Vísir - 12.08.1943, Qupperneq 2
vista
»Of lífið og of seintK
Fyrstu tvö ár styrjaldarinnar
var það oft haft að orðtaki
um það, sem handamenn tóku
sér fyrir hendur í styrjöldinni,
að það væri „of lílið og of seint“,
Yar þar átt við að ekki væri i
nógu stórt ráðizt og ekki fyrr en
allt væri um, seinan.
Þessu líkt mætti oft segja um
framkvæmdir hér á landi og
ekki sízt mun það eiga við ráð-
stafanir Fteykj avíkurbæj ar fyrr
og síðar í ýmsum málum, en
þó sérstaklega í skipulagningu
bæjarins. f þeim efnum hefir
allt verið of iítið og of seint. En
nú hefir bæjarstjórnin tækifæri
til að sýna stórhug í skipulagn-
ingu, sem hægt er að gera áður
en það er orðið of seint.
Snemma i vetur var vakið
máls á því hér í blaðinu, að
byggja þ^rfti upp Sundjlaug-
arnat og gera íþrótta- og
skemmtisvæðí í Laugadalnum,
sem íelja má einhvern ákjósan-
legasta stað til þeirra hluta í
landi bæjárins. Áhugasamur
maður innan bæjarstjórnar
kom þvi til leiðar, að skipuð
var nefnd í mál þetta skömmu
síðar. Þessi nefnd hefir nú skil-
að áliti og lagt fram stórhuga
tillögur, sem hafa þann mikla
kost, að núverandi skipulag
bæjarins er þvi ekki til fyrir-
stöðu, að þær verði fram-
kvæmdar.
Það má teljast virðingarvert,
að í bæjarfélagi, sem hugsar
smátt í skipulagningu, skuli
menn hafa hugrekki til að
leggja franx svo myndarlegar til-
lögur sem hér um ræðir. Vænt-
anlega snýst bæjarstjórn svo við
þessu máli, að borgararnir sjálf-
ir þurfi ekki að knýja það fram
með harðfylgi. Það má heldur
ekki fara með þetta mál þannig,
að úr hugmyndinni verði hvorki
fugl né fiskur. Úr henni má
ekkert draga, og nú verður stór-
hugur einu sinni að ráða um
skipulagningu hæjarins. Þetta
mál verður að afgreiðast þann-
ig að ekki verði síðar hægt að
segja, að allt, sem í þvi hafi
verið gert, hafi verið „of litið
og of seint”.
★
Atvínnuleysi.
Orðið atvinnuleysi hefir lítið
verið notað undanfarin ár og
margir Iifa vafalaust í þeirri
sælu trú, að ekki þurfi að búast
við slíkum vágesti framar. Hins
vegar heldur „Þjóðviljinn“ því
fram í gær í langri grein, að
búast megi við að 1600—1700
menn verði atvinnulausir hér í
borginni á komandi vetri og
verulegt atvinnuleysi hljóti að
skapast í öllum hinum stærri
kaupstdðum og kauptúnum
landsins. Þetta telur blaðið að
verði þrátt fyrir það, þótt í gangi
verði öll framleiðslutælci lands-
manna.
Um það skal engu spáð hér,
hversu mikil brögð verði að at-
vinnuleysi hér í vetur, en ekki
er ólíldegt, að svo verði að ein-
hverju leyti. Þær atvinnugreinir,
sem hæst eru komnar í verð-
laginu, svo sem byggingariðn-
aðurinn, munu fyrst heltást úr
lestinni. En hið ægilegasta í
sambandi við atvinnuleysi á
Alm©nnmguir þarf að hafa
betri samvinnu við lögregl-
Strætisvagnar fyrir 50
menit teknir í notknn.
a hentuon
m
sorpilá
Viðtai við Pétur Kristinsson heilbrigðislögregluþjón
Nýlega er íokið hreinlætismánuði hér í bænum, sem
hreiníætis- og heilbrigðislögreglan stóð fyrir. Var í
þessum herinlætismánuði (júíí) gerð gangskör að því
að fá menn til þess að þrífa til í kringum hús sín —
t. d. með því að taka burtu spýtnarusl af lóðunum og
setja lok á sorpílát sín o. fl. Einnig aðstoðuðu blöðin
Iögregluna við að fá menn til þess að hætta að hrækja
á göturnar eða kasta bréfarusli og öðru þess háttar,
hvar sem var. Allt þetta bar töluverðan árangur, enda
þótt engan veginn sé hægt að segja, að þrifnaður al-
mennings sé í fullkomnu lagi enn þá — svo betur'má
©f skal
Vísir hafði tal af Pétri Kristinssyni, heilbrigðislög-
regluþjóni, í gærdag og innti haam eftir frekari fréttum
af árangri af hreinlætismánuCinum. Brást Pétíir vel
við þessari málaleitan og f er hér á eftir viðtal við hann:
Hreinlætið í bænum.
—• Hváð er að segja um hrein-
lætið í bænum?
— Almennt erum við ánægðir
með þann árangur, sem nýaf-
staðinn hreinlætismánuður bar.
Við höfum nú lokið lagfæring-
um á því, sem mest var ábóta-
vant, og erum nú komnir að
því, sem minna máli skipfir.
— Hvað var helzt ábótavant
við hreinlætið?
— Því er nú fljótsvarað. Það
er mikið til það sama upp aftur
og aftur.... Sorpílátin í ólagi,
loklaus og á ýmsan hátt illa frá
þeim gengið, þá er og timbur- og
spítnabi'alc á lóðum í megnustu
vanhirðu víða í bænum.
Sorpílát.
— Er ekki mikil þörf á hent-
ugri sorpílátum við liús al-
mennt?
— Jú. Sorpílátin þurfa að vera
minni og á margan hátt viðráð-
anlegri en þau eru. Oftast eru
það stórar járn-ámur, sem not-
aðar eru og verða þá sorphreins-
unarmennirnir að leggja þær á
bliðina, til þess að geta losað
þær, en þetta veldur hvort-
tveggja í senn nxikilli vinnutöf
við hreinsunina og óhjákvæmi-
legum óþrifnaði á hreinsunar-
staðnum.
Spýtnabrak og timbur.
— Hvernig hefir spýtnabrak-
inu verið ráðstafað?
— Við liöfum farið fram á
það við eigendurna, að þeir
flyttu það á burt eða ráðstöf-
uðu því á annan hátt, t. d. með
því að nota það í eldinn. Aftur
á móti heillegu timbri og öðrum
nothæfum borðum höfum við
látið nægja að raðað hafi verið
upp og neglt saman, þó þannig,
að það Iiafi verið Iaust við jörð,
til þess að hægt hafi verið að
þrífa undan því.
Girðingar.
— Hafið þið skipt ykkur
komandi vetri er verðlagið í
landinu og útlit, sem á þvi er, að
dýrtiðin verði látin leika laus-
um hala þegar í næsta mánuði.
Þótt menn eigi eitthvert sparifé
frá góðu árunum, þá er það
fljótt að fara, ef engin er atvinn-
an, í þeirri dýrtíð, sem nú er.
Útlitið er því ekki gott. Menn
standa nú á milli tveggja elda.
Annars vegar er atvinnuleysið,
senx liklegt er að komi, en hins
vegar hættan á óstöðvandi verð-
bólgu. Þó eru til menn, sem
Ixamast á móti ríkisstjórninni
fyrir aðgerðir hennar í dýrtíðar-
málunum og hina einbeittu af-
stöðu hennar til að halda niðri
verðbólgunni í landinu.
nokkuð af girðingutn umhverfis
lóðir?
! — Já, komið hefir það fyrir.
Við höfum 4.d. látið menn fjar-
lægja hálf-niðurfallnar girð-
ingar, er vitað hafa að almanna-
færi; enda ljótar og hætta get-
ur 'verið á, að vegfarendur rifi
föt sín á þeim.
) Þá höfum við og látið fjar-
. lægja gamla grjótgarða, sökum
| þess, hvað í þá safnast oft mikið
af rottum.
Útrýming rottunnar.
— Hvað er annars að segja
um útrýmingu á rottunni?
— Það er nú sérstakur mað-
ur, sem lxefir það starf á lxendi
fyrir hæjarins liönd, meindýra-
eyðii’inn, og hefir hann nú í
sumar gert tilraun með gas-
eitrun fyrir rotturnar á sorp-
haugum bæjarins og víðar, t. d.
svínabúum.
Dýrarækt í bænum.
— Er mikið um svína eldi hér
í hænum?
— Já, það er ekki svo lítið
um það, en komáð hefir í Ijós,
að hversu vel sem þau annars
eru hirt, verður þess skammt að
bíða, að þau verði að hverfa,
sökum ódauns, flugna og rotta,
sem ávallt fylgja þeim. I öðrum
löndum mun það varla þekkjast,
að svínahú séu rekin í bæjunum
sjálfum, heldur einungis fyrir
utan þá, og nauðsynlegt er að
slíku fyrirkomulagi verði konxið
á hcr.
Þá er og annáð, sem eg vildi
minnast á í sambandi við þetta,
en það eru fjósin, hesthúsin
og alifuglaræktin hér í hænum.
Allt slikt þarf einnig að hverfa
og það sem alira fyrst, enda lilýt-
ur hverskonar dýrarækt ávallt
að fylgja nokkur óþi'ifnaður.
Samvinnan
við almenning'.
— Hvernig liefir samvinnan
tekizt við almenning?
— Yfii'leitt má segja, að hún
liafi tekizt vel, en einnig má
segja, að almenningur geri sér
allt of margt að góðu og háir
það nxikið okkar starfi. Sérstak-
Iega á þó þetta við öll matvöru-
kaup almennings, því allt of
sjaldan er það, að alménningur
kvartar til okkar með slíka hluti.
Ruslakörfur og hrákar.
— Er ekki erfitt að ráða við
þrifnað almennings á götum
úti — í sannbandi við nisla-
körfurnar o. þ. h.?
— Tilraun sú, er gerð var
með uppsetningu ruslakarfanna
i miðbænum hefir þvi miður
ekki boi-ið tilætlaðan árangur
enn sem komið er, sökum þess,
hve mjög þær hafa verið
skenxmdar, og nú er svo komáð,
að endux-nýja verður þær flest-
allar. Væri það mjög leiðinlegt,
ef hætta yrði við þessa tilraun,
sökum skilningsleysis einstakra
skemmdarvarga. Annað er það,
sem mjög er ábótavant í þrifn-
aði almennings á götum úti, en
það er hversu margir hafa enn
þann hvimleiða og sóðalega ó-
vana, að hrækja svo að segja
hvar sem þeir eru staddir. Þó
mun ^bitthvað hafa úr þessu
dregið upp á síðkastið.
Við vonum, að almenningur
leggi sig allan fram til þess að
fegra og prýða hæinn með
góðri umgengni á lóðum og göt-
um úti, máli hús sín og skreyti
garða umhverfis þau, með blóm-
um og trjám, því varla er svo
smár blettur til, að ekki sé hægt
að koma slíku við.
Ern fiillkemnnstn ragusn’, sesia
- • Iiér imfa fíekkKÍ,
l’fýlega hefir Strætisvagnafélag Reykjavíkur fengið fjóra
nýja strætisvagxia frá Ameríku. Bifreiðar þessar eru frá
Mack Biesel vei'ksmiðjunum og eru í alla staði fyrsta flokks
vagnar. Þeir eru yfirbyggðir á verkstæði Egils Vilhjálmssonar
hér í bæ og hefir einn þessara bíla þegar verið tekinn í notkun,
eri sá næsti verður væntanlega tilbúinn um eða eftir næstu mán-
aðamót og hinir tveir fyrir áranxótin.
Næturlæknir.
SlysavarÖstofan, sími 5030,
Næturvorður.
Ingólfs apótek.
Lesendur Vísis liafa eflaust
tekið eflir þessum nýja bíl á
götum bæjai-ins og þá sérstak-
lega þeir, sem liafa ferðast með
: strætisvögnunum í Skerjafjörð,
því bíllinn er notaður á þeiri’i
leið. I tilefni af þessari nýjung
snéi’i Vísir sér til Haraldar Stef-
ánssonar eftirlitsmanna* hjá
Strætisvagnafélaginu og spurð-
ist fyrir um bílana.
| Hér fer i eftir frásögn Har-
f aldar:
j Við höfum nýlega fengið fjóra
nýja strætisbíla til umráða og
af þeim er einn þeiiTa þegar
komiim í notkun. Sá næsti verð-
ur tilbúinn um nseatu minaða-
mót, en hinir tveir fyrir nsestu
áramót.
Bifreiðar þessar eru fengnar
frá Mack Diesel-verksmiðjunum
og verða allar yfirbyggðar á bif-
reiðaverkstæði Egils Vilhjálms-
sonar, að undantekinni einni,
sem byggð er í trésmíðaverk-
stæði Strætisvagnanna í Reykja-
vík,
Nokkur styrr stóð um það
milli Strætisvagnafélagsins og
bifreiðaeftirlitsins, lxversu stór-
ar yfirhyggingarnar mættu vera,
en lauk nxeð því, að strætisvagn-
arnir fengust ekki hyggðir eins
Iangir aftur fyrir aftui'hjólaöx-
ul eins og aðrir hílar eru, enda
þótt þeir bílar séu ekki nema 2
—3 tonn. Aftur á móti eru þess-
ar bifreiðar gefnar upp fyrir
9 tonn, fullhlaðnir. Má gera ráð
fyrir að þeir rúmi 50 manns
með góðu móti, en eldri bílarnir
rúmuðu mest 37 menn.
Bílar þessir eru mjög traustir
og sterkir og þýðir í akstri. Er
allur frágangur þeirra sérstak-
iega vandaður. Sérstakur snún-
ingshraðamælir er í þeim fyrir
vélina, svo aldrei þarf að of-
reyna hana.
Bílarnir eru mjög stórir, 212
þuml. milli öxla. Þeir hafa 5
„gíra“ áfram og vökvahemla
með loftdunk til hjálpar, sem
gerir hemlana miklum mun létt-
ari og viðráðanlegri.
Héraðsmót SJálfsíæð-
ismanna í Eyjaíirði,
Héraðsmót Sjálfstæðismanna
á Akureyri og Eyjafirði fór fram
á mánudag í Naustaborgum vi8
Akureyri.
Ræður fluttu þar þeir Ólafipr
Thors, form. Sj álfstæðisflokk*-
ins, Sigurður E. Hlíðar alþin^-
ismaður, Sigurður Eggerz ixsej-
arfógeti, Stefán StefánssO*
bóndi í Fagraskógi, frú Jónheíl-
ur Eggearz og Lárus Thonanjfc-
sen.
Karlakórinn Geysir og Lúðrla-
sveit Akureyrar skemmtu milfi
ræðulialdanna, en að þeim lokö-
um var stíginn dans fram eftir
nóttu.
Margt fólk var þarna saman
komið og skemmti það sér hið
bezta.
Akureyri, í morgun.
Sjálfstæðisfélögin héldu fjöl-
mennan fund á mánudagskvöld.
Óiafur Tliors flutti erindi um
íslenzk stjórnmál síðustu 4 ár-
in. 1 fyrrakv. efudu sjálfstæð-
ismenn tii kaffidrykkju, og voru
mai'gar ræður haldnar. Sam-
koman var hin fjöi’ugasta.
1 Eggert Stefánsson söngvari
hefir haldið tvær söngskemmt-
anir undanfarið. Við liljóðfæriS
var Jakob Tryggvason píanó-
leikari.
Job.
JL
Scrutator:
'RjoucLdbi aÉmmmn^s
Mannfallið í Vestmannaeyjum.
Níu manns létust af áfengiseitr-
un í Vestmannaeyjum á mánudag
og þriðjudag. Fimm þeirra var get-
iÖ í fyrstu blööum Visis á þriÖju-
dag, en nöfnum þriggja var bætt
við í síðari hluta upplagsins. Sið-
an hefir Vísir ekki komið út, sakir
rafmagnsbilunar. Þau þrjú, sem
létust eftir að þriðjudagsblaðið fór
í pressuna, voru Þórarinn Beródus-
son, vélstjóri úr Vestmannaeyjum,
! kvæntur og átti börn, Sveinjón
I Ingvarsson úr Reykjavík og Árný
Guðjónsdóttir úr Vestmannaeyjum.
Mishermi var það í fyrradag, og
byggt á misheyrn í sítna, að Andrés
Gestsson var nefndur í stað Ár-
nýjar. — í gærmorgun andaðist svo
Ólafur Davíðsson, formaður, níundi
maðurinn. Aðeins einn þeirra, sem
enn eru veikir, Andrés Gestsson,
sem áður var nefndur, virðist al-
varlega veikur. Hann hefir rnisst
sjón, en hugsanlegt er að hann fái
sjónina aftur.
Eitraður spíritus.
Tréspíritus eða „methyI-alkohol“
er að lykt og bragði ekki ósvipað-
ur venjulegum spíritus, og er þvi
erfitt fyrir leikmenn að vara sig
á honum. Það er því mjög vara-
samt að leggja sér spíritus til munns,
sem maður veit ekki nákvæm deili
á. Þegar um sjórekinn spíritus er
að ræða, er þess einnig að gæta,
að hann er í flestum eða öllum til-
fellum methyl-spiritus, því að slík
vara er miklu ódýrari en hreinn
spíritus, en gerir nákvæmlega sama
gagn til alls iðnaðar og hagnýtra
afnota. En eins og allir vita, flytja
skip ekki spíritus með sér til drykkj-
ar.
Kælivökvi.
Tvö dauðsföll urðu af kælivökva
á Sandi nýlega. Kælivökvi inni-
heldur ekki áfengi, heldur mest-
megnis „glykol“, sem ekki líkist
áfengi. Mun það og sjaldgæft, að
menn drekki hann, og ekki eins hætt
við að hann sé drukkinn i mis-
gripum fyrir áfengi. — Loks má
bæta. því við, að hreint áfengi (ethyl-
alkohol) er auðvitað líka eitur, þótt
það sé ekki eins bráðdrepandi og
methyl-áfengi. Þegar þess er neytt
að staðaldri eða lengi í einu, veld-
ur það alvarlegum kvillum, líkam-
legum og andlegum, sem ekki gera
sín vart, ef neyzlunni er stillt í hóf
0g líkamanum gefið tækifæri til að
losa sig við eitrið í tíma.
Dauðsföll af drykk.
Það er orðið all-ægilegt, hversu
margir farast af eitruðum drykk,
og ætti síðustu dauðsföll af þessum
orsökum að vera tímabær áminning,
enda engin ástæða til að óttast ann-
að. Áfengismálin eru enn sem fyrr
einhver erfiðustu vandamál þjóð-
félagsins, og sýnist sitt hverjum um
lausn þeirra. Vilja sumir banna allt
áfengi, en aðrir leyfa það algerlega
frjálst, og eru allir óánægðir með
núverandi ástand. Yfir hitt sést
flestum, að áfengismál eru fyrst og
fremst vandamál einstaklinganna, og
verður hver einstaklingur að gera
það upp við sjálfan sig, hvort hann
vill svipta sig áfengi algerlega,
drekka það í hófi eða eins og skepna.
í sjálfu sér skiptir annað ekki máli
-fyrir þjóðfélagið, en að einstakling-
ar neyti áfengis annað hvort í hófi
eða alls ekki. Hinsvegar eru öll lög
og reglugerðir miðaðar við þá, sem
drekka í óhófi, en þeir munu vera
miklu fæstir.
Þessir vélstjórar!
„Frænka mín var að gifta sig í
gær,“ sagði Isak 0g kveikti sér í
sígarettu. „Maðurinn hennar er
annar vélstjóri,“ bætti hann við til
útskýringar. —„Er það sá, sem hún
trúlofaðist í fyrra?“ spurði Cári.
„Nei, það var annar vélstjóri,"
svaraði Isax.
J6n Hjartar meistarí
í fimmtarþraut.
Meistaramót í. S. 1. hélt
áfram og var keppt í fimmtar-
þraut. Fóru leikar þannig að
Jón Hjartar (K. R.) varð hlut-
skarpastur. Hiaut hann 2418
stig. íslandsmeistari 1942 rar
Anton Bjömsson með 2466 stig.
. .Úrslitin urðu sem .hér segir:
1. Jón Hjartar (K. R.):
2418 stig. i
Langstökk, 5.96 m.
Spjótkast, 52,32 m.
200 m. lxlaup, 26 sek.
Kringlukast, 25,94 m.
1500 m. hlaup, 4:57.8 mín.
2. Sigurður G. Norðdahl (A.):
2214 stig.
Langstökk, 5.88 m.
Spjótkast, 43.33 m.
200 m. hlaup, 26.3 sek.
Kringlukast, 31,78 m.
1500 m. hlaup, 5:26.2 mín.
3. Einar Guðjohnsen (K. R):
2054 stig.
Langstöklc, 5.24 m.
Spjótkast, 39.68 m.
200 m. hlaup, 27,0 sek.
Kringlukast, 29.74 m.
1500 m. hlaup, 4:58.8. mín.
Ntúlka
tíl tauþvotta óskast um
tveggja vikna til mánaðar-
tírna. Ilúsnæði getur fylgt.
Fyrirspui’num ekki svaráð í
sínia.
HÓTEL ÍSLAND.