Vísir - 25.08.1943, Blaðsíða 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Síntar: 1 6 60 (Jimm línur).
Verð kr. 4,00 'á mánuði.
Lausasala 35 aurar. *
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hitaveitan
og umferðin.
Reykvíkingai- munu alíir
sem einn fagna þvi aÖ
kappsamlega er unnið að fram-
kvæmd hitaveitunnar. Láta
menn þvi liggja á milli hluta
þótt ýmislegt fari aflaga við þá
framkvæmd, og aldrei hafi um-
ferð á gðtum bæjarins verið erf-
iðari, bæði fyrir farartæki og
gangandi fólk. Skurðir standa
opnir vikum saman, sökum
Jiess hve verkið gengur seint,
enda eru þess dæmi að skurðir
eru upp grafnir allmiklu áður
en hafist er þar handa um lagn-
ir, og enn líður langur tími frá
þvi er gengið hefir verið frá
lögnunum þar til þær eru ein-
angraðar, yfir þær steypt og of-
an í mokað og frá öllu gengið
sem áður var. Meðan björt var
nótt kom þetta á engan hátt að
sök, en hinsvegar horfir þetta
til stórvandræða nú, ekki sízt
af því að svo virðist, sein hér sé
myrkvaður bær. Undantekning
má það kallast, að minnsta
kosti i ýmsum bæjarhlutum að
ljós sjáist á götustólpum, svo
sem til er þó ætlast. Þreifandi
myrkur er i heilum bæjarhverf-
um og þar sem skurðir og upp-
gröftur liggur á og i götum öll-
um, og misjafnlega frá brúm
gengið yfir skurðina, er þessu
samfara allmikil slysahætta,
enda munu j>au dæmi þegar
mörg að menn hafa meitt sig
meira eða minna við að komast
yfir jiessa farartálma, og þá
ekki sízt gamalt fólk og fótfúið.
Eftirlit þarf að auka veru-
lega frá þvi sem nú er, með því
hversu vinnuflokkar ganga frá
verki á kvöldin. Þess eru dæmi
að þeir hafa rifið upp brýr yfir
skurði, til þess að steyj>a yfir
mótin, en ekki hirt um er frá
var liorfið að hæta brýr þessar
að nýju og þannig hafa mynd-
ast einskonar fallgryfjur fyrir
grandalausa vegfarendur, sem
ættu að mega treysta því að brýr
þessar væru nokkumveginn ör-
uggar. Á ýmsum vegamótum,
— jafnvel krossgötum, — hafa
brýr verið þannig lagðar að svo
virðist, sem þær séu einvörð-
ungu ætlaðar bifreiðaumferð, en
ekki fótgangandi vegfarendum,
en fyrir jieim þarf einnig að
hugsa, ekki sízt þar sem um-
ferð er mikil.
Þótt menn vilji mikið á sig
leggja lil þess að hitaveitan
megi ganga sem greiðast, er
ástæðulaust að þola beina van-
hirðu vegna framkvæmdarinn-
ar, — vanhirðu, sem úr mætti
bæta með lítilli fyrirhöfn en
örlítið meiri hugsunarsemi eða
hugkvæmni en nú virðist gæta
við framkvæmd verksins. Eink-
um ber þó að leggja rika áherzlu
á að lýsingu gatnanna verði
komið í betra horf ,en hún er
algerlega óviðunandi eins og nú
standa sakir.
Flokkarnir
og ríkisstjórnin.
NOKKRU eftir að núverandi
ríkisstjórn settist að völd-
um lýstu flokkarnir á Alþingi
afstöðu sinni til hennar. Gáfu
Lærdómsdeild Verzlunar-
skólans tekur til
staría í haust.
Bpjar mcð 5. bckk. — Eng:ir
stúdentar útskrifaðir i vor.
Viðtal við Vilhjálm Þ. Gíslason, skólastjóra.
■pins og íesendum Vísis mun vera kunnugt var sú
ákvörðun tekin ekki alls fyrir löngu að gera
Verzlunarskólann færan um að útskrifa stúdenta, sem
nytu sömu réttinda til náms í Háskóla íslands eins og
stúdentar útskrifaðir úr Menntaskólimum.
Á hausti komanda verður bætt við einum bekk, sem verður
5. bekkur. Ekki verða neinir stúdentar útskrifaðir frá skólanum
í vor, en á næsta huusti verður væntanlega 6. bekkur og síðasti
kominn fram á námsvígvöllinn og má því l)úasl við fyrsta ár-
gangi Verzlunarskólastúdenta vorið 1945. í tiiefni af þessari
nýju tilliögun á skólanum sneri blaðið sér til skólastjórans, Vil-
Iijálms Þ. Gíslasonar, og innti liann eftir frekari fréttum um
breytinguna á skólanum.
þeir yfirleitt þær yfirlýsingar,
að J>eir myndu styðja hana til
þess að lirinda í framkvæmd
þörfum og góðum málum, þar
til flokkarnir sjálfir liefðu að-
stöðu til að taka að sér stjórnar-
framkvæmdir. Enginn gerði ráð
fyrir að stjórnin reyndist eilífð-
ar augnakall, en henni væri ald-
ur ætlaður svo sem öllum öðr-
um. Hinu gerðu menn yfirleitt
ekki ráð fyrir, eftir yfirlýsingar
flokkanna, að þeir myndu hefja
beina viðleihii til að gera ýms
þau mál tortryggileg, sem ríkis-
stjórnin hafði með liöndum og
til þjóðþrifa vissu og óhjá
kvæmilega varð að afgreiða.
Ekki verður þvi neitað að i
Jiessu efni liefir liver litið sin-
um augum á silfrið, og sum
þau hlöð, sem húast hefði mátt
við að berðust fyrir alþjóðar-
hag fyrst og fremst liafa brugð-
ist þessari skyldu sinni svo
herfilega að þau liafa reynt í
tíma og ótíma að snúa öllu á
verra veg og skapa úlfúð og
sundrungu og flest þau mál,
sein J>au hlutu J>ó að viðurkenna
sem réttmæt og hvetja frekar en
letja til afgreiðslu þeirra.
Ekki ber að sakast um orð-
inh hlut i þessu efni, en á hitt
her að henda að gefnu tilefni, að
fæst orð hafa minnsta ábyrgð,
og J>au blöð, sem valið hafa sér
}>að lilutskiptið að andæfa i
hverju máli og viðhafa hreina
niðurrifsstarfsemi á stundum,
ættu ekki að kippa sér upp við
það, J>ótt til séu önnur málgögn,
sem telja -sér skylt að styðja
alla þá viðleitni, sem góð getur
talist og miðað fyrst og fremst
að alj>jóðarheill, en ekki flokk-
anna sem slíkra eða einstalc-
linga.
Á ófriðartimum er aðstaðan
öll önnur, en á friðartímum er
menn geta látið gamminn geisa
í stórdeilum innanlands, til
þess eðlilega að afla sér pólitísks
fylgis og áhrifa. Á ófriðartím-
um verður að krefjast meiri á-
byrgðar og frekari fórnfýsi, en
þegar ekki á hjátar og engra
fórna er að vænta. Stjórnmála-
flokkarnir ættu að varast, —
meðan þeir sjálfir eru ekki þess
um komnir að mynda stjórn,
— að fjandskapast við núver-
andi ríkisstjórn, meðan hún
hrýtur ekki af sér, en stillir
allri afgreiðslu mála í hóf, sem
óhlutdrægur aðili. Með ástæðu-
lausri úlfúð og gagnrýni vekja
flokkarnir aðeins frekari at-
liygli á veikleika sínum, og
verður J>að að teljast bjarnar-
greiði er einstök flokksblöð
telja það skyldu sína að amast
við ríkisstjórninni eingöngu af
flokksástæðum. Slík barátta
byggist á misskilningi, sem á
engan hátt er réttlætanlegur.
Skólastjóranum sagðist svo
frá:
Fyrirkomulagið á skólanum
verður mjög svipað J>ví sem
það var áður, nema hvað byrjað
verður að starfrækja lærdóms-
deildina. Verður bætt við einum
hekk i haust, en J>að er 5. hekk-
ur, svo engir stúdentar verða
útskrifaðir í vor.
Nýfög.
.Nýjum fögum verður bætt
við, en það eru latína og
franska. Við höfum áður haft
eilthvert rómanskt mál, venju-
lega spænsku, sem frjálsa kjör-
grein, en nú verður franska
skyldugrein í tveim efstu bekkj-
unum. Þó getur verið, að
spænskunámi verði haldið á-
fram til verzlunarprófs. Um
liin fögin er J>að að segja, að
áframhald verður á J>eim í
lærdómsdeildinni, hliðstætt
kennslunni i Menntaskólunum.
V erzlunarskólapróf.
Verzlunarskólinn verður ann-
ars óbreyttur frá því sem var
og próf úr 4. bekk hans verður
áfram burtfararpróf úr Verzl-
unarskólanum, með sömu rétt-
indum og áður.
<----------
Scrutator:
1 sumum greinum er Verzl-
unarskólaprófið, að tímafjölda
og prófkröfum, sambærilegt við
stúdentspróf úr stærðfræði-
deildum Menntaskólanna. Að
vísu vantar sumar greinarnar
í Verzlunarskólann, sem kennd-
ar eru í Menntaskólunum, en
aflur á móti eru fleiri sérgrein-
ar þar lieldur en i Menntaskól-
unum, t. d. bókfærsla, vélritun,
hagfræði og verzlunarréttur.
Lærdómsdeildin.
Lærdómsdeildin á að vera
fyrir þá, sem kynnu að vilja
Iialda áfram háskólanámi, eink-
um í viðskiptafræðum, enda
þótt stúdentspróf Verzlunar-
skólans veiti aðgang að öllum
deildum Háskólans; enda á
námið í lærdómsdeildinni að
jafna J>að, sem sérnámi Verzl-
unarskólans og stúdentsprófinu
ber á milli.
I sumum greinum Verzlunar-
skólans verður kennt meira en
í lærdómsdeildum Menntaskól-
anna, einnig í sumum sameigin-
legum greinum, en i öðrum
nokkuru minna. Munurinn á
lærdómsdeild Verzlunarskólans
og hinum deildunum er J>ó eng-
an vegin meiri en munurinn á
móladeildum og stærðfræði-
deildum innbyrðis í Mennta-
skólunum.
Nemendafjöldi.
I lærdómsdeildinni verða að
þessu sinni fáir nemendur, eða
10—15 manns, enda leggur
skólinn ekki neina sérstaka á-
lierzlu á að liafa hana fjöl-
menna og krafizt er i reglugerð-
inni fyrir deildinni nokkuð
hárrar lágmarkseinkunnar til
J>ess að geta sezt í lærdómsdeild
skólans. Lágmarkseinkunn eft-
ir Örsteds-einkunnagjöfinni er
5.67, sem er fyrsta einkunn.
Yfirleitt verða sömu kennar-
ar og áður, en einhverjir nýir
munu þó hætast við i lærdóms-
deildinni.
Um 350 nemendur verða i
skólanum í vetur, að viðbættri
lærdómsdeild, og fleiri er ekki
hægt að taka sökum liúsnæðis-
leysis og er þó húsrúm notað
til hins ítrasta.
I alla bekkina var skráð í
I.B. flagrnr að
Kolríðarhéli.
Á laugardag og sunnudag
næstk. efnir I. R. til skemmtun-
ar fyrir félaga sína og gesti uppi
á Kolviðarhóli. Einn höfuðliður-
inn í þessari skemmtun verður
keppni í frjálsnm íþróttum,
sem jafnframt er hluti af innan-
félagsmóti í. R.
Verður þar keppt i 100 m.
hlaupi, langstökki, þrístökki,
kúluvarpi, kringlukasti, spjót-
kasti og e. t. v. fleiri greinum.
iíinnig verða ýmsar skemmti-
keppnir t. d. í sykurmolahlaupi,
pokahlaupi o. s. frv. Auk íþrótt-
anna verður ýmislegt fleira til
skemmtunar.
Í.R.-ingar hafa ákveðið að
efna eftirleiðis til sérstaks I.R.-
dags að Kolviðarhóli ár livert.
Verður það fyrst og fremst í-
þróttahátíð, sem öllum landsbú-
um er heimil þátttaka í, og í
öðru lagi verður þetta almennur
nrannfagnaður með margskon-
ar skemmtiatriði og úrval
skemmtikrafta.
vor, en mikil eftirspurn er alltaf
eftir skólaplássi ó haustin, eink-
um í undirbúningsdeild og 1.
hekk skólans. Gert verður það
sem mögulegt er til þess að
þurfa ekki að vísa frá þeim,
sem próf hafa staðizt, en hús-
rúm verður annars að ráða.
Aukning húsnæðia.
Nokkuð hefir verið rætt um
húsbyggingu fyrír Verzlunar-
skólann, eða aðra aukningu á
liúsnæði hans.
Einnig má geta þess, að ráð-
stafanir eða tilraunir hafa verið
gerðar til þess að fá aukið hús-
rúm fyrir íþróttaæfingar og
kennslu í iþróttum, en óvist er
með öllu, hvað úr verður, J>vi
tilfinnanlegur skortur er á
íþróttaliúsum í bænum.
íþróttir.
Verzlunarskólamenn stunda
allmikið íþróttir; leikfimi, hand-
knattleik, knattspyrnu, sund og
íslenzka glímu.
Sumar skólakeppnirnar i
íþróttum hafa Verzlunarskóla-
nemendur unnið að undanförnu,
enda eru á meðal þeirra margir
ágætir íþróttamenn og hafa
iþróttafélög hæjarins fengið
þar ýmsa góða liðsmenn.
Harsvínatorfa.
Einn hinn mesti hvalreki, er
sögur fara af hér við land átti
sér stað undir Búlandshöfða á
Snæfellsnesi í fyrradag.
Mörg liundruð marsvín lentu
á grynningunum fyrir neðan
höfðann. Er mjög erfitt að-
komu á þessum slóðum sökum
stórgrýtis og ógerningur eintt
að komast þangað, nema fyrir
fótgangandi mann. Engum far-
artækjum á landi verður komið
við og verður því að sækja afl-
ann á hátum af sjó.
I viðtali við fréttaritara Vísis
í Ólafsvík i morgun, skýrði
hann frá þvi að engrí tölu liefði
verið komið á marsvínin sem
rekið liefði. Sennilega væri J>au
eitthvað . á annað þúsund og
hafa þau rekið allt frá ólafsvík-
urenni og inn að Búlandshöfða,
en mörg liefir tekið út aftur.
Ekki hefir neitt verið unnið
að skurði, nema hvað hændur
af næstu bæjum hafa farið í
torfuna til að skera úgga og
sporði. Að öðru leyti er ekki
húizt við að unnt verði að hag-
nýta neitt af torfunni ]>ví J>að
er ekki talið svara lcostnaði.
XjcucLdix aÉmsmm^s
lJ
Göturnar okkar.
Eg geri eiginlega ráð fyrir því,
að það verði margir, sem leggi ekki
í að Iesa „Skrugguþór“, þegar þeir
hafa séð að það á að fara að tala
um göturnar, því að þeir eru víst
orðnir æði margir, sem eru þeirr-
ar skoðunar, að það sé tilgangslaust
að rífast vegna þeirra.
En eg ætla að biðja þá, sem
þannig hugsa, um að hafa dálitla
þolinmæði, því að eg ætla að koma
með tillögu, sem eg veit ekki, hvort
nokkur hefir hreyft áður. Eg er
hinsvegar sannfærður um það, að
ýmsir munu líta svo á, að hún sé
ekki sem verst.
Jæja, þá er best að koma að aðal-
atriðinu. Eg vil gera það að til-
lögu minni, að bærinn taki mynd-
arlegt lán, þégar hitaveitunni verður
lokið, til þess að koma götum bæj-
arins í gott horf.
Það er hverjum manni ljóst, að
það er til einskis að fara að hugsa
um þetta mál nú, þegar vinnan við
hitaveituna stendur sem hæst, og það
er nauðsynlegt að rífa hverja eða
næstum hverja götu upp, til þess
að hægt sé að leggja i hana hita-
veituæðar.
10 milljónir að láni.
En það verður ekki alltaf unnið
að hitaveitunni ög þegar henni verð-
ur lokið, þá er ekki að vita, nema
atvinnuleysið verði riðið í garð.
Hvernig væri þá að bærinn tæki
svo sem tíu milljóna króna lán, til
þess að koma götunum í viðunandi
horf. Tíu milljónir eru auðvitað
mikil upphæð, en er ekki reynandi
að reyna að losna við göturykið
í eitt skipti fyrir öll ? Finnst mönn-
um betra að láta margar kynslóðir
þurfa að gleypa það ofan í sig,
þegar það ætti að vera hægt að
hindra það með einu átaki?
Eg hefi nú haft svo mikla and-
styggð á þessu blessaða Reykjavik-
urryki, að eg lít svo á, að það
sé bezt að losna við það „í hvelli",
ef hægt er. Hvað vilja margir
Reykjvíkingar láta barnabörn sín
þola það sama og þeir hafa sjálfir
orðið að Jx)la að þessu leyti? Eg
held, að þeir yrði margir, sem vildu
leggja eitthvað af mörkum, til að
losna við rykið strax, og eg vona,
að þeir sé einhverjir til, sem vilja
leggja því máli lið sitt.
Jólaklúbburinn.
Eg vona, að enginn hneykslist,
þótt eg fari að tala um jólin, þeg-
ar svona langt er ■ til þeirra, en
það er nefnilega alls ekki að ástæðu-
lausu, sem eg geri það.
ávo er nefnilega mál með vexti,
að fyrir nokkuru rakst eg á erlent
blað, þar sem minnzt var á jóla-
klúbba. Þegar eg sá fyrirsögnina,
datt mér strax í hug, að þarna væri
á ferðinni einhver félagsskapur, sem
hefði ofan af fyrir einstæðingum
fyrir jólin, héldi skemmtanir fyrir
þá eða því um líkt. En eg komst
að öðru, þegar eg fór að kynna
mér þetta nánar. Þessir jólaklúbb-
ar eru nefnilega einskonar spari-
sjóðir, er gæta þess sparifjár fólks,
sem það ætlar -að nota um jólin.
Eg held, að þessir sparisjóðir sé
upprunnir í 'Bandaríkjunum. Að
minnsta kosti var sú frásögn, sem
eg las, um þessa klúbba vestanhafs.
Þeir taka sparifé almennings til
vörzlu allt árið, þangað til svo sem
viku fyrir jól. Þá er hætt að taka
við peningum, því að þá hefjast
greiðslur til þeirra, sem lagt hafa
inn.
Hundruð króna á mann.
Eg man ekki hvað heildarupp-
hæðin var, sem getið var um í blað-
inu, en hún svo svo stór, að skipti
hundruðum milljóna dollara, sem
greitt var út rétt fyrir jólin, og þeir
skiptu líka milljónum, sem höfðu
látið þessa jólaklúbba geyma spari-
fé sitt. Svo mikið er víst, að það
þótti vera dágóður sjóður, sem hver
„klúbbeigandi“ átti inni.
Það þætti víst hverjum manni
hér gott að eiga nokkur hundruð
krónur inni, þegar jólin fara að
nálgast, fyrir utan það, sem menn
ætla til jólanna af kaupi sínu fyrir
desember eða nóvember. Eg held,
að það þætti ekki sem verst, ef
einhver bankanna hér stofnaði til
jólaklúbbs, handa þeim, sem vilja
gefa skemmtilegar gjafir um jólin,
en eru einhvernveginn ekki nógu
framtakssamir til að geyma pen-
ingana sjálfir. Hvernig væri að ein-
hver bankanna hér hefði forgöngu
í málinu? Mér þykir ekki ósenni-
legt, að þetta fyrirtæki yrði vinsælt
með tímanum, þótt það byrjaði
smátt, eins og flest hér á landi.
„Mjór er mikils vísir“, segir mál-
tækið.
Knattspyrnan.
Garðar S. Gíslason hiður Scruta-
tor að færa Ólafi Sigurðssyni, for-
manni K.R.R., þakklæti fyrir greið
svör í Vísi’ í gær. Hinsvegar vill
Garðar taka það fram, að tilefni
fyrirspurnarinnar hafi verið mis-
munandi skilningur forráðamanna
mótsins og einstakra knattspyrnu-
dómara, hvað gera skyldi í þeim
tilfellum er um jafntefli var að ræða
á þessu móti.
Eru margir, sem leikur forvitni
á að vita þetta, og hafa verið þakk-
látir fyrir upplýsingarnar.
/
Athugasemd.
Meindýraeyðirinn Aðalsteinn
Jóhannesson, seni annaðist
rottueitrun á Selfossi í júní-
mánuði í sumar, hefir beðið
Vísi að geta þess í sambandi
við frásögn blaðsins i gær um
fosfóreitrunina í Ámessýslm, að
rottueitrun, sem hann hefir
hann noti alls ekki fosfóreitur
við ej-ðingu rottna. Teiur hann
þvi að fosfóreitrun geti ekki á
nokkum liátt komið til greina
í samhandi við þær aðgerðir við
framkvæmt.
Endurskoðun
fangelsismála.
Dómsmálaráðherra hefir
skipað nefnd til að rannsaka og
gera tillögur um skipan fang-
elsismála landsins.
Formaður nefndarinnar er
Gústaf A. Jónasson skrifstofu-
stjóri en með honum, eiga sæti
í nefndinni J>eir Sveinbjörn
Jónsson hæstaréttarlögmaður,
Jónatan Hallvarðsson sakadóm-
ari, Vilmundur Jónsson land-
læknir og Guðjón Samúelsson
húsameistari rikisins.
Tugjþrautin
Sigr. Morðilahl
hæztnr.
Tugþraut meistaramótsins
hófst í gær á Iþróttavellinum.
Keppendur voru aðeins þrír, þeir
Sigurður Norðdahl (Á), Jón
Hjartar (KR) og Einar Þ. Guð-
johnsen (KR).
í gærkveldi var keppt í 5 í-
J>róttagreinum, 100 m. hlaupi,
langstökki, kúluvarpi, hástökki
og 400 m. lilaupi. Árangur bezta
manns í liverri íþróttagrein varð
þessi: 100 m. lilaup, Sigurður
Norðdahl á 12.4 sek., langstökk,
Jón Hjartar, 5.86 m., kúluvarp,
Einar Þ. Guðjohnsen 10.62 m.,
hástökk Sigurður Norðdahl 1.65
m. og 400 m. lilaup Einar Þ.
Guðjohnsen 58.6 sek.
Stig J>átttakenda eftir keppn-
ina i gærkveldi eru sem hér seg-
ir: 1. Sigurður Norðdahl 2519
stig, 2. Jón Hjartar 2447 stig og
3. Einar Þ. Guðjohnsen 2085
stig.
I kvöld lýkur meistaramótinu
með keppni i 10 rasta hlaupi og
þeim fimm greinum tugþrautar-
innar, sem eftir eru: 110 m.
grindahlaupi, kringlukasti,
stangarstökki, spjótkasti og
1500 m. hlaupi.