Vísir - 22.01.1943, Page 3

Vísir - 22.01.1943, Page 3
VlSIR VÍSIP DAGBLAÐ Gtgefandi: BLAÐACTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóror: .Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vísindamennska, sem segir sex. JÓN BLÖNDAL hagfræö- ingur telur sig sjálfkjör- inn máisyara Alþýðuflokksins í öllum þeim málurn, sem dýrtið- ina varða, sem og hið iiáa kaup- gjald i landinu, og að öðru leyti yfirleitt [yar, sem liagfræði- kunnáttu hans og visinda- mennsku verður við komið. Hér í blaðinu var því nýlega haidið frarn, að hækkað kaupgjald ætti sinn ríka j>átt í þvi að vísitalan hefði hækkað úr 183 stigum í 272, enda hefði kaupgjald t. d. við frystihúsin, hækkað um og yfir . 60% á sumum stöðum. I>essi fullyrðing blaðsins hefir lmeykslað hagfræðinginn, og telur hann að Visir gangi liér er- inda atvinnurekenda, sem telji að grunnkaupshækkanirnar or- saki öll þau mein, sem nú er við að striða í dýrtíðarmálunum. I>etta telur hagfræðingurinn fjarstæðu,i og vill sanna að svo sé, með eftirfarandi rökum, og skulu nú orð hans tilfærð, eins og þau eru í grein hans: „Grunn- kaupshækkanir og dýrtíðarupp- l>ót“, er birtist i Alþýðublaðinu hinn 19. þ. m. Þar segir hag- fræðingurlnn: „Tökum sem dæmi íaunþega, sem hafði 400 kr. 'grunnlaun á mánuði fyrir strið. Segjum að grunnkaup hans hafi liækkað um 30%. Þá fær hann nú í kaup samkvæmt síðustu vísitölu (272 stig): Grunnkaup kr. 100, Grunn- kaupshækkun kr. 120, Verðlags- uppbót kr. 894.40. Alls kr. 1414.40. Með öðrúm orðum: Kaupið hefir hækkað um 1014,- 40 kr. á mánuði, þar af er grunn- . kaupshækkunin 120 kr. (eða tæp 12% af hækkun kaupsins). Nú sér hver heilvita maður að sá hluti kauphækkananna, sem heitir grunnkaupshækkun hlýt- ur að verka nákvæmlega eins á hag fyrirtækisins, eins og sá, sem heitir verðlagsuppbót. Að- alatriðið er live mikil Jieildar- kaupliækkunin er, og af henni er grunnkaupshækkunin aðeins Iitið brot (i dæminu 12%).“ Les- j endur athugi að þetta eru ó- breytt orð hagfræðingsins. Við dæmið er það að athuga að útreikningur hagfræðingsins er allur rangur, og það svo ótrú- lega fjarri lagi að furðu gegnir. Hagfræðingnum telst svo til að grunnkaupshækkunin némi kr. 120, sem er rétt, en á þessa grunnkaupshækkun reiknast verðlagsuppból, sem nemur kr. 206.40, eða sámtals kr. 326.40, sem svarar til 32,18% af kauphækkuninni allri i stað 12%, sem ■hagfræðingíirinn er svo brjóstheill að halda fram og itrelia hvað eftir annað til frek- ari áherzíu. Ekki verður öðru tr.úað, en að hagfræðingurinn hagi hér málflutning sínum á þann veg að í fullri óþökk sé þeirra manna innan Alþýðu- floklcsins, sem mál þessi vilja ræða af nokkurri skynsemi, enda kemur fram lijá honum allt annað viðhorf, en t. d. lijá •lónasi Guðmundssyni, sem um þessi mál hefir ritað af góðum skilningi ;á margan veg. Sér hver heilvita maður að hagfræð- ingurinn hefir hlaupið óþægi- lega á sig. Hagfræðingurinn ætti að at- huga það ennfremur að auk þessarar hQÍnu hækkunar heild- arkaupsins, vegna 30% grunn- kaupshækkunarinnar, (sem að vísu nemur víða yfir 60%), kemur einnig til greina stór- hækkun á vísitölu, sem afleið- ing grunnkaupshækkunarinnar. Dýrtiðaruppbótin á 100 kr. grunnkaupið hefði þvi orðið inun Iægri, ef grunnkaupshækk- unin hefði ekki orðið, og kemur á þann hátl fram mikil óbein hækkun á heildarkaupinu. Hins- vegar- hefir engum dottið í hug að gi’unnkaupshækkanirnar or- saki einar og út af fyrir sig öll þau mein, sem nú er við að slríða í dýrtíðarmálunum. Þar renna fleiri stoðir undir. Viljandi eða óviljandi hefir hagfræðingurinn farið á gönu- hlaup í vísindamennsku sinni og er það leitt fyrir hann, ef nokk- ur maður tekur hann á annað borð alvarlega og byggir á nið- urstöðum hans viðhorf sin til • í vandamálanna, sem við er að stríða. Það er mjög hæpið lil á- vinnings, að halla réttu máli pólitískum flokkum eða sjálf- um sér til ávinnings, og vonandi hendir slikt elcki hinn vísa hag- fræðing í annað sinn. Það kost- ar svo nauðalitla fyrirhöfn að segja satt og reikna rétt, — jafn- vel minni fyrirliöfn, en að hverfa að því gagnstæða, sér í lagi, ef það er viljandi gert, sem ekki er gerandi ráð fyrir að ó- reyndu. I þessu sambandi skal þess að lokum getið, að nokkurrar til- hneigingar hefir gætt hjá Kommúnistum og Alþýðu- flokksmönnum í þá átt, að reyna að gera Visi tortryggileg- an í augum verkainanna af þeim sökum, að umræður hafa verið teknar upp i blaðinu um þetta vandamál. Því fer fjarri að nokkurar kröfur liafi verið settar fram hér í blaðinu, sem beinast að . verkamönnum á þann veg að kaup þeirra skuli lækka, þannig að kaupgeta ]>eirra minnki. Hitt hefir verið sagt, að ef unnt sé að lækka bæði verðlag og kaupgjald svo að i fullu samræmi sé, muni það vafalaust verða til mikils hags fyrir þjóðina i heild og þá jafnt framleiðendur, sem verkamenn. Mál ]>essi þurfa viðtækrar og samvizkusamlegrar rannsóknar, og fyr en hún liggur fyrir, er ekki unnt að taka endanlega af- stöðu, en ahnenn sannindi, sem eru svo augljós að allir viður- kenna, sýnist full ástæða til að benda á, jafnvel þótt ekki verði komist bjá aðkasti frá þeim mönnum, sem virðast keppa fyrst og fremst að því að skapa algert öngþveiti og hrun i land- inu. Verkalýðsfélögin i Sviþjóð liafa tekið á ]>essuin málum með allt öðrum og betri skiln- ingi en bagfræðingur Alþýðu- blaðsins. Þau neituðu fullri dýr- tíðarliækkun, og fá hana greidda aðeins að nokkru. Þau töldu að heppilegra væri fjn-ir verkalýð- iun að tryggja öryggi atvinnu- veganna, en að einblína á nokk- urra króna stundarhagnað. Að sjálfsögðu á verkalýðurinn einn ekki að bera byrðarnar, lieldur allar stéttir jafnt í réttri tiltölu við getu þeirra. Réttlæti eitt tryggir farsæla lausn dýrtíðar- málanna. ÚtvarpiS í kvöld. Kl. 20,30 Útvarpssag-an. 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 11 í D-dúr eftir Mozart. 21,15 Minnisverð tíðindi (Jón Magnús- son fil. kand.). 21,35 Hljómplötur: Harmónikulög. 21,50 Fréttir. 22,00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónía í Es-dúr eftir Schumann. b) Tvöfaldur konsert eftir Brahms. ------------------. JD Gagngerðar breytingar á bifreiða- g stæðum og bifreiðastöðvum í Rvík. *g Sérstakar aðalumferða- æðar í bænum. Viðtal við Erlins: Pákson l'firlösfrogluþjon. Nefnd manna hefir að undanförnu haft til meðferð- ar málefni, er varða bifreiðastæði og bifreiðastöðvar hér í bæ. Hefir hún skilað áliti og gert í því mikilsvarð- andi og róttækar tillögur um breytingar á skipan þeirra mála. Vísir hefir átt tal við einn nefndarmanna, Erling Pálsson, yfirlögregluþjón, sem jafnframt hefir skýrt blaðinu fra því að nýskipan sé að hef jast í umferðamál- um bæjarins, að því er aðalumferðargötum viðkemur. Ivemst það skipulag á næstu daga og er byrjað að koma upp skiltum við þessar aðal-umferðaræðar, og við þver- götur sem að þeim liggja. Aðalumferðagötumar. „Hvemig er hið nýja skipulag yðar viðvíkjandi aðalumferða- götum hugsað?“ „Eins og skýrt hefir verið frá, hefir verið samþykkt af bæjar- stjórn og lögreglustjóra, að að- alumferðargötur bæjarins skulu vera þessar: Laugavegur, Baukastræti, Austurstræti, Að- alsti’æti og Ilverfisgata í Aust- urbænum, en i Vesturbænum Vesturgata og Túngata. Aðalumferðaæðar bæjarins liafa forgangsumferðaréttindi til þess að umferðin geti gengið þar greiðara. Með gamla fyrir- komulaginu má segja, að þær Iiafi ekki annað þeirri umferð sem um þær liafa farið. Sú vernd sem l>essar aðalgöl- ur fá fyrir umferðinni liggur í því, að sett verða upp skilti við þær þvergötur sem að þeim liggja með áletruninni „stans“, sem þýðir að farartækin eigi að stöðvast áður en þau fara yfir. Áletrunin verður bæði á ís- lenzku og ensku og verða skilti ]>essi sett niður næstu daga. Ennfremur er með ákveðinni samþykkt bannað að bifreiðar standi langdvölum á þessum götum, eins -og nú tíðkast. Strax þegar þessum undirbúningi er lokið, mun breytingin ganga al- gerlega í gildi. Bifreiðastöðvar við Lækjartorg verða fluttar. Eins og fólki er í minni, skip- aði bæjarstjórn nefnd manna til að gera tillögur um bifreiða- stæði í bænum. Var eg af hálfu lögreglustjóra skipaður i nefnd- ina. Nefndin skilaði áliti sínu s. 1. haust og lagði þar til ýmsar rót- tækar tillögur lil úrlausnar því vandræða ástandi sem nú rikir í þessu efni. Meðal annars að bifreiðastíeði núverandi bif- reiðastöðva við Lækjartorg verði hönnuð, en verði komið fyrir í framlialdi af bílstæðum bifreiðastöðvarinnar Geysis við Kalkofnsveg, þar sem að á svæðinu milli Hverfisgötu og Sölvhólsgötu virðist vera nægi- legt rými fyrir 50—60 híla. Bifreiðastöð á Vitatorgi. Þá taldi nefndin lieppilegt að komið yrði á fót bifreiðastöð fjæir fólksflutningahifreiðar á Vitatorgi fyrir Austurbæinn. Sú stöð gæti verið útbú frá ein- hverri annarri bifreiðastöð ef vildi. Telur nefndin óhentugt allra liluta vegna að hrúga öll- um bílstöðvunum í miðbæinn. Allsherjar bækistöð fyrir langferðabíla. Nefndin hefir lagt til að lang- ferðabifreiðar (sérleyfishafa) fengju eina allsherjar bækistöð í portinu á horni Kalksofns- vegs og Sölvhólsgötu, þar sem geymslupprt Geirs H. Zoéga er nú. Valda hinir stóru langferða- bílar mikilli truflun, þar sem þeir eru við upptýnslu og alls- konar afgreiðslu á ýmsum aðal- götum bæjarins. Vörubílastöðvar við höfnina og í úthverfunum. Einnig hefir nefndin gert lil- lögur gagnvart vörubílastöðv- unum, og eru þær í stuttu máli á þá leið, að ein miðstöð fyrir takmarkaðan fjölda vörubíla verði leyfð í miðbænum, annað hvort í portinu norður af Varð- arlnisinu eða á lóðinni vestan við sænska frystihúsið. En auk ]>essa verði svo reistar stöðvar fyrir vörubíla í úthverf- um bæði Austur- og Vestur- hæjar. I Austurhænum í þri- liyrningnum norðan við Gas- stöðina, við Skúlagötu, sem virðist liggja einkar vel við þungaflutningi, ekki sízt fyrir það, að verksmiðjuliverfi er að rísa upp þar á næstu grösum. í Vesturbænum yrði stöð komið upp á svæðinu vestan við Sel- búðir og Hringbraut, eða á ó- byggðum löndum vestanvert við Kaplaskjólsveg. Lækjargata verður breikkuð. Nú er eftir að ráðstafa öllum þeim gífurlega fjölda bifreiða sem hér standa á götunum og ekki \4rðast liafa neitt annað pláss er þeir geti staðið á. Hefir nefndin aðallega Iátið sig skipta bifreiðar í miðbænum, en þar standa að jáfnaði 60—80 bif- reiðar á hverjum degi. Hún lief- ir gert tillögur um sérstakt skipulag á bifreiðastæðum í miðbænum utan aðalbrauta, og helztu nýmælin í því eru, að Lækjargata milli Amtmanns- stigs og Bankastrætis verði breikkuð til austurs, og fengizt þar þá stæði fyrir 25—30 einka- bifreiðir. Ennfremur að lóðin sunnan við geymsluhús S. I. S. (þar sem nú er geymsluskúr) verði tekin undir bifreiðastæði. Nokkurar fleiri auðar lóðir Umíerðin 1 nágrenni bæjarins meiri en þar sem hún er mest í nágrannalöndunum. Aðalumferðabrautir með forgangs> pétti ákveðnap. Skýrsla Ge'rs Zoéga vegamálattjóra. Umferð um vegina hefir aukizt svo gífurlega síðustu árin, að hún er jafnvel meiri en hún var mest í nágrannalöndunum fyrir stríðið. Um Suðurlandsbraut eina fara allt að 600 bifreiðar á klukkustund eða 10 á hverri mínútu. Vegamálastjóri, Geir Zoéga, kallaði blaðamenn á fund sinn i gær. Þar skýrði hann frá því, að nýlega, er hann liefði látið telja bifreiðar á Suðurlandsbrautinni, töldust þær yfir 6000 á einu dægri (frá kl. 12 á hádegi til ld. 12 á miðnætti). Fara fleiri bifreiðar um Suðurlandsbraut á einum degi en um Holtavörðu- lieiði á heilu ári. Um Hafnarfjarðarveginn hefðu liinsvegar 2700 hifreiðar farið á sama degi. Vegna þessarar gifurlegu umferðar hefir vegamálastjóri, í samráði við samgöngumálaraðuneytið og hemaðaryfirvöldin ákveðið, að gera helztu umferðaræðam^r að aðalbrautura með forréttinduni. Fer greinargerð vegamálastjóra hér á eftir: Vegna mjög mikillar umferð- ar um aðalvegina í nágrenni Reykjavíkur, og þar sem slys eru orðin þar alltíð, hefir ráðu- neytið ákveðið að nota heimild umferðarlaganna til þess að á- kveða að nokkurir þessara vega skuli teljast aðalbrautir. Eru ákvæði um þetta í 7. gr. umferðarlaganna frá 1941 og hljóða þannig: Ráðherra, er fer með vega- koina einnig til greina og mun bæjarráð eða verkfræðingar bæjarins vera að vinna að breyt- ingum þessum, enda er þetta inál’ mjög aðkallandi, og óhugs- aiilegt að koma liinni nýju um- ferðaskipun í framkvæmd svo að gagni komi, nema þessum málum verði um leið ráðið til fullra lykta, Síðan styrjöldin hófst hefir orðið alger bylting í umferðar- lífi bæjarins, bifreiðar hafa streymt hingað — eklci í hundr- aða — heldur í þúsundatali. Er það nú auðsætt að lengur verður ekki hjá því komizt að ælla þessum bifreiðum einliver önnur stæði en götumar. Hreinsað til af götunum. Rétl væri hinsvegar að taka til sérstakrar athugunar í hve rikum mæli bifreiðaeigendur vanrækja að nota hilskúra sína, og láta bifreiðarnar standa á götunni, í stað þess að geyma þær i skúrunum. Það liefir lengi viljað brenna við, þrátt fyrir ítrekaðar aðvar- anir lögreglunnar, að ýmsir menn hafa látið bíla sína slanda í algerðu liirðuleysi vikum og mánuðum saman víðsvegar á götum bæjarins. Sum þessi farartæki eru meira og minna i slæmu ásigkomulagi og ill- hreyfanleg, þar sem ýmist vantar á þau hjólbarða eða hjól, stýrisútbúnaðinum. lokað, en eigandinn kannske ekki i bæn- um. Það hefir þvi reynzt mjög erfitt viðfangsefni fyrir lögregl- una, bæði vegna plássleysis og álialdaleysis að lireinsa þessi farartæki af göluin bæjarins. Nú liefir lögreglan fengið leigl afgirt svæði fyrir þessa híla og fengið bíl með sérstök- n in lyftuútbúnaði lil þess að geta flutt þessi farartæki á hið af- girta svæði, þar eð þau eru sjálf oft og einatt i al-óökufæru á- slandi. Slílc ráðstöfun mun áreiðan- lega hafa góð áhrif til rýmkun- ar á götunum. mál, getur ákveðið, að feugn- um tillögum vegamálastjóra, að tilteknir vegir skuli teljast að- albrautir, er njóli þess forrétt- ar, að umferð bifreiða og ann- ara ökutækja frá vegum, er að þeim liggja, skuli skilyrðislaust vikja fyrir umferð aðalbraut- ar, eða staðnæmast áður en sveigt er inn á aðalbraut, ef Skal jafnan setja upp sérstök merki við greind vega- og gahia- möt. Vegir ]>eir, sem ákvæði þessi ná til, verða þessir: 1. Suðurlandsbraut frá vega- mótum Laugarnesvegar að þeim meðtöldum, að Geithálsi, þó að undanskildum yegamótum Mos- fellssveitarvegar, sbr. 2. Iið, niðurlag. 2. Mosfellssveitarvegur frá vegamótum Suðurlandsbrautar innan við Elliðaár að vegamót- um Þingvallavegar, að báðum vegamótum meðtöldum. Um hin fyrr töldu vegamót helzt forréttur Mosfellssveitarvegar óskertur, en forréttur Suður- Iandsbrautar fellur niður. 3. Hafnarfjarðarvegur frá vegamótum Laufásvegar að vegamótum Norðui’brautar of- an við Hafnafjarðarveg að báð- um vegamótum meðtöldum. Sérstök merldspjöld er nú verið að setja upp við öll vega- mót inn á fyrrgreindar aðal- brautir á vinstri brún liliðar- vegar spölkorn frá vegamótum. Spjöld þessi eru fest á um meter liáa jámstöng og þannig gerð: Spjaldið er réttur átt- hyrningur 53 cm. á hæð og breidd, málað gult með svartri hrún 2 cm. breiðri allt í kring. Á spjaldið eru máluð með svört- um lit orðin: ST ANZ STOP Skal sérstaklega vakin at- hygli á, að á vegamótum Mos- fellssveitarvegar og Suðurlands- brautar hefir verið felldur burt forréttur Suðurlandsbrautar. Varð þar annaðhvort að fella niður forrétt beggja brauta eða annan’arhvorrar, og var þessi kostur tekinn bæði vegna þess, að nú er yfirleitt meiri umferð um Mosfellsveitarveg og vegna bröttu brekkunuar ofan við vegamótin, sem örðugt er að 1 « S* s fl e m im fl xe m 'e flA £ u nJ e a pgfl 2 fl e | mí ‘m s þess er þörf. Lögreglustjóri getur, að fengnum tillögum bæjarstjórn- 63 ar eða sveitarstjómar, tekið sömu ákvörðun um götur í #® kaupstað eða kauptúni. e £ - e S8 - visir Járnbent vikurhús Hús Kristins Péturssonar listmálara Kristinn Pétursson listmálari er að byggja sér tvílyft hús í Hveragerði, sem hann byggir úr vikur-holsteini. Kvaðst hann ekki vita til, að tvílyft hús hefðu áður verið byggð úr því efni hérlendis. > Þá er það einnig nýmæli, að hús þetta er treyst með jám- bentum steinsúlum, sem liggja i gegnum vikui’steininn með stuttu millibili. Áður hefir að- eins þekkst að treysta liorn á þennan hátt. Með slíkum járn- hindingum á húsið að vera treyst gegn jarðskjálftum, sem og öðrum náttúruhamförum, eins og t. d. fárviðri. staðnæmast í áður en farið er út á vegamótin, en þarna er niikil umferð og liætt við slys- um nema varlega sé farið þó vegirnir séu breiðir. Þeir, sem koma af Þiugvalla- vegi inn á vegamót Mosfells- sveitarvegar, eiga að staðnæm- ast eða víkja fyrir umferð um Mosfellssveitarveg. Þar sem hætt er við, að menn taki ekki eftir spjöldunum í myrkri eða geti ekki lesið það, sem á þau er málað, er áríðándi, » að menn liafi jafnan i huga þær reglur, sem hér eru settar. Erlendis eru svipaðar aðgerð- ir einn þáttur í árangursríkri viðleitni yfirvaldanna til ]>ess að draga úr umferðarslysum, og er þess að vænta, að sama reynsla verði einnig hér. Er áformað, að ákvæði ]>essi komi til frainkvæmda um næstu mánaðamót frá ákveð- inni klukkustund, sem síðar verður auglýst, en fram að þeirri klukkustund gilda hin al- mennu ákvæði um varúð, en ekki forréttarákvæðin, enda þótt spjöldin séu þegar sett upp sumstaðar. Eiga menn því enn að haga akstri óbreyttum. Þó að þessi breyting verði gerð á umferðareglum, er sjálfsagt að ]>eir, sem um aðal- braut fara, verði að sýna fyllstu aðgæzlu, hinsvegar lendir á- byrgðin iögum samkvæmt á þéim, sem ekur að hliðarvegi inn á akbraut, ef slys verður, vegna þess að hin nýju ákvæði eni brotin. í þessu sambandi skal brýnt fyrir öllum gangandi inönnum að nota gangstíginn, sem lagður hefir verið meðfram Suður- landshraut frá gatnamótum Höfðavegar inn að Ilálogalandi. Umferð bifreiða um þennan vegarkafla er jafnvel 7000 á degi og yfir 600 á klukkustund suma tíma dags. Er því augljóst, liver feikna áhætta það er fyrir aðra að fara um akbrautina, enda allmörg slys hlolizt af. Það skal tekið fram, að ætlast er til, að hæði menn á reiðhjól- um og með liestavagna noti gangstíginn, en ekki akbrautma. Akvæði þessi ganga í gildi að- faranótt 1. febr. Þangað til verð- ur akstri haldið uppi óbreyttum. Hús sitt nefnir Kristinn „Seyð- tún“, er hann dregur af sjóðandi hverum eða hveraaugum, sem eru á lóðinni, rétt við húsið. í í húsinu er 10 meti’a langur og 5 metra hár salur, sem málar- inn ætlar að nota fyrir vinnu- stofu. Vísir hefir beðið Kristinn að skýra nánar frá þessu húsbygg- ingamáli sínu og fórust lionum orð á þessa leið: „Hús þurfa að vera traust. Maður verður að finna sig ör- uggan í þeim fyrir allskonar hamförum náttúrunnar, svo sem kulda, stormi, regni og jafnvel jarðskjálftum, þar sem þeirra er von. í Hveragerði er maður ekki öruggur fyrir jarðskjálftuni. Þess vegna var eg ekki ánægður með að lilaða háa veggi úr hol- steini án járnbindingar. Eg tók því þá aðferð að nota holríim sumra steinanna fyrir mót um jámbentar steinsúlur, sem standa upp úr grunninum og upp allan vegginn og tengjast- saman með tveimur láréttum járnbenntum lögum í veggnum, efst undir þaki og um miðja veggina, yfir gluggumu Auk þessa liggja svo láréttir járn- teinar i hleðslunni með met- ers millibili. Með ]>essu móti fékk eg járnbennta steinsteypu- grind sem ber húsið algerlega uppi. Þannig eni vikurholstein- arftir, jafnframt því sem þeir eru mót utan um lóðréttu súl- urnar, einnig nokkurskonar fj'llingar i þessari járnbentu steingrind. Eg hefi teiknað húsið sjálfur að öllu leyti. Eg gerði það ekki vegna þess að eg kynni ekki að meta verk húsameistaranna, síðui’ en svo. Heldur vegna þess að eg liefi liaft mikinn liug á húsagerðarlist, og inunaði einu sinni minnstu aðeg gerðist húsa- meistari. Þarna fékk eg ein- stætt tækifæri, þótt i smáum stíl væri, að spreyta mig á þeii-ri listgrein. En auk þess taldi eg mig í þessu tilfelli að einu leyti standa venjulegum húsameist- ara betur að vígi, og það var, hvað viðkom birtutilhögun í málara- og myndhöggvarastofu. í slíku húsi verður birtutil- högun að vera eitt stærsta atrið- ið, og þær kröfur sem þar koma alveg sérstaklega til greina, þekkja vitanlega engir betur en þeir sem vinua verkin sem birt- una útheimta. Fjallamenn sýna kvikmyndir og skuggamynd- ir i litum í Oddfellowhúsinu kl. 8)4 í kvöld. öllum, sem áhuga hafa fyr- ir fjallaíþróttum, er heimill aðgang- ur. Minningargjafir til Barnaspítalans. Frá frk. GuSrúnu, Eiríksdóttur til minningar um föður hennar Ei- rík Ketilsson og systur hennar Vil- l>orgu, iooo kr. Frá frú Guðborgu Eggertsdóttur til minningar um mann hennar Snorra Jóhannsson frá Merkigili og foreldra þeirra hjóna, Kristrúnu Þ. Hjálmarsen og Egg- ert Stefánsson frá Ballará og Sig- urbjörgu Jónatansdóttur og Egil Fr. Steingrímsson frá Merkigili, iooo kr. Frá Vigdísi Erlendsdóttur til minningar um systur hennar, Guð- laugu Erlendsdóttur, ioo kr. Gefið til minningar um Ragnheiði Sigfús- dóttur Thorarensen af systur henn- ar Sigríði Sigfúsdóttur Thoraren- sen og móður hennar og systkinum, Hannesi Thoarensen og frú, og Þór- unni Pálsdóttur og Jóni Eyjólfs- syni, 1080 kr. — Með hjartkæru þakklæti. Stjórnin. Bæj ar- fréttír I.0.0.F.1 = 1241228V2S1 9.0 Síra Jón Auðuns hiður spurningaböni sin í Reykja- vik að koma í Austurbæjarskólann kl. 6 i dag. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Helgadóttir, Gunn- arshraut 30 og Magnús Arason bif- reiðarstjóri, Kirkjustræti 2. Gerið yðnr ekki leik að þvf að viðhalda dýrtíð. Notið óviðjafnanlega þvottaduft, sem hefir aðeins hækkað um 40 % síðan fyrir stríð. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Vér leyfum oss að benda viðskiptamönnum vorum á, að vörur, sem þeir eiga ligg.jandi í vörugeymsluhúsum vorum, eru þar á þeirra ábyrgð og að þeim ber sjálfum að sjá um brunatryggingu á þeim, og um aðrar þær íryggingar, sem þeir telja nauðsynlegar. Þetta gildir jafnt um þær vörur, sem eru í vorum vörzlum hér í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum vor- um víðsvegar um landið. Reykjavík, 22. janúar 1943. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Rafmagnsborðlampar mótaðir og smíðaðir af íslenzkum listamanni, til sölu og sýnis á skrifstofu blaðsins. Klæðskera vantar Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi vantar klæðskera fi*á 1. marz n. k. Upplýsingar gefur ÓLAFUR JÓHANNESSON. Samband ísl. samvinnufélaga. Stúlka óskast strax í veitingasalina í Oddfellowhúsinu Laisor brunavarðastööur Umsóknir um nokkurar bmaavarðastöður skulu vera komnar til slökkviHðsstjóra fyrir kl. 3 síðdegis miðvikudaginn 27. þ. m. í um- sóknum þarf að tilgi’eina aldur umsækjanda, hvort hann hafi bifreiðastjórapróf, þekkingu \ hans á vélum, og hve lengi hanri hafi verið bú- settur í bænum. Slökkviliðsstjóri tekur á móti omsóknunum í Slökkvistöðinni við Tjarnargöto kl. 2—3 dag- lega og gefúr þá allar nánari .uppiýsingar. Revkjavik, 21. janúar 1943. BORG ARST J ÓRINN. Okkur vantar börn til að bera blaðið til kaupenda um eftir- greind svæði: SOGAMÝRI HVERFISGÖTU Talið við afgreiðsluna. DAGBLAÐIO r IR V erðlækkun Á meðan að núverandi birgðir endast munurn við selja okkar vinsæla BLÖNDAHLS KAFFI svo ódýrt i heiildsölu tíl kaup- manna að hver pakki (250 gr.) komi aðeins tit að kosta í smá- sölu tar. 1.50. Húsmæður! Grípið mú tækifœrið. U I Reg.u.s. pat.off: ZERONE frostvarinn góðkunni er kominn. Hann ver fyrir skemmdum af frosti i nær hvaða grimmdar gaddi sem er. Einnig ryðverjandi og kælir þó betur en vato, enda er ]>etta mest seldi frostvari í Ameríku. Fæst i hentugum umhúðum. i ZEREX frostvari einnig fyrirliggjandi. Harni hefir framúr- skarandi eiginleika, en fæst aðeins af tunnuru . -----------------------* Jóh. Olafsson ék ( ». Sími: 1984. Hverfisgata 18. Sími: 1984. REYKJAVlK.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.