Vísir - 10.07.1943, Qupperneq 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
títgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 60 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsniiðjan h.f.
Hagkvæmir
samningar.
NÝLEGA Jiefir samninga-
nefnd utanríl-íisviðskipta
lokið samningum við fulljtrúa
Bandarikjastjórftar um kaup á
lielztu framleiðsluvörum vor-
um, og má segja að fyrri samn-
ingar væru að mestu fram-
lengdir. Þó er það ekki með
öllu. Helztu breytingar, sem
gerðar voru eru þær, er hér
greinir: Síldarlýsi hækkaði i
verði úp 130 dollurum tonnið í
145 doliara. Vélþurrkað fiski-
mjölTiækkaði einnig þannig að
á fyrstu 1000 tonnunum liækk-
aði verðið úr 66 dollurum í 75
dollara á tonn, en það, sem selt
er umfram þúsund tonn skal
selt með hinu fyrra verði. Sól-
þurrkað fiskimjöl hækkaði úr
60 dollurum tonnið í 66 dollara,
fyrir alít að 1000 tonn. Eru þá
breytingámar taldar. Verður
ekki annað sagt en að samning-
ar þessir séu vel við unandi,
eins og sakir standa og er í
rauninni leystur mikill vandi
með þessum giftusamlega
árangri.
Fulltrúi Bandaríkjastjórnar,
Hjálmar Björnsson, liefir í bili
lokið síarfi sínu liér, en óhætt
er að fullyrða að hann hafi aflað
sér almennra vinsælda. Illaut
hann að sjálfsögðu fyrst og
fremst að gæta liags heimalands
síns, en leit með fyllstu velvild
og skilningi á kjör okkar ís-
lendinga og aðstöðu alla, enda
hafði liann nægan kunnugleik á
þeim málum áður enn liann
kom hingað til lands. Ber mjög
að meta það við stjórn Banda-
ríkjanna hvílíka vinsemd hún
hefir sýnt íslenzku þjóðinni í
hvívetna, og er þess að vænta að
svo verði einnig í framtíðinni,
meðan hin nána sambúð varir,
og’ enn lengur er styrjaldar-
ástandinu léttir.
Samningar þeir, er nú hafa
verið gerðir gilda tii næstu ára-
móta, en samningaumleitanir
verða væntanlejga upp teknir
fyrir þann tíma varðandi sölu á’
framleiðslu naista árs, en engu
verður um það spáð hverjar lík-
ur séu þá fyrir álíka hagkvæm-
um samningum, einkum ef dýr-
tíð og yérðþennslu verður gef-
inn laus faumurinn á komanda
hausti. Um miðjan ágústmánuð
verður það séð, en svo sem
kunnugt er á sex manna nefndin
þá að liafa Iokið störfum sínum,
en litt hefir af henni heyrst til
þessa. Sagt er þó að hún muni
nú sem óðast vera að viða að sér
gögrium, til þeee að byggja
útreikninga sína á, hvort sem
um þá endanlegu Iausn verður
samkomuíag eða ekki. Tígu-
lega fer nefndin af stað, en
hvernig yerður hún á sig kom-
in er Kún heldur í hlað? Óttast
ýmsir að ekki verði glæsileg
eða tilkomumikil heimreiðin.
Þetta er þó tilraun og hún lofs-
verð, og tilraunin verður yænt-
anlega undanfari ánæ^jusam-
legs árangurs.
Það eitt er íslenzku þjóðinni
ekki nóg að riú hagkvæmum
samningum við velviljaðar er-
lendar þjóðir. Hún þarf fyrst og
fremst. að keppa að því að
Nauðsyn á mein-
dýrastofu í Rvík.
iflarg'ar nýjar mcin<flýratcgun<lir
liufu borizt liiugað til lun<l§in§.
Viðtal við Geir Gígju náttúrufræðing.
ÞEIR GÍGJA, náttúi'ufræðingur, hefir skýrt Vísi
frá því að síðustu mánuðina hafi borist liing-
að til lands margar tegundir meindýra, sem
valdið geta stórtjóni á trjáviði, timburbyggingum o. fl.
ef þau ílengjast hér. Hann telur hættuna aukast við
hitaveitulagninguna, því að með auknum liita batna
lífsskilyrði þessara dýra. Telur Geir mikla nauðsyn á
að koma hér upp meindýrristofu, þangað sem fólk get-
ur leitað ráða um útrýmingu dýranna.
I. Meindýrum fjölgar.
Hvað er að frétta af meindýr-
unum? spurði tíðindamaður
blaðsins Geir Gigja, er hann
heimsótti hann á rannsóknar-
stofunni i Atvinnudeild háskól-
ans nú fyrir skömmu.
Margir senda mér nú mein-
dýr, sagði Geir. Sumir til þess
að fá þau ákvörðuð og leiðbein-
ingar um útrýming þeirra. Aðr-
ir senda þau af vinsemd, vegna
þess að þeir vita að eg hef áhuga
fyrir þessum málum, og þeim
er eg sérstaklega þakklátur.
Hérna sérðu t. d. lirossamaur,
segir Geir, og sýnir mér glas
yfirbundið með gisnu lérefti.
Hann lifir góðu Iífi i glasinu því
arna. Hann er nýkominn frá
Ameríku — í trjáviði — og er
nærri tveir cm. á lengd. Þessir
maurar — eða réttara sagt
maurflugur — geta valdið tjóni
i timbri og limburhúsum.
Og liérna hef eg pílvið. I>ú
sóð liolurnar og gangana. Svona
naga trjábukkalirfurnar. Trjá-
bukkarnir verpa í fyrstu eggj-
um sínum í holur og rifur i
trénu. Þegar lirfurnar koma úr
eggjunum byrja þær að grafa og
éta. Þær stækka og holurnar og
gangarnir í trénu víkka. Að lok-
um koma fullvöxnu dýrin út i
dagsljósið.
Til hvers átti að nota þenna
pílvið ?
Úr lionum átti að smíða hús-
gögn. En liann er ónýtur eins og
þú sérð. — Og þarna sérðu lirf-
urnar. Þær eru geymdar í spiri-
tus. — En hérna hef eg líka pil-
viðargreinar í lokuðu glasi og í
þeim eru lifandi lirfur. Þær ætla
eg að láta vaxa og vérða full-
orðnar. Síðan bana eg jieim með
ether og geymi þær í safninu.
Það er nauðsynlegt að eiga gott
safn af meindýrum til saman-
burðar þegar ný dýr bætast
stöðugt við.
— En nú skal eg sýna þér
stærsta dýrið, sem mér hefir
verið sent. — Og Geir opnaði
skáp og tók þar út stóran eikar-
bút vafinn innan í gisið léreft,
og tók léreftið frg einum kanti
hans með mikilli gætni. — Og
sjá — út úr stórri holu í trénu
gægðist gulmóraaður haus sem
var á annan cm. í þvermál.
Hvað er þetta kvikindi langt?
Fiðrildislirfan sú arna er ná-
kvæmlega 10 cm. á lengd. —
Hún kom i eikinni frá Ameriku
byggja upp heilbrigt sambýli ís-
lenzkra þegna, en mjög hefir
skort á að það gæti heitið við-
unandi eða árekstralítið. Þjóðin
verður einhuga að klifa niður
hinn erfiða hjalla dýrtíðarinnar.
Hönd verður að lijálpa hendi og
fótur fæti, þar til á erfiðleikun-
um hefir verið sigrast. Stjóm-
málaflokkamir hefja sinar
samningaumleitanir í haust. Þá
fyrst verður séð hvort við ís-
lendingar getum aðeins náð
liagkvæmum samningum viji
erlendar þjóðir.
í vetur. Eg fékk hana i april.
Þú sérð hvað liún getur skemmt.
Stór hútur af plankanum, sem
hún var í er ónothæfur. —Skað-
inn nam tugum króna.
En hvað getur þú sagt mér af
þessum risaskordýrum, sem
sagt var frá í útvarpinu að fund-
ist hefðu í Dalvík? Þau komu
þar út úr viðnum í forstofunni.
Eg hef eitt af þeim hérna,
sagði Geir, og greip skyndilega
öskju upp úr kassa á borðinu
og sýndi mér i hana.
Hvað heitir nú þessi stóra
f luga?
Þelta er ekki fluga, þetta er
vespa — risatrjávespa — Sirex
gigas. — Ingimar Óskarsson
grasafræðingur sendi mér hana
og spurði hvort hún væri rétt á-
kvörðuð. Óg hún var það auð-
vitað, eins og hans var von og
vísa.
Hvað getur liún orðið stór
risatrjávespan?
Þessi er fullvaxin og liún er
um fjóra cm. og þó eru fálmar-
ar og varppipa ekki talin þar
með. — ,
Varppípa ?
Já, það er þessi broddur, sem
þú sérð aftanádýrinu.Meðvarp-
pípunni kemur vespan eggjum
sínum inn í viðinn. Hún verpir
eggjunuin einkum í tré i greni-
skógum, helzt sjúk eða fallin.
í viðnum ungast eggin út. Lirf-
urnar, sem koma úr eggjunum
nærast á trénu, grafa það í sund-
ur og valda miklu tjóni. Síðan
verða lirfurnar að púpum og
svo trjávespum. Og að lokum
koma þær út úr víðnum eins og
á Dalvík.
En hvaða skordýr valda
mestu tjóni hér í görðum um
þessar mundir?
Ýmsar fiðrildalirfur eru mjög
"hyimleiðar á birki, ribsi, sól-
berjum o. fl. Eg er nýkominn
frá þvi að skoða garð utan við
bæinn. Þar voru sólberjarunn-
arnir stórskemmdir af haust-
fiðrildalirfum.
Og hvernig er hægt að út-
rýrna þeim?
Eg ráðlagði þeim mæta
manni, sem átti garðinn að úða
runnana mjög rækilega með
nicotínlegi. (Tveir hlutar hreint
nicotín eru blandaðir í 1000
hluta vatns).
Svo ,er kálflugan. Hún hefir
valdið hér stórtjóni undanfarin
ár. Nú í ár er hún byrjuð að
verpa við gulrófu- og kálplönt-
ur. Fólk þarf nú þegar að nota
varnarráðin. Vökva með eitur-
lyfjum kringum jurtirnar. Ein
tafla sublimats í 1 lítra af vatni
eða 2,5 grömin Ovicide i 1 litra
af vatni nægir vel til þess að
vökva með 10 jurtir. Sublimat
fæst í lyfjabúðum og er mjög
eitrað. Það má ekki vera í
málmíláti. Ovicide fæst í Áburð-
arsölunni.
II. Eykst meindýraplágan með
hitaveitunni?
Hvernig verður þegar hita-
veitan er komin, losnar maður
þá elcki alveg við margt af þess-
um meindýrum, sem nú angra
okkur?
Eg hygg — segir Geir — að
meindýraplágan magnist við
hitavéituna, ef ekkert verður að
gert frekar en nú er. Því öll þau
meindýr, sem nú eru hér og
valda tjóni geta engu að síður
lifað þótt liitaveitan komi og
sum jafnvel betur. Auk þess '
hygg eg að skilyrði skapist fyrir
erlendar meindýrategundir —
sem lítt eða ekki hefir orðið vart
hér enn — þegar heitar leiðslur
koma um allan bæinn — inn i
livert hús — liúsin verða miklu
betur upphituð en áður, og síð-
ast en ekki sízt ef misliirtir
gróðurskálar rísa upp við fjölda
húsa.
Enn má minna á stórt atriði í
sámbandi við liitaveituna og
meindýrin í bænum. Það er
sorpframleiðsla bæjarbúa. (í
sambandi við hana má minnast
með þakklæti á nýlega fengna
sorpbíla). Nú er miklu sorpi
brennt. En þegar hitaveitan er
komin á laggirnar og engu eða
litlu af sorpi verður eitt á þann
hátt, hlýtur sorpframleiðslan
að aukast gífurlega. Og ef sorp-
hreinsunin í bænum verður ekki
aukin og framkvæmd af meiri
nákvæmni en nú er, og sorpið
flutt í hauga í útjaðri bæjariiis
eins og að undanförnu, en ekki
eytt á annan hátt, verður það
mikil meindýrauppspretta, ekki
aðéins fyrir húsflugur og önnur
lægri dýr, heldur og hinar stór-
liættulegu rottur og mýs, sem
aldar eru á matarúrgangi bæj-
arbúa, bæði við liúsin — vegna
lélegra sorpíláta — og í sorp-
haugunum. Bærinn ætti að
leggja bæjarhúum til sorpílát til
þess að tryggja það að þau væru
alltaf í lagi. Og bærinn ætti taf-
arlaust að láta rifa hesthús og
fjós, sem standa í bænum. Svo
sém fjósið og hesthúsið rétt við
Bergstaðastræti, norðan við
Hallveigarstíginn. Þessar
flugnauppsprettur, — þar sem
fjósgluggarnir — með brotnum
rúðum — eru ekki nema þrjá
metra frá íbúðargluggum fólks-
ins.
Ýmsir óvandaðir skúrar, sem
standa liér og livar um bæinn
— liklega margir í óleyfi — eru
mestu meindýrabæli. Þar eru
rottur og fleiri meindýr. Skúr-
arnir þurfa að hverfa.
III. Meindýrastofa nauðsynleg.
Hvert á fólk að snúa sér, ef
það verður vart við meindýr á
heimilum sínuin, meindýr, sem
það þekkir ekki og getur ekki
ákvarðað eftir íslenzkuin bók-
um — ef til vill nýflutt til lands-
ins?
Þvi er fljótsvarað. Það er
engin slík upplýsingarstöð til á
þessu landi. Hinsvegar liafa
r
Scrutator:
'RjaAxlbi cdlÍMejwMfys
Hirðing búfjár.
í bæklingi þeim um hir'Sing
búfjár, sem dýralæknar B.andaríkja-
hersins hafa sent út á íslenzku, eru
nokkrar algildar undirstöðureglur
setíar fram á ljósan og skemmti-
legan Jiátt me'ð myndum. Ein regl-
an er þessi: Heilbrigðar kýr -f-
hrein fjós + hreinar hendur -|-
kæling -f hrein ílát — heilnæm,
heilsustyrkjandi mjólk. Hvert at-
riSi í réikningsdæminu er skýrt
meS viSeigandi mynd. LeiSbeining-
ar þær, sem gefnar eru, eru stutt-
ar en tæmandi, og birtist hér ein,
valin af handahófi: „Til þess aS
framleiSa hreina mjólk, verður bæSi
fjósið og mjólkurhúsið að vera
hreint. Tilraunir gerSar á rann-
sóknarstofum sýna, að mjólk úr
kúm í óhreinum básum eða óhrein-
um fjósum, er óhrein og súrnar
miklu fyrr en mjólk úr hreinum
fjósum.“ í lok kaflans um kýrnar
segir svo: „ÞaS ætti aS vera í aug-
um uppi, að sá bóndi, sem eyðir
þeim tíma og þeirri varkárni, sem
nauðsynleg er, til þess að hafa
mjólkina hreina og heilnæma, ætti
að fá meira fyrir vöru sína en
hinn, sem er jafnkærulaus um allt
frá upphafi til enda.“ Bæklingur-
inn er gefinn út í samráði við
Mjólkursamsöluna, meðal annara.
ÞaS þarf líklega ekki að óttast að
samsölustjórnin láti undir höfu'S
leggjast að athuga þessi augljósu
sannindi.
Samsalan.
ÞaS hefir samt viljað brenna
við, að mjólkin hér í Reykjavík
væri orSin súr, þegar hún var seld
úr búSum samsölunnar. En jafn-
vel þótt sjaldan hafi veriS svo illa
komið, þá er hitt þó miklu algeng-
ara, að mjólkin sé orðin svo göm-
ul, þegar hún er seld, að, hún súni-
ar í heimahúsum fyrir miSjan dag,
þrátt fyrir vandaða geymslu. Hér
skal ekki reynt að gera lítið úr
þeim erfiSleikum, sem forráSamenn
mjólkursamsölunnar eiga við að
strí'Sa, og heldur skal ekki efazt
um góðan vilja þeirra. En niður-
staðan er jafn-óhagganleg fyrir
því: Mjólk sú, sem seld er í
Reykjavík, uppfyllir hvergi nærri
þær kröfur, sem gera verSur til
slikrar vöru. Mestur hluti hennar
er litiS betri en sú mjólk, sem ann-
arstaSar er seld til eldamennsku
og ekki ætluð til drykkjar. SkólpiS
meS mjólkina vestur yfir heiði,
gerilsneyðing í bænum, útsending
í búðirnar og mæling á ílát er auð-
vitað búið að ræna mjólkina miklu
af þeirri hollustu, sem auglýst er.
ÞaS skal tekið fram, að síðasti liS-
urinn, afgreiðslan í mjólkurbúSun-
um, er óviSráðanlegum atvikum að
kenna, því að ekki er lengur hægt
að selja mjólk á flöskum, sakir
þess að flöskulokin vantar. Hins-
vegar virðist vera nóg til af lokum
á allar aðrar flöskur, hverju nafni
sem nefnast. Nú hefir Mjólkur-
samsalan skipt um eigendur, þaS
er að segja öðlazt eigendur, því að
enginn vissi áður, hver eiginlega
átti hana. Eigendurnir eru grun-
samlega nálægt því að vera sömu
mennirnir og mestu réðu áður, en
þeir spjara sig kannske nú, þegar
eignaratriðiS hefir verið upplýst —
eða verða þeir kannske enn verri
viðureignar á eftir?
ið
Göturnar.
Það situr enn við gamla prinsíp-
þessum bæ, að klára aldrei
neitt, að minnsta kosti ekki alveg.
Bæjarbúar bera hitaveituskurðina
með þögn og þolinmæði, af því að
nú ríður á þvi meir en nokkru sinni
áður,aS ljúka lögnunum fyrir haust-
ið. En það er undarleg ráðstöfun
að gera það ekki strax, sem hvort
sem er er ekki hægt aS draga fram
á vetur. Hitaveitan verður ekkert
fljótari fyrir þvi. Eg á við aS moka
ofan í skurðina, þegar lögnum er
lokiS og aka burtu þeim uppgreftri,
sem af gengur. Umferðavandræð-
in hafa aldrei verið meiri í bæn-
um, og þó eru haugar látnir standa
við hitaveituskurði, þar sem lögnum
er bersýnilega lokið. Jafnvel þar,
sem mokað hefir verið yfir, standa
enn haugar um ófyrirsjáanlegan
tíma, líklega til að þjálfa vegfar-
endur í kristilegrr þolinmæði og
jafnlyndi í hverri þraut.
Ekki er mark að draummn.
„Mig dreymdi undarlegan draum
í nótt,“ sagði Bernódus, um leið
og hann hlammaði sér niður i sóf-
ann við hliðina á Isax. „Nú, hvern-
ig var hann ?“ hummaði Isak. „Mig
dreymdi að eg mætti tveim drengj-
um, sem leiddust, síðan komu aSr-
ir tveir og leiddust, og loks þeir
þriSju. Fyrir hverju heldurðu að
þetta sé?“ — „Fyrir strákapörum,“
azaði Isax.
ýmsir náttúrufræðingar í At—
vinnudeild liáskólans og víÖar
liðsinnt þeim sem leitað liafa til
þeirra í þessum efnum, eftir þvr.
sem kostur hefir verið á.
Fólk er oft í miklum vanda
statt, bæði hér í hænuin og ann-
arsstaðar á landinu, þegar það
verður fyrir heimsókn meindýra
eins og t. d. veggjalúsa. Það veit
ekkert hvað á að gera. Ýmsir
taka þann kostjnn að segja eng-
um frá því fyrr en meinið er
orðið svo magnað, að því verður
ekki leynt og dýrin Iiafa út-
breiðst meira eða minna. Því
menn geta leigt ibúðir með
veggjalúsum og öðrum mein-
dýrum og flutt varning með
þeim liús úr Iiúsi og hæ frá bæ
án opinberra afskipta, flutt kál-
plöntur með kálmöðkum livert
á land sem vera skal o. s. frv.
Slíkt ætti auðvitað að vera ó-
leyfilegt og varða sektum. Og
þyrftu hér að koma ein lögin til
viðbótar.
Hvað telur þú að gera beri tii
þess að ráða bót á því öngþveiti
sem er í þessum meindýramál—
um hér á landi?
Bæjarstjórn og fyrrverandi
ríkisstjórn sýndu lofsverðan á-
huga í þessum málum með því
að stuðla að því að út verði gef-
in alþýðleg fræðibók um mein-
dýrin.
Nú þarf að stíga næsta spor-
ið. Það er upplýsingamiðstöð.
Við getum kallað liana mein-
dýrastofu til að byrja með. Hún
i á að vera í Reykjavík, og hún á
að vera fyrir allt landið. Þangað
á fólk að geta sent meindýr úr
matvælum, fatnaði, trjáviði,
gróðri o. s. frv. og fengið þau á-
kvörðuð, leiðbeiningar um út-
rýming þeirra og aðstoð t. d.
þegar nota skal gasbrælu eða
annað sem almenningur getur
ekki haft um liönd. í sambandi
við stofuna þarf að vera og tæki
til þess að lireinsa vörur, farang-
ur fólks o. fl. í gasbrælu, hita
o. s. frv.
í stofunni þarf að sam-
eina þá starfskrafta sem liér eru
nú til og unnið geta að því að
fræða fólkið um þessi dýr, leið-
beina því um varnir gegn þeim
og draga úr tjóni því, sem þau
valda. Og vinna um leið að
auknum þrifnaði og bættu
heilsufari í landinu.
Barnið yðar
dvelur e. t. v. í sveit í sumar.
Hafið þér liugleitt að éitt-
hvert hugnæmasta viðfangs- i
efni sem þar gefst, er að j "
kynna sér jurtaríkið íslenzka.
Sendið barni yðar því að gjöf j
bókina
SMÁVINIR FAGRIR,
!
sem er samin í þeim tilgangi i
að vera til hjálpar í þessu
efni. Þetta er unglingasaga
með myndum af fjölmörgum
íslenzkum jurtum. |
Nýtt íbúðarhús
fyrir 1 eða 2 fjölskyldur til
sölu. Mikil útborgun. Fyrir-
spurnir sendist í pósthólf
„824“, Reykjavik.
Litið býli eða óbyggt land
óskast keypt eða leigt. —
Tilboð, merkt: „Býli eða
land“ leggist inn ú afgr.
þlaðsins.