Vísir - 21.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR Verzlun og samgöngur 1942 Úr skýrslu Landsbankans. REIKNINGUR LANDSBANKANS fyrir 1942, sem út kom í gær, og fylgir honum að venju ítarleg skýrsla um afkomu þjóðarinnar á því ári. Hér birtist kaflinn um verzlun og sam- göngur á árinu. Eins og getið var um í árs- skýrslu 1941, óx verzlunarvelta mjög mikið á því ári. Tala lieild- og umboðssöluverzlána í Reykjavík var 152 í árslok 1941, samkvæmt verzlunarskýrslum, en 92 árið áður, og tala smásölu- verzlana 672, á móti 538 árið 1940. Samsvarandi tölur fyrir fastar verzlanir utan Reykjavík- ur voru 539 og 522. Tölurnar bera með sér, að þróunin liefir, hvað þessu viðvíkur, verið allt önnur í Reykjavík en annars- I staðar á landinu. Árið sem leið fór verzlunarvelta enn mjög í vöxt og voru orsakir liinar sömu og áður, mikil vörueftir- spurn almennings og kaup af hálfu setuliðsmanna. Útþenslan var eins og áður langmest í Reykjavík. Þar voru á árinu gef- in út 105 (76) smásöluleyfi, 54 (51) stórsöluleyfi og 1 (6) um- boðssöluleyfi. Þessi aukna verzl- unarvelta er að langmestu leyti í innflutningsvörum, eins og út- futningsskýrslurnar bera greini- lega vott um. Innflutningur alls- ( konar neyzluvara jókst þannig yfirleitt mjög mikið á siðasta ári. Vefnaðar- og fatnaðarvöru- innflutningurinn nam 47,9 millj. j kr. á móti 26,6 millj. kr. árið áður. Innflutningur skófatnaðar j jókst úr 2,9 millj. kr. í 5,4 millj. kr. Árið sem leið voru fluttar inn frá Ameríku ýmsar matvör- ur, sem ekki hefir verið leyfður innflutningur á undanfarin ár, svo sem margskonar niðursuðu- vörur. — Verzlun var meiri en áður i flestum öðrum neyzlu- vörum, sem liægt var að auka framboð á til móts við vaxandi eftirspurn. Á sumurn innlend- um vörum var framboð ekki nægilegt til þess að fullnægja eftirspurninni. I Reykjavik var með köflum erfitt að fá fisk. Nokkur hörgull var á smjöri, osti og eggjum, og fór þvi til- tölulega mikið af þessum við- skiptum fram utan við sölubúð- irnar. — Mjólkursamsalan i Reykjavik seldi á árinu 7 456 (6 830) þús. lítra af mjólk — þar af 282 (208) þú's. lítra til mjólkurbúsins i Hafnarfirði — 338 (281) þús. lítra af rjóma, 335 (328) þús. kg. af skyri og 56 (102) þús. kg. af smjöri. Mjólk- ursamsalan hefir ein með hönd- um sölu á rjóma og skyri i Reykjavík, en smjörsala hennar er ekki nema hluti af heildar- sölunni. — Verzlun með inn- lendar iðnaðarvörur var álíka og árið áður. Innflutningur á komvörum og sykri var áfram i höndum Innflytjendasam- bandsins og Sambands ísl. sam- vinnufélaga, eins og verið liefir frá haustinu 1939. Þessir aðilar liöfðu líka á liendi megnið af þeim innflutningi af nýjum þurrkuðum ávöxtum, sem leyfð'M- var á árinu. Sigbngar. Á iðasta ári liéldu 3 (5) að- ilar, 2 (4) innlendir og bi-ezka lierstiórnin, uppi siglingum milli Islands og útlanda, með skipum, sem fluttu vörur til þarfa landsins. Voru ferðir hing- að 93 (108), þ. e. 45 (53) frá Bretlandi, 47 (54) frá Ameríku og T (1) frá Portugal. Allar ferðirnar frá Bretlandi voru með skipum á vegum herstjórn- arinnar, en Eimskipafélag Is- lands annaðist afgreiðslu þeirra hér. Fluttu þau jöfnum hönd- urn vörur fyrir Islendinga og setid'^ð. Að auki voru eins og veniulega oliuskip, og skip, sem flut ’ >á Bretlandi farma af þun ’ öru, salti, kolum og sementi. ÖIl sex skip Eimskipa- félagsins voru i Ameríkusigling- um allt árið, og voru hingað- komur þeirra samtals 24. 20 ferðir voru frá Ameríku með erlendum sMpum, sem Eim- skipafélagið liafði á leigu, ýmist fyrir einstakar ferðir eða til á- kveðins tíma. Loks fór eim- skipið Katla 3 ferðir lil Amer- íku. Eimskipafélagið liafði það skip á leigu, eftir að það kom úr Portugalsferð snemma á ár- inu. — Vöruflutningar frá Bret- landi gengu mjög greiðlega, þar sem nægur skipakostur var fyr- ir hendi. Aftur á móti voru rniklir erfiðleikar á flutningum frá Ameriku. Bæði vai’ það, að flutningsþörfin óx mjög, og að skipakosturinn nýttist enn verr en áður. Hin 6 skip Eimskipa- félagsins fóru aðeins 4 ferðir á árinu hvert. Auk þess, sem sigl- ingar tólcu langan tíma, urðu tafir vegna plássleysis í Reykja- víkurhöfn. Heita má, að stöðugt lægju miklar vörur vestra og biðu eftir flutningi. Sama og ekkert var flutt fyrir setuliðið með skipum þeim, er Eimskipa- félagið liafði í Ameríkusigling- um. Flutt voru til landsins með þeim 90 550 (64 635) tonn af vörum. Flutningsgjöld í Eng- landssiglingum voru óbreytt á árinu, 200% yfir fvrirstríðstöxt- um. Ifinn 11. ágúst voru farm- gjöld í Ameríkusiglingum hækkuð um 50%, og 31. októ- ber voru þau hækkuð á ný, um 25%. Með því var hækkunin á gegnumgangandi fyrirstríðs- taxta orðin 265,6%. Hækkunin náði til skömmtunarvara og smjörlíkisolíu, en árið 1941 voru þessar vörur undanþegnar þeirri farmgjaldahækkun, er þá var gerð. setuliðið greiddi i bensínskatt til viðhalds vega. I júlí 1942 voru í landinu 1 694 (1 165) vöru- bifreiðar og 1 504 (1 311) fólks- bifreiðar, þar af 146 (133) far- þegabifreiðar með rúm fyrir fleiri en 6 farþega. Á tímabil- inu frá 1. júlí til ársloka bættust við 391 fólksbifreiðar og 254 vörubifreiðar. Sími og póstur. Tala simskeyta, sem send voru til útlanda á árinu, var 81 000 (86 500), en auk þess voru send álika mörg símskeyti fyrir setuliðsmenn, samkvæmt sérstökum samningi. Tala sendra innanlandsskeyta var 333 700 (297 500). Árið 1941 var tala bréfapóst- sendinga innanlands 3 355 000 (1940: 2 955 000), en bókfærðra sendinga (að undanskildum skrásettum sendingum) 258 900 (1940: 205 600). Árið 1941 voru send til útlanda 266 700 (1940: 176 400) bréfasendingar og 1800 (1940: 1 350) bókfærðar send- ingar. Sýningaxflokkur Armanns kominn úr norðurförinni. Sýningarflokkur Ármanns kom heim í fyrrakvöld eftir hálfs mánaðar ferðalag um Norðurland. Voru haldnar níu sýn- ingar fyrstu sjö dagana, en síðari vikan var sumarfrí þátttak- endanna. Strandferðir. Skipaútgerð ríkisins hafði, auk strandferðaskipanna tveggja og Þórs, í strandferðum 31 (31) gufu- og mótorskip, sem ýmist voru tekin á leigu eða á vegum Skipaútgerðarinnar að einhverju leyti. yiðkomuhafnir voru 1 963 (um 2 000) og flutt vörumagn með öllum slcipunum nam 54 000 (um 45 000) tonn- um. Tala farþega var 20 705 (um 20 000). Talsverðir örðug- leikar voru á að fullnægja flutningaþörfinni. Þurfti að um- hlaða mikið af þeim vörum, sem komu frá útlöndum og áttu að fara út á land. —> Skip Eim- skipafélagsins fóru 20 (19) stiiandferðir og koniu á 111 (118) hafnir utan Reykjavíkur. — Ifinn 23. september hækkaði Skipaútgerðin flutningsgjald á landbúnaðarafurðum um 100% og á öðrum vörum um 77,7%. Miðað við fyxírstríðstaxta var með því hækkun á hinum fyrri orðin 200%, en hinum síðari 300%. Flug. Flugvélar Flugfélagsins flugu tæplega 114 000 (175 000) kni„ og fluttu rúmlega 1 100 (1 100) farþega. I apríl eyðilagðist önn- ur flugvélin, en félagið eignaðist um líkt leyti tveggja hreyfla landflugvél, sem ber 8 farþega. Var hún í ferðum milli Reykja- víkur og Akureyrar og Reykja- víkur og Hornafjarðar. Bifreiðar. Á árinu var varið til vegamála úr ríkissjóði 6,8 (4,24) millj. kr. auk 4,20 (2,23) milljT kr.. sem Vísir hitti fararstjórann, Sig- urð G. Norðdahl, að máli í gær og spurði hann um ferðina. Lét hann mjög vel yfir henni og kvað alla þátttakendur vera mjög ánægða með liana og hinar alúðlegu móttökur, sem hvar- vetna voru veittar. Sýningar fóru fram á Hvammstanga, Blönduósi, Varmahlíð, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsavík og Laugum. Á þessum stöðum tóku forvígismenn íþróttafélaga og aðrir góðir menn á rnóti flokknum og er það ekki of djúpt tekið í árinni, að þeir hafi borið Ármenninga á höndum sér. Flokkurinn lagði oft mikið á sig á leiðinni við ferðalögin og sýningarnar, svo sem á Ólafs- firði, þar sem sýningin fór fram eftir miðnætti. En viðtökurnar, sem hann fékk allsstaðar, gerðu meira en að vega upp alla ferða- þreytu. Á leiðinni hittu Ármenningar ýmsa aðra íþróttaflokka, svo sem ÍR-inga. Varð fundur þeirra í Ljósavatnsskarði, en þó ekki með sama hætti og annar fund- ur, sem þar varð fyi-ir um það bil hálfri tíundu öld. Flokkurinn fékk yfirleitt þurrt veður, en sólar naut ekki að ráði nema tvo daga. Stúdentastyrkir. M enntamálaráð úthlutaði á * fundi sínum s. 1. fimmtud. námsstyrkjum til fimm nýbak- aðra stúdenta. Styrkirnir eru að upphæð kr. 3.600.00 hver og veittir til f jögurra ára. Þessir stúdentar hlutu styrk: Jóliannes Nordal, til náms í hagfræði í Englandi. Sigurður Halldórsson, til náms i raf- magnsverkfræði í Amcríku. Sig- urður Magnússon, til náms i vélaverkfræði í Amerilcu. Sveinn Pálsson, til náms i tungumálum í Englandi. Frið- rik Þorvaldsson, til náms í tungumálum. Námsstyrkjunum við amer- ísku háskólana hefir enn ekki verið úthlutað. Verður það gert á næsta fundi ráðsins, á morg- un. Andrew MacNaughton, yfir- maður kanadiska hersins á Bretlandi, er um þessar mundir á ferðalagi um vigstöðvarnar á Sikiley. ; ‘ ★ j I gær lögðu 450 börn fra Dortmund af stað til Búlgaríu, þar sem þeim er ætlað að vera að minnsta kosti til áramóta. Bæjap fréttír Nœturakstur. BifreiðastöS Rvíkur, sími 1720. j Næturlæknir. Slysastofan, sími 5030. Næturvörður. Laugavegs Apótek. Eldur kom í morgun upp í byggingum Sláturfélags SuSurlands. Kom eld- j urinn upp í reykofninum, þar sem ; félagið reykir kjöt og kjötafurðir. 1 Kornst eldurinn upp i loftið fyrir ; ofan ofninn, en það tókst fljótlega að slökkva hann og skemmdir urðu litlar. „Dagsbrún“, ársrit Verkamannafél. Dagsbrún 1943, er komið út og flytur árs- skýrslu formanns til aðalfudnar 18. jan. s.l. Félagatala var skv. skýrsl- unni í árslok 1942 3192, en árið áður 3070. í ritinu birtast auk þess hin nýju lög félagsins og reikning- ar félagsins fyrir 1942. Námu tekj- ur félagsins alls 75 þús. kr. á ár- inu, og er það 9 þús. kr. umfram gjöld. Eignir félagsins nema tæp- um 200 þús. kr., og er meir en helmingur þeirra í Vinnudeilusjóði, eða tæp 107 þús. kr. Útvarpið í kvöld. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Liljur vallarins". Saga frá Tahiti, III Karl Isfekl blaðamaður). 21,00 Flljómplötur: íslenzkir söngvarar. 21,10 Erindi: Gönguferðir og tjald- búðalíf (Jón O. Jónsson fulltrúi). 21,30 Hljómplötur: Lagaflokkur- inn „Gæsamamma" eftir Ravel. Mótorhjól til sölu í góðu standi. Uppl. frá 5—8 á Bjargarstíg 17. Sultuglös 1/2 kg. kr. 1.45 — 1/1 kg. kr. 1.65 Niðursuðuglös 1/8 gallon kr. 1.80 — 1/4 gallon kr. 2.40 1/2 gallon kr. 2.90 Flöslculakk og vax. Betamon. Vínsýra. Sultusykur. Ávaxtalitur. Cellophanpappír. Smjörpappír. Korktappar m. stærðir. Benzósúrt natron. Rabarbari. Laxa* stengfnr til sölu. Uppl. lijá Ól. Þórðar- syni, Mjólkurstöðinni, eftir kl. 3. — Chevrolet pumpur til sölu. Tilboð óskast sent til blaðsins, merkt: „Nýjar pumpur“ fyrir föstudags- kvöld. — Vil selja sófa og tvo djúpa stóla, allt nýtt og vandað. — Til sýnis á Reynimel 44, niðri, kl. 18—21 í dag og á morgun. Flugnasprautur nýkomnar. Baronibnð Hverfisgötu 98. Sími: 1851. Skotapilsin á telpur írá 2ja - 7 ára komin aftur. Verð frá kr. 15.10 mikið úrval. Bankastræti 2 TILKYNNING Byggingarsteinn og aðrar vikurvörur úr Eyrarbakka- vikri, verður hér eftir einungis til sölu hjá okkur. Jafnframt er mönnum á það bent, að hverskonar vikurflutningar frá Eyrarbakka, vestur yfir Hellis- heiði, eru óheimilir án okkar leyfis. Pí puverk smiðj an h f. I Tilboð óskast í skipsflakið (framhluta) e.s. „Jotm Randolf", ásamt öllu skipinu tilheyrandi í því ástamdi, sem það nú er í í Hvalfirði. Skipið var byggt í Bandaríkjunum í árslok 1941 og var 6800 smálestir. Því fylgir nú margskonar verð- mætur skipsbúnaður, svo sem vindur, keðjur, akkeri o. m. fl. Tilboð óskast send undirrituðum, sem gefur allar frekari upplýsingar fyrir 27. þ. mán. Áskilinn réttur til að taka livaða tilboði sem er og hafna öllum. Gunnap Þopsteinsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður. Sími: 1535. Móðir okkar og tengdamóðir, Þorbjöpg Eggertsdóttir, andaðist á Landakotsspítala í gærmorgun. Einar Guðnason. Gísli Guðnason. Jóna Kristmundsdóttir. Lára Lúðvíksdóttir. Ágúst Sigurðsson. Drengurinn minn, Hjálmar Ámundason sem andaðist þ. 13. þ. m. verður jarðaður að Hrepphólum föstudaginn 23. júlí kl. 2 e. m. Kveðjuathöfnin fer fram að heimili hans, Barónsstig 27, fimmtudaginn 22. júlí kl. 10 árdegis. Fyrir mína bönd og systkina lians. Halla L. Loftsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.