Vísir - 24.06.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 24.06.1943, Blaðsíða 3
V ISIK Frú Clnðrnn Gnðlanssdóttir foæjarfHlltrúi: Höfum við kennt börnum þessa lands að byggja siðferði sitt á þeim grundvelli, sem guðstrúin kennir? Ræöa flutt á Landsfundi Sjálfstæðis* manna á Þingvöllum. II nýafstöðnum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var á Þingvöllum dagana 18. og 19. júní s. 1. liélt frú Guðrún Guðlaugsdóttir bæjarfulltrúi mjög eftirtektarvert erindi um trúmál og ])á sér i lagi um kennslu í kristnum fræðum við skólana hér á landi. Út af þessari ræðu frú Guðrúnar flutti próf. Gunnar Thoroddsen alþm. eftirfarandi tillögu, sem var sam- þykkt í einu hljóði: „Landsfundur Sjálfstæðismanna lýsir yfir eindregn- um stuðningi sínum við kirkju og kristindóm og telur það höfuðnauðsyn, að kristileg áhrif aukizt og eflist með þjóðinni.“ Hér fer á eftir í heild ræða frú Guðrúnar: Góðir íslendingar konur og menn! Við erum hér komin saman á hinumi fornhelga stað íslenzku þjóðarinnar til þess að ræða flest þau vandamál, sem lands- menn varða. Það er því vonandi vilji okkar allra, sem hér erum að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem slíkur, sé þess umkominn að geta á hverj- um tima staðið sem framvörður þjóðar vorrar, og þar af leið- andi er þess að vænta, að við gerum okkur það ljóst, að und- t irstöður flokkssamtakanna séu á hverjum tíma hyggðar upp á hinum sterka grundvelli, og á eg þar við samheldni, réttlæti og trausti gagnvart hvor öðrum. „Því réttlætið upphefur fólk- ið, en syndin er þjóðanna skömm“. Þegar við nú ræðum mennta- mál ásamt öðrum þjóðmálum, þá eru það kristindómsmálin, sem verða mér liugljúfust, því að þau tel eg verða á hverjum tíma undirstöðuatriði alh’a ann- arra mála, ef vel á að fara. Það gefur að skilja, að ef við í framtíðinni ætlum að ala upþ góða og göfuga kynslóð, þá ber fyrst og fremst að lteppa að þvi, að börnum þessa lands sé kennt á heilbrigðum grundvelli krist- ínfræði, því að barna-bömin eru kórónur öldunganna, segir í heilagri ritningu. Við höfum reynslu fyrir því, að ekkert hefir bjargað þjóð vorri betur út úr hinum hörmu- legu þrengingum fyrri alda, þegar drepsóttir, hungur, eldgos og ísalög herjuðu þetta land, en einmitt hin sanna trú á guð og kærleika Krists sem sálmaskáldið okkar Hallgrímur Pétursson orti svo fagurt um. Hin kristna trú hefir á hverj- um tíma varpað ljósi inn í hina myrkvu tilveru margra lands- manna vorra. 1 henni höfum við eignast þann gimstein, sem þjóðin má aldrei glata. Trúmálin eiga að vera öllum lijartans mál og því vona eg, að Sjálfstæðisflokkurinn geri þau að sínu stefnumáli, og setji metnað sinn í það að láta aldrei falla í gleymsku að sjá um, að á hverjum tima sé í skólum þessa lands vandað betur til þeirrar kennslu en gert hefir verið á undanfömum árum. Það segir sig sjálft, að hver og einn getur ekki verið fær um að kenna kristinfræði. Þarna þarf að breyta um frá því sem er og fá þessa kennslu í hendur áhugasömum og trúuðum mönnum. Ef þjóð oklcar á að vegna vel, þá er ekki sízt undir því komið, að kristinfræði sé kennd sem undirstöðuatriði allra annarra fræðigreina, en ekki kastað að því höndum eins og reynslan ber vitni um, því að ekki verður það hrakið, að mörg dæmi eru til, þar sem börn koma til ferm- inga kunni ekki boðorðin og jafnvel ekki faðirvorið. Siðan hernámið fór fram hér á landi, þá hefir mikið verið rætt og ritað um æsku þessa lands og framferði liennar og má þar kenna margra grasa. Sé nú sekt liinna ungu svo þung sem fólk vill vera láta, hverjum er þá um að kenna? Getum við ekki hin eldri tekið nokkuð til okkar af hinni þungu sök, sem á æskuna er borið? Höfum við kennt börnum þessa lands að byggja siðferði sitt á þeim grundvelli, sem guðstrúin kennir? Við skulum vera hreinskilin við sjálfa okkur og kannast við, að við höfum ekki verið nógu vel á verði fyrir æskunnar hönd. En það er annar flokkur í þessu landi, sem hefir haft meiri af- skipti af hinni uppvaxandi kyn- slóð en Sjálfstæðisflolckurinn. Meðan við höfum haldið að okkur höndum og leitt hjá okk- ur kristindómsfræðsluna, þá hafa aðrir séð sér slag á borði og afvegaleitt æskuna. Við höf- um þegjandi horft á vélráða- mennina vekja illdeilur og róg- berana valda vinaskilnaði. Sá flokkur sem þetta hefir gert kallar sig Sósíalistaflokk áður kommúnista. Nú 1. maí síðastliðinn gaf að líta heilan hóp barna ganga um götur Reykjavíkurbæjar undir rauðum fánum berandi gömul kröfuspjöld. Ekki var þar ís- lenzki fáninn með. Börn þessi, sem hér um ræðir voru á að gizka á aldrinum 4—10 ára. Enginn fullorðinn var í för með þessum börnum. Þau sungu Internationalen og aðra álíka söngva og voru furðanlega sam- æfð. Mér verður á að spyrja: hvemig fer fyrir okkar þjóð, þegar slíkur æskulýður vex upp, hvernig fáum við afstýrt slíku uppeldi ? Við megum vera þess full- viss, að sú sundrung, sem nú er með þjóð vorri á stjórnmála- sviðinu er ekki sízt af því sprott- in, að kærleiksgrundvöllinn í samstarfinu vantar. Kennið því hinni uppvaxandi æsku að ganga þann veg, sem liggur til velfarnaðar og blessunar í framtíðinni. Mig langar til að skjóta hér inn í þó að það beinlínis komi ekki þessu máli við: Þegar Bandalag kvenna hélt landsfund sinn 1. maí síðastl. fór eg til þess að hlusta á mál þau, sem þar voru rædd. Það var sann- arlega ánægjulegt að vera þar, og heyra þann samhug sem þar ríkti. Allar vildu þær gera allt hið bezta þjóð vorri til heilla. Eg þarf ekki að taka það fram, að aðalmálin, sem þar voru rædd snerust um að undirbúa liina verðandi móðir sem bezt undir öll þau störf, sem stöðu hennar eru nauðynleg. Ein var sú kona, sem vakti hjá mér sérstaka lirifningu, það var skólastýran á Hallorms- stað frú Sigrún Blöndal. Auk þeirra námsgreina sem ávallt eru kenndar í liúsmæðraskólum landsins liafði hún af eigin livöt | tekið upp hjá sér, að láta kenna kristin fræði og Islandssögu. Þetta fannst mér vera þess virði, að eg tel skyldu mína að ! gera það kunnugt liér á þessum f jölmenna fundi, í von um það, að þeir fulltrúar, sem orð mína heyra, setji sér það takmark að vinna að því á liverjum tíma að þessar námsgreiriar verði tekn- ar Lipp í öllum liúsmæðraskól- um landsins, þvi það veltur ekki svo lítið á því, að liin verðandi móðir fái lært svo vel þessar fræðigreinar, að hún sem slik geti orðið fær um að sá hinu fyrsta frækorni kristindómsins og föðurlandsástarinnar í lijarta hins litla barns. Eg vil nú ljúka máli mínu með þeirri einlægu ósk, að for- ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sjái sér fært að talca orð mín til greina og skipi nefnd nú á þess- um landsfundi til þess að und- irbúa tillögu hvemig við bezt getum hagað kristindóms- kennslu æskulýðsins í barna- skólum og öðrum skólum lands- ins í framtiðinni. Kennum hin- um ungu að skilja og virða gildi þessara setninga: Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Gott herbergi í nýju húsi, er til leigu. Sá, sem gæti lánað kr. 10.000.00 gengur fyrir. Tilboð, merkt: „123“ send- ist afgr. Vísis í dag. Nokkrir fallegir Pelsar til sölu með tækifærisverði. Vesturgötu 35 kl. 7—9 i kvöld. K. R. R. 1. S. t Útvarpið í kvöld. 19,25 Hljómplötur: Danslög. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): a) Lagaflokkur eftir Mendelssohn. b). Marz eftir Wittittz. 20.50 Minnis- verS tíSindi (Jón Magnússon fil. cand.). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Upplestur: Smásaga (Sig- urður Skúlason magister). 21.25 Tónleikar (plötur). 21.30 Ávarp 1 frá Ferðafélagi Islands, sumiar- ferSir (Kr. Ó. Skagfjörð). 21.40 Hljómplötur, íslenzk lög. Ameríska útvarpið í kvöld. Kl. 22.00 Fréttir. 22.30 Stúlka úr RauSa krossi U.S.A. leikur á píanó. — Þess skal sérstaklega getið hér, að stúlka sú, er leikur á píanó í ameríska útvarpinu, er heimsfrægur pianóleikari. Hún vinnur í RauSa krossi U.S.A. og verSur nafns hennar því ekki getiS. Sundhöllin. Sú ákvörSun hefir veriS tekin af forráöamönnum Sundhallarinn- ar, að loka henni í hálfan mánuö í sumar, vegna þess aS nauSsyn ber til aS mála laugarsalinn. VerS- ur lokað þ. 18. júlí n. k., og fer allt starfsólk Sundhallarinnar í sumarleyfi á meSap. Hjúskapur. Á morgun verða gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Ara- dóttir, skrifstofumær á Skattstof- unni og Ólafur Björnsson dósent við Háskólann. Föðurbróðir brúð- arinnar, síra Þorsteinn Jóhannes- son, prófastur í Vatnsfirði, fram- kvæmir vigsluna, sem fer fram i Háskólakapellunni. Hjónaefni. Á hvítasunnudag opinberuSu trú- lofun sína GySa Hansdóttir, Bald- ursgötu 27 og Ólafur Eyjólfsson, Veghúsastig 1 A. Íslandsmdtið Áttundi leikur í kvöld kl. 8.30 keppa Aknreyriögar og E.B. Nú fara alllr út á vðll í göða veðrinu, til þsss að borfa á spennandi leik. Mótanefndin. 2 stúlknr vantar strax á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Uppl. gefur ráðskonan. tshrasrivél lítil með mótor — óskast til leigu eða kaups. Uppl. á AFGR. ÁLAFOSS. Ibnð 3 til 4 herbergi og eldhús óskast nú þegar eða 1. októ- ber. Má vera kjallari eða hæð í gömlu húsi. Nokkur hjálp við innrétt- ingu, breyting á húsi eða standsetningu á lóð, getur komið til greina. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 4226. Sendisveinn óskast allan daginn eða frá 2—6. GUFUPRESSAN STJARNAN, Kirkjustræti 10. Ntiillcu vantar við létta vinnu. GUFUPRESSAN STJARNAN, Kirkjustræti 10. Kápubúðin Laugaveg 35. — KÁPUR verð frá kr. 200.00. Kjólar frá kr. 75.00. Taubútasala í nokkra daga. Sig. Guðmundsson, sími 4275. lítið kvenúr í kápu eða dragt- arvasa sínum eftir kl. 4 í gær í sundlaugunum vegna mis- gripa er beðin að gera aðvart í Miðstræti 6 eða i síma 4774. Karl Moritz. Kristján Goðlaegsson Hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutimi 10-12 og 1-6. Hafnarhúsið. — Sími 3400. Hjartanleffd þakka éff öllum þeim mörgn, cr sijndu mér mnarhug á sjötugsafmæli mínu, 17. júni. Ragnheiður T"orfadóttir. Frá Mæðrastyrksnefnd. Konur, sem ætla að sækja um dvöl i sumarheimili Mæðrastyrksnefndar fyrir mæður og börn að Reyk- holti i Biskupstungum, eru beðnar að ö.oúa sér sem fyrst til skrifstofu nefndarinnar, Þinghoitsstræti 18, kl. 3—5 alla virka daga nema laugarttoga. J Laxfo§§ fer til Borgarness á laugardag kl. 13,30, en ekki kl. 14 eins og misprentast hefir i áætluninni. Telpu nýkoitinlr Verð frá kr. 20,00 Niels €arl§isoKi Co. Laugaveg 39 Beztu k|ötkaapln Fyrst um sinn seljum vér vænt og ágæO.ega verkað stórhöggið, saltað dilkakjöt fyrir kr. 5.00 — fimm krónur — kílóið, enda sé tekið minnst % skrokkur (þ. e. 6—3 kg.) og kaupandi sæki kjötið hingað á staðinn. Frystihúsið Hexðubreið Fríkirkjuveg 7. Tilkyimfng til innflytjenda Úthlutað verður innan skamms gjaldeyris- og inn- flutningsleyfum fyrir vefnaðai’vörum og skófatnaði frá Ameriku. — Umsóknir sendist fyrir 1. júlí n. k. Gólfteppi verða undanskilin á leyfum fyrir vefnað- arvörum, og leyfi fyrir skófatnaði verða eldri Játin gilda fyrir neinum skófatnaði úr gúmmi. 24. júní 1943. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. Hjartanlegustu þakkir færum við öllum þeina, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Siguröar Sigurdssonar skipsfjóra Ágústa JónsdóttM og börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.