Vísir - 12.01.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
33. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 12. janúar 1943.
Ritstjórar
Blaðamenn
Auglýsingar
Gjaldkeri
Afgreiðsta
Simt:
1660
5 llnur
8. tbL
\merisk flutningaflugvél fermd í Indlandi nauðsynjum til Kína.
Flugvélar flytja meira
en bílar áður.
I‘að vakti mikla eftirtekt,
þegar Roosevelt skýrði frá því í
boðskap sínum til þingsins í
síðustu viku, að nú væri meira
magn allskonar hergagna flutt
loftleiðis til Kma en eftir
Burmabrautinni áður.
I>egar hún lokaðist á s. 1. vori,
er Japanir tóku Rangoon og
hófu sókn sína norður eftir
Burma, örvæntu margir um
hag Kinverja. En þeir áttu
nokkrar birgðir fyrirliggjandi
' og þegar í stað var liafizt handa
um að stofna til áætlunarferða
vöruflutningaflugvéla frá Ind-
landi tii Kína.
I april voru þessar flugferðir
byrjaðar. Þá voru þó aðeins
tvær eða þrjár flugvélar til
flutninganna. Voru þær undir
stjóm Byroade, majors í flug-
her Bandaríkjanna. Þegar kom-
ið var fram í júnimánuð, skiptu
flugvélarnar tugum og síðan
hefir þeim f jölgað jafnt og þétt,
svo að nú er um stóran flugvéla-
flota að ræða, þótt ekki sé gefn-
ar nákvæmar upplýsingar um
fjöldann.
Flugvélarnar flytja miklu
meira en bílarnir, þvi að þær
fara margar ferðir á sama tima
og hver bifreið fór eina ferð —
og með meiri farm í hverri ein-
stakri ferð en hver þeirra. Flytja
þær mánaðarlega þúsundir
smálesta allskonar birgða til
Kina.
En’ flugið þarna er engmn
leikur, þvi að flugvélamar verða
að fara yfir hæstu fjöll í heimi
—v Himalaya-fjöJlin. Veður em
mjög óstöðug á þessum slóðum
og veðurfregnir af skompm
skammti, þvi að fjöllin em að
miklu leyti óbyggð, vegna þess
hve þau eru hrikaleg og ógreið-
fær, svo ekki er hægt að koma
upp veðurathugunastöðvum. —
Ofan á það bætist, "áð Jap-
anar reyna að gera flugvélunum
allar þær skráveifur, sem þeir
geta og komast flugmennirair
oft i hann krappan, þótt slys
hafi sjaldan átt sér stað. Þetta
er þó sjaldgæfara upp ó síðkast-
ið, síðan bandamenn gerðu svo
harðar árásir á nyrzta flugvöll
Japana, i Myitkiyna, að þeir
Iiöfðu sig á brott þaðan.
Byroade, major, yfirmaður
flutninganna fer miklu lofsorði
um pilta sína, sem standa í þess-
um stórræðum. Hann hefir sagl
m. a. við blaðamenn:
„Það eru þrekvirki sem þessi,
sem munu ráða úrslitum í stríð-
inu!V
Frakkar um 500
km. frá Tripoli.
Sókn LeClercs frá Tsad-
vatni gengur að óskum.
Síðustu tilkynningar um
hernaðaraðgerðir i Fazzan-hér-
aði eru á þá leð, að þær gangi
Frökkum í vil. Eru þeir rúm-
lega 500 km, fyri suðaustan
Trii>oIi og sækja jafnt og þétt
noröur á bóginn.
Á 1700 km. ferð frá aðalbæki-
stöð sinni við Tsad-vatnið hefir
herdeildin m. a. lekið um 200
fanga og margskonar herfang.
Hún á nær eingöngu í höggi við
ítali. *
Danskir naziitar
óánægrdir
Tvö dönsk nazistablöð hafa
látið all-ófriðlega að undan-
fömu, segir í fréttum frá Sví-
þjóð.
Blaðið „Fædrelandet“ kvartar
undan því, að danska lögreglan
geri sér mannamun. Þegar naz-
isti eigi í Iilut, þá reyni lögregl-
an jafnan að gæta þess, að hann
nái ekki rétti sinum. Krefst
I>laðið l>ess, að bót verði ráðin á
þessu.
Vikublaðið ,JKritisk Ugerevy“
er reitt hinum kaþólska biskupi
landsins fyrir þau ummæli hans,
að menn geti ekki verið kristnir
menn um leið og nazistar.
100.000.000.000 d.
til styrjaldar-
þarfa.
r ronr
I.03 S^rma.
Flugmenn bandamanna í Ind-
landi hafa unnið mikið tjón á
samgöngukerfi Japana í Burma.
Ráðizt hefir verið á stærstu
brúna' á Irrawaddy-fljóti,
skammt frá Mandalay í Mið-
Bumia. Var mörgum þunguni
sprengjum varpað á liana og
liæfðu sumar þeirra miðbogann
með þeim árangri, að þegar frá
var horfið, lá hann i fljótinu.
Um brúna fór öll bifreiða- og
jámbrautaumferð milli Suður-
og Norður-Burma, svo að hér er
um mjög tilfinnanlegt tjón að
ræða fvrir Japani.
•
Wellington-flugvéiar halda
uppi árásum dag og nótt í Ara-
kan-héraði, á Akyab og um-
hverfi borgarinnar. ^
Japöiiiku her-
ikipi iökkt
Amerískar flugvélar hafa
sökkt japönsku beitiskipi eða
tundurspilli hjá Nýja Bretlandi.
Var skipið statt undan Gas-
mata, þegar það var hæft þung-
um sprengjum, svo að miklar
sprengingar urðu í því. Næsta
morgun fóru flugvélar á vett-
vang til að hyggja að skipinu,
en sáu það hvergi.
Ekki var hægt að sjá með
vissu, hvort um væri að ræða
beitiskip eða stóran tundur-
spilli.
Roosevelt Bandaríkjaforseti
sendi þinginu fjárlagafrumvarp
sitt í gær og boðskap með því.
Fjárlög þessi eru hin hæstu i
sögu lieimsins, því að þau nema
109 milljörðuin dollara eða um
700 inilljörðum kr. (meira en
20.000 sinnum hærri en síðustu
fjárlög okkar).
I hoðskap sinum sagði Roose-
velt, að nú væri um að gera að
ganga að því af kappi að heyja
hið algera stríð, þar sem búið
væri að undirbúa iðnaðinn
undir það.
Síðisstu fréÉtir
Bissell, yfirmaður 10. flug-
hers U. S. í Indlandi, hpfir skýrt
frá því, að amerískar flugvélar
hafi farið í 25 leiðangra frá Ind-
landi og 20 frá Kína til árása á
Japani undanfarinn mánuð.
Nýjar flugvélagerðir.
Til Bretlands er nú komin ný
gerð hinna svonefndu „Fljúg-
andi virkja“, allmiklu full-
komnari en sú gerð. sem fram-
leidd var áður.
Virki af þessari gerð geta
flogið 3500, km. í lotu, með 360
km. meðalhraða á klst., en
hurðarmagnið er I smál. Bvss-
I ur flugvélapna eru 13 að tölu,
mjög langdrægar vélhyssur.
Þá liefir verið tilkynnt, að ný
tegund af Spitfire-vélum liafi
I vcrið tekin í notkun. Er lnm
| með öllu sterkari hreyfii en liin-
I ar eldri, og liefir þvi fjórða
blaðinu verið bætt á skrúfuna,
því ekki var hægt að lengja þau,
J>rjú, sem fyrir voru á henni
án }>ess að þau næmi við jörð,
þegar flugvélin væri að lenda
eða fljúga upp. Þessi tegund er
sérstaklega ætluð til flugs mjög
liátt í löfti. Hún er vopnuð tveim
fallhyssum og 4 vélbyssum.
Rússar um 150 km,
fyrir vest|an
Mosdok
Dittmar segip, ad Djóðvepjap
iiafi of fáa hepmenn.
Hörð gagnáhlaup Þjóðverja á miðví jslö ðvunum.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun.
íðan Rússarnáðu Mosdok úrhöndum Þjóðverja
rétt eftir áramótin hafa hersveitir þeinn $ótt
fram um 150 km. Er þessi framsókn raun-
verulega öllu meira afrek en vegalengdin gefur til
kynna, því að færð er afarerfið, kafsnjór á öllum veg-
um, sem eru fáir, og Þjóðverjar sá jarðsprengjum um
alJt að baki sér, svo að fara verður mjög varlega. —
Aðeins í gær fóru Rússar næiTÍ 30 km. og er það lengsta
framsókn þeirra á einum sólarhring. A þessum tíma
tóku þeir niu borgir, flestar allmikilvægar, þar sem þær
standa við jámbrautina milli Rostov og Baku. Hefir
það mikla þýðingu fyrir Rússa að geta náð sem mesttr
af brautinni, því að það auðveldar flutninga ]>eirra.
Þjóðverjum, scni heima sitja, Jiefir nú verið sagt undan og
ofan af um sókn Rússa og undanhald hersveita Þjöðverja og
bandamanna þerira. Dittmar liershöfðingi, sem ræðir jafnan i
útvarpið um liernaðarmál, hélt fyrirlestur i gærkveldi. Sagði
Iiann, að Þjóðverjar liefði of fáa menn á austurvígstöðvunum,
og þvi hefði þeir neyðst til að láta undan siga, en nú yröi btetl
að vigstöðvarnar fengi allan þann mannafla, sem þær þörfnuð-
ust, þólt það gerði miklar kröfur tíl „heiinavigstöðvanna“, —
Dittmar ræddi aðallega um
bardagana í Don-bugðunni, þar
seiii liann sagði að Rússtvr liefði
rekið fleyga — óg þá ekkí nein
smáræði — inn í víglínur Þjóð-
verja. Sagði Dittmar, að það
liefði reynzt erfitt að víggirða
margar ]>ær stöðvar, sem Þjóð-
verjar hefðu tekið og því væri
vörnin erfiðleikum hundin.
„Jafnvel Friðrik mikli lét svo
um mælt“, sagði Dittmar, „að
hinir dugmestu hermenn gætu
verið sviptir sigrinum, ef liðs-
munur væri of mikill.“ Þykir
bandamönnum sannað með
þessu það, sem þeir hafa haldið
fram, að Þjóðverjar sé í miklu
mannhraki sakir mannfalls.
Sóknin.
Meðal lx>rga Jjeirra, sem Rúss-
ar tóku i gær, voru Georgievsk,
sem þeir höfðu umkringt, Min-
eralni Vodi, er kom allmikið við
sögu í haust, Kjslavodsk og
Budjenovsk. Tvær siðaslnefndu
borgirnar eru við enda á járn-
brautarlinum, sem greinast fra
áðallínunni. Kislavodsk er fyrii'
sunnan hana og Budjenovsk fyr-
ir norðan.
Bilið milli þeirrar sveitar, sem
sótt hefir norður úr fjöllunum
til Kalmúkasléttunnar og þeirr-
ar, er kemur norðan frá Elista,
er nú aðeins um 20 kniv
Séknin suður
frá Elista.
Þær sveitir, sem stefna suður
lil fjallanna í Kákasus eftir
Kalmukasléttuiuim frá Elista,
virðast ekki þurfa að hrjóta
mikla mótspyrnu á l>ak aftur.
Enda var svo komið, að undan-
liald var hafið hjá þeim sveit-
um Þjóðverja, sem austast voru
komnar, um samá leyti og Rúss-
ar náðu Elista á sitt vald.
Síðustufregnir frá þessai'i sókn
eru á þá leið, að rússneSkar
sveitir hafi faríð yfir Manieíi- '
ána og tekið borgina Petrovski,
sem er sunnan hennar. Manichá
' er lítl, kemur upp fyrii- norðan
Pj'atigorsk, i'ennur fyrst norður
og beygír síðan í áttina til Ka-
spíahafs, en rennur ekki i það,
. lieldur i litið saltvatn þar á slétt-
unni.
Það eru aðallega riddara-
sveitir. Kósakkar, sem þarna
berjast, en með þeim em líka
vélasveitir. Lið þetta hefir verið
flutt eftir leynijárnbraut fná
Astrakan, segir í einni fregn.
Við Don og Stalingrad.
Fyrir sunnan Don hafa Rúss-
) ar enn sótt 30 km. meðfram
■ járnbrautinni frá Stalingrad.
Hefir þvi vegalengdin til Salsk
ininnkað mikið. Hafa þeir tekið
mörg þorp á þessum slóðum.
Hinsvegar er þess ekki getið,
að þeir hafi sótt neitt fram fyr-
ir norðan fljótið. Getur verið,
að Þjóðverjum hafi tekizt að
stemma stigu fyrir sókn þeirra
þar, eins og þeir stöðvuðu þá
á leiðinni til Millerovo og Kain-
enskaya. í Stalingrad liafa Rúss-
ar gert nokkur áhlaup með
þeim árangri, að þeir liafa hrak-
ið Þjóðverja úr sex stöðvum.
I
Hjá Veliki Luki.
Þar standa yfir harðir bardag-
ar og samkvæmt seinustu fregn-
um liefir Þjóðverjum vaxið
fiskur um lirygg. Skýra Rússar
sjálfir frá þvi, að siðustu þýzku
gagnáhlaupin hafi verið
mjög einbeitt, svo að á einum
stað hafi þeir getað hrakið lier-
sveitir Rússa aftur á ]>ak á nokk-
uru svæði.
Rússar eru táldir framleiða
um 2000 flugvélar á miánuði af
tegundum sem nálgast mjög það
bezta, sem Þjóðverjar tefla
fram.
Kolviðarhóll auglýst-
ur til leigu í vor,
Þessa dagana auglýsrr íþrótta-
félag Reykjavíkur skíðaheimili
sitt, Kolviðarhól, laust til leigu
og ábúðar frá næstu fardpgum.
Eklti er }x> svo að skilja, a#
l.R.-ingar ætli að sleppa 3Ínuat
félagslegu tengslum til HríTinn,
þau verða hin sömu eftir -sei*
áður. Hinsvegar hefir félagið ai
undanförnu leígt frú Yalgerii
Þórðardóttur Hólinn til.Shúðar
og nytjar hún jörðina og annaut
veitingasölu.
Nú langar frú Yalgerði lil -ai
hætla í vor. Erfiðið, samfara
vei tingasölunni, er.. svo '111008,
einkum að vetrinum, þegar næt-
urgestir komast á annáð hundr-
að, og daggestir skipta' irfprgutt
hundruðum sumar hejgar, ai
það er næsta von að jafnroski*
manneskja, sem frú Yalgeríðui
er, æskí hvildar eftir langt og
vel unnið ævistarf.
Er frú Valgerður allrakvenxa
vinsælust og rausnarlegusl, ©f
því líkast, sem hún ei^í Tiverl
hein i gestum sinum, enda þykir
öllum vænt um hana, er henmi
hafa kynnzt. Mun ínörguin því
finnast það ill tiðincti, en .skki
góð, áð frú Yalgerður sktdLælím
sér að liæitta. Vonandi verður
liún samt áfram á Ilólnum, þótt
hún hætti að búa, ög mun þai
verða vinuin hennar, hæði met-
al l.R.-inga og annara, nokbur
huggun,
Tiihoíi eíga að berast tiLJóms
Kaldals, formanns skiðaöeildar
1. R„ fyrir 1. febr. n. k., og em
þegar farnar að berasi tirhaK*;
nokkurar fyrirspurnir.
Hefir Kaldal skýrt Vísi frá
þvi, að fyrirhugað sé að haldta
skíðanámskeið á Hólnumri yet-
ur, ef snjór verður nægur iil
}>ess. Ekki er enn afráðið hvm-
nær það hefst, né heldiu’ er
kennari ráðinn.
Tuniss
Aðalhækistöð Þjóðverja í
Kairwhan í Tunis hefir yerii
sprengd í loft upp.
Orustuflugvél, sem vanitbú-
in sem sprengjuflugvél, var
send ein til að vinna þetta verk.
Fiaug liún mjög lágt inn yfir
borgina og varpaði fiilum
sprengjuunum beint ofan ú hús
það, sem aðalbækistöðvnmar
voru i.
Loftárásir voru einnig gerðar
á La Goulette og Gabes (tvisv-
ar).
Um landbardaga er vart að
ræða, en Frakkar liafa hrondið
áhlaupum Þjóðverja skammt
frá Pont de Falis.
Giraud hersliöfðingi hefir lát-
ið uppi í ræðu, að bandamenn
telji Þjóðverja Iiafa flutt 70.006
manns til Tunis, flesla loffleiðis.
Loftárás á Ruhr.
Brezkar flugvélar fóru fil á-
rásar á Ruhr-héraðið í nótt Að-
eins ein flugvélanna komst
ekki lieim aftur.