Vísir - 21.11.1942, Side 2

Vísir - 21.11.1942, Side 2
I VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Heisteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ðapurleg vinnubrögð. liijeðan vísitalan hækkar eins og liiti í sóttveikum manni, meðan framleiðslan i jandinu dregst saman á öllum sviðum, meðan landsmenn biða eftir karlmannlegum og viturlegum ráðstöfunum — sit- ur Aiþingi og ver tveim dögum í heiftarlegar umræður út af slúðursögum um kosningu í einu kjördæmi. Almeaningur, sem bjóst við að lausn vandamálanna yrði látin ganga fyrir öll« öðru, stendur forviða og orðlaus yfir þessum sorglegu vinnubrögð- um þingsins. Menn trúa því yf- irleitt að á Alþingi séu saman komnir margir mætustu og greindustu menn þjóðarinnar. Hafa þessir menn enga ábyrgð- artilfinningu eða eru þeir blind- ir fyrir ástandinu sem er að skapast i landinu ? Er þeim ekki ljóst, að hver dagur sem liður án {>ess að nokkuð sé hafizt lianda, flækir þjóðina fastar i neti verðþenslunnar? Vita jieir ekki að hjól framleiðslunnar í landinu er að stanza og fram- undan eru þrengingar atvinnu- leysis og hruns? Sjá þeir ekki höndina sem þegar er farin að skrifa á vegginn? Engan furð- ar þótt menn spyrji svona, þeg- ar Alþingi Islendinga notar tvo daga í óþinglegustu deilur síð- ari ára — áður en það gefur sér tima til að kjósa forseta. Þessi aíburður hefir slegið óhug á menn. Almenningi er því nokkur vorkunn þótt trú hans farí nú dyínandi á það, að frá þinginu megi vænta þeirra bjargráða sem duga til við- reisnar. Hin fyrsta ganga þings- ins hefir ekki vakið traust al- mennings. Hún hefir heldur ekki aukið virðingu og áhrif þings- ins. Þjóðin hefir orðið fyrir sárum vonbrigðum, þótt hún reyni að dylja þau — og kinn- roðanrt. Til þess að kóróna þetta allt saman hefir þingfundunum verið frestað í nokkra daga sök- um fjarveru eins þingmanns; og allar nefndarkosningar Iátn- ar biða komu hans. Grundvöllurinn J hverjum flokki ráða fáir menn hvað gert er fyrir flokksins hönd. Þessir fáu menn af öllum flokkum hafa það í hendi sér að mestu Ieyti, hvort stofnað verður hér til pólitiskra lijaðningavíga eða hvort tekin verður upp þjóðholl og ábyrg stefna í opinberum málum. I>ess gengur enginn dulinn, að allir flokkar vilja að settar séu skorður við dýr- tíðarflóðinu, en þeir hafa mis- munandi skoðanir á því hvaða leið beri að fara til þess að ná þvi marki. Eins og nú er kom- ' ið, verður ástandið ekki bætt . nema með sameiginlegu átaki allra stétta í landinu. Og sú byrði sem þjóðin verður að leggja á sig, að minnsta kosti um stundarsakir, verður ekki lögð á eina stétt, heldur verður hún að koma á bak öllum stéttum, ðllum atvinnuvegum, eftir þeim mætti sem hver. um sig hefir til að standa undir byrðinni. JEn matið á þeim ráð- stöfunum sem gera þarf má ekki leggja í hendur á grunn- hyggnum æsingamönnum eða pólitískum angurgöpum. Sé vit og sanngirni látin sitja í fyrir- rúmi er ekki vafi á því að ger- legt er að samræma skoðanir flokkanna um' leiðina að mark- nu. Deilan er ekki um það hvað gera þarf, heldur hvernig á að gera það. Og ef allir .eru fúsir til að taka á. sig byrðarnar og láta hagsmuni þjóðarinnar ganga fyrir öllu öðru, þá geta menn unnið saman. Hitt er öll- um ljóst, að verði þjóðinni ekki bjargað nú úr því ófremdar- ástandi, sem skapazt hefir í landinu, þá verður þess skammt að bíða, að menn óski þess að þeir hefðu í tíma fórnað öllu til að forðast hörmungar hams- lausrar dýrtiðar. Nóg vatn í Gvendar- brunnum. Helgi Sigurðsson skýrði tíð- indamanni Vísis frá því í gær- kveldi, að nú væri ekki lengur neinum vatnsskorti til að dreifa í liænum. Eins og kunnugt er hefir bor- ið á allmiklum vatnsskorti í bænum í sumar, einkum í þeim bæjarhlutum, sem hæst liggja, svo sem Landakotshæð og Skólavörðuholti. Stafaði vatns- skorturinn af því, að vatn var lítið í Gvendarbrunnum vegna þurrkanna. Fyrir skemmstu fór vatnsmagnið að aukast—haust- rigningarnar fóru að segja til sin, og um miðjan þennan mán- uð var vatnsborðið í Gvendar- brunnum orðið eins og það hefir verið mest. En þrátt fyrir þetta, sagði Helgi Sigurðsson, hefir borið á vatnsskorti í bænum, sem ekki getur stafað af því, að setuliðið noti mikið vatn, því að vatn er meira en nóg til allra þarfa bæjarbúa og setuliðsins. Orsök vatnsskortsins nú get- ur ekki verið önnur en sú, að bæjarbúar séu ekki búnir að átta sig á því, að nægt vatn sé fyrir héndi og birgi sig því upp á kvöldin, fylli baðker og ýms ílát, en þegar svo vatn er í krön- unum árdegis daginn eftir, láta menn vatnið, sem Látið var renna í baðker og íl^t, renna í holræsin. Kemur þetta heim við fyrri reynslu. Er því ástæðulaust fyrir fólk, að safna vatnsbirgðum nú, sagði verkfræðingurinn og er það þess vert að benda fólki á þetta. Gerir Vísir það hér með. Kr. 100.00010 iflö erlendra islií, ii Frá 31. des. 1941 til 30. sept. b. 1. hafa inneignir Landsbank- ans í erlendum bönkum aukizt um 100 milljónir króna, eða úr 115.1 millj. í 215.5 millj. kr. Innstæðufé í bankanum hefir aukizt á sama tíma um rúml. 40 millj. þar af nærri 20 millj. kr. í reikningsláni og hlaupa- reikningi og um 23 millj. kr. í sparisjóðsdeildinni. I septem- berlok nemur innstæðuféð í bankanum alls 160 millj. kr. Innlög í bankanum hafa auk- izt stórlega síðan stríðið byrj- aði. I janúarlok 1941 námu inn- lögin 140 millj. kr., en í sept- embermánuði s. 1. Voru þau komin upp í 313 millj. kr. Útlán hafa einnig nokkuð Hiflaveitan: UNNIÐ að UNDIRBUNINGI AÐALFRAMKVÆMDA. Undanfama daga hefir mátt sjá verkamannaflokka að störfum á allmörgum stöðum í bænum við Hitaveitu- framkvæmdir, þ. e. að grafa upp Hitaveiturennurnar í götunum, en það er einn þáttur undirbúningsstarf- anna, sem unnið er að í vetur, en næsta vor og jafnvel fyrr, ef vel viðrar, verður byrjað á aðalýerkinu. Vísir átti stutt viðtal við Helga Sigurðsson, verkfræðing, í gærkveldi og leitaði hjá honum upplýsinga um undirbúnings- störfin, sem unnið er að nú og þar til næsta vor. Aðalleiðslan. Vatnsgeymarnir. Helgi skýrði tíðindamannin- um svo frá, að auk þess, som hyrjað væri á að grafa upp úr rennunum fyrir pípurnar, sem lagðar verða í göturnar, væri verið að steypa kafla, sem ekki voru fullgerðir, á aðalleiðslunni frá Reykjum. Auk þess er verið að koma upp tveimur geymum. á öskju- hlíð, en þeir eru gerðir úr járn- bentri steypu. Var upphaflega gert ráð fyrir, að geymar þessir yrðu úr járni. Rennumar í bænum. Það er nú verið að moka upp úr þeim á nokkrum stöðum í bænum og verður þvi haldið á- fram, eftir því sem tiðarfar leyfir. Helgi Sigurðsson kvað þetta verða það fyrsta, sem unnið væri að í hænum, eftir að vinnan liófst á ný. Yfirleitt verður allt gert sem hægt er í vetux-, sagði liann, til -þess að flýta fyrir aðalfram- kvæmdunum næsta vor og sumar, en á þeirn verður byrjað eins fljótt og unnt verður, kann- ske fyrir vorið, ef tíðarfar verð- ur gott. Því að í vor er ráðgert að bvrja af fullum krafti. Vinnuáætlun. Helgi Sigurðsson kvað ekki vera gengið frá vinnuáætlun- inni að öllu leyti, en það væri unnið að henni, og mundi verða gengið frá henni til fullnustu bráðlega. Markið: Vatnið í bæinn sem fyrst. Helgi Sigurðsson kvað.stefnt að þvi marki, að fá vatnið í bæinn sem fyrst, og það væri kleift að koma því í bæinn fyrir næsta haust, þótt sökkt hefði verið skipi með pípur í sem svar- aði aðra aðalleiðsluna, og von- andi koma pípur í hina nægi- lega snemma, til þess að engin stöðvun verði á framkvæmd- um. Gert er ráð fyrir að vatnið verði leitt í bæinn þannig, að hvert hverfi af öðru fái vatnið, og unnið að leiðslum í hús og nauðsynlegum breytingum samfara því, sem vatnið er leitt í bæinn, svo að menn fái not af vatninu jafnóðum og það er leitt í hvert hverfi um sig. Nína Tryggvadóttir opnaði málverka- sýningu í dag. Nína Tryggvadóttir listmálari opnaði í dag málverkasýningu í Garðastræti 17, þriðju hæð. — Á sýningu þessari eru um 70 myndir og er þar um mikla fjölbreytni í motivavali að ræða: Mannamyndir, landlags- myndir, húsa- og götumotiv og samstillingar. Þar er og eftir- líking á heimsfrægri Rem- brandtsmynd sem Nina hefir gert. Hér er um að ræða árangur fjögurra ára úr ævi listmálar- ans, en Nína er kox-nung og mjög efnileg listakona. Ætti listvinum þessa bæjar þvi að vera forvitni á að sjá þá þróun sem átt hefir sér stað hjá mál- aranum á þessum árum. Þetta gerir sýninguna líka fjölbreytt- ari bæði í verkefnavali og með- ferð. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýn- ingin, sem Nína heldur liér á landi, en hún hefir áður tekið þátt í samsýningum listamanna. En það sýnir áræði og dugnað listakonunnar, að jafnhhða þessari sjálfstæðu sýningu sinni, tekui\hún einnig þátt í samsýn- ingu listamanna sem opnuð verður á morgun í Oddfellow- húsinu í sambandi við lista- mannaþingið. Sýningu sína hyggst Nína að hafa opna í hálfan mánuð. ljistamanna|»insrid opnað á morgnn. Listamannaþíngið hefst á morgun með athöfn í hátíðasal háskólans kL 1.30. Þar flytur Sveinn Björnsson ríkisstjóri ávarp og Sigurður Nordal prófessor erindL Á morgun verður opnuð sam- sýning málara í Oddfellow, og eins og getið var um í Vísi í gær verða hátíðahljómleikar i Gamla bíó kl. 2 á morgun, þar sem aukizt en ekki nándar nærri að samá skapi. í janúarlok 1941 námu þau 92 millj. kr. en í lok september s. 1. voru þau komin upp í 147 millj. kr. Þannig hafa útlánin ekki auk- izt á þessu tímabili nema um 50—60 millj. kr. en innlögin hinsvegar um rúml. 170 millj. kr. % í lok septembermánaðar í ár voru nærri 90 millj. kr. af seðl- um í umferð, en í ársbyrjun 1941 ekki nema rúml. 24 millj. kr. einungis verða flutt islenzk tón- verk. Á mánudag, þriðjudag og fimmtudag verða rithöfunda- kvöld og einsöngvar í hátíðasal háskólans. Þessir rithöfundar munu lesa upp úr verkum sinum: Á mánudaginn: Gunnar Gunnarsson, Jón Magnússon, Elinborg Lárus- dóttir, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Guðmundur Gíslason Hagalín, Margrét Jónsdóttir, Theódór Friðriksson, Steinn Steinarr. Á þriðjudaginn: Kristmann Guðmundsson, Guðmundur Böðvarsson, Þór- unn Magnúsdóttir, Sigurður Helgason, Þórbergur Þórðarson, Gunnar M. Magnúss, Jóhannes úr Kötlum. Bcbíof fréttír Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. u, síra Bjarni Jónsson (altarisganga) ; kl. 5, síra FriSrik Hallgrímsson. IIal Ifjr'm isprestakall. BarnaguÖs- þjónusta í Áusturbæjarskólanum á morgun kl. 11 f. h. Síra Sigurbjörn Einarsson. Messa kl. 2 e. h. Síra Jakob Jónsson. Sumjudagaskóli í gagnfræðaskólanum viÖ Lindargötu kl. IO f. h. Nesþrestakall. BarnaguÖsþjón- usta í Mýrarhúsaskóla kl. 11. — MessaÖ í skólanum á GrímsstaÖa- holti kl. 2)ý síðdegis. MessaÖ á Elliheimilinu kl. 11, síra Sigurbjörn A. Gislason. Laugarnesprestakall. Kl. 2, síra GarÖar Svavarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10 f. h. Fríkirkjan. Kl. 1.30 barnaguðs- þjónusta, síra Árni SigurÖsson. Kl. 5 síðdegisguðsþjónusta, síra Árni Sigurðssoti. Hafnarfjarðarkirkja. Messa á morgun kl. 2, síra Garðar Þorsteins- son. Kaþólska kirkjan. 1 Reykjavík: Hámessa kl. 10 og bænahald kl. 6(4 síðd. í Hafnarfirði: Hámessa kl. 9 og bænahald kl. 6 síðd. Anglia hélt skemmtifund í gærkveldi. Flutti þar Björn Sigfússon magist- er mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi um Ara _ Þorgilsson hinn fróða. Hlutaveltu heldur frjálslyndi söfnuðurinn á morgun í Varðarhúsinu, og hefst kl. 2y2 e. h. Verður þar margt ágætra muna, og skal fólk hvatt til að koma á hlutaveltuna. Þeir, sem eiga eftir að gefa muni á hana, geta komið þeim í Varðarhúsið, uppi, eftir kl. 6 í kvöld. Næturlæknar. I nótt: Halldór Stefánson, Rán- argötu 12, sími 2234. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki. Aðra nótt: Kristján Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836. Nætur- vöður í Lyfjabúðinni Iðunni. Dansleik heldur Kvennadeild Slysavarna- félagsins í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 10. Dansað verður bæði uppi og niðri, og hefst aðgöngumiðasalan kl. 8. Málverkasýningu Höskuldar Björnssonar í Safna- húsinu, efstu hæð, er nú senn lokið. Verður hún aðeins opin í dag og á morgun. Sýningargestir hafa ver- ið heldur fáir, en allmargar mynd- ir hafa þó selzt. Á sýningunni eru 17 olíumálverk, 28 stórar vatnslita- myndir og um 20 teikningar. Hér er um einn vinsælasta og bezta lista- mann okkar að ræða, af yngri kyn- slóðinni, og ættu bæjarbúar ekki að sitj'a sig úr færi með að sjá þessa sýningu hans. R. Á fimmtudaginn: Halldór Kiljan Laxness, Magnús Ásgeirsson, Gunnar Benediktsson, Friðrik Ásmunds- son Brekkan, Stefán Jónsson, Sigurður Einarsson, Tómas Guðmundsson. Einsöngvarar verða þessi kvöld Eggert Stefánsson, frú Elísabet Einarsdóttir og Gunnar Pálsson. Á miðvikudaginn verður kammermúsikkvöld með verk- um eftir Björgvin Guðmunds- son, Árna Thorsteinsson, Bjama Þorsteinsson, Emil Thoroddsen og Helga Pálsson. Á föstudaginn verður hátíða- sýning á „Dansinum í Hruna“, eftir Indriða Einarsson. Leik- stjóri er Indriði Waage. Auk þess er dagskrá útvarps- ins alla dagana að meira eða minna leyti lielgað listamanna- þinginu. Halla Waage Fara, liverfa — aðrir erfa unað, sorgir, hryggð og gleði. Einhver þessu öllu réði annar en ég og þú, og hann, sem við nefnum náungann. — Orðaleikir ekki gagna, allar raddir skulu þagna. Er af snilli, anná milli óma fékkstu gítar-strengi. Bað eg þig að lifa lengi. Lékstu fyrir gesti þína. Rifjaði hver upp söngva sína. Lögin stundum kát og kímin. Kvöldin löng, en stuttur tíminn. Nú í óði — erfiljóði — aðeins þakka góðar stundir, — spil, og yl á allar lundir. Af mér kvödd í siðsta sinnni, svo þú mæltir hörpn þinni. — Kveðjur fjölda fyrri vina fylgi þér inn í eilífðina. Guðrún Stefánsdóttir. l jA >reri':'I71 »Þórc< fer til Vestmannaeyja og til Bolungarvikur næstkom- andi mánudag. Flutningi i skipin veitt móttaka til liádegis samdæg- urs eða eftir því sem rúm leyfir. ENSKAR kvenblússur og undiríöt í miklu úrvalL )>rzl. n»F Laugavegi 4. u Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30—16.00 MíSdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla,j 1. vfL Enskukennsla, 2. fL Í9.25 Hljóm- plötur: Samsöngur. do.oo Fréttir. 20.30 Kvöld Guðspekifélagsins: a) Ávarp (Sigurður Ólafsson, rakara- meistari). b), Samleikúr á fiðlu og harmóníum (Esra Pétursson og Kristinn Ingvarsson). c) Ræða (Jón Ámason prentari). d) Ræða (Hallgrimur Jónsson f. skólastj.). e) Einsöngur (ungfrú Kristín Ein- arsdóttir). f) Ræða (Þorlákur Ófeigsson byggingameistari). g) Ræða (Grétar Fells rithöfundur). h) Samleikur á fiðlu og þarmóní- um. i) Kveðjuorð (Sigurður Öl- afsson). 21.50 Fréttir. 22.00 Dans- ' lög til 24.00. Útvarpið á morgun. KI. 10.00 Morguntónleikar (plöt- ur): a) Rósariddarinn; tónverk éft- ir Rich. Strauss. b) iBrúðkaupið, tónverk eftir Stravinsky. 11.00 Messa í dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 12.10—13.00 Hádegisút- varp. 13.30 Setning : Hstamanna- þings í hátíðasal Háskólans: Ávörp og tónleikar. Erindi: Listir (Sig- urður Nordal prófessor). 15.30— 16.30 Miðdegistónleikar (plötur): Tónverk við leiki eftir Shakespeare. 18.15 Islenzukennsla; aukatími fyr- ir byrjendur. 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhannesson o. fl.). 20.00 Fréttir. 20.25 Dagskrá listamanna- þingsins: a) Andante fyrir strok- kvartett, eftir Emil Thoroddsen (Þórarinn Guðmundsson, Þórir Jónsson, Indriði Bogason, Þórhall- ur Árnason). b) 20.30 Skáldaþing: Stutt erindi um efnið: Höfundur- inn og verk hans. Þessir tala: Þór- bergur Þórðarson, Gunnar Gunnars- son, Guðmundur Gislason Hagalín, Tómas Guðmundsson, Hálldór Kilj- an Laxness, Kristmann Guðmunds- son. c) 21.35 Sönglög eftir Svein- björn Sveinbjörnsson og Markús Kristjánsson (Pétur Á. Jónsson syngur). 22.00 Danslög til kl. 23.00.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.