Vísir - 22.01.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 22.01.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: I/ . r « Kristjan Ouölaugsson ; Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmidjan (3. híeö) j x - - . Ritstjórar | Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Atgreiðsla 33. ár. Reykjavík, föstudaginn 22. janúaúr 1943. 17. tbl. Bandamenn hafa hvað eftir annað gerl loftárásir á eimreiða- smiðjurnar í Lille í Norður-Fralcklandi. I>ær ánásir eru gerðar til að draga úr flutningamætti Þjóðverja. — Myndin sýnir sprengjur falla til jarðar úr fljúgandi virki, sem er á flugi yfir Lille. Loitárásir á flýjandi her- sveitir Rommels alla ieifl inn í Tánis. í fregnum frá Kairo í morgun segir, að brezki 8. herinn hafi haldið áfram framsókn sinni í gær og flugvélar Breta hafi hald- ið uppi árásum á hersveitir og flutningalestir Þjóðverja og ítala fyrir vestan Tripolis og til norðurs allt norður fyrir landamæri Tripolitania og Tunis. — Miklar loftárásir hafa verið gerðar á Tripolitania, jámbrautarstöðvar á Sikiley og víðar. í fregnum frá Kairo í gær- kveldi var svo að orði kotnizt, að menn þar liefðu hinar beztu vonir, vegna fregnanna um hraða sókn hersveita Montgo- mery’s og litla sem enga mót- spyrnu baksveita Rommels. Var gert ráð fyrir, að Tripolis mundi falla þá og þegar, nema eitthvað j óvænt gerðist, svo sem að mót- J spyrnan ykist er að borginni kæmi, en jietta var þó talið ólík- j legt, vegna fregnanna um liina miklu hei-flulninga frá Tri- jiolis til landamæra Tunis. Sennilegt er tahð, að Rommel freisti að veita mótspyrnu, er kemur inn í Tunis um 110 km„ þvi að þar eru varnarlinur þrjár, j sem Frakkar komu upp á sínum tíma, en vitanlega er það undir því komið, sem gerist í Tmiis næstu daga, hvort áform í þessa átt heppnast. Liklegt er, úr því sem komið er, að Rommel reyni að sameina herafla sinn sem allra fyrst herafla Þjóðverja og ítala í Tunis. Svo er eftir að vita hvort Montgomery getur haldið áfram i sókninni viðstöðulaust, eftir j töku Tripoli. MikiJvægt atriði er, hvort hann getur fengið þar | nægt vatn, en það getur hann, j svo fremi að Þjóðverjar og ítal- | ir eyðileggi ekki vatnsbólin. Yf- ! irleitt búast menn við því i Kai- | ro, að það verði að mörgu erfið ' aðkoma i Tripolis, einkum við höfnina, en hinsvegm- muni Bretar fljótt geta notað sérhöfn- ina þar, ekki síður en í Benghazi, sém var furðulega fljótlega tek- in í notkun. Aðstoðarhermálaráðherra Breta sagði í gær, að hann gerði sér vonir um, að áttundi breski lierinn mundi innan margra vikna geta sameinast her bandamanna i Tunis. Þessi orð benda lil að bandamenn líti svo á, að það verði harðir bardagar háðír í Tunis, og að það muni laka nokkurn tima, að hrekja hersveitii* Þjóðverja þaðan, en j>á er jiess og að geta, að her- málaleiðtogar bandamanna hafa alltaf prédikð þetta, frá því að l>að var ljóst, að Anderson hafði mistekizt að sækja frmn í skyndi þegar eftir innrásina og taka Bizerta og Tunis, áður en Þjóð- verjar gætu náð þar öruggri lótfestu. En þetta mistókst — og munaði mjóu, að það tækist, og hefði verið ki-aftaverk, hefði það tekist, þar sem Þjóðverjar og Italir gátu flutt lið og birgðir til uorðurstrandar Tunis miklu styttri leiðir en Bretar og Banda- rikjamenn. Rigningar hafa nú verið i Tunis á annan mánuð og færð slæm, enda eru vegir ófullkomn- ir víða og skorlur góðra flug- valla, þótt bandanienn hafi að visu að undanfornu komið sér upp nokkrum flugvöllum, sem Sókninni til Rostov haidið j áíram af mikiu kappi. IIcill f»ýxkt kerfylki inialkréad ú Worouesliwíg'stöðvismsebu. RINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Rauði herinn sækir fram með enn méiri krafti en áður til Kharkov og Rostov, tveggja megin stöðva Þjóðverja í Suður-Rússlandi. í gær sóttu Rússar fram úr tveimur áttum til hinnar mikil- vægu járnbrautarskiptistöðvar Likhnaya, sem er fyrir norðan Rostov, en um þessa stöð hafa til þessa farið fram meginfiutningar til Kákasushers Rússa, sem stöð- ugt meiri hættur vofa yfir. Rússar sækja fram frá Voro- nesh og hafa umkringt heilt þýzkt herfylki. Bardagar hafa verið mjög harðir á þessum vígstöðvum og Þjóð- verjar beðið mikið manntjón og hergagna. Brezkar sprengjuflugvélar i voru yfir Vestur-Þýzkalandi í nótt. Efnafræðingar stofna með sér félag. Félag íslenzkra efnafræðinga var stofnað hér í hænum miS- vikudaginn 20. þ. m. Að félagsstofnuninni stöðu fjórtán starfandi efnafræðing-ar úr Reykjavik og utan af landi. Á stofnfundi var lleigi Her- mann Eiriksson fundarstjóri. Fundurinn samþykkli lög fyrir félagið og kaus stjórn. Hún er þannig skipuð: For- maður Trausti Ótafvssorv, ritari Gisli Þorkelsson, gjaldkeri Ingi Bjamason og meðstjómandi Þór'ður Þorhjarnar.snn. Háskólahljómleikar á sunnudaginn. Þeir Ámi Kristjáusaon, pían®- Rússar tilkynna, að Þjóðverj- ar hafi varizt af mikilli liarð- neskju í Proletarskaya. Var horgin tekin eftir þriggja daga hardaga og létu Þjóðverjar loks undan síga í áttina til Salsk, sem er skamnU frá, og sóttu Rússar ; að þessu liði Þjóðverja úr tveini- | ur áttum, eftir að það liafði hörfað til nýrra vigstöðva hand- an Manich-árinnar. ! í Kákasíu hafa Rússar tekið marga bæi -— að minnsta kosti 12 seinasta sólarhringinn. j Suður og suðaustur af Lenin- j grad hafa Rússar sótt nokkuð fram og fyrir suðvestan Veliki j Luki hafa Rússar ónýtt fyrir j Þjóðverjum öll áform um að stofna til skipulegrar varnar á nýjan leilc. Rússar hafa tekið borgina Voroshilovsk í Kákasíu og eru 60 km. frá Armavir. Seinustu tvo mánuði hafa 500.000 möndulveldahermenn fallið á austurvígstöðvunum, en en 200.000 verið teknir höndum. , um vigstöðum (Frakklandi, j Noregi, Balkan og Viðar) né ! heldur þeir, sem liafa farizt á ; sjónum eða verið ráðnir af dög- i um i hemumdu löndunum. I j Væri l>eir allir taldir með, ! mundi manntjónið nema 3.5 1 millj. manna. 40.000 liðhlaupar. j Japanska herstjórnin í Kíua hefir tilkynnt, að kinverski iier- inn í Shantungog Kiangsi-fyik j- unum sé nú alveg lamaður og mótspyma sé þar ekki lengur teljandi. Orsök þessa er sú, að yfir- maður kinverska hersins, for- ! ingjaráð hans og 40.(KM) óbreytt- I ir hermenn og foringjar hafi ! gengið á hönd Nanking-stjórn- inni og liætt baráttúnni fvrir Chungking-stjórninni. Japanir liafa verið i sókn á 1 stöðum í Kína að undanförnu, en gengið lítið viðast hvar. Frá líæjardyrum Itala. ítalski útvarpsfyrirlesárinn Mario Appelius liefir haldið fyr- irlestur um hardagana á austur- vígstöðvunum. Sagði hann, að ekkert henti til þess, að það væri að draga úr sókn Rússa, þvi að Iiún færi lieldur vaxandi sums- staðar. Stalin virtist hafa úr íiógu að^ spila, eins og Rússlami væri ekkert annað en hermanna- skálar og hergagnabúr. Manntjón Þjóðverja. Blöð vestan hafs hafa það eft- ir útvarpsstöðinni í Dakar, að dr. Robert Ley, yfirmaður vinnufylkingarinnar þýzku, hafi nýlega áætlað manntjón Þjóðverja í Rússlandi a. m. k. 3 milljónir manna. í þeim hópi ern taldir þeir hermenn, sem eru örkumlamenn eða fangar, en ekki þeir, sein eru lítið særð- ir og geta farið aftur iil víg- stöðvanna. Dakar-útvarpð tók það og fram, að þá væri ekki taldir ítalir, Rúmenar, Ungverjar eða aðrir bandamenn Þjóðverja. Loks gat það þess, að þeir væri ekki meðtaldir, sem liefði fallið eða orðið örkumlamenn á öðr- hægt er að nota sem bækistöð fyrir stórar sprengjuflugvélar, en í byrjun höfðu þeir engan slikan flugvöll. Eini sliki flug- völlurinn i Tunis var við Bizerta og honum náðu Þjóðverjar. --- • Skákþingið: Fimmfu umfeið lokið. Biðskákir voru tefldar i fyrra- kvöld. í meistarafl. vann Árni Snævarr Benedikt Jóhannsson, Sturla Pétursson vann Árna Snævar, Guðnn S. Guðmunds- son vann Steingrím Guðmunds- ! son, Pétur Guðmundsson og Síurla Pétursson jafntefli. Eftir fimm umferðir sanda leikar þannig: 1 meistaraflokki: Árui Snævarr og Baldur Möller 4 vinniuga, Sigurður Gissurar- son 3 , Steingrímur Guð- j mundsson og Guðm. S. Guð- | mundsson 3, Magnús G. Jónsson 214, Sturla Pétursson, Hafsteinn Gíslason og Óli Valdemarsson 2, Benedikt Jóhannsson og Pét- ur Guðmumlsson 1 14, Áki Pét- ursson 1. — í I. fl. eru Benóný Benediktsson, Maris Guðmunds- son og Ragnar Guðjönsson með 3 viiminga, Úlafur Einarsson 2V2, Irárus Johnsen, Pétur Jón- asson 1 Vj, Ingimundur Guð- mundsson Vi- í II. fh eru komin úrslit: Efstur varð Sig- urður Jóhannsson m' ð ö vmn- inga, Guðjón Sigurðsson 3V2, Sigurbjörn Einarsson og Oiafur Loftsson 2%, Ingólfur Jónssou IÚ/2, Sig. Bogason 0. 6. umferð verður tefld annað kvöld. Brezkar langflugs-sprengja- | flugvélar frá Indlandi hafa gert árásir á Tunggoo í Birma og flugvélar 10. ameríska flughcrs- ins hafá gert árásir með mikl- um árangri á Thazi í Birma. 9 I Tyikneskar fregnir herma, að lítt æft lið hafi verið sent til Frakklands, Póllands og Búlgaríu, en setuliðið, sem þar var, hafi verið sent til austur- ' vígstöðvanna. , ® I í gær var tilkynnt í London, að 45 börn hefðu heðið bana i dagárásinni á London í fyrra- dag, en 50 særsL Enn er leitað í rústunum og líklegt talið, að 15 börn væru grafin í rústunum. Bandaríkjaherinn hefir tekið við af landgönguliði flotans á Guadalcanal. @ lngram flotaforingi Banda- ríkjaflotans tilkynnti í Rio de •lanciro í gær, að herskip hans hefðu sökkt fimm möndulvelda- kafbátum á 4 vikum. Undan- farna daga hefir rekið ým-islegt úr þýzkum kafbátum á strönd- um Brazilíu. 9 Hinu nýja 25.000 smálesta flugvélaskipi Yorktown hefir verið hleypt af stokkunum. Frn Roosevelt gaf því heiti, eins og „gamla^ Yorktown 1936. Yorktown getur flutt 80 flug- \élar. I*að er fjórða af 25 her- skipum af svonefndum Essex- flokki, sem byggt verður. leikari, og Bjorn Ötafeso*. fiðluleikari, halda fzmmto há- skólahljómleika sína á simnu- daginn kemnr. Hljómleikarnir verða haldnir í hátiðasal háskólans kL ö »ið- degis. Að þessu sinni leika þeir Árni og Bjöm verk eftir Yitali, Mo- zart, Debussy o. fl. ASgöngumilSar eru seltEtr í Bókaverzlun Sigfúear Ey- mundsonar og Hljóðfærahús- inu. Kolaverðið.* í vikunni birtist augtýsing frá tkímnefnd í verðlagsmáhim varðandi hámarksálagn’ingn á kolum, seldum úr portú Nokkurum ótta liefir skgið á fólk út af auglýsingu þessari. þar sem það hefir álitið aS þetta myndi lækka visitöluna. Visir hefír aflað sér trpplýs- inga um þetta hjá Pétri Magn- ússyni alþm., sem er formaður dómnefndar i verðlagsiiiáhini. Kvað hann ótta i þessu efni é- stæðulausan með öllu og alger- lega á misskihilngi byggðan. Það verðlag sem ákveðið var á kolum, seldum úr porti, kemur visitölunni ekkert við, Þama er aðeins um skilgreiningu á kola- verði að ræða, kolum sem seld eru úr porti á 169 kr. per. ssná- lest og heimfluttum kolum, sem kosta 184 krónur. ÁÖurt var verðlagið aðeins miðað við heimflutt koL Reykjavík rafmagnslaus í gærkveldi og nótt. Orsökin var krapastífla við Sogsstöðina. 1 gærkveldi bilaði rafmagnið í bænum, svo að raf- magnslaust var með öllu frá kl. 9% tii kl. 8*4 í morgun. Áður var straumurinn mjög lítill á rafmagninu og fór sí og æ minnkandi, þar til ljósin slokknuðu alveg. Vísir átti tal við Jakob Guð- johnsen verkfræðing i morguu og skýrði liann blaðinu svo frá, að krapi liefði setzt i ristamar xið Sogsstöðina í gær. Þegar frost er og hvassviðri, en Olf- ljótsvatn hinsvegar autt, er á- vallt nokkur liætta á krapastiflu við stöðina. Um'kl. 314 var krapinn orð- inn það mikill, að divaga tók úr spennunni og fór liún ört minnkandi, eftir því sem lengur leið á kvöldið. Vegna roks var erfitt að lireinsa ristamar og þegar fyrirsjáanlegt var, að ekki mundi taka6t að ná krapanum burtu, var það ráð tekið, að taka ristarnar. En við það safn- aðist krapi i pípurnar og komst loks í turbinuna. Var þá ekki um annað að ræða en loka fyrir liana og hreinsa hana. Var búið að hreinsa aðra vélina um fjög- urleytið i nótt, en hina um kl. 814 í morgun og var þá straumi hleypt á að nýju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.