Vísir


Vísir - 30.06.1943, Qupperneq 3

Vísir - 30.06.1943, Qupperneq 3
V I 3 I R Minningarorð um Óla Kr. Ólsen. í dag verður jai'ðsunginn ,Óli Ki'istján Ólsen sjómaður, Laugavegi 11, er andaðist 20. þ. m. á Landspítalanum. — Óli var fæddur á ísafirði 6. júli 1809. Faðir lians, Pétur Anton Olsen, var norskur, og kom hingað til landsins árið 1882, og var þá skipstjóri og skytta á hvalveiðibát. Stundaði liann þau störf urn fjölda mörg ár hér við land, og hyggði hér sitt heimili, og giftist íslenzkri konu , Jarþrúði Oddgeirsdóttur. Áttu. þau hjónin um mörg ár heima hér í Reykjavík; var Pét- ur A. Olsen hér vel þekktur borgari, enda mesti dugnaðar- og heiðursmaður. Hann andað-, ist árið 1931. Óli Kr. Ólsen átti jafnan heimili sitt liér í Reykjavík eft- ir að foreldrar hans flutftst hingað árið 1912. Hann hyrjaði störf sín* á sjónum um ferm- ingaraldur, og þar var hans starfssvið alla æfi síðan. Vann hann mest á fiskiskipum og var oft langdvölum fjarri fóstur- jörðinni, sigldi þá um mörg höf og koríi lil margra landa. Á slíkum ferðum kynnist sjómaðurinn mörgu, og verður fyrir margvíslegum álirifum í misjöfnum félagsskap. Þarf ])á oft mikinn sálarstyrk og líkams- þrek til að standast allar ágjaf- ir og veltur, sem lífsfleyið tek- ur og æskumanni mætir meðal framandi manna fjarri ættjörð og vinum. En heim leitar hug- uxánn og minningar og vers eru manninum styrkui', og aftur kom Óli jafnan úr þessum ferð- um, minnugur móðui'handa, með dáð og drengskap í lijarta, glaður að liitta góða vini hér heima. Á íslenzkum fiskiskipum vann Óli Ólsen einnig oft og lengi, bæði sem liáseti og starfs- maður í vélarúmi, t. d. er hann á togaranum Nii'ði fyrri stríðs- ái'i, en fór af skipinu ferðina áður en því var sökkt. Siðast var Óli vélamaður á L.v. Jai'linn, en fór af því slcipi skömmu áð- ur en það fór sína siðustu ferð til Englands. Óli Ólsen vann þannig alla ævi hin rnestu nytja- störf, en eins og rnargur sjó- maðui'inn, oft við óblíð kjör og lítil þægindi, þar sem lögð er fram öll lífsoi'ka til að vinna verðmæti sem þjóðin getur aldrei án verið, það ber að þakka og muna. Óli Kr. Ólsen var giftur Ólafiu Sigurðardóttui', og eignuðust þau einn son sem nú er 16 ára. Móðir Óla er á lífi og tvö syst- kini búsett hér í bænuni. Óli Ólsen var vel látinn af sínum fé- lögum, og þeim er honum kynntust. Hann var þrekmikill og hugprúður, og gekk ótrauð- ur að störfum sínum á sjónum, og þótti öllum þar gott með lionum að vinna. Hann var og heilsuliraustur alla ævi, en kenndi sér meins fyi'ir nokki'- um máríuðum, þess er dró hann til dauða og þjáðist liann mikið siðustu vikurnar sem hann lifði, en tólc því sem öðru með æðruleysi og kvaddi hér vini sína vongóður um hina síðustu ferð. K. Ó. Nýir gestgjafar að Kolviðarhóli. Frú Valgerður Þórðar- dóttir heiðruð. Eins og' áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu hafa þeir Da- víð Guðmundsson og Svavar Kristjánsson tekið við rekstri Kolviðarhóls. I gær buðu þeir blaðamönnum til veglegrar veizlu á Hólnum, voru þar enn- fremur mættir helztu foryztu- menn úr stjórn skíðadeildar I. R., formaður félagsins, sýslu- maður Árnessýslu, Páll Hall- grímsson, og loks frú Valgerður Þórðardóttir, sem nú er hætt veitinga- og búrekatri á Hóln- um. Við þetta tækifæri var frú Valgerður heiðruð með fallegri gjöf frá sýslunefnd Árnessýslu og Búnaðarsambandi Suður- lands, er sýslumaður færði henni. Var það stórt og for- kunnarfagurt silfurker. Eftir- farandi bréf eða ávarp fylgdi gjöfinni: „Á aðalfundi sínum þann 29. apríl s. 1. fól sýslunefndin í Ár- nessýslu mér að færa yður, hátt- virta frú, kveðju nefndarinnar með þakklæti hennar og sýslu- búa fyrir langt og óeigingjarnt starf yðar á hinum fjölsótta gististað, Kolviðarhóli. Meðfylgjandi silfurker er við- urkenningarvottur yður til Jianda frá sýslunefnd Árnes- sýslu og Búnaðarsambandi Suð- urlands. Virðingarfyllst Páll Hallgrímsson.“ Ennfremur tilkynnti Jón Kaldal, frú Valgerði, að nokkrir vinir hennar irínan í. R. liefðu ákveðið að gefa henni útvarps- tæki og vindrafstöð og myndi henni yerða fært það síðar. Undir borðum var fjöldi ræðna fluttur og aðallega mælt fyrir minni gestgjafa, bæði frá- farandi og þeirra er við liafa tekið. Þeir Davíð og Svavar munu kappkosta að halda við þeirri gestrisnihefð sem ríkt hefir á Hólnum alla tíð frú Valgerðar. Þeir munu taka að sér veizlur og samsæti a. m. k. yfir sumar- mánuðina, og hafa allir er gist liafa Hólinn, eða notið_ annarra veitinga hjá þeiin félögum, látið í ljósi eindregna ánægju yfir rausn og myndarskap i liví- vetna. Niðurjöfnunarskrá Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara i Reykja- vik fyrir árið 1943 liggur frammi almenningi til sýnis i skrifstofu borgarstjóra, Austur- stræti 16, frá 30. júní til 13. júlí næstkomandi, kl. 10—12 og 13—17 (þó á laugardögum að- eins kl. 10—12 b Kærur yfir útsvörum skulu komnar til nið- urjöfnunarnefndar, þ. e. í bréfakassa Skatt- stofunnar i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, áður en liðinn er sá frestur, er niðurjöfnunar- skráin liggur frammi, eða fyrir kl. 24 þriðju- daginn 13. júlí næstkomandi. Þennan tíma verður formaður niðurjöfnun- arnefndar til viðtals í Skattstofunni, virka daga, aðra-en laugardaga kl. 17—19. Borgarstjórinn i Reykjavjk, 29. júni 1943. Bjarni Benedikts§on BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VÍSL Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið, með tilliti til lækkaðr- ar vísitölu, að frá og með 1. júlí n, k. megi saumalaun ekki vera hærri en hér segir: I. Klæðskeraverkstæði: Á ldæðskerasaumuðum karlmannafötum mega saumalaun eigi vera hærri en kr. 300,00 fyrir ein- hneppt föt, en kr. 310,00 fyrir tvíhneppt. Fyrir klæðskerasaumaðar kvenkápur mega sauma- laun vera liæst kr. 172,50, en fyrir dragtir kr. 190,00. Fyrtr algenga skinnavinnu á kvenkápum má reikna hæst kr. "19,00, auk hinna ákveðnu saumalauna. II. Hraðsaumastofur: Fyrir hraðsaumuð karlmannaföt mega saumalaun vera hæst kr. 254,00. Hjá klæðskeraverkstæðum og hraðsaumastofum skulu saumalaun á öðrum tegundum fatnaðar en að ofan greinir lækka til samræmis. III. Kjólasaumastofur: Saumalaun á kápum mega hæst vera kr. 141,50, nema um algenga skinnavinnu sé að ræða, þá hæst kr. 160,50. Fyrir saum á drögtum má hæst taka kr. 155,50. Reykjavík, 29. júni 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. Happdrættishús Laugarneskirkju Húsið er við Langholts- veg 41, rétt við Sunnu- torg'. Er nú m.a. umræðuefni allra bæjarbúa W • f JB'-.L—__ Hér gefst möguleiki á að eignast vandað Nýtízkuhús fyrir 5 krónur Er nokkur ástæða til að sleppa þeim möguleika úr hendi sér. isið ei inl - lil iðif liusl - Dreoifl I liust í næsta blaði verða taldir upp útsölustaðir happdrættismiðanna. Á hæðinni eru þrjár rúmgóðar stofur, eld- hús, bað og ytri og innri forstofa. Hjartanlega þakka ég öllum skyldum og vanda- lausum, sem á einn eða annan hátt heiðruðu mig og sýndu mér vinarhug á sjötíu ára afmæli mínu, 22. júni síðastliðinn. Sesselja Steinþórsdóttir, Sjafnargötu 6. Innilegt Jxikklæti færi ég öllum, er sýndu mér vin- semd með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 50 ára afmæli mínu. Egill Vilhjálmsson. Sportjakkar Oxfordknxur Stórt úrval nýkomið Verksmiðjuútsalan Gef jun — Iðunn Aðalstræti.| . Greiðsla reikninga i Frá 1. júlí til 15. seþtember, verða reikningar aðeíns i greiddir á þriðjudögum og föstudögum kl. 11—12 f. hád. | VERZLUNIN BJÖRN KRISTJÁNSSON. I Tilkviuiiiis* frá húsaleigunefnd Samkvæmt 3. málsgr. 3. gr. laga nr. 39 frá 7. apríl 1943, um húsaleigu er utanhéraðsmönnum óheimilt að flytja í hús, er þeir kunna að hafa keypt eflir gildis- töku nefndra laga, nema með leyfi húsaleigunefndar. Húsaleigunefndin í Reykjavík. Skattskrá Reykjavíkur ásamt skrá um verðlækkunarskatt, stríðsgróðaskatt, námsbókagjöld, elli- og örorkutryggingaskrá og skrá um ábyrgðarmenn lífeyrissjóðsgjalda liggja frammi á bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu frá miðvikudegi 30. júní til mánudags 12. júlí, að báðum dögum með- töldum, kl. 10—20 daglega. Kærufrestur er til þess [ dags er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfa- kassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 mánudag þ. 12. júlí næstkomandi. Skattstjórinn í Reykjavík, HALLDÓR SIGFÚSSON. Það tilkynnist hérnieð, að sonur minn, faðir okkar, og tengdafaðir, Helgl Guðmundsson skrifstofumaður, lézt á spítala 29. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðmundur Helgason, börn og tengdabörn hins látna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.