Vísir - 13.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 13.07.1943, Blaðsíða 2
VÍSIP DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Réttur gjalddagi. EKKI ríður ógæfa Alþýðu- flokksins við einteyming. Til þess að reyna að liafa ein- hver stefnumál, — reyna að vera á móti einhverjum öðrum, — hefir flokkurinn, að því er virðist, slysazt til að taka þá af- stöðu til sjálfstæðisbaráttunn- ar, sem fjarlægust er íslenzku þjóðareðli og hagsmunum. Vit- anlega er þetta öl á könnu kommúnista, enda spara þeir ekki stóru höggin, og af reynzl- unni draga þeir þær ályktanir að Alþýðuflokkurinn sé kom- inn á mála hjá Stór-Dönunum. Þeir sletta skyrinu, sem eiga. Þrátt fyrir það er ekki ólíklegt að kommúnistum takist enn að vinna nokkurt fylgi frá hinum sjúka Alþýðuflokki, vegna þessa viðkvæma máls, auk annars klaufaskapar af flokksins liálfu. Formaður Alþýðuflokksins mun einnig vera formaður í hinu svokallaða Norræna félagi, sem ekki er nema gott eitt um að segja, — svo lengi, sem ekki er gengið gegn íslenzkum hags- munum. Formaðurinn virðist hafa fengið það á lieilann, að liann verði að sjá svo um, að þrátt fyrir allar stórbyltingar innan lands sem utan, megi ekki rjúfa „tengslin“ við frænd- þjóðirnar á Norðurlöndum, enda lieldur hann jjessu fram i hlaði smu. Sama dag og við slíkan tón kveður hér heima, heldur flokksbróðir lians, Hed- toft Hansen að nafni, fyi’irlestur úti í Lundúnum, þar sem liann kemst að þeirri niðurstöðu, að eins og sakir standi sé ekki um neina norræna samvinnu að ræða, — að Norðurlönd geti ekki að stríðinu loknu myndað með sér raunliæft bandalag, sem að nokkru verulegu gagni komi, en af því leiðir aftur að ekkert verði fullyrt um norræna samvinnu að ófriðarlokum. Sömu skoðun hefir verið haldið fram hér i blaðinu, og af henni dregin sú ályktun, að íslend- ingar hefðu ekki efni á né að- stöðu til að miða við annan hag en sinn eigin í sjálfstæðismál- inu, og yrðu allar ráðstafanir að miðast við það. Óskert sjálf- stæði þjóðarinnar er veigamesta skrefið í þá átt að tryggja fram- tíð hennar efnaliagslega og menningarlega, og engin þjóð hefir dregið i efa, svo vitað sé, að rétturinn væri í þessu efni okkar megin. Þótt islenzka þjóð- in krefjist sjálfstæðis, vill hún jafnframt viðhald gagnkvæmri vináttu við Norðurlönd og tengja við þau menningarbönd að nýju, þegar að stríðinu loknu. Skorist Norðurlöndin imdan að verða slíkrar vináttu frá okkar hálfu aðnjótandi, — og segja má að hún skipti þau e. t. v. ekki miklu, — verðum við að vera þess minnugir að vináttan til annara verður að víkja fyrir eigin sjálfstæðisþrá, ef þetta tvennt getur á engan veg farið saman, sem virðist harla ólik- legt Að styrjöldinni lokinni verður sezt að samningaborði. Þá er tvennt til. Annarsvegar að að- staða okkar verði eins og skuldunauts, sem þarf að sækja alian rétt sinn í hendur kröfu- VISIR Hátíðahöld verzlunar- manna 2. ágúst. Dansleikur að Hótel Borg og ræður og hljóðfærasláttur i útvarpinu. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur mun eins og að undan- förnu efna til hátíðahalda í tilefni af frídegi verzlunar- manna 2. ág. nk . Seyöisfjördur: Hermaður ræðst á konu. Vegna skorts á farartækjum til lands og sjávar hefir ekki reynzt tiltækilegt að stofna til langra hópferða þennan dag, og eins og viðhorfið er nú, hefir lieldur ekki þótt æskilegt að efna til hátíðahalda neinstaðar í nágrenni bæjarins. Því hefir verið ákveðið að fyr- irkomulag dagsins, verði með áþekku sniði og þrjú undanfar- in ár, að því undanskildu þó, að nú efnir félagið til dansleiks að Hótel Borg, mánudagskvöld- ið 2. ág. kl. 10, fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Auk þess mun ríkisútvarpið helga verzlunarmönnum dag- skrá sína og hafa einstakir lið- ir hennar j>egar verið ákveðnir. Hefst hún með ávarpi for- manns félagsins, Hjartar Hans- sonar, en Vilhj. Þ. Gíslason flytur erindi um 2. ágúst og Árni Jónsson frá Múla talar fyrir minni verzlunarstéttarinn- ar. tJtvarpshljómsveitin mun liinsvegar annast hljómleika- atriðin, bæði á undan og eftir ræðunum og eins á milli jæirra. Telja má víst að fjöldi verzl- unarmanna hverfi úr bænum um 2. ágústhelgina, svo sem ]>eirra hefir löngum verið venja. En jafnframt má húast við að þeir vilji fullkomna ánægju sína með því að sækja dans- leikinn að Hótel Borg á mánu- dagskvöldið. Seinna verður aug lýst í blöðunum hvar og hve- nær aðgöngumiðar verða seldir. Hafnarfjöröur: Snndlangiimi ad verda lokið. Sundlaug Hafnarfjarðar er nú svo langt komin, að hún verður vígð um mánaðamótin. Laugin er 12x25 m. að stærð. Verður hún opin til að hyrja með, en siðar er ákveðið, að byggt verði yfir hana. Vatnið í henni Verður hitað mgð kola- kyndingu. Vandað er mjög til laugar- innar og gengur framkvæmd verksins vel. Gullbrúðkaup eiga í dag merkishjónin Ólína SigurSardóttir ljósmóðir og Jón Bjarnason, Skagaströnd. Rannsóknarstofa háskólans beinir þeim tihnælum til fólks, sem er nýstaÖið upp úr mislingum og vill gefa blóÖ, a'ð það gefi sig fram í síma 3233. hafa, hinsvegar að við mætum Dönum ekki til að sækja rétt okkar í jxúrra hendur, heldur sem jafningjar, þannig að verið væri að svipta okkur rétti, ef á einhvern hátt yrði reynt að hagga við fengnu sjálfstæði jijóðarinnar. Á þessu tvennu er töluverður eðlismunur, og liann svo auðsær, að engum heilvita manni, sem nokkuru sinni hef- ir við samninga fengizt, dettur Skipverjar á Súðinxti þakka brezkum tog- aramönnum fyrir hjálp. 8. júlí færði Pétur Bjarnason, fyrsti stýrimaður á Súðinni, hrezku sendisveitinni þakkar- ávarp til ónefndra brezkra tog- araskipshafna fyrir aðstoð eftir loftárás þýzkra flugvéla á Súð- ina. Brezki sendiherrann jjakkaði ávarpið og kvaðst vera viss um, að skipstjórn og áhafnir hinna hrezku togara myndi fagna jjessum jjakkarvotti enda væri sér óhætt að segja, að lijálpin hefði verið glöðu geði veitt. Vottaði hann fyrir jæirra hönd dýpstu hluttekningu ættingjum j>eirra, sem fórust í árásinni. Meðal jæirra skipa, sem j>átt tóku i björgunarstarfinu var togarinn „War Grey“, sem fyr- ir nokkru var tekinn af „Ægi“ sunnan við Vestmannaeyjar, eftir að skipstjórinn, Agerskow, liafði neitað að hlýðnast varð- skipinu „Sæbjörgu“. „War Grey“ dró Súðina í ljósum log- um til Húsavíkur og setti sjálf- an sig í hættu til að slökkva eldinn, j>egar í höfn var komið. Veitir henni mikla áverka. Sá atburður gerðist í fyrra- kveld á Seyðisfirði, að setuliðs- maður réðst á konu og veitti henni allmikla áverka. Kona þessi var á leið lieim til sín til Vestdalseyrar fráFjarðar- öldu klukkan 8.15, þegar her- maðurinn réðst á liana. Hafði hann spýtu að vopni og barði konuna með henni, en greip auk þess grjót og barði hana með því líka. Loks varpaði hann konunni tvisvar í götuna. Hlaut hún mikla áverka, svo að það varð að flytja hana í sjúkra- hús til að gera að sárunum. Maðurinn liefir verið liand- samaður. Hefir j>etta ódæði vakið hinn mesta óhug á Seyð- isfirði. Fréttaritari. Aöalfundur L.B.K. Fjórði aðalfundur landssam- bands blandaðra kóra og kvennakóra var haldinn í Reykjavík dagana 28.—29. júní 1943. Upptökubeiðni harst sam- bandinu frá söngfélaginu „Havpa“ í Reykjavík, og var liún samþykkt með samhljóða at- kvæðum. Á fundinum mættu fulltrúar frá öllum sambands- kórunum, og eru nú í Samband- inu sjö kórar með um 220 með- limum. Formaður Sambandsins Jón Alexandersson gaf skýrslu um störf j>ess á liðnu starfsári: Stjórn sambandsins x-eyndi eftir föngum að útvega sambands- kórunum söngkennara, en eins og nú standa sakir, er mjög mikil vöntun á liæfu fólki, sem hefir getu og vilja til að inna slíkt starf vel af hendi. Þessir sambandskórar sóttu um og fengu styrk til söng- kennslu á árinu: Kantötukór Akureyrar, söng- kennai’i frk. Guðrún Þorsteins- dótlir, Sunnukórinn, ísafirði, söngkennari frú Jólianna John- sen, Söngflokkurinn „Húnar“, Rvík, söngkennari hr. Áskell Jónsson. Samkvæmt ákvörðun siðasta aðalfundar var gefið út I. hefti af söngvasafni L. B. K. og sá Bjöi-gvin Guðmundsson tón- skáld á Akureyri um útgáfu þessa heftis, ásamt Jónasi Tóm- assyni. 1 j>essu hefti eru 12 lög, öll eftir íslenzka höfunda, og er ætlun sambandsins að hæta úr vöntun á aðgengilegum léttum lögum fyrir blandaða kóra, létta nótnaskrift af lcórunum, og kynna ísl. tónlist, — auk j>ess er nauðsynlegt að kórarnir liafi gx’eiðan aðgang að lögum með sömu útsetningu, sé um sameiginleg söngmót að ræða. Ætlazt er til að út korni eitt til tvö hefti á ári. Þau eru fjölrituð, og fá sanibandskórai’nr j>au með kostnaðarverði. Síðar er ætlun sambandsins að úrval af lögum úr heftunum komi út í vandaðri útgáfu. Áætlað var að vei-ja allt að 3.500 kr. til söngkennslu á næsta ári. Stjórn sambandsins var öll endurkosin og skipg hana: For- maður Jón Alexandersson for- stöðumaður; ritari Guðm. Benjamínsson klæðskeram.; gjaldkeri Bent Bjarnason bók- ari. Frð Vestur-íslenðinoom. Mountain, N. D. — Síra Har- aldur Sigmar i Mountain North Dakota, var kjörinn forseti ís- lenzk-Lútherska Kirkjuþings- ins í Ameríku, er það var að ljúka störfum 21. júni, en j>að var lialdið í sókn hans. Hann er eftirmaður síra Kristins K. Ól- afssonar, sem liefði gegnt Jæssu starfi um 20 ár. Síra Kristinn K. lÓlafsson var þangað til fyrir skömmu prestur ísIenzk-Lút- herska safnaðarins í Seattle, Wasli., en dvelur nú í Gliicago, j>ar sem liann hefir með hönd- um lieimatrúboð meðal safn- aða, sem ekki liafa prest að staðaldri. Síra Haraldur Sigmar, hinn nýi forseti Kirkjuþingsins, er fæddur í Argyle landnámi ná- lægt Glenboro í Manitoba, hundrað míl. vestur af Winni- peg. Báðir foreldrar hans voru ættaðir úr Suður-Þingeyjarsýslu og liafði fjölskylda Haraldar Sigmars lengi verið ein liin merkasta í Argyle landnáminu. Kona hans Margrét er dóttir síra Steingríms heitins Þorláksson- ar, eins hinna fyrstu íslenzku Scrutator: JlaAjcLbt GJhnwwunjys annað í hug, en að íslendingum beri að skapa sér þá beztu að- stöðu, sem fáanleg er við samn- ingaborðið á sínum tíma. Einstaka menn segja sem svo, að ekki skipti mál'i, hvort við öðlumst sjálfstæðið 17. júní 1944 eða 17. júní 1945. Falli skuld í gjalddaga árið 1944, er það ekki sama og að hún geri það árið 1945, en þá skuld eig- um við íslendingar okkur sjálf- um að gjalda, að ehdurheimta sjálfstæðið strax og færi gefst á. Hver getur fullyrt að núverandi styrjöld verði lokið fyrr en um 1950, jxítt allir voni að sjálf- sögðu að henni verði lokið miklu fyrr? Örlögin liafa hagað j>ví svo, að við íslendingar erum }>ess albúnir, — og höfum raun- ar Jægar tekið öll okkar mál í eigin hendur, — og hvers vegna skyldum við þá tvínóna eða hopa' í sjálfstæðismálinu? Greiðslur allar fari fram á gjalddaga, enda leiða ástæðu- lausir frestir yfirleitt til fullra vanskila. Það ætti formaður Alþýðuflokksins að vita manna bezt. Stórfréttir. Landganga bandamanna á Sikil- ey er í tölu merkustu frétta af stríðinu. Hér hefir öðru hverju, síðan á útvarpskvöldi blaðamanna, verið vikið eylítið að vinnubrögð- um blaðamana, og því ekki úr vegi að segja í stuttu máli frá, hvernig ]>essi frétt barst hingað og í hvaða röð. Á laugardaginn stóð svo á, að gengið hafði verið frá 2., 3. og 4. síðu blaðsins kvöldinu áður, því að sakir þess hve vinna hættir snemma í prentinu á laugardögum á sumrin, vinnst ekki tími til þess að morgninum að ganga frá nema forsíðunni — nýjustu fréttum. Klukkan sjö hefst vinnudagurinn með því að ritstjóri erlendu frétt- anna hlustar á útvarp á þýzku frá London. Þennan morgun var um að ræða stórfrétt, og þurfti því að hafa hraðan á. Fréttaskeytin eru sótt á símastöðina. Það fyrsta hef- ir komið klukkan 5.03 og er „flash“ (leiftur), það er að segja örfá orð til að undirbúa aðalfréttina. Eg birti skeytin hér í réttri röð og set þau til gamans á það, sem einna næst kemst ensku frétta- skeytamáli. „Leifturskeytið" hljóð- ar svo: „Bandamenn landsetja á Sikiley". Næsta skeyti er sent sjö mínútum síðar frá London og kem- ur tveim mínútum síðar hingað: „Viðbót herstjórnartilkynning Eis- enhowers gæsalappir undanfari landsetningar loftárásir stop flota- styrkur verndaði árásarliðið og uppihélt skothríð strandvirki með- an á rásinni stóð endir texta.“ Hið þriðja kemur svo tuttugu og þrem mínútum síðar: „Leiftur — Eisen- hower útvarpaði Frakka lýsti Sikil- eyjarinnrás gæsalappir fyrsta stig endurlausnar Evrópú'. Eftir 51 mínútu kemur svo nánari skýring á þessu: „Útvarp Eisenhowers orðrétt gæsalappir enskamerískar hersveitir hófu í dag hernaðarað- gerðir Sikiley stop þetta er fyrsta stig endurlausnar meginlands Ev- rópu stop fleiri munu á eftir koma“. Nokkru síðar framhaldið: „Framhald útvarps Eisenhowers: Eg skora á frönsku þjóðina vera rólega og láta eigi blekkjast af upp- spuna sem óvinirnir kunna að breiða út stop útvarp bandamanna mun fræða ykkur um allar- hemaðar- fréttir stop eg treysti á rólyndi yð- ar og aga rasið ekki um_ ráð fram því að óvinirnir hafa auga með ykk- ur stop hlustið á útvarpið og trúið ekki lausafregnum heldur berið þær gaumgæfilega saman við þær réttu.“ Lokakaflinn úr ávarpi Eisenhowers kom síðan í sérstöku skeyti óg loks tvö skeyti um landgönguna: „Út- varpið Algier segir bandamenn hafa lent klettaströnd vesturodda Sikil- eyjar 260 mílur frá Róm“ og „við- bót Algier radió landsetning í góðu veðri gegn harðri mótstöðu þýzkra og ítalskra loftsveita varnarlið ippsprengdi hafnarmannvirki.“ Klukkan átta hefst vinna í prent- smiðjunni og setjararnir hamast við að koma fréttunum sem allra fyrst á prent. Litill tími vinnst til að sinna öðrum fréttum. Aðeins stutt- lega getið um Rússland og ekki um Nýju-Guineu. Allt víkur fyrir að- alfréttinni. Til allrar hamingju var Vísir undir þessi tíðindi búinn. Tvær greinar hafa beðið settar, önnur fræðigrein um Sikiley, hin eftir Morley Richards um varnir ítalíu. Klukkan níu er blaðið komið í pressuna, klukkustund fyrr en á laugardaginn var, og klukkan tæp- lega hálf-ellefu fara fyrstu eintök- in út á götuna. Klukkan ellefu er hlustað aftur á ,útvarp, og síðustu fréttum bætt inn, þar sem áður var sagt frá loftárás á færeyskt skip, og þegar vinnu lýkur um eftirmiðdag- inn, hefir stærsta upplag Vísis ver- ið fullprentað. Það er nú það. Mussolini segist vera með her- sveitum sínum á Sikiley í anda. Hinsvegar tjánst doktor Göbbels vera með þýzka hernum þar í sann- leika. presta vestra, en liann lézt í febrúar síðastliðnum. Síra Haraldur Sigmar varð fyrst prestur í Vatnabyggð og einnig nálægt Wynyard, Saskat- chewan, en fyrir 15 árum síðau tók hann að l>jqna 6 söfnuðum í Pembia lirepp, N. D. Sonur lians, Haraldur, var á sömu preslastefnunni, sem lieiðraði föður hans með forsetakósn- ingu, kjörinn prestur við söfn- uðinn í Seattle. Annar sonur hans, Eric, sem er söngvari góð- ur mun einnig leggja stund á guðfræðinám. Annar athyglisverður atburð- ur, sem skeði á liinum árlega fundi Kirkjuþingsins, sem nú var lialdið í 59. sinn, var að ný grundvallarlög voru samþykkt fyrir kirkjuna, en ]>au voru samin af nefnd, sem Hjálmar Bergman, hinn kunni lögfræð- ingur í Winnipeg, var formaður fyrir. Kvikmynd af heim- sókn Stimsons, Meðan Henry Stimson her- málaráðherra Bandaríkjanna var hér á laugardag og sunnu- dag voru teknar kvikmyndir af öHum ferðum hans. Myndir j>essar, sem voru tekn- ar af liernum, voru tafarlaust sendar til Bandaríkjanna og munu vera komnar til Washing- ton. Sýndu j>ær meðal annars hersýninguna, sem hér fór fram og heimsóknir Stimsons til herstöðva. Verða þær geymdar í myndasáfni liersins. Myndir þær, sem birtust hér í blaðinu í gær, voru teknar af U. S. Army Signal Corps. Láð- ist að geta þess í blaðinu. Ameríska útvarpið Valdlmar Bjðrnsson nm Vestnr-Islendinga. Hjörvarður Árnason liefir í dag samtal í ameríska útvarpinu við Valdimar Björnsson sjó- Iiðsforingja um Vestur-íslend- inga. Samtal J>etta er liið átt- unda í röðinni um íslenzk efni, og hafa j>essir áður talað: Vilhjálmur Þór utanríldsráð- lierra, flutti hernum boðskap; prófessor Sigurður Nordal, um landnám Islands; Ásgeir Ás- geirsson um sjálfstæðisbaráttu íslendinga; Bjarni Benedikts- son, um stöðu íslands í heimin- um; Jón Árnason, um landbún- að; Ólafur Thors, um sjávarút- veg og Guðmundur Finnboga- son, íslenzkt þjóðerni. Á meðal þeirra, sem átt verð- ur tal við á næstupni í þættin- um „Samtal um Island“, eru Jónas Jónsson, Sigurgeir Sig- urðsson biskup, Emil Thorodd- sen, Halldór Kiljan Laxness, Jón Þorleifsson og Lárus Páls- son. Verður J>ar rætt um mepmt- un, trúarbrögð, bókmenntir og listir og um landafræði og jarð- fræði íslands. 1 Tilgangurimi með j>essuni samtölum er í fyrsta lagi, að sýna almenna mynd af Islandi og í öðru lagi að bregða upp myndum af sérstökum atriðum í lifi Islands. Þessi j>áttur hefir /vakið mikinn áhuga á meðal hermannanna og hefir eignazt allstóran hóp hlustenda. Þáttur- inn stendur venjulega í 15 mín- útur og hefst kl. 4:25 á þriðju- dögum. Veggfóður Peasillinn Laugavegi 4. — Sími 2131.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.