Vísir - 23.03.1943, Page 2
VISIR
Fjöldi hraðfrystihiísa í bygg-
ingu á Suðurnesjum.
Meiri framkvæmdir á byggingu hraðfrystihúsa á| Suðuinesjum,
en nokkursstaðar annarsstaðar á landinu.
/í síðastliðnu ári var liafizt handa, víðsvegar um
land, á byggingum hraðfrystihúsa. Sum þess-
ara'lnisa eru þegar komin upp og tekin til starfa, en
önnur eru í smíðum. Langsamiega mest kveður að þess-
um framkvæmdum á Suðurnesjum, enda mun á engu
svæði landsins hafa verið ráðist i jafn stórvirkar fram-
kvænulirá þessu sviði að tiltölu við íbúafjölda, sem þar
um slóðir.
DAGBLAÐ
Ötgcfandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritatjórsr: Kristján GuOlanffason,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: FélagsprentsmiSjnnni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1660 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánnði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þungar horíur.
Hér í blaðinu birtist sú fregn,
sem að vísu hefir enn
ekki fengið opinbera staðfest-
ingu, en liöfð var Ixi eftir til-
tölulega góðum heimildum, að
líkindi væru til að hámarksverð
á fiski yrði lækkað um allt að
fimmtán af hundraði á liinum
brezka markaði nú mjög bráð-
lega. Færeyskir fiskkaupendur
bafa jafnframt látið skína í það,
að þeir myndu ekki treystast
til að kaupa hér fisk fyrir sama
verð óg tíðkast befir, eftir að
lækkun hámarksverðsins kem-
ur til framkvæmda, enda má
telja full líkindi til að önnur
fiskflutningaskip, sem liér hafa
keypt fisk að undanförnu, til
útflutnings, hverfi frá þvi ráði,
þannig að fiskútflutnmgur
stöðvist, þar til verðið er lækk-
að hér á markaðinum, eða liá-
marksverð liækkað á hinum
hrezka markaði, sem fyrirfi*am
má telja lítil líkindi til.
Sölur botnvörpunganna í
Bretlandi að undanförnu má
telja frekar góðar ,og ef miðað
er við þær, er sennilegt að ofan-
greind lækkun hámarksverðs-
ins nemi um 40 þús. krónum í
liverri ferð, og hversu lengi
horgar sig j*á fyrir botnvöri>-
ungana að sigla? Allt virðist
henda til að erfiðleikar kunni
að verða miklir í atvinnulífi
þjóðarinnar á þessu vori, liversu
sem úr kann að rætast.
Meðan þessu fer fram situr
Alþingi aðgerðalitið að þvi ér
virðist. Saman kom það til
þingjsetu liinn 10. nóvember
síðastliðinn, og liófust þá strax
samingaumleitanir varðandi
dýrlíðarmálin. Óþarft er að
rekja gang málanna í upphafi
þings, en nægir aðeins að geta
jiess, sem öllum er kunnugt, að
samningar milli flokkanna fóru
út um þúfur, en af þvi leiddi að
núverandi rikisstjórn tók að sér
að reyna að Ieysa málið. Ríkis-
stjórnin har fram dýrtiðar-
frumvarp sitt laust eftir iniðjan
febrúan en síðan hefir málið
verið til atliugunar Iijá fjár-
hagsncfnd,' og að þvi er fullyrt
er einnig hjá fjögra manna
nefnd, er flokkarnir hafa skip-
að, en ekkert hefir heyrzt um
afstöðu flokkanna til frum-
varpsins, þrátt fyrir þennan
langa umhugsunartíma, sem
segja má að staðið hafi frá því
er Alþingi hófst. Flokkamir
voru mæta vel undir það búnir
að afgreiða málið skjótlega, eft-
ir að rikisstjórnin hafði skilað
því frá sér, með því að sjálfir
höfðu þeir á takteinum fyrri
rannsóknir sinar ojg tillögur,
sem að vísu voru sagðar ófrá-
vikjanlegar af sumum flokk-
unum. i Wji
Alþingi samþykkti á sínum
tíma, — með nokkurum sem-
ingi þó, -— að ríkisstjórninni
skyldi ekki skylt að kalla nýtt
þing saman fyrr en 15. apríl n.
k. Nú Iíður senn að marzlokum
og ætla má, að Alþingi því er
nú situr verði ekki slitið fyrr en
um 10. april, þannig að þing-
menn fá,að mínnsta kosti fímm
daga hvíld frá þingstörfum. Er
því sýnilegt að Alþingi hefir
yfir rúmum tveimur vikum að
Vísir Iiefir átt tal við Axel
Kristjánsson ingeniör um bygg-
ingu þessara húsa og fe'ngið hjá
honum upplýsingar varðandi
þær.
Síðasta hraðfrystihúsið, sem
til starfa hefir tekið er „Hrað-
frystiliús Gerðabátanna h.f.“,
sem er allstórt, og gert ráð fyrir
að geti frvst 10 tonn af fisk-
flökum á sólarhring. Tók það
til starfa 13. þ. m. og er fram-
kvæmdarstjóri þess Þórður
Guðmundsson útgerðarmaður í
Gerðum.
Bygging þessa hraðfrystihúss
Gerðahátanna var háfin i sum-
ar er leið og sá Axel Kristj-
ánsson um verkið, en yfirsmið-
ur að byggingunni var Mattliías
Oddsson, Gerði. Er húsið all-
stórt og hið myndarlegasta, i
alla staði. Á neðri hæðinni eru
fiskgeymslur fyrir 350 tonn af
fiskflökum, auk lítillar mat-
vælagejanslu, þar er vélasalur,
vinnusalur og móttökupláss fyr-
ir fisk. Eru salimir stórir iog
rúmgóðir og öllu Iiaganlega
fyrir komið. Á þakhæð aðal
liússins eru skrifstofa, kaffi-
stofa og geymslupláss fyrir
veiðarfæri háta, umbúðir o. fl.
Vélsmiðjan Héðinn í Reykja-
vík hefir útvegað frystivélarnar
og annast uppsetningu allra
tækja.
Þessa dagana er hraðfrysti-
liús í Vogum að taka til starfa.
Eigandi þess er h. f. Vogar. Þvi
ráða til þess að afgreiða jiessi
mál öll, sem og önnur mál, sem
afgreiða þarf, og sýnist þá hver
fara að verða seinastur, þannig
að ástæða væri til að afgreiða
dýrtíðarfrumvarpið frá nefnd
þótt ekki væri annað. Eftir því
sem lengra líður aukast erfið-
; leikarnir á framkvæmd dýr-
tíðarlöggjafarinnar, og ætti það
eitt út af fyrir sig að reynast
flokkunum nokkur hvatning í
þá átt að tefja ekki málið að ó-
þörfu, en sýna að minnsta kosti
lit, þannig að auðsætt yrði hvers
megi vænta af löggjafarsam-
komu þjóðarinnar í þessum
efnum. Það sæmir ekki jafn
virðulegri stofnun, að gefast
fyrst upp við að leysa málið, en
tef ja því riæst á allan hátt fram-
kvæmd þeirrar lausnar, sem
talin er fundin, og sem hraða
þarf sem allra mest, ef hún á
að koma að tilætluðum notum.
Allt er betra en óvissan og
þjóðin hefir ekki ráð á því að
bíða of lengi í henni, eftir henti-
semi flokkanna. Enginn ætlast
til að þeir rasi fyrir ráð fram,
en allur almenningur stendur
i þeirri trú, að flokkamir hafi
verið svo vel undirbúnir vegna
fyrri reynslu, að engin ósann-
girni gæti talizt, þótt af l>eim
væri krafizt að þeir afgreiddu
álit sitt varðandi dýrtíðarfrum-
varpið tiltölulega fljótt. Fari
samstarf þings og stjórnar út
um þúfur, er æskilegt að svo
fari sem fyrst, þannig að l>eir
sein við taka geti sýnt sig áður
en þessu þingi lýkur og gert
fullnægjandi ráðstafanir gegn
dýrtíðinni að eigin dómi.
er ætlað að frysta 5 tonn á sól-
arhring.
Önnur hraðfrystlíús, sem nú
eru í smiðum á Suðurnesjum
eru: Tvö í Keflavík, annað sem
Sverrir Júlíusson hyggir og á
að afkasta 5 tonnum af fislc-
flökum á sólarhring, en hitt
sem átta útgerðarmenn þar
}>yggja. Er hið síðarnefnda
geypistórt, og er ætlað að það
frysti 10 tönn af flökum á sól-
arhring til að byrja með, en
geti síðar aukið afköst sín. í
Njarðvíkum er Karvel Ög-
ipundsson að smíða hraðfrysti-
hús með 5 tonna afköstum á
sólarhring. Loks er h.f. Frosti
i Ilafnarfirði að hyggja lirað-
frystihús fyrir 10 tonna afköst.
Á s. 1. ári tóku tvö hraðfrysti-
liús til starfa þar syðra, annað í
Grindavík, sem h.f. Hraðfrysti-
liús Grindavíkur á, og afkastað
getur 5 tonnum á sólariiring, en
liilt í Sandgerði, og er það eign
h.f. Garður. Hið síðarnefnda
fiystir 10 tonn af flökum á sól-
arliring. I því má einnig frysta
200 tunnur af síld á sólarliring
á þeim timuni árs, sem síld er
veidd.
Auk ófangreindra liúsa hafa
verið framkvæmdar breytingar
og stækkanir á hraðfrystiliúsum
í Sandgerði, eign li.f. Miðnes, í
Keflavík, eign li.f. Keflavík og í
Njarðvíkum á frystihúsi Egg-
erts Jónssonar.
Þar að auki hafa noklcur
hraðfrystihús verið reist ann-
arsstaðar á landinu, en önnur
verið stækkuð og endurbætt.
Hvergi liafa framkvæmdir þó
verið neitt svipaðar í þessa átt
sem á Suðurnesjum.
Aðalfundur »Varðar«
Eyjólíur Jóhannsson
kosinn íormaður.
Landsmálafélagið „Vörður“
hélt aðalfund sinn í gærkveldi í
Kaupþingssalnum. í stjórn voru
kosnir Eyjólfur Jóhannsson,
formaður og meðstjórnendur
Gísli Jónsson alþm., Ragnar
Lárusson fátækrafulltrúi, Sig-
urður Sigurðsson skipstjóri,
Einar Ásmundsson hrm., Guðm.
Guðjónsson kaupm. og Jóhann
Möller hókári. — í varstjórn
voru kosnir Guðbjartur Ólafs-
son hafnsögumaður, Magnús
Þorsteinsson og Gunnar E.
Benediktsson mflm.
Nokkrar umræður urðu um
lagabreytingar og var afgreiðslu
frestað til framlialdsaðalfundar,
svo að félögum gæfist betri kost-
ur á að kynna sér þær. Breyt-
ingartillögumar fást fjölritaðar
í skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins í Thorvaldsenstræti.
Að lokum flutti Bjarai l>org-
artjóri Benediktsson erindi um
þingmál og stjómmálaviðhorf.
Skemmtun
heldur Skógræktarfélag íslands í
Oddfellowhúsinu næstk. fimmtu-
dagskvöld kl. 9. Skemmtiskráin
verður mjög fjölbreytt, m. a. les
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
upp, nýjar litkvikmyndir verða
sýndar o. fl. Á eftir verður dansað.
Málaralist.
Fyrsti háskólafyrir-
lesturinn í kvöld.
Hjörvarður Árnason flytur
fyrsta háskólafyrirlestur sinn
um málaralist í kvöld kl. 8.30 í
1. kennslustofu Háskólans.
Þessi fyrsti fyrirlestur nefn-
ist „Mat á málverkum" og verð-
ur almenns eðlis. Tekin verða
fræðileg dæmi og að lokum
skýrt, Iivernig skoða eigi mál-
verk í því skyni að njóta þeirra.
Fyrirlesturinn verður fluttur
á ensku, en útJ>ýtt verður nafna-
skrá með upplýsingum um mál-
ara sem nefndir verða og mál-
verk, sem myndir verða sýndar
af. öllum er heimill aðgangur,
almenningi sem stúdentum.
Handknattleiksmótið
Handknattleiksmótið hélt á-
fram í gærkveldi. Fóru fram 2
leikir og urðu úrslit þau, að í 2.
fiökki vann Valur Hauka með
23:16, en í 1. flokki vann í. R.
Fram með 18:14 mörkurp.
Leikurinn í gærkveldi milli
Vals og Hauka var úrslitaleikur
í A-riðli í 2. fl. í kvöld keppir
N'alur til úrslita við K. R„ sem
unnið hefir í B-riðli.
Aðrir leikir, sem fara fram j
kvöld eru: Ármann við F.H. í
2. fl. B og Víkingur við I.R. i
1. fl. Þess má geta, að ledkur
Víkings við ÍR. í kvöld er úr-
slitaleikur í B-riðli. Það félagið,
sem vinnur, kemur til með að
lceppa úrslitaleikinn viðVal,seín
unnið hefir i A-riðli. Fer sá leik-
ur fram á föstudaginn kemur
og er það síðasti dagur hand-
knattleiksmótsins. Fer þá einnig
fram afiiending verðlauna.
ALÞINGI
Þingvallanefnd, en hana skipa
þingmennirnir Sigurður Iirist-
jánsson, Jónas .Tónsson og Har-
aldur Guðmundsson, hefir flutt
lillögu til þingsályktunar um að
heimilá ríkisstjóminni að kaupa
gistihúsið Valhöll á Þingvöllum,
ef viðunandi samningar nást og
atliuga jafnframt framtiðarfyr-
irkomulag á gistihúsrekstri þar.
Þingvallanefnd telur mjög
þýðingarmikið að gistihúsrekst-
ur og greáðasala á Þingvöllum
komist í það horf, að landinu
og slaðnum sé til sóma. Vill
nefndin láta athuga möguleika á
því, hvort ríkisstjórnin, bæjar-
stjórn Reykjavíkur og Eim-
skipafélagið geti ekki tekið að
sér sameiginlega rekstur gisti-
húss og greiðasölu á Þingvöll-
um.
Tillagan var til fyrri umræðu
í sameinuðu þingi í gær og var
henni vísað til siðari umræðu
með samhljóða atkvæðum.
í gær stóð til að sameinað Al-
þingi kysi 5 menn í útvarpsráð,
en kosningin var tekin út af
dagskrá. Hinsvegar var í sam-
einuðu þingi samþykkt þings-
ályktunartillaga um að fá Þjóð-
leikhúsið rýmt og Ijúka við
smíði þess.
Áheit á Hallgrímskirkju
afh. Vísi: 5 kr, frá Þ. V. 10
kr. frá ónefndum.
Sjóðsstofnun til
styrktar lömuðu
fólki.
Minningarsjóður hjónanna
Hallbjargar Þorláksdóttur frá
Fífuhvammi og Gríms Jóhanns-
sonar frá Nesjavöllum var stofn-
aður 17. marz s.l. með 2000,00
kr. stofnfé.
Stofnandi sjóðsins er Grímur
Jóhannsson, frá Nesjavöllum, til
heimilis hér í Reykjavík. Svo
segir í skipulagsskrá sjóðsins,
að sjóðurinn skal vera í vörsl-
um félagsins Sjálfsbjargar, og
er tilgangur sjóðsins að verða
lömúðu og fötluðu fólki að liði,
eftir ákvörðun félagsstjórnar-
innar og í samráði við ákvörðun
skipulagsskráí’innar. Ennfrem-
ur er svo fyrir mælt, að leggja
skuli alla vexti við liöfuðstól,
unz hann er orðinn að upphæð
fullar 10.000 krónur. Úr því er
heimilt að verja allt að helmingi
vaxta lians til hjálpar lömuðu
og fötluðu fólki, og þegar sjóð-
urinn er að upphæð fullar 20
þúsund krónur, má verja allt að
% vaxta i sama skyni, en hinn
liluti vaxtanna leggist ávallt við
höfuðstólinn.
Minningarsjóður þessi hefir
verið afhentur stjórn Sjálfs-
bjargar, og flytur liún gefand-
anum sínar innilegustu þakkir
fvrir þessa rausnarlegu gjöf til
hjálpar l>essu bágstadda fólki,
en jafnframt heitir hún á félaga
sína og samborgara l>essa hæjar,
að efla svo þennan sjóð, nieð
fjárframlögum, að hann geti
sem fyrst orðið hinu lamaða og
fatlaða fólki að liði.
í framkvæmdai’stjórn Sjálfs-
hjargar eiga nú sæti Þórsteinn
Bjarnason form., Haraldur
Árnason galdkeri og Páll Sig-
urðsson ritari, og veita l>eir f jár-
framlögum til sjóðsins eða fé-
Jagsins góðfúslega viðtöku.
Ungmennafélag
Reykjavíkur mót-
mælir ummælum
Jónasar Jónssonar.
Ungmennafélag Reykjavíkur
hefir beðið Vísi fyrir mótmæli
gegn ummælum þeim, sem Jón-
as Jónsson hafði í frammi í
sambandi við umræður á Al-
þingi 18. þ. m. um byggingu
æskulýðshallar í Reykjavík.
I mótmælunum er á það hent,
að U.M.F.R. er sambandsdeild í
U.M.F.f. og algerlega óháð
stjórnmálaflokkum, enda innan
félagsins menn úr öllum flokk-
um
Ummæli Jónasar Jónssonar,
að hin neikvæða afstaða flestra
þróttafélaganna í bænum til
byggingar fyrirhugaðarar æsku-
lýðshallar, sé sprottin af því að
Umf. Reykjavíkur sé flokkspóli-
tískur félagsskapur, eru þvi
gjörsamlega úr lausu lofti grip-
in og liafa ekki við nein rök að
styðjast.
Skídafæri
um helgina.
Flest eða öll skíðafélögin hér
í bænum efndu til skíðaferða
um heIgina.Voru nokkur hundr-
uð manns í skíðum í fyrradag,
en veður var óhagstætt, þoka og
rigningarsúld, og skíðafæri
blautt.
Rúmlega 100 manns voru á
Kolviðarhóli á sunnudag og um
100 við Skíðaslcálann í Hvera-
dölum, 30 við K.R. skálann, og
auk þess hópar í Bláfjöllum og
í „Þrymheimi“ við Hengil. Létu
skíðamenn yfirleitt illa af færi
og veðri og margir stigu naum-
ast á skíði. Nokkurir lentu
i villu vegna þoku, en þó ekki
meiri en svo, að allir komu
fram um kvöldið.
Hellisheiðar-
vegurinn fær.
Hellisheiðarvegurinn verður
opnaður í dag, sennilega upp úr
miðjum degi.
Vísir átti tal við vegamála-
skrifstofuna í dag og fékk [>ær
upplýsingar, að það væri ekki
nema stundaspursmál, hvenær
dagsins Hellisheiðarvegurinn
yrði opnaður. Ef ekki hefðu bil-
að ljósin á snjóplógnum í
nótt, myndi vegurinn sennilega
liafa verið orðinn fær í morg-
un.
Eru nú margar vikur liðnar
frá því að samgöngur tepptust
fyrst yfir Hellisheiði.
Bridge-keppnin.
Eftir 4. umferð í gærkveldi
eru flokkar þessara foringja
hæstir:
' Lúðvík Bjarnason 328 stig.
Láms Fjeldsted 315 stig.
Axel Böðvarsson 310 stig.
Keppnin heldur áfram á laug-
ardagskvöld.
Innbrot
var framið í fyrrinótt í dósaverk-
smiðjuna Borgarholt. Tilraun hafðs
verið gerð til að brjóta upp pen-
ingaskáp á skrifstofunni, en mistek-
izt. Það eina, sem saknað var úr
húsinu, var einn tommustokkur!
Eldur
kom í gærdag upp í tj örgunarvél
í Mjölni. Litilsháttar skemmdir urðtt
á vélurn, en eldurinn var fljótt
slökktur, eftir að slökkviliðið kom
á vettvang. — Urn eitt-leytið í nótt
var slökkviliðiðið aftur kvatt út; að
þessu sinni að Sólvallagötu 47, þar
sem kviknað hafði í pokadruslum
undir tröppum. Skemmdir urðu eng-
ar.
Háskólafyrirlestur.
Fyrsti fyrirlestur Hjörvarðs
Árnasonar M.F.A. um nútíma mál-
aralist, verður fluttur i 1. kennslu-
stofu Háskólans i kvöld kl. 8.30.
Öllum heimill aðgangur.
Næturlæknir.
Halldór Stefánssonar, Ránargötu
12, sími 2234. Næturvörður í Ing-
ólfs apóteki.
Næturakstur.
Bifreiðastöðin Geysir, sími 1633.
Iðnnemiimn.
Skólafélag Iðnskólans gefur út
vandaö hátiðablað í tilefni af 10
ára afmæli „Iðnnemans". Birtir
blaðið ávörp frá ritnefnd, skóla-
stjára, fyrstu ritstjórn o. fl. Auk
þess birtast minningarorð um Jón
Halldórsson húsgagnameistara og
greinar eftir ýmsa fiorna og nýja
meðlimi félagsins. Blaðið er fall-
egt að frágangi, einkum er kápan
skemmtileg, en á henni er mynd
af fyrsta tölublaðinu, sem út var
gefið.
Læknablaðið,
6.—7. tbl. 28. árg. flytur erindi
um sjúkratryggingar eftir Jóhann
Sæmundsson, grein um influenzu-
bera eftir Björn Sigurðsson, út-
drátt úr doktorsritgerð Óla Hjalte-
steds („Diagnostik og pnognostisk
Betydning af Tuberkel bacil paa-
visning i Ventrikelskyllevand hos
Voksne" Kbh. 1941). Minningar-
orð um Jón Jónsson lækni (eftir
Jónas Sveinsson) og smágreinar.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Erindi: Um jarðskjálfta
(dr. phil. Þorkell Þorkelsson). 21.00
Tónleikar Tnólistarskólans: Tríó í
c-moll, Op. 101, eftir Brahms. 21.25
Lög og létt hjal (Jón Þórarinsson
og Pétur Pétursson).
Vantar nokkra
verkamenn
t nú þegar.
GUÐNI BJARNASON,
Miðtúni 60. — Sími 4642.
Lærið ad matbúa!
VISIR
Kirkjuþörfin i Reykjavik
og Hallgrímskirkj a.
Tp itt af einkennum þess lífs, sem vér nú Iifum, og þeirra
tíma, sem yfir oss ganga, er sundrung og deilur, bæði
innbyrðis meðal þjóða og út á við. I þjóðlífi íslendinga er þessu
einnig þannig farið. Hér er deilt um marga hluti. Þó ríður oss
lelendingum án efa meira á eindrægni samhug og festu en nokk-
uru öðrn. Eg hygg, að framtíð þjóðarinnar sé mjög undir því
komin, að sú eining náist.
Því miður hefir Hallgríms-
kirkja á Skólavörðuhæð eða
réttara sagt hugmyndin um
byggingu hennar ekki komizt
lijá því að verða eitt deiluefnið.
Áreiðanlega hefir það orðið mót
von allra þeirra, sem lagt hafa
fram krafta sina lil þess að
framkvæma þá liugsjón. í
fyrstu benti allt lil þess, að unnt
yrði að sameina bæjarbúa og
landsmenn um kirkjubygging-
armálið. Því var fagnað víða á
þessu landi, er margir ágætir
borgarar í Reykjavik, fyrir 15
árum, rituðu hvatningarorð til
Reykvíkinga og landsmanna
allra að fylkja sér um þá hug-
sjón, að byggja veglega kirkju
á Skólavörðuhæð. Fé tók þegar
að safnast. Hugsjónin um þessa
lcirkju varð eign æ fleiri, kirlcju,
er öll þjóðin gæti jafnframt átt,
sem verðugt minnismerki um
ástsælasta sálmaskáld Islands.
Biskup Islands, dr. theol Jón
Helgason ritar þá um hina
brýnu kirkjuþörf í Reykjavík,
en nú sé þar aðeins ein kirkja,
sem á sinum tíma liafi verið
byggð yfir um 1000 manna söfn-
uð. Nú telji sá söfnuður allt að
30 þúsundum manna.
Sóknamefnd dómkirkjusafn-
aðarins óskar eftir teikningum
af fyrirhugaðri kirkju á Skóla-
vörðuhæð. Hún fær nokkurar
tillögur, líkar þær ekki og liafn-
ar þeim. Hún ritar ríkisstjórn-
inni og óskar eftir, að liún láti
húsameistara ríkisins teikna
hina nýju lcirkju. Hann vinnur
um allmörg ár að kirkjnteikn-
ingunni.
Þá kemur að því, að sóknar-
skipting Reykjavikurpresta-
kalls fer frarn. Er þá stofnuð
sérstök Hallgrímssókn, með
um 12 þúsund safnaðarmeðlim-
um og tveim prestum, og jafn-
framt svo til ætlazt, að hin
væntanlega Hallgrímskirkja
verði sóknarkirkja þess safnað-
ar um leið og hún verði liöfuð-
kirkja allra landsmanna. í því
skyni eru henni með lögum nr.
76 1940 um afhendingu dóm-
kirkjunnar í Rvík veittar 100
þús. kr. sérstaklega af því fé
óskiptu, er ákveðið var til
kirkjubygginga í hinnm nýju
sóknum, en að öðru leyti skyldi
hún fá sinn liluta af hinu árlega
framlagi ríkisins, jafnóðum og
það greiddist.
Með þessnm ráðstöfunum var
hinni nýju sóknarnefnd falin á
hendur bygging Hallgríms-
kirkju og studd af ríkinu með
sérstöku fjárframlagi til þeirra
framkvæmda.
Nýr áhugi vaknar um bygg-
ingarmálið. Nýtt starf er slcipu-
lagt til fjársöfnunar. Enn koma
margar gjafir til kirkjnnnar. Ef
til vill, að ýmsra áliti, ekki mjög
stórar — en margar — og sýna
eindreginn vilja fólksins eftir
því, að kirkjan verði reist og
síðan kveður við: „Byrjið að
hyggja kirkjuna, þá verðum við
fúsari að leggja fé til hennar.“
Einstaka rödd heyrist: „Er
kirkjan ekki alltof stór?“ Nei,
kirkjan er ekki of stór. Kirkju-
þörfin er mikil. Það eru el<ki
nema nokkurir dagar síðan við
sáum það ljóslega.
Hallgrímssöfnuður mun í
framtið verða stærsti söfnuður
landsins. Munu um eða yfir 12
þúsund manns í prestakallinu.
Eins og kunnugt er, er gert ráð
fyrir, að Hallgrímskirkja taki
1200 manns í sætum þótt liún að
sjálfsögðu rúmi allmiklu fleiri,
ef gólfrúm er allt notað.
Til samanburðar má geta
þess, að í Kaupmannahöfn, þar
sem vér íslendingar þekkjum
einna hezt til, eru flestir liinir
gömlu söfnnðir með 8—9000
safnaðarmeðlimi, en stærð
kirknanna er sízt minni en gert
er ráð fyrir um Hallgrims-
kirkju. Frúarkirkjan tekur
þannig 2400 manns sé hún full-
skipuð. t Ho»lmonskirkju eru
1400 föst sæti, Trinitatiskirkj-
an liefir 1200 sæti, . Elíasar-
kirkjan 1000 sæti.
Hróarskeldukirkjan 1500
sæti, Árósakirkjan 1300 sæti o.
s. frv. —■ Á þessum samanburði
liygg eg að glögglega sjáist, að
ekki kemur til mála að með
stærð Hallgrímskirkju sé stefnt
út í neinar öfgar. Hún er eftir
þvi sem bezt verður séð liæfi-
lega stór til þess að geta rækt
hið tviþætta hlutverk sitt, að
vera safnaðarkirkja stærsta
safnaðar landsins og um leið
höfuðkirkja þjóðarinnar.
Ýmsir hafa haft orð á þvi, að
kirlcjan mundi verða óhæfilega
dýr, svo að það yrði íslending-
um ofurefli að reisa hana. Eins
og eg liefi áður látið í ljós hygg
eg, að það sé ekkert óttaefni.
Húsameistari ríkisis fullyrðir,
að með því verði, er var á efni
og vinnu fyrir styrjöldina,
kosti kirkjan ekki yfir 1 milljón
og 3—400 þúsund krónur. Ber-
ið þetta saman við, að árið
1940 reisir Núpssöfnuður í
Dýrafirði með 50 gjaldendum,
sem engir voru þá stóreigna-
menn, sér kirkju, sem kostaði
kr. 18.000.00. í Hallgrímssöfn-
uði geri eg ráð fyri að séu a. m.
k. 6500 gjaldendur:
Eg mnndi treysta Hallgríms-
söfnuði einum til að reisa l>essa
kirkju, hvað þá, er jafnmargar
aðrar lijálparhendur eru til
þess að vinna þetta verk, hæði
Alþingi, Reykjavikurbær og
fjöldi einstaklinga víðsvegar
úm landið.
Kirkjubyggingarmálum Hall-
grímskirkju hefir miðað vel á-
fram hin síðustu ár. Það er mik-
ið •þakkarefni. Hugsjónin á
mjög marga einlæga og trausta
vini. Á s. 1. snmri liafði liúsa-
meistari lokið við verk það,
sem honum var falið. Hann
hefir iiýnt líkan kirkjunnar og
ljósmyndir, og hefir vérið
meira til þess vandað en venja
er hér á landi. Þegar líkanið var
sýnt í fyrra sumar, valjiti það
mjög mikla athygli bæði Islend-
inga og erlendra manna, sem
hér vöru sladdir. Það þótti
frumlegt og stórfagurt. Þeir,
sem forvstuna höfðu í kirkju-
byggingarmálinn, voru mjög
ánægðir með teikningu liúsa-
meistara.
Sóknarnefnd Hallgríms-
kirkju samþykkir kirkjuteikn-
inguna, safnaðarfulltrúinn, hr.
Guðmundur Ásbjömsson, er
henni samþykkur, biskup lands-
ins, prestar safnaðarins, báðir
prestarnir við dómkirkjuna.
Eina dagstund er Jeitað álits í
söfnuðinum og um 3000 manna
óska þess skriflega að þegar í
stað sé farið að byggja kirkj-
una samkvæmt teikningu húsa-
meistara. Skipulagsnefnd sam-
þykkir uppdráttinn svo og
byggingarnefndin. Borgarstjór-
inn í Reykjavík leggur sig fram
í málinu.
Það er l>egar búið að útvega
efni til þess að byrja að hyggja
lítið eitt af kirkjnnni til l>ess að
bæta úr tilfinnanlegri þörf
safnaðarins á liúsi til að halda
guðsþjónustur i og liefja þar
kristilegt æskulýðsstarf.
Það getur því engum verið
undrunarefni, þótt vonbrigðin
yrðu stór, er bæjarstjórn
Reykjavíkur afgreiddi þetla
mái þannig, að hún fyi'ié sitt
leyti synjar um Ijyggingarleyf-
ið með því að vísa því frá með
rökstuddri dagskrá. Það eru
þúsnndir manna liér í hæ og
víðsvegar um landið, sem geta
ekki sætt sig við þau málalok.
Þetta mál er lijartans mál
þúsunda úr öllum stéttum og
flokkum landsins. Ef byggingu
Hallgrímskirkju verður frest-
að nú, getur enginn sagt um
hvenær hún verði reist. Eða
livenær verða inenn á einu máli
nm teikningu og allir sammála
um samskonar atriði og nú er
deilt nm í sambandi við bygg-
ingu Hallgrímskirkju? Vér get-
um ekki sætt oss við að þetta
mál falli niður við svo búið.
Nú eru að ýmsu leyti góðir tim-
ar til fjáröflunar, en hætt er
við, að áhugi manna í þvi starfi
dofnaði, ef enn yrði frestnn og
löng bið á þvi að liafizt yrði* 1
handa á byggingu kirkjunnar,
enda þörfin á sem víðtækustu
kirkjulegu og kristilegu starfi
mjög brýn á þessum myrku og
alvarlegu tímum.
Það er lífsskilyrði fyrir þjóð-
iria, að kristin kirkja eigi hin
beztu skilvrði til starfs. I krist-
indómnum er einasta von þess-
arar þjóðar.
Það má ekki taka fram fyrir
liendur kirkjnstjórnarinnar og
safnaðarins í þessu máli, enda
í raun og veru ótrúlegt að slíkt
skuli vera liægt.
Konurnar í Hallgrímspresta-
kalli liafa margar fórnað tíma
og kröftum fyrir kirkjubygging-
armáið. Þær hafa næmt eyra
og auga fyrir hættunum á vegi
þeirrar kynslóðar, sem er að
vaxa upp.
Akureyringar liafa nýlega
reist sér kirkju. Það var mikið
átak og sennilega ekki minna,
Iilutfallslega, en hygging Hall-
grímskirkju verður. Þeir stóðu
fast saman. Bæjarstjórn Akur-
eyrar lagði mjög mikið til
kirkjnnnar og ábyrgðist auk
þess stórlán er tekin voru til
byggingarinnar.
Það er til ein leið í þessu máli,
sem er ]>ezt, og þjóðinni til
mestrar sæmdar, það er leið
sameiningar, sú leið að standa
saman um hina beztu iiugsjón.
Væri vel, ef bæjarstjórn
Reykjavíkur tæki afgreiðslu
málsins til endurskoðunar og
hætti um, með því að leyfa
Hallgrímssöfnuði fyrir sitt
leyti að fara sínu fram í Idrkju-
byggingarmálinu. Vér skulum
öll vera samliuga um að leggja
stein í musterið, byggja Hall-
grímskirkju og byrja sem allra
fyrst. Hún ætti að verða eins-
konar friðar-minnismerki Is-
lendinga, þakkarvottur fyrir
friðinn, sem kemur og allir þrá,
en einnig með skilyrði í sér
fólgin til þess að liefja nýtt fág-
urt viðreisnarstarf í höfuðborg
landsins, íslenzku þjóðinni til
blessunar og guði til dýrðar.
Sigurgeir Sigurðsson.
Leikfélag' Reykjavíkur
sýnir Fagurt er á fjöllum ann-
að kvöld, og hefst sala aðgöngu-
miða kl. 4 í dag.
uHeilbrigt lífcc
„Heilbrigt líf“, 1.—2. h. 1943,
er nýkomið út og flytur eftirfar-
andi efni:
1. Próf. G. Thoroddsen: Mat-
aræði barnshafandi kvenna. Yf-
irlit um heilsuvernd barnshaf-
andi kvenna um meðgöngutim-
ann.
2. Sig. Sigurðsson, berklayfir-
læknir: Berklavarnir líkamans.
Ilöf. lýsir almennu viðnámi
manna gegn sýklasjúkdómum,
fcinknm berklaveiki og áhrifum
erfða, efnahags, viðurværis, at-
vinnu og barnsþunga á gang
sjúkdómsins.
3. Ritstjóraspjall. Kaflarnir
eru: 1) Heilsuvernd um með-
göngntímann. 2) Ávextir og sæl-
gæti. 3) Náunganskærleiki. 4)
Verðlaunuð berjatinsla. 5)
Mannsbani, eins eða fleiri (sull-
arnir). 6) Er sykur liættuleg-
ur? 7) Fyrstu landnemar (lús á
Islandi). 8) íslenzkir læknar. 9)
Merkjalínurnar (berklarann-
sóknir í Hafnarfirði o. fl.). 10)
Raddir lesendanna.
4. Próf. Níels P. Dungal: Vir-
us. Svo nejfnast sóttkveikjur,
sem valda: Áblástri, bólusótt, in-
fluenzu, kvefi, mislingum,
hlaupabólu, mænusótt, útbrota-
taugaveiki, hundapest lungna-
pest, liundaæði og gin- og
klaufaveiki.
5. Dr. G. Claessen: Rafsjá
(elektron-mikroskop). Þetta er
rafmagnstæki, sem stækkar
margfalt á við smásjá.
6. Dr. Júlíus Sigurjónsson:
Sullormar og fleskormar. Lýst
báðnm, lífsstigum brmsins, sem
veldur sullaveiki, þ. e. a. s. band-
orrni hundsins og sulli í mönn-
um og skepnum.
7. Dr. G. Claessen: Steinefni
líkamans. Talin upp þau ólíf-
rænu efni (málmar o. fl.), sem
fundizt liafa í mannslikaman-
um,.
8. Rauðakross-fréttir ineð
myndnm, ásamt smágrednum,
ýmislegs efnis, er nefnist „Sín
ögnin af liverju“.
9. Dr.G. Claessen: Fyrsta ald-
ursárið. Lýst heilsuvemd i
Bandarikjunum, eins og hún er
framkvæmd við barn frá fæð-
ingu, þangað til það er ársganir
alt.
10. ól. Geirsson: Ritdómur
um „Nýjar leiðir“ e. Jónas Krist-
jánsson.
11. Dr. G. Claessen: Sykur-
neyzla í Bandaríkjunum. Birtar
hugmyndir manneldisráðsins
þar í landi um að hve miklu leyti
sykur sé lieppilegur í daglegu
fæði.
Skömmtum á smjöri
í Bandaríkjunum.
Húsmæður i Bandaríkjunum
geta ekki keypt neitt smjör
þessa viku,‘ og ekki heldnr
smjörlíki eða salat-olíur.
Verðlagsskrifstofa landsins
setti bann fyrirvaralaust til
nndirbúnings skömmtun á
þessum vörum, þar sem birgð-
ir voru ekki taldar nægar til
þess að endast fyrir þau miklu
kaup, sem alltaf eru gerð síð-
ustu vikuna áður en skömmt-
un gengur í gildi. Þetta sölu-
bann er á enda um næstkom-
andi helgi, og þá verður
skömmtun jafnframt tekin
upp.
Sir Brian Frazer, varafor-
ingi heimaflotans brezka hef-
ir verið gerður að yfirmanni
hans, í stað Sir John Tovey,
sem verður yfirmaður Ishafs-
deildar flotans.
Misritazt
hafÖi í frásögninni um rán her-
mannanna fimm síÖastl. laugardág,
föðurnafn, mannsins, sem rændur
var. Hann er Guðléifsson, og hús-
ið, sem hann bjó í, heitir Sólheiði,
en ekki Sólheimar.
Innilegusiu þakkir til ijkkar allra, sem ú einn eða ann-
an hátt minntust min og gerðuð mér' fimmtugsafmælið
að ógleymanlegum hamingjudegi.
Á r n i J. í. A r n as o n.
Bifr eí ðastj óri
reglusamur og ábyggilegur getur fengið góða atvinnu nú þegar
eða 1. apríl, hjá Amerikanska Rauða krossinum.
Nánari upplýsingar gefur
HARALDUR ÁRNASON, Austurstræii 22.
Til viðtals frá 9—12.
Svefnhertiergishúsgðgii
ný, til sölu
eftir kl. ©
Uppl. Freyjugötu 45
STÚLKUR
vanar kvenkápusaumi óskast nú þegar. " • j £
KÁPUBÚÐIN MAX. : i i
Hverfisgötu 34. — Snni 3657. í
FÉLAG MATVÖRUKAUPMANNA. n •3 •’ t » 1 dur n. j undarstörf. STJÓRNIN.
Aðalfum í kvöld kl. 8.30 í Kaupþingssalnur DAGSKRÁ: Venjuleg aðalf
SIGLOt milli Bretlands og Islánds hald eins og að undanfömu. Höf skip í fömm. Tilkynningar i sendingar sendist Onlliford’s Associated Li 26 LONDOÍí STREET, ( Fleetwood. 1AR a áfram, um 3—4 im vöru- nes, Ltd.
BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL