Vísir - 30.06.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1943, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hreinlætisvikan í Framsóknazflokknum ankennilegt er það, að Tíminn vil ekki viður- kenna, að Jónasi Jónssyni sé meinað rúm i blaðinu, þótt liann hafi lýst yfir því sjálfur, að framvegis muni liann beina skrifum sínum i aðra átt, eða til blaðsins Dags á Akureyri. Formaður Framsóknar hefir ekki látið lenda við orðin tóm, en hefir þegar birt fyrstu fram- leiðsluna í Degi. Þrátt fyrir þetta vill Tíminn ekki viður- kenna að ástandið sé eins og það er í flokknum, og kallast l>að á venjulegu mætlu máli að berja liöfðinu við steininn. En hvað um það. Þetta er einka- mál, sem ekki varðar aðra. Vísir hefir lítið lagt til deilu- málanna innan Framsóknar- flokksins, einfaldlega af þeim sökum, að blaðið hefir ávallt verið þeirrar skoðunar, að Framsókn væri ómerkilegur flokkur og öll hennar mál væru ómerkileg. Starf flokksins hefir einkehnt þjessi ful’ðulegi við- rinisháttur, að vera og vera ekki, en halla undir flatt sitt á hvað og brosa til liægri og vinstri, og nú upp á síðlcastið út í bæði munnvik og lenda þannig einhversstaðar út í al- deyðunni eða „bláa gatinu“, eins og sagt hefir verið. Þegar ofan á allar aðrar hrcllingar bætist það, að formaður flokksins flýr af hinu sökkvandi skipi, segir sig sjálft að ekki er verulegu púðri á flokkinn eyðandi, með því að liann gengur með innan- anmein, sem verður honum að aldurtila, — jafnvel þótt lijálp- andi læknishendur reyni að koma í veg fyrir það. Formað- ur Framsóknarflqfkksins er í rauninni flokkurinn sjálfur. Hann hefir til þessa átt á að skipa gervimönnum., sem hann hefir sjálfur gert stóra, en verða hverfandi litlir og auð- virðilegir, er hans nýtur ekki lengur við. Þetta eru sannindi, sem ekki þarf að segja, en virð- ist þó réttlætanlegt, af þeim or- sökum einum, að smápeðin í Framsóknarflokknum ganga með þá hundadrauma, að þau geti orðið að konungi eða drottningu. Af góðhjartaðri um- hyggjusemi vill Vísir vara þessa rnenn við að dreyma sig stóra, sökum þess, að þeir verða aldrei annað en það, sem þeir eru — agnarlitlir. Fyrsta skilyrði til þess, að þeir verði til einhvers nýtilégir, er að þeir viti eigin vantkanta, en gangi ekki i þess- ari meinleysislegu, sauðmóruðu Framsóknar-værð út i opinn dauðann. Timinn fullyrðir að Vísir hafi haldið þvi fram, að Jónas Jóns- son fengi ekki að birta greinar sínar i Degi. Þetta er með öllu rangt. Hér í blaðinu hefir ein- mitt verið frá því skýrt, að í rauninni væri Framsóknar- flokkurinn fluttur til Akureyr- ar, með þvi að formaður flokks- ins hefði helgað sér þar vett- vang. Hér í höfuðstaðnum ríkti almennur fögnuður yfir þessu, og þótti það meiri landhreinsun en þótt allt göturykið hefði verið afmáð, en það er talið versti Rúm milljón i ríkissjóð vegna hlutabréfasölu. íkissjóður fær um þessar mundir nokkuð á aðra milljón króna í skatt frá ýmsum aðilum, er hagnast hafa á hluta- hréfasölu, en til þessa ekki greitt skatt nema af nafnverði bréf- ana. Þessar tekjur ríkissjóðs byggjast á liæstaréttardómi í máli tollstjórans í Reykjavík f. h. ríkissjóðs gegn Gunnari Guð- jónssyni skipamiðlara. ELn svo sem kunnugt var, var um það deilt hvort Gunnar skyldi greiða skatt af nafnverði seldra hlutabréfa er nam 16 þús. kr. eða hvort liann skyldi greiða skatt af söluverði þeirra að upphæð 400 þús. kr. Féll hæsta- réttardómurinn ó þá leið, að það væri söluverðið en ekki nafnverðið, sem skvldi skatt- leggja. Nú stóð áþekkt á fyrir ýmsum öðrum aðilum er selt höfðu hlutabréf sín, og var beðið eftir úrskurði hæstaréttar í máli Gunnars Guðjónssonar þar til frekari skattgreiðsla færi fram. Er það nú upplýst að alls mun ríkissjóður hagnast um 1060 þús. krónur á umræddum úr- skurði liæstaréttar, að því er Eimskipafélagið Isafold varðar, en auk þess stendur líkt á með ýms fyrirtæki önnur. r ■ i nstar foriHDia siDum. Þjóðviljinn 27. júni ber sig illa út af tillögu þeirri, sem samþykkt var á Landsfundi Sjálfstæðismanna, i sambandi við erindi, sem eg flutti þar um nauðsyn kristindómsfræðslunn- ar. H. P. gengur fram á vígvöll- inn með liinu margþekkta kommúnistaorðbragði, eins og hans er von og vísa. Það virðist eiga hér vel við, að taka hið góða og gamla spakmæli, að „sannleiltanum verður hver sárreiðastur“. Hann veit sem er að fylgi Sjálfstæðisflokksins héfir ekki sízt byggzt upp á því, að flokkurinn hefir á hverjum tíma haft á að skipa trúuðum og góðum mönnum, sem meira hafa lagt upp úr því, að reyn- ast þjóð sinni nytsamir menn og aukið fylgi flokksins, með því að vinna að velferðarmál- um íslands og íslenzku þjóðar- innar, en forðast að lenda í liópi þeirra, sem vilja gera þjóð sína að ánauðugum þrælum annarra stórvelda. Sjálfstæðis- flokkurinn mun á hverjum tíma telja það lán sitt að kunna að meta kristindóm og kirkju »Scrutator og mun því ávallt neita að taka boði H. P. um að spenna fjand- ann fyrir kerru sína. H. P. má vera viss um það, að hann fær að halda foringja sínum og bróður fyrir rússnesku kerr- unni. Við neitum að taka á móti honum, við mótmælum öll. Guðrún Guðlaugsdóttir. Síldveiðaznar. S. 1. laugardag var útrunninn frestur sá, sem ákveðinn hafði verið til þess að tilkynna skip, sem ætluðu að leggja inn síld hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins á þessu sumri. Bárust aðeins umsóknir frá 22 skipum, með kjörum þeim, sem auglýst höfðu verið, en 45 skip myndu hafa sótt, ef verk- smiðjurnar greiddu fast verð, kr. 18.00 fyrir miálið. Engar umsóknir bárust frá 15—20 skipum, sem fastlega var búizt við, að skipta myndu við verksmiðjurnar. Verksmiðjustjórn Síldar- verksmiðju rikisins hefir nú farið J>ess á leit við formenn þingflokkanna, að þeir komi því til leiðar við rikisstjórnina, að ákvörðuninni um síldarverð- ið verði breytt þannig, að verk- smiðjunum verði heimilað að kaupa síldina fyrir fast i verð, 18 krónur á málið, af þeim, sem óskuðu þess. Nú hafa þrír stjórnmálaflokk- arnir (allir nema Framsókn) skrifað atvinnumálaráðherra, Vilhjálmi Þór, og krafizt þess, að farið verði eftir tillögum meirihluta verksmiðjustjórnar- innar og greitt kr. 18.00 fyrir málið. Ðæstu útsvörin í Reykjevík. ÞESSIR GJALDENDUR HAFA YFIR 20 ÞÚSUND KRÓNA ÚTSVAR: Nœturakstur. Bifröst, sími 1508. Nœturvörður. Reykj avíkur apótek. Næturlæknir. Slysavarðstofan, sími 5030. Misritazt hafði í blaðinu í gær fæðingar- hafn frú Use Blöndal. Nafnið er Luchterhand, en ekki Lutter. Leiðrétting1. I forystugreininni í gær misprent- aðist setning í 2. dálki 5.—6 1. a. o. „meðan hún var hér“, les: „meðan hún var og hét“. Útvarpið í kvöld. Kl. 20,30 Útvarpssagan. Loka- lestur. 21,00 Hljómplötur: íslenzk- ir kórar. 21,10 Erindi: Hvað á að gera, ef slys ber að höndum? (Jón O. Jónsson fulltrúi). 21,30 Hljóm- plötur: Ýms þjóðlög. Aðalsafnaðarfundur Hallgrímssóknar verður haldinn annað kvöld kl. 8í húsi K.F.U.M. Til meðferðar verða sömu mál og annara safnaða og auk þess kirkju- byggingarmálið og happdrættið. Kveldúlfur h.f. 120000 Alliance 90000 S. í. S. 75000 Shell á íslandi 75000 Olíuverzl. ísl. li.f. 70000 Gamla Bíó 65000 Haraldarbúð h.f. 65000 Egill Vilhjálmsson 60000 Slippfélagið li.f. 60000 Steindór Einarsson 60000 Egill Skallagr. 58000 Fr. Bertelsen & Co. h.f. 55000 Ó. Johnson & Kaaber 55000 Max Pemberton h.f. . 55000 Edda h.f. 53000 Geysir h.f. 50000 Hamar li.f. 50000 Hið ísl. steinolíufél. 50000 Héðinn h.f. 50000 Karlsefni li.f. 50000 Nýja Bíó 50000 Timburv. Völundur 50000 O. Ellingsen 48000 E. Kristjánsson & Co. 46000 Garðar Gíslason 46000 Jóhannes Jósefsson 46000 Askur h.f. 45000 Hallgr. Ben. & Co. ' 45000 Harpa li.f. 45000 Helgafell h.f. 45000 tsafoldarprentsm. 45000 Ragnar Blöndal h.f. 45000 Stálsmiðjan 45000 Kol & Salt h.f. 44000 Hrönn li.f. 43000 Ásbjörn Ólafsson 42000 Lárus G. Lúðvígsson 42000 Edinborg 40000 Gunnar V. Þórðarsón 40000 J. ÞorJ. & Norðmann 40000 Litir & Lökk 40000 Jóhann Ólafsson & Co. 38000 Ólafur Magnússon 38000 Smjörlíkisgerðin h.f. 36000 Alm. byggingafél. 35000 Daníel Þorsteinsson & Co. 35000 Höjgaard & Schultz 35000 KRON 35000 Marleinn Einarsson 35000 Nathan & Olsen 35000 Niðursuðuverksm. S.I.F. 35000 Sigursveinn Egilsson 35000 Skjólfatagerðin 35000 Sláturfél. Suðurlands 35000 I. Brynjólfsson & Kvaran 33000 O. H. Iielgason, Þing. 34 32000 Schopka, Julius 32000 Heildv. Ásg. Sigurðssonar 31000 Bernhard Petersen 30000 Félagsprentsm. 30000 Fossberg, Gunnl. 30000 H. Kjartansson, Ásv.g. 77 30000 H. Ólafsson & Bernhöft 30000 Lúðvík Einarsson 30000 Pipuverksmi. 30000 G. Helgason & Melsted 28000 Hvannberg, Jónas 28000 Freyja, sæl. og efnag. 28000 Alþýðubrauðgerðin 27000 Ólafur Gíslason & Co. 27000 Thorarensen, Stefán 27000 Thorst. Þ. Scheving 27000 Nói, brjóstsykursgerð 26000 Akur h.f. 25000 Fylkir h.f. 25000 Gunnar Bjarnason 25000 Leðurgerðin h.f. 25000 Páll Stefánsson 25000 Petersen, Guðrún 25000 Smári h.f. útg.fél. 25000 Sig. Thoroddsen 25000 Vinnufatagerð Isl. 25000 Efnagerð Reykjavíkur 24000 Kexverksmiðjan Esja 24000 Biering, Hinrik 23000 Helgi Magnússon & Co. 23000 Kristján Siggeirsson 23000 O. H. Helgason & Co. 23000 Prentsm. Edda 23000 Verksm. Fram h.f. 23000 Sig. B. Sigurðss., Sólv. 10 22500 Ebenezer G. Ólafsson 22000 Egill Benediktsson 22000 Jón Björnsson, kaupm. 22000 Týli h.f. 22000 Kexverksmiðjan Frón 21500 Árni Árnason, Háv.g. 7 21000 Feldur h.f. 21000 Sanítas 21000 Alþýðhús Rv. h.f. 20000 Ingólfshvoll 20000 Sjóklæðagerð Isl. 20000 Armann vann Rvíkur- boðhlaupið. I Reykjavíkurboðhlaupinu, sem fram fór í gærkvöldi, sigr- aði Glímufélagið Ármann. Er þetta í þriðja skipti í röð, sem Ármann vinnur þetta hlaup, en fimmta skipti, sem keppni fer fram í því. Úrslit urðu þessi: Ármann 18.35.0 mín. K. R. 18.39.6 mín. og' I. R. 19.06.6 mín. I Ármanns-sveitinni voru þessir menn: Ilaraldur Þórðarson, Evert Magnússon, Bragi Guð- mundsson, Stefán Jónsson, Sör- en Langvad, Hörður Kristófers- son, Sigurður Nordalil, Jóhann Eyjólfssón, Oddur Helgason, Kristinn Helgason, Halldór Sig- urðsson, Baldur Möller, Árni Kjartansson, Hörður Hafliðason 'Og Sigurgeir Ársælsson. Keppni J>essi var í senn spennandi og skemmtileg. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Fjóla Guðmundsdóttir og Kjartan Hannesson frá Stóra-Hálsi í Grafningi. Félag garðyrkjumanna er nýstofnað, og er starfssvæði þess allt landið. Stofnendur eru 30. Formaður er Hatikur Kristófersson. n MgAcIvl aÉmmnwgs Sumardvalanefnd: 550 börnum kom- ið i sveit. Sumardvalarnefnd er nú bú- in að ráðstafa um 550 bömum í sveit, á barnaheimili eða bæi. Starfrækir nefndin 8 barna- heimili, þar sem eru samtals 457 börn. Eru flest þeirra, eða 115, að Reykholti í Borgarfirði. Þar hafa nokkur börn fengið mislinga, en þau eru öll að frískast. Skarlatssótt kom upp í Reykholti, en ekkert barnanna tók veikina. heilsuspillir í Reykjavik eins og sakir standa. Dómkirkjan í Köln. í hvert skipti, sem eg hefi frétt að Bretar hafi varpað sprengjum yfir Köln, hef eg óttast að einhver þeifra hefði fallið á dómkirkjuna. Þessi ótti minn er ekki ástæðulaus, þvi að dómkirkjan liggur svo að segja fast að aðaljárnbrautarstöð- inni. En járnbrautarstöðin er þýð- ingarmikill samgönguhnútur og þvi girnilegt skotmark. Það tók meir en sex hundruð ár að fullgera þessa miklu kirkju, því að smíði hennar var hafin árið 1248. Kórinn var fullgerður 1322 og srníði aðalkirkj- unar miðaði hægt áfram til loka miðalda, en þá stöðvaðist hún með öllu um margar aldir. 1823 var loks byrjað að fullgera hana, og öll var hún fullgerð 1880. Meginkirkjan er í fimm gólfum (eða skipum), en þrigólfa þverskip myndar kross- mark í grunnflötinn. Kirkjan er 135 metrar á lengd og 61 m. á breidd og gengur næst Péturskirkj- unni í Róm, dómkirkjuni í Mílanó, Pálskirkju í London og Sofíumust- eri Miklagarðs að stærð. Tveir meginturnar kirkjunnar á vesturhlið eru 157 metra háir hvor — hæstu kirkjuturnar heims. Loftárásir á kirkju og menningu. Eg hlustaði í gær á þýzka útvarp- ið, aðallega til að fá nákvæmar fregnir af skaðanum, sem orðið hef- ir á kirkjunni. Eftir lýsingu Þjóð- verja er hann allmikill, en þó eigi meiri en svo, að vel má við gera. Hitt furðaði mig, með hvílíkri helgislepju og hræsni nazistar töl- uðu um þennan „helgidóm, kristins siðar“ og „menningararf margra kynslóða“. Þeim virðist auðvelt að gleyma loftárásinni á Coventry og dómkirkjuna þar, eyðileggingu Rot- terdamborgar og Lárenskirkjunnar þar( menningararfur frá 15. öld), eyðileggingu Belgrad-borgar, loft- árásunum á London (þegar tvær sprengjur hæfðu Pálskirkjuna). Þá er heldur ekki furða, þótt þeir hafi gleymt meðferð sinni á forvígis- mönnum kristins siðar, Innitzer kardínála í Vín og prestum hans, séra Niemöller, Berggrav biskupi og svo framvegis — og svo fram- vegis — eða sinni eigin menningu og kristna bræðraþeli í framkom- unni við kynbræður mannsins sonar. Kölnarborg. Borgin Köln er á ensku og frönsku nefnd Cologne og er að öðru leyti frægust fyrir framleiðslu sína á Kölnarvatni (Eau de Co- logne). Einhver frægasta tegund Kölnarvatns nefnist 4711, og er nefnt svo vegna þess, að elzta verk- smiðjan er til húsa í Glockengasse (Klukkugötu) númer 4, 7 og 11. Þegar túristum er sýndum bærinn, er kirkjan sýnd fyrst, síðan Glock- engasse og loks gamall brunnur, en úr honum segja ferðamannaleiðtog- arnir að Kölnarvatnið spretti. Blað, sem áður var talið eitt merkasta blað Evrópu, „Kölnische Zeitung“, kemur enn út í borginni, en flyt- ur nú sama graut í sama nóa. Borg- in byggðist annars skömmu eftir Krists burð. Þar var rómverskt vígi, en landið umhverfis það var nefnt Colonia Agrippina, og af „kóloni- unni“ dró borgin nafn sitt. Síðast þegar eg sá dómkirkjuna í Köln, voru langir hakakrossfánar hengd- ir á stöng meðfram allri meginkirkj- uni til allra hliða. Þá skildi eg hvað það var að saurga kirkju. • Merki dagsins. „Svo maður tali nú um loftvarna- merki,“ sagði Bernódus Jósafaz seinlega, „þá finnst mér okkur vanta orð yfir merki, sem gefin eru þeg- ar hættan er liðin hjá. Mætti ekki kalla þau frímerki?“ — „Slúður,“ sagði Isax drembilega, „frímerki eru ekki gefin, þau eru seld.“ Higr vantar ibúð strax. Jón Þorsteinsson skósmiður, Lækjargötu 6. Stúlku vantar á Klepp-spítalan. — Uppl. lijá yfirhjúkrunar- konunni. Sími 2319 eða 2317. Amerískir kjólakragar nýkoitmir. Glæsilegt úrval. H. Toft Skólavörðustíg 5 Sixni 1035 ÍBÚÐ Óska eftir 1—2 herbergj- um og eldhúsi frá 1. júlí til 1. október. — Fyrirfram- greiðsla. Tilboð, auðkennt: „Bilaviðgerðir“ sendist Vísi fyrir laugardagskvöld. Vörubíl! 2 tonna Chevrolet 1933 til sölu. Ný gúmmí. Til sýnis á Laugarnesveg 43, sírfti 2Ö60, eftir kl. 5. getur fullorðinn maður feng- ið nú l>egar við bílasmuni- ingu. H.f. EGILL VILHJÁLMSSON ranoi 2—3 vikur. Helga Níelsdóttir og Pálína Guðlaugsdóttir gegna störfum fyrir mig á meðan. Vilborg Jónsdóttir, ljósmóðir. ii jakkar (sumarjakkar) og LJÓSAR BUXUR aðeins kr. 278 settið. Einnig eru fyrirliggjandi. samkvæmisföt og dökk, vönduð spariföt. KLÆÐAGERÐIN Elltíma Skólavörðustíg 19. Sími 3321. vörumiðAR— VORUUMBÚÐIR TEIKNARI:STEFAN JONSSON

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.