Vísir - 18.12.1942, Síða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Siml:
Augtýsingar 1660
Gjaldkeri 5 llnur
Afgreiðsla
32. ár.
Reykjavík, föstudaginn 18. desember 1942.
267. tbl.
Ógurleg eyðilegging á
hinum ílýjandi hersveit-
um Rommels.
Það er óalgengt, ad orustu-
flugvélap veiti þeim vernd,
Tugir flutningaflugvéla hraða flutningum til
8. hersins.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun.
EYÐILEGGINGIN á hersveitum Romméls, sem
undan halda vestur af E1 Agheila, er miklu
meiri og geigvænlegri en eyðileggingin, sem
unnin var á þeim, er t>ær flýðu frá E1 Alamein, segir
í fregnum blaðamanna meðáttunda hernum. Þetta staf-
ar af því, að nú er liðsmunur miklu meiri á jörðu niðri
og einnig því, að það er bókstaflega nýnæmi fyrir flug-
menn bandamanna, að verða varir við orustuflugvélar,
er hafi það hlutverk að veita hinum flýjandi hersveit-.
um vernd gegn loftárásum.
Hersveitir þær, sem umkringdar eru hjá Wadi Matrakin,
verða að gjalda sérstaklega mikið afliroð, því að þær verða
nú fyrir miskunnarlausum árásum bæði að vestan og austan,
jafnframt því, sem flugsveitir koma með nokkurra mínútna
millibili til árása á þær. Þær gera harðvítugar tilraunir til
að brjótast áfram vestur á bóginn, en þær Iiafa ekki enn borið
tilætlaðan árangur. Næstu tveir dagar munu skera úr um
örlög þessara hersveita.
Blaðamaður einn, sem liafði
tækifæri til að fylgjast með því,
þegar verið var að undirbúa
leiðangur hersveitanna, er tókst
að rjúfa fvlkingar Rommels,
segir, að Iíklega hafi aldrei tek-
ist eins vel að leyna undirbún-
ingi sóknar, því að skriðdrek-
um og bílum í hundraðatali hafi
verið leynt svo, að njósnaflug-
meiin möndulveldanna urðu
ekki varir við þá.
Herdeildin, sem þetta afrek
vann, er ein af hinum liarðger-
ustu, sem Bretar eiga og stjórn-
andinn einn af frægustu liers-
höfðingjum þeirra.
Undanhald l>eirra hersveita,
sem sluppu vestur á bóginn,
þegar Bretar komust til strand-
ar hjá Wadi Matrakin, er nú
orðið mjög óskipulegt. & svo
lítilli reglu lialdið uppi á strand-
veginum, þar sem hersveitir
jiessar hraða sér i vesturátt, að
umferðin teppist hvað eftir
annað og myndast þá hin ákjós-
anlegustu skotmörk fyrir flug-
Bandamenn
við úthverfi
Salamaua.
Hersveitir bandamanna á
Nýju Guineu eru komnar að út-
hverfum Salamaua, segir í síð-
ustu fregnum frá herstöðvum
MacArthurs í Australíu.
Það er nú orðið Ijóst af fregn-
um frá þessum vígstöðvum, að
bandamenn eru þar hvarvetna í
sókn og ætla sér augsýnilega
að uppræta' bækistöðvar Japana
á Nýju Guineu hverja af ann-
ari, til að skapa sér örugga að-
stöðu til sóknar gegn bæki-
stöðvum þeirra á nágrannaeyj-
unum.
Hjá Buna er haldið uppi stór-
skotahriS á stöðvar Japana, og
er gert ráð fyrir því, að liægt
verði að taka þær með áhlaupi
mjög bráðlega.
vélar bandamanna. i
Flutningaflugvélar þeirra
hafa meira að gera þessa da’g-
ana en nokkuru sinni. Leiðin
frá Alexandriu er orðin svo
löng, að flutningar mundu taka
allt of langan tíma, ef eingöngu
þyrfti að treysta á bifreiðar eða
skip, auk jjess sem stærsta
höfnin í Cyrenaica — Benghazi
—■ er litt nothæf, vegna sifelldra
loftárása á báða bóga undan-
farið.
Flytja þessar flugvélar ekki
minna en 250 smál. af benzíni,
skotfærum, og vistum dag livern
og eftir þvi sem flugvellirnir
næst vígstöðvunum eru endur-
bættir — þeir voru upprunalega
aðeins fyrir orustuflugvélar —
eftir því aukast þessir flutning-
ar. í fregn frá einum blaða-
manni segir, að 70 slíkar flutn-
ingaflugvélar hafi lent á einum
degi á jjeim flugvelli, sem þeim
var aðallega ætlaður.
V.
Frá Tunis.
Þar er einkum um aðgerðir
njósnaflokka að ræða á landi,
en til bardaga hefir ekki komið
siSustu dagana.
Hinsvegar hafa verið gerðar
allskæðar loftárásir á hafnar-
borgir möndulVeldánna, aðal-
lega La Goulette og Tunisborg.
Milli Jjessara borga er alllangur
skipaskurður. Var sprengj um
varpað á hann, svo að stein-
veggir hans sprungu á kafla og
lokaði þá sandurinn að baki
þeiin skurðinum.
!
s
Hagur almennings
í Marokkó og Alsír fer nú
hraðbatnandi, segir í fregnum
þaðan. Fólk fær nú til dæmis
fjórum sinnum meiri kjöt-
skammt en áður, því aö þá voru
níu tíundu hlutar af matvælum
og vínum, sem framleidd voru
i landinu, flutt úr landi.
I Fedala fundusl 350 sinó-
lestir af kjöti, sem átti að flytja
til Þýzkalands, en til borgarbúa
hafði aðeins verið úthlutað 4
smál. síðasla mánuðjnn þar á
undau.
Kanadaher í
Bretlandi í 3 ár.
í gær voru liðin rétt þrjú ár
síðan kanadiskur her sté á land
á Bretlandi í þessu stríði. Var
dagsins minnzt með allmikilli
hersýningu.
McNaughton liershöfðingi, yf-
irmaSur allra hersveita Kanada
í Bretlandi, bauð hermálaráð-
herra Breta, James Grigg, að
kynna sér hversu vel herinn
væri útbúinn að öllu leyti, og
var haldin liersýning í því skyni,
sem hersveitir úr öllum deildum
tóku þátt i.
McNaughton skýrði frá því,
að það liefði munað aðeins hálf-
um mánuði, að her Kanada-
manna i Bretlandi tæki þátt í
bardögum í Frakklandi árið
1940. BúiS var að ákveða brott-
farardaginn og allt búið til brott-
farar. En þá breyttist viðhorfið
mjög skyndilega, J>egar það
kom á daginn, að bandamenn
stóðust Þjóðverjum ekki snún-
ing, og það mundi aðeins vera
að stofna kanadisftu liersveitun-
um í augljósan voða, ef það yrði
að ráði að senda þær yfir Erm-
arsund.
McNaughton minntist og á
árásina á Dieppe. Sagði hann,
að í henni hefði fengizt dýrmæt
reynsla, sem mundi koma öll-
um í góðar þarfir, þegar innrás
yrði gerð á meginlandið.
li.
Þjóðverjar hafa fjölgað or-
ustuflugvélum sínum í Frakk-
landi, bæði þeim, sem berjast í
björtu og myrkri.
Flugmenn bandamanna, sem
hafa farið til árása á herteknu
löndin að undanförnu, þykjast
hafa orðið varir viS þetta. Þeir
skýra líka frá því, að um líkt
leyti og þeir hafi orðið þessa var-
ir, hafi þeir einnig veitt því
eftirtekt, áð Þjóðverjar væri
hættir að nota þá flugvelli sina,
sem næstir væri ströndinni.
Hafa þeir hlaðið garða yfir
rennibrautirnar, svo að ekki sé
hægt að nota þá.
Úrslit Bridge-
keppninnar.
í nótt, um eitt-Ieytið, lauk
Ijridge-keppni þeirri, sem að
undanförnu hefir staðið yfir á
vegum Bridgefélags Reykjavík-
ur. Bar sveit Brynjólfs Stefáns-
sonar sigur úr býtum, en með
honum í sveitinni eru Guð-
munduir Guðmundsson, Pétur
Magnússon og Hörður Þórðar-
son.
Næst var sveit Lúðvíks
Bjarnasonar og nr. 3 sveit Sig-
urhjartar Péturssonar. Alls tóku
12 sveitir þótt i kepnninni.
í febrúarmánuði næstk. mun
að forfallalausu fara fram ný
keppni innan Bridgefélagsins,
og líkur eru til að þá muni
verða keppt bæði í meistara-
flokki og I. flokki.
Rússar mútmæla sigri
Þjéflverja hjá Toropetz.
Gefa út endurskoðaðar tölur um
sigurlnn hjá Kalatsh.
RÚSSAR hafa nú gefið út tilkynningu, þar sem þeir mót-
mæla því harðlega, að þær fregnir séu sannar hjá Þjóð-
verjum, að þeir hafi króað inni mannmargt rússneskt
lið hjá Toropetz á miðvígstöðvunum og sé búnir, eða, um
það bil að verða búnir, að gereyða því.
Segja Rússar um þessar til-
kynningar Þjóðverja, að sann-
leiksgildi þeirra sjáist bezt af
þvi, að þeir liafi verið
hraktir hvorki meira né minna
en 70 km. vestur fyrir Toropetz,
l>ar sem þessi sigur þeirra á að
liafa veriS unninn. ,
Jafnframt gáfu Rússar út
endurskoðaðar tölur um sigur
þann hjá Surovekino — vestur
af Kalatsh í Donburgðunni —
sem greint var frá í tilkynningu
þeirra í fyrrinótt. Segjasl þeir
ekki hafa tekið 305 fallbyssur,
heldur 580 og auk þess 15 skrið-
dreka, 26 hrynvarða bíla og
smáa skriðjdreka, 940 bifhjól,
140 fólksbifreiðar, 150 riffla til
varnar gegn skriðdrekum, 65
sprengjuvörpur, 2500 fallbyssu-
kúlur, 3500 riffla og aragrúa af
öðru herfangi.
Vestur af Reshev kveðast
Rússar hafa tekið Inörg virki
og hindrað Þjóðverja í að koma
liðsauka vistum og birgðum til
innikróaðra hersveita hjá Veliki
Luki.
Rúml. 20 þús kr. til
V etr arh j álpar innar.
Skátar hafa í gærkveldi og
fyrrakvöld safnað alls yfir 20
þús. krónum til Vetrarhjálpar-
innar, og er það rúmlega helm-
ingi hærri upphæð en í fyrra.
Heildarsöfnunin í ár nemur
kr. 20.868.74. Þar af söfnuðust
í austurbænum í gærkveldi kr.
14.598.85.
í gærkveldi og fyrrakveld
náðist ekki til allra, en þeir, sem
enn vildu koma gjöfiun eru
beðnir að hringja í síma 4966
og verða þær þá sóttar sam-
stundis.
Stefán Á. Gíslason frkvstj;
Vetrarhjálparinnar biður Visi
að færa gefendunum alúðar
þakkir fyrir framúrskarandi
undirtektir.
1 yrra nam söfnunin í austur-
bænum um 7 þús. kr., en heild-
arsöfnunin i öllum bænum kr.
9.918.54.
Skrifstofa Vetrarhjálparinnar
í Bankastræti 7 tekur á rnóti
gjöfum daglega. Sími er 4966.
Ikiiknun íi
Eskifirði.
í gær barst Vísi svohljóðandi
skeyti frá fréttaritara sínum á
Eskifirði:
1 gærkveldi um kl. 9 var
slökkvilið Eskifjarðar kvatt að
húsi Jens P. Jensen hér i þorn-
inu. Hafði kviknað í út frá mið-
stoðvareldavél. Tókst fljótlega
að komast fyrir eldinn og kæfa
hann. Skemmdir urðu litlar. —
Ingólfur.
Maður bíður
bana í bílslysi
I gær, klukkan rúmlega fjög-
ur, vildi það slys til á Suður-
landsbraut, gegnt Hálogalandi,
að maður varð fyrir bifreið og
beið bana.
Maður þessi heitir Sveinn
Guðmundur Sveinsson, til
heimilis Karlagötu 1, 35 ára að
aldri og lætur eftir sig ekkju
og þrjú börn.
Sveinn var bifreiðarstjóri
(hafði áður stundað bakara-
iðn) og mun hafa skroppið út
úr bílnum sinum, er hann varð
fvrir slysinu.
Slysið bar að með þeim liætti,
að beifreiðarstjórinn, er ók á
Svéin, kvaðst hafa ekið með
35 km. hraða, en verið blindaður
af of sterkum ljósum frá bif-
reið, er koin á móti honum.
Þegar hann varð Sveins var,
gat hann ekki stöðvað bifreið-
ina nógu fljótt. Lenti Sveinn
undir henni og er lalið að höfuð-
kúpa hans muni hafa brotnað.
Ný útgáfa af
„Árbókum
Reykjavíkur"
. . Önnur útg. „Árbóka Reykja-
víkur“ kemur í bókaverzlanir
í fyrramálið.
i Höfundurinn, dr. theol. Jón
biskup Helgason, hafði þegar
viðað að sér mjög miklu efni
iil viðbótar og uppfyllingar
fyrstu útgáfunni, en vannst ekki
aldur til að ganga frá þéirri,
sem nú kemur fyrir almenn-
ingssjónir.
Eftir lát Jóns biskups var dr.
Jón Jóhannesson fenginn til að
undirbúa prentun útgáfunnar
og hefir liann aukið liana mjög.
Snorri Hjartarson kos-
lnn forstitönmaður .
Bæjarbókasafnslns.
Á bæjarstjómarfundi í gær
fór fram Jcosning foratöðu-
manns bæjarbókasafnsins, og
var Snorri Hjartarson, rithöf-
undur, kjörinn með 12 atkv.
en Jóhann Sveinsson frá Flögu
hlaut 3 atkv.
Snorri Hjartarson hefir um
nokkurra ára skeið starfað við
Bæjarbókasafnið. Hann er ung-
ur maður og hefir getið sér
orðstír sem rithöfundur. Fyrir
nokkurum árum ritaði hann á
norska tungu skáldsögu, er
hann nefndi „Höjt flyver rav-
nen“. Þótti hún eftirtekarverð
byrjendabók. Snorri er sonur
Hjartar Snorrasonar alþm. frá
Amarbolti i Mýrasýslu og fyrr-
um skólastjóra ó Hvanneyri.
$íðnstu fréttir
Brezkar flugVélar fóru til á-
rása á Vestur-Þýzkaland í nótt.
Átján flugvélar komu ekki aft-
ur úr þessum leiðangri.
Brezka flotamálaráðuneytið
hefir tilkynnt, að kafbáturinn
,.Unbeaten“ bafi verið svo lengi
i leiðangri, að telja verði hann
af. —
Vísir.
Vegna anna í prentsmiðjunni var
ekki hægt að gefa út aukablað í
tlag, en það verður gert á morgun.
Jarðarför
Ólafs K. Þorvarðssonar, forstjóra
Sundhallarinnar, fór fram að við-
stöddu fjölmenni, í gier. íþrótta-
menn gengu fylktti liði óg undir
fánum á undan líkfylgdinni, og
stóðu heiðursvörð við kirkjuna.
Forseti Í.S.Í. og formenn íþrótta-
félaga bæjarins báru kistuna i
kirkju, en vinir og starfsbræður
hins látna úr knattspymufélaginu
Fram háru hana úr kirkjunni.
Ultima Thule
eftir Vilhjálm Stefánsson er koni-
in út í íslenzkri þýðingu1 Ársæls
Árnasonar, á bókaforlagi hans. Eins
og nafnið bendir til fjallar bókin
um íslenzk efni, meðal annars af-
drif landnemanna í Grænlandi og
aðrar „torráðnar gátur úr Norður-
vegi“. Ársæll Árnason hefúr áður
þýtt og gefið út ýrnsar bækur Vil-
hjálms Stefánssonar, og er það
fengur, að þessi skuli bætast í þann
hóp. Bókin er prýdd myndum og
kortum og Jrágangur allur góður
og snyrtilegur.
Leikföng
í fjölbreyttu úrvali,
tekin upp í dag.
Sæmundur Þópðarson.
Mjóstpœti 3. — 2586