Muriel Senators 25 — kassi — 25.00 — Rabies 50 — 1 — 32.50 Rocky Ford 50 — — — 36.25 Van Bibber 5 — pakki — 2.50 Le Roy 10 — — — 5.00 Royal Bengal 10 — •— — 3.75 Utan Reyk javíkur og Hafnarf jarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutnings- kostnaðar. Tobak§einka§ala ríkisins. Móðir okkar, Ingihjörg MöIIcr. andaðist í morgun að heimili sínu, Hólatorgi 2. Jakob Möller. LúSvig’ Möllei'. Þakkir þeim, sem heiðruðu minningu Þorsteins Jóhannssonar með nærveru sinni við jarðarför hans, eða á annan hátt. Magnús V. Jóhannesson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.