Vísir - 08.02.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 33. ár. Da^árás á IVeapel. Litlir bardagar í Túnis og Tripolitaníu. Stórar sprengjuflugvélar bandamanna gerðu mikla árás á Neapel í gær. Eins og í fyrri órásum á Neapel var aðallega ráðizt á höfnina qg skip 1 henni. Þrj ú skip urðu fyrir sprengjum, þótt ekki hafi tekizt að sjá, hvort þau hafi sokkið. Miklir eldar komu upp i hafnarhverfunum. Tunis. Njósnaflokkar eru á ferli alis staðar í Tunis, en engir stórvið- burðir eiga sér þar stað. Þjóð- verjar hafa að vísu gert áhlaup á stöðvar Frakka fyrir austan Pijon, en þvi var hrundið. Blaðamenn liafa lýst bardög- unum um liæð „648“, sem mik- ið hefir veríð barizt um að und- anförnu. Þarna voru Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Kölluðu þeir til Þjóðverja og ögruðu þá til að leggja til atlögu, en þegar þeir gerðu það, rudd- ust bandamannahermennimir fram gegn þeim „eins og tígris- dýr“ og beittu byssustyngjun- urh. Tripolitania. Þar hafa njósnaflokkar verið á ferli meðfram allri víglínunni. Norður við ströndina sló í bar- daga milli framsveita fyrir vest- an Bengadan. Flugvélar 8. hersins hafa gert árásir á bílahópa Rommels. Einnig voru gerðar árásir á bíla- lestir á Sikilej\ Aðeins einnar flugvélar er saknað úr þessum leiðöngrum og árásinni á Nea- pel. Guadalcanal: Bandaríkjamenn vinna sigur. Bandaríkjamenn á Guadal- canal hafa unnið allmikiivægan sigur á Japönum. Hafa þeir komið sér upp virki nokkru fyrir vestan Vonarhöfða (Cape Esperanza), þar sem Jap- anir hafa m. a. bækistöðvar. .Tafnframt sækir annað dmerískt lið vestur á bóginn og eru Jap- anir þvi milli tveggja elda þama. Þegar Bandarikjamenn fóru um skógana til að koma upp þessu virki, urðu Japanir þeirra ekki varir. Loftárás á' Rangoon, Brezkar Liberator-flugvélar hafa gert mikla árás á Rangoon í Burma. Auk þess hafa , flugvélar bandamanna ráðizt á skip hjá Cfelebes og á ýmsum stöðum allt austur að Nýja Bretlandi. 1 loftárás sem japanskar flug- vélar gerðu á flugvöll banda- manna ó Nýju Guineu i fyiTa- dag voru 26 þeirra skotnar nið- ur og 15 laskaðar meira eða minna. Loftbardagar stóðu í 2 klst. og komust allar orastu- flugvélar bandamanna heilu og liöldnu heim aftur. Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Simi: 166C 5 llnur Reykjavík, mánudaginn 8. febrúar"1943. 31. tW. Rússneskt fótgöngulið gerir álilaup Rússneskt fótgongulið sæliir yfir ísi lagt vatn að stöðvum Þjóðverja, sem liafa komið sér fvrir handan vatnsins. BARIZT í ÚTHVERF UM ROSTOV. Önnur járnbrautin milli Kharkov og Kursk rofin. Ekkert §ainkaii(l itiilli Knrsk og“ Orel. EINKASKEYTI FRÁ UNITEÐ PRESS, New York, í morgun. Fregnir frá blaðamönnum í Rússlandi, sem enn eru að vísu óstaðfestar, herma, að nu sé barizt í úthverfum Rostovborgar, og er búizt við því, að Rússxr geti tilkynnt fall borgarinnar þá og þegar. Seinasta tilkynning þeirra f jallaði um það, að þeir væri aðeins um fimm kilómetra frá henni og ef þeir hafa getað haldið sama hraða og áður, þá ætti þéir að geta haldið inn i hana í dag einhverntímann. Þ jóðver jar ætla þó ekki að láta borgina alveg bardagalaust, því að allar iregnir frá Rússum herma, að þeir tefli fram mörgum ogstórum skriðdrekum. S jálfir tefla Rússar fram skrið- drekum, sem eru um sjötíu smálestir að þyngd. Rússar eru búnir að hrelcja Þjóðvcrja úr öllum hæðadrögun- um á syðribakka Don-fljóts og í gær tóku hersveitir þeirra borg- ina Azov, sem er við ósa fljótsins. Einnig tóku þeir smáborg, sem er nær Rostov, um fimm Idlómetra suður af henni. — Þýrzka liðið, sem er umhverfis Novorossisk og þar í kring, er nú í hinum mesta vanda, því að svæði það, sem það hefir enn á valdi sínu, verður minna með degi hverjum, cn flugher Rússa og Svartaliafsfloti hafa nánar gætur á öllum undanhaldsleið- um sem eru eingöngu á sjó. Er lialdið uppi skothríð á ströndina og loftái'iásir era gerðar á hverja kænu, sem hættir sér ut á Kerch-sund. Rússar hafa rofið enn eitt járnbrautarsamband fyi'ir Þjóð- verjum, að þessu sinni milli Kharkov og Kursk. Tvær járn- brautarlínur liggja milli þessara borga og er önnur um borgina Byelgorod. Er það sú braut, sem Rússar liafa rafið nokkura vegalengd fyrir norðan Byelgo- i’od. Nú eru aðeins tvær járnbraut- ir órofnar, sem liggja um Khar- kov, en þær eru lika háðar vest- ur frá borginni. Rússar eru að- eins 60—70 km. frá henni og er borgin í yfirvofandi hættu. Fyrir norðan Kursk hafa Rússar enn gelað rofið sam- gönguleið fyrir Þjóðverjum. Hafa þeir ruðst 40 km. vestur fyrir járnhrautina, þar sem þeir tóku borgina Fatesli, en uin hana liggur þjóðvegurinn til i'ufu í vikunni sem leið. Þar liggur jjjóðvegurinn norður til Orel og 'með því að rjúfa liann liafa Rússar rofið öll gambönd milli Kurslc og Orel. Eina sam- bandið milli borganna er sím- leiðis, segja Rússar, og þó ekki vísl hversu gott það er. Sóknin suður að Azovshafi. Sókn Rússa suður eftir Ulci’a-' inu er jxj lang-eftirtektarverðust af þeim lieraaðaraðgerðum., sem fram fara austur þar um þessar mundir. Það má telja víst, að Rostov falli áður en varir og ilið Þjóðverja .á Taman-tanga — gegnt Kereh-tanga -— muni ekki geta varizt nema takmark- aðan tíma. Á þessu telja inenn engan efa. Hinsvegar veltur á miklu í Ukrainu. Takist Rúsum sóknin suðui’ á bóginn, ná þeir-á sitt vald einhverjum auðugustu hér- uðuin landsins hvað snertir málma og annað. Auk þess er mögnleiki tii þess, að þeir geti króað inni allmikið lið Þjóð- verja og það er auðvitað mestur fengur fyrir Rússa, að geta eytt seni mestu af því. Það sem mesta athygli mun vekja næstu vikur verður því þessi sókn Rússa. Fara þear þarna á 100 km. breiðu svæði og uálgast óðum Stalino. I gær tóku þeir Kramatorskaya, sem er mjög vel varin. 1 lokaáhlaup- inu sóttu þeir að borginni bæði úr austri og’ vestri. Churchill kom- inn heim. Churchill kom við í Alsirborg á leiðinni heim, var tilkynnt í London í gær. Hann kom til London þá um morguninn og á járnbrautar- stöðinni biðu kona hans, margir ráðlierrar og herforingjar. Meðan hann var i Alsir ræddi liann við Eisenhower yfirhers- höfðingja, Cunningham flota- foringja og Harold MacMillan sendiherra Breta i Norður- Afríku, en er heini kom settist liann þégar á ráðstefnu með Al- exander flotamálaráðherra, Sir Dudléy Pound vfirfJotaforingja og ýmsum í’iáðherrum. Slitu þeir ekki viðræðunum fyrr en um miðnætti. Hann hefir farið 16.000 km. síðan hann fór að heiinan þ. 12. janúar. Boris Búlgarakpn u n %.!r, hefir kallað alla verkfræðinga og byggingarmeistara til vopna. Er gert ráð fyrir því, að sumir þeirra verði sendir úr landi „lánaðir“ Þjóðverjum. Um 1000 manns ú skíöumí gær. Oerði hpfð með kvöldinu og voru bílar 6—7 klst. á leiðinni úr skíðaskálunum. í vetur hefir aldrei annar eins mannfjöldi farið á skfði, sem nú um helgina. Skipti mannfjöldinn mörgum hundruðum, gem síreymdi upp í skíðalöndin. Flest fólk var við Skíðaskáfcum og á Kolviðarhóli. Sænska akademíið hélt hina árlegu hátíðarsamkomu sína fyrir stuttu. Akademíið var stofnað fyrir 156 árum og var þetta í fyrsta s.kipti á þeim tíma, sem allir meðlimir þess — 18 að tölu — voru viðstaddir í einu. Vernd- ari þess, Gústav konungur, var viðstaddur að vanda og öll kon- ungsfjölskyldan. Forsetinn, Bengt Hesselman prófessor, lagði láherzlu á það, hversu mikilvægt akademíið væri til að vernda norræna inenningu. Þá minntist hann og á fund Eddu, cn frá honurn eru liðin 300 ár á þessu ári. Taldi hann þann atburð mestan í sögu norrænna bókmennta og sagnfræði. Tveir nýir meðlimir tóku sæti i akademiinu að þessu sinni - Gustaf Hellström, rithöfundur, og Einar próf. Löfstedt, rektor háskólans í Lundi. Eins og venja er fluttu þeir ræðu um störf fyrirrennára sinna í akademi- inu. FTá Noregi. Handtökur í Noregi. Frá London er simað, að und- anfarið hafi fram farið miklar handtökur í fjölda norskra bæja, þ. á m. í Bergen, Lille- hammer, Halden, Sarpsborg o. v. Eru það einkum meðlimir norska verkamannaflokksins og kommúnistaflokksins, sem handteknir hafa verið. Þjóðverja vantar eimreiðar í Noregi. N orsku rikisj árabau tirnar hafa, siðan Noregur var hertek- >nn, misst mikið af vögnum og eimreiðum, vegna skemmdar- starfa og slysa. Hafa Þjóðverjar snúið sér til Svía og farið fram á að þeir léðu eimreiðar, en Svíar liafa neitað að hjálpa. Nasjonal Samling skammast sín . Fólk, sem nýkomið er frá Noregi, skýrir frá því, að nú verði með hverjum deginum sjaldséðari einkennisbúningur „hirðmanna“ Quislings, og að rnargir séu hættir að ganga með N.S. merki i hnappagatinu. Svo mikið ar saupsættið talið í lier- húðum Quislinga, að þeir heyr- ast oft vera að rífast á alinenn- um samkoinustöðum og bera hver annan hinum svívirðileg- ustu sökum. Á Kolviðarhóli gistu í fyrra- nótt 120—130 mannsj og hefir aldrei verið jafn mannmargt þar á einni nóttu i vetur. í gær voru þar á 4. hundrað manns á skíðum. Við Skiðaskálann voru 450 manns í gær, að þvi er Kristján Ó. Skagfjörð tjáði Vísi i morg- un. Var hann þá staddur í Skiðaskálanum, en þar var glampandi sól og. bezta færi i morgun. Gistu um 80 manns skálann í nótt, aðallega skóla- nemendur, sem ætluðu að vera á skiðum i dag. 1 fyrrinótt var skálinn yfirfullur af gestum. Færið var yfirleitt sæmilegt og sumstaðar. gott, bæði yið Skiðaskálann og Kolviðarhól. Veður var nokkuð kalt og gerði fjúk er á leið daginn. Gekk sið- ustu bílunum illa að komast á- fram vegna þyngslafærðar, svo að dæmi voru til að þeir voru 6—7 klst. á leiðinni heim. Allmargt fólk var veðurteppl á Kolviðarhóli i.gærkveldi, og mun það væntanlegt í bæínn í dag. í Bláfjöllum voru 40—50 manns í gær, þar af gistu 12 „Himnariki“ í fyrrinótt. Eæri var viðast sæmilegt, sumstaðar gott. Upp úr hádeginu hvessti og gerði jafnframt skafrenn- ing og fjúk. Hópur fólks var við skála íþróttafélags kvenna i gær, og eins og annarsstaðar er tekið frani, voru um 140 manns á skíðum við skála KR-ínga. Ktwtt og laggott. Stokkhólmur: Auphan að- míráll, sem gaf Toulon-flotan- um skipun um að sökkva skip- um sínum, hefir verlð settur i fangabúðir. London: Mesta árásin á Lo- rient var gerð í nótt. Skór skámmtaðir í Bandaríkjimum. Skóskömmtun er hafin í Bandaríkjunum frá og með deg- inum í dag að telja. Hver inanneskja í landinu fær aðeins þrjú pör á ári af skóm úr leðri eða gúinmíi, en hinsvegar eru engar hömlur settar á framleiðslu eða sölu á inniskóm og bamaskóm sem eru með sólum úr öðru efni en leðri. 1 árásum orustuflugvéía á Norður-Frakkland í gær voru 8 eimreiðar og 4 fhitninga- prammar eyðilagðar með fall- byssuskothrið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.