Vísir - 11.12.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 11.12.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guölaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Ritstjórar w Blaðamenn Síml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla Reykjavík, föstudaginn 11. desember 1942. 261. tbl. 48 dago hrðkningðr á Raunir 7 Norðmanna, eins Dana og Svía. Blöð Dana og- Norðmanna í London skýra frá miklum hrakningTim, sem nokkrir Norðurlandasjómenn lentu í á síðasta sumri, en ekki var hægt að segja frá fvrr en þetta. Mennirnir voru niu að tölu, þar^if sjö Norðmenn, auk Dana 'Og Svía, á aldrinum 20 til 59 ára. Þeir elztu stóðu . |ig litlu verr en hinir yngri og sá næst- elzti, 57 ára gamall maður, er liafði verið bátsmaður á segl- skipum í gamla daga, gat alltaf lialdið félögum sinum í góðu skapi, svo að þeir misstu aldrei ’inóðinn. Mennirnir voru á norsku skipi, sem var skotið timdur- skeyti í júnímánuði. Ellefu menn fórust við sprenginguna, en 29 skiptu sér á tvo fleka og björgunarbát. Þeir, sem björg- uðust f>Tst, áttu að láta hefja leit að hinum. Björgunarbátur- inn fannst fljótlega, en þó að víðtæk leit væri gerð að flekun- um, lánaðist ekki að hafa uppi á þeim. Flekarnir höfðu samflot og þegar hlýtt var í veðri og gott i sjóinn stungu mennirnir sér út- byrðis og liðkuðu sig með því að synda. Þoi*sti þjáði þá ekki, þvi að þótt vatnsskammturinn yrði oft lítill, þá rigndi oft og bjargaði það frá þorsta, þvi að þrisvar var hægt að fylla*vatns- ilátin. Þegar tímar liðu fram, fór að ganga á vistirnar og var þá ekki annað f\TÍr, en að reyna að afla fæðu á einhvern hátt. Tókst þeim 57 ára gamla að búa til öngla úr lásnælum og á þá veiddu þeir fisk, sem liktist hrislingi, en hann fór í torfum umhverfis flekana. Skjaldbök- ur gerðu og vart við sig og tókst að handsama þær. Spikið af þeim var brætt í sólarhitan- um og var þá ljúffengt mjög, en fiíðan var þurrkuðum fiskinum dýft i feitina. Þessi fæða hafði mjög slæm áhrif á meltinguna, en með þvi að drekka dálitið af sjó gátu þeir, sem þjáðust af hægða- leysi, náð fullri heilsu að því leyti. Allur júlímánuður leið án þess að skipbrotsmennirnir sæi nokkuru sinni skip eða reyk. Yar komið framundir miðjan ágúst, þegar þeim var loks . bjargað, en á þeim 48‘ dögum, sem liðnir voru frá því að skip þeirra fórst, Iiafði þá rekið 750 mílur eða rúmlega 15 mílur á dag að jafnaði. Þeir voru að visu nokkuð máttfarnir og stirðir eftir volkið, en gátu samt komizt hjálparlaust um borð í b j örgunarskipið. Á skipi þvi voru tveir læknar, annar norskur en hinn amer- ískur, og liófu þeir þegar ná- kvæmar rannsóknir á mönnun- um, svo sem hvaða áhrif hinn langvarandi sultur hefði haft á líffæri þeirra o. s. frv. Er það í fyrsta skipti, sem svo nákværrf rannsókn hefir farið fram á sUipbrotsmönnum strax eftir að þéim er bjargað eftir hrakn- inga. Er vönazt til j>ess, að nið- urstöður þeirra rannsókna geti komið að miklu gagni framveg- Ný steypiflugvé|. Myndin er af einni af nýjustu stevpiflugvélum Bandarikja- manna, Vultee „Vengeance“, sem er útbúin 1700 hestafla hreyfli og fer með um 500 km. liraða með fullfermi. Þessi flugvél er lika notuð af Bretum. Þessar flugvélar hafa fæstar verið fluttar þangað frá Rúss- landi, Noregi og Frakklandi. Dregið hefir aftur úr bardög- unum i Tunis eftir að hersveit- um ítala og Þjóðverja tókst ekki að hrekja bandamenn úr hæðunum umhverfis Tebourba. Gerðu möndulsveitimar eitt álilaup í gær. — Úrkomur hafa líka gert það að verkum, að erfitt er um allar lireyfingar, bæði manna og véla. Landslagið er þama fjöllótt og í dalbotnunum eru viða salt- mýraflóar, sem eru næstum ó- færir yfii-ferðar jafnvel i góðu veðri. Þetta liefir líka i för með sér, að flutningar þungra liergagna, sem 'uú ráða mestu um úrslit orustna, eru erfiðir mjög. Bandamenn hraða þó þessum fluhiingum eftir mætti. Til Te- bourba-vigstöðvanna berast daglega margir brezkir og am- eriskir skriðdrekar og brvn- varðir bílar. Miklar loftárásir. Italir, og Þjóðverjar gera mjög harðar loftárásir á stöðv- ar bandamanna og fara þær jafnt og þétt harðnandi eftir því sém flugvellir jieirra verað fullkomnari. Þjóðverjar erú líka farnir að nota svifflugvélar i Tunis. Eru ]>ær m. a. notaðar til að flytja lið inn í land frá Gahes, sunnar- lega á austurströnd Tunis. is við meðferð manna, sem hafa lent i langvarandi hrakningum. Flestir mannanna léttust um 36—51 pund, en einn léttist þó aðeins um 27 pund. Á þrem dögum þyngdust þeir aftur um ,13—20 pimd. Sá yngsti — tvi- tugur þyngcþst mest. ior i Skotið yfir Doversund Stórskotahríð stóð yfir í klukkustund yfir Doversund í gær. . . Bretar hófu skothríðina og voru þejr búnir að skjóta i ! stundarfjórðung, þegar Þjóð- i verjár svöruðu. Síðan kom hvér „hreiðsíðan“ af annari með taaprar minúlu millibili, i þrjá stundarfjórðunga. Sir Hugh Knatchbull-Huges- sen, sendiherra Breta í Ankara, er nú staddur i London til skrafs og ráðagerða, Möndulherirnir í Norður- Afríku njóta stuðnings 1000 flugvéla. Megnið af þeim er í Túnis og Sikiley. Hermálasérfræðingar meðal bandamanna eru þeirrar skoð- unar, að möndulveldin hafi dregið að sér á Sikiley, í Tunis og Tripolitaniu um eitt þúsund flugvélar og sé megnið af þeim í Tunis og á Sikiley. „Austurvígstöðv- arnar“ í Afríku. Hjá E1 Agheila hefir ekki komið til neinna verulegra á- taka ennþá. Framvarðasveitir Breta eru jafnan á ferli og segir í herstjórnartilkynningunni frá Kairo í morgun, að þær aðgerð- ir virðist gei-a ítali og Þjóðverja all taugaóstyrka. Miklar handtökur hafa farið fram í búlgörsku borginni Plovdiv. I Var tilkvnnt, þegar húsrann- sóknirnar fóru fram ineð aðstoð , fjölmennrar lögreglu frá öðrum borgum, að leit færi fram að tortryggilegum mönnum. ■ Hinir síðustu atburðir í Búl- garíu eru taldir sönnun þess, í löndum bandamanna, að mót- spyrna sé meiri gegn stjórninni og Þjóðverjum, en fram kemur í fregnum. Rússar játa að Þjóð- verjar vinni á í gagnárásum. En segjast lialda áfram ad mola virki þeirra umhiverfis Staltngrad. Halder hefir verið settur af og Zeitzler tekinn í staðnn. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Rússar hafa nú sagt frá því, að gagnáhlaup Þjóð- verja hafi borið þann árangur, að þeim hafi tekizt að vinna aftur landsvæði á niiðvígstöðv- unum, sem hersveitir Rússa voru búnar að hrifsa úr höndum þeim. 1 fregnum Rússa, bæði opinberum til- kynningum og fregnum blaðamanna erlendra blaða, hefir verið lögð aukin áherzla á það, hversu mjög gagn- árásir Þjóðverja hafi farið í vöxt undanfarið og einu sinni áður hefir Moskva skýrt frá því, að Þjóðverjar hafi unnið landsvæði aftur, sem þeir voru búnir að missa, þó að Rússar teldu sig þá hafa getað rétt hlut sinn á ný. Þess var ekki getið nú. Þjóðverjar segjast liafa umkringt allmikið lið Bússa hjá Toropetz á miðvígstöðvunum og bíði þess ekkert annað en glötunin. Að öðru leyti segja Þjóðverjar það af bardögunum i Rússlandi, að þeir hrindi hverju áhlaupi Rússa af öðru, en þeir tefli fram miklu Iði og skeyti ekki um manntjón. Casey í London. Ánægður með viðbúnað- inn í löndunum ausfan Miðjarðarhafsins. Richard Casey, ráðherra í stríðsstjórn Breta með aðsetri í líairo, er fyrir skemmstu kom- inn til London. Áður en hann lagði af stað til Bretlands tókst hann ferð á liendur um Sýrland, Iran, Irak og Palestinu. Lét hann svo um mælt við blaðamenn i London, er þeir spurðu hann um. horfur austur þar, að liann hefði bjarg- fasta trú á því, að bandamenn væri við öllu búnir þar. Síðn§tu fréttir Þjóðverjar tefldu fram um 70 skriðdrekum í gagnárósinni mdklu, sem getið er liér að of- an og vai’ ofsinn svo mikill, að Rússar neyddust til að hopa á hæli nokkurn spöl. Segjast þeir hafa getað stöðvað Þjóðverja, ]ægar búið hafi verið að eyði- lcggja 42 af skriðdrekunum, en geta þess ekki, að þeir liafi unn- ið aftur það land, sem þeir urðu að hörfa af. Stalingrad. Eins og fyrr kveðast Rússar hrekja Þjóðverja smám saman i úr húsum og virkjum i Stalin- grad. Gera þeir það aðallega í norðurhverfunum, þar sem þeir j segjast hafa náð sambandi \áð hersveitir Timoshenkos, er sækja að norðan og hafi þvi betri aðstöðu til sóknar. Fyrir norðvestan borgina segj- ast Rússar hafa upprætt all- mörg virki og fyrir suðvestan hana — þ. e. hjá Kotelnikovo — segjast þeir hafa eyðilagt 95 virki fyrir Þjóðverjuin. , Blöðin í Rússlandi birta margar myndir af föngum, sem rússnesku hersveitirnay liafa tekið að undanförnu. Eru þeir mjög illa til fara, hafa sjal vaf- j ið um höfuðið, teppuin sveipað um axlirnar og sumir voru í : skipnkápugörimim, sem voíi’u með snöggum skellum. Halder — Zeitzler. Fyrir um sex vikum bárust fregnir um það til Bretlands, að upp úr hefði soðið milli Hitl- ers og Halders, forin. herfor- ingjaráðsins þýzka, og hefði Halder verið settur af, en lítl þekktur hershöfðingi í fótgöngu- liðinu \"erið settur í staðinn. Nú liefir birzt mynd af Hitler ,4neð formanni herforingja- ráðsins“ í blaði einu í Berlin. Sá, sem er með Hitler er ekki Halder, heldur Kurt Zeitzler, sá hinn sami sem bandamenn héldu fram að liefði komið í stað Halders. Zeitzler þessi var gerður of- ursti árið 1935 og til ársins 1941 slóð liann í stað, en var þá hækk- aður upp i lægstu herforingja- tign. Ilann er sagður mikill vin- ur Himinlers. Berlín kl. 1: Möndulhersveit- imar í Tunis hafa brotizt í gengum varnir bandamanna á einum stað og tekið eða eyði- lagí 37 skriðdreka. Frá hæstarétti: ....é*. ..—..... getur sagt upp starfi Óréttmæt uppsögn bakar bóta- skyldu. — Gjald til eftirlaunasjóðs er einnig endurkræft. Mikla athygli vakti það á sínum tíma er lögreglustjórinn í Reykjavík vék nokkrum lögregluþjónum frá störfum, og ein- um þeirra, Bjarna Eggertssyni, án þess að nokkrar sakir væru tilgreindar. Lögregluþjónarnir höfðuðu mál gegn borgarstjóra, fjármálaráðherra og lögreglustjóra til þess að fá hlut sinn rétt- an. Kvað hæstiréttur í morgun upp dóm í máli Bjama Eggerts- sonar og fer hann hér á eftir: i Þann 11. des. 'var kveðinn upp dómur i hæstarétti í málinu Bjarni Eggerfsson gegn borgar- I stjóranum í Reykjavílc f. h. bæj- I arsjóðs, lögreglustjóranum í Revkjavík og fjármálaráðherra f. Ji. ríkissjóðs. Málavextir eru þeir, eins og áður hefir komið fram í hlöð- um, að áfrýjandi var lögreglu- maður hér í bænum.. Var hann settur til þess starfa 1. nóv. 1933, en skipaður lögreglumaður hér frá 17. jan. 1935. Þessum starfa gegndi hann svo samfleytt sið- an, en með bréfi dags. 26. nóv. 1941 sagði lögreglustjórinn i Reykjavík Bjarna upp starfan- um frá 1. júní 1942, án þess að nokkrar sérstakar ástæður væru færðar fyrir uppsögninni. Á- frýjandi taldi uppsögnina ó- réttmæta. llöfðaði hann mjál gegn framangreindum aðiljum og krafðist þess aðallega, að uþpsögnin yrði talin óréttmæt og viðurkennt að hann Iiefði rétt til starfans áfram með sömu kjörum og áður. Til vara krafðist hann skaðabóta í eitt skipti fyrir öll, kr. 40.000.00, og að réttur hans til eftirlauna úr Eftirlaunasjóði Reykjavíkur framvegis yrði viðurkenndur. í héra'öi voru kröfur Bjarna að engu leyti teknar til greina, en i liæstarétti urðu úrslit máls- Frh. á bls, 2. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.