Vísir - 26.01.1943, Síða 3

Vísir - 26.01.1943, Síða 3
V I S I R Landbúnaðarafurðir bætt- ar fyrir nærri 25 millj. kr. tvö s.l. ár. I gípr gaf atvinnumálaráðherra á Alþingi mjög mikilvægar upplýsingar varðandi verðuppbætur á landbúnaðarafurðir. Verður ríkissjóður, samkvæmt þessum upplýsingum að greiða alls nærri 25 millj. kr. í slíkar uppbætur. Sumt af framlögum þessum er þegar greitt, en meiri hlutinn er þó ógreiddur ennþá. VÍSIR DACBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuðl. ■ < Lausasala 35 aurar. 7 ! Félagsprentsmiðjan h.f. Móðurmálssjóðurinn. J^J'ikiIl áhugi rikir meðal manna í því efni, að gera veg mjóðurmálsins sem mestan, og Iiefir þessa orðið vart ekki livað sízt á síðustu árum. Margt Iiefir verið rætt og ritað um vandamál þetta, og vegið til beggja haiida, ef svo bar undir, enda hafa'blöðin og blaðmenn- irnir ekki farið varhluta af ásök- unum í þessu efni. Mun þó mega fullyrða að flestir blaðamenn skrifi yfirleitt sæmilega, þótt á því geti orðið misbrestur. Hitt mun mála sannast að málfar al- mennirígs sé í lélegra lagi og mætti stórum batna frá því, sem er, enda eru verstu mállýtin, sein í blöðunum birtast, ekki beimabrugguð á ritstjórnar- skrifstofunum, heldur aðfengin vara og oftlega óumbeðin Ixítt birt sé. Þótt illt sé til þess að vita hve litla rækt kaupstaða- húar leggja við málfar sitt, er hitt þó enn verra, að í sveitum hefir tungan einnig spillzt stór- lega, með því að svo virðist, sem ýmsum þar þyki að því hin mesta fremd að tala jafn am- höguíega og verst er gert í káup- stöðum, og sletti skyrinu í þessu efríi miklu rikulegar, en þar er gert að jafnaði. Þó her þess að géta, að enn sem komið er, munu þeir menn fáir, í sveitum er sýna tungunni svo litla rækt og rímhirðu. : Gott er jxið og blessað að mál- hreinsunarmenn hafa rnjög haft sig i frammi síðustu árin, enda er þess að vænta að við- leitni þeirra beri nokkurn árang- ur, en mála sannast mun það, að hvað sem sagt lcann að vera og hvað sem gert er, þá hefir hað , litla þýðingu, ef blöðin feggjá ekki fulla rækt við mál- farið, enda má heita að þau komi á hvert heimili alla daga i kaupstöðum landsins. Séu þau iesin, sem ekki er 'að efa, geta ' þau bæði bætt tunguna eða spillt henni, eftir þvi hversu á er haldið. Er því auðsætt að pauðsyn ber til að hlöðin geri sitt ítrasta í því efni að vanda málið á sama hátt og málefni þáu, sem fyrir er barizt. Afkomendur og vinir Björns Jónssonar ráðherra, Iiafa nýlega gengið endanlega frá sldpulags- skrá sjóðs, sem á sínum tíma <var stofnaður til minningar ráð- !. herrans, en sem mjög hefir ver- ; ið aukinn að fé nú um áramót- n Jin.Ær sjóður jæssi tengdur við i :nafra Björns Jónssonar, en ber ■;-.';hfiitið : „Móðurmálssjóðurinn", og skýrir það heiti mætavel hlutverlc það, sem sjóðnum er ætlað. Var svo ákveðið í skipu- lagsskrá að úr sjóðnum skuli verðlaun veitt manni, sem hefir aðalstarf sitt við blað eða tíma- rit, og hefir að dómi sjóðs.tjórn- arinnar undanfarin ár ritað svo góðan slíl og vandað íslenzkt mál, að. sérstakrar viðurkenn- ingar sé vert. Ekki er að efa, að sjóðstpfnun þessi mun hafa .mikla þýðingu er stundir líða fram, en þó þýí aðeins, að hann verði þess fyllilega um kominn að rísa undir verkefni sínu. Er þess því að vænta að þeir menn, sem vilja sýna tungunni ræktar- serríi, og heiðra jafnframt minn- ingu hins mæta stjómmála- og blaðamanns, leggi nokkuð af mörkum til þess að sjóðurinn koini að tilælluðum notum. Á öllum ölduin hafa mætustu menn þjóðarinnar barizt fyrir því, að islenzk lunga yrði varð- voitt, hrein og óspillt, og j>ví er það, að enn í dag lesa börnin i landinu íslenzk fornrit og skilja að meslu. Tungunni er að sjálf- sögðu frekari hætta búin, er kaupstaðamenning hefir mynd- azt í landinu, og jægar auk ]>ess er um sambýli tveggja lijóða að ræða. Það var því sízt vanþörf á að liefjasl lianda,' og það á þann hátt að ekki missti marks, og vissulega hefir vel til tekist að jiessu sinni. Hlutverk sjóðs- ins miðast ekki við nútíðina eina, heldur öllu frekar framtíð- ina, en ef að líkum lætur má ætla að jiess verði full þörf að vega nokkuð á móli vanmati J)ví, er gætl liefir síðustu árin á íslenzkri menningu og j)á tung- unni fyrst og fremst. Sjóðstofnun ])essi verður ekki á annan veg hetur jjökkuð en þann, að svo sé scð um að hún. gleymist ekki með öllu i argaj)rasi og önnuiw dagsins, og daghlöðin ættu fyrir sitt leyti að sýna henni nokkra viðurkenn- ingu, þannig að ekki verði sagt að þau liggi frekar á liði sínu í þessu efnien öðrum, sem vita ti! framfara og beilla í íslenzku þjóðlífi. Erindi og styrkbeiðn- ir til bæjarsjóðs. Eftirfarandi erindi og styrk- beiðnir hafa bæjarstjórn Rvíkur borizt: Barna- og fávitahælið Sól- lieimar í Grímsnesi sækir um kr. 2500—3000 árlegan styrk. Barnavinafélagið Sumargjöf sækir um liækkun á styrk, úr 35 þús. í 55 þús. kr. Blindrafélagið sækir um 1500 kr. styrk til Blindravinnustof- unnar. Fulltrúaráð verklýðsfélag- anna í Reykjavík sækir um, að styrkur til „Styrlctarsjóðs verka- manna- og sjómannafélaganna“ verði liækkaður til samræmis við aukna dýrtíð. Forstöðukona Kvennaskólans sækir um hækkun á styrk, úv 12000 lcr. í 20.000 kr. Sundfélagið Ægir sækir um bækkun á styrk úr 500 kr. í 1500 krónur. Lúðrasveitin Svanur sækir um hæltkun á styrk frá þvi, er var 1942, annaðhvort beina hækkun, eða dýrtiðaruppbót. Ásmundur Sveinsson sækir um að halda styrk sínum til greiðslu á gjöldum af Freyju- gölu 41. Farfugladeild Beykjavíkur sækir uin 2000 kr. styrk til s'tarf- semi deildarinnar. Knattspyrnufélagið Víkingur sækir um 7000 kr. styrk til skiðadeildar sinnai-, vegna bygg- ingu skiðaskála í Kolviðarhóls- landi. Bálfarafélag íslands sækir um sama tillag og 1942, kr. 35.000.00. Hið ísj. náttúrufræðisfélag sækir um 50 þús. kr. styrk til byggingar náttúrugripasafns á báskólalóðinni. Sóknarnefnd Laugarnessókn- ar sækir um 30 þús. kr. styrk til lcirkj ubyggingar. Amerískir hermenn gerðu í síðastl. viku lævíslega árás á bifreiðarstjóra einn hér í bænum, er hatin var a'S aka þeim suður á Mela. Slóu þeir hann höfuðhögg með járnstöng, og hlaut bifreiðar- stjórinn af svöðusár. Gat hann þó komizt út úr bifreiðinni og flúið heim að Lo f tskeytastöðinni, en her- mennirnir hafa ekki náðst. Samkvæmt dýrtíðarlögunum frá 1941 voru eftirfarandi upp- liæðir greiddar úr ríkissjóði til að halda verðlaginu á þeim niðri: Til lcola 157 þús. kr. Til fisks 37 þús. kr. Til smjörlíkis 329 þús. kr. Til áburðar 1.000 þús. kr. Uppbætur á útfluttar land- húnaðarafurðir námu árið 1941: Á gærur 2.096.444.41 kr. Á garnir 398.853.50 kr. Á ull 1.991.908.58 kr. eða samtals Jyvi næst liálfri fimmtu millj. kr. Þar af eru uppbætur á ullina ógreiddar. því að enn liggur 2ja ára franv ; leiðsla í landinu óseld. Bókin er í grallarabroti (J). e. J)verbroti eða albúmsbroti). Formálann liefir Einar Magn- ússon menntaskólakennari skrifað og er liann með nolck- uð öðrum hætti en formálinn að fyrri útgáfunum sem Pálmi Hannesson relctor ritaði. Að söfnun mynda liafa þeir Halldór Arnórsson ljósmyndari og Páll Jónsson auglýsingastjóri unnið, og hefir sá fyrnefndi ennfremur unnið að stæklcun- um allra myndaima. Á þann liátt hefir og fengizt meiri lieild- arsvipur á myndirnar en ella liefði orðið. Að niðurröðun mynda og samningu myndheita hafa þeir Pálmi Hannesson rektor og Gísli Gestsson hankamaður unnið, auk veljendanna. t hókinni eiga um 30 ljós- myndarar og „amatörar“ mynd- ir. Flestar myndir eiga J)eir Vigfús Sigurgeii'sson, hræðurn- ir Björn og Halldór Amórssyn- ir, Björn Björnsson frá Norð- firði, Eðvarð Sigurgeirsson og Páll Jónsson. Hefir valið á myndunum tek- ist sérstaldega vel og hefir nú náðst í myndir víðar af Iandinu en í noklcura af hinum fyrri út- gáfum. Bókina liyggst útgefandi að geta selt á 50 krónur og er Jiað hlátt áfram ótrúlega lágt verð, miðað við bókaverð nú á tímum og Jxmii mikla kostnað sem slík útgáfa hlýtur óhjá- kvæmlega að liafa í för með sér. Hún er nú í prenlun og það er von ú henni á markaðinn upp úr mánaðamótunum. Bókin verður seld í bandi áþekku því, sem er á fyrri útgáfunum. t bili verður elcki hægt að prenta nema lítið eitt af upplaginu, svo að ])éir sem vilja tryggja sér hana ættu að panta hana um hæl hjá ísafoldarprentsmiðju. Bók J)essi er einstölc auglýs- ing fyrir land okkar og þjóð. Á árinu 1942 verða J>essar upphæðir allar miklu stórfelld- ari, en af þeim er ekkert farið að greiða enn sem komið er. Þær eru aðeins áætlaðar, en sam- kværnt Jieirri áætlun verða upp- bæturnar sem hér segir: Uppbætur á ull kr. 5.332 þús. Uppb. á gærur kr. 8.781 þús. Uppb. á kjöt lcr. 6.000 þús. eða alls fullar 20 millj. króna. Við J>etta bætast svo verð- uppbætur á síldarmjöl, sem bændum hefir verið selt til fóð- urbætis, og eru áætlaðar verð- ujipliætur á það um 1.800 J)ús. kr. Þeir sem skipta við útlönd, eða erlemía menn hérlendis geta naumast sýnl J)eiin betri viður- kenningu en með J)ví að gefa /þeim liina nýju og vönduðu út- gáfu af íslandi í myndum, enda auglýsa J)eir laudið sitt ])á um leið. í dag og næstu daga verður nokkurum mynduin úr bókinni stillt út í sýningarglugga Bóka- verzlunar Isafoldarprentsmiðju. Farfuglar efna til skíðanámskeiðs. Farfuglar munu efná til skíðanámskeiðs í vetur og fer það að öllu forfallalausu fram á Kolviðarhóli. Það er ekki fastákveðið live- nær slciðanámskeiðið hefst, en líkur til að það verði síðustu vikuna i febrúarmánuði. Kenn- ari verður Ólafur Bjöm Guð- mundsson stúdent, einn af beztu skíðamönnum í. R.-inga. Þátttakendafjöldi verður mjög takinarkaður og óvíst að aðrir en Farfuglar komizt þar að. Vetrarstarfsemi Farfugla er fyrir löngu hafin. Koma þeir saman reglulega hvert föstu- dagslcvöld í Menntaskólanum (uppi) og fara ýmist í allskon- ar leiki eða ^pila á spil. Auk þessa eru skemmtifundir haldn- ir a. m. k. einu sinni í inánuði. Skákmeistaramótið. Sjöunda umferð var tefld á sunnu. Meistarafl.: Sig. Gissurar- son vann Sturlu. Guðm. S. vann Hafstein. Magnús G. vann Óla Vald. Steingr. vann Bened. Baldur vann Pétur. Áki og Árni biðskák. — I. fl.: Ragnar vann Ingimund. Pétur vann Lárus. Maris og Benó- ný biðskák. Frá hæstarétti: Dæmt í hjörgun- armáli. Þann 20. jan. var kveðinn upp dómur í hæstarétti í mál- inu: Eigendur og skipshöfn v.b. Ársæls gegn eiganda e.s. Kin- aldie. Tildrög máls J>essa voru J)au að i febr.mánuði 1942, var skip- ið Kinaldie á veiðum við ísland. Þann 21. Jæss mánaðar lagði skipið af stað til Englands og var Jrá statt skammt frá Vest- mannaeyjum. Lenti J)á skipið í ])ví óliappi að taka niðri á svo- kölluðum Þrídrangaskerjum og brotnaði ]>á skrúfa slcipsins, svo að J)að lét elcki að stjórn. Var nú sent út neyðarmerki og lcom, v.b. Arsæll frá Vestmannaeyjum á vettvang ca. klulckustund síðar. Dró hann Kinaldie til Eyja og var lagst úti fyrir Eiðinu. Lágu skipin J)ar um einn sólarhring, en J)á dró v.b. Ársæll e.s. Kin- aldie inn á höfnina i Vestmanna- eyjum ineð aðstoð varðskipsins Óðins. Var e.s. Kinaldie lagt við Básasker sbiy ggj u. í sjó- og verzlunardómi Vest- mannaeyja var eig. og slcipshöfn v.b. Ársæls dæmdar kr. 50.000,- 00 í björgunarlaun og kr. 5000.- 00 í málskostnað. í hæstarétti urðu úrslit málsins þau, að björgunarlaun voru liækkuð upp í kr. 60.000.00, málskostn- aðarákvæði héraðsdómsins staðfest og áfrýjendum dæmdar kr. 1500.00 i niálskostnað fyrir hæstarétti. Hrl. Sveinbjörn Jónsson flutti málið af Iiálfu áfi'ýjenda en hrl. Tbeódór B. Líndal af bálfu stefnda. Söfnun og gjafir til nýja stúdenta- garðsins. Ki’. 1. Áður hirt 393.200.32 2. Herhergjagjafir: Olíuv. íslands . . 10.000.00 Samhand ísl. samvinnufél. . . 10.000.00 Geir G. Zoega o.fl. 10.000.00 Norðm. í Rvík 10.000.00 Sig. Árnason frá Höfnum .. 10.000.00 Kveldúlfur h.f. . . 10.000.00 Hafnarstúdentar i Reykjavík .>. 10.000.00 Reint. Bjarnason 10.000.00 3. Gjafir kaupsýslumanna: Friðrik Magnúss. 300.00 Jónsson &Júlíuss. 150.00 Ónefndur 5000.00 O. J. & Kaaber 1000.00 Ónefndur 500.00 Helgi Magnús- son & Co 500.00 O. Ellingsen .... 300.00 Ónefndur 2000.00 M. Th. S. Bl. . . 300.00 Ingólfs Apótek . . 500.00 4. Gjafir akadem. horgara ...... 2.974J00 5. Ilagnaður af slceint. 1. des. s.l 10.000.00 6. Ýmislegt 1.316.65 Alls 498.040.97 Bankablaðið er nýkomitS út. Helzta efni þess er: BankahlaðiÖ (Adolf Bjöms- son), Bjarni Jónsson frá Unnar- holti, Aðalfundur Sambands ísl. bankamanna, Úr minnisblöðum (Þorsteinn Jónsson), Eftirlauna- sjóSur Útvegsbanka Islands h. f., Dropar' (Kristján Sig. Kristjáns- son), Sparisjóður Hafnarfjarðar 40 ára, Farið vel með skrifstofuvél- arnar, Starfsmanna-annáll Lands- / bankans 1942, Víða er pottur brot- inn, Skömmtunarbaukar, Víxil- kvæði (Tómas Guðmundsson), Kaupþing Landsbanka. Islands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Áramótahugleiðingar. Yfir 200 myndir í glæsi- legri myndabók. Halldór Árnórsson og Páll Jónsson völdu mynd- irnar, en ísafoldarprentsmiöja gefur út. ísafoldarprentsmiðja hefir nú í prentun stóra og vandaða myndabók, sem tvímælalaust má telja vönduðustu og glæsi- legustu myndabók, sem hér hefir verið gefin út. í bókinni eru yfir 200 úrvals ljósmyndir. Raunverulega er hér um að ræða nýja útgáfu af íslandi í myndurn, sem litið á þó sameiginlegt með fyrri útgáfunum annað en nafnið eitt. Brotið á bókinni er annað, myndirnar lang- l'lestar nýjar, aðeins allra fegurstu myndirnar úr gömlu út- gáfunni eru teknar með, J)ó stærri en áður og eftir nýjum inyndamótum. Formálinn er nýr og myndirnar allar stærri miklu en í gömlu útgáfunni, enda heílsíðumýndir allt. liilloii gólfrenningax, nýkomnir Verzlunin PFAFF, Skólavörðnstíg 1 Vegna plássleysis seljum við þessa viku, meðan birgðir endast, alla lien*a regn- og rykfrakka á ungl- Lnga og fullorðna með 20—- 25% afslætti. VERZLUNIN UNNUR, (hornhúsið Gretlisgötu—- Barónsstíg). Ghevrolet vörubifreið með vélsturtum, til sölu, verður til sýnis á Vörubíla- stöðinni Þróttur í dag. KJÓLFÖT SMOKINGFÖT og VETRARFRAKKI allt nýtt -— til sölu, Hans Andersen Aðalstræti 12. — Sími 2783. Bifreiðarstjóxi með meira prófi, getur tekið að sér að keyra góðan híl um lengri eða skemmri tima. — Tilboð, merkt: „Reykvíking- ur“ sendist Vísi fyrir mán- aðamót. Athngrid! Hefi 4ra manna AUSTEN til sölu af sérstökum ástæð- um. — Lágt verð. — Uppl. á Reiðhjólaverkstæði Austurbæjai’, Laugaveg 45 (Frakkastigsmegin). Magxtús Thorlacius liæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími: 1875. Kaupum afklippt sitt hár HÁRGREIÐSLUSTOFAN P E R L A. Bergstastræti 1. Lítið hús í Fossvogi með erfðafestu- landi, og nútima þægindum, óskast slcipt á lítlu liúsi éða íbúð í austurbænum, helzt innan Vatnsjiróar. Tilboð, merkt: „Milliliða- laust“ á afgr. blaðsins fyrir föstudag. V I S 1 H I Guðmundur Jónasson frá Frakkanesi Þann 23. f. m. andaðist *Iiér í bæ Guðmundur Jónasson fyrrv. kaupmaður frá Skarðsstöð. Var hann hér staddur á skyndiferð að hitta vini og frændur, er dauðann bar að höndum. — Nokkru síðar fór hátíðleg kveðjuathöfn fram liér í dóm- lcirkjunni, er lík lians var flutt vestur. Og í dag verður hann jarðsunginn í ættargrafreitnum gamla að Skarði. Fæddur var liann í Reykjavik 30. desemher 1870, sonur merk- ishjónanna sr. Jónasar Guð- mundssonar og konu hans Elin- borgar Kristánsdóttur, kamm- erráðs Magnússonar frá Skarði, Skúlasonar sýslumanns, er var sonur Magnúsar Ketilssonar sýslnmanns fá Búðardal. Er ætt sú svo kunn, að óþarfi er að relcja hang nánar hér, Af börn- uiii jæirra Staðarhraunshjón- anna lifa nú aðeins tvær dætur: frú Ingihjörg', eklcja sr. Sveins frá Árnesi, og frú Margrét, ekkja sr. Guðlaugs frá Stað. Guðmundur sál. hóf ungur nám í menntaskólannm íiér, en Iivarf fljótlega frá J)ví, sennilega vegna þess, að hugur lians hneigðist snemma að verzlun og framkvæmdum. Hóf liann um s.l. aldamót verzlunarnám lijá hinum víðlcunna merkismanni Birni sál. Sigurðssyni, síðar bankastjóra, er um þær mundir liafði allstórar verzlanir, bæði á Flatey á Breiðafirði og í Skarðs ■ stöð. En nokkrum árum síðar keypti liann verzlunina í Skarðs- stöð, og rak um leið stórbú að Skarði, gamla ættaróðalinu. Frá þessuni árum munu margir minnast Guðniundar, og miklu viðar en í Breiðafjarðar- byggðum. Þá var liann ungur og glæsilegur maður, skarpgáf- aður og atliafnamaður hinn mesti. Stóð hagur lians og með miklnm hlóma Jxiu árin. Jókst verzlunin jafnt og þétt, svo að segja má að viðskipti hennar næðu til flestra byggða við innanverðan Breiðafjörð. Framfaraliugur var þá mikill í Guðmundi. Byggði liann fyrst- ur manna, eða með þeim fyrstu, mótorbát mig minnir árið l904, og mun ætlun bans liafa verið sú fyi-st og fremst að reka fisk- veiðar og fiskverzlun, auk þess sem bátur þessi var notaður til þæginda fyrir viðskiptavini verzlunarinnar. Guðm. heitinn sigldi á þessuin árum oft til út- landa, og kyrítist þá mörgum Jieirra manna er mest bar á í viðskiptalífi íslendinga. En síð- ar urðu snögg umskipti, er ollu því að hann tapaði stórfé, senni- lega mest vegna útlána, er eigi greiddust á réttum tírna, erf- iðrar sölu íslenzlcra afurða, en eklci sízt vegna takmarkalausr- ar hjálpfýsi við alla þá er til hans leituðu í nauðum, hæði utanlands og innan. Verzlunin i Skarðsstöð lagðist niður, og Guðmundur heitinn fluttist að eignarjörð sinni, Frakkanesi, og bjó þar til æfiloka. Eina dóttur barna eignaðist hann, frú Elín- borgu, sem gift er merkis- og dugnaðarbóndanum Magnúsi Jónssyni á Ballará. í ijáum dráttum eru Jiessi hin lielztu æfiatriði Guðmundar sál. Þegar landfestar eru höggn- ar og sigling hafin út á haf dauðans, þar sein öll för liverfa fyrir hafsbrúnina, er liggur ut- ar sjónum dauðlegra manna, J)á glæðist sýn yfir æfiferil og störf framliðins vinar. Á bernskuárum mmum kynt- ist eg Guðmundi aðallega, og mun hann })á hafa borið hærra en flesta samtíðarmenn á þeim slóðuni. Vinur vina sinna var hann öðrum fremur, stórgjöf- ull og mátti ekkert aumt sjá. Og gestrisnin í Skarðsstöð átti vart sinn líka. Þangálð sóttu inenn svo hundruðuni slcipti ár- Iega, og' stóð öllum opinn heini endurgjaldslanst, jafnt barns- höndinni sem rétt var fram, hinum fátæka jafnt og þeim ríka. Þar var öllum miðlað af góðri og göfugri karlmanns- lund. Eg minnist einnig Jiessa stór- brotna manns, eftir að hann liafði brotið skip sitt, og vonir bans lágu í rústnin. Einmana og vinafár. En slikt bar liann | ekki utan á sér, inn í kjarnan ! mátti enginn skyggnast. Það ; ínátti enginn vita hve örðug lionum stundum fundust lífs- kjörin. Hann fann J)að manna bezt að hann hafði eklci náð því niarki er liann i kappi æsk- unnar, þegar allt lék í lyndi, 1 bafði sett sér. Skúldið segir einhversstaðar: En örlætið glatar frændsemd og fylgd fagna skal hóglega kynni og vinnm. Svo stopult er margt í venzlum og vild, vinnirðu einn, ])á týnir ])ú liin- um. Hugsirðu djúpt, sé mund þín mild, og mælist J)ér bezt, verða aðrir hljóðir — öfund og bróðerni eru skyld, ótti og virðing er faðir og móðir. Eg hýst við að þessar hend- ingar liafi að mörgu leyti verið samliljóma lífsreynslu Guð- mundar Jónassonar. Síðast sá eg hann hér syðra, gamlan, lúinn og lasburða. — Dauða hans bar Jxinnig skyndi- lega að höndum, að engin mild Iiendi gat lyft höfði lians frá köldum steininum, dó eins og hann liafði lifað. Lífið er tafl. Stundum töp- um við þvi, þó svo virðist sem við höfum vinning J)ess í liendi okkar. Sé vel leikið, græða all- ir er á það horfa. Máske hefir Guðm. sálugi tapað sínu tafli, cn af drengskap lék hann ávalll. J. Sv. Þjóðverjar vinna Svía í hnefaleik. Nýilega fór fram millilanda keppni í hnefaleikum í Þýzka- landi. Voru það Svíar og Þjóð- verjar sem kepptu og báru þeir síðarnefndu sigur úr býtum með 12 stigum gegn 4. Eru veitt 2 stig fyrir hvern sigur, og eftir því liafa Þjóð- verjar unnið 6 sigra en Svíar 2. Þetta er í 7. skipti sem Svíar og Þjóðverjar keppa sín á milli i hnefaleikum. Hafa Þjóðverjar unnið 4 sinnum, Svíar tvisvar og einu sinni orðið 'jafntefli. Árni Ólafsson bóndi, Hlídarendakoti. Minningarorð. I I I dag er til moldar borinn áð Hliðarenda í FljótsJilíð Árni Ól- afsson bóndi í Hlíðarendakoti. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 361311111011 9. ]). m. Arni var sonur merkishjón- anna, Ólafs Fálssonar í Hlíðar- endakoti, og konu hans Guð- rúnar Arnadóttur. Voru þeir l)ræðrasynir Árni og Þorsteinn skáld Erlingsson, sem eins og kunnugt er var alinn upp í Hlíð- arendakoti, og gerði þann bæ kunnan alj),jt)ð með kvæði sínu „Fyrr var oft í koti kátt“. Ilelga föðnramma Árna (og Þorsteins) var lcomin af Guð- brandi biskup Þorlákssyni í beinan karllegg (7. ættliður frá lionum), en í móðurætt Árna, stóðu að horíum bændaættir í Fljótshlíðinni. Foreldrar lians voru alkunn innan béraðs og víðar, fyrir gestrisni og góðvild. Er J)eim er J)etta ritar minnis- stætt hvc gott og ánægjulegt var að koma á lieimili þeirra, og bitta J)au og fallega lífsglaða, söngelska barnahópinn er })au áttu, sem nú er horfinn sjónum nema systurnar: Helga i Bráð- ræði við Reykjavík og Ólöf i Baldursbága í Vestmannaeyj- um. Árni var fæddur í Hliðarenda- koti 3. okt. 1881 og var næst yngstnr systkina sinna. Og Jiar átti liann heima alla sina ævi- daga; rúm 60 ár. Hann ólst upp bjá foreldrum sínnin og var snemnia látinn fara að bjálpa til við sveitastörfin: reka kým- ar, smala ánum, sækja lirossin, -—■ og eins og rangæiska góð- skáldið (Guðm. Guðm.) gat hann sagt: „Þar á vorin varði” ég tún, vakti einn á heiðarbrún.“ Þetta voru fyrstu störf sveita- barnanna fyrir 50—60 árum, og sjálfsagt hugsum við mörg til Jiessara æskustarfa með gleði, og eins þess, að við innt- uin J)au af hendi eftir getu við hlið góðra foreldra, systkina og tryggra, fórnfqsra vinnubjúa, — og mun svo verða unz lokast brá. — Siðar er þroski var til })ess, fór Árni til sjóróðra um vetrarvertíðir, einkum til Vest- mannaeyja, og þar vorum við um tíma hæði sjófélagar og spngfélagar, og þó að leiðir oklc- ar slcildu að mestu um lengri og skemmri tima, hélzt vinátta oklcar alla tíð, og gott var að heimsækja liann og konn lians, og var þá stundum í „koti kátt“ eins og á dögum Þorsteins. 1 Vestmannaeyjum kynntist Árni fyrst sinni ágætu konu, Guðríði Jónsdóttur, ættaðri frá Hofakri í Hvammssveit í Döl- um. Er hún systkinaharn við Dalahöfðingjann þjóðkunna Bjarna í Ásgarði. Giftust þau vorið 1908 en tóku við húskap af gömlu hjónunum í Hlíðar- endakoti 1909, og hafa húið þar síðan mjög myndarlega. Þau eignuðust fimm hörn: Guðrúnu, konu Jóns Arnasonar hónda á Sámstöðum, Sigríði, konu Lár- usar Sigurbjörnssonar rithöf., Ólafíu, konu Hákonar Jónsson- ar málarameistara, Asdísi, sem er beima, lieitin Halldóri Arna- syni frá Reyðarvatni, og Pál verzlunarm. í Reykjavik. Einn dreng ólu þau upp, Guðjón Jónsson, nú trésmið hér í hæn- um. Þegar Þorsteinn Erlingsson kom á æskulieimili sitt 1912, varð lionum að orði m. a.: „Þverá tekur túnið mitt en tryggðinni nær hún ekki“. Undir J)essi orð gat Árni tek- ið. Þverá tók alltaf meira og meira af túninn í Hlíðarenda- lcoti, og síðast varð hún svo nærgöngul bænnm, að um 1920 varð Árni að flyta liann efst í túnið upp undir brekknna. Hef- ir Þverá brotið landið alla leið upp í kálgarð er var fyrir fram- an gamla hæinn. Var hér öðru vísi um að litast fyrir aldamótin er eg leit fyrst Fljótshlíðina. Þá var allstórt tún fyrir framan bæinn í Hlíðarendakoti, og gró- in grund J>ar fyrir framan. Eins og geta má nærri, var Árna það eklci sársaukalaust, að liorfa upp á eyðileggingu æskustöðvanna sem honum J)ótti svo vænl um, og voru svo samgrónar lifi hans. En þó Þvérá tælci tún hans og reyndar bæ lílca, gat hún elcki tekið tryggð harís lil „kotsins“ sem hann liafði lielgað lífsstarf sitt, og átt svo margar gleði og ánægjnstundir, enda lilynnti harín að J)ví eftir }>ví sem unnt var, með góðum húsuni og öðr- um umbótum. Árríi var vel greindur maður, skýr i hugsun og máli. Átti hann sæti um skeið i hreppsnefnd og sóknarnefnd. Vel fylgdist hann með opinberum þjóðmálum, og myndaði sér þar um ákveðnar skoðanir. Friðsamur var liann og óáleitinn, en þéttur fyrir ef ]>ví var að skipta. Vinfastur og géstrísinn í bezta lagi. Féll hon- um illa ef fólk fór fram hjá garði lians án þess að gera vart við sig. Verkmaður var liann á- gætur; gekk að liverju starfi af alhug og leyfði elcki af, enda fór svo með vaxandi aldri að störf- irí fóru að verða of erfið. Heils- an smábilaði, og tel eg vist að ofþreyta og slit hafi flýtt fyrir að Iiann varð eklci eldri maður. En „sá er löngum endir á, Is- lendingasögum“. Árni var gæfumaður. Átti góða foreklra og gott æsku- heimili; eignaðist ágæta lconu, óg efnileg börn. Hafði mikla hjúahylli. Var alla tíð fjár- VILJUM KAUPA NÝLEGA vörubifreið Skipti á gamalli fólkshifreið getnr komið til greina. — Heildverzlun Krístjáns G. Gíslasonar Hverfisgötu 4. — Sími 1555. hagslega sjálfstæður, virtur og vel metinn af sveitungnm sín- um og öðrum er J>elcktu liann. ; Farðu í friði tryggi, trausti vinur. Góður guð leiðbeini þér í ljóssins löndum, og sendi geisla vonar og trúar í liug og lijörlu ástvina þinna og vina, er nú sakna þin. A. J. J. l Húsnæði 1—2 heribergi og eícíhús óskast nú Jiegar eða 1. maí. 3 fullorðnir i Jieimili. Tilboð, sendist Vísi fyrir föstudags- kvöld, merkt: „Skilvís.“. —• Okkur vantar börn til að beira blaðið til kaupenda um eftir- greind svæði: LINDARGÖTU NORÐURMÝRl Talið við afgreiðsluna. DAGBLAÐIÐ VÍSI UlildOW'SlHH 1 liters dunkum íyrirliggjandi H. Benediktsson & Co. Sími 1228 NkriMofnr okkar eru fluttar _ ’ t í nýja Hamarshúsið við Tryggvagötu. H/f. SHELL Á ÍSLANDL Tilkynning^ frá Ríkisútvarpinu Rikisútvarpið vantar starfsmann, karl eða konu, til þess. að starfa i innlieimtuskrifstofu stofnunarinnar. Áskilin er gaign- fræðamenntun eða önnur menntun jafn-gild, góð rithönd og vélritunarkunnátta. Ski’iflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf seríd- ist skrifstofu Rikisútvarpsins fyrir lok þessa mánaðaiv Skrifstofa Rikisútvarpsins, 25. jan. 1043. ' Útvarpsstjóri. §I«L1H«AR milli Bretlands og Islands halde, áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cnlliforð’s Associated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, Fleetwood. Faðir minn, Grimur H. Snœdal vitavörður, andaðist á Siglufirði 25. þ. m. Fyrir mina hönd og annara vandamanna. Jakobína Grímsdóttú’.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.