Vísir


Vísir - 06.09.1943, Qupperneq 2

Vísir - 06.09.1943, Qupperneq 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteii.n Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgöld 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Launalöggjöfin. j^F þeim mörgu og merku málum, sem núverandi þing mun fjalla um, leikur ekki vafi á, að launalöggjöfin mun vera meðal hinna þýS- ingarmestu. Löggjöf sú, er nú gildir í þessu efni, er komin til ára sinna, — var auk þess ekki fullkomin í upphafi frek- ar en önnur mannanna verk, en hefir þó versnað til stórra muna, vegna margskyns við- auka og sérlaga varðandi launakjör, er skapa fullkomið ósamræmi innbyrðis millum embættis og sýslunarmanna. Fyrir nokkrum árum kom það fram í bíaðaummælum, að af- tapparinn í Áfengisverzluninni nyti mun betri kjara en pró- fessorar við háskólann, og þótt kjör þeirra kunni að hafa ver- ið bætt siðan, er það mislit bót á gamalt fat, sem óhjákvæmi- lega verður að endurnýja með öllu, þannig að þjóðin geti bor- ið það kinnroðalaust. Allir stjórnmálaflokkar hafa fyrir löngu viðurkennt nauðsyn þess, að launaföggjöfin yrði endurskoðuð, en þetta hefir þó dregist á langinn, aðallega af þeim sökum, að flokkarnir hafa gert sér Ijóst, að launa- kjör flestra starfsmanna ríkis- ins eru svo léleg, að engu tali tekur, og ósamræmið þeirra í millum svo augljóst, að ef fullt og eðlilegt samræmi ætti að fást, yrðu launagreiðslur af opiniierri hálfu að hækka veru- lega. Þröngur fjárhagur rikis- ins hefir vafalaust valdið nokkru um, að ekki hefir verið ráðist í endurskoðun launalag- anna, en í rauninni afsakar það ekkert, þegar þess er gætt, að á sama tíma hefir margs- kyns fjárbruðl átt sér stað, sem víkja hefði átt fyrir þeirri ó- hjákvæmilegu nauðsyn, að launa opinberum starfsmönn- um sómasamlega störf þeirra, þannið að þeir þyrftu ekki að vera bónbjargamenn, eða lifa á svokölluðum bitlingum eða aukastörfum. í slíku er fólgin sú hætta, að margskyns spilling geti þróast í skjóli hinnar úr- eltu launalöggjafar, og jafn- framt að opinber störf verði unnin á annan hátt en vera skyldi, — reynast jafnvel frek- ar hjáverk en aðalstörf. Um embættismannastéttina yfir- leitt verður þó ekki sagt, að hún hafi vanrækt störf sín á nokkurn hátt, en það er ekki aðgerðum hins opinbera að þakka, heldur fyrst og fremst þeim einstaklingum, sem Iagt hafa ríkari áherzlu á samvizku- semi í starfi en aktaskrift. Nefnd sú, er launamálin hef- ir til athugunar, vinnur kapp- samlega að endurskoífcin nú- gildandi launalöggjafar, enda er gert ráð fyrir, að tillögur hennar muni liggja það tímmi^ Iega fyrir, að Alþingi geflst tóm til að afgreiða málið. Er þess einfeig að vænta, að sam- vinrta tekist með þingflokkun- um oílum um þessi mál, með því að sumpart hafa þeir sýnt í verki, að þeir væru málinu hlynntir, en sumpart gefið um það skýlausar yfirlýsingar, að þeir myndu fylgja því fram tilá Fólkaflokkurinn vill slíta sambandi Danmerkur og Færeyja. Vidtal viö tvo kunna Færeyinga um stórn- málaástandið í Færeyjum. N ýlega eru komnir hingað til bæjarins tveir kunnir Fær- eyingar, þeir Knut Wang ritstjóri „Dagbladet“ í Þórshöfn og Páll Patursson bóndi í Kirkjubæ, sonur Jóhannesar Paturs- sonar. Báðir þessir menn hafa komið hingað áður; enda stund- aði Páll nám við Menntaskólann hér fyrir mörgum árum. Vísir hafði tal af þeim á laugardaginn og innti þá frétta úr heimalandi þeirra. Þeim sagðist svo frá: Þegar Danmörk var her- numin af Þjóðverjum og Fær- eyjar af Bretum, vildi Fólka- flokkurinn, sem þá hafði 7 þingsæti, þegar í stað slíta sam- bandinu við Dani. Lagði flokk- urinn þá till. fyrir þingið, að sambandslit færu strax fram, en Færeyingar tækju stjórnina í sínar hendur. Þessa lausn gátu hinir flokkarnir ekki fall- izt á, en þeir höfðu samtals 17 atkvæðum yfir að ráða. Til- lagan var felld með 17:7. Varð nú amtmaðurinn í Færeyjum, sem er danskur og heitir Aage Hilbert, hvort tveggj a í senn stjrón og konungur — sem sagt nú rikir einræði í Færeyj- um. Amtmaðurinn getur stöðv- að öll lög, ef honum svo sýnist, því að undirskrift lians er nauðsynleg, til þess að lögin öðlizt gildi, þar sem hann fer með vald konungs. Enda hafa komið fyrir þau mál, að amt- maðurinn hefur neitað að und- irskrifa og eins liefir það skeð, að þessi danski stjórnandi hef- ir gert lög, sem aldrei hafa svo mikið sem komið fyrir þingið. Fólkaflokkurinn vildi láta fara fram kosningar strax eftir að hernámið fór fram, en liin- ir flokkarnir vildu það ekki. Amtmaðurinn sagðist hafa fullt umboð frá dönsku stjórninni til að vera amtmaður áfram, en svo sagðist hann í flokk með frjálsum Dönum og var þá kominn í andstöðu við dönsku stjórnina í Höfn, sem hann hafði umboð frá. Þegar svona var komið málum, vildi Fólka- flokkurinn á ný, að kosningar færu fram, en hinir flokkarnir snérust aftur á móti og felldu tillöguna. Annað var það, að amtmaðurinn hafði raunveru- lega sagt Þjóðverjum stríð á hendur, með því að ganga í lið með frjálsum Dönum. En þar sem Iiann var æðsti stjórnandi Færeyinga, — en þeir vildu um fram allt vera hlutlausir í stríð- inu, — ýtti það einnig undir Fólkaflokksmennina að krefj- ast kosninga. Mátti jafnvel búast við því, að eyjarnar og skip þaðan yrðu fyrir árásum Þjóðverja, þar sem amtmaðprinn hegðaði sér svona. Þann 24. ág. siðastl. fóru fram kosningar í Færeyjum og vann Fólkaflokkurinn mjög mikið á, eða bætti við sig 5 þingsætum. Hefir hann nú 12, en hinir flokkarnir til samans hafa 13 þingmenn. Athugandi er það, að einn þingmaður Sambandsflokksins er í Dan- mörku og kemst ekki þaðan. Er vafamál, hvort varamaður kemur í staðinn, þvi að þing verður að samþykkja hann, en sigurs, og ætti það þá áð geta haldið í örugga höfn og án sér- stakra tafa. Því verður að vísu ekki neitað, að hér er um auk- in útgjöld sé6 ræða fyrir ríkis- sjóðinn, en ekki er seinna vænna að bæ^ úr gömlu rang- læti, enda stendur hagur ríkis- sjóðs vel sem stendur, og undir liann renna styrkar stoðir í bili, hversu lengi sem þær kunna að endast. þar stangast 12 á móti 12. Þing- ið kemur saman á morgun, og verður þetta atriði þá væntan- léga útkljáð. Um fiskveiðarnar sögðu þeir félagar, að frá Færeyjum væri nú einungis seldur ísfiskur, en fyrir stríð fluttu þeir út salt- fisk. Er nú mikið meira róið heima við en áður. Fiskikútterar voru um 130 fvrir stríð, en af þeim hafa Færeyingar misst í kringum 40, og af 10 togurum hafa þeir misst helminginn, svo að skipa- stóll Færeyinga hefir mikið gengið saman. Um 80 manns hafa farizt með skipum af hernaðarvöldum. rexstin ir >( Ný skáldsaga Laxness. eftir „lslandsklukkan“ heitir ný skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness sem út kom í morgun. Bókin er söguróman, byggð á sannsögulegum viðburðum frá liðnum öldum. A kápu er málverk eftir Þor- vald Skúlason. Hundar gera ínnrás í hænsnakofa. 10 hænur drepnar. Sá atburður skeði í nótt, að þrír íslenzkir hundar, sem setu- liðsmenn eiga, gerðu innrás í hænsnakofa i Fossvogi og drápu þar 10 hænsni. Ekki er vitað, hvenær innrás þessi var hafin, en hundarnir höfðu kofann alveg á valdi Rúmlega 20 ábúendur við Patreksfjörð og auk þess ýmsir íbúar á Patreksfirði, þar á með- al hreppsnefnd Patrekshrepps, hafa sent Alþingi erindi þess efnis, að samþykkja á þessu þingi friðun Patreksfjarðar fyrir skotum á fugl og önnur dýr á firðinum, ef vera mætti, að unnt væri að auka þar fugla- og dýralíf og koma þar á æðar- varpi. Segir svo i bréfi, sem sent er með þessu erindi: „Eins og skjalið ber með sér, er það sam- eiginlegt áhugamál allra, sem á skjalinu standa, að fjörðurinn verði algerlega friðaður fyrir skotum. Jafnframt er það von og trú okkar, að fugla- og dýra- líf muni mjög aukast kringum fjörðinn, ef friðaður verður, og jafnvel teljum við mega vænta þess, að koma megi upp æðar- varpi á nokkurum stöðum. Gangi maður á fjörur hér að vetrarlagi, eftir að menn hafa verið að fuglaveiðum á Patreks- firði, þá er það ekki sjaldgæf sjón að sjá þar vænbrotna, fót- brotna eða á annan hátt limlesta fugla, en þó lifandi, en helsærða af skotum veiðimannanna frá næstu dögum. Slíkt er hryggð- arsjón.“ I tilefni af þessu hefir Gisli Jónsson flutti eftirfarandi frv. til laga: 1. gr. Öll fuglaskot, að undanskild- um skotum vegna útrýmingar svartbaks, selaskot og hvers- konar önnur veiðiskot skulu hér eftir bönnuð á Patreksfirði fyr- ir innan línu, sem hugsast dreg- in frá Blakknesi i Tálkná yzt. 2. gr. Brot gegn lögum þessum varða 50 kr. sekt, auk þess,sem byssa sú, sem skotið er með, skal gerð upptæk. Sé brotið ítrekað, skal sektin tvöfölduð. Sektarféð rennur í ríkissjóð að hálfu, en að hálfu í sveitarsjóð Rauðasandshrepps. Mál út af brotum skulu sæta meðferð opinberra mála. sínu, þegar komið var þar að, snemma í morgun. Hafði bardaginn verið hinn skæðasti og lauk m.eð miklu hæsnafalli, sem fyrr getur. Féllu 10 hænur, en margar særðust alvarlega. Hundana sakaði eldti. Bjarni Guðmundsson: Málverkasýning Þorvalds Skúlasonar og Gunnlaugs Scheving. Sýning þessi er tvimælalaust einn merkasti listarviðburður ársins. 1 heild stendur hún almennu listsýningunni i vor fram- ar, auk þess sem sýningar einstaklinga eru jafnan skemmtilegri en yfirlitssýningar. Það sem þegar vekur athygli er hversu vel málverk þessara tveggja málara fara sama, þótt býsna ólík sé. Sýnir Þorvaldur 22 málverk á austurvegg, en Gunnlaugur 27 á vesturvegg. — Báðir sýna að auki téikningar og vatnslitamyndir. ÞORVALDUR SKÚLASON. Það er skammt frá að segja, að með þessari sýningu hefst nýr þáttur i hinum eftirtektar- verðá listferli Þorvalds. Þorvaldur hefir verið sein- þroska, þegar tillit var tekið til hinna óvenjulega miklu gáfna hans. Líklega er það einmitt leit hans að framsetningarháttum, barátta hans við erfið viðfangs- efni, sem skapað hefir þann ár- angur, sem hann hefir nú náð. Hann hefir aldrei látið freistast til að sleppa auðveldlega frá viðfangsefninu, en það hlýtur að hafa verið allmikil freisting, þvi að hann á að eðlisfari mjög hægt með að mála. Yfir myndum hans hvilir þess vegna einmitt sá þokki, er leiðir af þvi að hann heldur aft- ur af sjálfum sér. Myndir hans eru gagnunnar, hvert einasta atriði í fletinum vandlega veg- ið gagnvart heildinni. En eftir- tektarverðust er þó litargleði hans og hin leikandi litameð- ferð. Þótt málverk hans sé öll svo góð, að fá ein geti talizt öðrum betri, er þó sérstaklega ástæða til að vekja athygli á tveim myndum með svipuðu efnis- innihaldi, stúlka er teymir hest (nr. 7 og 20), nr. 2, hestamynd, nr. 8, kona við sauma og nokkr- um samstillingarmyndum, einkum tveim af húsbúnaði og gítar. List Þorvalds á víða ræt- ur, en virðist þó liafa mótazt einna mest af franskri nútíma- list, einkum Picasso. Auk þess mun hann hafa lært sumt af súrrealistum, þótt ekki gæti þess beinlinis. Það er þó fánýtt að skella slíkum merkiseðlum á listaverk hans, til þess eru þau of sjálfstæð og persónuleg, þótt hitt sé augljóst, að hann hefir viðað að sér menntun og hug- myndum úr mörgum áttum. r Scrutator: ^jOudcLbl GdÉjnMHMfyS lJ Reyni-sýki. Jón Arnfinnsson garðyrkjumað- ur benti lesendum Vísis fyrir nokkru á illkynjaða sýki í reynitrjám, sem nú gerir töluvert vart við sig. Því miður virðast garðeigendur ekki al- mennt hafa gert sér það ljóst, hver alvara er hér á ferðum, né hitt, að tiltölulega auðvelt er að lækna trén, meðan sýkin er á byrjunar- stigi. Aðferðin er sú, að skafa vand- lega burtu hina sýktu bletti og mála yfir. Eg hefi víða séð sýkt tré, sem ekki virðist hafa verið sinnt. Það er því ástæða til að skora al- varlega á alla garðeigendur, sem reynitré hafa í görðum sinum, að draga það ekki að aðgæta þau vand- lega og lækna þau, en kalla til garð- yrkjumanns hið fyrsta, ef þeir treystast ekki til að sinna þessu sjálfir. Konur og hernám. Útvarpið skj^ði í gær frá ávarpi til íslenzkra kvenna,’ sem lesið hafði verið í Berlínarútvarpið á íslenzku, en í ávarpi þessu er þeim mjög þakkað, hversu kuldalega þær taki amerískum hermönnum. Þessu til skýringar var lesin upp grein eft- ir amerískan hermann, sem verið hafði á íslandi í 15 mánuði og all- an þann tima ekki fengið svo mikið sem að taka í hendina á íslenzkir stúlku — og það þótt hann væri talinn kvennagull hið mesta í ætt- landi sínu. Svo var nú það. Skömmu siðar um kvöldið las Jón Aðils upp „smásögu úr ástandinu", sem var á eylitið annari bylgjulengd — í öllu falli samin af miklu minni virðingu í garð íslenzkra kvenna en grein sú, er Berlínarútvarpið birti. —• Það er svei mér ekki gott að vita, hvað maður á að halda, þegar maður tekur báða jafn trú- anlega, Göbbels og Jón Aðils. Amerískur málari. Velmetinn amerískur málari var hér á ferðalagi um daginn, á veg- um BandaríkjafJotans. Hann heitir George Gray, 35 ára að aldri, og er einn af þekktustu „fresco“-mál- urum Bandaríkjanna. Hefir hanit málað miklar veggmyndir í ýmis helztu hótel Bandaríkjanna, starfað nokkuð að málningu leiktjalda, en um skeið hefir hann verið viður- kenndur listmálari (official artist) ameríska strandvarnaflotans. Gray fannst mikið til um náttúrufegurð ’ íslands og hét sjálfum sér því, að hingað skyldi hann aftur koma að stríðinu loknu. Hann skoðaði nokk- ur málverk á sýningu Þorvalds og Gunnlaugs i Sýningarskálanum, og fannst mikið til um verk þeirra, en því miður varð hann að hverfa á brott áður en sýningin var opnuð. Slæmt horn. Hornið á vegamótum Ingólfs- strætis og Bankastrætis er eitthvert fjölfarnasta í bænum. Nú er veriÖ að grafa þar mikla skurði, og tefur það umferð og torveldar. En síðan þetta ástand skapaðist, hef eg ekki séð þar neina umferðalögreglu, og voru þar þó oft lögregluþjónar, meðan minna lá við. 1 gær og und- anfarna daga skapaðist á þessu horni hver umferðateppan á fætur annari, sem einn lögregluþjónn á verði hefði hæglega getað a|stýrt. 1 Spádómur dagsins. Áður en bandamenn taka tána ’á ítalíu munu þeir sennilega lenda í viðureign við Heil Hitler. Also sprach ísak ísax . spámaður. GUNNLAUGUR SCHEVING. Gunnlaugur málar yfirleitt í kaldari litum en Þorvaldur og heldur sér mildu nær efnisinni- haldinu. Hann bregður upp „seríu“ af myndum úr íslenzku sjávarþorpi (Grindavík), og fylgir þar stíl svo nákvæmlega, að hans vegna gætu allar myml- irnar verið málaðar sama dag- inn eða sömu vikuna, þótt þær séu aðvitað ávöxtur margra ára starfs. Gunnlaugur leggur mjög ríka áherzlu á fjarsýni, leitast við að ná fíngerðum áhrifum með grófgerðri tækni. Yfir myndum hans er mikil heið- rikja, bæði í bókstaflegri og af- ’eiddri merkingu. Auk húsa- og landslags- Lítið hús nálægt Reykjavík, 2 lierbergi og eldhús, miðstöðvarupp- hitað, til sölu eða leigu strax. Uppl. í síma 2783 kl. 5—7. Sanma> vélar 2 nýjar stignar Singer- saumavélar eru til sölu. — Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt: „Singer“. ÁGÆTT Leskjað kalk fæst :í. OFNASMIÐJUNNÍ. - Sími 2287.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.