Vísir - 16.02.1943, Qupperneq 3
v r s i r
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H.F.
Bitatjórar: Kristján GnSIangsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötn 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Skák, — mát!
HAFT er l>að fyrir satt, að á
skammri stundu skipist
veður í lofti. Nýlega var það
efst á baugi lijá Framsóknar-
flokknum, að losa sig að mestu
leyti við helzta ráðamann sinn
og foringja, og gera tvennt i
senn: víkja honum úr for-
mannssessi i flokknum og
Menutamálanáði. Töldu menn
það almennt liarðleikni um of
að svipta foringjann foririanns-
völdunum, en hitt eðlilegt að
láta haán víkja úr Menntamála-
ráði, með því að þar liafði hann
sýnt, að honum var ekki lagið
að starfa á þann veg, að lista-
menn vildu við una, -— einmitt
l>eir mennirnir, sem allt eiga
undir því 'að vel takist um skip-
un Menntamálaráðs. Fram-
sóknai-flokkurinn hefir ' viljað
telja sig hlynntan listum og
listamönnum allt til l>essa, og
einstakir flokksmemi liafa hátt
og í hljóði fordæmt hið óvenju-
lega atferli fulltrúa flokksins í
hinu virðulega Menntamálaráði.
En hvað skeður? í gær fór
fram kosning Menntamálaráðs
í hinu virðulega Alþingi. Fram-
sóknarflokkurinn átti þess kost
að koma þar að einum fulltrúa,
og hann vakli þar ekki af verri
endanum frekar en fyrri dag-
inn. Fyri’verandi formaður
Menntamálaráðs og formaður
fíokksins varð fyrir valinu enn
sem fyr, þótt flestir hinna al-
mennu flokksmanna hafi áður
svarið við skegg sitt og skör,
að slík hneisa skyldi aldrei um
flokkinn spyrjast. Fullyrða
kimnugir ennfremur að liorfið
sé frá öllu byltingabrölti innan
flokksíns nú í svip, og inuni
sami maður gegna þar for-
mennsku áfram. Ber þar til að
uppreistarmennirnir í flokkn-
um telja líklegt, að kaupfélögin
muni enn sem fyr rejmast þar
sterkasta aflið, en þar eigi J>eir
engan kost að ná undirtökum,
með því að ef í liarðbakkann
slær muni þeim, sem formann-
inum fylgja berast óvæntur liðs-
auki, er styðji hann áfram til
valda fyrir álirifavald kaupfé-
laganna.
Nú í dag hefst fundur mið-
stjómar Framsóknarflokksins,
en gert var ráð fyrir að þar
kæmi til allharðra átaka um
hverjir skyldu til forystu velj-
ast í flokknum í framtíðinni.
Samkvæmt ofan sögðu virðist
augljóst að fundurinn muni
reynast hinn friðsamasti, nema
þvi aðeins að formaðurinn þyk-
ist þess umkomin að gjalda
rauðan belg fyrir gráan og láta
sverfa til stáls með ósvæfðum
eggjum. Til þess má þó telja
litil likindi, með þvi að ætla má,
að þótt andstæðingar formanns-
ins treystist ekki til að ráða nið-
urlögum hans á miðstjómar-
fundinum að þessu sinni, vegna
utanaðkomandi ástæðna, séu
þeir þó í meiri hluta á fundin-
um sjálfum. Má því ætla að eldi
heitari brenni með illum vinum,
friður fimm daga, en ekki sker-
ist vemlega í odda nú að sinni.
Allt þetta mun þó reynast
Framsóknarflokknum vandi
mikill, með því að vitað er, að
nokkur hluti flokksins vill allt
i sölurnar leggja til þess að
Afgreiðsla fjárlaganna.
Tilmælum um afgreiðslu gætilegra fjár-
laga var ekki sinnt.
Hækkun tekjuáætlunar
upp í 66 millj. króna.
Atkvæðagreiðslu fjárlaganna var lolrið um mið-
uætti síðastliðið og hafði atkvæðagreiðslan staðið
frá kl. 2 síðdegis. Svo fór sem margan grunaði, að ekki
var skeytt viðvörunum og tilmælum um afgreiðslu
gætilegra fjárlaga, og var tekjuáætlunin hækkuð upp í
G6 millj. króna. Tillögur fjárv.nefndar náðu yfirleitt
fram að ganga, m. a. allar tillögur um fjárveitingar til
vérklegra framkvæmda, Þær vóru samþykktar mót-
atkvæðalaust.
Eins og niönnum er i fersku minni hvatti fjármálaráðherra,
Björn Ólafsson, eindregið lil l>ess í ræðu þeirri, cr liann flutti
við úlvarpsuinræðurnar um fjárlagafrumvarpið, að farið væri
sem gætilegast, og benti liann á þá leið, að leggja niætti tii
liliðar fé til verklegra framkvæmda á næsta ári, seni væntan
lega kæmi þá að meiri notum, því að meira fengist framkvæmt
fyrir féð, vegna aukins verðgildis peninganna. En þingið vildi
rnl’n n/Vm
vinstri samvinna takist undir
forystu fyrverandi forsætisráð-
herra flokksins, sem þykist vera
nokkurrar uppreistar þurfi, eft-
ir hrakfarir hinna síðustu daga
valdasetunnar. Formaður
flokksins mun hinsvegar fyrir
sitl leyti liafa litinn hug á slíkri
samvinnu, og telja liana á engan
hátt eðlilega né skynsamlega.
Má því ætla að vinstri samvinna
komi ekki til greina verði vilji
Iians alls ráðandi, en vitað er að
róið er að því öllum áruni, af
ýmsum öflum, að jafnt mönn-
um sem málefnum verði fórnað
vegna vinstri samvinnunnar.
Að þessum deilumálum inn-
an Framsóknarflokksins . var
vikið hcr í hlaðinu fyrir nokkru,
og talið ^ennilegt, að ]>ótt upp-
reistarmennirnir í flokknum
væru all kainpagleiðir þá stund-
ina, myndi þó sú raunin verða
að formaður floklcsins kynni að
hafa ráð lá nokkrum mótleikj-
um, sem jafnvel gætu vakiið
máti fyrir ]>á, er á lióhninn
kæmi. Formaðurinn hefir þogar
skákað þeim við kosninguua í
Menntamálaráðið, en vofir ekki
mátið yfir á miðstjórnarfund-
inum?
Blindrafélagið:
Blindum gefið stórt
bókasafo.
Blindrafélagið liélt aðalfund
sinn 3. ]>. m. og var stjórnin
endurkosin, en hana skipa Bene-
dikt K. Benónýsson, Guðmund-
ur Jóhannsson, Margrét Andrés-
dóttir, Ragnheiður Kjartans-
dóttir og Björn Jónsson.— Sam-
kvæmt ákvæðum félagsins, eru
aðeins hlindir menri eða örorka
vegna sjóndepru atkvæðisbærir
um félagsúiálefni. Sjáandi fé-
iagar hafa tillögurétt, og eru
þeir stjrktarfélagar. Stjórn
skipa 3 blindir og 2 styrktarfé-
lagar, Vinnur félagið að bættri
efnalegri afkomu og menning-
armálum blinds fólks. Rekur fé-
lagið vinnustofu, þar sem smið-
aðir eru burstar og leíkföng,
auk þess starfar það að garð-
rækt. Að menningarmálum
starfar það með fræðslu og
rekstri bókasafns. Félagar eru
81.
Felaginu harst að gjöf á ár-
inu 1942 bókasafn á blindra-
letri, er átt hafði Málfríður Jón-
asdóttir, Kolmúla, en hún lézt
20. marz 1941. Gefendur voru
foreldrar Málfríðar, þau frú
Guðný Guðmundsdóttir og Jón-
as Benediktsson í Kolmúla. —
Bókasafn l>etta er mjög fjöl-
breytt og verðmætt og er það
hlindum mönnum mikið happ,
að fá óhindraðan aðgang að svo
miklu bókasafni. ,
Blindravinnustofan starfaði
allt árið með svipuðu sniði og
áður. 7 bliridir menn höfðu þar
fasta atvinnu og námu vinnu-
laun ]>eirra samtals kr. 18664.45.
Auk þess verður, samkvæmt
reglugerð vinnustofunnar út-
hlutað til þeirra tekjuafgangi, að
upphæð kr. 3353.92. Nokkur
liluti þessarar upphæðar er lagð-
ur í stofnsjóð, sem séreign hvers
starfsmanns, en hinn hlutinn
verður útborgaður í peningum.
I vinnustofunni var aðallega
unnið að burstagerð, en síðast á
árinu var nokkuð unnið að leik-
fangasmíði, og virðist sú starf-
semi gefa góðar vonir.
Félagið hefir á árinu notið
góðvildar og margháttaðrar
hjálpsémi, bæði meðal almenn-
ings og hjá fjölmörgum ein-
staklingum og stofnunum. Fé-
lagsstjóm vottar öllum þessum
aðilum alúðarfyllstu þakkir fyr-
ir auðsýnda fórnfýsi og góð-
vild. ,
Þegar atkvæðagreiðslunni
var lokið flutti fjármálaráð-
herra stutta ræðu. Lýsti hann
þeirri skoðun sinni, að ógætilega
væri farið og drap m. a. á, að
þingið hefði fellt burt heimild-
ina um að draga mætti úr úl-
gjöldum rikissjóðs sem næmi
35%, ef tekjur hrykkju ekki
fyrir þeim útgjöldum, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir. En
samtimis hefði þingið hækkað
stórkostlega tekjuáætlunina og
afgreitt fjárlögin með raunveru-
legum tekjuhalla, en þingið
hefði fjárveitingavaldið og bæri
þar af' leiðandi ábyrgð á fjár-
lögunum. Sitt hlutverk væri að
framkvæma þau og það myndi
hann gera, eftir því sem tekj-
urnar lirykkju til, en lengra færi
liann ekki. — Alþýðuhlaðið segt
ir að ræða fjármálaráðh. liafi
vakið undrun meðalþingmanna.
Skyldi ekki hin ógætilega af-
greiðsla fjárlaganna frekar
vekja undrun kjósenda? Þeír
vilja gætilega fjármálastjóm.
Þingmenn ættu að fara að átta
sig á þvi.
Verður nú getið helzlu til-
lagna, sem samþykktar voru, —
Tillögur nefndarinnar vorn yfir-
leitt samþylvktar, sem fyrr var
getið og ýmsar tillögur einstakra
þingmanna, en meirihluti þeirra
felldur. Eimfremur voru sam-
þykktar óhjákvæmilegar út-
gjaldatillögur frá rikisstjóm-
inni. ,
Meðal sainþykktra tillaga
voru: Uppbætur til embættis-
manna 787 þús., framlag til raf-
veitusjóðs 500 þús., framlag til
fæðingarlieimilis í Rvík 300
þús., framlag til Noregssöfnun-
arinnar 350 þús o. fl.
Greiðslujöfnuður er hag-
stæður uni 500—600 þús., eins
og Alþingi gekk frá frumvarp-
inu. Rekstrarafgangur er 4.7
millj. kr. — Greiðslujöfnuður
hefði orðið meiri og rekstraraf-
gangur (á frumvarpinu), ef
það hefði verið samþykkt eins
og nefndin gekk frá því. Hins
er að geta, að um raunverulegan
tekjuhalla mun vera að ræða.
Er allsendis óvíst, að tekjur
verði eins miklar og frv. gerir
ráð fyrir.
Breytingartillaga þeirra Stef-
áns Jóh. Stefánssonar og Ólafs
Thors og Hermanns um 350 þús.
til Noregssöfnunarinnar, var
samþykkt með 38 atkv. gegn 3.
Brt. frá kommúnistum, að af-
henda norsku ríkisstjóminni i
London féð nú þegar var felld
með 31 atkv. gegn 10.
Samþykkt var með 42 atkv.
gegn 3 tillaga f járveitinganefnd-
ar um að veita 100 þús. kr. til
skálda, rithöfunda og lista-
manna, og skuli Menntamála-
ráð skipta þessu fé milli deilda
Bandalags isl. listamanna, en
Iiver deild kjósi síðan nefnd til
styrktárútlilutunarjnnar. Ráða
listamennirnir þannig sjálfir
styrkjaúthlutninni. Felld var
með 31:19 atkv., að styrkir til
16 skálda og ILstamanna skyldu
teknir inn á 18. gr. Til gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga voru
samþýkktar 25 þús. kr., í stað 5
og til Bæjarbókasafns Rvíkur
225 þús. (hækkun úr 8 þús.). —
Meðal heimilda, er samþykktar
voru: Að fullgera Þjóðleikhúsið,
að greiða dr. Guðmundi Finn-
bogasyni og síra Eiríki Alberts-
syni á Iiesti full laun, er l>eir
láta af emhættum, að verja 100
þús. til verðlagsuppbótar á end-
urbyggingarstýrki til sveita og
allt að 160 þús. til styrktar út-
vegsmönnum, er misst hafa ski.p
af ófriðarástæðum, til l>ess að
eignast ný skip.
Mjólkinni seink-
ar til bæjarins.
í morgun voru allir vegir ó-
íærir frá Selílossi tjáði vega-
málastjóri Vísi í morgun. Mjólk-
urbílamir, sem áttu að koma
með mjolk til bæjarins í morg-
un, voru tepptir, en ætluðu þó
að Ieggja af stað um tíuleytið
og freista þess að komast nyrðri
leiðina til ReykjaVíkur.
Undir Ingólfsfjalli hafði fok-
ið saman snjór á veginn á nokkr-
um stöðum og voru menn farnir
á undan mjólkurbílunum til að
moka, þar sem ]>örf gerðist.
í gær var Þingvalla—Sogs-
vegurinn fær alia leið og liinn á-
gætasti hvarvetna. í morgun
voru engar fregnir komnar af
Mosfellsheiðarveginum til vega-
málastjóra, en hann taldi ó-
sénnilegt, að um verulegar
tálmanir væri að ræða á þeirri
leið.
Mjólkursalan á von á mjólk
frá Borgamesi í dag með Lax-
fossi.
Veguírinn til Grindavikur
varð ófær i nótt. Verður liann
að öllu forfallalausu mokaður
i dag.
Enskir prestar, undir forystu
erkibiskupsins af Kantaraborg,
dr. Temple, liafa komið sér sam-
an um að lielga sunnudaginn
kemur fyrirbænum. fyrir Rúss-
landi. Verður í hverri kirkju
Englands beðið fyrir rússnesku
kirkjunni, þjóðinni og rauða
herrium. Hinsley kardínáli, for-
ingi kaþólsku kirkjunnar í Eng-
landi, hefir beðið kaþólska
presta að flytja samskonar fyr-
irbænir á hverjum sunnudegi.
Slys a£ völdnm
hálku.
Undanfama daga hefir mikil
hálka verið á götum bæjarins
og hafa hlotizt af því fleiri eða
lærri slys, þ. á m. nokkur bein-
brot, og hafði. Landspítalinn
rinn þrjú handleggsbrot og eitt
fótbrot til aðgerðar, auk annara
minni slysa, er öll stöfuðu af
völdum hálku í gær og fyrradag.
í Hafnarfirði féll aldraður mað-
ur á hálku og fótbrotnaði.
Vera má, að erfitt sé að koma
í veg fyrir öll slýs, er liljótast
kunna af völdum hálku, en hins-
vegar er helzt til lítið gert að
þvi, að strá sandi á gangstéttir
og götur. Tvímælalaust mætti
koma í veg fyrir mörg meiðsli
og slys, með því að bera sand á
gangstéttirnar, strax og ]>ess
gerist þörf.
Frá hæstarétti.
Úrskurður um
útburð ómerktur.
Mánudaginn 15. febrúar, var
kveðinn upp dómur í hæsta-
rétti í málinu: Ólafur Þórarins-
son gegn Mogens L. Andersen.
Var meðferð máls þessa fyrir
fégetarétti og úrskurður fógeta-
réttar ómerktur og málinu vis-
að frá fógetaréttinum. Segir svo
í dómi hæstaréttar:
„Með úrskurði húsaleigu-
nefndar Reykjavíkur 30. júni f.
á. var stefnda gert að rýma 1
herbergi íbúðar sinnar, er i
málinu greinir, þegar i stað, en
Iiinn liluta íbúðarinnar 1. okt-
óber 1942. Þar sem stefndi neit-
aði að hlíta úrskurði húsaleigu-
nefndar, krafðist áfrýjandi þess
11. júlí f. á. fyrir fógeta, að
stefndi yrði „þegar í stað borinn
út úr einu heri>ergi af ihúð hans
sámkvæmt úrskurðinum“. Þess
er livorki getið í úrskurði húsa-
leigunefndar né í kröfu áfrýj-
anda fyrir fógetarétti, hvert af
þeim þremur herbergjum, sem
stefndi leigir í húsi áfrýjanda,
hann skuli rýma. Er kröfugerð
]>essi svo óákveðin, að dómur
verður ekki lagður á hana. Verð-
ur því að ómerkja hinn áfrýj-
aða úrskurð og alla meðferð
málsins í héraði og vísa málinu
frá fógetaréttinum.
Eftir atvikum þykir rétt, að
miálskostnaður bseði í héraði og
fyrir ha>starétti falli niður.“
Hrl. Gunnar Þorsteúisson
flutti málið af hálfu áfrýjanda
en hrl. Magnús Thorlacius af
hálfu stefnda.'
Arás á konu.
(
Á sunnudagskvöldið var réð-
ist hermaður á konú inni í
dimmu porti, sem hún þurfti að
ganga í gegn um, og barði hana
í andlitið, svo hún hlaut af bæði
blóðnasir og glóðarauga.
Kona þessi varð hermannsins
vör, er hún átti stuttan spöl ó-
farinn heim til sín og var komin
að porti þvi, er hún varð að fara
í gegnum. Hraðaði hún sér eftir
mætti, en féll, vegna liálku i
portinu. Náði hermaðurinn
lienni þá, en hún gat losað sig
og flúið heim að húsdyrunum,
þar sem liún átti heima. Áður
en hún fengi þó hringt dyra-
bjöllunni náði hermaðurinn
henni aftur og barði hana þá í
andlitið. Kaliaði konan þá á
hjálp, en við það lagði her-
maðurinn á flótta.
SAGO
í lausri vigt
Victoríubaunir /2
í Jausri vigt
Victoríubaunir /2
í i>ökkum
Hýðisbaunir
i lausri vigt
Heilhveiti
Hveitiklíð í dósum
Blandað grænmeti
í pökkum.
mizifzidi
Ýms skip
Tökum á móti flutningi til
Patreksfjarðar, Tálknafjarð-
ar, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Súgandafjarðar,
Bolungarvíkur og ísafjarðar
i dag og fram til hádegis á
morgun.
Vörur, sem sendast áttu
með Esju tit Patreksfjarðar
og ísafjarðar, verða allar
sendar með minni skipum.
Þetta eru sendendur vin-
samlega beðnir að athuga í
sambandi við viátryggingu o.
fl. —
Lamir
margar gerðir
Draglokur
Hliðlokur
Hengilásahespur
Hurðarkrókar
HiIIuhorn
Skrúfur
galv. og ógalv.
Stiftasaumur
galv. og ógalv.
Blásaumur
Klossasaumur
Eirsaumur
Skrúfrær
Slúttskífur
Verzlun
0. [Ilisen
Miðstöðvar- ketill • (Narrak nr. 5) til sölu Félagsbókbandið Ingólfsstræti 9.
1 Mótorhjól Triumph, model ’34 í góðu standi, til sölu. Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt: „Mótor- hjól“.
Bezta dæoradvðlin er að leika með l> E RII Y-veöreiðaskonnunni
v I s i R
t
Athugasemd við
opið bréí.
Orðaleikup hagfræðlngsins
vekup undrun almenn ings<
JÓN BLÖNDAL haglræð-
ingur sendi mér fyrir
nokkru opið bréf, er hann
mæltist til að eg birti hér í blað-
inu. Sá eg- ekki ástæðu til að
amast við birtingu bréfsins,
með því að innihald þess var
slíks eðiis að það hlaut að reyn-
ast höfundinum sárast, ef fleiri
lásu, en eg undirrilaður, sem
bréfið var ætlað.
Hagfræðingurinn kömst að
þeirri niðurstöðu að eg liefði
nokkrum sinnum víkið lítillega
að honum hér í hlaðinu, og
ávallt á þann liátt að menn, sem
ekki með málunum fylgdust
niættu ætla hann „afglapa“. Það
kann vel að vera að hagfræðing-
urinn telji virðingu sinni mis-
hoðið, ef orð lians eru rétt eftir
höfð, en þrátt fyrir það, leyfi eg
mér enn að „láta þau á þrykk út
ganga“, með því að lengra er um
liðið frá því er hréf hans birtist,
en til var ætlast, og þvi hætt við
að nokkuð sé farið að f>niast
yfir ummaélin í minni manna.
Þau voru svohljóðandi: „Tök-
um sem dæmi launþega, sem
hafði 400 kr. grunnlaun á mán-
uði fyrir stríð. Segjum aðgrunn-
kaup hans hafi hækkað um
30%. Þá fær liann nú í kaup
samkvæmt síðustu vísitölu (272
stig): Grunnkaup kr. 401),
Grunnkaupshækkun kr. 120,
Verðlagsuppln> t kr. 894,00, Alls
kr. 1414,40.
Með öðrum orðum lcaupið
hefir hækkað um 1014,40 kr. á
mánuði, þar af er grunnkaups-
hækkun 120 kr. (eða tæp 12%
af hækkun kaupsins).
Við þetta liafði eg það að at-
huga, að hér færi hagfræðingur-
inn með tölulegar blekkingar,
ineð því að ef engin grunn-
kaupshækkun liefði orðið liti
dæmið þannig út, að í stað þess
að greiða þyrfti kr. 1414,40 hæri
að greiða kr. 1088, en grunn-
kaupshækkunin leiddi af sér
hækkun, sem næmi samtals kr.
326,40, en sú hækkun næmi
rösklega 32% í stað 12%, sem
hagfræðingurinn vildi vera láta.
Þótt hagfræðingurinn telji sér
sæmandi að leggja út í orðaleik
í þessu sambandi, tel eg enga á-
stæðu til að elta ólar við slíkt.
Eg hélt þvi ennfremur fram
að grunnkaupsliækkunin ásamt
verðlagsuppbót á liana leiddi af
sér frekari hækkun frá mánuði
til mánaðar og ætti kaupgjaldið
sinn ríka þátt í dýrtíðinni. Hag-
fræðingurinn virðist hafa til-
hneigingu til að mótmæla þessu,
en svo vill til, að í útvarpsum-
ræðum þeim, sem nýlega fóru
fram innan Alþingis var það
upplýst, að sainkvæmt útreikn-
ingum Hagstofunnar, stafaði
aukin ílýrtið í landinu að 4/5
hlutum frá kaupgjaldi og verð-
lagi innlendra afurða, en verð-
lag hinna innlendu afurða er
talið miðað við kaupgjald í land-
inu, bæði vegna aðkeypLs vinnp-
afls og lieimafengins. Þetta er
mergurinn málsins, sem fræði-
legar röksemdafærslur liag-
Handfæra-
önglar
fyrirliggjandi.
Geysir h.f.
Veiðarfæraverzlunin.
fræðingsins eða orðaleikir fá
ekki liaggað.
Hinar miklu verðhækícanir
landbúnaðarafurða s. ]. haust
stöfuðu af hinum skefjalausu
grunnkaupshækkunúm með til-
heyrandi verðlagsuppbótum, og
stendur því óhrakið, það sem
Vísir taldi að Eggert Jónsson
héldi réttilega fram, að „aðal-
orsök verðbólgu og dýrtíðar í
landinu séu hinar stórkostlegu
grunnkaupshækkanir“. Allt
ánnað er staðleysa. Niðurstöður
Hagstofunnar taka þar af allan
vafa.
Eg liirði ekki um að ræða af-
stöðu flokkanna til dýrtíðar-
málanna. Þar eiga þeir allir sína
sök, og Alþýðuflokkurinn, með
hagfræðing sinn í broddi fylk-
ingar, engu siður en liinir. Varð-
andi ráðstafanii* annara þjóða
leyfi eg mér að skírskota til
Brellands og Bandaríkjanna, og
þeirra láðstafana, sem þar liafa
verið gerðar til þess að hafa
hemil á verðlagi og kaupgjaldi.
Að öðru leyti sé eg ekki á-
stæðu til leiðréttinga, en læt
Jón hagfræðing Blöndal um
síðasta orðið, sem liann fær
vafalaust rúm fyrir i Alþýðu-
blaðinu.
Kristján Guðlaugsson.
Hnefaleikamótið:
Hrafn Jónsson varð
Ármanns-meistari
í þungvigt.
Hnefaleikamót Ármanns fór
fram s. I. laugardagskvöld fyr-
ir troðfullu húsi. Fyrst kepptu
IJrafn Jónsson og Ólafur Kjart-
ansson í þungavigt, þrjár lotur,
nokkuð jafnar, en Hrafn liafði
þó alltaf heldur betur. — Hrafn
vann. — Þá fór fram annar
leikur í þungavigt, Andrés
Bjarnason og Sigurjón G.
Þórðarson. 1. lota nokkuð jöfn
og þó töluvert harðvítug, í
annari lotu hafði Andrés yfir-
höndina, en þriðja lota var aft-
ur harðvítug og jöfn. Andrés
vann. -— Þá fór fram keppni i
bantamvigt milli Stefáns Magn-
ússonar og Björns Markan. Var
leikurinn jafn, en Stefán var
þolnari og hafði betur seinni
lilutann. Stefán vann. — Þá var
keppt í fjaðurvigt, Jóel Blóm-
quist og Þórður Sveinbjörnsson;
báðir ná inn þungum höggum
og eru full opnir fyrir í og úr
niávígi. Þórður nær fallhöggi. í
þriðju lotu dofnar Þórður sem
verið liefir lieldur í sókn og er
farinn að þreytast. Var leikur-
inn jafntefli en Jóel var dæmdur
sigurinn, þar sem úr varð að
skera. Þá var keppt í léttvikt,
Stefán Jónsson og Arnkell Guð-
mundsson, þeir þreifuðu fyrir
sér framan af, og var Amkell
sæknari en Stefán markvissari
l>á sjaldan hann þreifaði fyrir
sér með sókn, en Arnkell var úr-
skurðaður sigurvegari; einna
skemmtilegasti leikurinn — 1
weltervigt kepptu Þorvaldur
Ásgeirsson og Björn Rósen-
kranz; liafði Þorvaldur lengst
af yfirhöndina en Bimi var
dáemdur sigurinn þar eð sókn
Þorvaldai* þótti ekki eftir rétt-
um reglum, þó ekki væri að vísu
um neinn „fantaskap“ að ræða.
M var keppt i millivigt
Gunnar Ólafsson og Bragi Jóns-
son; Gunnar liafði alltaf yfir-
höndina en fékk frádrátt fyrir
að slá lágt og urðu þeir dæmdir
jafnir og kepptu aukalotu sem
Gunnar vann. f léttþungavigt
kepptu Matthías Matthíasson
og Arnkell Guðmundsson
skemmtilegan leik sem Matt-
lrias vann; þeir eru báðir
skémmtilegir og efnilegir
iþróttamenn. Úrslit í fjaður-
vigt kepptu Jóel Blómquist og
Steinþór Sæmundsson. Jafn
leikur sem Jóel var dæmdur
sigur í. — Úrslit í þungavigt
milli Ilrafns Jónssowar og And-
résar Bjarnasonar voru
skemmtileg. Þeir þreyfuðu
fyrst fyrir sér og var Andrés
hreyfanlegri, en skorpur Hrafns
þungar. í annari lotu ná báðir
inn Iiöggum en Hrafn nær sókn,
það er óhugnanlega róleg sigur-
vissa yfir honum; hann nær
fallhöggi í lok lotunnai* en
klukkan hjargar Andrési.
í þriðju lotu nær Andrés inn
nokkrum þungum liöggum én
Hrafn munar kki um þau og
liögg lians gera út af við And-
rés, hann sígur niður er um
mínúta er húin af lolunni. Hrafn
vanli á „tekn. knock-out“. Hrafn
hefir aukist mjög að leikni síð-
an í fyrra í viðbót við þungu
höggin. — Mótið fór mjög vel
fram.
D.
Stúlka lendir
í bílslysi.
í gærkveldi, rétt eftir kl. hálf
ellefu varð stúlka fyrir íslenzkri
fólksbifreið vestur á Hofsvalla-
götu og meiddist mikið.
Blaðinu er ekki kunnugt um
meiðsli hennar, fullkomlega,
en samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar mun hún hafa
hlotið áverka á höfuðið, heila-
Iiristing, meiðsli í baki og e. t.
, v, fleiri meiðsli, Var hún þegar
flutt á sjúkrahús,
Stúlka þessi heitir Margrét
Sigurz og er hrakfallabálkur
mesti nú í seinni tíð. Ekki alls
fyrir löngu datt hún á liálku
og brákaðist á úhilið. Gekk hún
þá nokkurn tíma með hendina
i fatla, en kvöld eitt, er hún var
á leiðinni heim til sín, i*éðizt ó
hana maður og sló liana með
vasaljósi í andlitið. Hefir Visir
skýrt frá ]>eim atburði áður.
Lögreglan liafði siðar upp á
manni þessuin, er reyndist liafa
verið drukkinn og varð honum
meirá úr högginu, en liann
hafði ætlazt til.
Menntaskála-
félagr öö ára.
Menntaskólanemendur minnt-
ust sextíu ára afmælis „Fram-
tíðarinnar“, málfundafélags
lærdómsdeildarinnar, með
skemmtilegri samkomu að
Hótel Borg í gærkveldi. Auk
rektors flutti sr. Bjami Jónsson
vígslubiskup hráðskemmtáiejga
ræðu. Lárus Pálsson las smá-
sögu eftir Hamsun. Síðah var
dansað.
Sjötti bekkur Menntaskól-
ans hafði dvalið síðustu viku
austanfjalls í Skólaselinu. En
l>egar til átti að talca að flytja
skólafólkið í hæinn, var Hell-
isheiði orðin ófær. — í gær
komu sjöttuhekkingar i hæinn
eftir langa og mikla ferð, aust-
an Sogs, um Þingvelli. Hafði
Páhni Hannesson rektor farið
til móts við þá upp á Mosfells-
heiði og aðstoðaði þá það sem
eftir var leiðarinnar ofan í
byggð. Mátti ekki tæpara standa
að þeir næðu í bæinn til að mæta
á árshátiðinni.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20,30 Erindi: Dýrin og land-
ið, II (Árni Friðriksson magister).
20,55 Tónleikar Tónlistarskólans
Björn Ólafsson og dr. Urbant-
sehitsch) : t) Sónata í D-dúr fyrir
fiðlu og píanó, eftir Corelli. b) Són-
ata í Es-dúr, Op. 11, fyrir fiðlu
og píanó, eftir Hindemith. 21,20
Hljómplötur: Kirkjutónlist.
ALÞINGI
Sameinað Alþingi kaus fi-mm
menn í Menntamálaráð í gær
og skal kosningin gilda til loka
kjörtímabils þess, sem nú er.
Ivosið var uni 3 lista. Sósíalista-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
greiddu atkvæði A-Jista, sem
hlaut 18 atkvæði, og komu að
Kristni Andréssyni, Framsókn-
arflokkurinn greiddi atkvæði B-
lista, með nöfnum Jónasar
Jónssonar og Pálma Hannesson-
ar. Hlaut Iistinn 14 atkvæði og
var Jónas kosinn. Sjálfstæðis-
flokkurinn greiddi atkvæði C-
lista, sém ldaut 18 atlvvæði, og
kom að þeim Vilhjálmi Þ. Gísla-
syni og Valtý Stefánssyni. —
Krislinn, Vilhjálmur og Valtýr
eru nýir menn í ráðinu og
koina í stað Pálma Hannesson-
ar, dr. Guðmundar Finnboga-
sonar og Arna Pálssonar pi'ó-
fessors.
Flmmtugur í dag:
prestur á Mælifelli.
Fimmtugsafmæli á i dag sira
Ilalldór Kolheins sóknarprestur
að Mælifelli í Skagafirði.
Síra Halldór er fæddur á
Staðarbakka í Miðfirði 16. fe-
brúar 1893. Voru foreldrar lians
merkishjónin sira Eyjólfur Kol-
heins og Þórey Bjarnadóttir.
Árið 1912 missti sira Halldór
föður sinn, er ]>á var að Mel í
Miðfirði, og fluttist ]>á, ásamt
móður sinni og systkinum, að
Lamhastöðum á Seltjarnarnesi.
Stúdentsprófi lauk hann hér í
Reykjavik árið 1915, en sigldi
haustið eftir til Danmerkur og
var einn vetur við nám viðKaup-
mannahafnarháskóla. Árið eft-
ir kom liann aftur hingað upp
og liélt námi áfram við háskól-
ann hér og lauk þaðan prófi
árið 1920.
Vorið 1921 var hann kjörinn
prestur i Flatey á Breiðafirði og
vigðist þangað 23. júní það ár.
Veittur Staður i Súgandafirði
1926 og var prestur þar og um
skeið prófastur unz hann fékk
veitingu fyrir Mælifelli vorið
1941.
Síra Halldór Kolheins er
einn af ágætustu og áhugasöm-
ustu prestum Iandsins og hefir
jafnan 1 notið mikilla vinsælda
í söfnuðum sínum. Hann hefir
farið víða um land til þess að
starfa fyrir hugsjóriir sínar,
flutt erindi um hindindis- og
kirkjumál, enda málsnjall vel.
Meðan hann starfaði sem prest-
ur á Vestfjörðum, var hann
jafnan í stjórn Prestafélags
Vestfjarða og einn af ritstjórum
hins vinsæla ársrits félagsins
— Lindarinnar.
Síra Halldór er drengur hinn
bezti og góður félagi og sam-
herji og minnast vinir lians
víðsvegar hjartra og ánægju-
rikra samveru- og samstarfs-
stmida í dag og senda honum
ámaðaróskir.
Hann er kvæntur Láru Ólafs-
dóttur frá Hvailátrum á Breiða-
firði.
S.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ AUGLÝSA
í VÍSI
Olíukápur
svartar, siðar. FATAPOKAR, SJÓHATTAR, svartir og gulir.
Nýkomið.
Geysir h.f.
Fatadeildin
Tveir innbundnir
árgangar af J ÖRÐ
Týndust fyrir fáeinum vikum. Finnandi ei vinsamlega l>eð-
inn að kkila þeim til auglýsingaskrifstofu E. K, Austurstræli 12.
Fundarlaun: Fri áskrifl að Jörð ]>. á.
i
Tilfiyiiiiiiig
Höfum nú aftur fyrirliggjaauli Sefaborð (eik og
hnotu), Renaissance sófaborð útskerin, Borðstofo-
borð, eik og hnota, Svefnherbergieteúsgögn, birki,
Skrifborð, eik, með rennihurð, StólfeoHar.
Jón Halldörsson & €o. h,f.
Skólavörðustíg 6 B. — Sími 3107
Gnfoskip til söln
470 tonn. Útfiutningsleyfi fyrir tieaídi.
Allar frekari upplýsingar gefittr
G. Kristjánsson skipmxniðlari
<
Hafnarhúsinu. — Sími 5986-
Lokað
■ kvöld ki. í
Biireiðastöðin HEKLA
Gott geymslnpláss
fyrir cement vantar okkur i nokkra mánuði
;■ :
J« Þopláksson & Norðmann
Bankastræti 1 'i,,— Sími 1280. /
Gðmmíkápnr
fyrir stúlkur 10—16 ára,
fyrirliggjandi.
Geysir h.f.
FATADEILDIN.
Jarðarför sonar okkar,
Gfsla,
sem andaðist 1. f. m. í New York, fer franii frá dómkirkj-
unni miðvikudaginn 17. þ. m. og liefst með bæn á heimili
okkar, Bárugötu 16, kl. 1% e. h.
Kristín Gísladóttir. Bjarni Sighvatsson.
1