Vísir - 24.06.1943, Page 2

Vísir - 24.06.1943, Page 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Skattamálin. M EÐAL annara tillagna, er samþykktar voru á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, var svoliljóðandi tillaga, er borin var fram varðandi skattamálin: „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins telur, að nú þegar sé búið að gahga svo langt i skatta- álögum á atvinnurekslur lands- manna, að öll viðleitni til hækk- unar á þeim sköttum sé bein og vísvitandi tilrayn til þess að leggja einkaframtakið í rústir í því skyni að koma með þeim hætti á opinberum rekstri í stað einkaréksturs. Landsfundurinn mótmælir þvi eindregið öllum frekari aðgerðum í jjessa átt og krefst þess að einkaframtakinu verði ekki með skattaálögum gert ókleift að skapa almenn- ingi lífvænleg atvinnuskilyrði að ófriðarlolcum.“ Jakob Möller fyrrverandi f jármálaráðherra flutli snjallt og ítarlegt erindi um skattamál- in á landsfundinum. Sýndi liann með rökum fram á að afkoma og velmegun landsfólksins fer eftir þvi hversu framleiðslu at- vinnuvegunum vegnar. I>egar þeir yrðu að draga saman seglin leiddi aftur beint af því að kreppa tæki að landslýðnum. Til þess að tryggja velmegun alls almennings væri aðeins ein leið: sú að tryggja afkomu fram- leiðslunnar í laadinu. Við þyrft- um að stefna að því að tryggja atvinnureksturinn sem bezt, meðal annars með því að gefa honum tækifæri til að safna fé í sjóðu til þess að mæta áföllum, sem síðar kynnu að dynja yfir. Vakti ræðumaður ennfremur athygli á þéí að fjársöfnun ein- staklinga væri þjóðfélagsleg nauðsyn og skilyrði heilbrigðrar þróunar athafnalífsins og hvers- konar framkvæmda. Því meiri sem slík fjársöfnun yrði, því betri yrðu skiljTði til bættrar afkomu almennings. Fé sem lagt er fyrir framkallar athafn- ir, sem miklu fleiri njóta góðs af en eígendur þess, og verður það oft og einatt öðrum að margfalt meiri féþúfu. Taldi ræðumaður því nauðsyn bera til að varlega yrði farið i skatta- álögur, bæði á atvinnutæki og einstaklinga, þannig að ekki væri loku skotið fyrir fjársöfn- un atvinnufyrirtækja, ekki fyrst og fremst vegna hagsmuna þeirra, er fénu safna, heldur vegna alls almennings, sem ætti afkomu sína undir þvi að at- hafnalífið gæti þróast á eðlileg- an og heilbrigðan hátt. Eins og Alþingi væri nú skipað virtist meiri hluti þess fjandsamlegur einlcaframtakinu og öllum einkarekstri og vildi hann bein- línis feigan, en koma í þess stað á þjóðnýtingu alls atvinnu- rekstrar i landinu. Það hefði verið hlutverk Sjálfstæðis- flokksins að halda uppi vörnum fyrir hinum heilbrigðu sjónar- miðum á Alþingi nú í meira en hálfan annan tug ára, lengst af í fullkominni andstöðu við meiri hluta þingsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir gert það, sem hann hefir getað til þess að spyrna gegn skatta- brjálæðinu, sem engu lagi er Ferðafélagið efnir til 8 sumarleyfisferða og yfir 20 helgarferða í sumar. Fvr§tn lau$;ferðiriiar Iief Jast upp ur manaðamótuniim ■perðafélag Islands hefir * leyfisferðir í sumar og Mývatns, Dettifoss og Ásbyr lega 20 helgarferðir verið ák þeirra, en ein fallið niður. Sumarleyfisferðirnar verða þessar: Að Mývatni, Dettifossi og Ásbyrgi, 8 daga ferð, er liefst 3ja júlí n. k. í sambandi við þessa för má geta þess, að ferð- in verður ekki nema lítið eitt dýrari en í fyrra, þrátt fyrir verulega hækkun á öllum bif- reiðafargjöldum. t fyrra kostaði þessi ferð 270 krónur, en nú ekki nema 200 kr. (Matur er ekki innifalinn í fargjaldinu). 10. júli hefst Breiðafjarðar- för. Er það ný leið sem Ferða-- félagið hefir ékki farið áður. Þykir ekki ólíklegt að fólk muni vilja kynna sér breiðfirska náttúrufegurð, ekki hvað sízt nú eftir að Barðstrendingabók- in er komin á markaðinn, er gefur hina ágætustu lýsingu á staðháttum, sögustöðum og náttúrufyrirbrigðum vestra. Farið verður um Borgarnes— Stykkisliólm, síðan sjóveg yfir þveran Breiðafjörð, og dvalið í tjöldum í skógnum í Vatnsdal. Þaðan verða gönguferðir farnar að Dynjanda i Arnarfirði og víðar. Heimleiðis verður farið með mótorbát í Þorskafjörð og með bifreið frá Kinnarstöðum til Reykjavíkur. Þetta er viku- ferð. Önnur vikuferð hefst 17. júlí upp á Kjöl og í Kerlingarfjöll. Sú ferð verður farin á hestum. Fjórða sumarleyfisferðin er einnig ákveðin á hestum. Er það 8—9 daga ferð úr Þjórsár- dal norður að Arnarfelli mikla ákveðið að fara 8 sumar- hefst sú fyrsta 3 ja júlí til ;is. Ennfremur hafa rúm- eðnar og búið að fara sex og þaðan um Iverlingarfjöll til byggða. Ferðin hefst 24. júlí. 1 Öræfin verður farið 21. júlí. Það er 10 daga ferð, farin uni Vík og verður dvalið í Öræfun- um 5 daga, en bjartasta daginn gengið á Öræfajökul. Þá verður 3ja júlí farið frá Akureyri með deild Ferðafélags- ins á Akureyri, inn í Herðu- breiðarlindir og Öskju. Sjöunda ágúst verður 4 daga ferð farin austur í Skaptafells- sýslu og um miðjan ágústmán- uð liefst síðasta sumarleyfis- ferðin í sumar, og er það önnur Breiðafjarðarför. Það er 5—6 daga ferð, og að mestu farið öf- ugt við hina ferðina, sem hefst 10. júlí. Helgarferðirnar eru flest gamalþekktar ferðir, en ferð um Skóga og Fimmvörðuliáls á Eyjafjallajökul, sem farin verð- ur 7. og 8. ágúst er þó nýmæli á áætlun Ferðafélagsins. Ferðalög eru nú miklu erfið- ari en áður vegna liinna óvenju miklu örðugleika á því að afla nægilegs bifreiðakosts fyrir hóp- ferðirnar. Ferðafélagið leggur mikla áherzlu á að geta sjálft eignast langferðabifreiðar strax og tök eru á. Mundi það þá reyna að koma á föstum ferðum t. d. upp á Kjöl, þar sem félagið á mörg prýðileg og vönduð sæluhús. Yrði það til að gera öll ferðalög þar efra miklu auðveldari og auka ferðamannastrauminn í þetta undraland náttúrufegurð- arinnar. Fjölmennt íþróttamót á Hvanneyri. N. k. laugardag og sunnudag efnir U. M. F. I .til fjölmenns íþróttamóts að Hvanneyri. — Verður móið sett kl. 10 á laug- ardag 26. þ. m. af sambands- stjórn U.M.F.Í. Eftir setninguna hefst svo undirbúnings íþróttakeppni sem stendur allan daginn. Um kvöldið verður skemmtisam- koma, þar sem fluttar verða ræður, kvikmynd sýnd og ýms önnur skemmtiatriði. Á sunnudaginn 27. þ. m. kl. 10 f. li. heldur íþróttakeppnin á- fram, úrslit. Kl. 1 e. h. fer fram sundkeppni. KI. 23/2 verða flutt- ar ræður sem sr. Eiríkur J. Einarsson og Bjami Ásgeirsson alþm. halda. Guðm. Ingi skáld flytur kvæði og Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi, flytur ávarp. Fjórir flokkar sýna fimleika, en síðan lieldur íþróttamótið á- fram til kvelds. Keppendur eru samtals 130 frá 12 liéraðssamböndum. Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur þarna á staðnum undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar. íslandsmótið: í kvöld keppir K. R. við Akureyringana, en áður, eða kl. 7.45, fer fram næstsíðasti leikur 3. flokks mótsins og verður hann á milli Vals og Víkings. Úrslit 3. flokks mótsins verða á mánudaginn kemur kl. 7.15 síðd. milli K. R. og Fram. Á eft- ir þeim leik keppa Fram og Val- ur i meistaraflokki. líkt. Á venjulegum tímum hefir þjóðin orðið að greiða jafnháa skatta eða jafnvel liærri, en ó- friðarþjóðimar gera nú, er þær þurfa að standa undir styrjald- arrekstrinum. Þrátt fyrir það virðist, sem ágengni Alþingis gegn skattborgurunum séu eng- in takmörk sett. Ávallt eru uppi raddir um það að skattana þurfi að þyngja, ekki einvörðungu til að veita ríkissjóði tekjur til j>arflegra framkvæmda, heldur öllu frekar til að koma í veg fyrir auðsöfnun atvinnufyrir- tækja í landinu. Af þessari ó- heillabraut verða flokkarnir að snúa. Takist að tryggja atvinnu- lífið og létta af því sköttum, er engin vafi á þvi að með þróun þess, á eðlilegan og heilbrigðan hátt, aukast tekjur rikissjóðsins og almenn velmegun lands- manna eykst. Fyrir þvi þarf að létta af sköttum, en ekki auka þá, fyrst og fremst i þvi augna- miði að efla atvinnulifið. Það er mannlegt af hverri ríkisstjórn að hugsa fyrst og fremst um þarfir ríkissjóðsins, en það er ekki hyggilegt og þvilík sjónar- mið eiga ekki réft á sér. Ríkið er til orðið fyrir borgarana, — stofnað beinlínis í þeirra þágu. Þeir menn, sem með lands- stjóm fara mega ekki fara að dæmi kaijlsins er klófesti Sind- bað farmann og hirti alla á- vöxtu af trjánum ánþess að hinn þrælkaði farmaður fengi neitt í sinn hlut. Það þarf að létta byrðunum af þjóðinni, en ekki þyngja þær, og með því einu móti eru skilyrði fengin til lieilbrigðs atvinnu og fjárhags- l'fs i landinu. Áttrœdur: Ólafur Kolbeinsson í dag er áltræður Ólafur Kol- beinsson fyrrum sjómaður, til heimilis á Seljaveg 17 hér í bæ. lÓlafur hefir um langa hrið stundað sjómennsku, mest af Akranesi, en var einnig um tíma í Garði og Vogum. Hann er hinn mesti dugnaðar- og at- orkumaður. Jass með mat. Eg borðaði í gærkveldi á Hótel Borg. Maturinn var góður og ekki tiltakanlega dýr. Afgreiðslan geng- ur mjög seint, þvi að þar er fátt þjóna að tiltölu við gesti. Það liðu tveir tímar, frá því eg settist og þar til máltíðinni var lokið. Á þeim tíma ber margt fyrir augun. Það er skrítið að sjá smávaxna, fer- skora og snufurslega Ameríkana trítla á eftir hávöxnum, grönnum stúlkum inn á dansgólfið, og það er ennþá spaugilegra að sjá þá dansa hina frumstæðu þjóðdansa sína í takt við tyggigúmmíið. Við píanóiÖ situr ungur piltur. Hann stendur upp að loknum hverjum dansi og skiptir plötu á grammó- fóninum. Músikin er æðisgenginn jass. Þjóðsiðir. Þessir ungu Ameríkanar erú yfir- leitt hæverskir í siðum. Amerískir borðsiðir eru dálítið frábrugðnir Evrópusiðum. Til dæmis skera Am- erikanar kjötið fyrst niður, eins og þegar brytjað er ofan í krakka, leggj a síðan frá sér hnífinn, taka gaffalinn í hægri hönd og matast. Eg sá unga stúlku setjast að borði hjá tveim nettvöxnum ungum mönn- um, sem sátu einir. Þeir stóðu upp, Fulltrúáfundur sjúkrasamlaganna hér á landi var settur í Oddfellowhúsinu í gær k.l ii f. h. Fundinn sitja 14 full- trúar frá 14 sjúkrasamlögum víðs vegar á landinu. Er þetta þriöji fulltrúafundur, sem sjúkrasamlög- in halda. Fjalakötturinn sýnir Leynimel 13 kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiöasala hefst í dag kl. 2. Aöeins 3 sýningar eftir. Næturakstur í nótt. Bifreiðastöö íslands, sími 1540. um leið og hún settist, og þeir stóðu upp, þegar hún fór. Svona kurteisi held eg að ungu mennirnir okkar eigi fæstir til. En hitt var ekki eins fallegt, sem á eftir fór, þvi að þeir mændu báðir á kálfa hennar, þeg- ar hún hafði snúið við þeim bakinu. óbrjótanlegt gler. Kunningi minn hefir bent mér á það, að það sé sjálfsagt að hafa hið svokallaða skothelda gler í bila- rúðum. Ekki af hættu á skothrið, því að það er tiltölulega sjaldgæft, að skotið sé á bila, heldur vegna hins, að þegar bílslys verða, sem ekki er útilokað, eins og umferðinni er nú háttað, þá er algengasta slys- ið það, að fólk meiði sig á gler- brotum. Þó að glerið sé kallað ó- brjótanlegt, er alls ekki þar með sagt, að það brotni ekki, hvað sem á dynur, en það hefir þann kost, að í það koma brestir, en það brotnar ekki í mél. Höll Norðurlanda. „Eg skil ekki, hvað við eigum að gera við að bæta við okkur nor- rænni höll“, sagði ísak ísax upp úr eins manns hljóði í morgunkaff- inu á Hótel Borg. „Við sem sitj- um hérna í The Palace of The North“. r Scrutator: C QaÁdjbi aénemm^s Loðdýraræktin hér á landi hefur gengið saman síð- ustu árin. Frá aðaifundi L. R. t. Dagana 19. og 20. j). m. var aðalfundur Loðdýrarækt- arfélags Islands haldinn hér í Reykjavík og voru mætt- ir 14 fulltrúar fyrir 7 af 10 starfandi félagsdeildum, sem íoru samtals með 344 atkvæði. Samkvæmt skýrslu form. hefir loðdýrastofninn í landinu — og jiar með skinnaframleiðslan — gengið saman síðustu árin, ekki vegna rénandi áliuga fyrir loðdýraræktinni, heldur vegna stórum aukins kostn- aðar við loðdýrahaJdið og sölutregðu á skinnunum, síðan stríðið hófst. Eftir jiví sem næst verður komist um tölu loðdýra í land- inu s. 1. 3 haust hefir hún verið þannig: Silfurrefir: 1940 6060 1941 7160 1942 4200 Blá- og hvítrefir: 1940 1650 1941 1918 1942 < 1030 Minkar: 1940 10000 1941 21224 1942 15709 Vegna þess, að enn vantar framtal frá nokkrum loðdýra- eigendum, víðsvegar á landinu, um loðdýraeign þeirra s. 1. haust, má j)ó gera ráð fyrir, að loðdýraræktin hafi gengið minna saman s. 1. ár en tölurnar sýna. Markaðsverð á þegar seldum skinnum er nú miklum mun betra en i fyrra og þar með betri horfur um sölu þeirra skinna sem enn eru óseld, en það eru þvi nær öll blá- og hvitrefaskinn frá 2 s. 1. árum og um lielming- ur silfurrefaskinna frá s. 1. ári. Hinsvegar eru nú seld öll minkaskinn er Skinnasalan hef- ir fengið til sölumeðferðar 2 s. 1. ór, alls nálega 12000 skinn. Þar af eru seld á erlendum markaði rúmlega 11000 skinn fyrir samtals um 606 þús. krón- ur eða ríflega kr. 55.00 að með- altali hvert skinn. Af tölu minka í landinu s. 1. haust og miðað við framannefnt söluverð má ráða að útflutningsverðmæti minka- skinna á þessu ári nemi fullri 1 millj. króna — þrátt fyrir sam- drátt dýrastofns og þar með skinnaf ramleiðslunnar. Eitt af málum þeim er fund- urinn tók til meðferðar var frumvarp Péturs Ottesen um bann gegn minkaeldi og samþykkti fundurinn í því máli eftirfarandi tillögu: a) Aðalfundur L. R. í. hald- inn í Reykjavik 19. og 20. júní 1943 mótmælir því eindregið að frumvarp til laga um bann gegn minkaeldi hér á landi, flutt af br. alþm. P. Ottesen nái fram að ganga á Alþingi. Engar sannanir liggja enn sem komið er fyrir um það, 'að minkar valdi neinum veruleg- um skemmdum eða skaða hér á Jandi, fram yfir það sem gerist í þeim löndum þar sem þeir lifa viltir, en þar eru skemmdir af þeirra völdum taldar sáralitlar. Tekjur af minkaeldi hafa far- ið drjúgum vaxandi hér á landi á sárafáum árum, sem bezt má sjá af því, að útlit er fyrir að á þessu ári verði flutt út minka- skinn fyrir Um eina millj. kr. Þar sem fastlega má gera ráð fyrir að þessi atvinnuvegur geti átt drjúgan vöxt fyrir höndum, frá því sem nú er, en engar sannanir liggja fyrir um neitt verulegt tjón fyrir landsmenn af hans völdum, er vægast sagt mjög varliugavert að kastað sé á glæ svo miklum útflutnings- verðmætum sem hér um ræðir. að óathuguðu máli. b) Fundurinn lelur hinsveg- ar, að lierða beri'á eftirliti og öllum umbúnaði þessara loð- dýra, frá þvi sem verið liefir þannig, að umbúnaður minka- húsa og öryggi girðinga verði svo fullkomið, að dýrin geti ekki sloppið úr vörzlu, og felur stjórn L. R. í. að koma þessari tillögu fundarins á framfæri við landbúnaðarráðuneytið og við ráðunaut ríkisins í loðdýra- rækt.“ Yegna eftirlits með loðdýra- búum, leiðbeininga til loðdýra- eiganda, merkinga og sýninga lagði fundurinn áherzlu á það, að ríkisstjórnin byggi svo að ráðunaut sínum í loðdýrarækt, að hann geti komist yfir að rækja öll þessi störf sem bezt má verða, en á það hefir skort undanfarið vegna þess að ráðu- nauturinn hefir ekki — þrátt fyrir þráláta viðleitni sína — tekist að fá til fullra umráða nauðsynlegan farkost (bíl) til ferðalaga sinna milli loðdýra- eiganda. Fundurinn lýsti ónægju sinni yfir betri úrlausn um skinna- sölu en útlit var fyrir og batn- andi horfum framundan í þvi efni og skoraðí á félagsmenn að styðja Skinnasöluna sem mest og bezt með því að láta liana selja skinnaframleiðslu sína. Úr stjórninni gengu að þessu sinni H. J. Hólmjám formaður og Tryggvi Guðmundsson vara- formaður, en þeir liafa báðir gegnt þeim störfum allt frá 1. starfsári félagsins — og þakk- aði fundurinn þeim gott og öt- ult starf þeirra í þágu félagsins. Báðir skoruðust undan kosn- ingu og fóru kosningar svo, að formaður var kosinn Bjöm Konráðsson ráðsmaður á Vífils- stöðum með 270 atkv. og með- stjórnandi Guðmundur Jónsson í Ljárskógum með 200 atkv. í varastjórn voru kosnir Metúsalem Stefánsson fyrrv. búnaðarmálastjóri og Pétur Gunnarsson tilraunastjóri. Stúlknr 1—2 stúlkur vantar strax á veitingastofu. Uppl. í Ávaxta- búðinni, Týsgötu 8. (Ekki svarað í síma). Stúlka óskast annari til skemmtun- ar í sumarbústað í Borgar- firði. Uppl. í sima 1907. —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.