Vísir - 18.03.1943, Blaðsíða 3
v I s i K
DAGBLAÐ
ÚtgefaiuH:
BLAÖAÚTGÁFAN vísir h.f.
Ritstjórkr: Kristján Guðlangsson.
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötn 12
(geugið inn frá Ingólfsstræti).
Simar: 16fi0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði,
Lausasaia 35 aurar.
Nauðsynjá stofnun
barnáspítala
immm -----
Fjársöínun )>Hringsins«
Viötal viö frii Kristínu V. Jacobson.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hvað gerir þingið
— og hvað stjóinin?
E.visaíit liefir það í bænum
, sí^usjtu, dagaua, að þolin-
mæði riítisstjprnarinnar væri
nú mjög á þrotum, vegna þess
langa,. dráttar, sem orðið liefii
af liálfu Alþingis á afgreiðslu
dýrtíðarfrumvarpsins. Fíokk-
arair hafa enn ekki, — nema að
tVveruJegu leyti, — látið uppi
afstöðu sína til málsins. Frunv-
var.pið hefir j>ó legið i þrjár
vikur .fyrir þinginu, fjárhags-
nefnd liefir um það fjaLIað, og
f jögra inanna nefnd, skipuð ein-
um fuJHrúa frá liverjum flokki,
mun nú hafa fengið málið í
sinar hendur. Nú bíður þjóðin
milli vonar og ótta þess, sem
verða vill, og tíðasta spurning
manna á miííi, er mál þessi Jjer
á góma, er livað Alþingi muni
n ú gera.
Einstaka menn og sum hlöð
ásaka ríkisstjórnina fyrir að
hún skyldi ekki í upphafi, —
áðuv eu hún lagði frumvarp
sitt fyrjr .Alþingi, — leita um
það sandcomulag.s við alla
floklta þingsins. Slíkar ásak-
anir. hafa ekki yið nokkur rök
að styðjast, Er ríkisstjómin sett
ist að völdum, gerði hún það
i því augnamiði fyrst og fremst
að leysa dýrtíðarmálin, sem
flokkarnir íiöfðu þá þegar gefist
upp a að leysa. Ríkisstjórmn
leggur því tiMögur sínar fyrir
þingið til þess að það taki af-
stöðu til málámia, livort sem
því líkar hetur eða ver, en ríkis-
stjórnin Iiefir jafnframt Ieitasí
við að miðla málum milli flolcka
og stétla, þannig að allir gætu
vel við unað. Úr þessu hlýtur
Alþingi að leggja sitt lóð á
metaskálamar, — en á hvaða
sveifina hallast það?
ÖUuni Iilýtur að vera Ijóst,
að þingið hefir um þrjá kosti
að velja: I) Að samþykkja
frumvarp ríkisstjóraarinnar, á
þann liátt, sem hún getur unað
við, eigi húju að ráða málum J
til lykía og sitja áfram við völd.
2) Að mynda sjálft stjóm er
vinni á ákveðnum raálefna-
grundvelli, er miðar að því að
vinna bug á dýrtiðinni, og loks
í þriðja lagi: Að fella frum-
varp ríkisstjórnarinnar, eða
breyta því gegn vilja hennar,
næð þeim afleiðingum, sem
það kánn að hafa, án þess að
þingið sé þéss um komið að
myndá stjóm, eða að gera
nokkrar jákvæðar ráðstafanir.
Ef að Alþingi getur ekki sætl
síg við frumvarp ríkisstjómar-
innar, eins og það liggur fyrir
í öllurn aðalatriðunL en kýs að
fella frumvarpið og ríkisstjórn-
in lætur fyrir þær sakir af
völdum, getur ekki komið til
mála vegna almenns öryggis að
mynduð verði veik meiri hluta
stjórn. Fyrir því yrði eklci nema
um eina lausil að ræða og hún
er sú að mynduð yrði fjögra
flokka stjórn, þ. e. a. s. að
kommúnistar yrðu teknir með
í stjómina. Sá flokkur vill í
lengstu lög skjóta sér undau
allri ábyrgð á stjórnarfram-
kvæmdum, með því að hann
veit að við það yrði -fylgi hans
meðal þjdÖarinnar að erfeu,
T)p a |>Hr axSíeins að hann hefði
í teidi sér að rjúfa sam-
Nauðsynin á sérstökum spítala fyrir börn hefir lengi
legið í augum uppi, ekki hvað sízt nú, þegar hörgull á
spítalaplássi er orðinn svo tilfinnanlegur, að tií vand-
ræða horfir.
Kvenfélagið „Hringurinn“ hefir fyrir nokkuru haf-
ið fjársöfnun lil slíks spílala og ákveðið að Icggja til
þessarar söfnunar nokkuð af eignum félagsins og tekj-
um i nánustu framtíð.
Frú Kristín Vídaiín Jacobson,
sem frá öndverðu hefir verið
formaður „Hringsins“, gaf
„Vísi“ þessar upplýsingar í
samtali fyrir skemmstu.
„Hringurinn var stofnaður
til að vera líknarfélag, aðallegn
fyrir herklasjúklinga og þá, sem
komizt hafa yfir herklasjúk-
dóm, en eiga óliægl um vinnu
fyrst í stað á eftir,“ segir frúin.
„í heinu áframhaldi af likn-
arstarfsemi félagsins gagnvart
einstaklingum, var hafizt handa
um hyggingu Hressingarliælis-
ins i Kópavogi. í sambandi við
hrcssingarhælið sem félagið
rak i mörg ár, eftir að það var
lcomið upp, rak félagið einnig
hú i Kópavogi. Þegar félagið af-
henti ríkinu hressingarhælið,
var þess ekki óskað að búið
fylgdi með í gjöfinni, og varð
það því úr, að félagið hélt áfram
rekstri ijúsins. En með hinni
miklu hækkun, sem orðið hefir
á verði landbúnaðarafurða, hef-
vinnuna J>egar hentast þætti, og
jafnframt að efnt vrði þá til
nýrra kosninga. Kommúnistar
gætu þá ef til viU bjargað fylgi
sínu með augnabliksæsingum
vegna eínhvers dægurmáls, —
ella væm þeir dauðadæmdur
flokkur.
En þá er atliuga afstöðu rík-
isstjómarinnar, ef svo skyldi
fara að frumvar{>ið yrði fellt
eða því breytt gegn vilja lienn-
ar. Að sjálfsögðu getur stjóru-
in ekki sætt sig við að sitja við
völd áfram, ef henni er fengin
dýrtíðarlöggjöf í hendur, sem
hún telur óframkvæmanlega,.
eða í meginatriðum óhyggilega.
Hún á þess þá völ að segja af
sér,, en þá verður Alþingi að
mynda nýja stjórn, eða að við-
nrkenna vamnátt sinn og leggja
enn árar í hát, og er þá lausnin
jafnfjarri og hún var í upphafi.
Hinsvegar á ríldsstjórnin á
öðru völ, en að segja af sér.
Hún getur vafalaust rofið þing
og efnt til nýrra kosninga,' ef
ve'ra mætti að með því móti
mætti gera Alþingi starfhæft.
Aðstaðan í slíkum, kosningum
hlyti að verða með óvenjuleg-
um liætti, en þó þeim, að flokk-
arnir yrðu að ganga fyrir dóm-
stól þjóðarinnar, eins og gerist
og gengur í kosningum. Það
yrði þó óskemmtileg eldraun
fyrir alla flokka, — eldraun
sem þeir væntanlega forðast í
lengstu lög.
Framundan hlýtur að bíða
algert öngþveiti nema því að-
eins að samvinna haldist milli
núverandi ríkisstjórnar og Al-
þingis, og að almenningur sýni
jafnframt fullan skilning á því,
livað gera þarf. Auknum er-
lendum áhrifum á innanlands-
málin æskfe enginn eftir, en
skapist hér óviðráðanlegt öng-
þveiti, híða þau vafalaust við
dymar. Þjóðin verður að $tanda
á eigin fótum og finna láusina
sjálf. Það mun «ffarasælast í
nútíð og framtíð.
ir búið síðan gefið miklar - og
að suinu leyti alveg óvæntar —
tekjur.
Þegar að þvi ráði var horfið,
að félagið beitti sér fyrir hygg-
ingu sérstaks harnaspítala, var
]>egar ákveðið, að tekjur húsins
skyldu verða Iagðar í byggingar-
sjóðinn.“
Hversu mikið hefir nú
safnazt í sjóðinn?
„Sjóðurinn nemur nú 50
þúsund krónum, en söfnunin
gengur all-greiðlega. í vor er
ætlunin að efna til almennrav
skemmtunar undir beru lofti
nolíkurskonar „Hringferðar
Hringsins“, 'eins og við félags-
konur liéldum ofl í gamla daga.
Þá mun og verða efnt.til hluta-
veltu eða happdrættis, og ekki
loku fyrir ]>að skotið, að við
getum efnt til almenns fjér-
söfnunardags i þessum til-
gangi.“
- Hefir félagið getað fengið
lóð undir sítalann?
„Við höfum snúið okkur til
horgarstjóra og faríð þess á
leit, að hærinn legði spítaianum
til ókeypis lóð. Það taldi horgar-
stjóri sjálfsagt og tók erindi
okkar yfirleitt ákaflega vinsam-
iega. Ekkert er þó ákveðið enn
í þessu efni.“
— Að hvaða leyti er hentugra
að hafa sérstakan harnaspitala
en t. d. að reka bamadeild við
stærri spítala?
„Því er auðsvarað. Börn
þurfa allt annarskonar hjúkr-
unar en fullorðnir. Á almenn-
um spítölum eru l>örn til traf-
ala, því að þau trufla oft full-
orðna sjúklinga og sætta sig
miklu síður við rúmlegu. —
Annað er það, að læknar, sem
l>örn stunda, þurfa helzt að vera
sérfræðingar, auk þess sem
hjúkrunarfólk ]>arf að hafa sér-
æfingu í hjúkrun barna. Allt
l>elta her að sama brunni: Það
þarf sérstakan spílala fyrir börn
— spítala með sérstöku starfs-
fólki og sérstökum Iækni eða
læknum, og einfaldast er að sá
spítali eigi sitt eigið hús.“
Vestfjaxðarbátarntr
Maður drukknar af
v.b. »Svandísi((.
Einkaskeyti til Vísis.
ísafirði i gær.
Flestir hátar héðan og úr ná-
grenni réru i góðu veðri í fyrra-
kvöld. í gærmorgun gerði storm
stórsjó og byl. í gærkvöldi og
í nótt náðu allir bátar höfn.
Mótorbáturinn „Svandís“
liéðan fékk sjó á sig og brotn-
aði nokkuð ofandekks. Mann
tók út af „Sva§*dísi“ og drukkn-
aði hann. Hann hét Hrólfur
Guðmundsson, Pálmasonar,
vitavarðar í ReJfevík. Hrólfur
var þrítugur, kyieiikir og átti
2 höm. Þau hjóln voru nýflutt
lí|ig«ð frá He^teyri,
Slmslit vlða om land.
Mestar simbilanir í Landeyjum.
Borðstoíustúlka
óskast nú þegar.
All verulegar síntabilanir hafa orðið víðsvegar um land í of-
viðrinu eftir helgina, en stærsta og áhrifamesta bilunin er í
Landeyjum; símalínur liggja niðri á löngu svæði og 50 staurar
eru brotair; þá er og nokkuð stór bilun á Hvammstangalín-
unni, m. a. 16 staurar brotnir. Og í Kræklingahlíð, 6 km. fyrir
norðan Akureyri eru 19 staurar brotnir. í dag er alslstaðar unn-
ið að viðgerðum á símanum.
Vegna þess að línur eru falln-
ar niður á löngu svæði i Land-
eyjunum, er samhandslaust við
Vestmannaeyjar. Það eru einn-
ig líkur til að Landeyjabilunin
liafi áhrif á símasambandið til i
Auslfjarða, sem einnig er hiiað. 1
Þó er það ekki víst, því að lín-
an liggur einnig niður i Mýr-
dalnum, svo vera má að bilunin
sé einungis þar. Bilunin í Land-
eyjum er mjög mikil, m. a. 50
símastaurar brotnir, en menn
hafa verið setidir austur og er-
unnið að viðgerðum þar í dag
sem annarsstaðar.
Mikil bilun varð einnig á
Hvammstangalínunni. Féllu
niður 16 staurar skammt frá
þorpinu. Þar með er Hvámms-
tangi, svo og Vatnsnes allt, sám-
handslaust sem stendur. Þar er
von á hráðabirgðaaðgerð á
næslunni.
Bilun er á símalínunni í Krækl-
ingahlíð, 6 km. fyrir 1 norðan
Akureyri, 19 staurar brotnir.
Þar er von til að samband kom-
izt á í dag.
Ýmsar aðrar hilanir haí'a orð-
ið á símanum viðs vegar um
land, þó þessar séu stærstar.
Frú
Guðrún Þorbjörg
Kristjánsdóttir.
Minningarorð.
Hinn 8. þ. m. andaðist að
heimili sínu hér í bæ, Þórsgötu
21A, frú Guðrún Þorbjörg
Kristjánsdóttir. Hún var fædd
6. febr. 1884 að Hvammi í Dýra-
firði. Giftist ínin eftirlifandi
manni sínum, Kristjáni Sigurði
Kristj ánssyni bankastarfsmanni
og skáldi, 10. október 1903.
I þokunni
Ef bóndi væri spurður
að því hvort hann vildi
lækka nokkuð verð á af-
urðum sínum til þess að
salan gæti haldizt og hann
haldið áfram framleiðsl-
unni, mundi hann óhik-
að svara játandi. Ef at-
vinnurekandi væri spurð-
ur hvort hann vildi greiða
þunga skatta um nokkurt
skeið til þess að forðast
öngþveiti í atvinnurekstri
sínum, mundi hann strax
svara játandi. Ef laun-
þegi væri spurður hvort
hann vildi um stundar-
sakir fórna nokkru af
launum sínum til þess að
atvinna hans stöðvaðist
ekki, mundi hann svara
ákveðið játandi.
Þannig mundu svörin
verða ef einstaklingamir
í þjóðfélaginu væri
spurðir um viðhorf
þeirra til þeirra miklu
vandamála sem lands-
menn verða nú að Ieysa.
En þegar flokkasjón-
armið og flokka hags-
munir eiga að taka af-
stöðu til vandamálanna í
umboði einstaklinganna,
þá ruglast dómgreindin.
Þá kemst enginn út úr
þokunni sem legið hefir
yfir stjórnmálum þjóð-
arinnar.
Félagið „Berklavörn“
í Reykjavík hélt aðalfund sinn
miðvikudaginn 4. þ. m. Þrír menn
gengu úr stjórninni 0g taka sæti
i stjórn Sambands ísl. berklasjúk-
linga, þeir Maríus Helgason, fyrv.
form., Ólafur Björnsson og Árni
Einarssson. En þessir voru kosnir
í stjórn: Daníel Sumarliðason,
form., Gestur Þorgrímsson, Björg
Björnsdóttir, Gunnar Ármanns-
son 'og Vilhjálmur Jónsson. í
varastjórn voru kosin Þorsteinn
Finnbjarnarson . og Arnfríður
JónatansdótHir. .
Hingað til Reykjavíkur fluttust
]>au hjón árið 1927. Varð þeim
9 barna auðið, en 3 þeirra em
dáin. Þetta er í stuttu máli æfi-
saga frú Guðrúnar Þorbjargar
Kristjánsdóttur, — það er að
segja hin ytri æfisaga, ef svo
mætti segja. -—Þótt sú saga sé
fljótsögð, var hún samt sem áð-
ur viðburðarík og merkileg, og
verða henni að sjálfsögðu ekki
nein fullnægjandi skil gerð i
þessum fátæklegu eftirmælum
mínum. Til þess hrestur mig
næga þekkingu á lífsferli frú
Guðrúnar og þeirra hjóna. En
eg hefi haft þá ánægju að kynn-
ast manni hennar vel og henni
að nokkru, síðan þau fluttu hing-
að til Reykjavíkur, og er mikill
ljómi í vitund minni yfir þeim
kunningsskap. Frú Guðrún átti
sinn þátt í því að skapa þann
ljóma. Hún var góð kona og
hjartahlý, — kona i beztu merk-
ingu þess orðs. Mér virtist liún
vera létt í lund og gamansöm,
og var návist hennar góð og
hressandi, enda varð henni vel
til vina. — Það varð hlutskipti
heiinar í lífinu að vera margra
barna móðir og standa fyrir
stóru heimili og vera jafnframl
förunautur manns, sem er mjög
andlega sinnaður og alltaf hefir
verið brattgengur og brekku-
sækinn í andlegum efnum, en
ekki einn af þeim, sem lötra í
hægðum sínum á jafnsléttunni
eða leggja sig þar jafnvel til
svefns. Einkennilegt hlutslcipti
og að sumu leyti mjög tvíþætt!
En frú Guðrún var því vaxin,
því að enda þótt hún væri að
sumu leyti barn hins gamla
tíma í trúmálum, var liún al-
veg laus við þröngsýni þá, sem
er einn af skuggum þess tíma,
—og var það sérslaldega hennar
góða hjarta, sem þar var að
verki.
Frú Guðrún átti við van-
lieilsu inikla að stríða hin síð-
ustu ár, og var sjálf farin að
þrá lausn úr fjötrum líkamans.
Hún hafði lokið miklu og góðu
dagsverki. Henni var því gott
að ganga í gegnum hlið hins
liinsta svefns inn í annan hetri
og bjartari h«in*.
MATSALAN.
Amtmannsstíg 4.
Sími 3238.
Fræðafélagið
Nokkur eintölc af Jarðabók
VII (Vestfirðir og Strandir),
og Safni XII (bréf Brynjólfs
biskups); aðeins handa á-
skrifendum. — Athygli hóka-
manna skal vakin á þvi, að
ýmsar af bókum Fræðafé-
lagsins Iiafa selzt upp nú á
síðustu tímum og aðrar eru
algerlega á þrotum. Þannig
saxast nú óðúm á hina ágætu
útgáfu Jóns Helgasonar af
Ijóðum Bjarna Tliorarensens.
Snæbj 1 rn Jónsson
Maður,
sem hefir stundað trésmíða-
vinnu um þriggja ára skeið,
óskar eftir atvinnu við smíð-
ar nú þegar. Tilboð sendist
Vísi fyrir kl. 1 iá morgún,
merkt: „Smiður“.
Kven-sloppar
allar stærðir.
SVÚNTUR.
VERZLUN
Matth. Björnsdóttur.
I Laugavegi 34.
Húseigendur!
Óskað er eftir tveimur her-
bergjum og eldhúsi með nú-
tima þægindum nú þegar eða
14. maí. Fyrirframgreiðsla
getur verið svo mikil sem
vill, ef uin seinur. — Tilboð,
merkt: „Kaupmaður“, send-
ist Vísi fyrir mánaðamót. —
Fallegt svart
Spejl-ílauel
og
SILKIVOILE
nýkomið.
H. Toft
Skólavörðustíg 5 Sími 1035
Líkami hennar var borinn til
moldar mánudaginn 15. þ. m.
Síra Kristinn Daníelsson flutti
góða ræðu í Dómkirkjunni við
það fcekifæri.
Minning þesearar góðu koift
mun lengi lifa í þakklátu**
hjörtum.
Grétar Fsjte,
V I S 1 K
#
W eikb^^ða
liöllin.
Stærsta velferðarmál þjóð-
arinnar. Ekki heilbrigðis-
málin. Ekki fjármál eða ai-
vinnulíf. Ekki bindindis- og
áfengismálið. Ekki einu
sinni sjálft uppeldi þjóðar-
innar. Heldur sjálf bygging
þjóðfélagsins — stjórn-
skipulagið.
Ofarlega á öðrum tug þess-
arar aldar reisti Manitoba-fylki
þlnghús i| Winnipeg. Það er
mikil og vegleg höll, eins og tílt
er um þinghús og ýmsar við-
J1 af narhyggi ngar Ameríku-
manna. En tæpast var verkinu
Jokið er út af því risu mála-
ferli. Undirritaður átti þá
heima í Winnipeg. Varð þétta !
mjög umtalað mál. Sprunga eða '
sprungur komu í ljós í þessari
veglegu höll og var meistari sá,
er keypt liafði fyrirfram alla
gerð hússins, sakaður um svik.
Var talið að hann hefði svikið
sementsstyrkleika hússins og
grætt á þvi stórfé, eina miUjóii
dollara eða meira, þvi að hér var
ekki um að ræða neitt smáræð-
is fyrirtæki.
Veikbyggt þjóðfélag.
Veikbyggð höll, veikbyggt
þinghús, er hryggðarefni, en
veikbyggt þjóðfélag þó enn iá-
takanlegra hryggðarefni. Sorg-
legt er að sjá tignar hallir
hrynja, en átakanlegra að sjá
þjóðfélög liðast sundur og
hrynja sökum smíðisgalla. Á
okkar þjóðskipulagi eru slíkir
smíðisgallar, og lcoma l>eir nú
ört í Ijós. Það er heigulmennska
eða óeinlægni að þora ekki að
gera sér þetta ljóst og ræða það.
Eg var að hugleiða, livert
væri mesta vandmál þjóðariim-
ar og tímabærasla umræðuei'n-
ið. Mér datt margt í hug, en sá
brátt að sjálfstæði þjóðarinnar,
sem auðvitað byggist fyrst og
fremst á því, livort stjórnskipu-
lag hennar er starfhæft og
stjórnhæft, er mesta velferðar-
málið og tímabærasta umræðu-
efnið, eins og nú standa sakir.
Og eg tek til máls um þetta i
því trausti, að menn taki trúan-
lega hlutleysisyfirlýsingu mína
viðvíkjandi floklíapólitik.
Eg tek til máls um þetta ein-
ungis af þegnskap og þjóðholl-
ustu, sannfærður um af lieyrn
og raun, að þetta er hið mesta
áhyggjuefni fjölda gáðra og
góðra manna um allt land. Og
margir vænir menn i borg og
hyggð eiga þá ósk lieitasta, að
heppileg lausn yrði fundin á
þessu mikla vandamáli þjóðar-
innar.
Illa stofnað ríki.
Frakkar komu á hjá sér eftir
byltinguna miklu stjómskipu-
lagi, sem verður að kallast illa
stofnað riki. Það hefir líka
reynzt svo. Síðan á dögum Na-
poleons liefir engin veruleg
festa verið í stjórnarfari þeirr-
ar þjóðar. Þar hefir stöðugt
vantað eitthvað. Einingaraflið
ekki nógu sterkt, flokksvaldið
því yfirsterkara, sementið svik-
ið, heilimagnið of lítið eða ekk-
ert. Þetta kom þjóðinni i koll á
örlagastundu. Hvílílc sorgai’-
saga! Getum við íslendingar
ekki umflúið liana?
Okkar þjóðskipulag ber í sér
sömu veilurnar. Fram að því
síðasta hefir ekki verið neinn
þriðji aðili í stjórnskipulagi
oklcar. Það er stutt síðan við
urðum fyrir því láni að eignast
ríkisstjóra, en hann getur þó
ekki talizt nægilega sterkt ein-
ingarafl, eða fullnægjandi þriðji
aðili stjórnskipulagsins, vegna
þess, hve liohum er enn gefið
Iítið vald, nema l>egar neyðin
skapar það vald, eins og nýlega
hefir komið í ljós.
Einingaraflið.
Þjóðin verður að búa til ein-
ingaraflið —■ heilimagoið —
þriðja aðilann, eða hvað við eig-
um nú að kalla þetta. Lif hennar
liggur við. Nú dugar ekkert
andvaraleysi. Stjórnarfarið og
stjórnskipulagið er sjúkt, mætti
4íkja þeim sjúkleik við krabba-
méin. Þar sem ein frumán eða
frumuflokkur gerist hamslaus
og vill ofala sig á kostnað hinna
frumanna, sýkir þar með allan
líkamann og drekur til dauða.
Þelta er aðferð þeirra flokka-
samkeppni, sem ekkert aðhald
hefir frá þriðja aðila. Þetta er
orðið öllum hugsandi mönnum
ljóst. Einingaraflið verður þjóð-
in að búa til í stjórnskipulaginu
alveg eins og hún hefir búið til
hæstarétt í réttarfarinu til þess
að gera mögulegt að lialda uppi
lögum og reglu í þjóðfélaginu.
Já, hún verður að búa til ein-
ingaraflið, og húa það til ó-
svikið. Sementið má ekki vera
svikið í þjóðarbyggingunni.
Þjóðin verður að gefa ríkis-
stjóra sínum töluvert vald, en
auk þess verður þjóðin að fá
sinn fulltrúa í þinginu —- þjóð-
kjörna efrideild, og þá er kom-
inn sá þriðji aðili, sem útilokar
í.-eitt skipti fyrir öll, að nokkur
flokkur geti nokkru sinni náð
æðsta valdi í þjóðmélum, Eng-
inn flokkur má sjá l>ennan
möguleika framundan, ekki
einii fremur en annar, og ])á er
sárasti broddurinn brotinn af
hinni skefjalausu valdasókn
flokkanna.
Réttur flokkanna.
Flokkar og stéttir eiga rétt á
sér, alveg eins og böm og hjú
eiga rétt á sér á lieimili. En
heimilisófriður og stjórnleysi á
engan rétt á sér. Sömuleiðis
ekki lieldur eilíft og aðhalds-
laust flokkastríð. Skoðanamun-
ur á rétt á sér, en fjandskapur
og illvígar deilur á ekki rétt á
sér. Flokkar og stéttarfélög eru
málsvarar, sækjendur og verj-
endur sinna áhugamála, en ein-
um flokki eða einni stétt ber
ekki allt vald í þjóðfélaginu,
fremur en hinum. Ef einn
flokkur sér möguleika til slíkr-
ar valdatöku, já, þá sjá allir
flokkar jafnt þann möguleika,
og þá er ekki um annað að ræða
en miskunnarlaust strið, og all-
ir vita, hvernig fer fyrr eða síð-
ar fyrir því ríki, sem er sjálfu
sér sundurþykkt.
Sáttarorð.
Er ekki kominn tími til þess
að gætnir og hugsandi menn,
menn, sem ekki eru á neinu
„fylliríi“, hvorki pólitísku eða
öðru, gangi saman lil funda og
rahbi vingjarnlega, bróðurlega
og sanngjarnlega um lausn
þessa mesta vandamáls okkar?
Sé hægt að lækna krankleika
þjóðskipulagsins sjálfs, þá er
fyrst fenginn grundvöllur undir
hvers konar siðhót í þjóðfélag-
inu. Þá fyrst er hægt að fram-
kvæma endurbætur í uppeldis-
málum, heilbrigðismálum, at-
vinnumálum, kirkjumálum,
bindindismáli og öllum hinum
mismunandi greinum þjóðar-
menningar oltkar.
Bréf prestsins.
Einn af slijallari klerkum
landsins, áhugamaður mikill og
góður drengur, sem mér er ó-
kunnugt um, hvar í fylking
stendur i flokksmálum, l>ótt
góður kunningi minn sé, —
skrifar mér á þessa leið:
„Stærsta málið, sem alþjóð i
skiptir mestu, er sköpun stjórn- j
arfars, sem er stjórnhæft. Það I
var örlagaaugnahlik, er þing
reyndist óhæft til myndunar
stjórnar. Hvernig verður okkar
veika lýðræði styrkt? Væri ekki
skemmtilegt að samhentir
menn, sem engra flokkslegra
sérhágsmuna eiga að gæta,
ræddi það í bróðerni, hvernig
við mættum styrkja og treysta
stoðir okkar unga þjóðrikis.
IJvað segir þú um það, að
prestar, kennarar o. s. frv. allra
flokka ræddust við úm l>etta
mikla vandamál?“
Hér er einn emhættismaður
landsins, sem hefir orð á því,
sem eg veit fyrir víst, að er of-
arlega í liuga margra hugsandi
og vænna manna um land allt.
Þetta er þeim áhyggjuefni og
umhugsunarefni, og umhugsun
l>eirra er af góðum rótum runn-
in, af ást lil þjóðar og menning-
ar hennar. Margir hafa haft orð
á þessu við mig, þótt ekki liafi
eg það skjalfest eins og í l>essu
tilfelli.
Mér dettur ekki í hug, að fylla
flokk þeirra manna, sem Iirópa
hátt um niðurlæginu alþingis og
ókosti þingmanna okkar. Eg vM
reyna að treysta því að þeir séu
upp og ofan vænii’ menn og ekki
valdir af lakari enda þjóðarinn-
ar. Auðvitað menn með kosti og
galla, og að einhverju leyti heft-
ir af of sterku flokksvaldi/ En
veikleiki þjóðfélagsins liggur
fyrst og fremst í smíðisgöllum
þess. Sementið er svikið, eining-
araflið vanmáttugt. Úr þessu
þarf að bæla, og með rólegri at-
liugun ættu allir að geta orðið
sammála um það, En samfara
þeirri skipulagsbót þarf auðvit-
að að vera hagnýtt og liyggilegt
þjóðaruppeldi.
Pétur Sigurðsson.
I.O.O.F. 5 = 1243188“/!=
Næturlæknir
Kjartan Guömundsson, Sólvalla-
götu 3. Sími 5351. Næturv.: Lyfja-
búSin ISunn.
Næturakstur
Bifröst. Sími 1508.
Útvarpið í kvöld.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór-
arinn Guðmundsson stjórnar) : a)
Porleikur að óperunni „Töfra-
flautan eftir Mozart. b) Úr
Vínarskógi, vals eftir Joh. Strauss
c) Serenade eftir Max Bruch. —
20.50 Minnisverð tíSindi (jón
Magnússon íil. cand.). — 21.10
Hljóniplötur: Göngulög. — 21.15
Iþróttaerindi í. S. I.: Líkamleg
áreynsla (Halldór Hansen dr,
med.). — 21.35 Spurningar og sVÖr
Um íslenzkt mál (Björn Sigfús-
son magister).
Handknattleiksmótið.
í kvöld kl. 30 keppa 2. fl.
Valur—Í.R., Haukar—Ármann og
Víkingur—K.R. Dójnari Þrájinn
Sigurðsson.
Árshátíð
Starfsmaimafélags Reykjavík-
urbæjar verður áS Hótel Borg
annaS kvöld og hefst meö borS-
haldi kl. 7JÝ
Hjónaband.
SíSastliSinn laugardag voru
gefin saman i hjónaband af síra
Jóni Thorarensen þau SigríSur
Jónsdóttir saumakona og GuSm.
E. BreiSfjörS trésmiSur, bæSi til
heimilis á Shellvegi 2.
Heimilisblaðið,
febrúarblaS, flytur m. a. grein
um uppruna málaralistar (meö
myndum) tog skemmtilegar smá-
greinar og framhaldssögur.
Bridgekeppnin
heldur áfram í kvöld kl. 7-3°
í K.R.-húsinu. Þessar sveitir
keppa: Axel BöSvarsson: G. ViS-
ar, LúSvík. Bjarnason: Stef. Þ.
GuSmundsson, Lánis Fjeldsted:
Árni M. Jónsson, IiörSur ÞórSar-
son: Óskar Norömann. ASgangur
er ókeypis fyrir friaga Bridge-
íélagsins, gegn félagsskírteini.
Arás og rán.
í gærkveldi var framin árás
á utanbæjarmann nokkurn,
' sem var gestkomandi í bænum,
og hann rændur tösku með
fjórum vínflöskum.
Maður þessi var staddur fyrir
utan vörubilastöðina Þrótt síðla
i gærkveldi. Hélt hann á tösku
í hendinni, en i töskunni voru
1 flöskur fullar af áfengi. Bar
þar að tvo menn og báðu þeir
utanbæjarmanninn að selja sér
vín, en því neitaði hann. Annar
aðkomumanna réðst þá á mann-
inn og sló hann tvö högg og féll
hann á götuna við síðara högg-
ið. Þreif annar árásarmann-
anna töskuna úr hendi manns-
ins og hljóp allt hvað fætur
loguðu upp Arnarhólslún, en
hinn tók á sprett austur Kalk-
ofnsveg.
Tveir menn sem nærstaddir
voru, og sáu aðfarir þessar,-
tóku ásamt manninum sem
fyrir árásinni varð, á rás á eftir
aðaltilræðismanninum og eltu
hann iun á Lindargötu, en þar
misstu þéir af honum.
Litlu síðar fór lögreglan á
slúfana að leita mannanna og
fann þá von hráðar á gatna-
mótum Ingólfsstrætis og Hverf-
isgötu. Voru þeir fluttir á lög-
reglustoðina þar sem þeir ját-
uðu á sig brotið. Voru þeir þá
húnir að skipta áfenginu á milli
sín og fannst það að mestu
leyti. Þeir sögðust liafa fleygt
töslcunni í „port“ á bak við hús
eitt og þar fannst hún þegar að
var leitað.
Þess má geta, að aðalárásar-.
maðurinn er sá sami sem i fýrra
varð fyrir hnífstungu erlends
sjómanns hjá Eimskipafélags-
húsinu og bæjarblöðin gátu
um á sínum tíma.
Húsbruni í Hornafirði.
í fyrradag kviknaSi í húsi ósk-
ars Guönasonar í Höfn í Horna-
firöi. Mun hafa kviknaS út frá
reykháf. Torfþak hússins brann,
en innanstokksmunir skemmdust
af eldi og vatni.
Gjafir
til HúsmæSraskólaíélags Hafn-
arfjaröar: Frá Beinteini Bjarna-
syni kr. 1000, b.v. Garöar kr. 2000,
b.v. Surprise kr. 2000, b.v. Venus
kr. 2000, b.v. Jupiter kr. 2000, b.v.
Hagstein kr. 2000, Júlíus Nyborg
kr. 500, Ingálfur Flygenring kir.
500, b.v. Maí kr. 2000, b.v. Júní
kr. 2000, b.v. Óli garSa kr. 2000,
b.v. Haukanes kr. 2000, VélsmiSja
Hafnarfjaröar kr. 500. —- Beztu
þakkir. — Stjórnin.
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Gjafir Ög áheit afhent á skrif-
stofu „Hinnar almennu fjársöfn-
unarnefndar“ kirkjunnar, Banka-
stræti 11. — Frá gamalli konu
(gamalt áheit) 20 kr. Magnús
Benjamínsson & G>. 300 kr.
Markús 20 kr. B. B. (gamalt áheit
10 kr. S. 250 kr. N. N. (áheit)
15 kr. Ekkja utan af landi (áheit)
50 kr. S. Þ. J. 500 kr. Jóna (áheit)
15 kr. G. H. & K. G. (minningar-
gjöf um látna dóttur) 1000 kr. G.
B. (áheit) 5 kr. G. B (áheit) 5
kr. S. B. (áheit) 5 kr. Verzlunin
Von 50 kr. Kona í HafnarfirSi
(áheit) 30 kr. Á. J. (áheit) 10 kr.
Ónefndur (áheit) 20 kr. Vigdís A.
Jánsdóttir 10 kr. Kristrún Þor-
steinsdóttir 70 kr. L. H. (áheit)
25' kr. R. S. Vátnsleysustúönd
(áheit) 25 kr. Gamal.1 maiöur
(áheit) 10 kr. Lóa (áheit) 50 kr.
Kona (áheit) 25 kr. Ónefndur
(áheit) 5 kr. L. (áheit) 25 kr.
J. B. (áheit) 100 kr. S. & G.
(áheit) 15 kr. H. J. (áheit) 50 kr.
V. Þ. 10 kr. S. B. (áheit) 25 kr.
Kr. G. (áheit) 25 kr. J. Kr. (áheit)
50 kr. N. N. (áheit) 25 kr. Kona
(áheit) 15 kr. Kristján Gestson,
verzlunarstj. 500 kr. Áfhent Morg-
unblaöinu frá H. O. (áheit) 15
kr. Afhent af síra Bjarna Jóns-
syni, víxlubiskup frá tveim mægö-
um 30 kr. og frá G. P. 20 kr.
Afhent af starfsfólkinu viö Niöur-
suöuverksmiSju S. í. F. 45 kr.
Afhent af síra Friörik Hallgrims-
syni, dómprófast frá B. J. 02 kr.
og fjórum vinkonum i HrútafirSi
50 kr. — Kærar þakkir. ,F. h.
„Hinnar alm. fjársöfnunarnefnd-
ar“. Hjörtur Hansson, Banka-
stræti 11.
Mjólkin:
Hálíur lítri
á heimili.
Austanbílarnir komust ekkí
nema að vegamótum gamla og
nýja Þingvallavegar, urðu að
snúa þar við og gistu bílstjór-
ar á Þingvöllum í nótt.
í dag verður freistað að kom-
ast til bæjarins, og ef ekkert
versnar er hugsanlegt að bii-
arnir komi eftir miðjan dag.
Verður þá ef lil vill hægt að
kom,a nokkru af mjólk i búð-
irnar fvrir lokunartíma.
Vísi hafa borizt margar kvart-
anir út af þeirri mjólkur-
skömmtun, sem upp var tekin í
mjólkurleysinu í gær, einkum '
frá barnafjölskyldum.
G. B. skrifar m. a.: „Nú fer
nýtt skömmtunartímabil að
lie’f jast. Annasstaðar er mjólk
skömmtuð, þegar ástæða er
til. Hvers vegna ekki að
prenta sérstaka mjólkunniða.
t. d. í stað kaffimiða ung-
barna, og númera þá, 1, 2, 3
o. s. frv., til að nota i hvert
skipti sem mjólkurþurrð el’?
Eg kaupi venjulega 4 lítra
(lianda 4 bömum), en í dag
fékk eg ekki nema liter. Á
sama tíma sá eg, að barn-
lausri fjölskyldu var úthlut-
að sama magni, þótt hún
kaupi að jafnaði ekki nema 1
Iíter.“
Barnakarl skrifar:
„Mér þykir það harla ein-
kennilégt fyrirkomulag á
skömmlun, sem væutanleg®
er gerð ti I iiagshóta fyrir al-
menning, að einhleypt fólk
skuli vera gert jafnt stórum
harnafjölskyldum. Á lieim-
ili minu eru 11 manns, þar
af 4 hörn ínnan 3 ái-a aldurs.
Mér, 'finnkf að hver sann-
gj.arn rwí.fur hljó.ti að sjá„
að slíkli heimili muni illa
lega, þótt það sé hinsvegar
fullnægjandli fyrir einhleypas
eða barnkius hjóu, sem getai
þá, þegar svo stendur ár
sparað sér mest alla mjólk-
urnotkui* aema e. t. v. i
kaffi. Mér, finnst það hljótí
að verða .krafa allrar sann-
girni og réttlætis, að hér
verði á é ixdivern hátt breytl
til.“
Fleiri k,viV-tenir liafa borizt,
hæði simleiðis og skriflega, en
þær gaiiga aÚm.i sömu átt.
Visif heiníj þessum athuga-
semdum tii réltra hlutaðeigenda
og skorar á þá að freista að
finna ýlðunaiáli lausn.
„Eining",
4. tbl. þessii ýrg-angs er komiS
tít. Flyttif þafl ■ grein um söínuri
„Hririgsiús" tíJ barnaspitala, grein
um landnám Templara aS Jaöri o,
fl. RitiS er géfiö út af samvinnu-
ncfnd Stórstúkörinar, í. S. U.
M. F. í. og Sambandi bindindis-
félaga í skólum. Ritstjóri er Pétur
SigurSsson.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ AUGLÝSA
1 VlSI!
ÁFshátíð
Starfsmannafélags Reykjavikwrbæjar
að Hótel Borg annað kvöld. Aðgöngumiða sé vitjað i dag
i skrifstofur bæjarstofnana. Skemmtinefndin.
Félag: íilenzkra
stórkanpmanna
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Félagsheimili
Yerzlunarmannafélags Reykjavíkur fösludaginn 19.
• 1, Þ’- ■: •• ■
marz klukkan 3 1/2 e. h.
Dagskrá samkvæmt félagslögunum.
Áríðandi að félagsmenn mæti stundvislega.
STJÓRNIN.
A fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur 4. þ. mán., var
samþykkt eftir tillögu heilbrigðisnefndar:
Að banna öllum mjólkursölubúðum að nota trektir
við mælingu mjólkur og rjóma, og krefjast, að mjólk.
og rjómi sé einungis afhent í ílát, sem ekki þurfá að
snerta mjólkurmálin.
Að fyrirskipa, að afgreiðsíustúlkur í mjólkur- og
brauða-búðum noti kappa, sem skýli hárinu til fulln-
ustu meðan á afgreiðslu stendur.
Akvæði bessi ganga í gildi 1. apríl n. k.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem áeka mjólkur- og
brauðsölubúðir hér í bænum.
LÖGREGLUSTJÓRINN I REYKJAVÍK.
Sonur okkar,
Ólafur Árnason.
prentari,
andaðist í gærmorgun.
Kristín Ólafsdóttir. Árni Árnason.
Bakkastíg 7.
m