Vísir - 13.08.1943, Blaðsíða 2
VI S 1 R
VISIR
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 60 (*'imm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Á miðri leið.
Eftir því sem nær dregur
liausti, gerast fleiri og fleiri
þungt hugsandi um það, hversu
skipast um dýrtíðina og atvinnu-
reksturinn i iandinu. Það er nú
orðið nokkuð áberandi, að mn-
ræður manna snúist nú meira
um þessi mál en verið hefir
undanfama mánuði. Menn eru
farnir að hugsa um hvemig ráða
megi fram úr þessum vanda-
málum, sem koma á dagskrá
þjóðarinnar í næsta mánuði.
Núverandi stjórn, sem tók við
völdum þegar allt verðlag hafði
sprengt af sér böndin og þingið
stóð sundrað, hefir liaft erfitt
og vanþakklátt hlutverk með
iiöndum. Þingflokkarnir reyndu
að gera henni sem flest til ó-
þurftar og almenningur í land-
inu sýndi lítinn skilning í bar-
áttunni við dýrtíðina. Þrátt fyr-
ir þetta var margt gert af hálfu
stjórnarinnar, sem breytt hefir
viðhorfinu og stöðvaði dýrtiðina
um stundarsakir. Þóti mótstöðu-
menn liennar hafi haldið því á
loft, að dýrtíðin hafi verið
„borguð niður“ úr ríkissjóði, þá
eru það engin rök gegn þeim
ráðstöfunum, sem gerðar liafa
verið og þegar liafa gert mikið
gagn. Háttsettur fjármálamað-
ur Bandaríkjanna hefir látið
svo um mælt nýlega, að engar
ráðstafanir, sem gerðar séu og
að gagni komi gegn verðbólgu,
séu eins dýrar og verðbólgan
sjálf. Væri sumum mönnu^n
hollt að hugleiða þetta.
Áxangurinn af því, að dýrtíð-
in var stöðvuð i vetur og að
visitalan hefir lækkað úr 272 í
245 vegna ýmissa ráðstafana, er
sá, að aliur atvinnurekstur þjóð-
arinnar hefir haldizt i horfinu.
Árangurinn er því ekki lítill,
þegar þess er gætt, að með á-
framhaldandi verðbólgu væru
nú nokkrar helztu atvinnugrein-
ar stöðyaðar með öllu. Menn
gera sér ekki almennt grein fyr-
ir því, hversu stórkostlegum erf-
iðleikum hefir verið bægt frá
með þvi að stöðva dýrtiðina og
færa hana niður. Þegar síðar
verður litið til baka á þessa at-
burði, þá mun þetta koma skýr-
ar í ljós.
En þótt hér hafi nokkuð á-
unnizt og ríkisstjómin hafi á
ýmsan hátt sett skorður gegn
flóði verðbólgunnar, þá má
segja að stjórnin sé nú á miðri
leið með það hlutverk feitt, að
stöðva verðhólguna að fullu og
tryggja á þann hátt afkomu at-
vinnuveganna. Hún er nú á
miðri leið i þessu vandamáli og
á liaustþinginu verður úr því
skorið, hvort henni tekst að ná
markinu með því að gera ráð-
stafanir til að halda verðbólg-
unni í skefjum til frambúðar.
En það verður erfitt að ná því
marki, nema þingið og þjóðin
skilji hvaða hætta er hér á ferð
og vilji eitthvað gera. Flestir eru
á einu máli um það, að dýrtíðin
má ekki vaxa frá því sem nú
er. Er þvi ólíklegt að ríkisstjórn-
ina skorti fylgi til þess að ná
því markí, sem liún hefir sett
sér, ef hún kemur með ráð.sem
duga
★
Útvegurinn og olíuverðið.
Á Siglufirði er nú seld hráolía
Áburóarverksmiója í
Reykjavík.
Amerískur sérfræðingur til
athugana og rádlegginga.
1T tvinnuniálaráðuneytið hefir gert ráðstafanir til að
fá hingað til lands amerískan sérfræðing til „at-
hugunar og ráðlegginga um byggingu væntanlegrar
áburðarverksmiðju“, eftir því sem borgai'st jóra hefir
verið tjáð.
Ásgeir Þoi'steinsson verkfræðingur hafði gert ákveðnar lil-
lögur og áætlanir um slíka verksmiðju til hæjarstjórnar, og
var hugsunin sú að vinna áburð úr köfnunarefni loftsins með
næturrafmagni úr Sogsstöðinni. Hefir Ásgeir unnið að þessum
athugunum og áætlunum um margi'a ára skeið.
í lillögum hans var gert ráð
fyrir því að bær og riki hefði
samvinnu um bvgging og rekst-
ur stöðvarinnar, en Reykjavík-
ufbær leggði til raforkuna. Bæj-
arstjórn samþykkti að taka mál-
ið upþ á þeim grundvelli, er
Ásgeir Þorsteinsson liafði lagt
til, og var þvi atvinnumálaráðu-
neytinu skrifað um málið þegar
á árinu sém leið.
Þann 19. júlí ítrekaði borgar-
stjóri erindi sitt til ráðuneytis-
ins um að það svaraði ]iessari
málaleitan, og harst eftirfarandi
svar, sem lagt var fyrir bæjar-
ráðsfund í gær.
„Sem svar við bréfi yðar, hr.
borgarstjóri, dags 19. júlí, skal
yður tjáð, að ráðuneytið liefir
alllöngu áður en bréf yðar barst
gert ráðstafanir til þess að fá
sérfræðing frá Ameríku til at-
hugunar og ráðlegginga um
byggingu væntanlegrar áburðar
verksmiðju. Hefir fengizt loforð
fyrir sérfræðingi þessum fyrir
nokkru og er sendiherra íslands
að vinna að því að útvega flug-
ferð fyrir liann hingað.
Tillögur þær og athuganir, er
þér á s. 1. ári senduð með bréfi
yðar til fyrrv. forsætisráðherra
Ólafs Tliors, geta vart orðið
teknar til verulegrar athugun-
ar og ákvarðanir ekki teknar
fyrr en eftir hingaðkomu sér-
fræðingsins“.
Nýtt frystihús á
, Isafírði.
Nýtt frystihús er nú að taka
til starfa á ísafirði og er það
eign félagsins Norðurtangans
h.f.
Gólfflölur hússins er 592 fer-
metrar og búið er að koma fyrir
í því frystivél, sem er 100.000
kalorlur, en ætlunin er að setja
aðra vél jafnstóra í það síðar
á þessu ári. Áætlað er að afköst
hússins verði 10 smál. af flök-
um á sólárhring, en það hefir
geymslu fyrir 250—300 smál.
flaka.
Stjórn félagsins skipa Hálf-
dán Hálfdánarson, Hnífsdal,
Guðbjartur Ásgeirsson, ísafirði
og Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri
hér í bæ.
fyrir atbeina atvinnumálaráð-
herra, mikið lægra verði en ann-
arsstaðar á landinu. Hér er um
að ræða mikið hagsmunmál
fyrir útveginn og er því að von-
um, að margir útgerðarmenn
veiti }>essu talsverða eftirtekt.
Eftir því sem blaðinu liefir ver-
ið skýrt frá, er nú öll olía og
allt benzín, sem notað er í land-
inu, keypt fyrir atbeina rikis-
stjórnarinnar, en dreifingin er
í höndum þeirra félaga, sem
hafa liaft verzlun þessa með
liöndum. Litur helzt út fyrir, að
dreifingarkostnaðurinn sé nókk-
uð mikill og það jafnvel svo, að
litt sé viðunandi. Þetta verður
vafalaust tékið til gagngerðrar
aihugunar, því að hér er um að
ræða einn stærsla kostnaðnr-
lið útvegsins og mundu margir
fagna því, ef hann lækkaði.
ið
F. F. í. skrifar ríkisstjórninni.
Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands hefir lagt til
við ríkisstjórnina, að hún gang-
ist fyrir stofnun skipasmíða-
stöðvar, sem geti sinnt öllunt
þörfum landsmanna.
Samhandið liefir ritað at-
vinnu- og samgöngumálaráðu-
neytinu hréf um málið og hend-
ir meðal annars á það, að tvö
fyrirtæki, Keilir og Stálmiðjan,
liafi leitað til bæjarins um lóða-
réttindi o. fl. til að geta hafizt
handa um skipasmíði. Hinsveg-
ar muni það vera erfiðleikum
hundið fyrir þau að gera þetta
á eigin spýtur og því líklegt að
ríki eða hær yrði að veita aðstoð
sína, en það ætti að vera sjálf-
sagt, vegna nauðsynjar málsins.
; Vill samhandið jafnvel láta
sameina fyrirtækin.
j Að lokum telur ]>að viðeig-
andi, að ríkisstjórnin liafi á
einhvern liátt forgöngu í mál-
inu.
Virðist sjálfsagt, að rikið veiti
allan stuðning, sem það getur,
sliku fyrirtæki. Hefir oft verið á
það minnzt hér i blaðinu, hver
höfuðnauðsyn það sé, að ís-
land verði sem fyrst óháð öðr-
um þjóðum um skipasmíðar og
viðgerðir.
útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötur: Harmó-
nikulög. 20.30 íþróttaþáttur Í.S.l.
(Helgi S. Jónsson kaupm.). 20.45
Strokkvartett útvarpsins: Kvartett
nr. 1, Op. 125, eftir Schubert. 21.00
„Úr handraðanum" (Guðmundur
Finnbogason f. landsbókavörður).
21.20 Symfóníutónleikar (plötur):
a) Píanókonsert nr. 5 eftir Beet-
hoven. b) Orustu-symfónían eftir
sama.
Vængbrot-
inn farfugl.
Stúlka slasaðist á ferðalagi
Farfugla um 20 km. frá Land-
mannahelli. Þurfti að bera
stúlkuna að bílveginum, sem
mun vera um 4ra tíma gangur
frá þeim stað er slysið varð.
í Farfuglahópnum voru 8
karlmenn. Þeir háðu um hjálp
til lögreglunnar í Reykjavík. Var j
þegar í stað sendur mannafli j
mikill á slysstaðinn, eða 5 lög- \
íegluþjónar, Pálmi Hannesson '
rektor, Jón Oddgeir Jónsson og |
tveir kandidatar í læknisfræði, |
til þess að þjarga stúlkunni og
mun allt hafa gengið slysalaust
úr því.
Fœreyjari
Landráð.
Godtfredsen ákærður.
Sakamál hefir nú verið höfð-
að skv. fyrirlagi dómsmálaráðu-
neytisins gegn Alfred Godtfred-
sen fyrir brot á X. kafla al-
mennra hegningarlaga frá 1940,
en sá kafli fjallar um landráð.
Godtfredsen er nú kominn úr
rannsókninni á Kleppi, sem hef-
ir staðið yfir frá þvi í mars s.l.
og ennfremur hefir hann verið
leystur úr gæzluvarðhaldi.
Lárus Fjeldsted hrm. hefir
verið skipaður verjandi hans.
Eru málsskjöl þegar komin til
verjanda, en þegar vörninni hef-
ir verið skilað, verður dómur-
inn kveðinn upp.
Nætnrvörður.
Ingólfs apótek.
Næturakstur.
Aðalstöðin, sími 1383.
Næturlæknir.
Slysavarðstofan, sími 5030.
Piltur týnist
og finnst.
Pilturinni, sem lögreglan lýsti
eftir í útvarpi. í gærkveldi, er
nú kominn fram. Var hann að
skemmta sér fyrir norðan.
Unglingur þessi hét Hróar
Sigurðsson og var 18 ára að
aldri. Hann bjó að Hótel Heklu
og hafði ekki sézt hér í bænum
eftir að liann fór úr hótelinu
miðvikudaginn 4. þ. m. Hitti
Hróar kunningja sinn þenna
dag og hafði við orð að fara til
Vestmannaeyja, en af þvi varð
! þó ekki.
Skömmu eftir að tilkynning-
in var lesin í útvarp í gær frétti
lögreglan að Hróar væri heill á
liúfi.
Stúlka syndir milli
eyja.
Samuel Davidsen, færeyski
blaðamaðurinn, sem hér er
staddur, hefir skýrt Vísi svo frá
samkvæmt skeyti, sem hann
hefir fengið frá Þórshöfn í
Færeyjum, að þátttakan í Ól-
afsvökuhátíðinni á eyjunum
hafi /verið meiri en nokkuru
sinni.
Margir íþróttakappleikir fóru
fram i sambandi við hátíðina,
eins og venja er tjl, en einna
mesta athygli vakti þolsund,
sem ung stúlka frá Þórshöfn
þreytti. Stúlkan, Hanna Smith,
lagðist til sunds frá Austurnesi
á Austurey og synti til Þórs-
hafnar, en vegalengdin mun
vera um fimm milur. Var hún
2 klst. og 50 mín. á sundi.
Hefir aðeins einu.sinni áður
verið sjmt milli eyja í sambandi
við Ólafsvökuna. Var það 1938
og stúlka sem gerði það einnig
þá.
Þá var keppt í kappróðri á
teinæringum og sigraði hátur
frá Suðurey. I kappróðri stúlkna
á sexæringum sigraði hátur frá
Vestmannahöfn.
Fjögur félög kepptu i knatt-
spyrnu. Klakksvik vann B-36
(Þórshöfn) með 2:0 og Havnar
Boltfelag vann Voga með 3:1.
Landsmóti í knaltspyrnu lýkur
í næsta mánuði.
í handknattleik kvenna sigr-
aði félagið Neistinn í Þórshöfn
Klakksvik með 1:0. Klakksvik
hefir verið meistari i 2 ár, en
Neistinn fékk heiðursbikar fyr-
ir frámmistöðu sína.
Færeyingar hér hafa fengið
skeyti frá Færeyjum, þar sem
þakkað er fyrir útvarpskvöldið,
sem var í sambandi við Ólafs-
vökuna.
Kosningar í Færeyjum
Kosningar fara fram í Fær-
eyjum til Lögþingsins annan
sunnudag.
Fjórir flokkar bjóða fram —
Sjálfstæðisflokkurinn, Folka-
flokkurinn, Sambandsflokkur-
inn og Social-demokratar. —
Folkaflokkurinn gerir ráð fyrir
því að sigra i kosningunum og
telur sig hafa góðar vonir um
að fá öll —. f jögur — þingsæti
Þórshafnar, eða a. m. k. þrjú.
Kosnir verða 20 menn i kjör-
dæmum, en uppbótarsæti eru
alltfað fimm.
Scrutator:
XjOucLdvi aÉjnjwnwfyS
íþróttir og knattspyrna.
Eg sá það í gær auglýst, a<5
íþróttaæfingum á vellinum ætti að
vera lokið fyrir klukkan sjö um
kvöldið, af því að þar átti að vera
knattspyrnukappleikur klukkan átta
eða hálfníu. Eg verð að játa það,
að þessi auglýsing hneykslaði mig
ekki neitt að ráði, fyrr en kunn-
ingi minn fór að býsnast út úr
þessu, og af því að eg er jafnan á
sama máli og síðasti ræðumaður,
ætla eg að lofa ykkur að heyra rök-
semdir hans. Birt án ábyrgðar, eins
og við segjurn, þegar við birtum
happdrættisvinninga og kauphallar-
prísa. — Það var ágætis íþrótta-
veður og frjálsíþróttamenn kunnu
því að vonum mjög illa, að vera
reknir heim klukkan sjö, þegar
margir hverjir voru rétt ný-byrj-
aðir æfingar. Þeim fannst, sem von
var, að útlátalaust hefði verið að
leyfa sér að vera þarha til klukkan
átta, eða að minsta kosti þar til
fólk fór að streyma á völlinn. Það
kom nefnilega ekki annað í ljós
en að þetta væri allt gert í því skyni
að þeir fengju ekki tækifæri til
að „svindla sig“ inn á kappleikinn.
Ef þetta er tilfellið, þá verð eg að
samsinna vininum. Þetta'verður að
teljast mjög ó-íþróttaleg framkoma.
Þáttur tennisleikara.
Það er töluvert kostnaðarsamt, að
leika tennis, enda mjög erfitt á þess-
um tímum, þegar Japanir hafa
gleypt allt gúmmí í heiminum og
engir tennisknettir fást, nema gaml-
ar þriðja flokks birgðir frá Ame-
ríku. Vellirnir eru dýrir, bæði í
byggingu og viðhaldi, enda kostar
það 50 krónur fyrir hvern ])átt-
takanda, að fá að æfa sig þar ann-
að hvert kvöld yfir sumarið. Það
eru tiltölulega fáir, sem leika tennis
að stáðaldri, enda hefir það hing-
að til verið látið afskiptalaust, þótt
tennisleikarar væri að æfingum á
sínum velli, meðan kappleikur fór
fram á knattspyrnuvellinum. Það
er og svo, að þeir leikarar skipta
sér lítt af knattspyrnu, flestir
hverjir, enda venjulega svo upp-
teknir af sínum eigin leikjum, að
þeir hirða eigi um aðra. En í gær-
kveldi gátu þeir ekki komizt á tenn-
isvöllinn. Dyraverðir höfðu um það
ströng fyrirmæli, að hleypa engu
j tennisfólki inn, og varð það úr„að
til viðbótar við 50 króna gjaldið
fyrir þessi fáu góðviðriskvöld, sem
hægt er að nota til tennisiðkana.urðu
tennismenn að greiða 3 króna inn-
gangseyri að knattspyrnukappleik,
sem þeim stóð nákvæmlega á 'sama
um, hvor ynni eða hvort báðir töp-
uðu.
iþróttaandi.
Mér dettur ekki i hug, að skella
skuldinni af þessum mistökum á
knattspyrnumenn yfirleitt, enda ætla
eg mér ekki þá dul, að kveða upp
úr um, hvert göfugast sé, knatt-
spyrna, frjálsíþróttir eða tennis.
Mér er það líka ljóst, að meðan
ekki er til meiri gnægð íþrótta- og
æfingavalla, fer ekki hjá þvi, að
einhverir rekist á. En einhversstað-
ar hefir smásálarskapurinn komizt
í góð og göfug málefni. Einhver
forráðamaður knattspyrnukapp-
leikjanna hefir látið sér detta það
í hug, að hægt væri að græða að-
gangseyri af iðkendum annara
íþróttagreina, og það er, eins og
eg sagði áðan — ó-íþróttalegt.
I
Dæmið ekki.
„Eg skil ekki af hverju þeim þyk-
ir ættin ekki nógu fín,“ sagði ísak
ísax hugsi. „Hverjum?“ spurði
Thorlax. „Ættingjum stúlkunnar.
Þeim finnst hann ekki nógu góður
handa henni, og þó var faðir hans
dómari.“ — „Hvað segirðu ?” sagði
Thorlax. „Var hann hæstaréttar-
dómari ?“ — „Nei.... knattspyrnu-
dómari," svaraði ísax.
Valur
ReykjavíkurmeistarL
Vann Fram með 3 :1.
Reykjavíkurmótinu lauk í
gærkveldi með kappleik milli
Fram og Vals. Lauk leiknum
með sigri Vals 3 :1.
Leikur þessi var í heild sæmi-
legur og á köflum, allvel leik-
inn.
Þegar um 15 mín. voru liðn-
l ar frá upphafi leiksins tóksf
Valsmönnum að skora fyrsta
markið og lauk fyrri hálfleik
með þessum markafjölda, 1 :0.
I seinni hálfleik setli Valur 2
mörk, en Fram 1.
Hitaveitan tekur
til starfa
i okt. n.k.
Á bæjarráðsfundi, sem haid-
inn var í gær, var frá því skýrt,
að góðar vonir væri um það, að
hitaveitan gæti tekið til starfa
í október í haust.
Nokkuð af dælunum er þegar
komið til landsins og tekizt hef-
ir að ná í innanhússkrana, sem
tilfinnanlega hefir vantað til
þessa. Rör þau, sem vantar til
þess að hægt sé að ganga frá
aðalleiðslunni, fást væntanlega
nógu tímanlega, þvi þó dráttur
kunni að verða á útvegun þeirra
hindrar það á engan liátt, að
hitaveitán geti hafið starfsemi
sína.
Á bæjarráðsfundi
í gær var samþykkt, að skemmti-
og íþróttasvæÖi fyrir Reykjavíkur-
bæ skuli ætlaÖur sta'ður í Lauga-
dal. Var nefndinni ennfremur falið
að gera sem fyrst tillögur um ein-
stök atriði hagnýtingar landsins.
íþróttamót. -
Hið árlega íþróttamót ungmenna-
félaganna „Drengs“ í Kjós og „Aft-
ureldingar“ í Mosfellssveit, verður
háð á sunnudaginn kemur á Bugðu-
bökkum (skammt frá Laxá í Kjós),
og hefst kl. 2 e. h. með ræðu Ólafs.
Thors, forsætisráðherra. Ennfrein-
ur talar þar Ben. G. Waage, forseti
Í.S.Í., en síðan hefjast íþróttirnar.
Félögin hafa um tuttugu ára skeið
háð þessi íþróttamót sín í milli.
Hafa þau verið haldin til skiptis i
héruðunum, með vaxandi áhuga
héráðsbúa fyrir likamsrækt og
drengilegri íþróttakeppni. Margir
íþróttavinir minnast þess, er félög-
in sendu hingað, mörg ár í röð„
sigursæla keppendur á Víðavangs-
hlaup Í.R. Ef veður verður gott„
má búast við fjölmenni á mótinu..
Happdrætti „Hringsins".
Dregið var í gærdag í happdrættí
„Hringsins" og kom upp númer
P79. Vinningsins, sem er málver„
sé vitjað til frú Ingibjargar Þorláks-
son, Bjarkargötu 8.
Vínber
Siml 1884. Klapparstíg 30.
Innlímingarbækup
Bækur til þess að líma í
blaðaúrklippur, aúglýsingar
o. fl. fyrirliggjandi.
E . K.
Austurstræti 12. Sími 4878.
VefnaðarvÖru-
verzlun
til sölu. Nánari uppl. gefur
GUÐL. ÞORLÁKSSON.
; Austurstræti 2. Simi 2002.