Vísir - 10.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 10.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR í bananalundi við Reykjavík Þessi mynd er tekin í vermireit Eiriks Hjartarsonar.í Laugar- dal. Til vinstri er Hlín Eiriksdóttir og milli stúlknanna er hluti bananaplöntunnar. — Bonesteel hershöfðingi lét taka þessa mynd fyrir sig, áður en hann fór af landi burt. Bananarækt á fram- tíð f yrir sér a IslandL Hægt að nota hita frá rafmagni eða hveravatni. Fyrir skemmstu var sagt frá því í blöðum hér, að ungur Islendingur, sem er í Bandaríkjunum, sé að kynna sér þar bananarækt. Hefir hann i hyggju að stofna til bananaræktar hér, þegar hann hef- ir kynnt sér hana rækilega vestan hafs. En hér i Reykjavík hefir farið fram bananarækt undanfarin fimm ár, þótt það sé fæstum bæjarbúum kunnugt. Það er Eirík- ur Hjartarson, sem hefir reynt þessa ræktun og gefizt vel. — Þeir sem leggja eða hafa lagt leið sína um Suðurlandsbraut hafa tekið eftir því, að þegar komið er inn að Múla, sér mað- ur tvö hvit hús standa niðri i lægðinni. Innra húsið er tölu- vert stærra og umhverfis það er stór trjágarður. Spölkorn frá þvi standa gróðurhús. Hús þetta er Laugalækur við Engjaveg, og býr þar Eiríkur Hjartarson raf- magnsfræðingur. Tíðindamaður Visis hefir farið inn i Laugardal og átt stutt viðtal við Eirík. „Hvenær datt yður i hug að byggja gróðurhús sem hituð væru upp með rafmagni?" spyr tíðindamaður. „Strax og eg kom hingað inn- eftir eða árið 1929, en fyrstu tvö húsin voru byggð árið 1937 og hin 1938. Er eitt þeirra hitað upp með rafmagni, en fyrir það þarf eg 50 kw eða 50.000 wött. Til hitunar nota eg geislaofna sem komið er fyrir innan á þaki hússins.-Ofna þessa nota eg þó ekki að staðaldri en mest á vet- ,urna. Auk þess hefi eg aðrar gerðir ofna, sem hggja á jörð- unni og eru hreyfanlegir. Á þeim logar að staðaldri. Þá eru í húsinu 24 lampar og i hverjum þeirra er 1000 watta pera af venjulegri gerð, en að fengnum upplýsingum bæði frá Sviþjóð og Ameríku hafa þær reynzt beztar. Á lömp- unum læt eg loga kvölds og morgna, vor, haust og vetur." „Þarf ekki að vera mismun- andi hiti í húsunum eftir þvi hvað ræktað er i hverju þeirra?" „Jú, við skulum lita inn í þau og þá getið þér fundið það sjálfur." Við göngum inn i innsta hús- ið. Þar verður fyrir manni um það bil raannhæðar hár bauna- blóms-„veggur". Mér verður fljótlega full-heitt og fyrstu svitadroparpir koma þegar fram. „Hér er hitinn um það bil 25 stig," segir Eiríkur, „en eins og þér sjáið hefi eg mest af blóm- um í þessum hluta hússins, en í hinum hluta þess hefi eg ban- anajurt og þar þarf hitinn að vera að jafnaði 25—40 stig." „Hvað getið þér sagt mér af bananaræktinni ?" Við göngum í hinn enda húss- ins, sem þiljaður er af, en þar ber að líta tröllvaxna jurt með stórum bananaklösum. , „Plöntu þess fékk eg frá Eng- landi árið 1938. Hún er í sjálfu sér mjög merkileg, því að hún er afkomandi plöntu, sem ræktuð hefir verið undir gleri á annað hundrað ára, og má nærri þvi segja, að hún hafi aldrei komið undir bert loft. Áður fyrr ræktuðu Englending- ai* banana i heimalandi sínu með góðum árangri, en þegar komizt var að því, að hægt var að höggva fullvaxna banana frá jurtinni og láta þá þroskast með því að vera í nægilegum hita, þá tóku menn að flytja banana í „hita"-skipum frá hitabeltislöndunum, en það reyndist svo miklu ódýrara, að bananaræktin lagðist ; niður í Bretlandi. Planta þessi þarf mjög litla umhyggju, en hún verður að vera í röku og heitu lofti. Eins og eg sagði áðan verður hitinn að vera 25—40 stig að jaf naði og með þeim hita ætti að vera hægt að fá eina uppskeru á ári. Strax og plantan hefir borið ávöxt, deyr hún og er þá skorin af niður við rót, en af sömu rótum sprettur svo hin næsta. Eg hefi fengið 3 „uppskerur" og voru banan- arnir þetta milh ,100—200 stykki og fannst mér þeir vera öllu bragðbetri en bananar þeir, sem látnir eru þroskast i „hita- geymslum". „Hafa ekki gróðurhúsaeigend- ur fengið hjá yður plöntur?" „Jú það hafa ýmsir menn fengið hjá mér plöntur." Að lokum spyr tíðindamaður: „Haldið þér að bananarækt eigi sér framtíð hér?" „Eg er viss um það, svo fram- arlega að hitinn sé nægur." Þegar hitaveitan kemur ætti það að geta farið svo, að við hvert hús stæði vermirötur með einni eða fleiri banana- plöntum, og upp til sveita, þar sem ekki væri heitt vatn að fá, gæti rafmagnið komið i stað- inn, þvi eins og menn vita stendur fyrir dyrum að virkja ýms vatnsföll landsins. írétttr Messur á morgun: Dómkirkjan. Kl. n f.h. sr. Bjarni Jonsson. Að Elliheimilinu kr. 2.30 (altarisgaríga), sr. Sigurbjörn Á. Gíslason. Hallgrhnssókn. Engin messa vegna viÖgertSa á Austurbæjarskól- anum. . Fríkirkjan. Kl. 5 e. h. sr. Árni Sigurðsson. Kaþólska kirkja. í Rvík kl. 10 og í HafnarfirÖi kl. 9. LágafeNskirkja. Kl. 12.30', sr. Hálfdán Helgason. Viöeyjarkirkja. Kl. 3.30, sr. Hálf- dán Helgason. Útvarpið. / kvöld: 19.25 Samsöngur af plöt- um. • 20.30 Útvarpstríóið. 20.50 „Temjúdín snýr aftur" (TJr „Sjö töframönnum — H. K. Laxness les). 21.25 Klassiskir dansar af plötum. 22.00 Danslög til miðnættis. Á morgun. 11.00 Messa í dóm- kirkjunni (Bjarni Jónsson). 15.30 —16.00 Daríssýningarlög. . 19.25 Ensk tónverk (Bax og Coates). 20.20 Eggert Gilfer leikur gamalt danslag eftir Bach og brúðarmarz eftir Reissiger á harmóníum. 20.35 „Á landamærum lífs og dauða", erindi eftir Guðmund Friðjónsson. Jakob Kristinsson les. 21.00 Schu- bertslög. 21.15 Smásaga eftir Arn- 'ulf Överland (Sig. Magnússon kennari). 21.35 Danslög til 23.00. Ameríska 'útvarpið. / dag ca. 13.40 Symphonie fan- tastique eftir Hector Berlioz. Sym- fóníusveitin í Cleveland leikur und- ir stjórn Arthur Rodzinski. . Á morgun. 10.00 Guðsþjónusta. 13.00—14.00 Jascha Heifetz leik- ur á fiðlu, 1812 forleikurinn eftir Tsjaikovski. Lög eftir Victor Her- bert. Fertugs-afmæli á í dag Magnús Valdimarsson rakarameistari. Lúðraspil á morgun. Stjórn ameríska setuliðsins hef- ir sýnt þá vinsemd, að bjóða að láta lúðrasveit frá setuliðinu leika á lúðra fyrir almenning öðru hvoru. Hefir orðið að samkomulagi, að lúðrasveitin leiki fyrst um sinn annan hvern sunnudag kl. 3—4 síð- degis, og verða fyrstu hljómleik- ar sunnudaginn 11. þ. m. Bæjarráð hefir fyrir sitt leyti fallizt á, að hljómleikarnir fari fram á Austur- velli. . Varnir Italíu. Eftir MORLEY RICHARDS, stríðsfréttar. „Daily Express". SIKILET. Frh af 1. síðu. húsa, virkja og grafhúsa. Nú er þarna veigamikil höfn til við- skipta við Norður-Affiku. Borgin Messina fórst í jarð- skjálftanum og flóðinu 1908, og var ný borg reist á rústunum. Sú borg hefir nú aftur orðið fyrir miklum loftárásum. Milli Messinu á Sikiley og San Giovanni og Reggiq (á Kala- briuskaga) ganga járnbraut- arferjurnar, en járnbraut- arsamgöngur eru við Neapel, Róm og Pódalinn á Norður- Italíu. Annars eru fáar járn- brautarlínur um eyna, mest með sjó fram og kring um Etnu og milli Palermo og Agrigentó. Línurnar eru einfaldar og hafa kostað mikið verk i byggingu. Það hefir einnig verið dýrt að leggja bilvegi um hraun og fúa- mýlferj enda eru vegir viða slæmir. Fólkið er fátækt. Fáir land- eigendur eiga mestan hluta eyj- arinnar, og það er talið að þrátt fyrir hina miklu frjósemi, sé aðeins um það bil tíundi partur landsins í góðri rækt. Sikileyjarbúar bera merki um langa og gamla kynblönd- un. Þeir eru mjðg dökkir é hár og olívulitir á hörund. Þeir eru taldir slægvitrir, hefnigjarnir og grimmir við skepnur. Fyrir nokkrum árum var Sikiley heimkynni hins alræmda Mafía- leynifélags. Það eru hentug skil- yrði á eynni fyrir launsát og skæruhernað, en telja má vist að möndulveldin hafi þar nú öflugan her og lögreglu. Þrátt fyrir hið víðtæka eftir- lit, sem Þjóðverjar hafa með Itölum, her þeirra, flugher og flota, lögreglu, dómsmálum og öllum innanríkisviðskiptum, verður þess ekki vart að þeir hafi gert viðtækar ráðstafanir til verndar landinu ef til innrás- ar skyldi koma. Þetta verður því furðulegra, sem nú virðist draga nær því með hverjum deginum, sem líður, að banda- menn geri innrás í Italíu. Tvennt er aðallega hugsanlegt til skýringar. Annað að Hitler hafi nú i svo mörg horn að líta, að hann neyðist til að fela Mussolini varnir ítalíu að mestu leyti einum, hitt að þýzka her- foringjaráðið telji það sennileg- ast, að bandamenn muni ekki ráðast gegn ítalíu. Við skulum fyrst athuga stað- reyndirnar. Þjóðverjar hafa nú meir en nokkuru sinni áður yfirráð yfir ítalska flotanum, sem ennþá er voldugur aðili i stríðinu. Flugfloti Kesselrings ¦ marskálks, um 700 flugvélar, hefir bækistöðvar á Suður- Italíu og Sikiley. Þjóðverjar hafa aukið loftvarnir þessara landshluta með loftvarnabyss- um frá Þýzkalandi. Þýzka ríkis- ' lögreglan hefir ráð ítölsku i leynilögreglunnar i hendi sér, og sækja ítalir til Þjóðverja öll ráð . um hvernig halda skuli al- menningi i skef jum. Aðstoðarforingjar halda uppi sambandi milli ítalska hersins og hins þýzka, en samt sem áð- ur er ekki nema hverfandi litill þýzkur her i Italíu. Styrkleiki Mussolini. Ef gengið er út frá þvi að bandamenn hyggi á innrás, vaknar sú spurning, hvaða varn- ir ítalir hafi gegn henni. Strand- lína meginlands ítalíu er 4000 kilómetrar, Sikileyjar 1100 km., Sardiníu 1300 km., Elbu og smáeyjanna samtals um 1800 km. Til umráða hefir Musso- lini 40 lierfylki heima fyrir, 34 á Balkanskaga og 6 í Suður- Frakklandi. Þau eru mismun- andi að stærð, frá 8000 til 13000 manns hvert. Útbúnaður er fé- tæklegur. ítalía skarst i ófrið- inn, þótt hún ætti ekki nema þrjú vélaherfylki, og þeim hef- ir enn ekki fjölgað. Þetta er framleiðsluörðugleikum að kenna, samfara hinu hroðalega tjóni á mönnum og hergögnum í Afríku. I stuttu mali lítur dæmið þannig út, að Mussolini bauð út 1.500.000 manna her, jók hann á tveim árum um 300.000, en missti 300.000 af bezt æfðu hersveitum sínum í Afríku. Núverandi styrkur it- alska hersins er þvi um 1% millj. manna, ásamt V2 milljón manna i heimavarnarsveitum, sem teljast mega hálfdrættings- lið. Þeir eru sæmilega þjálfaðir, en þá vantar algerlega hergögn. Lið þetta ef mjög dreift, og telja má, að aðeins um helming- ur þess sé fyrir hendi heima fyrir, til þess að verja meira en 8000 kílómetra strandlengju. Kjarkur ítala. Næsta spurningin er sú, hvort Italir myndu berjast. Það er engin ástæða til að draga slíkt i efa. ltalir munu berjast af hreysti fyrir heimalandi sínu, enda hafa þeir viða varizt veL eins og til dæmis i Marethlín- unni og í Eritreu. Aðal-van,di ítölsku herstjórnarinnar hefir verið sá, að ítölsku hermenn- irnir hafa ekki haft nægan á- huga fyrir hernaðinum i Afriku. Auk þess hafa fasistar oft verið lélegir liðsforingjar, betur að sér i stjórnmálaþrefi en hern- aði, auk þess sem - ítölum er meinilla við hrokann i Þjóð- verjum, sem þeir hafa orðið að berjast með. Dæmið litur allt öðruvisi út, þegar italski her- maðurinn á fóslurland sitt að verja. Það er luigsanlegt að Hitler hyggist að fela Itölum einum varnir Jands síns, og að hann muni láta sér nægja að láta þeim í té vopn og kalla heim. ít- alska herinn á Balkan,- en senda þeim nægilegan þýzkan flug- styrk. Þetta væri töluverð á- hætta, þvi að svo mikið er und- ir stjórnmálalífi landsins kom- ið og afstöðu almennings tíl fasistastjórnarinnar, en að pessu er miög erfitt að leiða getum, sökum þess hve lítið þeir þekkja til, sem utan landsins eru. ítalir byrði fyrir Hitler. Þá er að athuga, hvaða leið aðra Hitler myndi kjósa. Trú- anlegt er, að hann hugsi sem svo, að ítalir sé Þjóðverjum hvort sem er ekki til annars en trafala. Hann. gæti hugsað sér að verja norðurhluta landsíns, strandlengju Suður-Frakklands og Balkanskaga með þýzkum hersveitum og herjum fylgi- fiska möndulsirrs. En í þessu myndu enn meiri hættuf vera fólgnar. Ef ítalia yrði neydd til að gefast upp, myndi það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir kjark og mótstöðukraft allra annara Evrópuríkja, sem Hitler fylgja að málum, jafnvel fyrir Þjóðverja lika. Slík upp- gjöf myndi opna Bretum Mið- jarðarhafið endanlega og jafn- vel Adriahaf (mare nostrum) einnig. Jafnvel þótt „Evrópu- vigið" væri eins öruggt og nokkru sinni áður, gætu þessar auknu*kipaleiðir skapað banda-r mönnum möguleika til land- setningar hers viðar. Það er þvi óliklegt að Hitler telji sig hafa efni á að fórna ítalíu, og liklegra má telja, að bezt muni borga sig fyrir hann að berjast þar um hvern þuml- ung lands. Hin spurningin var, hvort herráð Þjóðverja hefði komízt að þeirri niðurstöðu, að íand- setning liðs af hálfu banda- manna á Italiu væri svo ólikleg, að ekki þyrftí að gera miklar ráðstafanir hennar vegna. Her- ráðinu er fullkunnugt um að slikt væri tröllaukið verk og yrði semiilega að vinna Sikil- ey og Sardiniu fyrst. Það er al- kunna, að herflutningar banda- manna fa ekki 6rugga vernd orustuflugvéla, nema þessar eyjar hafi náðzt á vald þeirra fyrst. En hitt er víst, að það myndi kosta miklar sjóorustur og Iof tbardaga og margra vikna áframhald. Það er ekki útilökað að þýzka herstjórnin hafi kom- izt að þeirri niðnrstöðu, að slíkt borgaði sig ekki fyrir handa- menn Og hagi sér nú i samræmi við þá skoðun. Hinsvegar benda hinar ofsalegu loftárásir banda- manna á Italiu og eyjarnar i gagnstæða átt. Varnar- árás. En það getur verið um aðrar röksemdir að ræða, sem liggja ekki eins í augum uppi. Allir vita, áð þýzkir hershöfðingjar treysta meira á sókn en vörn. Það getur þvi hugsazt að þeir sendi ekki varnarher til Italíu af þvi að þeir ætli að nota her- iun til sóknar annarsstaðar. 1942 réð Hitler yfir 325 her- fylkjum, en ai' þeim voru 194 þýzk og 34 önnur á Rússlands- vigstöðvunum. 1 lok marzmán- aðar i ár hafði hann 70 her- fylkjum minna úr að spila, og; allir vita, að hann reyni'r eins og óður maður að vinna það tap xxpp. Hann getur sennilega aldrei bætí sér tapið með jafn- góðum hersveitum, eii jafn- mikinn mannafla er ekki ó- hugsanlegl að hann géti öðlazt. Ef Þjóðverjar ætla sér nú að halda styttri víglínu í Rússlandi i sumar, þá er það auðsætt, a?l mikill her verður afgangs til stórræða. Sóknar- möguleíkar. Hvar eru þá m,öguleikar til sóknar fyrir Þjóðverja, annars- staðar en j Rússlandi? Bersýni- iega aðeins á Pýreneaskaga, tií Gíbraltar, i því skyni að loka Miðjarðarhafihu áftur, og una Tyrkland, ný sókn.til Miðjarð- arhafsbotns. Nú hefir Hitler mikinn herafla i-suðvesturhluta Evrópu, 50—60 herfylki undir stjórn List marskálks. Eins og stendur hefir her þessi ekkí nægilega flugvernd til sóknar- aðgerða, en; slíkt mætti á skömiinum p tíiná; ílaga. Sóknin um Balkan er erfiðari, ekki sizfe vegna fjahdsk^par Balkanbúa og skæruherjanna þar. Hins- vegar má gefa rá?$fyrir að hægft sé fyrir hann að hafa. Spánverja góSa. Nú er mjög líklegt, að ÞjóS- verjar geri alvöru úr sókn sinni í Rússlandi og þá um leið úr- slitatilraun til að gersigra Rússa, áður en það vérður of seint. En hitt er hugsanlégt lika, að sókn þeirra hjá Kursk sé yfirvarp eitt, gert í'því skýní að felaliinn rauUverulega tílgang Þjöðverja, sem sé þann að rugla áformum bandamanna með nýrri og ó- væntri sókn ffá Evrópu, til austurs eða vesturs, þvi að það er ástæðulaust að ætla að þeir sitji rólegir hjá, meðan banda- menn bollaleggja um innrás sína í Evröpu. Útgexðaxmenn! Lítil holbauja «g DwBgnöt til sölu á Kárastíg IS„ í íjarveru minni tíl 12. ágöst gegnir hr. læknír Karl Sig. Jónasson læknisstörfum fyrir mag: á lækníngastofu minni. Ófeignr J. Ofeigsson. V 9Iaður sem é nýja folksflutnings- bifreið ásamt útflutnings- Iwfi þar og flutningsleyfi, pl] komast i samband við mann, 6em á innflutnings- leyfi hér, méð viðskipti fyrir augum. Uppl. i sima 4888. Ford 5 manna, til sölu og sýnis á Mimisveg 2, eftir ki 2^ i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.