Vísir - 30.03.1943, Síða 3
V f 5 i K
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Eristján GuSlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: FélagsprentsmiSjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1660 (fimm línur).
VerS kr. 4,00 á mánuSi.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Síðustu forvöð.
R íkisstjórnin gerði grein fyr-
ir því, er hún lagði dýrtíð-
arfrumvarp sitt fyrir Alþingi,
að hún vaeri reiðuhúin til að
gefa þínginu eða þingnefndum
allar upplýsingar varðandi
frumvarpið, en auk þess alhúin
til samninga um einstök ákvæði
l>ess, sem ágreiningi kynnu að
valda. Þetta var eðlilegur og
sjálfsagður fyrirvari, með því
að ríkisstjórnin hafði talið með
öllu tilgangslaust að leita samn-
inga við flokkana áður en frum-
varpið yrði lagt fram, enda lík-
legt að það myndi aðeins draga
málið á langinn, en greiða eng-
an veginn fyrir lausn jiess.
Flokkamir höfðu sjálfir haft
dýrtíðarmálið til meðferðar um
langt skeið, án þess þó að til
samkomulags gæti dregið og
ekkert það var frain koinið, er
bent gæti til að ríkisstjórnin ætti
auðvelt með að sætta flokkána
og fá þá alla til að standa sam-
eiginlega að lausn málsins, nema
því aðeins að hún legði ákveðn-
ar tillögur fram, séin ræddar
væru fyrir opnum tjöldum, og
þjóðin gæti fylgzt nákvæmlega
með því, sem gerðist innan
þings, og þá að sjálfsögðu sér-
staklega liver væri hin raun-
verulega afstaða flokkanna til
þeirra tillagna.
Árangurinn af viðleitni stjórn-
arinnar til að miðla málúm er
sá, að flokkarnir hafa sýnt
greinilega lit. ICommúnistar
liafa tekið málinu fjandsamlega
og sýnt að þeir eru þess albúnir
að efna til stórvandræða, til þess
eins að ekkert verði gert í dýr-
tíðarmálunum, en þeim drepið á
dreif og atvinnulíf landsmanna
lagt í rústir. Alþýðuflokkurinn
hefir einnig tekið málinu af lít-
illi vinsemd, ekki af þvi að for-
ystumönnum flokksins sé ekki
allskostar ljóst að hverju stefn-
ir, lieldur af ótta við kommún-
istana einvörðungu. Er afstaða
þess flokks sú i öllum málum nú
orðið, að taka þá eina afstöðu
til þeirra, sem kommúnistar
geta ekki notað til beins áróðurs
meðal verkamanna. Framsókn-
arflokkurinn er algerlega klof-
inn um málið og svipuðu máli
gegnir um Sjálfstæðisflokk-
inn, þótt þar hafi öldumar ekki
risið jafnhátt og innan Fram-
sóknar.
Blöð flokkanna allra hafa tek-
ið frumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar með lítilli vinsemd, og það al-
gerlega ómaklega, með því að
þeim mátti vera Ijóst, að hvað
sem öllu öðm leið, var hér um
virðingarverða tilraun að ræða,
sem flokkunum bar að meta,
enda ekki önnur úrlasun lík-
legri til samkomulags né ár-
angurs. Þrátt fyrir látlausan á-
róður af hálfu blaðanna gegn
dýrtíðarfrumvarpinu, þar sem
margt hefir verið ranglega sagt
og enn fleira undan dregið, virð-
ist þó svo, sem skrif þeirra hafi
lílinn liljómgrunn fengið úti um
sveitir landsins. Á héraðsmála-
fundum hafa þannig merkileg-
ar samþykktir verið gerðar,
sem blöðin hafa að vísu að engu
getið, en sýna þó ljóslega að
ennþá sjá bændur glögglega
hvað gera þarf i vandamálum
þjóðarinnar.
Réttarhöldin í togarastrokinu
Brezka flotastjórnin skip-
aði togaranum að
fara til Reykjavíkur
Brezki skipstjórinn reyndi að
ar sakir á hann verið teknar
til meðferðar.
Skipstjóri heitir Christian
Agerskow, af dönskum ættum,
brezkur þegn, fæddur í HuII og
búsettur þar. Hann var sektað-
ur 1924 fyrir brot á landhelgis-
lögunum.
koma stýrimanni Sæbjargar í
íslenskan vélbát----
en hann vildi ekki fara.
Bretinn taldi skipun flota
stjórnarinnar falsaða.
Imorgun hófust réttarhöld hér í bænum yl'ir
skipstjóranum á brezkum togara, sem tekinn
var í íandhclgi á laugardaginn, en reyndi síð-
an að komast á brott og hafði með sér einn skipverja
af björgunarskútunni Sæbjörgu, sem settur hafði ver-
ið um borð í togarann til |)ess að gæta þess, að hann
færi til hafnar.
Ægir hafði síðar upp á togaranum, en gat ekki stöðvað hann
fyrr en búið var að hæfa hann fjórum kúlum, sem löskuðu
hann nokkuð. Skipaði hrezka flotastjórnin hér togaranum að
fara til Reykjavíkur, en skipstjórinn þverskallaðist og þóttist
ekki vera viss um að fyrirskipunin væri rétt:
S.l. laugardag tók Sæbjörg
hrezkan togara í landhelgi á
svokölluðum Hafnarleirum. Fór
annar stýrimaður af Sæ-
björgu, Guðni Thorlacius, uni
horð í togarann, en Sæbjörg
ætlaði síðan að fara með
togarann hingað til Reykjavik-
ur. Nokkuru eftir að skipin voru
lögð af stað, sneri togarinn alll
í einu við og stefndi til hafs á
fullri ferð.
Ekki vissu Sæbjargarmenn,
hvað orðið liafði af togaranum,
eftir að hann hvarf fyrir
Reykjanes, og sendu því Skipa-
útgerðinni skeyti um málalok-
in. Skipaútgerðin reyndi þegar
i stað að ná samhandi við Ægi,
en áðúr en það tækist, hafði
Ægir frélt uhi togarann á annan
hátt, eftir því, sem segir í
skýrsiu Jóhanns P. Jónssonar
skipherra, sem hér fer á eftir í
útdrætti:
SKÝRSLA SKIPHERRA.
Ægir iiitli vélbál á Víkinni í
Vestmannaeyjum á sunnudags-
morgun og kváðust bátverjar
Frétzt hefir það, að ríkis-
stjórnin muni nú um helgina
Jiafa lagt nýjar tillögur fyrir
þingflokkana, sem miða að
sama marki og hið fyrra frum-
varp, en er þó í verulegum at-
riðum hagað á annan veg. Munu
þingflokkarnir nú hafa tillögur
þessar lil athugunar, en ganga
má út frá því sem gefnu, að hér
sé um að ræða úrslitatilraun frá
liendi ríkisstjórnarinnar, til þess
að samvinna lialdist milli henn-
hennar og Alþingis um lausn og
framkvæmd þessara mála. Fari
tilraun þessi út um þúfur, er
ekki auðvelt að segja um hvað
gerast kann, en það liggur i
augum uppi, að þingflokkarnir
geta ekki öllu lengur tafið mál-
ið, en verða þá að taka á sig
ábyrgð á öllum afleiðingum,
hversu líklegar eða ólíklegar
sem þær kunna að reynast. Nú
eru siðustu forvöð fyrir Alþingi
til þess að bjarga málinu og eig-
in sæmd, hvort sem það ber til
þess gæfu eða ekki. Alþingi lýk-
ur eftir fáa daga, en mikið má
gera á þeim tíma, sé hann not-
aður rétt. Fáir æskja eftir nýj-
um kosningum, en sé ekki um
aðra leið að ræða út úr ógöng-
unum, verður að fara hana,
hvernig sem hún kann að gefast.
hafa Iiaft tal af Guðna Tliorla-
cius um ljorð i enska togaran-
um. Guðni hafði sagt þeim, að
togaramenn vildu að þeir tækju
hann í land, en hann vildi sjálfur
ekki fara. Gátu bátsmenn henl
á togara suðaustur af Bjarnar-
ey, sem þeir kváðU vera togara
þennan.
Ægir hélt af stað og dró brátt
saman. KI. 8.55 dró Ægir npp
stöðvunarmerlci, og voru þá
tveir togarar á undan
Iiéldu i suðaustur. Annar þeirra
stöðvaði og sláðfesti, að sá, er
á undan væri, væri h'ið umrædda
skip.
Það skip hélt aftur á móti á-
fram af fullum krafti og stöðv-
aði eigi, þótt skotið væri þrem
lausum skoturn og stöðvunár-
merki væru gefin með flaut-
unni og ljósmerkjum. Kl. rúm-
lega 10 var farið þétt að bak-
borðshlið togarans og kalláð til
hans, en merin á þilfari létu sem
þeir Iieyrðu ekki né sæju varð-
skipið, en togarinn sveigði í átt-
ina frá Ægi og reyndi að kom-
ast undan.
Skothríðin hefst.
Nú var skotið kúluskoti, og
kom það á bakborðshlið togar-
ans ofan sjómáls, aftan við
framreiðann. Skipverjar létu
enn sem ekkert væri, en fóru þó
að dytta að gatínu, án þess að
stöðva ferð.
Ægir hafði loftsamband við
Reykjavík og spurðist ráða hjá
brezku flot&stjórninni og sendi
hún togaranum orðsendingu um
að koma tafarlaust til Reykja-
víkur. Ekki sinntu togaramenn
því, þótt skeytið væri lesið upp
í kallfæri. Yar þá skeytið látið
i dós og lienni varpað yfir á þil-
far logarans. Það var hirt og
fært upp í brú, en ekki stað-
næmdist togarinn að heldur.
Togarinn gefst uppl
Frákl. 12.53 til 13,10 var skot-
ið 27 kúlum að togaranum, fyrst
fyrir ofan hann, síðan smá-
lækka^, og hittu lcúlumar reyk-
háfinn og 3 á „keisinn“. Þegar
síðasta kúlan hafði hitt „keis-
inn“, gausÁipp gufustrókur aft-
an í stýrisliúsinu og á keisnum,
og slöðvaði togarinn þá Ioks.
Var þá farið um horð. Skip-
stjóri togarans neitaði að fara
u m borð i Ægi, en lofaði að
fylgja varðskipinu til Vest-
mannaeyja. Ekki kvaðst liann
liafa sinnt skeýtinu, þvi að hann
gæti elvki vitað nema það væri
í'alsað. Guðni Thorlacius kvað
sér liafa verið varnað að koma
upp, meðan á eltingaleiknum
stóð.
Setti Ægir fjóra liáseta um
horð í enska togarann. Var
komið til Vestmannaeyja kl.
liðl. níu um kvöldið.
Jóhann Jónsson skipherra fór
þá um borð og leiddi skipstjóra
fyrir sjónir, liversu alvarlegan
mótþróa liann hefði sýnt. Var
siðan tekið til að ])étta göt og
lágfæra skemmdir af skothríð-
inni. í gærmorgun var haldið af
slað til Reykjavikur og komið
lringað í gærkvöldi.
ÞÁTTUR „SÆBJARGAR“.
Slcýrsla Hannesar Freysteins-
sonar, skipstjóra á Sæbjörgu,
var í aðalatriðum á þessa leið:
Kl. 11,45 laugard. 27. marz
var Sæbjörg stödd um 2 mílur
út af Slafnesi og sá þá togara,
sem var að toga innan land-
helgi, og sigldi upp að honum.
stýrimaður Sæbjargar,
Guðni Thorlacius, stökk um
I)orð í togarann með fyrirskip-
un til skipstjóra um að stanza,
hífa inn vörpuna og koma með
Sæbjörgu til Reykjavíkur. Mæl-
ing sýndi að togarinn var 1VÍ>
sjómílu innan landhelgi. Guðni
skýrði frá þvi, að togaraskip-
stjórinn neitaði að stanza, fyrr
en Iialinu væri lokið, og vildi
lieldur ekki hlýðnast, meðan
islenzkur vfirmaður væri um
horð. Hélt Sæbjörg sig i nánd
við togarann, en sendi Skipa-
útgerðinni skejdi og spurðist
fyrir, hvað gera skyldi.
En þegar togarinn Iiafði lokið
Iialinu, innbyrti hann vörpuna.
Sæbjörg tilkynnti togaraskip-
stjóranum, að loftskeytastöðin i
Reykjavík væri að reyna að ná
sambandi við liann. En skömriiu
síðar tók togarinn á rás, undan
Sæbjörgu, suður með landi, og
missti Sæhjörg sjónar á honum
kl. 18 um kvöldið.
Frá Guðna.
Guðni Thorlacius var til
skamms tíma 1. stýrimaður og
síðar skipstjóri á „Arctic“ og
réðist á „Sæbjörgu“ daginn áð-
ur en „Arctic“ fór sina síðustu
ferð. Er hann hraustmenní
mesta, rólyndur og ákveðinn.
Þegar enski skipstjórinn bað
hann að iala við bátsmenn iá
Vestmannaeyjabátnum jog biðja
þá að flytja hann i land, kvaðst
Guðni að vísu skyldi tala við þá.
Skýrði hann þeim frá mála-
vöxtum og hvatti þá til að leita
lijálpar, en neitaði að fara í
land. Sigldu bátsverjar síðan til
Vestmannaeyja eins hratt og
þeim var auðið.
Réttarhöklum var ekki lokið,
þegar blaðið fór í pressuna, en
skipstjóri hélt því fram í rétt-
inum, að hann hefði ekki verið
innan við línu. Ekki höfðu aðr-
Ægi og ! Annar
Slys á Hafnarfirði.
Á sunnudaginn var féll mað-
ur út af bryggju í Hafnarfirði og
niður í togara, sem lá við
bryggjuna. Kom maðurinn á
höfuðið niður og slasaðist tölu-
vert.
Atvik ]>etta skeði með þeim
hætti, að verið var að skipa kol-
um út í togara, ók kolabifreið
aftur á bak niður lirvggjuna en
maður varð fyrir henni og datt
hann út af bryggjunni og niður
í togarann. Var þetta um tveggja
mannhæða hátt fall og kom
maðurinn á höfnðið niður.
Fregn þessi • er samkvæmt
úpplýsingum frá skrifstofu hæj-
arfógetans í Hafnarfirði.
Hjá Bjarna Snæbjörnssyni
lækni í Hafnarfirði fékk Vísir
þær upplýsingar, að maður þessi
i-—- hann héitijr ísleifur Guð-
mundsson — hefði meiðst furð-
anlega lítið. Var það honum til
liapps, að . Iiann lenti í neta-
hrúgu, sem.dró úr meiðslunum..
Marðist liann nokkuð á baki og
fæti og sprakk fyrir á höfði.
Aðalfundur
Sumargjaíar.
Aðalfundur barnavinafélags-
ins Sumargjafar var haldinn i
Oddfellowhúsinu í fyrradag.
Formaður félagsins lýsti
starfinu á síðasta ári, en það
rekúr nú 5 heimili fyrir börn í
bænum, dagheimili, vöggustofu,
leikskóla í Tjarnarborg, vistar-
lieimili í Vesturhorg og sumar-
dagheimili i Grænuborg.
Starfsdagar voru samtals 1266
á árinu, en 680 árið áður, en
dvalardagar barnanna voru
24.922, en árið 1941 voru þeir
12.789.
Reksturskostnaður Iieimil-
anna varð alls 131.245 kr., en
var árið áður liðl. 42 þús. kr.
Reksturstekjur lieimilanna,
meðlög og skólagjöld, námu
81.363 kr., áður 26.800 kr., og
varð reksturshalli heimilanna
því tæpar 50 þús. lcr.
í skýrslu stjórnarinnar segir,
að þótt félagið hafi fært út lcví-
arnar og haft mikla starfsem.i
með höndum, þá sé starf þess
miklu minna en vera þyrfti.
Líkur slcýrslunni með þökkum
til alls starfsliðs, einkum til for-
stöðukvenna heimilanna og
starfsliðs þeirra, sem borið hafa
áliyggjur og erfiði daglegra
framkvæmda.
Síra Árni Sigurðsson, ísak
Jónssön og frú Bjarndís Bjarna-
dóttir áttu að ganga úr stjóm.
Voru þeir ísak og sr. Árni end-
urkosnir, en Ilelgi Elíasson full-
trúi kom í stað frú Bjarndísar,
9em baðst undan endurkosn-
ingu. Auk þeirra' sitja þessi i
stjórn: Frú Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir, Arngrímur Iíilstjánsson,
Jónas Jósteinsson og frú Ragn-
liildur Pétursdóttir. í varastjórn
sitja Bjarni Bjarnason kennari,
frú Arnlieiður Jónsdóttir og
Björgvin Sighvatsson kennari.
Endurskoðendur voru endur-
kosnir Gísli Sigurbjörnsson og
Bjarni Bjarnason.
Nokkrar umræður urðu mn
framtiðarstörf félagsins. Voru
Telpukápur
vandaðar og ódýrar.
• Telpukápur.
Einnig sumarkápur fyrir
dömur og ullarrykfrakkar.
Verzl,
Baldursgötu 9
Steljasiður
Ilöfiun I'yririiggjandi 1.
fl. skeljasand.
Uppl. í sínia 3155.
Afgreiðslu-
stúlka
óskast. — Hátt kaup. —
Fæði og lmsnæði.
Uppl. Hverfisgötu 69.
GARÐASTR.2 SÍMI 1899 '
Dökkt
naglalakk
nýkomið
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
PERLA
Bergstaðastræti 1.
Stúlkur
vanar saumaskap óskast nú
þegar.
Saumastofa
Guðrúnar Arngrímsdóttur,
Bankastræti 11.
Atvinna
2 eða 3 menn vantar til að-
stoðar við bílamálningu.
H f. Egill
Vilhjálmsson
Laugaveg 118.
Bílstlóri
með meiraprófi óskar eftir
1—2 herbergjum og eldhúsi.
Aðeins tvennt í heimili. —
Akstur á góðum bíl, kemur
til greina. Tilhoð óskast sent
Vísi, merkt: „Húsnæði —
100“ fyrir miðvikudagskvöld,
n. k.
Voal
allir litir.
SLOPP AEFNI.
FROTTÉ BAÐ-
Verzl. Frani
Klapparstíg 37.
Magnús Thoriacius
hæstaréttarlögmaður.
Aðalstræti 9. — Sími: 1875.
fundarmenn yfirleitt sammála
um, að koma þyrfti upp starfs-
stöðvum í Austurbænum, svó
fljótt sem auðið væri.
é
VISIR
\
<o
ri
H
æ
Tvö innanfélagsmót í svigi:
Karl Sveinsson svlgmeistapi
Armanns og Ólafur B. Criid—
mundsson svigmeistari í. R.
í fyrradag héldu Ármajnn og í. R. innanfélagsmót sín í
svigi karla. Mót Ármaiins fór fram í Jósepsdal og varð Karl
Sveinsson svigmeistari, en keppni í R. fór fram við Kolviðar-
hóJ og þar bar Ólafur Björn Guðmundsson sigur úr býtum.
Innanfélagsmót Armenninga
var lialdið í svonefndu Suð-
urgili í Jósepsdal. Veður
og færi var fremur óhag-
stætt, snjókoma og þoka var
meðan keppnin fór fram, færi
þungt. Keþpt var í tveim flokk-
um. Brautin í I. fl. var um 400
ni. löng. Iveppendur voru 10.
1. Karl Sveinsson, saml. tími
1 min. 58,9 sek.
2. Hörður Þorgilsson, saml.
tími 1 mín. 59,9 sek.
3. Eyjólfur Einarsson, saml.
tími 2 mín. 08,0 sek.
Keppendur í II. fl. voru 11,
þeir höfðu aðra braut.
1. Friðþjófur Hraúndal 1
mín. 24,5 sek.
2. Guðm. Guðmundsson 1
mín. 27,5 sek.
3. Guðm. Finnbogason l.min.
41,0 sek.
3. Halldór Sigurðsson 1 mín.
41,0 sek.
Brunkeppninni varð að fresta.
I Jósepsdal er snjór töluverð-
ur og í Bláfjöllum er allt í kafi.
,.Himnariki“ var fullskipað. Um
næstu helgi fer fram innanfé-
lagskeppni í skíðagöngu, stökk-
um, svigi kvenna og svigi
drengja.
Á innanfélagsmóti í. R. var
einnig keppt í tveimur flokkum,
I flokki fullorðinna voru 14
þátltalvendur. Fór keppnin
fram í gilinu í Skarðsmýrar-
fjalli á um 400 m. langri braut
með 100 m. hæðarmismun.
Leikar fóru þannig að Ólafur
B. Guðmundsson varð svig-
meistari I. R. Samanlagður tími
hans var 103,2 sek.
2. Hörður Björnss. 107,9 sek.
3. Páll Jörundsson 117.6 sek.
Keppnin i yngri flokknum
fór fram í hrekkunni hjá drátt-
arhrautinni, og var liún allmik-
ið styttri. Keppendur voru 7.
Urslit urðu þau, að Haraldur
Árnason varð f/rstur á saman-
lögðum tíma: 35.0 sek.
Á annað hundrað' manns
\oru á Ivolviðarhóli á sunnudag-
inn, en næturgestir voi'u'' 75.
Fæi’i var vont meðan á keppn-
inni stóð og gei-ði krapaél
nokkura stund, en undir kvöld
gerði bezta veður og batnaði
færi þá til rnuna.
VINSÆLDIR
OG ÁHRIF !
nefnist hók eftir Dale Carnegie,
þýdd af Vilhjálmi Þ. Gislasyni,
sem nýlega er kornin á markað-
inn á ve'gunx Fjallkonuútgáf-
unnar. Fyrst var bók þessi út
gefin í Bandaríkjunum árið
1936, en hefir síðan verið gefin
út 56 sinnum og selst í nokkr-
um milljónum eintaka. Bókin á
vinSældir jxessar skilið á marg-
an hátt, en fyrst og fremst þó
af því, að hún er einföld i alli-i
framsetningu og aðgengileg öll-
um þorra raanna, sem á annað
boi-ð kann að lesa. Hinsvegar
dylst það engum, svo sem þýð-
andinn segir sjálfur, að hér er
um almenn sannindi að ræða,
sem næstum eru augljós, en all-
ir hafa gott af að gera sér grein
fyrir. ^ 'W
Hinar almennu kenniseln-
ingar eru skýrðar með ýmsum
dæmum úr daglegu lífi merkra
manna, og-Verður frásögnin við
það skemmtilegri,' ljósari og
léttari, Þótt bókin hafi fyrst og
fremst verið rituð fyrir amer-
íska lesendur, svo sem hin
mörgu dæmi hera vott um, hefir
hún fullt gildi hvar sem er í
heiminum. Þessii* eru megin-
kaflar bókarinnar: Frumatiiði
uingengninnar, Sex leiðir til
vinsælda, Tólf aðfea'ðir til þess
að snúa fólki á þitt mál, Níu
ráð til þess að breyta fólki, án
þes að móðga það eða espa,
Bréf, sem gerðu kraftaverk, Sjö
ráð til þess að auka hamingju
heimilislífsins.
Segja má að kenningar hók-
arinnar megi draga saman í eina
setningu, sem er gömul og gild,
en hljóðar svo: „Ger þú öðrum
það, sem þú vilt að þeir geri
þér, en þetta er út af fyrir sig
hin æðsta siðfræði og fullgildur
leiðarvísir i völundarhúsi hins
daglega lifs. Um það völundar-
hús er lesandinn leiddur og skýrt
fyrir lionum það, sem, fyrir augu
og eym Iier. Öllum mun það
nokkur ávinningur, að kynna
sér slíka bók og reyna að færa
sér leiðbeiningar hennar í nyt af
fremsta megni. Ilvernig það
lekst fer eftSr manninum sjálf-
um, innræti hans, uppeldi eða
síðari sjálfsaga. En hvort sem
mönnuni tekst að tileinka sér
siðalærdóm þann, sem í bókinni
felst, að fullu eða ekki, ldjóta
þeii' þó að lesa liana sér til mik-
illar ánægju og hugarhægðar, -—
og þeir geta sér að skaðlausu
lesið hana oftar en einu sinni.
Það er aðal góðra hóka.
K. G.
Næturlæknir.
* Ólafur Jóhannsson, Gunnarsbraut
39, simi 5979. — NæturvörÖur í
Laugavegs apóteki.
Aðalfundur
FulltrúaráÖs sjálfstæÖisfélaganna
i Reykjavík verÖur haldinn í kvöld
kl. 8,30 í Kaupþingssalnum. Lyft-
an verður í gangi. Fundarmenn eru
beðnir að sýna skírteini við inn-
ganginn.
Stjórnmálanámskeið
Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirlestur í kvöld kl. 8,30. Sósí-
alisminn, flutningsmaður Jóhann G.
Möller. Báðar deildir. — Mælsku-
æfing á eftir fyrir B-deild.
Háskólafyrirlestur.
Þriðji og síðasti fyrirlestur Hjör-
varðar Árnasonar M.F.A. verður
fluttur í kvöld, þriðjudaginn 30.
marz kl. 8,30 í hátíðasal Háskólans.
Efni: Amerísk rnálaralist á jp. og
20. öld. Skuggamyndir. Aðgangur
er ókeypis og öllum hejmill.
Vestfirðingamót
verður haldið að Hótel Borg n.k.
fimmtudag. Aðgöngumiðar verða
seldir að Hótel Borg (suðurdyr) i
dag kl. 3—6.
Næturakstur.
Bifreiðast. Geysir, simi 1633.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20,25 Tónleikar Tónlistar-
skólans (hljómsveit undir stjórn dr.
Urbantschitsch): a) Karl O. Run-
ólfsson: Forleikur og fúga fyrir
strengi. b) Hándel: Conserto grosso
í e-moll. 20,55 Erindi: Unninn sig-
ur — tapaður friður (Versalasamn-
ingarnir), I (Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur). 21,25 Hljómplöt-
ur: Kirkjutónlist.
------------j.----------------
NÝKOMIÐ:
Amerískir
Satín náttkjólar
verð kr. 18.00.
Stakar buxur;
verð kr. 5.15.
NIELS CARLSSON & CO.
Laugaveg 39.
Stanley
verkfæri
Stuttheflar
Langheflar
Rissmát.
Dukknálar
Hamrar
Skrúfjárn
Borsveifar
Brjóstborar
Vinklar
Irwingborar
og í'I. og fl.
nýkomið í
Járnvözudeild
JES ZIMSEM
Aöstoöar-
ráðskona
óskast 14. mai á veitingalnis
i nágrenni Reykjavíkur. -—
Gott kaup.
Uppl. i síma 2088 frá ld.
12—4 á morgun.
Nærfata satín
Silkistrigi, hvitur og mis-
litur.
Náttjakkar, satin, fvrir
dömur og börn.
Verzi.
MATTHILDAR
BJÖRNSDÓTTUR.
_______Laugaveg 34.
NÝKOMIÐ:
Náttkjólar
Náttföt
j Jndirkjólar
Prjónasilki LJndirsett
j Buxur,stakar
Brjósta-
haldarar
II. Totl
Skólavörðustíg 5 Sími 1035
Þvottapottar
nýkomnir
Járnvörudeild
jks zmsEív
Ljósar dragtir
og stakir jakkar
i ýmsum litum.
Bankastræti 7
Fyrir dömur
Kápur
Pils
Slacks
Shorts
Fyrir herra:
Frakkar
Föt
Jakkar (stakir)
Oxfordbuxur
VICTOR
lilkjiDiiDi Irí iDltvarDiieliil
Loftvarnafundur verður lialdinn í Háskólanum, 1.
kennslustofu í dag, 30. marz, kl. 20.30.
Fundarefni: Agnar Kofoed-Hansen, lögreglustjóri
talar. Meðlimir úr hverfunum 1—30, alvarlega áminnt-
ir um að mæta.
Ath. Gengið inn um suðurgafl.
Nmergelikífnr
nýkomnár
MJög 1
ödýrar
>
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19.
Dag:§tofnlinsg:ög:n.
til sölu. Upplýsingar í síma 2180, frá ld. 5:1/2—6V2 og milli 8 ög
10 í kvöld. —
Skíðaskór
(amerískir) iiýkoiniiir
Skéverzlun ‘B.Stefámsonar
Rýming'ar
sala.
Til að rýma fyrir nýjum birgðum
verður allt TAU, KJÓLAR og BLÚSS-
UR selt með 15 % afslætti.
Tau & Tölur
Lækjargötu 4
Okkur vantar börn til að bera
blaðið til kaupenda um eftir-
greind svæði:
Bergþórugötu
Norðurmýri
Talið við afgreiðsluna.
DAGBLAÐIO
Anna Leopoldína Leosdóttir,
sem andaðist að Elliheimilinu þami 25. þessa mánaðar,
verður jarðsungin frá lieimili okkar, Laufásveg 50, föstu-
daginn 2. april klukkan 1 eftir Iiádegi.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigríður G. Kristinsdóttir. Davíð Ö., GrímSvSon.
Maðurinn minn, faðir og bróðir okkar,
Karl Eyólfsson
kaupmaður frá Bolungavík,
vei’ður jarðsungin frá fríkirkjunni miðvíkudaginn 31.
niarz. Athöfnin heí'st með bæn kl. 1 e. li. að heimili bróður
lians, Lokastig 24.
lvirkjuathöfninr.i verður útvarpað.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Gunnjóna Jónsdóttir, börn og systkSni.
Jarðarför mannsins mins,
Ólafs ísleifssonar
læknis frá Þjórsártúni,
er ákveðin frá dómkirkjunni fimmtudaginn 1. apríl og
Iiefst ld. 1 e. hádi með liúskveðju á heimili okkar, Ivarlag. 9.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Kirkjuathöfninni verður útvarpað..
Guðríður Eiríksdóttir.