Vísir - 21.10.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1943, Blaðsíða 3
VISIR Utgáfa útvarpserinda og sögu styrjaldarinnar og Útvappstídindi annast útgáfnna. TTTtvarpstíðindi eru í þann veginn að hefja útgáfu úrvals er- inda, þeirra er flutt hafa verið undanfarið í útvarpið. Enn- fremur útgáfu sögu styrjaldarinnar og hernámsins. Fyrirhugað er, að nokkur liefti komi út á ári, hvert fjórar arkir að stærð í Iðunnarbroti. Fyrstu erindin sena gefin verða út eru nokkur erindi varðandi íslenzka tungu, er Björn Sigfús- son flutti, ferðasögur Guðmundar Thoroddsen, erindi Sverris Kristjánssonar, „frá Vín til Versala“ og loks „Indversk trúar- hrögð" er síra Sigurbjörn Einarsson flutti. Ivaupendur Útvarps- tíðinda njóta sérstakra kostakjara. Tíðindamaður Vísis hitti þá Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör, ritstjóra Útvarpstíðinda, og innti þá eftir væntanlegri út- gáfu. „Undanfarin ár hafa okk- ur borizt fjölda margar ósk- ir um slíka útgáfu, svo við gátum varla þrjózkast við lengur. Enda hafa mörg og merk rök verið fyrir því færð, að mikla nauðsyn bæri til, að birt væri á prenti það bezta, sem flutt er í útvarpinu, svo að full not yi-ðu að því. (Útvarpið hefir leyst úr læð- ingi fjölmarga hugsun, sem ella liefði legið í þagnargildi, en fyr- ir tilhlutun þess orðið til gagns og gleði, og þegar bezt lætur til alþjóðavakningar. Mætti í þessu sambandi minna á ýmsa erinda- flokka, en nærtækust eru það dæmin um þrjá dagskrárliði, sem mikla þýðingu liafa hafl fyrir alþjóð á þessurn örlaga- riku hættutímum. Það eru þætt- irnir „Takið undir“, „Spurning- ar og svör um ísl. mál“ og „Landið okkar“. En orðið, sem berst á ljósvakanum til eyrna okkar í kvöld, er horfið út i ei- lífan bláinn á sömu andrá, — það hefir komið og vakið hugs- un, en þegar til á að taka liöfum við ekki höndlað nema litinn liluta þess. Með erindaútgáfunni ætlum við að brúa í nokkrum tilfellum bilið milli fyrirlesar- ans og ahnennings og gefa hlust- endum k'ost á að fá i hendur sumt af þvi bezta, sem útvarpið liefir flutt. — Hvernig verður þessari út- gáfu hagað? — Við ætlum að gefa út nokk- ur hefti á ári, hvert fjórar IS- unnararkir að stærð. I fvrsla heftinu, sém kemur út inuan skamms, verða nokkur er- indi Björns Sigfússonar magist- ers, þá ferðaþættir Guðmundar próf. Thoroddsens, erindi Sverr- is Kristjánssonár sagnfræðings frá Vín líl Versala og Indversk trúárbrögð eftir síra Sigurbjörn Etóarsson. Hér er k’omið efni l jögurra næstu heftanna. Síðan verða einstök úrvalserindi fjög- urra til fimm merkra útvarps- fyrirlesara í sama hefti. Hafa ýmsir liinna beztu fyrirlesara heitið okkur stuðningi. — En styrjaldarsagan og her- námið? — Styrjaldarsagan hefst með erindum Sverris frá Vín til Ver- salá; hann mun einnig brúa bil- ið niiili styrjaldanna í stuttu máli, síðan taka þeir við Jón Magnússon fréttastjóri og ef til vill einhverjir fleiri. — Gunnar M. Magnúss mun annast skrásetningu hernámssögunnar. — Verður þetta nokkurskon- ar tímarit hjá ykkur? — Nei, elcki beint. Við gefum útgáfunni að vísu heildarnafnið „Erinda safnið“ og ætlum að taka á móti áskrifendum, en á- skrifendur þurfa þó ekki að kaupa öll heftin, nema þeir, sem gerast áskrifendur að styrj- aldarsögunni, þeir skuldbinda sig til að kaupa hana alla. Ann- ars er fyrirkomulagið hugsað í líkingu við hina svo nefndu „bökahringa“, sem alkunnir eru frá Norðurlöndum, en hafa ekki líðkast fyr hér á landi. B JE K U B Trygve Gulbransson: Dagur í Bjarnardal. Konráð Vil- hjálmsson íslenzkaði. Bóka- útgáfan Norðri h/f. Það þótti bókmenntalegur við- burður um öll Norðurlönd, þeg- ar saga þessi birtist i heimalandi sínu, Noregi. Var henni mjög vel tekið, enda skarar hún fram úr á sínu sviði. Sagan er í þrem bindum, og er nú fyrsta bindi ,út komið í íslenzkri þýðihgu Konráðs Vilhjálnissonar skálds. Ffnið er ættarsaga og gerist á síðai’a hlúta 18. aldar, úm það leyti, er aðallinn varð að lækka seglin í ýmsum löndum álfunn- ar, en þróttmikil og framsækin óðalsbændastétt fór að liefja höfuðið og láta til sín taka. Virð- ist höfundurinn vera kunnugur aldarhætti og tizku þeirra tíma og skýra frá orðum og athöfn- um í réttu og sönnu ljósi, svo að áhrifin á athugulan lesanda munu litt geiga frá marki. I þessu fyrsta bindi sögunnar er sagt frá þrem ættliðum á stór- býlinu Bjarnardal, einkennilega stórbrotnum mönnum, sem liafa kosti og galla sinnar aldar, en er í blóð borin framsækni og eldhugi nýrrar stefnu, sem þó á enn eftir að vakna til skiln- ings og athafna. Mun því hver lesandi bíða framhald§ins með eftirvæntingu. Þýðandinn á eindregið lof skilið fyrir verk sitt. Málið á sögunni er hreint og kjarnyrt, en um leið svo lipurt, að langt ber af flestum skáldsagnaþýðingum síðari tíma. — Allur frágangur bókarinar frá prentsmiðjunnar liendi er snotur og vandaður, — og þökk sé öllum, sem að því liafa unnið, að íslenzkir lesend- ur eiga þess kost, að bæta svo góðri bók í safn sitt. Hún er þess verð, að eiga hana og lesa oftar 1 en einu sinni. J. R. fréttír iii i.MM=mmwi2 =9. Reykjavíkur apótek. Næturakstur. Bifreiðast. Hekla, sítni 1515. Næturlæknir. Slysavarðstofan, sími 5030. Ljósatími ökutækja. Frá og með deginum i dag breyt- ist ljósatími farartækja þannig, að kveikja skal kl. 17.40 og slökkva kl. 7.10. Mæður! Gætið barnanna. Látið þau ekki leika sér á akbrautinni. Fylgist með fjöldanum og fjölsækið Varðarveltuna á sunnudaginn. Aðalfundur Bridgefélags' Reykjavíkur var haldinn í gærkveldi. 1 stjórn voru kosnir: Hörður Þórðarson, for- maður, og meðstjórnendur þeir Ein- ar Þorfinnsson og Magnús Björns- son. Veizlan á Sólhaugum verður leikin í Iðnó annað kvöld kl. 8,30. Sala aðgöngumiða hefst kl. 4 í dag. Náttúrulækningafél. íslands er nú að hefja vetrarstarfsemi sína. Fundir þess verða í húsi Guð- spekifélagsins við Ingólfsstræti 2. eða 3. fimmtudag í hverjum mán- uði, sá fyrsti verður í kvöld. Með því að koma á hlutaveltu Varðarfélagsins á sunnudaginn, gefst yður kostur á að ferðast í lofti, á láði og legi. Útvarpið í kvöld. Kl. 20,20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar) : a) Forleikur að óperunni „Brúðan frá Niirnberg" eftir Adam. b) Ilm- vatnsdansinn, lagaflokkur eftir Popy. 20,50 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinson). 21,10 Hljóm- plötur: Oktett fyrir blásturshljóð- færi eftir Stravinsky. 21,30 Spurn- ingar og svör unr íslenzkt mál (Björn Sigfússon nragister). Á hlutaveltu Varðarfélagsins í Sýningarskál- anum n.k. sunnudag. er völ á að fá það flest fjöldanum, sem hentar bezt. Iivcn og karlmanna hanzkar fóðraðir og ófóðraðir. 'Ut \ á VERZL. t? börn, v.nglinga og fullorðna. Grettisgötu 57. íslenkza Vt^etW fœst hjd bóksölutn Y* hreinar og góðar kaupir hæsta verði Félagsprentsmlðjan h.f. Nýr Ford motor 6 cyl. til sölu. — Tilboð sendist Vísi, merkt: „Mótor — 6“ fyrir laugardag. V atnsleðurskór fyrir unglinga og fullorðna komnir aftur. Verksmiðjuútsalan GEFJUN — IÐUNN, Aðalstræti. Krlstján Giðlaigssoo Hæstaréttarlögmaðnr. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hafnarhúsið. — Sfmi 3406. FJELAeSPRENTSMIÐJUNNAR fiesTifc Nýkomið gott úrval af Drengja og karlmannafataeínum. — Ennfremur LOPI, margir litir. VERKSMIÐJUÚTSALAN Gicfjnn — Iðnnn, Aðalstræti. Hro§§akjöt til sölu mjög ódýrt. Uppl. í síma 4013. Keyrt heim til fólks. 3 stólar og svefnottoman til sölu. Simi 2165. Bankastræti 10. KJOLAR teknir upp í dag. — Verð frá 94.50 krónum. Tízlcnn Laugaveg 17. Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið nýtt liámarksverð á föstu fæði og einstökum máltíðum, svo sem liér segir: I. Fullt fæði karla ................ kr. 315.00 á mánuði Fullt fæði kvenna.................. — 295.00 — II. Einstakar máltíðir: Kjötréttur ...................... — 4,00 Kjötmáltíð (tvíréttuð)............. — 5.00 Akvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 22. október 1943. Reykjavík, 20. október 1943. VERBLAGSSTJÓRINN. • • SPAÐKJOT Með næstu ferðum fáum vér úrvals spaðkjöt í heil- um og hálfum tunnum, m. a. úr þessum héruðum: Af Barðaströnd, úr Strandasýslu, Norður-Þingeyj- arsýslu, Borgarfirði eystra og Jökuldal, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Homafirði. Tekið við pöntunum í síma 1080. Afgreitt með stuttum fyrirvara. innuieuoð Tilkyiiiiiug Að gefnu tilefni vill ráðuneytið benda á að öll erindi varðandi úthlutun á skömmtunarvörum til iðnfyrii'- tækja og veitingastaða ber að senda skömmtunar- skrifstofu ríkisins, sem annast þau mál undir yfir- stjórn og samkvæmt ákvörðun Viðskiptaráðs. Er þýðingarlaust að snúa sér til ráðUheytisins út af þessum málum. 20. október 1943. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Haður utan af landi, vanur öllum skrifstofustörfum, óskar eftir ein- hverskonar atvinnu. Tilboð, auðkennt: „Vanur skrifstofumaður“ séndist Visi. Konan min, Sigurlaug Guðmundsdóttir lézt á Landspítalanum aðfaranótt fimmtudags 21. þ. m. Hafsteinn Hjartarson « Hringbraut 33.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.