Vísir - 25.08.1943, Side 3

Vísir - 25.08.1943, Side 3
VISIR Geriðyður glaðan dag og lesið „Glettur“! Grein þessi birtist í Daily Mail 31. júlí s. 1., og er eftir þekktan ítalskan lögfræðing, sem slapp yfir Alpafjöllin til Sviss. Lýsir hann hver áhrif fréttin um fall MussolinLs hafði á íbúa Milano Lýðurinn drakk stolið vin á strætum úti. Sjónarvottui, sera komst til Svisslands, segir frá. — Skömmu eftir miðnætti á sunnudagskvöld var eg á leið heim, eftir að hafa unnið allt kvöldið. Göturnar voru dimnir ar, þögular og yfirgefnar. Þá heyrði eg hrópað í fjarska: „Mussolini liefir lagt niður völd!“ Það var eins og krafta- verlc hefði skeð; Hinar auðu götur fylltust skyndilega af fólki. Fólkið var ruglað og undi'- andi. Það livíslaði fréttirnar í fyrstu með mikilli gætni. Það gat ekki trúað því að tuttugu og eins ára martröð væri á enda. Þá tóku einkennisklæddir menn að hrópa: „Mussolini er farínn! Badoglio liefir tekið við völdum!“ Hvíslið breyttist í öskur. Fólkið i kring um mig varð tryllt af fögnuði. Menn föðmuðu hver annan i myrkrinu. Þeir dönsuðu af gleði, margir með tárin streym- andi niður kinnarnar. Hvað hafði skeð á fáeinum klukkustundum, sem svipti tuttugn og eins ára olci af hinni frelsiselskandi ítölsku þjóð? Við vorum of rugluð til að geta fundið svarið þá. 1 marga undanfarna daga höfðu geisi- stór spjöld sézt á húsveggjum borgarinnar, þar sem á stóð: „Niður með fasista! Badoglio Iifi!“ Við sáum þessi spjöld, en fáir væntu sér mikils af þeim og þau voru fljótlega rifin niður á morgnana af lögreglunni. Bannfærður sálmur. Enginn svaf í Milano þessa nótt. Brátt fóru ræðumenn að öskra í rökkrinu, þeir köstuðu fúkyrðum að fasistum og hvöttu fólkið til ofbeldis. í einu vetfangi hafði hinni pólitisku þvingun verið svipt af landinu. AHa nóttina var fólkinu að fjölga. I dögun á mánudag voru allar götur þéttslcipaðar fólki, og allt ætlaði vitlaust að verða. Flutningabilar óku um göturn- ar, þaktir fánum og þeytandi liom sín. Fjölmennir fundir voru haldnir, oft undir forustu kvenna. Hópar gengu fylktu liði hrópandi: „Niður með foringj- ann! Lifi konungurinn!“ Síðan réðist lýðurinn á farar- tækin. Öll hugsanleg farartæki voru tekin i umferð. Þúsundir radda tóku nú að syngja hinn bannfærða sálm uni upprisuna. Hvarvetna kom hinn gamli ítalski þríliti fáni í ljós. Hermennirnir, sem stóðu á verði við Covo-bygginguna — altari fasista í Milano — veittu ekkert viðnám þegar æpandi konur réðust að þeim og drógu þá á burtu. Lýðurinn réðist á allt fasist- iskt — menn, byggingar, fána og minnismerki. Æst börn hlupu öskrandi eftir strætunum og drógu á eftir sér ýms stolt tákn um veldi fasista. „Friður, friður!“ í fyrslu var gleðin ríkjandi, lýðurinn var ekki ennþá orðinn blóðþyrstur. Það kom seinna. Þegar dagur var runninn fjölgaði mikið á götunum. Það var eins og eitthvert brjál- æði hefði gripið alla. Öll vinna stöðvaðist. Fólldð liætti smám saman að lirópa „vivas" og ný hróp tóku að heyrast — „friður, ! friður! Þeir ætla að gefa okkur frið!“ Þúsundir verkamanna yfir- gáfu verksmiðjurnar, gengu fylktu liði inn i miðja borgina og hrópuðu að striðið væri úti. Slökkviliðsmenn komu með tæki sín og tóku þátt í ólátun- um. Eg sá þá setja upp stiga fyrir fólkið til þess að það gæti rifið niður fasista-fánana, jafn- vel af hinum hæstu byggingum. Eg sá gamla konu afhendá sjómanni nokkurum járnstöng. Hann lientist með hana upp slökkviliðsstiga, sem reistur liafði verið upp við fasista- minnismerki á liúsi nokkuru. Með jámstönginni braut hann niður minnismerkið, en fólkið fyrir neðan öskraði af hrifn- ingu. Hópur af ítölskum flug- mönnum stóð álengdar og hló. Lætin jukust stöðugt eftir þvi sem á daginn leið. Síðan byrjuðu ránin. Þau byrjuðu í Bianca-Maria-stræti og Porta Vittorio-hverfinu. Syngjandi og æpandi lýðurinn æddi til „lúxus“-húsa lielztu leiðtoga fasista borgarihnar. í rennusteininum. Þeir brutu upp hurðirnar og æddu niður i vínkjallarana. Þúsundir af flöskum af ávaxta- víni og sterkum drykkjum voru handlangaðar upp á göturnar, hálsarnir brotnir og vinið flóði i rennusteinunum, á meðan ránsmennirnir drukku. Óttaslegið fólk var neytt til að drekka romm og koníak, þar sem það stóð. Annar hópur fór til Manara- strætis og réðist inn á heimili og skrifstofur Farinaccis (fyrrv. ritara Fasistaflokksins). Þar brutu þeir allt sem hönd á festi í hinni íburðarmiklu íbúð hans, drógu gólfteppin út á götuna, tóku niður dýrmæt málverk af veggjunum og rifu þau i tætl- ur. Síðan sneru þeir sér að bóka- safninu. Bókunum var hrúgað upp á götuna og síðan borinn eldur að. Húsveggir, sem andfasistar höfðu hingað til liætt lífi sínu við að líma þar upp áróður sinn, voru nú þaktir háði og spolti til hinnar föllnu hetju. Enginn sinnti þvi, þótt fólki væri bannað að vera á ferli. Hermennirnir báðu fólkið góð- látlega um að hverfa til lieimila sinna, en það var aðeins lilegið að þeim. Þessi upplausn fasistaýlokks- ins í einni svipan er ekki hægt að þakka stjórnendum vorum. Ilún er eðlileg afleiðing þess, að það var orðið ljóst, hversu einslcisnýtur flokkurinn var. Eg er þeirrar skoðunar að of snemmt sé að spá nokkuru um framtíðina. Landið okkar liorf- ir nú upp á örlagaríkustu tíma í sögu þess. Síðan eg slapp frá Ítalíu, hef- ir fólk af öllum þjóðum spurt mig sömu spurningarinnar: „Hvernig stendur á þvi að ít- alska þjóðin, sem allt til s. 1. sunnudags hefir verið fangi slíkrar liarðstjórnar, vaknar við það á mánudagsmorgun að fjötrarnir liggja við fætur hennar?" Svar mitt er þetta: „Það var ekki frávikning Mussolinis, ekki útnefning Badoglio, ekki yfirlýsing konungs, sem leiddi til æsinga fólksins. Þessi tryll- ingur liefir verið að grafa um sig hægt en öruggt árum sam- an. Dag nokkurn sá eg svívirð- ingar á Mussolini lhndar upp á liúsvegg. Fasistar skrifuðu neð- an við áletrunina: „Baggeit, ef þú ert ekki ómenni, þá skrifaðu þetta að degi til!“ Svarið kom strax næsta morgun: ,J>að er ómögulegt. Á daginn eruni við allir fasistar.“ Harðstjórnin hefir nú hitt harðstjórana sjálfa. Þjóðin hef- ir nú fengið tækifæri til að rísa upp í réttlátri reiði sinni. Fasisminn hefir runnið sitt skeið á enda. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína frk. Jensína Guðmundsdóttir, Bjarnarstíg 9 og Magnús T. And- résson, starfsmaður hjá Andrési Andréssyni. 1. Skaöar ekki föt eða karl- mannaskyrtur. MeiSir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Notasl undir eins eftir rakstur. 3. Stöðvar beaar svita, næstu 1—3 daj?a. Eyðir svitalvkt. heldur handarkrikunum hurrum. 4. Hreint. hvitt. fitulaust. ó- menaað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fensið vottorð albióðleRrar bvottarann- sóknarstofu fyrir bví. að vera skaðlaust fatnaði. A r r i d er svita stöðvunarmeðal- ið. sem selst mest ■ reynið dós i da ARRID Fæst í öllum betri búðum Sumarskemmtun Sjálfstæðismanna að Ölver. Sjálfstæiðsmenn á Akrauesi efndu til útiskemmtunar í og við hinn stóra og vistlega sum- arskála sinn undir Ölver, í gær- dag. Var þetta aðal-samkoma þeirra á þessu sumri og til lienn- ar vandað. Veður var hið ákjós- anlegasta þó að ekki nyti sólar, og þó að annarsstaðar væri tals- verð gola. — Skemmtistaðurinn er á svo notalegum stað, að þar var skjól og blakti ekki hár á höfði, og munu þarna hafa ver- ið allt að því þúsund manns, þegar flest var, og virtist fólk una sér vel. En þarna gætir þess lítt þótt margt sé um manninn. Fólkið „sem saman á“ tinist út um lantir og skógarrjóður og alltaf eru allir bekkir setnir við hinar ágætu veitingar, sem framreiddar eru i skálanum, en hann er stór, og tekur marga gesti í einu. Jón Árnason, kaupm., sem er lifið og sálin í ýmislegum sam- tökum Sjálfstæðismanna á Akranesi, setti samkomuna, en annars höfðu ræðumenn verið fengnir úr Reykjavík, þeir Ólaf- ur Thors formaður Sjálfstæðis- flokksins og Morten Ottesen. Voru ræður beggja hinar prýði- legustu. Minntist Ólafur þess í upp- hafi ræðu sinnar, að á þessum slóðum liefði hann verið á bernskuárum sínum, eða í þrjú sumur, lijá hinum góðkunnu Sivftrtsens-hjónum í Höfn, sem þarna er skammt fyrir neðan og tíðum leikið sér á hinum fagra og notalega stað, einmitt þar, sem þessi skemmtistaður er nú. Var sá þáttur ræðunnar hæði skemmtilegur, og með nokkuð öðrum hætli en ræður Ólafs eru vanar að vera, því að þar kom fram meira af hans raunverulega innra manni, en liann er vanur að láta í Ijós. En annars var ræða hans þrennt í senn: skemmtileg, þróttmikil og þrungin einlægi'i og ótví- ræðri ást til fósturjarðarinnar. En það er nú einmitt vegna þess, að andstæðingarnir, sem hezt þekkja Ólaf Thors vita, að fáa eigum vér einlægari, eld- heitari og sannari Islendinga; eru þeir seint og snemma að reyna að kaldhamra það inn í hugi manna, að hann sé hálf- danskur. Að visu er hann’ það að ætterni, en enginn er alís. lenzkari Islendingur en Ólafur Thors. Hann kom víða við í ræðu sinni, minntist meðal annars á sambúð okkar við seluliðið, og þvertók fyrir það, að vér ís- lendingar væruni þeir vesaling- ar, að vér tíndum sálinni, þó að hér væri erlent setulið i landinu. Hvatti liann liinsvegar til þess, —- sem margitrekað hefir verið — að menn kæmu einarðlega fram við setuliðsmenn, en sýndu þeim annars fulla kurteisi. Á sjálfstæðismálið minntist hann auðvitað, — en ekki þarf að lýsa skoðunum hans í því hér. En fyrir þeim, sem þetta ritar, og sjaldan hlýðir á ræður stjórnmálamannanna -— verður að láta sér nægja blöðin, — var þetta sem nýr, sterkari og sjálf- sagðari hoðskapur, er á liann var lilýtt af vörum formanns Sjálfstæðisflokksins. Ræða Mortens Ottesen var fjörleg og all-fyndin á köflum. Voru það einlæg livatningarorð til Akurnesinga fyrst og fremst, — en svo brá liann sér á leik um kvenfólkið og kartöflurnar, og hvatti nú kvenfólk yfirleitt til að hætta að nota farða, en til þess að auka fríðleik sinn skyldi það þess i stað éta sem mest af Akraneskar töf lum. Litill karlakór frá Akranesi söng nokkur lög við hlýlegar viðtölcur, en flokkur hressilegi'a glímumanna úr Reykjavík sýndi glímu. Þótti mönnum það góð skemmtun, enda voru þetta víst úrvalsmenn, og fegurðar- glímu-konungurinn í broddi fylkingar. 23. ág. 1943. Th. Á. rrifikyiMiiiig* frá ríkisstjóndnaL Brezka sjóliðið telur nauðsynlegt að gera þá breyt- ingu á áður auglýstu svæði á Ey jafirði, þar sem bannað- ar eru veiðar og akkerislegur skipa (sbr. tilkynningia rikisstjórnarinnar í 44. tölublaði Lögbíriingablaðsins 1942 og 13. tölublaði 1943), að norðurtakmörk svæðis- ins verði framvegis lína, sem hugsast dregin frá Haga- nesi vestan f jarðarins í kirkjuna á Höfða.,' Suðurtakmörkin verða eins og áður, fína, sem hugs- ast dregin frá H jalteyrarvita í bæinn Noll austan fjarð- arins. (Uppdráttur af bannsvæðinu er í 49, tölublaði Lög- birtingablaðsins). Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 12. ágúsfc 1943. ÞÖKVR Nýristar þökur fást á Tungutúni. Upp). á staðnum. Garöypkjurádunautup Nokkrar Saumastúlkur vantar okkur. Klæðav. Andrésar Andréssonar Athugfð! Afgreiðsla Vísis víll kaopa 8113 <■-. nokkur eintök af blaðinu 31. júlí 1943. UPPBOÐ Samkvæmt beiðni Bandaríkjastjórnar verður flak (fram- hluti) af gufuskipinu „JOHN RANDOLPH“, er nú liggur ná- lægt Sandabæjum í llvalfjarðarstrandarhreppi, selt á opinberu uppboði, sem lialdið verður við skipsflakið, föstudaginn þ. 10. september 1943, og hefst uppboðið kl. 2 síðdegis. Þeir sem óska að skoða skipsflakið og eða mæta á uppboðinu, verða að sýna þar leyfisskírteini, er umboðsmaður The War Shipping Administration í Washington, hr. L. R. Smith, gefur út, en hann hefir skrifstofu í Hafnarhúsinu í Reykjavík, þi'iðju liæð, herbergi nr. 17. Skilvísum kaupendum veitist frestur með greiðslu uppboðs- 1 andvirðisins, eftir samkomulagi við undirritaðánn uppboðsráð- anda, en skipsflakið verður að flytja burt úr Hvalfirði innan mánaðar frá uppboðsdegi. Flakið selst í því ástandi, sem það fyrirfinnst á uppboðsdegi. Að öðru leyti verða uppboðsskilmálarnii' birtir á uppboðs- staðnum áður en uppboðið fer fram. Skrifstofa Mýra- og Borgarfjarðsýslu, 21. ágúst 1943. JÖN STEINGRÍMSSON. BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VÍSL I fFaðir minn, H. JE. Sehmidt, bankafulltrdi andaðist í gær að lieimili sínu, Ránai’götu 4. Soxija Schmidt. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.