Vísir - 29.01.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 29.01.1943, Blaðsíða 1
! Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeð) 33. ár. Wasnington (U. P.). — Út- ■varpssendingar frá Filipseyj- um og aðrar fregnir, sem hafa síazt út, þrátt fyrir stranga rit- skoðun, benda til þess að eyja- •skeggjar sé Japönum lítt leiði- tamir. Útlagastjórnin, sem liefir að- setur í Bandaríkjunum, er ófús til að kveða upp dóm yfir ein- stökum þegnum sínum, að minnsta kosti meðan ekki er vitað meira um liegðan jíeirra. Hitt virðist hinsvegar mega sjá af fregnum, að fáir, ef nokkur af Filippseyingum hafa af frjálsum vilja gengið á mála hjá Japönuin. Allskonar áróðursfregnir Iiafa ÍKtrizt þaðan frá Japönum, en í þeim hefir verið getið aðeins um hálfrar tylftar eyjaskeggja, <er eigi einhvern þátt i stjórn Japana á eyjunum. Litlar fregnir nf Agiunaldo. Þekktastur þeirra eyja- skeggja, sem ekki liafa flúið Tand, er Emilio Aguinaldo, byltingarseggurinn, sem barð- ist bæði gegn Spónverjum og Bandarikjamönnum, unz liinir síðarnefndu höfðu liendur í hári bans um aldamótin. Skömmu eftir að Japanir tóku eyjarnar talaði Aguinaldo i útvarp og bvatti amerískar og innfæddar bersveitir til að hætta mótspyrn- unni. Síðan hefir ekkert frá honum heyrzt. Annar þekktur eyjaskeggi, sem starfar fyrir Japani, er Jorge Vargas, fyrrum ritari Queizons forseta. Útvarp eyj- anna birtir oft tilskipanir með undirskrift Vargas, en ]>ess er að gæta, að það voru þeir Quezon og MacArthur, sem iengu hann til að vera um kyi’rt, þegar þeir fóru. Aðrir liafa verið nefndir, en aðeins örlítið. Meðal þeirra er Guinto, núverandi borgarstjóri í Manila og fyrrverandi ráð- herra, og hershöfðingjarnir Fi- del Segundo og Mateo Capin- pin. Segja Japanir, að þeir sjái um að útvega innfæddum stríðs- föngum vinnu, er þeir eru látnir Tausir. Mótsagnir. Útvarpssendingar Japana frá stöðvum eyjanna* gefa nokkur- ar upplýsingar um afstöðu eyja- skeggja. 1 sendingum til Banda- rikjanna segja Japanir, að öll þjóðin starfi með þeim og veiti þeim alla aðstoð. í sendingum til eyjaskeggja sjálfra er hljóð- íð öðruvisi, þvi að við þá segja Japanir, að mótspyrna þeirra sé til einskis og þeim sé bezt að hætta henni. Japanir eru fáorðir um fram- tíðarstöðu eyjanna gagnvart Japan. Samkvæmt lögum, er Bandaríkjaþing liefir sam- þykkt, áttu eyjarnar að verða alveg sjálfstæðar 4. júlí 1946. Getur því verið, að þær hljóti „sjálfstæði“ sitt, meðan þær eru enn undir stjórn Japana. Útlagastjómin í Washington lieldur oft fundi og er Quezon þá í forsæti. Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Itnur Afgreiðsla Reykjavík, föstudaginn 29. janúar 1943. 23. tbl- Japanir finna fáa Quislinga á Filipseyjum. Coningham og Montgomery Myndin sýnir Arthur Coningliam flugmarskálk og Sir Bern- ard L. Montgomerv hershöfðingja athuga landabréf, meðan á sókninni stendur. — Coningham er af mönnum sínum kallaður „Mary“, en það er afbökun af Maori, sem er nafn hinna lier- skáu frumbvggja Nýja Sjálands. Coningham er nefnilega þaðan. Rú§§ar §æk|a nú að Tikoresk i tveim fylkfngiun. Sveitir þeirra eru 12 km. frá Kropotkin. BINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. s lókn Rússa heldur áfram af sama kappi syðst á sóknarsvæðinu í Kákasus, þar sem þeir sæk ja í tveim fylkingum til járnbrautarbæjarins Tikhoresk. Fer önnur fylkingin eftir þ jóðvetp og er hún 30 km. frá borginni, en hin fylgir jámbraut og er heldur lengra á brott eða 45 km. vegalengd. Þessar sveitir leitast við að komast til Tikhoresk, áður en her- sveitir Þjóðverja þar fyrir sunnan geta farið þar um og komizt þannig iindan norður á bóginn. Undanhald Þjóðverja sunnar í Ivákasus heldur einnig áfram. Þeir hafa þar yfirgefið eða verið reknir úr Naptigorsk, aðalborg- inni á Maikop-olíulindasvæðinu. Þar fyrir norð-austan börfa þeir frá járnbrautarlinunni milli Maikop og Armavir, og hafa Rúss- ar tekið þar járnbrautarstöð. Enn lengra fyrir norðaustan sækja Rússar meðfram járnbrautinni frá Armavir til Kropot- kin. Eru þeir nú aðéins um 12 km. frá síðarnefndu borginni. — Sótt að Mareth-Iíannni úr tveim áttnm. 8. herinn kominn 100 km. vestur fyrir Tripoli. EHNKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. I’rófprédikun. Gunnar Gíslason, guðfræðiskandi dat flytur prófpr’édikun sína í dag Td. 5 y kapellu háskólans. H:rsveitir bandamanna í Norður-Afríku sækja nú úr tveim áttum að Mareth- víglínunni, sem talið er að Rommel ætli að koma sér fyrir í, til að stöðva 8. herinn. 8. herinn er kofhinn um 100 km. vestur fyrir Tripoli og hefir ■háð stórskotaliðseinvígi við baksveitir Rommels í nánd við Suara. Hami hefir ekki tekið þann bæ ennþá. Hersveitir Bandaríkjamanna sækja hinsvegar austur að Mar- ethlínunni og eiga ófarna um 120 km. að borginni Máreth. Hafa þeir tekið hæ, er heitir Maknati, sem er mikilvæg sam- göngumiðstöð rúmlega 70 km. frá s,ý>. „Tripoli Times“ hefur göngu sína. Blaðamenn, sem fylgjast með 8. liernum í Libyu, síma um það, að tæpiun tveim sólar- liringum eftir að búið var að taka borgina liafi nýtt blað baf- ið göngu sína í Tripoli, undir eftirliti og með forgöngu her- stjórnarinnar. Blað þetta beilir „Tripoli Times“. Það var gefið út með aðstoð starfsmanna ítalska blaðsins „Corriere di Tripoli“, sem áður lcom út í borginni. Fé lagt til höfuðs Rommel. Ein'Tiiima brezku liersveita, sem taka þátt í sókn 8. hersins, er riffilskyttudeildin „Rifle Brigade". Meðal foringja i lienni er 25 ára gamall höfuðsmaður, sem lieitir Edgar Lee Bibson. Fyrir skemmstu fékk hann svo- hljóðandi skeyli frá London: Riffilskyttudeildin hefir stað- ið sig ágætlega. Er hersveit þín handsamar Rommel, færð þú 10.000 sterlingspund í verðlaun. Ástarkveðjur. — Afi.“ Afinn er kaupmaður í Lon- don, Charles Lee að nafni, og ætlast liann til þess að dóttur- sonurinn liafi pundin til að „byrja á nýjan leik“ að striðinu loknu. Fær höfiiðsmaðurinn þau, Jiver af mönnum hans, sem nær Rommel og tekur bann til fanga. dan barizt á TÍIIKOB*. Áreiðanlegar fregnir hafa nú borizt um það, að ástralskir herflokkar berjast ennþá á Ti- mor. Ástralíumennirnir höfðu ný- lega verið settir á land á liinn hollenzka hluta eynnar s. 1. vor, þegar Japanir sendu þangað fjölmenni. Siðan Iiafa Ástraliu- menn haft lítið samband við umheiminn, þangað lil fyrir skemmstu. Tókst þeim þá áð ræna dyna- mó í japanskri varðstöð og með þvi móti gátu þeir notað stutt- Iiylgjustöð, sem Hollendingar liöfðu liaft langt inni i frum- skógunum. Fyrsta skeytið, seni heyrðist í Port Darwin í Astralíu, var á þessa leið: „ITokkurinn berst ennþá. Skortir tilfinnanlega skófatnað, peninga, ldnín, liríð- skotabyssur og skotfæri.“ Níðmstu fréttir LONDON: öryggismálaráðu- neytið tilkynnir, að þrír þýzkir stríðsfangar hefðu sloppið úr fangabúðum í gær. Víðtæk Ieit stendur yfir. Russar telja, að Þjóðverjar hafi um 25 herdeildir á Maikoj)- svæðinu og ]>ar í kring. Er liætt við þvi, að mikill hluti þess liðs eigi sér ekki undankomu auðið, ef Rússar geta rofið járnbraut- ina hjá Tikhoresk. Mun þá að líkindum ekki um aðra leið að ræða en sjóleiðina frá Novo- rossisk eða vestur yfir Kercli- sundið. Voronesh- vígstöðvarnar. Þar er sókn Rússa en mjög hröð. Hafa ]>eir tekið lx>rg eina Kastornaya — sem er mjög mikilvæg, því að hún er við samskeyti járnbrautanna milli Moskva til Don og milli Ivursk og Voronesh, Er hún 75 km. fyrir vestan Voronesli. Á þessu svæði liafa Rússar króað inni allmikið þýzkt og ungverskt lið. Sfalingrad. Rússar halda áfram að hreinsa til fyrir norðvestan | borgina og i henni miðri. A i fyrrnefnda staðnum náðu þeii' i gær 46 skriðdrekuni og.kom- ust yfir 6000 bíla. Hersveitum þeim, sem enn verjast, fækkar stöðugl og í gær gafst ein upp. Var ]>að foringi hennar, Reppke hershöfðingi, seiii ]>ví réð.‘ Norður við íshaf. I Fregnir frá Stokkhólmi ! herma, að Rússar hafi hafið I sóknaraðgerðir norður hjá Pet- samo og hafi hersveitir þeirra brotizt í gegnum varnir Þjóð- verja á þessum slóðum eftir barða bardaga. Hvorki Rússar né Þjóðverjar Japönsk landganga í Kína hindruð. Japanar liafa gert enn eina tilrtúm til að setja lið á land á strönd Kína, en hún mistókst. Tilraun þessa gerðu þeir í Kwantung-fylki. Komitsl þeir á land, áður en kínveiskt lið kom á vettvang, en síðan sló í harð- an bardaga. riuik þeirri viður- eign með þvi, að japanska liðið flýði til skipa sinna eftir mikið mannfall. liafa getið um þetta í fregnum sinum og er það að likindum úr lausu lofti gripið. ■ Fyrstu tvær vikur ]>essa árs liafa flugvélar ísliafsflota Rússa sökkt 9 þýzkum flutningaskip- um og einu varðskipi, samtals 59.000 smál. Ameríslc skipalest er nýkom- in til Norður-Rússlands og var engu skipi sökkt á leiðinni. töastí Hersveitir Frakka frá Chad hafa tekið Gadames-virki í sandauðnum Libyu. \‘ar það síðasta virkið í sand- auðnunum, sem Frakkar voru ekki búnir að taka í sókn sinni norður á bóginn. Yfirgáfu ítalir það, þegar Frakkar stefndu þangað, án ]>ess að biða eftir því, að til bardaga kæmi. Roosevelt og Vargas hittast. Roosevelt oar Vargas hafa ræðst yið í tvo daga. Kom Roosevell við i Rrasilíu á heimleið frá Casablanca, en fyrst fór hann suður til Liberiu, svertingjalýðveldisins, sem er um 3000 km. fyrir sunnan Casa- blanca. Ræddi Roosevelt þar við Rarclay forseta og skoðaði síð- an amerískar verkfræðinga- sveitir, sem hafa bækistöð i Monroviu. Þaðan fór Roosevelt til Rio de .Taneiro lil viðræðna við Vargas forseta. Grikkir berjast. Grískir ættjarðarvinir hafa háð 4ra daga bardaga við ítali í Norður-Grikklandi. Fregn ]>essi kemur frá Istan- Iml í Tyrklandi og segir i lienni, að Italir hafi misst 150 menn í viðureigninni. Tyrkneskar fregnir lierma einnig, að skæruflokkar á Balk- anslcaga fari ört vaxandi, því að griskir borgarbúar vilji lieldur freista gæfunnar með ]>eim en deyja aðgerðarlausir úr Tiungri. Kafbátur geröi vörn Malta mögulega. Flutti benzín handa flughernum. I>ar eð Malta er nú ekki leng- ur í varnaraðstöðu, heldur mik- ilvæg bækistöð i sókn banda- manna við Miðjarðarhaf, hefir verið leyft að segja frá þeim ]>ætti, sem brezki kafbáturinn „Porpoise“ átti í vörn eyjarinn- ar, þegar sem mest kreppti að. Engin skip gátu farijg til Malta, þar eð flugvélar Þjóð- verja og ítala héldu uppi lát- lausum árásum og gerðu sam'- göngur nær ómögulegar. Benzin handa flugliði eyjar- innar var orðið af mjög skorn- um. skammti og sýnilegt, að það mundi þrjóta fljótlega, ef ekki yrði að gert, en ef það yrði, þá var vörnin úr sögunni. Var þá það ráð tekið, að brezki kafbáturinn „Purpoise" var látinn draga „björg i bú“. Var hann látinn vera í sífeildum henzinfhitninguni mánuðum saman og þeir flutningar hans gerðu Bretum kleift að yerjasl svo vel, sém raun bar vitni. Samherji gjafi Banda- ríkjastjórnar Það hefir orðið uppskátt í Washinglon, að maður, sem var um skeið náinn samstarfsmað- ur Hitlers, er nú ráðgjafi Banda- ríkjastjómar. Maður þessi heitir Dr. Ernst Haufstaengel. Hann hjálpaði Hitler til að komast til valda. en 1937 urðu þeir ósáttir og flýði Haufstaengel þá lancl, því að Iiann var ekki óhultur um líf sitt. Var hann i Bretlandi, þegar st^íðið hófst. Settu Bretar hann í fangabúðir, því að þeir treystu honum ekki, en siðar var hann fluttur til Kanada. Þegar sonur lians Egon gekk í Bandarikjaherinn eftir árásina á Pearl Harbor, lét Haufstaengel þá ósk í ljós við utanrikisráðu- neytið i Washington, að hann fengi að aðstoða i baráttunni gegn Hitler. Var hann látinn laus í Kanada, en það varð ekki uppskátt fyrr en í gær, að hann væri ráðgjafi utanrikismála- ráðuneytisins. Er búizt við því, að báðar þingdeildir krefjist skýringa af Hull á fundum í dag. Haufstaengel er ameriskur í aðra ættina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.