Vísir - 04.02.1943, Side 3
V ISI H
VÍSIR
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
JBLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Eitstjórar: Kristján Guðlangsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötn 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 660 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánnði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Happdrætti
Háskólans.
TEKIST hefir á skötmnum
tíma að koma hér upp
myndarlegri háskólabyggingu
og aivinnudeild viö háskólann,
en auk þess hafa verið byggðir
tveir prýðilegir „stúdentagarð-
ar“, þannig að hægt verður livað
liður ftð ræða um heilt háskóla-
hverfi. Lóð háskólans hefir
hiirsvegar ekki reynst unnt að
lagfæra svo sem vera ber, og há-
skólábygginguna þarf að ein-
hverju leyti að fullgera, með
þvi að enn liafa ekki allar deild-
ir skólaiis yfir viðunandi lnisa-
kynhum að ráða og hafa þvi
ekki enn tekið til starfa. Happ-
drætti háskólans á ríkastan þátt
í því liversu giftusamlega hefir
tií tekist um byggingarfram-
kvsemdir allar, og einstaka
heppni má telja það, að ráðist
var í byggingarnar fyrir stríð,
þannig að engin eða mjög ó-
véruleg hækkun varð á bygg-
ingarkostnaði. Sparaðist þar
stórfé.
Til þess að ganga endanlega
frá byggingum og framkvæmd-
um á háskólagrunninum, er tal-
ið að l>örf sé fyrir allmikið fé,
þannig að nauðsyn beri til að
háskólinn njóti ágóða af happ-
drættinu þar til þessum fram-
kvæmdum er lokið. Alþingi
hefir þegar samþykkt breyting-
ar á löggjöfinni um happdrætl-
ið, sem miða að því að auka
nokkuð tekjur þess og færa
starfsemi þess í meira samræmi
við hinar öru breytingar, sem
orðið hafa á öllu fjármála og at-
hafnalífi. Verða vinningar liapp-
drættisins hækkaðir verulega,
og vérður þánnig hæsti vinn-
ingurinn kr. 75 þúsund, en hefir
að undanförnu verið kr. 50 þús.
Tala vinninganna verður sem
fyr 6000 og 29 aukavinningar,
en velta bappdrættisins eylcst
um þriðjung og verður nú kr.
2,1(K),000,00. Lægstu vinning-
arnir verða kr. 200,(K) í stað kr.
100,00, en öðrum hærri vinning-
um verður fjölgað. Þessu sam-
fara liækkar verð á happdrætt-
ismiðum um einn þriðja.
Óhætt mun að fulþæða að
mjög hafi það aukið á vinsældir
happdrættisms, að háskólinn
fékk leyfi til að starfrækja það,
og má ætla að framtíð þessarar
starfsemi sé tryggð, og eigi eftir
að byggja hér upp fleiri stór-
hýsi og hrinda af stokkum nýj-
um framkvæmduin til þjóð-
þrifa er timar líða fram. Þó
verður fyrst að tryggja að sóma-
samlega sé að háskólanum búið
l>annig að hann fái staðið undir
rekstri sínum. Er ráðist var i
byggingu háskólans töldu ýmsir
að menn reistu sér þar hurðar-
ás um öxl, og að byggingin væri
svo stór að hún myndi nægja
um ófyrirsjáaiilega framtið og
nefndu sumir nokkur hundruð
ár. Allt hefir þetla þó farið á
annan veg, og mun auðsætt að
byggingin er sízt of stór fyrir
starfsemi hskólans hú, en þó
það vel við hæfi að frekari
möguleikar fyrir þróuii hans eru
fyrir hendi, enda er slíkt óhjá-
kvæmileg nauðsyn.
Þess er að vænta að happ-
drætti háskólans njóti óskertra
vinsælda hér eftir sem hingað
til, enda eykur breyting sú, sem
gerð hefir verið á rekstri þess,
mjög á líkurnar fyrir aukinni
Irátttöku almennings í happ-
drættinu, sem og að afkoma
þess verði sæmileg, en það er
fyrir öllu.
íslenzku þjóðinni ber að hlúa
að háskólanum eftir frekasta
megni, efla liann fjárhagslega
og gera honum kleift með því
móti og öðru að rísa með sæmd
undir þvi hlutverki, sem skól-
anum er ætlað. Er óhætl að full-
yrða að háskólinn njóti vin-
sælda meðal almennings svo
sem bezt verður á kosið, og
hann verðskuldar þær vinsæld-
ir fyllilega. Hann liefir átt ágætu
kennaraliði á að skipa, og þeir
menn, sem útskrifast liafa úr
binum ýmsu deildum skólans
hafa reynst fyllilega samkeppn-
isfærir við stúdenta þá, sem
menniunar hafa nolið erlendis,
og' hafa þar allar hrakspár að
engu orðið. Mun það verða fylli-
lega viðurkennt að stofnun og
starfræksla háskólans liafi ver-
ið eitthvert mesta þjóðþrifa-
verk, sem unnið hefir verið hér
á landi á þessari öld.
Svifflugf élagið:
Sviffluga fæst líklega
frá Englandi.
Aðalfundur Svifflugfélags ís-
lands var haldinn síðastliðinh
sunnudag.
Félagið hefir átt við erfið-
leika að stríða undanfarið ár
vegna liúsnæðisleysis, en auk
þess gat það ekki fengið inn-
flult efni í svifflugur, sem það
hafði hug á að afla sér vestan
hafs.
Nú hefir rætzt úr þessu að því
leyti, að félagið hefir fengið
húsnæði lil úmráða lil bráða-
birgða. Markmiðið er ]ió að
koma sér 'upp liúsi og hefir
liingað til að mestu staðið á lóð
uiidir byggingu, en nú mun
vera að rætast'úr því. Félagar i
Svifflugfélaginu eru búnir að
safna sér álitlegrar upphæðar
til húsbyggingar, en vinnuna
ætla þeir að leggja til sjálfir að
mestu eða öllu leyti. Þeir hafa
áður sýnt þvílíkan dugnað við
framkvæmd áhugamála sinna,
að þeir sem lil þekkja munu
ekki örvænta fyrir þeirra liönd
um framgang byggingarmáls-
ins.
Eins og ofar getur, hefir það
meðal annars verið félaginu til
trafala, að það hefir ekki getað
aflað sér nýrra svifflugna, en
nú ei;u liorfur betri á þessu sviði.
Það liefir góða von um að geta
féngið flugu frá Englaudi. Ann-
ars hefir verið unnið mikið að
endurbótum og viðgerðum á
flugunum, sem fyrir voru.
Þótt aðstæður væri erfiðar á
síðasta ári, gátu félagar samt
farið í mörg góð flug, samtals
16 klst. Lengst varð flug Agnars
Kofoed-Hansen lögreglustjóra,
er var samtals 5 klst. á fluginu
og komust i 1400 m. hæð. Mörg
flug voru farin, er voru lengri
em 20 min. og komust ýmsir
piltanna í rúmlega 1000 m. hæð.
í stjórn félagsins voru kosn-
ir: Bent Bentsep, formaður,
Björn Jónsson, varaformaður,
Þorsteinn Þorbjörnsson, ritari,
Guðbjörn Heiðdal, gjaldkeri og
Sigurður Finnbogason, með-
stjórnandi.
Mikill áhugi ríkir meðal fé-
lagsmanna eins og endranær og
vonast þeir til þess, að hin bætta
aðstæða geri þeim kleift að ná
betri árangri en áður, á þessu
ári.
Fra wtvarpsnmrædnnnm í gærkvöld:
FjárlagfafrnniYarpið er
tekjuhæ§ta frumvarp, iem
nokkru slimi hefii* legrið
fyrir Alþingi hlendinga.
Ræða Björns Olafssonar
íjármálaráðherra,
Við 2. umræðu fjárlaganna var í gær útvarpað
ræðum forystumanna flokkanna á Alþingi og
fjármálaráðherra, er talaði af hálfu ríkis-
stjórnarinnar. Þessir voru ræðumenn: Lúðvík Jóseps-
son og Sigfús Sigurhjartarson af hálfu Socialistaflokks-
ins, Eysteinn Jónsson fyrir Framsókn, Ólafur Thors af
hálfu Sjálfstæðisflokksins og Finnur Jónsson af hálfu
x\lþýðuflokksins.
Ræður fulltrúa vinstri fiokkanna máttu kallast „sami graut-
ur í sömu skál“ og vant er, en hinsvegar flutti ólafur Thors mál
sitt svo sem við átti, öfgalaust og á þann veg að þjóðin kynntist
því sannasta og réttasta varðandi gang málanna og viðfangs-
efni hið síðasta ár. Birtist upphaf ræðu hans í Morgunblaðinu í
dag.
Björn Ólafsson fjármálaráðherra gerði grein fyrir ráðstöf-
unum Alþingis og horfum nú, en vék ekki að deilumálum flokk-
anna innan þings. Birtist ræða ráðherrans í Vísi í dag og á morg-
un, og fer upphaf hennar hér á eftir:
Fjárlögin samin
af fyrverandi stjórn.
Fjárlög þau, sem hér liggja
fyrir, voru Iögð frain af fyrr-
verandi ríkisstjórn og Iiefir nú-
verandi ríkisstjórn því sama
og ekkerl um þau fjallað, að
öðru leyti en því, að ríkis-
stjórnin sem Iieild liefir í eitt
skipti átt tal við fjárveitinga-
nefnd og eg hefi þar að auki
i nokkur skipti rætt við nefnd-
ina, aðallega um tekjulilið fjár-
laganna. Eg geri því ráð fyrir,
að svo komnu máli, að núver-
andi rikisstjórn beri 'hvorki
lof né last í sambandi við þetta
f járlagafrumvarp.
Greiðsluhalli
og óráðin útjöld.
Frumvarpið eins og það ligg-
ur hér fyrir frá fjárveitinga-
nefnd, sýnir greiðsluhalla á
sjóðsyfirliti, er nemur rúmlega
4 miljónum króna. Hefir þá
ekki verið tekið með í útgjöld-
um aukauppböt til starfsmanna
ríkisins fyrir síðari helming
ársins, er nemur 1750 þús. kr„
sem stjórnin hefir lagt til að
greitl verði og að lieimild verði
framlengd til 31. des. 1943. Þá
er enn fremur óráðið um upp-
bætur til lækna, presta, sýslu-
manna og prófessora, sem
hingað til hefir verið greitt án
heimildar í fjárlögum. Mun eg
gera tillögu um þennan lið fyr-
ir 3. umræðu, enda má teljast
óviðunandi, að svo stór liður
seni þessi sé greiddur án heim
ildar í fjárlögum.
Auk þessa mun talið nauð-
synlegl að hækka framlag
vegna mæðiveikinnar um alll
að 2 miljónum króna. Eftir eru
þá aukin tillög til verklegra
framkvæmda, sem frumvarpið
gerir ekki ráð fyrir, en æskileg-
ar væri, og getur það numið
miklu fé, svo miljómim skipt-
ir, ef í er ráðizt.
Af þessu er Ijóst, að úrtlit er
fyrir stórkostlegan greiðslu-
halla f járlaganna, nema á móti
komi tekjur umfram það, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir enn
sem komið er.
Tekjuáætlun
fjárlagafrumvarpsins.
Áætlun fyrrverandi fjár-
málaráðherra er samin með
skynsamlegri varfærni,_ sem
sízt verður lastað, eins og nú
standa sakir, þegar allt er á
hverfanda hveli og alger óvissa
ríkir um afkomu landsmanna.
Hins vegar má lengi um það
deila, hvort áætla beri miljón-
inni meira eða minna tekjur
ríkissjóðs af sköttum og toll-
um, sem eru stærstu tekjulið-
irnir og fara eftir árferðinu i
landinu.
Samkvæmt frumvarpinu er
tekju- og eignarskattur og I
stríðsgróðaskattur áætlaður 15 t
miljónir á móti tekjum af þess- j
um sköttum 1942, sem áætlað |
er að nemi um 21 milj kr. Nú j
er ógerlegt enn sem komið er ,
að segja um, livort skattarnir ,
1943 verði svipaðir og árið áð- j
ur. Að vísu hafa tekjur manna
liækkað talsvert vegna síhsékk- |
andi vísitölu, en þar á móti
kemur efasemd um það, að
vinna liafi verið jafnmikil og
hún var 1942. Mér þætti því
skynsamlegt að farinn væri liér
millivegur við frv. og greiddra
skatta fyrra ár, og áætlað um
18 miljónir.
Hinn aðalliðurinn er vöru-
magnstollur og verðtollur, áætl
að samtals 20 miljónir króna.
Þessir tollar liafa orðið sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri 44
miljónir árið 1942. Hér er þvi
um mikinn mismun að ræða
milli þessara tveggja ára. En
þess verður og að gæta, að út-
lit um vöruflutninga til lands-
ins á þessu ári er allt annað
en var 1942. Má fyrst og fremst
búast við að stórfelldur sam-
dráttur verði í vezluninni, og
að ýmist verði bannaður, eða
stórkostlega skertur, innflutn-
ingur á þeim vörum, sem hæst-
ir tollar eru greiddir af í rik-
issjóð.
Síðastliðið ár nam innflutn-
ingurinn 247 miljónum króna
og liefir hann aldrei fyrr kom-
izt í námunda við það að
krónutölu. 1941 var innfluln-
ingurinn 129 miljónir. Það er
erfitt að áætla, hvað innfluln-
ingur næsta árs gefi af sér i
tollum, en eg tel alveg fráleitt,
með því útliti sem nú er um
vörukaup og vöruflutninga, að
áætla liærri tekjur en varð af
innflutningnum árið 1941, en
það var 23% miljón króna.
Þetta væri liækkun um 3% milj-
ón frá því, sem er í frum-
varpinu.
Eg hefi þá að nokkru rætt
þá tekjuliði frumvarpsins, sem
þola mundu nokkra hækkun
og ætla má að helzt muni valda
ágreiningi, hversu áætla skuli.
Við þessa umræðu mun eg ekki
fara nánar út í tekjuhlið frum-
varpsins né ræða þær breyting-
ar á gjöldunum, sem fjárveit-
inganefnd hefir þegar komið
fram með.
Nauðsyn að afgreiða
fjárlög án greiðsluhalla.
Fjárlög má afgreiða á tvenn-
an liátt. Með eða án greiðslu-
lialla. Þegar eins stendur á og
nú, að þjóðin, svo að segja,
berst fyrir tilveru sinni, gegn
flóði verðþenslu og dýrtíðar,
þá er ljóst, að mikill greiðslu-
halli á fjárlögum ríkisins
mundi verða þungt lóð á vog-
arskálinni með verðbólgunni
og jafnframt verka truflandi
á þær aðgerðir, sem nauðsyn-
legar eru til þess að lækka dýr-
tíðina og verja atvinnuvegina
áföllum.
Fjárlög, sem afgreidd væri
án greiðsluhalla, með því að
liækka áætlun teknanna óeðli-
lega ogfjarri skynsamlegu viti,
mundi hafa sömu verkanir og
beinn greiðsluhalli, þó að út-
liti fjárlaganna væri með þvi
borgið.
Það, seni jafnan er nauðsyn-
legt, er skynsamleg og varleg
áætlun tekna og útgjöld í sam-
ræmi við þær. Er á þessu sízt
minni nauðsyn nú, þegar óviss-
an um framtíðina er meiri en
nokkru sinni.
Verklegar framkvæmdir.
Að þvi er snertir verklegar
framkvæmdir, vegagerðir, brú-
arsmíði, hafnargerðir og þess
háttar, eru allir sammála um
það, að slíkt sé mjög æskilegt,
— og erfitt væri nú að starfa
og lifa í þessu landi, ef ekki
liefði verið ráðizt í slikt, þótt
oft hafi af litlum efnum verið
gert.
Hins vegar stendur nokkuð
sérstaklega á um slikar fram-
kvæmdir á þessu ári. Verðlag
í landinu er nú svo liátt, að telja
má, að í algert óefni sé komið.
Þess er þó að vænta, að verð-
bólgan liafi náð liámarki sinu
og hjaðni niður smátt og smátt,
ef þjóðin leggst nú á eitt með
að svo megi verða. Leiðin til
baka i áttina til heilbrigðara
verðlags getur þó orðið erfið og
seinfarin. Það eru því öll Iík-
indi til að verklegar fram-
kvænKÍir muni verða talsvert
ódýrari næsta ár en þær eru
nú. Af því leiðir að meiri og
stærri framkvæmdir fengist á
næsta ári fyrir sama fé og nú.
Brúargerðir eru nú taldar 3%
sinnum dýrari en þær voru fyrir
stríð. Vegalagning er 4 sinnum
dýrari. Vegarspotti, sem 1939
lcostaöi 10 þúsund krónur, kost-
ar nú 39 þúsund krónur. Með
öðrum orðum, við fengjum einn
fjórða lilula nú gerðan af vega-
lagningu 1939 fyrir það verð,
sem þá var greitt.
Eg tel því eklci aðeins aiski-
legt, heldur nauðsynlegt að
fresta framkvæmdum um nýja
vegi, brýr, hafnargerðir og aðr-
ar byggingar, það sem er ekki
alveg sérstaklega aðkallandi,
meðan verðlag allt er eins og
nú.
Að því er snertir þá atvinnu-
aukningu, sem slíkar fram-
kvæmdir liefðu í för með sér,
þá verð eg að telja, að allt útlit
sé um það, að nægileg vinna
i
l
verði í landinu á þessu ári, ef
það lánast, að draga úr verð-
bólgunni. Framkvæmdir eru því
ekki nauðsynlegar vegna at-
vinnuskorts. Þær gælu haft öf-
ug áhrif með þvi að draga til
sín vinnukraft úr sveitum og
þannig skapað samkeppni við
landbúnaðinn um vinnukraft,
sem hann ætti eðlilega að hafá.
Eg er elcki að mæla í móti að
fé sé lagt til verklegra fram-
kvæmda, heldur á móti því, að
í þessar framkvæmdir verði ráð-
ist á þessu ári. Eg teldi réttast
að ákveðin fúlga yrði lögð til
hliðar af tekjum þessa árs, í
því skyni að ráðast í tilteknav
framkvæmdir á næsta ári, eða
strax og tiltækilegt þætti. Gæti
þá svo farið, að slíkar franv
kvæmdir kæmi þjóðinni að tvö-
földurn notum síðar, með þvi
að bæta úr samgönguþörf —
og með því að skapa vinnu, þeg-
ar aftur fer að þrengjast um
atvinnu meðal almennings.
Ný tekju-'
öflunarfrumvörp.
Nú kann einhver að spyrja í
þessu sambandi, hvort stjórnin
ætli sér ekki að bera fram ein-
hver þau dýrtíðarfrumvörp, senv
áhrif hafa á afgreiðslu fjárlag'a,
eða hvort rilcisstjórnin ætli elcki
að bera fram sérstakar tillögur
til nýrra tekna á fjárlögum.
Fumvarp það, sem liér ligg-
ur fyrir, er tekjuhæsta fjárlaga-
frumvarp, sem nokltru sinni
hefir Iagt verið fyrir Alþingi
Islendinga. Einstakir tekjuliðir
l>ess eru hærri en nokkur mað-
ur innan þessara sala hefir fyrir
einu ári látið sér til hugar koma
að gera ráð fyrir. Eg lit því svo
á, að það væri ekki ósvinna að
halda fram, að jafnvel varlega
áætlaðar tekjur ársins 1943 eigi
að geta staðið undir öllum nauð-
synlegum gjöldum ríkisins á þvi
ári. Eg hefi því elcki liugsað mér
að til þess þyrfti að koma, að
hugsa fyrir nýjum tekjulindum
í þessu sambandi.
Eg skal viðurkenna, að áfram-
haldandi verðbólga gæti komið
rikissjóði á kaldan klaka, eins
og allri afkomu landsmanna. En
fyrir slíku verður ekki séð á
neinn hátt svo dugi, þótt nýir,
takmarkaðir tekjustofnar værn
fundnir, enda mundi það ná
skannnt til halds og trausts i
vaxandi flóðöldu dýrtíðarinnai'.
Það, sem Alþingi og lands-
menn verða nú að byggja von
sina á, er það að takast megi
að stanza verðbólguna og þrýsla
henni niður. Vísitalan er nú 263,
en þetta frumvarp til fjárlaga
er byggt á vísitölu 250. Er þvi
sýnilegt að eklci má mikið út af
bera, og takist ekki að lækka
vísitöluna frá því sem. nú er, þá
eru útgjöldin, sem við ættu að
bætast lijá ríkissjóði, vegna
þessara 13 stiga, í kring um 1%
milljón króna.
Ríkisstjórnin hefir látið þess
getið, að hún muni bera fram
frumvarp um nýja slcatta. Fyrir
henni vakir, að þær tekjur, sem
á þann liátt fengist, verði ein-
göngu notaðar til að vinna bug á
dýrtíðinni, eftir því sem m,eð
þarf. En það sem afgangs kynni
að verða, yrði notað til verk-
legra framkvæmda að striðinu
Joknu.
Niðui’l.
Bezta dæaradvðiiD er að leika með DERBY-Teðreiðaskonpunni
VlSÍR
Slgurðnp Jónasson:
Er annað líf til?
Karl ísfeld rithöfund virðist skorta vissu um það, að annað
líf sé til. Eg vildi að eg gæti sannfært hann um að maðurinn lif-
ir persónulegu vitundarlífi eftir líkamsdauðann, vegna þess að
eg er sannfærður um það sjálfur. En það verður líklega allerfitt
verkefni, þar sem Karl heimtar sannanir en tekur ekki, að því
er virðist, gildar staðhæfingar jafnvel hinna merkustu manna.
Sannanir get eg ekki vísað honum á, nema að hann vilji reyna
að sitja á miðilsfundum og vita hvort þar er ekki hægt að láta
honum í té persónulegar sannanir, t. d. fyrir þvi að látnir menn,
sem hann hefir þekkt hér í lífi lifi áfram „hinumegin“ sem kall-
að er.
Eg skal ekkert segja um það
fyrirfram hvort takast mætti
að sannfæra Karl á þennan bátt.
Margir kváðu liafa sannfærst
þannig og það jafnvel svæsn-
ustu efasemdamenn. En aðrir
hafa reynst svo „ijottliéttir"
að þátttaka þeirra í miðilsfund-
um hefir engan árangur borið.
Það mætti benda Karli á fleiri
leiðir til þess að sannfærast per-
sónulega um tilveru annars lífs.
eins og t. d. þá leið að iðka
vissar yoga-æfingar. Þegar svo
er ástatt um menn að þeir vilja
hvorki trúa frásögnum og stað-
hæfingum, jafnvel hinna vitr-
ustu manna, og að þeir reynast
ómóttækilegir fyrir sönnunum
fyrir öðru lífi, hvort heldur þær
eru fengnar á miðilsfundum,
eða annarstaðar, er ekkert að
gera annað en að bíða þangað
til að „sálin vaknar“ hvort sem
það nú verður fyrir eða eftir
líkamsdauðann.
Annam lít eg svo á að það
sé yfirleitt þýðingarlitið að
reyna að sannfæra þá menn um
tilveru annars lifs, sem af ein-
hverjum ástæðum eru sann-
færðir um að ekki sé til líf eftir
dauðann, hvort sem það er
reynt með sönnunum eða frá-
sögnum. Menn sannfærast yfir-
leitt ekki nema þeir hafi opn-
ast innan frá eða hinumegin
frá eins og einnig mætti orða
það. Eftir það liggur allt ljóst
fyrir. Þá fara sannanir að koma
að notum og þá verða frásagn-
ir og staðhæfingar ýmsra hinna
merkustu manna eigi lengur
tóm markleysa. Með öðrum orð-
um, menn verða að hafa ein-
hverja dulræna reynslu til þess
að þeir geti sannfærst um til-
veru lífs eftir dauðann. En
vegna þess að dulræn reynsla
manna mun vera miklu al-
mennara fyrirbrigði hér á landi
en marga grunar, vil eg gera
hana hér lítilsháttar að um-
talsefni, jafnvel þótt eg eigi það
á hættu fyrir vikið að Karl dragi
dár að mér, svipað og hinn
lieimskunni rithöfundiir að
Gunnari sterka forðum.
Menn fá dulræna reynslu ým-
ist í draumi eða vöku. Draumar
fyrir daglátum og draumar sem
„koma fram“ löngu seinna, eru
algeng fyrirbrigði og munu
flestir menn liafa af einhverri
slikri reynslu að segja. Eftir
því sem sálrænir hæfileikar
manna þroskast eða eftir þvi
sem vilundin opnast eins og
líka mætti orða það, taka
draumar þeirra að skýrast. Fer
þá stundum svo að það sem
við manninn kemur fram i
di'aumi er álíka raunverulegt,
eða að því er lionum finnst
jafnvel raunverulegra en at-
burðimir í vökuvitundinni. Þá
hittir sá sem dreymir bæði lif-
andi og dána ínenn, að þvi er
honum finnst á jafn virkilegan
liátt og í vökuvitund væri og
þá skynjar liann svo undursam-
leg tilverusvið að lionum finnst
hversdagslega lífið í vökuvit-
undinni samanborið við þau,
vera eins og skuggi hjá björtu
sólskini. Um þetta efni er hægt
að vitna i frásagnir fjölda
manna fyrr og síðar, þeirra er
dulrænnar reynslu hafa orðið
aðnjótandi og sjálfur get eg um
þetta borið af reynslu, þótt m,ín
reynsla í þessum efnum sé mjög
lítilfjörleg samanborið við
reynslu annara og samanborið
við það sem eg þvkist vita fyrir
víst að hægt er að komast í þess-
um efnum.
En svo er hin dulræna reynsla
er menn verða aðnjótandi i
vöku. Hún er allmargvisleg.
Er þar fyrst að nefna skyggm.
Skyggni er svo alþekkt fyrir-
brigði hér á landi að eg þykist
eigi þurfa að eyða neinu rúmi
til þess að sýna fram á að hún
eigi sér stað. Skyggni er marg-
vísleg. Stundum liafa menn
þennan hæfileika á unga aldri
en missa hann er þeir eldast.
Sumir menn eru þann veg
skyggnir að þeir sjá atburði er
gerast langt í burtu, en aðrir
sjá verur alveg hjá sér. Til er
æðri og lægri tegund skyggni.
Þá er það dulheýrnin. Sá hæfi-
leiki er í því fólginn að lieyr-
andinn heyrir við sig talað,
hvort sem það nú heldur eru lif-
andi menn eða menn sem eigi
dvelja í þessum heimi, sem, við
hann tala. Dulheyrnin mun oft
vera eins skýr og venjnleg
heyrn, ei> að því leyti frábrugð-
in að heyrandanum finnst eins
og hann heyri jafnframt það
sem við liann er sagt inni í sjálf-
um sér. Þá eru liin margvíslegu
álirif em menn verða fyrir.
F or*war ef nishyggj umanna
hér á landi hafa gert mikið gys
að því sem þeir i háði kalla
„straum og skjálfta" og mun
vera dregið af áhrifum er menn
þóttust verða varir við í sam,-
bandi við dulrænar lækningar.
Hin dulrænu áhrif koma að
sjálfsögðu fram á ýmsan hátt.
Menn finna þessi áhrif venju-
lega sem straum t. d. á höfuð-
ið. Hinar sjö höfuðstöðvar sál-
arlilcama manna, virðast vera
móttökustöðvar slikra straum-
áhrifa. Eg hygg að hér muni
vera að ræða um orkustreymi
frá hærri tilverusviðum. Stund -
um finnast áhrifin eins og hiti
og kuldi t. d. á miðilsfundum.
Þeir sem slíkra áhrifa verða
varir, vita oft eigi um eðli þeirra
eða hvaðan þau koma, en þau
eru oft svo skýr að eigi verður
um villst og get eg borið um
það af eigin reynslu. Dulrænar
lækningar hygg eg vera svipaðs
eðlis. Menn sem hafa þann
hæfileika að hægt er að láta
lækningaorku strevma í gegnum
þá eru notaðir sem tæki til þess
að láta orkuna streyma í gegn
hinumegin frá, til J>ess að nota
hana til lækninga hérnameg-
in. Grunar mig að miklu meira
sé um slíkar orkulækningar en
menn almennt vita um, og að
jafnvel sjálfir læknarnir séu oft
notaðir meira og minna sem
farvegur fyrir lækningaorku án
þess að þeir viti af því sjálfir.
Að dulrænar lækningar eigi sér
stað tel eg varla þurfa að ræða
um. Það eiga sér sjálfsagt stað
svik í þeim efnum og ber að
sjálfsögðu að varast þau, en
staðreynduuum má ekki neita,
jafnvel þótt erfitt sé að koma
við slcýringum, sem eru tak-
markaðar af því að menn trúa
þvi að ekki sé til framhald lífs-
ins eftir líkamsdauðann.
Þá eru það hinir „hiálfrökkv-
uðu“ miðilsfundir sem Karl tal-
ar um og telur sem sálfræðing-
ur að varla geti verið „fullgild
laboratorium til rannsókna á
sálinni“. Eg dreg að óreyndu
ekki í efa að Karl hafi setið á
mörgum miðilsfundum úr þvi
að liann telur sig þess umkom-
inn að fella þennan dóm um
miðilsfundi almennt. Eg veit
ekki hvé almenn er l>ekking
manna á miðilsfundum og þyí
sem þar fer fram. Vai'la getur
hún verið svo almenn að ekki
sé líklegt að margur spyrji:
Hvað eru eiginlega miðilsfund-
ir? Hverskonar fólk eru miðlar
og hvað er svo „andatrú“ eða
„spíritismi“ eins og almenning-
ur kallar sálarrannsókuir þær
sem fram fara í sambandi við
miðla og miðilsfundi? Eg vil
vísa fólki á að lesa ýmsar góðai-
bækur um spíritisma, sem til
eru á íslenzku. En eg ætla að
reyna að svara þessum spurn-
ingum stuttlega af minni litlu
reynslu. Eg liefi að vísu setið á
yfir hundrað miðilsfundum, en
aðeins með einum fimm miðl-
um og með einum þeirra aðeins
tvisvar. Á þeim miðilsfundum
sem eg hefi setið á hafa aðeins
verið fáir menn, (3 til 7). Sitja
fundarmenn í hring með miðli
á tilteknum stað, á fyrirfram
ákveðnum tima. Miðillinn fell-
ur ýmist í miðilssvefn (trance)
eða að hann kemst undir áhrif
án þess að sofna, sem mun vera
að verða algengara en áður var.
Miðill er sá maður nefndur, sem
á einhvern liátt liefir orðið var
við þá hæfileika hjá sér að koma
megi i gegnum hann áhrifum
hinumegin frá, með því að talað
sé í gegnum hann eða á annan
hátt (stundum með hreyfing-
um, líkamningum o. s. frv.).
Miðlarnir eru venjulega æfðir
áður en þeir fara að hafa reglu-
lega fundi, en það er mjög mis-
jafnt hvernig hæfileikarnir eru
og hve auðvelt er að æfa miðl-
ana. Svo virðist vera að miðils-
fundum sé stjórnað hinumegin
frá af sérstökum stjórnendum
og er eg raunar sannfærður um
að svo sé. Þannig gæta stjórn-
endurnir hinumegin þess að eigi
verði truflun á sambandinu.
Miðilsfundur hefst venjulega
með þvi að fundarmenn syngja
sálma, einn eða fleiri og er þá
venjulega ekki langt að bíða
þangað til miðillinn er fallinn
í svefn eða kominn undir áhrif.
Til skýringar skal eg geta þess
að svo virðist sem kraftstraumi
sé beint að fundinum hinumeg-
in frá strax á sömu minútu og
fundur á að byrja og eins að
fundi sé venjulega ákveðinn til-
tekinn tími og krafturinn l>á
eigi lengur fyrir liendi er tím-
inn er liðinn. Um hið síðara þori
eg þó eigi að fullyrða, en það
virðist vera fullvíst að kraft-
straumi er beint að miðilsfundi
á þeirri mínútu sem liann á að
byrja, enda ber mörgum sem
setið hafa á miðilsfundum.sam-
an um það og eg get um það
borið af eigin reynslu. Þegar
miðillinn er kominn undir á-
lirif eða fallinn i miðilssvefn
hefir venjulega gerst það á þeim
fundum sem eg liefi verið, að
einhver hinumegin frá hefir
talað í gegnum miðilinn. Stund-
um hefir verið um lireyfingar
að ræða. Stundum fá fundar-
menn skyggni á fundum og
hverfur andlit miðilsins þeim
þá sýnum en í stað þess sjá þeir
andlit þess sem lalar. Hefir það
komið fyrir mig, en eg hefi hins-
vegar aldrei séð líkamninga fyr-
irbrigði. A fundum verða menn
varir við margskonar áhrif,
svo sem strauma, hita og kulda
og stundum sjást ljósfyrirbrigði
o. s. frv. Stundum koma einnig
fyrir líkamninga- og lyftinga-
fyrirbrigði sem svo greinilega
liefir verið sagt frá í bókinni
uni Indriða miðil. Það sem tal-
að er í gegnum miðlana er vita-
skuld mjög margvíslegt. Sumt
er sagt til þess að veita sann-
anir, sumt er andleg fræðsla
og hjá sumum miðlum hafa að
mér áheyrandi komið mjög |
merkilegar frásagnir um ó- .
orðna atburði, eins og t. d. um I
gang styrjaldarinnar. Alltaf |
verða nienn þó að gæta l>ess að 1
miðillinn getur sjálfur haft
einhver áhrif á það sem kemur
í gegn, jafnvel þótt honum' sé
það eigi vitað. Eg mun svo eigi
fara lengra út í þetta mál að
þessu sinni — en um það mætti
skrifa heilar bækur — en ljúka
máli minu með þvi að segja:
1. Að eg er sannfærður um
að eg hafi á miðilsfundum
fengið samband við framliðna
menn sem eg þekkti í lifanda
lífi.
2. Að á miðilsfundum, sem
rétt er farið með, má fá mikla
andlega fræðslu.
3. Að miðilsfundir eru mjög
merkilegar andlegar orku-
stöðvar og að áhrifin á þátttak-
endur, einnig miðilinn sjálfan,
eru mjög góð ef rétt er að farið.
4. Að miðilsfundir eru bezta
aðferð sem eg þekki til þess að
sannfæra menn almennt um til-
veru annars lifs.
I fyrirsögn greinar þessarar
er spurt: Er annað líf til? Eg
fyrir mitt leyti efast ekki um
að maðurinn lifi eftir likams-
dauðann, enda væri annað ó-
skiljanlegt og raunar ótrúlegt
að nokkurum manni sem öðl-
azt hefir sæmilegan vitsmuna-
þroska skuli nokkurntíma liafa
dottið annað i liug.
Sigurður Jónasson.
Ath.
Grein þessi er skrifuð í til-
efni af greininni „Sannanirnar
innan um svikin“ eftir Karl Is-
feld, er birtist i Alþýðublaðinu
fyrra sunnudag.
S. J.
Ránstilraun
í Hafnarfírði.
í fyrrakvöld gerði arner-
ískur hermaður tilraun til að
ræna tösku og poka af stúlku
í Hafnarfirði, en forðaði sér
þegar stúlkan kallaði á hjálp.
Samkvæmt upplýsingum er
Vísir féklc hjá fulltrúa bæjar-
fógetans i Hafnarfirði, voru
þrjár stúlkur á leið upp að
Þórsbergi við Hafnarfjörð laust
fyrir miðnætti i fyrrakvöld, er
amerískur hermaður kom til
þeirra og gerði tilraun til að
lirifsa tösku og poka, sem ein
stúlkan hélt á.
Stúlkumar kölluðu þá á hjálp,
en við það hypjaði hei'maðurinn
sig á brott, töskulaus og poka-
laus.
SUNDHGLLIN.
FRAMH. AF 1. SÍÐU.
tima, eða til 28. að hún verður
opnuð aftur.
Um þvottahúsið, sem bærinn
hefir komið upp í sambaudi við
Sundliöllina, gat frk. Sigriður
þess, að aðsóknin að því hefði
verið gífurleg. Allan desember-
mánuð varð að vinna nætur sem
daga til að anna verkefnunum.
Og í janúarmánuði hefir verið
meir en nóg að gera, þvi að eft-
irspurnin liefir verið geyi>ileg.
4 :1.1
rrn.Æ4i:n
Vörumóttaka til Vest-
mannaeyja fyrir hádeg á
morgun.
Bœjar
fréttír
í.0.0.F 5 = 1242481/2=G.H.
65 ára
er í dag frú Kristín Friðriksdótt-
ir, Bergstaðastræti 54.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20,20 Útvarpshljómsveitin
(I>órarinn Guðmundsson stjórnar):
t) Vopnasmiðurinn eftir Lortzing.
b) Vorboði eftir E. Bach. c) Radd-
ir vorsins; vals eftir Joh. Strauss.
20,50 Minnisverð tíðindi (Axel
Thorsteinson rithöfundur). 21,10
Hljómplötur: Göngulög. 21,15
íþróttaþáttur. 21,35 Spurningar og
svör um íslenzkt mál'. (Björn Sig-
fússon magister).
Næturlæknir.
Ólafur Jóhannsson, Gunnars-
braut 39, sími 5979. Næturvörður
i Laugavegs a{>óteki.
Dánarfregn.
1 gær andaðist að heimili sonar
síns, Bjarna alþingismanns, Ásgeir
Bjarnason, fyrrum bóndi i Knarr-
arnesi á Mýrum. Æviatriða hans
verður síðar getið hér í blaðinu.
Farfuglar.
Aðalfitndur Farfugladeildar
Reykjarikur og B.Í.F. verður hald-
inn í Menntaskólanum annað kvökl
kl. 81/2 stundvíslega.
Þaulvanur verzlunarmað-
ur óskar eftir
innheimtustörfum
Kaupódýr.
Tilboð sendist Vísi fyrir
10. þ. m„ merkt: „Inn-
heimta“.
Stúlkur
vantar í fiskvinnu. —
Upplýsingar hjá verk-
stjóranum.
Sænsk ísl. frystihúsið
Höfum enirajm fengið nokkra
svítrta
plyds-
svaggera,
peliakápnr
F'alteg snið.
iJiafiiur
(horní fíÚBttisgötu og
Bárönsstíg).
Rafmagns
pernr
flU'Mgiili
Vélbátnr
til sölu
Vélhátwa’ 10—11 smálestir,
raflýstur, með 30 hesta Bol-
indervél, lítutspili, dragnóta-
spili,afdráttarvél, ásamt 100
stokkum af Utui til sölu fyrir
sanngjarnt verð.
ÓSKAR HÁ1.LDÓRSSÓN.
Tilk.viinliig
frá ríkissfjérninni
Brezka sendiráðið hefir t.jáð ráðimeylinu að frá og
með 3. þ. m. verði hvert íslenzkt skip, sem er 50 brúttó ,j
smálestir að stærð, að hafa meðferðis brezkt siglinga-
skírteini (Ship Warrants) en til þessa hafá ekki minni
skip en 200 brúttósmálesta þurft þessa
Með skíi'skotun til þessa sem að framan segir, er öll-1
um eigendum skipa, sem eru 50 brúttósmálestir eða þar '
yfir að stærð, bent á að fela umboðsmönaium sínum í
Biætlandi að sækja þegar um brezk siglingaskírteini
fyrir skipin og' þá sérstaklega fyrir þan skip, sem vá- ■:
trvggð eru eða endurtryggð h.já brezkum eða amerísk-
um skipaváti'ygg.jendum. Skipaeigendur, sem engan jj
umboðsmann hafa i Bretlandi geta um iiivegun fram- |
mgreinds siglingaskírteinis snúið sér til einhvei's af ’
eftirtöldum aðiljum;
Brezka aðalkonsúlatsins í Reykjavfk,
— varakonsúlatsins á Akureyri,
— —— í Vestmannaeyjum
eða skrifstofu brezka s.jóhersins á Seyðisfirði.
Fiskiskip, sem stunda veiðar úr íslenzkum höfnum
og flyt.ja afla sinn til íslenzkra hafna, þurfa ekki að
hafa ofangreind siglingaskírteini.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, ;2. febr. 1943.
Jarðarför
Jósefinu Waage
fer frairí frá dómkirkjuuni föstudaginn 5. þ, ro. kl. iy2 e. h.
Fvrir hönd vandamaima,
Óiafíir Teitsson.