Vísir - 11.12.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 11.12.1942, Blaðsíða 3
V 1 s 1 K VÍSIR DAGBLAÐ TDtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ. Ritstjórar: Kristján Gnðiangsson, - Mersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fhigmá! og framtíðin. ÞAÐ jx)tti firnum sæla er fslendingar hugðust að byggja jánibraut yfir einn fjall- garð, og enn meiri ólíkindi jxittu það fyrir aldarfjórðungi, að bifreiðar myndu þjóta um landið þvert og endilangt, eftir .sæmilegu vegakerfi, ef miðað er við binn skamma tíma, sem varið hefir verið til byggingar þess, svo og litla fjárliagsgetu þjóðarinnar. Frá járnbrautinni var liorfið, — einu óþörfu þró unarstigi samgöngumálanna var á brautu rýmt. Hitt er aug ljóst, að vegagerðin er nauðsyn- leg, og henni verður áfram liald ið hvað sem á dynur, en til þess að yfirvinna samgönguerfið- leikana og rýma fjarlægð á braut, . — en fjariægðir eru iniklar liér á landi, — er aðeins ein leið og hún er sú, að taka flugtæknina frekar í þjónustu þjóðarinnar, en orðið hefir til þessa. [>að er því ekki að ófyrir- synju að þrír þingmenn, — þeir Sigurður Bjamason, Ing- ólfur Jónsson og Gunnar Thor- oddsen, — flytja nú tillögu til þingsályktunar í sameinuðu ]>ingi, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjóm- ina, að láta fram fara í samráði við Flugfélag Islands, rækilega athugun á því hvemig og hvar byggingu flugvalla og flugskýla verði fyrir komið, þannig að flugsamgöngur geti í nánustu framtxð hafist með reglubundn- um og tryggum hætti við alla landshluta. Verði unnið að því að koma upp ákveðnu kerfi lendingarstaða fyrir landflug- vélar og flugskýla og dráttar- hraula fyrir sjóflugvélar. Skal undirbúningur þessi fram- kvæmdur með það fyrir aug- um, að ríkissjóður veiti Flug- félagi Islands og flugmálunum í lieild öflugan stuðning.“ Ekki leikur vafi á því að hér á landi eiga flugsamgöngur . framtíðina, en til þess að yfir- vinna byrjunarerfiðleikana þarf að búa svo í haginn, að auðvelt reynist að sigrast á þeim, en það verður ekki gert með öðru móti en þvi, fyrst og fremst, sem tillögumennirnir fara fram á. Flugfélag það, er nú starfar við hin erfiðustu skilyrði, hefir þrátt fyrir allt tekist, að lialda uppi rekstri sin- um án nokkurs halla, og ekki notið opinbers styrk svo neinu nemi. Að vísu hefir félagið annaíjt flugferðir í þvi augna- miði að Ieita að síld á veiðisvæð- inu, en þær ferðir hafa borgað sig að fullu og orðið sildveiði- flotanum til hins mesta hag- rieðis. Vitað er það einnig að til skamms tíma hefir verið hálf- gerður óhugur i mönnum, ef þeir hafa til þess hugsað að lyfta sér upp yfir þúfnakollana, en ,sá beygur mun nú að verulegu leyti horfinn og almenningur tekinn að notfæra sér hinar skjótu flugferðir í rikara mæli en áður. Með alhliða þróun mun flugtæknin þróast einnig hér á landi, en öllu örara en annars- staðar,: með því að hér ei þörl'in meiri vegna erfiðra samgöngu- skiIj-Tða á Iandi. Þess ber einnig að geta, að lit- ill vafi mun leika á því, að er stríðinu lýkur, munu flug milli landa — yfir Island — verða- tiðari en þau liafa verið, og öll Iíkindi eru til, að hér liggi höf- uðsamgönguleið milluin Amer- íku og Evrópu er stundir liða fram. Vel kann að vera að flug sé hér allmiklum erfiðleikum liáð, en þrátt fyrir það munu þeir dagar tiltölulega fáir, sem | ekki er unnt hér að fljúga. Þótt óvíst sé að íslendingar geti nokkuð lagt af inörkum til samgangna millum lieimsálfa, eiga þeir að minnsta kosti að vera við því búnir, að slíkar flugferðir hefjist og tileinka sér allan eðlilegan hagnað af slíku. Meðan styrjöldin stendur, - og raunar ávallt eftir það, rnun verða unnið kappsamlega að því að endurbæta flugvélarn- ar og gera flug yfirleitt trvgg- ara en það hefir verið. Sú vai tíðin að afturhaldssamir menn ömuðust stórlega við þvi, að ungir galgopar skyldu vera að hætta sér út á hafið, og kenndu reiði guðanna um, ef illa fór. Þrátt fyrir þær fórnir, sem sjávarguðnum voru færðar af þessum sökum, héldu menn uppi siglingum og farkosturinn varð öruggari og öruggari, þar til nú að menn eru nokkurn veg- inn jafn öruggir á sjó og landi á friðartímum. Slik mun einnig verða þróun flugtækninnar, og ber því að þakka flutnings- mönnum þingsályktunartillög- unnar áhuga þeirra og hug kvæmúi, enda er þess að vænta að Alþingi taki málinu með velvild og tryggi framgang þess í orði og verki. Forseti sameinaðs þings gerir tilraun til stjórnar- myndunar. Árangrnrinn af þcirri tilrann verð- nr ef Éil vill kounur í riag. Það er nú kunnugrt orðið, að ríkisstjóri hefir snúið sér til forseta sameinaðs Alþingis, Haralds Guðmunds- sonar, og beðið hann að gera tilraun til þess að mynda stjórn. Haraldur Guðmundsson óskaði þess, að fá trest, áður en hann gæfi ríkisstjóra fullnaðarsvar, en sá frestur mun útrunninn í dag. Þennan frest hefir H. G. að sjálfsögðu notað til þess að at- huga möguleikana fjTÍr að ná samkomulagi við aðra flokka um stjórnarmyndun, og fer það vitanlega eftir undirtektunum, sem hann hefir fengið eða fær, hvaða svar hann getur gefið ríkisstjóra í dag. Rófnagæqi Bráðskemmtileg' æfintýri. Ólaf- ur Þ Kristjánsson, kennari þýddi. Með myndum - eftir Tryggva Magnússon. Kostar kr. 4.60. Jolatré ogf jólatréisgreinar Vegna örðugleika fólks að geyma jólatré og jólatrés- greinar, hyrjum við ekki sölu fyrr en í næstu viku. — GREINASALAN HJÁ EYMUNDSEN. —...................... Bezt að auqlfsa I Vlsl. ■ ■■miiiiiiaiiiiailimillllll||||la||||||||||i Útburður blaðanna; Gerið börnunum starfið hægara. Miklir erfiðleikar ríkja nú meðal hlaðanna í bænum — og hafa reyndar rikt undanfarna mánuði — út af því hversu erf- iðlega gengur að fá börn til að bera hlöðin til fastra kaupenda. lafa erfiðleikar þessir eigi allsjaldan hitnað á kaupendum þess i því að þeir hafa — þvi miður — orðið fyrir þeim von hrigðum að fá ekki blaðið sent heim til sin samdægurs, eins og til er ætlast, þrátt fyrir gdðan yilja þeiira, er við afgreiðsluna fást og reynt hafa úr að bæta eftir því sem föng, hafa verið á Til þessa liggja ýmsar ástæð- ur, á þeim óvenjulegu tímum, sem. nú eru. Ein er sá sem að ykkur kaupendum snýr, ene ]x) ekki — sem betur fer — neina fámennum hópi. Eins og ykkur mun kunnugt, er þessum litlu starfsmönnum ætlað að innheimta mánaðar- gjöldin fyrir blaðið hjá þeim kaupendum er þeir bera blaðið til. En oft mun það eiga sér stað að einstöku kaupendur vísi litla drengnum eða litlu stúlkunni frá, er þau koma að innheimta þetta litla gjald, með þeim um- mælum, að þau -geti komið seinna og. seinna, sem svo má- ske endurtekur sig nokkrum sinnum, eða þá að barninu er vísað á að vitja greiðslunnar á vinnustað kaupandans, sem máske er i allt öðrum bæjar- hluta, en blaðið er horið í. Af skiljanlegum ástæðum letjast börnin á þessu árangurs- litla labbi, sem allflest hafa lítirin tíma aflögu frá náminu, því flest er þetta „starfsfólk“ á skólaskyldualdri, og endirinn verður oft sá, að þau gefast upp. Það eru því vinsamleg til- mæli blaðsins, að hinn fámenni kaupendahópur er hér um Haraldur Guðmundsson hefir getið þess í viðtali við hlað ílokks síns, Alþýðublaðið, að liann hefði tjáð ríkisstjóra, að hann gæti ekki gefið ákveðið svar þegar, en sér væri það á- hugamál, að „reynt væri til hins ýtrasta að mynda stjórn á þing- ræðislegum grundvelli, áður en gripið yr.ði til annara ráða“. Veitti ríkisstjóri þá H. G. frest til föstudags til þess að athuga inálið. Þennan tíma kveðst H G. svo hafa notað til þess að grennslast eftir því „óformlega“ hverra undirtekta hann mætti vænta „hjá Framsóknarflokkn um og kommúnistaflokknum, ef eg tæki að mér að gera tilraun til stjómarmyndunar og beindi formlegri fyrirspurn til þeirra um, livort þessir flokkar vildu taka þátt í þriggja flokka ríkis- stjórn með Alþýðufloknum, sem eS gen gist fyrir að mvnduð yrði.“ Eins og að líkuin lætur vildi H. G. ekki meira um Jxítta segja á þessu stigi málsins, en eins ■og fyrr segir mun hann tilkynna ríkisstjóra svar sitt í dag. Verði það á þá leið, að H. G. taki að sér að reyna að mynda stjórn, mun mega líta svo á, að sterkar líkur séu til, að inynduð verði þriggja flokka stjórn, þar sem H. G. mun vart halda áfram slíkum tilraunum, nema allsterk von sé um árangur. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið hafa að undanförnu karpað all- mikið um stjórnarmyndun, og Alþýðublaðinu finnst það „ó- neitanlega dálítið einkennilegt“, að Þjóðviljinn skuli, sama dag- inn og Haraldur Guðniundsson fer að þreifa fyrir sér um stjórn- armyndun, saka Alþýðuflokkinn mn að ætla að „mynda stjórn með íhaldinu“. Bendir Alþýðu- blaðið Þjóðviljanum á, að ekki sé nóg að tala um vinstri stjórn, það verði að sýna í verki, að viljinn sé fyrir hendi til að taka þátt í henni. — En hvað sem þessu karpi líður fæst nú vænt- anlega úr skorið, hvort sam- vinna tekst um myndun hinnar svo kölluðu vinstri stjórnar (þ. e. Framsóknar, Alþýðuflokks- og Sósialistaflokksins). I Þjóðviljanum í dag er ekki minnzt einu orði á stjórnar- nryndunina. Rafmagnsperur flestar stærðir fyrirliggjandi. Daníel Ólaísson & Co. h.f. umboðs- og heildverzlun. Tjarnargötu 10. Sími:5724. Umslög ódýr, fyrirliggjandi. Heildveizlun Kr. Benediktsson (Ragnar T. Árnason) Garðastræti 2. Sími 5844. Fréttir frá Vest- mannaeyjum: IIIIMlM lli I MSittli. ræðir, líti á þetta með velvilja og skilningi og visi ekki barninu frá með reikning er það kemur til að innheimta áskriftargjald- ið, heldur greiði hann því við fyrstu sýningu á þeim stað er hlaðið er horið.til. Það er trúa vor, að ef allir gerðu skyldu sína i þessum efn- um, þá gæti það stuðlað að þvi að jafn tíð skipti á börnum til dreifingar á hlaðinu þyrftu ekki að eiga sér stað eins og verið hefir til þessa. Reynsla er margsinnis fyrir þvi fengin, að harn, sem húið er að bera biað- ið til kaupenda, um sama svæði, og í lengri tíma, þarf sára-sjaldan að taka á móti kvörtunum frá afgreiðslunni yfir því að Itaupandi hafi ekki fengið blaðið með skilum. Blaðið treystir þvi þessum fámenna hópi manria til að gera því þenna umbeðna greiða og um leið sjálfa sig og hinn miklu fjölmennari hluta kaup- enda — sem strax greiða mán- aðargjaldið er þess er kpafizt — ánægða. Það ætti því fremur að vera í þessum mönnum hyöt til að | inna áskriftargjald sitt fljótlega af hendi þegar vitað er að mik- ill hluti mánaðarlauna þessara litlu starfsmanna er viss hundraðshluti af þeirri upp- hæð er þeir innheimta. Fyrir nokkuru fundust bruggunartæki og tunna með bruggi, í heílisskúta einum sunnan við svokallaðan Urðar- vita í Vestmannaeyjum. í tunnunni var valn, rúsínur og aprikósur en ekki neitt ger. Benti allt til þess að viðvaningar hefðu verið þarna að verki. Tækin voru af annarri gerð en almennt eru notuð til að hrugga með. Málið er í rannsókn. NýJega er lokið við sjóveitu til sjúkrahússins í Eyjum. Var byrjað á henni fyrir sex árum, en þá strönduðu frekari fram- kvæmdir vegna fjárhagsörðug- leika bæjarins. En nú er hún fullgerð og hefir verið tekin i notkun fyrir nokkuru. Fyrir skömmu fór fram bridgekeppni í Eyjum og lauk iienni með sigri sveitar, er i voru Þórhallur Gunnlaugsson, Einar Guttorinsson, Ástþór MatthíasT son og Halldór Guðjónsson. — Hlaut hún. 16810 stig. TIL SÖLU: 2\ tonna vörubiíreiö model 1934, í ágætu standi að öllu leyti. - Bifreiðinni getur fylgt varavel, nýhoruð og viðgerð. Til sýnis á bílaverkstæðinu Vatnsstig 3 eftir kl. 5 i dag. t Ölafur K. Þorvar&arson forstjórí Sundhallarinnaf. Ólafur K. Þorvarðarson, for- stjóri Sundhallarinnar, lézt í gær í sjúkraliúsi hér í bæ, eftír skamma en þunga legu. Ólafur var kornungur mað- pr, mætur og hvers-manns hug- Ijúfi. Er hann harmdauði öllum þeim, er honum hafa kynnzt. LÖGREGLUÞJÓNSMÁLIÐ. Frh. af hls. 1. ins þau, að Bjarna voru dæmdar bætur og réttur til endurgreiðslu úr Eftirlaunasjóði Reykjavíkur, en aðalkröfu hans var hrundið Segir svo í forsendum hæsta- réttardómsins: „Samkv. 17. gr. tsk. 20. apríl 1872 fór lögreglusljóri Reykja- vikur ekki út fyrir einbættis- verkahring sipn, er hann vék á- frýjanda frá starfa sínum, og verður aðalkrafa áfrýjanda þvi ekki tekin til greina. Áfrýjandi var skipaður til op- inbers starfa án tíniatakmarks. Honum var vilrið frá starfa 26. nóv. f. á., án þess að honum væri nokkuð talið til sakar, en laun voru hbnum greidd lil 1. júní þ. á. Þykir hann, eins og á stendur, eiga rélt til frekari greiðslna, sem þykja hæfilega ákveðnar kr. 8000.00 vaxtalaust, með því að vaxta hefir ekki verið krafizt. Áfrýjandi á ekki rdtt til ár- legra eftirlauna samkvæmt 17. gr. sbr. 16. gr. reglugerðar um eftiiilaunasjóð Reykjavíkuir- horgar frá 29. okt. 1934, með því að áfrýjandi hefir ekki rækt slarfann í 15 ár, eins og þar er til skilið til eftirlaunaréttar. Hins vegar þykir hann eiga til- kall til þeirra greiðslna vaxta- lausra, sem runnið liafa í sjóð- inn vegna starfa lians, en þær greiðslur verður að telja hlunn- indi, er starfanum fylgdu, sbr. lögjöfnun frá 4. mgr. 4. gr. laga nr. 51/1921. * Eftir atvikum þykir rétt, að dæma áfrýjanda úr bæjarsjóði Reykjavíkur kr. 1000.00 í máls- koslnað í héraði og fyrir hæsta- rétti. Málið flutti af hálfu áfrýj- anda hrm. Garðar Þorsteinsson en af hálfu stefnda hrm. Einar R. Guðmundsson. Blátnenn og Villid^ r Sannar sögur frá Afríku. Ólaf- ur við (j’axafen valdi og íslenzk- aði. Þelta eru átta bráðskemmti- legar og spennandi sögur frá undralandinu Afriku og rit- snilld ÓJafs við Faxafen þekkja allir. Kostar aðeins kr. 7.00. * Hngmennasaraband Kjalarnesþlngs beldu ársþing sitt n.k. sunnud. að Bruarlandi og hefst kl. io f.h. _ Á þinginu mæta 5 fulltrúar 'frá hinu nýstofna'ða Ungmennafél. Reykja- vikur, er gengið hefur í sambandið. Kk 10 að kvöldi sama dags verð- ur samfundur félaganna, ])ar sem hver ungmennafélagi innan sam- bandsins er velkominn og niá taka með sér einn gest. Kátur piltur, hin vinsæla skáldsaga norska snillingsins Björnstjerne Björnson, er nýkomin út í nýrri og vandaðri útgáfu og í þýðingu Jóns Ólafs- sonar ritstjóra og skálds. Sveita- sögur Björnson’s eru annálaðar fyr- ir það, hve vel skri faðar þær eru og skemmtilegar, og hafa ])ær náð niiklum vinsældum víða um heim. Franska lögreglan liefir lagl hald á allar eigur Darlans í b rakklandi og rannsakar öll skjöl, sem fundizt hafa heima hjá lionum. Dr. Wellington Koo, er var lengi sendiherra Kína i London, en lét af því starfi fyrir skemmstu, tekur braðlega við því aflur. í tröllahöndum Æfintýri eftir Óskar Kjartans- son. Með myndum eftir Tryggva Magnússon. Kostai- kr. 4.60. o VISIR Leikrittð ,,Dagsetur“ sýnt á Siglufirði. Siglufirði 7. des. Leikrit Páls Steingrímssonar, ritstjóra, „Dagsetur“, var sýnt hér í fyrsta sinni laugardags- kvöldið 5. þ. m. fyrir fullu húsi. Leikendur voru: Frú Svava Björgólfs, er lék Jódísi hús- freyju, Björn Dúason deildar-' stjói’i lék Ámunda bónda, frk. Guðbjörg Þorbjarnardóttir lék Möngu niðursetning en Njáll Bjarnason kennari lék Ófeig förumánn. Vakti leikurinn óskipta at- hygli hinna þroskaðri leikhús- gesta. Sigurður Björgólfsson kenn- ari var leikstjóri og útbjó leik- inn á svið af sinni alkunnu smekkvísi og listfengi. Hann skrifar einnig nokkur orð uin höfundinn og leikinn. I leikskrá segir ineðal annars: „Páll er þekktur gáfumaður og þjóð- kunnur að næmum listsmekk og þekking á íslenzkum bók- , menntum, og þá eigi sízt ís- lenzkum leikhókmenntum. Hin ævaforna spurning: „Er nokk- uð hinu megin ?“ vaknar, og úr- lausn skáldsins á þessari ráð- gátu knýr þann, er leikinn heyr- 1 ir og sér, til umhugsunar um sígilt viðfangsefni mannssálar- innar. En þrátt fyrir alla nýja strauma í heimi efnis og anda hefir ekkert unnið bug á alda- gamalli trúarreynslu fólksins. Þetta er meðal annars það, sem höf. sér skyggnu auga og leitast við að leiða inn í hug- skot áhorfandans. Til ]>eiiTar túlkunar notar skáldið hinn umkomulausa niðursetning og förumann. Lifsspeki leiksins er að öðru leyti innifalin í hinni gullfögru setningu, er lögð er í munn Jóchsar húsfreyju: „Eitt- hvert réttlátt auga vakir yfir þeim, sem mennirnir útskúfa“. Var leikur leikendanna viða með ágætum og eru Siglfirðing- ar þakklátir fyrir þessa ógleym- anlegu kvöldstund.4 Baldur. h Útvarpið í kvöld. Kl. 20,30'Útvarpssagan : Úr æsku- minningum Gorkis, V (Sverrir Kristjánsson). 2i,oö Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 74, nr. 2, F-dúr, eítir Haydn. 21,15 íþrótta- ])áttur: Skipulag íþróttahreyfingar- innar (Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltúi). 21,35 Hljómplötur: Har- mónikulög. 21,50 Fréttir. 22,00 Hljómplötur: a) Rússneskir söngv- ar. h) Oktett fyrir blásturshljó'B- færi, eftir Stravinsky. Anglia heldur fjórtSa fund sinn á þess- um vetri í kvöld a'Ö Hótel Borg. Aðalræ'Öuna flytur dr. GuÖm. Finn- bogason lándsbókavörður og nefnir Iiann erindi sitt „Islendingar". Að- sókn að fundum Angliu hefur ver- i'ð svo mikil, a'Ö stjórn félagsins telur ekki fært a'Ö leyfa meðlimum félagsins a'Ö taka me'ð sér gesti. 50 ára er í dag Lilja Gu'Öjónsdóttir, Ás- vallagötu 18. Lilja er merk og mæt kona, og trygglynd mjög og munu hinir mörgu vinir hennar og kunn- ingjar minnast hennar me'Ö hlýjum , hug í dag. Hún er dóttir Guðjóns ' Jónssonar fyrrv. fisksala. Næturlæknir. | Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. — Næturvörður í Laugavegs apóteki: Verðhækkun á kolum. Dómnefnd i verðlagsmálum hef- ur ákveðið að hámarksverð á kol- um skuli fyrst um sinn vera 200 kr. pr. smálest, heimkeyrt, ef seld eru 2S° kg'. eða meira í einu. Ef minna er selt í einu, má verðið vera 8 kr. 1 hærra á smálest. Geiið svo vel, komið innfyrir! Takið körfu við innganginn og gangið um búð- ma eflir eigin geðþótta. — Vörurnar blasa við yður, veljið i körfuna það sem ydur líkar. — Fáið svo afgreiðslumanni körfuna, hann pakkar vörunum inn fyr- ir vður og gerir upp kaupin. Gerið svo vel og afgreiðið yður sjálf. — Þökk fyrir viðskiptin. Verð á eplum hefur verið ákveðið kr. 4.25 pr. kg. í smásölu, en kr. 52,60 pr. kassa í heildsölu. Tónlistarfélagið efnir til 2. hljómleika sinna á sunnudaginn kemur í Gamla Bíó. Verkefni verða eftir Bach, Casella og Beethoven. Það er trió Tónlist- | arskólans, sem leikur, en í því eru i þeir Árni Kristjánsson, Björn Ól- afsson og Heinz Edelstein. Hljóm- leikarnir hefjast kli 1,30 e.h. íkviknun. I gær kviknaði i fernisoliu í porti hjá Málningarve'rksm. Hörpu. Var slökkviliðið kvatt á vettvang, en * búið var að slökkva eldinn, þegar það kom á staðinn. Tveir menn brenndu sig lítilsháttar. Kvistir í altarinu heitir nýútkomið smásögusafn eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Er þetta 5. bók þessa unga og efnilega höf- undar. Sögurnar í bókinni eru átta talsins og hefur Nína Tryggvadótt- ir skreytt bókina með myndum. Kvistir í altarino ♦ nf bók efiir :: oíii Þetta er 5. bók þessa unga og gáfaða höfundar, smá- sögur,-sem hann kallar: Farkennarinn, Rykið af veginum, Kross og stríð, Leikur við lax, Kerið gyllta, Höndin, Píus páfi yfirgefur Vatikanið og Kvistir í altarinii. Hin unga og umtalaða listakona, Nína Tryggvadóttir, hefir gert allar myndirnar í bókina. Verð kr. 23.00. Lisa og Pétup Æfintýri eflir Óskar Kjartans- son. Með myndum eflir Tryggva Magnússon. Iíoslar kr. 4.60. Seljum næstu j daga nokkur uppsett og óuppsett | PÚÐABORÐ, heimaofin, úr I | jurtalituðu bandi. Verzl. Fjallfoss Ilverfisgötu 117. í*egap ljóniö fékk tannpinu Æfintýri, sérstaklega æliað j börnum sem eru að hvrja að lesa. Ný útgáfa, kostar kr. 2.00. -J...... BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL Kátur piltnr er eitt af snilldarverkum þjóðskáldsins norska Björnstjerne Björnson. f u'tc- t r „ Jón Ölafsson, 1 pyðingu Jons Ölafsson- ritstjóri og skáld. ar ritstjóra og skálds er hann fullkomið Iistaverk höfundar fyrir unga og gamla. Saga bindi, seytjánda öld, er komið út. Bindi þetta ritar dr. Páll Eggert Olason. Bokin er 468 bls. aS stærð, í stóru broti, myndum prydd og vonduð að ollum frágangi,— Hún kostar 15 ki í kápu oo- 30 kr. 1 vonduðu bandi (al-rexín). Islendingar haía alltaf unnað sögum og sagnafróðleik. Þeir haía hka oft verið kallaðir söguþjóðin. Nú gefst þeim í íyrst sinni kostur a að eignast ítarlegt og vandað yfirlitsrit um sögu iína‘ frá öndverðu til 1918. — Þetta bmdi er hiö fyrsta, sem út kemtir; af 10 alls. Upp- ag þess er. svo takmarkað, að vissara er íyrir þá, er viiia trv:,'tl',a sei utveikið frá upphafi, a'Ö gerast strax áskrifcndnr. . °° Saga íslendinga þarf að komast inn á sem flest íslenzk keimili um þessi jól. Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephapssonar, II. bindi, cru einnig komin út. — Dr. Þorkell Jóhannesson hefir buið undir prentun. — 1 þessu bindi, sem er 280 bls. pð stærð, birtást bref skaldsins frá 1893—1921. Fyrsta bindi þessa stórmerka ritsafns kom út 1938-^-1030 _____ Professor Sigurður Nordal ritaði m. a. svo um þa útgáfu: „Eg vil ekki láta þetta tækifæri ónotað til þess að hvetja alla, sem Andvokum unna, til þess að ná í þessi bréf til lestrar. Þau eru allt í senn emlæg og hispurslaus, efnismikil og spakleg." Iil eru aðeins örfá eintök af fyrsta bindi. Annað bindí var ejnni> prentað 1 mjog takmorkuðu upplagi. Verð bréfanna er 12 kr hvert bindi. Allir, sem eiga kvæði Stephans, þurfa að eignast þessi bréfmeðan kostur er. 7 Samtimis þessum tveimur ritum koma út tvær af hinum föstu arsbokum utgáfunnar 1942: Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags um árið 1943. í Þyí birtast m. a. tvær ritgerðir eftir Jóhann Sæmundsson lækni og yfirhtsgrein um íslenzkan landbúnað 1874—1940 eftir dr Þorkel Johannesson. Er sú grein með 26 myndum og mörgum línuritum. Andvari 1942. Hann flytur ævisögu Magnúsar Guðmundssonar, eftir Tón SiV- urðsson a Reymstað, ásamt mörgum fleiri ritgerðum. .?enSSar bf:kur bafa, Þe?ar veriö afgreiddar til umboðsmanna út- gafunnar uti um land. Asknfendur í Reykjavík vitji bókanna í anddyrí Undsbókasafns- ms og 1 Hafnarfirði 1 verzlun Valdimars Long. Pósfhólft0ifo43ÚtSáfUimar ^ Hverfisgötn 2I> efri sími 3652. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. f * l Dómnefnd í verðlagsmálum hefur ákveðið eítirfarandi hámarksverö: 1. Á kolum kr. 200.00 pr. smálest heimkeyrt, ef seld eru 250 kg. eða meira í einu. ' Ef selt er minna í einu má verðið vera kr. 8.00 hærri hver smálest. 2. Á eplum, kr. 52.60 hver kassi í heildsölu og kr. 4.25 pr. kg. í smásölú. % ... ' . : • • ' .. 3 ■ , Reykjayík, 10. des. 1942. Dómnefnd í verðlagsmálum. Líkan af Ilallsrrímskirkju með fyrirhuguðu umhverfi, einnig. ljósmynd eftir \ Vigfús Sigurgeirsson (kirkjan séð af Skólavörðu- stíg) og málaðri mynd eftir Freymóð Jóhannsson (kirkjan og Skólavörðuhæðin eins og hún er hugs- uð í framfíðinni) verða sýnd bæjarbúum i Varðar- húsinu, efri hæð, gengið um norðurdyr, i dag og á morgun frá kl. 1—10 e. h. og sunnudag frá kl. 3_10 e. h. — Enginn aðgangseyrir. AHir velkomnir. Okkar hjartkæri eiginmaður og sonur, Ólafur K#l*,taö ÞorVarösson, andaðist að kvöldi þess 10. þ. m. Sigríður Klemenzdóttir. Gróa Bjaraadóttir. Kveðjuathöfn Hólmfrídar Eyfólfsdóttur Fálkagötu 26, fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn I2, þ. m. kl. 10y2 f. h. Fyrir mina hönd og annara vandamanna. ' _ Kristinn Magnússon. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.